Heimskringla - 25.04.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.04.1945, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. APRÍL 1945 lÉrcimskríngla (Stofnua ÍSU) Kemur út ó hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING l’RESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON ■ Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 WINNIPEG, 25. APRIL 1945 Mr. Ilsley biður að heilsa Vinur okkar, J. L. Ilsley fjármálaráðherra, biður að skila kærri kveðju til lesenda Heimskringlu. Mr. Ilsley er, eins og fíestir vita, maðurinn, sem segir okkur hvað við eigum að kaupa fyrir peningana okkar. Það er meira virði en margur ætlar, að geta ráðlagt mönnum heilt í þessu efni. Það þekkja allir vandræðin, sem menn lenda í, þegar keyptar eru jóla-* sumar, eða afmælisgjafir. Það skyggir ekki lítið á fögnuðinn, sem slíku getur verið samfara, ef mistök eru á kaupunum. Það þarf ekki að vera nema að ofmikið eða oflítið sé fyrir gjöfina borgað, að hún nái ekki tilgangi sínum. En þetta kemur aldrei fyrir þegar Mr. Isley ráðleggur hvað kaupa skuli. Honum hefir aldrei skeikað þar. Það getur hver og einn keypt eins mikið eða lítið og hann vill, að hans ráði, og það skal ávalt bera góðan ávöxt og koma að tilætluðum notum. Þetta hefir sjö sinnum fyrir eitt verið reynt. Nú er að því komið, að reyna það í áttunda siiwii. Það eru kaup í Sigurláns Verðbréfum, sem boðin eru, en á því láni er þörfin jafnmikil og áður og verður, eins lengi og stríðinu ekki léttir. Það virðist að vísu farið að halla á óvinina,«en það er, eins og Churchill segir, ekki fyrir einstaklinga að spá um lok stríðsins; það eru okkar herfróðu menn einir, sem um það geta sagt. Féð sem til stjórnarlánsins er.lagt fram, er auðvitað hið sama og að eiga það á banka. Það aðeins gefur stjórninni bakhjarl, eða dálítið að grípa til, ef með þarf, og við þeirri þörf má ávalt búast í stríði. Hermennina, er lífi sínu tefla fram, má ekki neitt bresta. Um það er ekki efi í huga neins sanns canadisks borgara; það érum vér vissir um. Það hefir verið á það minst manna á milli og jafnvel í blöðum, að kosningar séu nú í nánd og að því spurt hvert lántakan mætti ekki bíða, þar til að þeim loknum. Þetta kemur málinu ekkerc við. Það væri skammsýni, að láta lántökuna að nokkru gjalda þessa. Hún er mál út af fyrir sig og ofar öllum pólitískum ærslum. Jæja — kveðju mannsins, sem hin vandasömu fjármál þjóð- arinnar hefir með höndum haft öll stríðsárin, er hérmeð skilað. Hún á skilið að njóta byrjar og mun gera það nú, sem fyr, er um aðstoð til stríðsins hefir verið að ræða. “MEÐ HÁLSBINDIÐ ÚR LAGI—” Mr. Eden, utanríkisráðherra Breta, kom með “hálsbindið úr lagi” segja fréttirnar af fundi Molotovs s. 1. þriðjudag, en þeir eru nú í Bandaríkjunum staddir til að vera á San Francisco- fundinum. Munu pólskumálin hafa á góma borið milli þeirra, en þar er sagt að Rússum og Bretum sýnist sitt hverjum. — Eden hefir verið talinn bezt klæddi maður Evrópu, og að ganga með hálsbindið úr skorð- um, þykir bera vott um að hon- um hafi ekki verið alt skapfelt, sem þeim fór í milli. Það virðist annars fremur dauft yfir Bretum, af blöðum þeirra að dæma, út af þessum San Francisco-fundi. Þeir bú- ast ekki við miklu lýðfrelsi þar, vegna þess, að Rússar skoða cjjr- yggi sitt undir hervaldi sínu einu komið, sem verður eitt hið mesta í heimi, þegar Þjóðverjar og Japar eru molaðir. Þannig stendur og á því, að Rússar á- skilja sér neitunarvald í hverju máli sem upp kemur viðvíkjandi stríði. Gamla Þjóðabandalagið ákvað sigursælu þjóðunum í síðasta stríði eftirlit eða yfirráð ýmsra landa og þjóða. Hvað verður um það vald, að stríði loknu? Rússland og Bandaríkin voru heldur með því, að alþjóðanefnd, undir forustu þriggja stóru ríkj- anna, færi með það. Við það getur svo farið að Bretar og Frakkar beri skarðan hlut frá borði, er mikið af þessu valdi höfðu, að síðasta stríði loknu. Nái það til nýlenda þeirra, taka þessi lönd því ekki þegjandi. De Gaulle heldur fram, að það hafi verið vegna' þessa máls, að Stalin kærði sig ekki um hann á Yalta-fundinn. Fjöldi annara mála koma til greina á San Francisco-fundin- um. Lúta þau mörg að stofnun vissra félaga, sem greiða eiga fyrir viðreisnarstarfi heimsins að stríði loknu. En þar verða hend- ur þjóðanna samt sem áður bundnar við það, sem hinir “stóru þrír” koma sér saman um. Án slíks samkomulags, er ekki að vænta, að Rússar gangi að því, að tilheyra hinu nýja al- þjóðafélagi, sem á fætur er verið að reyna að reisa. INNTAK ÚR RÆÐU fluttri á samkomu í Sambands- kirkju á sumardaginn fyrsta, af Hannesi Pétursyni. í meir en fjórðung aldar, höf- um við, sem tilheyrum þessári kirkju, haft samkomu á sumar- daginn fyrsta, til að fagna sumr- inu og minnast þess, að við erum fslendingar. Æfinlega á þessum samkomum er einhverjum út- hlutað það verkefni að flytja ræðu. Tilbeyrendur eru að sjálfsögðu margir þeir sömu,.ár eftir ár, svo eg veit að þið öll skiljið hversu auðvelt það verk- efni er farið að verða, ef ekki á að endurtaka það sama, sem þið hafið heyrt svo oft áður. Eldri-deild kvenfélagsins veit- ir forstöðu þessum samkomum. Þær ráða og raða niður skemti- skránni og úthluta verkefnið. f þetta sinn varð eg fýrir valinu. Eg hafði ekki kjark til að neita, þótt mér væri vel ljóst hversu lítilfjörlegt og ófullkomið það mundi verða sem eg hefði að bjóða. Enda hefi eg engum kynst, sem hefir treyst sér til, eða hefir haft kjark til, að neita þeim. Það ætti að vera sönn ánægja, hverjum sem er, að verða við þessum tilmælum, því það er trausts yfirlýsing til! mannsins, sem valinn er, og traustyfirlýsing til manns frá konum, sem hafa lært margt og mikið í skóla lífsreynslunnar er og ætti að vera mikils metin. Það tekst ekki ætið sem bezt ef reynt er að kenna í ræðum ekki síður en í skólum, og árang- urinn er oft annar en ætlast er til. Minnir það mig á sögu, sanna sögu, er mér var sögð ekki nlls fyrir löngu. Það var skólakennari. Hún var að kenna fyrsta bekks börn- um í barnaskólanum. Börnin voru sex til sjö ára gömul. Hún var að reyna að kenna þeim var- úðarreglur. Hún hafði tekið eftir því svo oft, að þau virtust ekki taka eftir því, sem hún var að segja þeim, og það virtist ekki bera neinn árangur. Þetta var snemma vetrar, snjór á jörðu og veðrið kalt. Eitt sinn datt henni í hug að segja þeim hörmungar sögu, sem var sönn, þótt annars vildi hún forðast, að minnast á margt af því tagi. “Þetta skeði fyrir aðeins tveim vikum síðan,” segir hún. “Vin- kona mín átti lítinn dreng. Hann var bæði góður og fallegur. Hann var ekki fullra sex ára svo hann gat ekki komið í skóla. Pabbi hans gaf honum nýjan, fallegan sleða til að leika sér með úti í snjónum. Þau foreldrar hans báðu hann að fara aldrei út með sleðan, nema að fara í skóhlífar og klæða sig svo vel, að honum yrði ekki of kalt og ekki að vera of lengi úti í einu, án þess að ,koma inn og hlýja sér. Einn dag fór litli drengurinn út með sleðann án þess mamma hans tæki eftir því. Hann hafði glaymt að fara í skóhlífar og gleymt að klæða sig vel. Hann var lengi úti; þegar hann kom inn var hann blautur á fótum og skjálfandi af kulda. Svo veiktist hann, fékk lungnabólgu og dó.” Meðan hún sagði söguna var dauða þögn, börnin störðu á hana með spyrjandi augum og virtust hafa tekið eftir hverju orði sem hún sagði. Nú fanst henni sér hefði tekist að kenna þeim eina lexíu. Eftir að hún hafði lokið sögunni var dauða þögn um stund, svo réttir lítill drengur, er sat í öftustu sætaröð- inni, upp hendina, svo hún^segir mjög góðlátlega: “Já Nonni, vilt þú spyrja um eitthvað?” “Já,’ segir Nonni. “Kæri kennari, hvar — hvar er sleðinn?” Sumardagurinn fyrsti er, eins og þið öll vitið, al-íslenzk hátíð. Eina hátíð ársins, sem Islend- ingar eiga einir út af fyrir sig; engir aðrir halda þá hátíð. All- ar aðrar hátíðir höfum við tekið til erfða frá öðrum þjóðum, því jafnvel jólahátíðin, sem haldin var sem miðsvetrarhátíð hefir breytt um meiningu. Hvað er það þá sem að sum- ardags-fyrsta hátíðin á að merkja? Fyrst og fremst að sumarið er komið samkvæmt ís- lenzku tímatali. öll ytri náttúr- an hefir risið úr dauða-dvala vetrarins. Lífið er endurfætt. Vorrigningarnar hafa þvegið og fágað alt umhverfið. Dimmu, döpru vetrarskuggarnir eru horfnir. Lífgjafi sólarljóss hefir enn aftur vitjað vor, fært oss endurnýjaða krafta og fjör, og von um lífsbjörg. Koma sum- arsins minnir oss á að við eigum að vera búin að hreinsa út öll skúmaskot og afkima. Fegra híbýli vor umhverfi þeirra, gangstéttir, götur, bæi og bygð, utanhúss og innan. Það er ekki samkvæmt sumardýrðinni að ó- hreinindi og gamalt rusl sjáist eða finnist, þegar lífgjafin sjálf- ur er að endurnýja lífið á jörð- inni. Þetta skildu íslendingar til forna og þetta aettu íslending- ar í dag að skilja fremur öllum öðrum þjóðum. Eðli okkar og upplag höfum við að svo miklu leyti tekið í erfðir. Eðli og upp- lag Islendingsins skapaðist að miklu leiti af náttúruöflunum, eins og þau voru og eru á ætt- jörðinni. Skammdegis skugg- arnir voru svo langÍF og vöruðu svo lengi, birtan var svo dauf, og sólarljósið svo skamt og lítið að vetrinum, að þunglyndi sækti á hugan. Það var svo lítið til að gleðjast af, svo fátt til að hlægja að um langa, kalda vetrarnótt. Við urðum alvörugefið fólk og þunglynt. Það eru ljós merki þess ennþá í innra eðli okkar, því er sólarljósið og sumarið okk- ur svo dýrðleg gjöf og ættum við því að heilsa því með gleði, og til þess er þetta gleðimót hér í kvöld. Við ættum líka að heilsa þvi með það í meðvitundinni að hafa hreinsað til ytra og innra, ekki eingöngu húsin og umhverfi þeirra, gangstéttir, götur, bæi og bygð. Heldur engu síður innra fyrir, hugann að rýmka þar svo til að við séum móttæki- leg fyrir meira ljós. Og ef sú birta, sá lífgjafi, kæmist þar að, væri ekki ólíklegt að við gætum orðið aðnjótandi betra og sælla lífs og happasælli lífsskoðana. Það er komið upp í vana að húshreinsa, eins og við köllum það, á hverju vori. Ekki ein- göngu að lofthreinsa húsin, en einnig að hreinsa alla veggi, öll skot og afkima frá kjallara upp í hanabjálka loft; bera út úr hús- unum gólfteppi og hreinsa þau; umturna og færa úr stað alla húsmuni, og kveður svo ramt að því að okkur karlmönnunum þykir oft nóg um þann aðgang. Hitt er ekki eins áberandi að eins mikil gangskör sé gerð að því að lofthreinsa hugann; veita inn meira ljósi þar, hreinna lofti. Þó mun þess ekki minni þörf. Þið munið hvað Jesús sagði við Mörthu: “Eitt er nauðsynlegt.” Það sem eg ætla að segja ykk ur nú er ekki hugmyndaflug eitt úr mér, ekki eitthvað sem eg hefi aldrei heyrt eða séð. Eitt- hvað sem aldrei hefir skeð, held- ur raunveruleg staðreynd, blá- kaldur, nakin sannleikur. Það er svo mikið skemtilegra að búa til sögur, byggja loftkast- ala sem eru aðlaðandi útlits og tala svo um þá sem virkilegleika, heldur en segja blákaldan sann- leikann, sem staðfestur er af staðreynd mannanna. Það minnir mig á aðra sögu og annan skólakennara. Hún kendi í fjórða bekk barnaskólans, börnin þar voru níu til tíu ára gömul. Hún var að reyna að kenna börnunum að skrifa um það sem þau sæju og heyrðu í söguformi. Að láta pappírinn segja okkur söguna eins og hún komst að orði við börnin. Eitt sinn datt henni í hug að vita hvernig þeim tækist ef þau ættu að brúka ímyndunaraflið ein- göngu. Hún sagði þeim að skrifa sögu af einhverju sem þau hefðu aldrei heyrt eða séð og sem hefði aldrei skeð, en sem þau héldu að væri fagurt, skemtilegt, gott og nytsamt. Þegar börnin höfðu lokið verkinu kallaði hún á eina litlu stúlkuna að lesa sína sögu. Þessi litla stúlka var níu ára gömul. Þetta er saga litlu stúlkunnar: “Einu sinni fyrir löngu, löngu síðan lifði ung stúlka, sem var bara rétt orðin fullorðin. Hún var ósköp góð, ósköp falleg og átti ósköp falleg föt. Þar var líka ungur maður, rétt orðin fullorðinn. Hann var líka ósköp góður og ósköp fallegur og hann átti dálítið af peningum. Þau þektu hvert annað og þótti jsköp vænt hvoru um annað. Þau léku sér saman og voru oft sam- m, þau skautuðu á vetrum, syntu í vatninu á sumrin, fóru á dansa og bíó, og í bílferðir í bílnum hans, út um sveitir á sumrin. Þau afréðu að gifta sig, en fyrst vildi hann byggja hús, svo þau hefðu sitt eigið heimili og þyrftu ekki að búa hjá öðrum. Svo bygðu þau húsið, en þá eyddust allir peningarnir sem hann átti. Hann sagði henni að hann ætlaði að gefa henni mikið gull svo hún gæti keypt alt sem hún vildi, og hann ætlaði að gefa henni gimsteina og demanta svo hún ætti meira skraut en nokkur sem þau þektu. Svo fóru þau til prestsins til að láta hann gifta sig. Þegar það var búið þá kysti brúðguminn brúðurina og sagði henni að fara nú heim í húsið sitt en sjálfur ætlaði hann að fara út í heiminn til að finna guflið, gimsteinana og demantana er hann hafði lof- að henni. Svo fór hún heim en hann lagði strax á stað, og hann var í burtu í sjö ár. Þegar hann kom heim, mætti hún honum í setustofunni í hús- inu þeirra. Hann fleygði stórum poka fullum af gulli á gólfið og sagði: “Hérna er nú gullið sem eg lofaði þér.” Svo tæmdi hann báða vasana á treyjunni sinni, ! sem voru fullir af gimsteinum og j demöntum. Hún horfði á alt (þetta og varð mjög glöð, og J sagði: “Eg hefi ekki heldur verið iðjulaus meðan þú varst í burtu; 1 svo gekk hún fram að eldhúsdyr- unum, opnaði hurðina og inn komu sextán börn: “Þetta eru börnin mín,” segir hún, “eg hefi átt þau öll meðan þú varst burtu.” I huga litlu stúlkunnar var þetta mjög fallegur draumur og ákjósanlegur. í hennar huga hefir þessi heimur sem hún skapaði sér verið mikið fegri og betri en sá heimur, það umhverfi, sem hún þekti. Þetta er barnalegt, segið þið. Jú, víst er það barnalegt. En ekki mikið barnslegra eða fjær virkilegleikanum en hugarórar margra sem nú eru svo áberandi. Það er svo sem eðlilegt og ekk: orsakalaust að vera óánægður með núverandi ástand og fyrir- komulag, ekki eingöngu í heim- inum yfirleitt, heldur einnig heimafyrir. Það er svo sætt að dreyma um betri og fegurri heim, að okkur láist svo oft að leita upplýsinga og grafast eftir, samkvæmt reynslu manna í lið- inni tíð, hvert þær stefnur er við veitum fylgi muni leiða okkur, þjóðfélag og land vort, ef þær yrðu ráðandi stefnur í landinu. Eins og ykkur er kunnugt og ljóst, þá var á miðöldunum um mjög lítið einstaklingsfrelsi að ræða meðal almúgans. Mest alt land og mest alt lausafé var eign einstakra manna, sem urðu því að sjálfsögðu yfirstétt í landinu og þessi einka réttindi gengu í erfðir. Eftirstöðvar þess eru sjá- anlegar ennþá, í nöfnum svokall- aðra aðalsmanna, svo sem kónga, jarla, baróna, lávarða, o. s. frv. En vald það, sem þeir höfðu yfir almúganum er að mestu leyti horfið fyrir löngu síðan. Almenningur hafði ekki um neitt að velja nema vera þjónar og vinnulýður þessara manna, og varð því oft að líða yfirgang, óréttlæti og ófrelsi. Persónu- frelsi, eins og við þekkjum það, átti sér ekki stað meðal almenn- ings á þeim tímum. Smátt og smátt fór almenningur að biðja um meira frelsi, og er það fékst ekki, að heimta það; orsakaði það styrjaldir og blóðsúthellingar í stórum stíl í .mörgum löndum. Þessar styrjaldir stóðu yfir í marga mannsaldra. Og ekki var það fyr en laust fyrir 1870, að persónufrelsi mætti heita að væri viðurkent í þessari áKu og í meirihluta Evrópu. En þó var það ekki fyr en eftir síðustu aldamót að konur fengu viður- kent jafnrétti við karlmenn. Nú virtist alt vera að lagast, enda voru framfarirnar svo stór- kostlegar að aldrei í sögu manns- ins frá fyrstu tíð á jörðinni, hafði neitt þvílíkt skeð. Hagur al- mennings fór stórbatnandi; lífs- kjörin voru betri en þau höfðu nokkru sinni verið. Það hafði vaknað hjá einstaklingnum þetta ógna sálarafl sem við getum kall- að “incentive”. Það var löng- unin um að bæta hag sinn, því nú fyrst gáfust tækifærin. Það var vissan um það að ef kröft' unum væri beitt óskiftum og e* lukkan væri með, þá yrði árang- urinn viss og góður. Hverjum einum var opin braut til að bæta kjör sín, njóta almennrar ment- unar, sem nú fyrst var á boð- stólum og þokast svo upp, stétt úr stétt. Allur fjöldinn fyltist vígamóði og strengdu þess heit að verða ekki seinastir í lestinni, þó sum- um mishepnaðist, þá var þó æfim lega eftir vonin um að börnin þeirra kæmust þangað sem þeifl1 hafði ekki tekist að komast, og gætu búið við betri lífskjör. Nokkru fyrir aldamótin síð- ustu fór að bera á nýrri stefnu, einna mest í Vestur Evrópu og ekki sízt á Þýzkalandi. Þessi stefna hafði fagran búning. Yzt klæða leyfði hún sér að skarta Vinnu Qefjót §ig,u%! Samborgarar: Við hvert Sigurlán hafa borgarar Manitoba-fylkis sýnt þátttöku sína í fylsta máta. Hvert sett takmark hefir verið yfirfylt—hverju nýju láni hefir verið svo vel tekið, að það hefir borið vitni um heilhuga hluttekning. Skerfur vor í hinu Áttunda Sigurláni er $95,000,000. Fylkisstjórnin mun styrkja með álitlegri fjárupp- hæð úr varasjóð og öðrum sjóðum, en það verða ‘ einstaklings undirtektirnar sem tilkynna endalokin. Við höfum tvöfalda ákvörðun með því að skrifa okkur fyrir þessu láni—að enda stríðið og hjálpa til að gera mögulegt, að endurbæta þær herfilegu skemdir og eyðileggingar er átt hafa sér stað, og sem nauðsyn krefur að gerðar séu, því í fótsporum þessa ógnar ófriðar, er staðið hefir nálega um víða veröld, eru sundurtættar borgir, kvaldar sálir og * líkamir—sár sem verða að vera grædd áður en við að síðustu getum sagt “Átökin eru enduð, bardaginn er unninn.” Premier. THE GOVERNMENT OF THE PROVINCE OF MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.