Heimskringla - 10.10.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.10.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 10. OKTÓBER 1945 HEIMSERINGLA 5.S1ÐA landi — ekki hvað manntalið snertir. Árið 1941 töldust þeir 15,510 sem töldu íslenzkuna sitt móður- mál, málið sem þeir höfðu fyrst lært og skildu enn. Nálega 12,000 islenzkir Canadamenn búa í sveitum þessa lands og hér um bil 9,000 í borgunum og erum við því meira sveitafólk heldur en aðrir borgarar landsins, því meir en helmingur íbúanna eru nú borgarbúar. JVIaður getur vel vænst þess, að það sé tiltölu- lega fleira fólk í sveitum, sem telur íslenzkuna sitt móðurmál, heldur en fólk sem í borgum býr. Það reynist líka svo. Þess þarf naumast að geta að langflestir íslenzkir Canada- nienn egia heima í Manitoba — hér um bil tveir þriðju hlutar þeirra. 1 Saskatchewan teljast þeir sem næst 3,500 og í hinum tveimur vesturfylkjum um 2,500. Hin fylkin ásamt Yukon °g North West Territories hafa innan þúsund sem teljast geta til fslendinga. Eitthvað dálítið af Islendingum er í öllum fylkj- nm landsins, nema Prince Ed- ward Island, þar finst engin ís- lenzk sál. Islendinga er að finna 1 öllum bogrum landsins nema St. John, New Brunswick. 1 Winnipeg eru þeir 4,449. í Van- couver eru þeir 773 og yfir 100 í Toronto og Victoríu, hverri borginni um sig. í öðrum borg- nm eru þeir frá 7 í Windsor til 45 í Ottawa og svo þar á milli. F. J. þýddi —The Icelandic Canadian, Vol. 4, No. 1. HELZTU FRÉTTIR Sykur-fundur Á Java hafa fundist sykur- kirgðir svo miklar eða 1,600,000 tonn, að líklegt þykir að skömt- un verði senn óþörf á því. Vilja ráða í Japan Molotov telur ráðsmensku MacArthurs hershöfðingja gam- aldags í Japan og vill að nefnd hinna stóru þriggja sé þar sett til stjórnar í staðinn. í Evrópu berst Molotov einmitt á móti því, að slíkar stjórnir séu á stofn settar. WINNIPEG-FRÉTTIR í'eir sem við hitunarstofnun bæjarins vinna (Steam Heating Plant), eru sagðir í þann veginn að gera verkfall. ★ * * I bænum er gert ráð fyrir að félag setjist að er iðnaðarstofn- un hugsar sér að koma upp, er kostar um $200,000 og gefur 250 naönnum atvinnu. * * * George E. Bentley bæjarskrif- mri hættir starfi sínu þessa viku; hann hefir á skrifstofu þessari unnið, bæði sem aðstoðar- og aðal skrifari síðan 1906. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið SMÆLKI Garson spyr hvernig J. S. Far- mer ætli að fara að því að stjórna fylkinu, þar sem hann verði að fá Saskatchewan-stjórnina til að stjórna kosningunum. ★ ★ X 1. hjúkrunarkona: Það er einn sjúklingur í minni deild, sem ekki hefir enn beðið mín. 2. hjúkrunarkona: Einn af mínum er og meðvitundarlaus ennþá. TIL KJÓSENDA I ST. GEORGE KJÖRDÆMI Eg hef verið útnefndur sem merkisberi C. C. F. flokksins í St. George í fylkiskosningunum þann 15. þ. m. C. C. F. stefnan er meir en eins dægurs pólitísk loforð; hún er lífs og mannrétt- inda stefna er miðar að meira jafnræði og fullkomnara mann- félags fyrirkomulagi. Hún berst á móti þeim órétti að 5 prósent af fólkinu hafi tangarhald á auð og valdi landsins og 95 prósent verði að lúta þeim lögum og lof- um sem ófyrirleitnir einstakling- ar setja landi og þjóð, sjálfum sér og fyrirtækjum sínum í hag. — Auðlegð Canada er meir en nóg til að forsorga hvern íbúa lands- ins á heiðarlegan hátt ef rétt- indi og velmegun einstaklingsins eru virt meir en gróðafýsn og vald. Eg treysti á skynsemi og dómgreind kjósenda í St. George að ljá þesssari stefnu fylgi sitt. Þetta er barátta hvers einstakl- ings fyrir fullkomnara lífi, og ef eg næ kosningu mun eg helga starf mitt, takmarki C. C. F. stefnunnar að styrkja og fylgja hverju því málefni er miðar að meiri jöfnuði og fullkomnari vel- megun fyrir alla. Eiríkur Stefánsson —Oak Point, Man., 6. okt. 1945. SÁLMABÓKIN nýja Hin nýja endurskoðaða útgáfa af sálmabók þjóðkirkjunnar er nú loks komin út. Hefi eg nýlega fengið hana í hendur og að nokkru farið yfir hana. Byrjar hún á lýsingu á almennri guðsþjónustu í kirkj- unum, samkvæmt hinni nýju og núgildandi helgisiðabók þjóð- kirkjunnar og er það til mikils bóta frá íyrri handbókum presta og nokkur tilbreyting eftir árs- tíðum kirkjuársins. Þá er form fyrir skemri guðsþjónustu, er al- mennri helgidagaguðsþjónustu verður eigi við komið, vegna fá- mennis eða af öðrum orsökum. Þar næst, hvernig síðdegisguðs- þjónusta skuli fram fara. Þá kemur fermingarguðsþjónusta, er verður að vera nokkuð frá- brugðin venjulegri guðsþjón- ustu, svo að hún taki ebki of- langan tíma. Þar næst kemur form fyrir barnaguðsþjónustur, sem nú eru mjög farnar að tíðk- ast og loks er gefin upplýsing um, hvernig skemri skírn skuli Það er vonandi að Vestur-íslendingar verði ekki ættlerar þjóðar þeirrar sem æfinlega hefir staðið í broddi mannúðar- stefnum mann- félagsins. * Greiðið atkvæði 15. október með SOCIAL CREDIT STEFNUNNI MERKIÐ KJÖRSEÐILINN: TAYL0R, T. \ 1. 1 i fram fara, þegar ekki er unt að ná í prest, og var þess full þörf, því að ýmsir voru og eru ófróðir í því efni. Geta þeir hinir sömu flett upp í sálmabók sinni og farið eftir þeirri leiðbeiningu. Þar næst kemur efnisyfirlit, er skiftist, 1. í sálma um höfuð- | atriði kristindómsins, 2. tíma- skiftasálma, 3. tækifærissálma og 4. lofsöngva og fyrirbænir. Síðast í formála sálmabókar- innar er tilvísun til sálma út af guðspjöllum og pistlum helgi- d.aganna. 1 þessari nýju sálmabók eru 687 sálmar í stað 650 í þeirri eldri. Mér hefir ekki unnist tími til að athuga hvaða sálmar hafa verið feldir úr, en hinsveg- ar eru allmargir' nýir sálmar teknir upp í bókina, er áður voru prentaðir í viðaukum og búnir voru að ná hefð og oft sungnir í kirkjum landsins. — Fyrsti sálmurinn í bókinni er Guð vors lands og átti það sann- arlega vel við og næsti: Þú mikli, eilífi andi, eftir Davíð Stefáns- son, sem er þrunginn af skáld- legri andagift. Allmörgum sálm- um eftir Hallgrím Pétursson hef- ir verið bætt við, sem að sjálf- sögðu er til mikilla bóta, þar á meðal hinn indæli andlátssálm- ur hans: Guð komi sjálfur nú með náð. Þá hefir verið leiðrétt í sálminum: Alt eins og blómstrið eina í síðasta versi orðin: “Kom þú sæll, þegar þú vilt” í stað: “Kom þú sæll þá þú vilt”, sem er rétt eftir frumhandriti skáldsins. 1 þessu sambandi má geta þess, að einnig hefir verið leiðrétt í sálminum: Faðir andanna, orðin “synda slit helsi”, í stað sundur slít helsi, eins og skáldið sjálft hafði það. Af nýjum sálmum í sálmabókinni má nefna: Bjargið alda, borgin mín, Drottinn vak- ir, drotti(nn vakir. Fögur er foldin. Hvað er hel. Hve sæl; ó hve sæl. Hærra minn guð til þín. Lýs, milda ljós. Sál mín, bið þú, bið og stríð þú. Skín guðdómssól. Starfa, því nóttin nálgast. Þín náðin drottinn o. fl. Að sjálfsögðu eru fleiri nýir sálmar en hér eru nefndir, sem mikill fengur er að hafa fengið inn í bókina, þó mér hafi ekki unnist tími til að athuga það. Allmargir nýir höfundar hafa bæst við hin eldri sálmaskáld og er höfundarnefn prentað neðan við hvern sálm; tel eg það til mikilla bóta, því að oft var mað- ur að gá að höfundarnafni, er sálmarnir voru sungnir, sér til fróðleiks og ánægju. Þegar sálmabókarnefndin var skipuð heyrðust óánægjuraddir um val nefndarinnar, en hvað sem um það ef, þá er ekki hægt að segja annað en það, að nefnd- in hefir leyst störf sín af hendi með prýði og sýnt alúð og vand- virkni í starfi. Biskupinn hafði þegar í upphafi orð á því, að nýja sálmabókin skyldi verða betri % ON THE ''ÍÖNO WA60N'' ru. &uy MORE bONDS UNTIL IT HURTS' MJ' THEN 1'tL Buy M£ MORE-'CAUSE eueN NOW UllTH victorv Mjwpj MEET THE COSTS, O' L hinni fyrri. Sú hefir líka orðið 1 raunin á að mínu áliti og vil eg því að síðustu færa biskupi og | nafndarmönnum beztu þakkir | fyrir vel unnið starf í þágu ís- í lenzkrar kristni. Hin nýja sálma- | bók mun lengi verða þjóðinni til í blessunar í sorg og gleði og vissu- I lega er sálmabókin sú bók, er all- ! ir þurfa að eiga. Verð hennar er | líka svo í hóf stilt að sögn (kr. 120.00) að flestum mun auðvelt að eignast hana. Eg hefi nú farið fljótt yfir sögu um sálmabókina, því að vissulega mætti miklu meira gott um hana segja, telja upp þá höfunda sálmaskáld), sem við hafa bætst o. f 1., en eg sleppi því að sinni, því að eg þykist vita, að um hana muni rita mér miklu færari andlegrar stéttar menn. Eru línar þessar aðeins ritaðar til þess að vekja athygli almenn- ings á þessari merku og ágætu bók. Pastor emeritus —Mbl. 12. sept. FJÆR OG NÆR Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskvöld- ið 10. okt., að heimili Mrs. Agnes Blondal, 108 Chataway Blvd. — Fundurinn byrjar kl. 8. * * * Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. » Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. ★ ★ * Vinsamleg tilmæli Það hefir komið til orða að safna saman öllum þeim ljóðum og kvæðum sem Bjarni Thor- steinsson, — síðast til heimilis í Norwood, Man., — orti og þýddi, og er það gert með því augna- miði að gefa út safn af öllum hans ljóðum sem hægt er að komast yfir. KONUR V Kvenfólk á að leggja sinn skerf til stjórnarstarfs — Ein kona er í vali K J Ó S I Ð WALSH, MARGARET Inserted by the Margaret Walsh Eleetion Committee Eftir tilmælum barna hins andaða skálds, vil eg biðja alla sem eitthvað af þessum kvæðum hafa í fórum sínum, hvort held- ur það eru úrklippur úr blöðum eða í eigin handriti, að senda mér þau sem allra fyrst, svo hægt sé að koma þessu í framkvæmd í nálægri framtíð. Páll S. Pálsson —796 Banning St., Winnipeg, Man. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvf gleymd er goldin skuld RE-ELECT C. RH0DES SMITH LIBERAL CANDIDATE A MAN OF Proven Ability V OTE SMITH, C. RHODES Vote 2, 3, 4, 5 for the other LIBERAL candidates in order of your preference & subsequent choices for other Government candidates Committee Rooms: 801 Somerset Bldg. Phone 92 155 Issued by C. Rhodes Smith Election Committee SECURITY B Under The With The Old Parties ccr • Farmers’ prices below productions • Protection for the farmer and the costs. worker against financial pirates and • Labor’s wages below subsistence unscrupulous employers. level. • Development of industry and re- • Unemployment for millions. sources for the benefit of all. • Constant insecurity for all workers. • More and better homes. • Health too expensive for the average • Equality of opportunity for educa- person. tion. • Education neglected. • Developinent of free health services • Scarcity in the midst of plenty. for all. • Race played against race, creed • Security for the aged and ill. against creed. • Racial and religious equality. • Riches for the few, poverty for the • Government responsibility for main- many. taining production and employment. | I M T The following C C F candidates outside Winnipeg are of special interest to the readers of this paper: P. OLCHOWECKI — Emerson; M. SAWCHUK — Ethelbert; L. W. MICHALCHUK — Fisher; M. J. TOKAR — Russell; W. DONELEYKO — St. Clements. In Winnipeg, Vote For L. STINSON S. J. FARMER G. STAPLETON M. A. GRAY D. SWAILES A. N. ROBERTSON THE PEOPLE'S PARTY IS THE CCF Published by authority of the C C F, Phoenix Block, Winnipeg I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.