Heimskringla - 04.07.1945, Síða 2
2. SÍÐA
H EIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. JÚLI 1945
ROOSEVELT FORSETI
Vestur við Kyrrahaf, á landa-
merkjum Bandaríkjanna og Can-
ada, er mikill sigurbogi, sem
reistur var sem tákn um ævar-
andi frið þjóðanna í Norður-
Ameríku. Þetta minnismerki er
< icki réist úr fallbyssum sigraðra
óvina, eins og sum þessháttar
listaverk í gamla iheiminum. Sig-
urbogi Ameríkumanna er merki
til minningar um frið og 'bræðra-
lag þjóða, sem altaf hafa lifað
í friði hver við aðra og ætla að
stunda frið og frændsemi um ó-
komnar aldix.
Þegar Evrópumenn ferðast
um Canada og Bandaríkin verða
þeir í fyrstu undrandi yfir hinni
miklu víðáttu landsins og hinum
margbreyttu gæðum þess. Þeim
er iljóst, að í þessu landi er hátt
til lofts og vítt til veggja. Þær
þjóðir, sem byggja þetta góða,
víðfeðma land fina að þær hafa
fangið mikla arfleifð. Þar er nóg
verksvið fyrir öll landsins börn.
Þar þarf ekki að 'koma til greina
afbrýðissemi tun beitilöndin til
hægri eða vinstri. Móðir náttúra
ber ríkulega á borð fyrir alla.
Það þarf ekki annars með en að
leggja skipulega fram krafta
fólksins, sem býr í þessu landi.
Og þetta hefir verið gert. N.-
Ameríka er forustuland hinnar
miklu tækni og máttugu fram-
leiðslu. Þessir yfirburðir Ame-
ríkumanna, sem dafnað hafa í
miklu frelsi og við hagnýtingu
mikilla náttúruauðæfa, hafa orð-
ið þyngsta lóð á vogarskálinni í
þessu stríði. Ofbeldi og rán-
skapur þriggja tryiltra einræðis-
þjóða hefir brotnað á framleið-
slumagni Norður-Ameríku og
hinni ríku frelsisást þeirra
manna, sem byggja þetta land.
Nú er í valinn fallinn frægasti
foringi þessarar þjóðar Roosevelr
forseti. Hann var góður sonur
stórrar þjóðar. Hann var mót-
aður af einkennum landsins og
landa sinna. Hann var ríkur
maður sjálfur og foringi ríkustu
þjóðarinnar. En það varð hlut-
verk hans að dreifa meiri auði,
heldur en nokkur maður annar,
sem lifað hefir á þessari jörð, í
því skyni að gera heiminn að í-
búð fyrir dugandi menn og batn-
andi.
Æfisaga Roosevelts forseta er
öllum kunn. Hann var kominn
af enskum og hoMenskum for-
feðrum. Hann gat rakið ætt sína
til þróttmikilla landnema. Einn
af nákomnum frændum hans
hafði áður setið með sæmd og
prýði í forsetastól Hvíta hússins.
Hann átti glæsliegt ættaróðal i
sveit. Foreldrar hans höfðu veitt
honum hið bezta uppeldi heima í
sveit, og í frægustu mentasetr-
um Bandaríkjanna og Evrópu.
Hann giftist ungur ágætri frænd-
konu sinni. Heimili þeirra var
örugt virki í hversdagslegum
mótgangi hins félagslega bar-
áttulífs stjórnmálamanns. Roose-
velt var gæddur mörgum sam-
stiltum eiginleikum hins sigur-
sæla manns. Hann hafði að baki
sér sterkan ættargarð, gott heim-
ili og mikinn auð. Hann var
glæsimenni á velli og í allri
framgöngu. Yfir honum var ró
og jafnvægi 'hins bjartsýna og
lífsglaða framfaramanns, sem
veit að veröldin getur verið gjaf-
milld móðir fyrir alla, ef mann-
kynið kann að meta gæði henn-
ar.
Tveir meðfæddir eiginleikar
urðu honum að miklu gagni í
langri baráttu. Hann var auð-
ugur að hugsjónum og rödd hans
var einhver hin fegursta og full-
komnasta, sem beitt var í opin-
beru lífi í Bandaríkjunum. Marg-
sinnis var meginhluti blaðanna í
Bandaríkjunum í andófi við for-
setann. En þegar hann lýsti á-
hugamálum sínum í útvarpinu,
þá hlustaði öll þjóðin, hugfangin
jafnt af mikilleik ihugsjónanna
og ihinni glæsilegu rödd ræðu-
mannsins. Á þeim vettvangi
vann Roosevelt forseti marga
stórsigra á heimavígstöðvunum.
Þegar Roosevelt tók við völd-
um í Bandaríkjunum, var mesta
fjármálakreppa veraldarinnar í
algleýmingi. I ættlandi hans
voru 15 miljónir manna atvinnu-
lausar og brauðvana, mitt í
gnægð hins góða og auðuga
lands. Roosevelt einbeitti kröft-
um sínum um margra ára skeið
til að bæta þetta þjóðarmein.
TJndir forustu hans voru ótrú-
lega mikil auðæfi látin fljóta í
stríðum straumum út um landið,
til að gera sem flesta þátttakend-
ur í starfinu. Ein af óteljandi
stórframkvæmdum Roosevelts-
stjórnarinnar, var að stífla stór-
fljót eitt í Klettafjöllum með
400 feta háum múrvegg, Skapa
uppistöðu, sem var álíka löng og
leiðin frá Reykjavík austur und-
ir EyjafjöM, framleiða þar raf-
orku, sem nam 2 miljónum hest-
afla, dreifa hennitil margra iðn-
aðarstaða og lyfta með mætti
rafmagnsins heilu fljóti úr djúp-
um farvegi yfir víðáttumiklar,
sólsviðnar hásléttur þar sem
auðnin breyttist eins og með
kraftaverki í frjósama aldin-
garða.
Þannig jbarðist Roosevelt við
kreppuna og margar aðrar minni
meinsemdirihins mikla lýðveldis.
Þá kom stríðið. Þrjár stórþjóð-
ir heims: Þjóðverjar, Italir og
Japanar höfðu gert með sér
bandalag á ræningja vísu. Þær
ætluðu að yfirbuga allan heim-
inn og gera hvern frjálsan mann
að þræl. Áhrifamesti leiðtoginn
í þessu myrka bandalagi lýsti
yfir, að hið nýja þrælaveldi ætti
að standa óbreytt í þúsund ár.
Bandaríkin voru ekki í bráðri
hættu fyrst um sinn. Tilgangur
einræðisleiðtoganna var að
leggja smáþjóðir Norðurálfunn-
ar fyrst undir járnhælinn, sækja
þá yfir Ermarsund og fjötra þá
þjóð, sem lengst og á áhrifamest-
an hátt ihefir varið hugsjón frels-
isins og snúa loks vopnum alls
hins undirokaða heims að sólar-
landinu mikla í Vesturheimi,
er átti að jarðsetja frelsishug-
sjón mannkynsins.
Roosevelt forseti beið ekki
þess, að eldurinn hefði ibrent til
grunna hús nábúans. Hann beitti
allri orku sinni til að fá Banda-
ríkjaþjóðina til að skilja hættuna
og koma strax til hjálpar að-
þrengdum þjóðum Norðurálf-
unnar. Það er erfitt verk að fá
frjálsa þjóð til að leggja út i
hörmungar nútíma-heimsstyr j -
aldar. En Roosevelt tókst þetta.
Bandaríkjaþjóðin skildi hinn
mikla boðskap. Allar frjálsar
þjóðir urðu annaðhvort að leggja
fram alla orku sína, eða verða
þrælar hinna grimmustu og sið-
lausustu manna, sem farið hafa
með völd, síðan á bernskuárum
mannkynsins. Undir forustu
Roosevelts sendi Bandaríkja-
þjóðin Bretum, Rússum og
hverri annari stríðandi þjóð, sem
barðist gegn möndulveldunum,
fé, mat og hergögn. Hvar, sem
barist var á hinum heims-víða
vígvelli á landi, sjó eða í lofti,
mættu herskarar möndulveld-
anna amerískri tækni og ame-
rískri mótstöðu. Roosevelt var
á vegum þjóðar sinnar alstaðar
nálægur þar, sem hættan var
mest.
Og iþó var enginn baráttumað-
ur í liði Bandamanna miður fær
til iherlþjónustu iheldur en Roose-
velt forseti. Á miðjum aldri
hafði 'hann fengið lömunarveiki
og náði aldrei nema nokkrum
bata. Líkami hans var ávalt eftir
það ófullkominn bústaður sálar-
innar. En sál Roosevelts, var
svo máttug, að Ihún lét ekki á sig
fá, þó að kul dauðans næddi
gegnum gisið sálartjáldið. Með
ótrúlegri andlegri orku tókst
Roosevelt að vinna sitt mikla
verk, þráttfyrirheilsubilun, sem
hefði gert flesta menn að byrði
fyrir mannfélagið.
Að lokum kom þar, að hinn
mikla máttur sanrsinuðu þjóð-
anna braut mótstöðuorku 'hinna
skipulögðu frelsisræningja. —
Ita'lía hrapaði fyrst og síðan tóku
að hrynja skörð í múrveggi Hitl-
ers og Japan-keisara. Bandarík-
in lyftu því Grettistaki að leggja
öMum bandaþjóðunum lið, hafa
auk þess voldugan herafla í Ev-
rópu og berjast með annarihendi
við Japani en sigra þá í hverjum
leik. Aldrei í sögu heimsins
hefir ein þjóð ráðið yfir jafn
mikilli orku eins og Bandaríkin í
þessari styrjöld. Þjóðin hafði
orðið máttug í því landi, þar sem
allar auðsuppsprettur jarðarinn-
ar verða ekki tæmdar þó að
djúpt sé grafið um þúsundir ára.
Roosevelts mun jafnan getið á
s'pjöldum sögunnar fyrir þau af-
rek, sem tilheyra stórviðburðum
hinna ríku og voldugu þjóða. En
nafn þessa merkilega manns
verður líka varanlega ofið inn í
æfisögu fámenstu menningar-
þjóðarinnar í heiminum. Við
Islendingar eigum Roosevelt
meira að þakka en nokkrum öðr-
um erlendum valdamanni. I ná-
lega sjö aldir hafði íslenzka þjóð-
in verið vansæl undir pólitískri
forustu tveggja frændþjóða. 1
vor sem leið var þessi gamli
MONTGOMERY HEIMSÆKIR HERDEILDIR SlNAR I SÓKN ÞEIRRA AÐ OSNABRUCK
Þessi mynd var tekin er éfirhershöfðingi Montgomery heimsótti brezku herdsildirnar er
tilheyra tuttugustu og fyrstu deildinni, og sem sóttu frá Coesfeld til Osnabruck. Sú ásókn var
hafin 3. apríl s. 1. — Myndin sýnir samtal við þá er annast um að grafa undirstöður undan vígis-
görðum á leið hersins til Coesfeld, og þannig gera aðsóknin^ auðveldari.
fjötur slitinn og þjóðveldið end-
urreist. Þann sigur má íslenzka
þjóðin að mjög verulegu leyti
þakka forseta Bandaríkjanna. —
Án Ihans framgöngu hefði Hitler
sigrað Evrópu og íslenzka þjóð-
in verið lögð á hinn sama kvala-
bekk, sem Danir og Norðmenn
þekkja af reynslu undangeng-
inna ára. Hervernd Breta bjarg-
aði Islandi frá innrás eftir að
Noregur og Danmörk voru læst
járnkló kúgarans. Þá gerði
Roosevelt heirverndarsáttmála
sinn við islenzku þjóðina vorið
1941. Bandaríkin vörðu landið,
fyrir sig að vísu, en án þeirrar
verndar hefði íslenzka þjóðin nú
verið lögð í þúsund ára hlekki.
Bandaríkin sendu hingað af-
bragðsherforingja ogherlið, sem
hvarvetna bar það með sér, að!
það þjónaði miklu göfugmenni á ■
valdastóli. — Bandaríkjaþjóðin |
keypti framleiðslu íslendinga til I
hernaðarþarfa, og seldi Islend- j
ingum það, sem þeir þurftu til
starfs og viðurhalds. Þegar vant
var skipa til aðflutninga, bættu
Bandaríkin úr því, þó að í mörg
horn væri að líta. Undir farsælli
hervernd Roosevelts forseta var
hér friður í landi og ljós aldrei
slökt í bæ eða borg vegna hern-
aðarins. Hér varð auðsæld og
velsæld meiri en í nokkru öðru
landi heimsins. Þegar stríðinu
lýkur eiga íslendingar allmikla
fjársjóði að mestu leyti frá
Bandaríkjunum, sem geta gert
Island að miklu framfaralandi,
ef þjóðin kann með að fara.
Góðir þykja mörgum fjár-
munir þeir, sem fengnir eru með
skiftum við Bandaríkjamenn, en
dýrmætari hefir þó verið vin-
átta þeirra.
Islendingar vildu verða fimta
alfrjálsa þjóðin á Norðurlöndum.
En því máli ihafði verið seinlega
tekið frá hálfu þessara frænd-
þjóða, og var fátt þar að þakka,
nema góðar tillögur eins Dana,
Christmas Möller. En Roosevelt
skildi óskir Islendinga. Hann
gaf Alþingi og ríkisstjórninni
fyrirheit um stuðning við lýð-
veldismyndunina, og efndi það
heit svo sem bezt mátti iverða í
vor sem leið. Hann vildi gera
veg Islands sem mestan á þess-
um frelsistökudegi og varð fyrst-
ur allra þjóðhöfðin^ja til að
senda að lýðveldisstofnuninni á
Þingvöllum sendiherra með um-
boði, sem veitt er í skiftum stór-
þjóða. Fylgdu aðrar þjóðir þessu
fordæmi og varð íslendingum
hin mesta liðveizla að allri sam-
búð við Bandaríkin á tímum
þeirrar miklu frelsisbaráttu, þar
sem Roosevelt forseti var einn
hinn þýðingarmesti leiðtogi.
Nú hafa jarðneskar leifar hins
mikla forseta verið lagðar til
hvíldar í blómgarðinum á ættar-
óðali hans. Dagsverki hans er
lokið. Hann hafði gefið frjáls-
um þjóðum fordæmi um hversu
þær geta leyst sín mestu vanda-
mál. Hann átti meginþátt í að
bjarga frelsi þjóðanna, þegar það
var í mestri. hættu statt. Og
Ihann átti meiri þátt, heldur en
nokkur annar lerlendur maður, í
því, að gera Islendingum unt að
ná aftur fullu frelsi eftir margra
alda kúgun.
Þegar Jón Sigurðsson hafði
haldið einhverja áhrifamestu
ræðu sína á Alþingi í sókn fyrir
frelsi Islendinga, sagði Benedikt
Sveinsson: “Þessi maður ætti að
lifa eilíflega.” Þessi bæn hefir
oft orðið að veruleika. Göfug-
menni þjóðanna lifa eilíflega.
-Samvinnan. J. J.
DÁNARMINNING
Svava Ingibjörg Björns-
dóttir Lindal
Nálega hvert einasta íslenzkt
bíhð sem út kemur á meðal vor
íslendinga í Vesturheimi flytur
frétt um einhvern landnáms-
manninn, eða landnámskonuna
sem safnast ihefir til feðra sinna.
Dauðinn, hefir verið og er að
sópa landnámsmönnunum og
landnámskonunum íslenzku í
Vesturheimi burt af sjónarsviði
hins jarðnéska lífs og það er óð-
um að fenna í sporin þeirra. Hið
þróttmikla líf þeirra að fölna og
fjarlægjast og með því, sögurí'k-
asti og merkilegasti kapítulinn í
sögu íslendinga í Vesturheimi.
Fyrsti kapítulinn í sögu þeirra,
kapítulinn sem segir frá fyrstu
viðskiftum Islendinga við er-
lendar menningarþjóðir. Frá
meginþáttunum tveimur í lífi
þeirra, sem bæði brunnu og
sviðu, Kröfurnar til daglegs
brauðs, annars vegar, hinsveg-
ar, rótgrónum ásetningi að leita
þeirra aldrei á kostnað sinnar
eigin sjálfsvirðingar, né heldur
sóma þjóðar sinnar. Þessir tveir
meginlþættir í lífi frumbyggj
anna íslenzku í heimsálfu þess-
ari héldusit ávalt í hendur. Undir
þeim fána stigu þeir á land í
Vesturheimi, og undir því merki
sóttu þeir hér fram og sigruðu.
Ein af slíkum merkisberum
var kona sú er þessar hugleiðing-
ar eru helgaðar, Svava Ingibjörg
Björnsdóttir Lindal, sem nú er
gengin til sinnar hinstu hvíiu.
Æfiferill þeirrar konu er
merkilegur eins og svo margra
annara landnámskona, hér
vestra. Ekki neitt sérlega fjöl-
breyttur, en hreinn, ákveðinn og
þróttmikill. Æfiferill hennar,
eins og allra hinna eldri Islend-
inga, hefst iheima á Islandi þar
sem hún vex upp í skjóli móður
sinnar til 16 ára aldurs. 1 æsku
fór hún mjög á mis við þægindi
lífsins og gæði að undantekinni
umönnunar þeirrar og verndun-
ar, sem móðir hennar gat iveitt,
því föður umhyggju fékk hún
ekki að njóta, nema fyrstu fjög-
ur ár æfi sinnar, en þrátt fyrir
þau æskukjör sín þroskaðist
Svava bæði andlega og líkam-
lega, því hún var vel af guði
gerð. Skapgerð 'hennar var heil-
steypt. Andlegt atgerfi í bezta
lagi, minni prýðisgott, og þrek,
vilji og vinna, óbilandi og á
öllu þessu þurftu landnámskon-
urnar íslenzfku í Ameríku að
halda.
Svava og Björn Sæmundsson
Lindal, maður hennar, hófu
landnám sitt árið 1890 í hinni
svonefndu Alftavatnsbygð, sem
þó var þá auðnin ein, en Björn
hafði nýlega kannað og var að
byrja að byggjast. Með þrjú ung
börn leggur Svava og maður
hennar upp frá Winnipeg á púl-
vagni og til landnáms síns. Vega-
lengdin sem um var að ræða var
um 75 mílur enskar, yfir veg-
leysur, flóa og fen. Náttstað varð
að hafa þar sem dagur þraut, en
svefn var engin, sökum óvið-
ráðanlegs mýflugna vargs. Þeg-
ar til hins nýnumda lands var
komið, var fyrsta verkið æfin-
lega að byggja hús — heimili.
— Þessi hús landnemanna voru
bygð úr bjálkum sem höggnir
voru í skógunum og tegldir. —
Þetta voru ekki háreist hús, ne
glæsilegir bústaðir, en þau voru
skýli fyrir frostum, snjóum og
vindum. 1 þeim voru heima
sm'íðuð rúm, matreiðsluvél og
hitunarofn. Slík voru fyrstu
landnáms heimili íslenzku kon-
anna í Vestunheimi, og slíkt var
landnámslheimili Svövu Björns-
dóttir Líndal, en þó þessi heimih
væru lítil og lágreist, var verk-
Lögfræðingurinn: Hvað feng-
uð þið ykkur á fyrsta “barnum”,
sem þið komuð á?
Sá ákærði: Hvað fengum við
okkur? Fjóra bjóra.
Hvað svo á þeim næsta?
Tvö glös af whisky.
Og næsta?
Eitt glas af koníaki.
Og svo?
Slagsmál!
Til Hrifztingar
Vefðu sígaretturnar þínar úr
Ogden’s Fine Cut eða reyktu
Ogden’s Cut Plug í pípu þinni
qcfen ’s
* FINE CUT
You will find yourself one of fhe best informed persons in
your community when you reod The Christion Science Monitor
regulorly. You will find fresh, new viewpoints, o fuller, richer
understonding of world offoirs . . . truthful, accurote, unbiosed
news. Write for somple copies todoy, or send for o one-month
triol subscription to this internotionol daily newspaper ....
The Christian Science Publishing Society
One, Norwoy Street, Boston 15, Mass.
j NAME..
| STREET.
Jj:ity...
□
M
W
□
STATE.
Pleose send sample copies .
ot The Christian Science I
Monitor including copy ot |
Weekly Magazine Section. • j
Pleose send a one-month |
_ trial subscription to The I
Christian Science Monitor, *
for which I enclose $......... I