Heimskringla - 04.07.1945, Qupperneq 1
We recommend tor
your approval our
"BUTTER-NUT
LOAF "
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
We recommend for
your approval our
" BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
+—'— —--------—-—-—•+
LIX. ÁRGANGUR
WENNIPEG, MIÐVIKUDAGENN, 4. JÚLI 1945
NÚMER 40.
FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Fjölskyldustyrkurinn
Styrk þenna eða meðlag með
hverju barni í Canada, byrjar
sambandsstjórnin að senda út
15. júlí. Ávísanirnar verða
sendar mæðrum barnanna, sem
styrkurinn er veittur, í öllum
fylkjum landsins, n:ema Quebec;
þar er hann sendur húsibóndan-
um, en ekki húsfreyjunni. —
Frakkar eru engar kvenfrelsis-
hetjur og hafa aldrei verið. Tala
barna, sem styrks njóta er sögð
1,250,000 og mánaðar greiðslan
uemur $20,000,000. Verður það
á öllu árinu um $253,000,000.
Ellefu farast í bruna
1 hóteli í Red Lake, Ont., um
175 mílur norðaustur af Winni-
peg, kviknaði s. 1. sunnudag. Um
100 gestir voru í hótelinu og þó
margir björguðust, biðu 11 undir
eins bana og 35 eru meiddir,
sumir hættulega. Þetta er í
námaihverfi og hótelið, sem var
þrjár gólfhæðir var alt úr viði.
Það stóð á augabragði alt í báli.
Ætla sumir er björguðust, að or-
sök brunans hafi verið sígarettu
stúfur með eldi í sem fleygt var
frá sér.
Kljúfa atomið
I ræðu sem Herbert Agar, að-
stoðarmaður bandaríska sendi-
herrans í London, hélt nýlega, er
haldið fram, að Þjóðverjar 'hafi
verið komnir nærri því að kljúfa
atómið (frumeind) og að þeir
hefðu að líkindum eyðilagt
hnöttinn, sem við búum á, með
því.
1 iðnstofnunum og áhöldum til
vopnaframleiðslu á stjórnin nú
bundnar $850,000,000. Er nú
farið að selja þessar eignir. —
Fyrstu stofnanir sem nýlega
seldust, voru 8 talsins og kost-
uðu $12,700,000. Fyrir þær feng-
ust $5,800,000, eða fyrir dollars
virðið 45 ý.
Sex af þessum 8 stofnunum,
voru keyptar af þeim, sem hern-
aðarreksturinn ráku í þeim fyrir
stjórnina.
Félag, sem heitir Corning
Glass Works, keypti glas-verk-
srpiðju í Leaside, í grend við
Toronto, sem stjórnin átti og lét
búa til kíkira og fleira í, fyri”
$150,000. Stofnunin kostaði
522,000 dali. En stjórnin sá, að
með áframhaldandi starfi þess-
arar stofnunar, var nýr iðnaður
byrjaður í Canada, sem einhverj-
um gefur atvinnu.
King sækir í Glengarry
1 kjördæmi því er Glengarry
heitir í Ontario, hefir Macken-
zie King forsætisráðherra til-
kynt að hann sæki um þingsæti.
Hét sá Dr. W. B. MacDiarmid er
náði þar kosningu 11. júní. Gef-
ur hann af sinni 'hálfu þingsætið
eftir. Hann vann þar mikinn
sigur, hlaut 4,952 atkvæði, en
Lionel Devaux, Prog. Conserva-
tive 2,881 og J. A. Dewar, C.C.F.
sinni 498. Það er ólíklegt talið,
að nokkur sæki á móti forsætis-
ráðherra. Kosningin far fram
6. ág. n. k.
I
Frá Belgíu
“Ef stríðið hefði haldið áfram
sex mánuði lengur, eru allar lík-
br til að jörðinni hefði verið
sundrað í agnir, því það gætij
auðveldlega hent sig, ef sá sem|
uæði í aðferðina að kljúfa atóm-
ið, sem ekki kynni með hana að
fara,” sagði Agar.
Hættan var sú, að Þjóðverjar
yrðu fyrstir til að uppgötva þetta
°g vísindamenn hafa 'haldið
fram, að hún yrði fullkomnuð 6. >
agúst á þessu ári.
“Mig uggir fastlega, að innan
^ajög fárra ára, geti menn eyði-
^agt mannkynið á þessari jörð;
fyrirhafnarlítið.”
Ottawa-stjórnin byrjuð að
s©lja stríðs-áhöldin
Hið flókna starf landstjórnar-
lnnar í að selja hergagnastofn-
abir sínar, skip og áhöld, er byrj-
að.
Um miðja síðast liðna viku,
k°mu 39 skip til Sidney, borgar
a Atlantshafsströndinni; þau
v°ru úr canadiska flotanum. —
^lest voru þau lítil, höfðu verið
n°tuð til verndar skipalestum.
t^au voru korvettur og skip sem
eyðileggja sjósprengjur og
sokkva kafbátum. Á meðal
þeirra var Agassiz, korvietta, sem
einu sinni bjargaði 250 manns
°g Chambley, sem fyrst varð
aþra skipa í flota Canada að
Sc)kkva kafbát. Skip þessi álít-
ekki til neins í stríðinu á
^yrrahafinu. Eru tekin úr þeim
aböld flest og síðan beinagrind-
ln af þeim send inn St. Lawrence
Ijótið til Sorel í nánd við Mont-
real og verða þar afhient félagi,
Sern War Assets Corp. heitir, til
° losna við þau á einihvern hátt,
^elja þau heil, eða rífa og bjóða
l&kana upp.
^loð tímanum er gert ráð fyrir
1.000 skip fari þessa sömu
ei« og þessi 39.
í Belgíu horfði til vandræða
s. 1. viku. Það var út af frétt um
að Leopold konungur III. væri
að koma heim og ætlaði að taka
við ríkisstjórn. Leopold er nú í
St. Wolfgang í Alpafjöllunum í
Austurríki. Þegar fréttin um
komu hans til Belgíu barst íbú-
unum, urðu þeir yfir sig reiðir
og ihrópuðu: “Niður með Leo
pold!” “Hengið konunginn!” —
Vallónarnir (frönskumælandi
Belgíumenn) kváðust loka hon-
um leið inn í landið. Forsætis-
ráðherra Achille van Acker, sem
er sósíalisti, kvaðst segja af sér,
ef Leopold stigi fæti inn í Belgiu.
Það var hvískrað um að Bretar
ætluðu að styðja Leopold til að
ná völdum.
Að kaþólskum undanskildum,
virðast allir flokkar í landinu á
móti Leopold. Það sem að hon-
um er fundið, er að hann hafi
1940 gefið sig Þjóðverjum á vald
í stað þess að berjast í útlegð á
móti þeim. í öðru lagi hafi hann
gifst ótiginni stúlku, Marie-Letia
Baels, á þeim tíma sem þjóðin
hafi verið iharðast leikin undan
kúgun Þjóðverja. 1 þriðja lagi
hafi hann með giftingunni kom-
ist í selskap við belgiskan iðnað-
arhöld, sem nú sé undir kæru
fyrir að hafa aðstoðað óvininn.
Engin andúð var í ljósi látin við
elzta son Leopolds, prins Bau-
douin, sem er 14 ára og sem
bróðir Leopolds, Prince Regent
Charles tók sér fyrir hendur að
kenna konunglega siði og fram-
komu.
En það sem verst verður fyrir
Leopold að glíma við, er andúð-
forsætisráðherrans. Að koma
honum frá völdum, væri hægt,
en spurmálið er, hvort annar for-
sætisráðherra fengi haldið völd-
um. Leopold hefir kallað nokkra
vildarvini sína ti‘1 St. Wolfgang
til viðtals. En Paul van Zee-
land, sem stjórnarformaður var
fyrir stríðið, hefir óskað þess að
næstu vikur væru hjá liðnar,
sem skilið er svo, að honum sé
óljúft að standa í stríði við þjóð
sína út af þessu.
Ekkjudrotning Elizabeth,
Móðir Leopolds, hefir stokkið á
fund Maríu ekkjudrotningu
Englands, sem er skyld henni og
leitað ráða hjá henni. Og Grand
Duohess Charlotte í Luxemburg,
hefir boðað Leopold á fund við
sig. lEftir þann fund, fór Leo-
pold að láta berast út, að ríkis-
afsölun kæmi ekki til nokkurra
mála.
íslendingar í Mið-Evrópu
Rauði Kross íslands hóf fyrir
skömmu skýrslusöfnun um Is-
lendinga búsetta í Mið-Evrópu
og Þýzkalandi. Kom í ljós, að
miklu fleiri Islendingar dvelja í
Þýzkalandi en vitað var um, og
hafa sumir orðið fyrir stórtjóni
af völdum styrjaldarinnar.
—Vísir, 28. maí.
Frú Gíslína Kvaran dáin
Heimskringlu barst skeyti frá
íslandi um miðja s. 1. viku, að
Gíslína Kvaran, ekkjan eftir
Einar Hjörleifsson Kvaran, hefði
dáið s. 1. fimtudag. Af nánum
skyldmennum hér vestra, er ;ein
systir hennar á lífi, Mrs. Sigríður
Goodman, ekkja eftir Guðmund
hreppstjóra Kolbeinsson á Esju-
bergi.
2000 hollenzk börn
í fóstur til Bretlands
Churchill foræstisráðherra
skýrði frá því á þingi nýlega að
ákveðið hefði verið að taka 2000
hollenzk börn til fósturs í Bret-
landi. 1000 þeirra eru þegar
komin til Bretlands. Þau verða
fyrst í sameiginlegu barnahæli,
en mun síðar verða skift niður á
heimili.
18. júní á Mountain
Mánudagskvöldið 18. júní var
samkoma haldin á Mountain
aðallega helguð lýðveldisdegi Is-
lands, stofnsett og löghelgað fyr-
ir einu ári síðan.
Samkoman var haldin að til-
hlutun Bárunnar, og var forseti
hennar H. T. Hjalta'lín, sam-
komustjóri.
Samkoman var ágætlega vel
sótt, og skemtiskráin hin fjöl-
breyttasta, stór blandaður kór
undir stjórn Th. Thorleifssonar
jók mjög á ánægju fólks, því
mörg þessi gömlu alþýðulög og
kvæði hljóma altaf vel. Miss
Margaret Björnson var við hljóð-
færið.
Auk þess sem kórinn söng,
sungu þær duet Mrs. H. Sigmar
og Mrs. W. K. Halldórson, og 4
ungar stúlkur kvartett.
H. T. Hjaltalín las bréf frá dr.
Beck, þar sem hann skýrði frá að
sér hefði ekki verið hægt að
koma til Mountain þetta kvöld
óskaði hann deildinni og bygðar-
fólki allra heilla.
Dr. H. Sigmar flutti ávarp og
skýrði svo gestunum frá, að
hann 'hefði góðar fréttir að færa,
og þær voru að við hefðum góð-
ann gest frá íslandi, og sem
myndi segja nokkur orð, og að
nafn gestsins væri Pétur Sigur-
geirsson sonur Sigurgeirs Sig-
urðssonar biskups yfir Islandi.
Þessi ungi maður, sem nú er
búinn að dvelja 7 mánuði í þessu
landi, er einn af mörgum náms-
mönnum, sem komið hafa til
Bandaríkjanna, þessi síðustu ár,
til þess að sjá dálítið meira af
veröldinni, og jafnframt til þess
DR. JóHANN MARINO
SIGVALDASON
Dáinn 3. júní 1945.
Hljótt er nú hús þitt
sem heilög jörð;
því betri drengur enginn
á burtu hvarf.
Minnist grátin móðir
hins mæta sonar,
og ástvina þín
síns elskhuga.
Duldist ei frændi
við fyrstu kynning
að yrði iþú þinnar *
ættar sómi.
Hreinn og haldgóður
var hjarta þíns sjóður.
Orðstír af bar
og eðlisfar.
Man eg að þú mæltir
á morgni ungum
að um frostnótt kysir
flug þitt hefja
inn á æðri svið
al-tilveru,
án sjúkdómsf jötra
fyrirvara.
Batt nú harma fregn
af himin leiðum
helfjötri hnýttum
hugans lindir,
sem drypi húmdögg
um dag bjartan;
heldimm haustnótt
yfir hljóða jörð.
Jörð ekki veit
á vormorgni
fegurð lita og ljóss
laufdöggvaða,
né sumar hún skilur
er í sólarfaðmi
dylur haustsins spá
um harma lífs.
Féllst þú til foldar
fyr en varði
sem laufblað fölnað
í frosti nætur.
En þinn andi frjáls
á öðru sumri
gleðst í upprisu
með ástvinum.
Far því vel frændi
unz finnumst síðar
á framtíðar landsins
furðuströndum.
Þar ós og uppspretta
er eitt hið sama,
og frostnótt er ei lengur,
pé fölnuð lauf.
S. E. Bjömsson
að stunda nám við háskólana hér,
í þeim námsgreinum, sem þeir
hafa tekið upp.
Mr. Sigurgeirsson flutti eink-
ar hugljúft erindi, sem ágætur
rómur var gerður að.
Fanst víst mörgum, að þessi
ungi prúðmannlegi maður muni
eiga bjarta og glæsilega framtíð.
Þökk fyrir komuna og orðin, sem
þú sagðir Mr. Sigurgeirsson.
Þá var aðalræðumaður kvölds-
ins, séra B. Th. Sigurðsson, beð-
inn að gera svo vel og koma
fram.
Flutti hann ágæta ræðu,
hvatningarorð til okkar um það
að íslenzkt orð og tunga gæti
enn átt langt líf fyrir höndum
ef við aðeins vildum.
Séra Sigurðsson er, eins og
kunungt er, prýðilega vel máli
farinn, og tel eg að “Báran” hafi
verið sérstaklega lánsöm, að fá
hann hingað suður áminst kvöld,
er eg ennfremur fullviss þess að
bygðarfólk, sem sótti þessa sam-
komu, man komu hans og ræðu
lengi.
í samkomulok var þjóðsöngur
Bandaríkjanna sunginn, og svo
tóku konurnar við stjórn og báru
fram ágætar veitingar.
A. M. A.
ÍSLENDINGADAGURINN
AÐ SILVER LAKE,
SEATTLE, WASH.
Islendingadagsnefndin í Se-
attle hefir ákveðið að hafa ís-
lendingahátíðishaldið í ár að Sil-
ver Lake, sunnudaginn 5. ágúst,
á sama stað og undanfarandi ár.
Skemtiskrá verður með bezta
móti og mun nefndin kappkosta
að gera daginn sem ánægjuleg-
astann fyrir alla sem sækja
hann, sérstaklega má geta þess
að Barði Skúlason lögmaður frá
Portland verður á skemtiskrá
með ræðu, sem hann flytur á
ensku, og er óhætt að taka það
fram að það verður engum von-
brigði að hlusta á hann, því Mr.
B. Skúlason er talinn fyllilega
SENDIÐ BÖRNIN Á
SUMARHEIMILIÐ
Byrjað verður að starfrækja
1 Sumarheimilið á Hnausum 13.
| júlí í sumar, og er ákveðið að
| fyrsti stúlknahópurinn komi
þangað það kveld, og dvelji þar
þangað til þ. 25. júlí, þá verður
aftur tekið á móti drengjahóp þ.
27 júlí, og dvelja þeir þangað til
8. ágúst. Hægt verður að taka
á móti 30 börnum í einu, og gerir
nefndin ráð fyrir álíka mörgum
umsækjendum og í fyrra sumar.
Fyrsti hópurinn gengur undir
læknisskoðun mánudagsmorgun
9. júlí n. k. Skoðunin er und-
ir umsjón læknis, sem er
sérfræðingur í barnasjúkdóm-
um og í þjónustu bæjarins (Win-
nipeg Health Dept.). Vandað
verður til alls eftirlits eins og
áður hefir verið gert. Eru*for-
eldrar, gem vilja senda börn sín
á heimilið beðin að snúa sér til
einn af lang skarpgáfuðustu
mælskustu og víðmentuðustu ís-
lendingum héra vestan hafs. —
Annar ræðumaður, sem talar á
íslenzku er hinn víðkunni og vel-
þekti forseti kirkjufélagsins lút-
erska í Vesturheimi, séra Har-
aldur Sigmar, D.D., og er hann
einnig talinn ræðurfiaður ágæt-
ur.
Fjumort kvæði flytur Mr. Jón
Magnússon og er enginn efi á
því að kvæðið verður bæði vel
samið og vel flutt því Mr. Mag
nússon er bæði vel málsnjall og
ágætlega skáldmæltur.
Vel æfður söngflokkur mun
skemta undir stjórn hins ágæta
söngstjóra Jónatans Björnsson-
ar.
íþróttir bæði fyrir unga og
gamla fara fram og verður verð-
launum útbýtt til þeirra sem
skara fram úr.
Til frekari útskýringar lesið
auglýsingar vorar í íslenzku
blöðunum sem munu birtast
bráðlega.
Kæru landar! Kastið frá ykk-
ur öllum áhyggjum og sækið Is-
lendingdaginn að Silver Lake,
sunnudaginn 5. ágúst. Svo kom-
ið og fjölmennið og heilsið upp
á gamla vini og kunningja sem
þið kanske ekki hafið séð í lang-
an tíma. Látið hugann svífa til
æskustöðvanna og rifjið upp
gamlar endurminningar.
J. J. Middal
SMÁVEGIS
f
þeirra sem hér eru nefndir:
|Winnipeg—Séra Philip M. Pét-
ursson, 640 Agnes St.
Lundar—Mrs. B. Bjömson
. Árborg—Mrs. S. E. Björnson
, Riverton—Mrs. S. Thorvaldson
Oak Point—Mrs. B. Mathews
Piney—Mrs. B. Björnson
1 umboði forstöðuniefndar,
Marja Björnson
FJÆR OG NÆR
______
j J. O. Björnsson frá Wynyard,
Sask., sem verið hefir hér eystra
| nokkra daga og var fulltrúi á árs-
i þingi Sameinaða kirkjufélagsins
! i Árborg, leggur af stað í kvöld
heimleiðis.
* * *
Frú S. Lawson frá Piney,
Man., er stödd í bænum. Hún
var fulltrúi á ársþingi Samein-
aða kirkjufélagsins sem haldið
var í Árborg.
* * *
Ágúst Eyjólfsson frá Lundar,
j Man., er staddur í bænum.
* * ★
Mrs. P. M. Johnson frá Wir,-
; nipeg, lagði af stað í ferð 5. júní
I til Nebraska. Hún dvelur þaj-
ifyrir óákveðin tíma hjá dóttur
I sinni, Mrs. Rev. Carl Olson. Með
i í förinni verður Miss Margrét
! Olson, kennari við Steinbach.
; Dvelur hjá föður sínum stuttan
| tíma eða yfir kenslufríið.
í augum blaðsins Winnipeg
Free Press, er ekki neitt við fall
Kings forsætisráðherra í kosn-
ingunum að athuga; segir blaðið
hann hafa þrisvar áður beðið
ósigur.
•
Þegar King tilkynti,' að ‘hann
ætlaði að hafa fund bráðlega með
BTéf
New Westminster, B. C.,
28. júní 1945
Sigurður Sigurðsson lézt á St.
Paul’s spítalanum í Vancouver
12. júní úr innvortis meinsemd.
Hann varð 86 ára gamall, var
fæddur í Hólshjáleigu í Hjalta-
staðaþinghá 2. maí 1859, en al-
inn upp í Húsey í Norður-Múla-
forsætisráðherrum fylkjanna.j sýs]u Hann var búinn að dvelja
verða liberal-blöðin hrifin af því,j rumt ár jj^r vestur á strönd hjá
hvað hann efni skjótt loforð sín.' mér að 2907—6th St., New-
Hann lofaði þessum fundi í á- ^ Westminster, en áður bjó hann
gúst 1944. Og málið var fyrst|nálægt Gimli Hann var jarð.
tskið upp 1940, eftir að neln<l simginn af séra Albert Kristj-
hafði starfað síðan 1937 að und- ánssyni, laugardaginn 16. júní í
irbúningi þess. Vancouver. Hans verður nánar
minst síðar.
(Mrs.) Helga Isf jörð
★ ★ ★
Trevor Johnson hefir verið
Harris: Hvað gerir hann bróð-
ir þinn, sem var altaf að reyna
að komast í vinnu hjá ríkinu?
Brown: Ekki neitt. Hann fékk undanfarnar tvær vikur í heim-
atvinnuna
★
I
sókn hjá foreldrum sínum og
vinum hér í borginni. Hann er
Hefir þú heyrt brandarann. [ canadiska sjóhernum og fékk
um leikkonuna? 30 daga frí frá störfum. Hann
Nei. I lagði á stað í morgun til St. Hya-
Einkaritari hennar hólt ekki cinthe, Que., en þaðan fer hann
skýrslum hennar 1 lagi, svo að til Halifax, hvað sem svo tekur
hún hafði skilið tvisvar sinnum. við. Hann er sonur Mr. og Mrs.
oftar en hún hafði gifst.
I Alec Johnson.