Heimskringla - 21.11.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.11.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA WINNIPEG, 21. NÓV. 1945 Á SKEMTIFÖR “Eg yeit ekki hvort eg get, herra minn,” svaraði hann, “sagt nákvæmlega frá útliti mannsins, því eg er enniþá ekki alveg raknaður úr rotinu. Hann var hár, en alls ekki þrekinn né feitur. Hann var 'handnettur og fótsmár, fölur í andliti, næstum því náfölur, hár hans var kolsvart og það voru augu hans einnig, þau glitruðu í höfði hans leins og demantar.” “Munið þér eftir hvort hann hafði ein- kennilegan gullhring á litla fingrinum, eins og slöngu?” “Já, það hafði hann og hún var með tveim- ur augum, sem voru úr einhverskonar steini. Já, það er eins satt og nokkuð getur verið.” “Þá var þetta Nikola,” sagði eg leins og ósjálfrátt, svo forviða varð eg. “Hann hafði þá fylgst á eftir okkur til Astralíu.” Wetherell stundi við þunglega. En svo varð hann alt í einu allur eins og stálsettur. “Herra lögregluforingi,” sagði hann. — “Þessi maður eða slóð hans verður að finnast áður en næsti dagur nennur. “Eg þekki hann og hann er eins sleipur og áll; ef þið bíðið eina mínútu þá sleppur hann úr greipum ykkar.” “Bíðið dálítið,” sagði eg. “Segið mér eitt, Thompson: Þegar þér ókuð upp að “Canarífugl- inum” hvar sögðuð þér að maðurinn hefði stað- ið?” “Á svölunum.” “Hafði hann hatt á höfðinu?” “Já.” “Svo genguð þið inn í drykkjustofuna, en hún var svo full af fólki að þið fóruð inn í her- bergi?” “Já.” “Og þegar þið voruð komnir þangað inn, fór hann að tala um búgarðinn. Skrifaði hann niður nokkrar tölur á blað?” “Já.” “Hverskonar blað?” “Það var sendibréf eða umslag, eg er ekki viss um hvort það tvar.” “Og hann tók það upp úr vasa sínum?” “Já.” “Jæja, þetta er alt og sumt.” Eg sneri mér að lögregluforingjanum og sagði: “Jæja, eigum við þá að fara til Canarífuglsins núna undir eins?” “Alveg eins og þér viljið, en fyrst ætla eg að senda fyrirskipanir til hinna og annara lög- reglustöðva. Við verðum að hafa náð mannin- um, sem hélt í hestana fyrir hádegisverð á morgun.” “Þér þekkið hann líklega ekki?” spurði eg Thompson. “Nei, en eg hefi séð hann áður,” svaraði hann. “Hann er þá héðan frá Sydney?” ' “Áreiðanlega.” “Þá ætti ekki að vera örðugt að ná í hann, við skulum fara.” Mr. Wetherell reis upp til að koma með okkur, en þótt örðugt væri að hamla honum, þá tókst mér loks að tala hann á að ver-a kyrran. ' “En þér munuð láta mig vita undir eins og þér fréttið eitthvað, Mr. Hatteras?” kallaði hann á eftir okkur. “Hugsið bara eftir hversu ang- istarfullur eg er.” Eg hét honum því og fór svo út með lög-/ reglumanninum. Við leigðum okkur vagn og báðum ökumann að keyra eins fljótt og hann gæti til gistihússins, sem við ætluðum til. Þegar við ókum af stóð sló klukkan tólf. Phyllis hafði verið í þrjá tíma í höndum Nikola.” Þegar við komum að gistihúsinu, þar sem Thompson hafði fengið svefnlyfin, fórum við út og báðum ökumanninn að bíða eftir okkur. Gistihúsið var niðdimt. Og það var ekki fyr en við höfðum hringt aftur og aftur að við náðum tali af nokkrum. Gestgjafinn kom hálfklæddur til dyranna með ljósker í hendinni, og kallaði til að vita hverjír þar væru og hvað þeir vildu. Fröunautur minn sagði tafarlaust að það væri lögreglan, og fyrir þetta eina orð opnuðust dyrnar. “Gott kvöld, Mr. Bartrell,” sagði lögreglu- foringinn kurteislega. “Getum við komið inn í gistihúsið, við eigum hér erindi?” “Auðvitað, herra lögregluforingi,” svaraði gestgjafinn, sem auðsæilega þekti förunaut minn. “En er þetta ekki fremur seint til að heimsækja mig? Eg vona að ekkert alvarlegt sé á seiði?” “Það er ekkert sérstakt. Okkur langar bara til að spyrjast fyrir um mann, sem var hérna í kvöld og okkur langar að finna.” “Ef svo er eg hræddur um að eg verði að vekja þjón minn, sem vinnur í veitingastofunni. Ef þið viljið afsaka mig, þá skal eg fara að HEIMSKRINGLA vekja hann. En þið verðið að hagræða ykkur eins og þið bezt getið.” Hann skildi okkur þar eftir í ganginum á meðan hann fór að vekja þjóninn. Að tíu mín- útum liðnum kom hann aftur með hálfsofandi mann, og sagði við hann: “Þessir herrar óska að spyrja þig um mann, sem var hérna í kvöld,” sagði gestgjaf- inn. “Kanske þú getir gefið þeim einhverjar upplýsingar?” “Hvernig var maðurinn í útliti?” spurði þjónninn lögregluforingjann. Hann sneri sér til mín. “Hár og holdgrannur og náfölur,” sagði eg. “Svarthærður með dökk augu altaf á kviki. Hann kom hingað inn með ökumanni Mr. Weth- erells.” Maðurinn virtist átta sig Strax. “Eg man eftir honum,” sagði hann. “Þeir sátu í nr. 5 þarna niðri í göngunum, og maður- inn, sem þér lýstuð bað um glas af rommi handa vini sínum og brennivínsglas handa sjálfum sér.” “Það er einmitt maðurinn, sem við erum að leita að,” sagði lögregluforinginn. “En segið mér, hafið þér séð hann áður hér inni?” “Nei, aldrei,” sagði þjónninn, “og það er hreinn sannleikur, því að hefði eg séð hann áður gæti eg aldrei gleymt honum. Andliti hans og útliti gæti enginn maður nokkurntíma gleymt. Nei, hann kom hingað í fyrsta skiftið í kvöld.” “Heimsótti nokkur þá á meðan þeir sátu þama í herberginu?” “Ekki það eg veit. En bíðið samt Við, eg er ekki svo viss um það, jú, nú man eg það áreiðanlega, að eg sá háan, laglegan mann ganga niður ganginn og inn í herbergið. Eitt- hvað hálftíma eftir að eg fór þangað með vín- föngin.” “Sáuð þér hann koma út aftur?” “Nei, en eg veit að ökumaðurinn varð svo drukkinn, að það varð að bera hann út í vagn- inn.” “Hvernig vitið þér það?” “Vegna þess að eg sá hina bera hann út.” Lögregluforinginn leit á mig. “Ekki mjög gagnlegt, eða hvað?” “Nsi,” svaraði eg. “En hafið þér nokkuð á móti því að leyfa okkur að sjá nr. 5, herbergið, sem þeir voru í?” “Nei, alls ekki,” svaraði gestgjafinn. Komið þessa leið.” Því næst vísaði hann okkur niður ganginn og inn í lítið herbergi til hægri, og opnaði hurð- ina upp á gátt. Þar var alveg níðdimt inni, en auganbliki síðar var kveikt á gasinu og við gát- um séð alt, sem þar var inni. Lítið borð stóð í einu horninu og tveir eða þrír stólar stóðu við veggina. Á einum veggnum var lítill gluggi og gengt dyrunum var ofn. Á borðinu var hálf- reyktur vindill og sundurrifið eintak af kvöld- blaðinu “Merkúríusi. Þetta var ekki það sem eg leitaði að, og þessvegna lagðist eg á fjórar fætur til að rannsaka gólfið. Eg fann strax saman vafið bréfblað við ofninn. Eg tók það upp, settist við borðið og sneri mér að lögneglu- manninum, sem hafði veitt atferli mínu nána athygli. “Var herbergi þetta notað af nokkrum öðr- um eftir að mennirnir, sem við leitum að, voru í því?” “Nei, tvö öftustu herbergin eru auð.” “Þér eruð alveg viss um þetta?” “Alveg handviss.” “Eg tók bréfmiðann og breiddi úr honum á borðinu. Mér til mestu vonbrigða var þetta bara afturhluti af umslagi, og þótt tölur væru skrifaðar á það, var það samt alveg gagnslaust okkur. “Á þessu er ekkert að græða?” spurði lög- regluforinginn. “Nei, alls ekkert nema fáeinar tölur, sem eru óskiljanlegar.” “Já, fyrst svo er þá er bezt að við förum upp á lögreglustöðina og vitum hvort við frétt- um nokkuð.” “Komið þá. Nú verðum við að hafa hrað- an á, vegna þess að við höfum tapað dýrmætum tíma og hvert augnablikið er kostbært.” Eg tók með mér kvöldblaðið og fylgdist með honum út að vagninum eftir að hafa þakk- að gestgjafanum fyrir kurteisi hans og greið- vikni. Síðan ókum við af stað. Á leiðinni töl- uðum við um hvað við ættum að gera, en meðan við vorum að því leit eg af hendingu á blaðið, sem eg hélt á í hendinni. Við ljós vagnlampans sá eg að í horni blaðsins var stórt kringlótt merki blátt á lit með eftirfarandi áletrun: W. C. Maxwell pappírs og bókaverzlun, 23 Ipswell stræti, Wooter. “Stansið vagninn!” kallaði eg. “Segið manninum að hann skuli aka eins fljótt og hann getur til gistihússins.” Sú fýrirskipun var gefin. Vagninum var snúið við, og innan einnar mínútu vorum við komnir aftur til gistihússins. “Hvað viljið þið nú?” spurði lögregulmað- urinn forviða. “Bara þetta, að eg hugsa eg hafi fundið spor,” svaraði eg. Eg gaf honum engar frekari skýringar, en eftir fimm mínútur höfðum við náð í gestgjaf- ann. “Mér þykir slæmt að ómaka yður á þenn- an hátt,” sagði eg. “En mannslíf liggur við. Mig langar til að sjá nr. 5 aftur.” Hann fór aftur með okkur inn í herbergið og kveikti á gasljósinu. Þetta horn af umslaginu lá á borðinu alveg eins og eg hafði gengið frá því. Eg settist á ný og rannsakaði nákvæmlega bréfmiðann. Svo þaut eg á fætur. “Þetta hugsaði eg,” sagði eg í miklu upp- námi. “Eg sagði yður að eg hefði fundið spor. Jæja, herra lögregluforingi, hver skrifaði þessa tölustafi?” “Maðurinn, sem þið kallið Nikola býst eg við.” “Alveg rétt. Hver hefir nú keypt þetta blað. Þér verðið að muna eftir að Thompson fór úr vagninum til að koma hingað inn.” “Eg býst við að það hafi verið nikola.” “Gott! Þá er það skoðun yðar að Nikola hafi átt þetta blað og þetta umslag. En ef svo er, þá lítið á þetta.” Hann kom til mín og horfði yfir öxl mína. Eg benti á umslagsbrúnina. Á henni voru þessi þrjú mikilvægu orð: Swell stræti, Wootokra.” “En hvað þýðir það?” spurði hann. “Já, sjáið þér nú til, “eg opnaði blaðið er eg sagði þetta og benti á merki bóksalans í horn- inu. “Maðurinn, sem keypti blaðið í búð Mr. Maxwells, keypti einnig þetta umslag þar. Bók- stafirnir “Swell” eru seinni hluti orðsins Ip- swell, nafnið á götunni. Ef maður þessi er Nikola, eins og við höldum, þá er maðurinn, sem seldi honum þessa hluti viss með að þekkja hann, og það væri ekki alveg ómögulegt að hann vissi hvar hann ætti heima.” “Já, þér hafið rétt fyrir yður,” svaraði lög- reglumaðurinn, sem vaknaði við þessa rök- semdafærslu mína. “Eg veit vel hvar búðin hans Mr. Maxwells er, og lang réttast er fyrir okkur að aka þangað eins fljótt og hægt er.” Þegar við höfðum þakkað gestgjafanum á ný, fórum við aftur út í vagninn og héldum nú eins og leið lá til búðar Mr. Maxwells í Ipswell stræti. Þegar við komum þangað var kl. næst- um þrjú og það var farið að rofa fyrir degi. Þegar vagninn stansaði við gangstéttina stökk lögnegluforinginn út úr honum og gekk að hliðardyrum búðarinnar og hringdi. Að stundu liðinni opnaðist hurðin og drengur, eitt- hvað 18 ára gamall og hálf sofandi, kom út í dyrnar og starði á okkur. s “Býr Mr. Maxwell hérna í búðinni?” spurði lögreglumaðurinn. “Nei.” “Hvar býr hann þá?” “Ponson stræti, þriðja hús á vinstri hönd.” “Þakka yður fyrir.” Aftur stukkum við upp í vagninn og flýtt- um okkur burtu. Eg var svo hræddur og ang- istarfullur um unnustu mína, að mér var farið að finnast sem forsjónin ætlaði að sjá um að við fengjum aldrei þær upplýsingar, sem við þurft- um. Mér fanst þetta alt saman hræðileg mar- tröð, þar sem hvert fótmál virtist ómögulegt hvað mikið, sem eg reyndi að komast áfram. Eftir örstutta stund komum við til Ponson strætis, og stönsuðum fyrir framan þriðja húsið vinstra megin. Það var falleg villa með fögrum garði fyrir framan, framan við húsið voru sval- ir, þaktar vafnings viði. Við hringdum og bið- um svo, brátt var gengið til dyra og einhver kallaði hver þar væri. “Lögreglan”, var svarið, og opnuðust dyrnar þá strax, og smávaxinn, rjóður maður kom út í dyrnar. Hann var í nær- fötunum. “Gengur eitthvað að, herrar mínir?” spurði hann áhyggjufullur. “Ekkert, sem yður snertir, Mr. Maxwell,” sagði félagi minn. “Okkur langaði bara að fá svolitlar upplýsingar, sem eru mjög þýðingar- miklar fyrir okkur, ef þér getið gefið okkur þær. Við lerum að leita að manni, sem við þurf- um að ná í nú þegar í nótt, og við höfum fengið þær fréttir, að þér séuð eini maðurinn, sem geti gefið þær.” “Hamingjan bezta! Aldrei hefi eg heyrt þessu líkt. En mikið mundi það gleðja mig gæti eg hjálpað yður í þessum efnum,” svaraði litli maðurinn og leiddi okkur inn í borðstofuna þar sem hann opnaði gluggana — með miklum merkis svip. “Jæja, hvað er þá erindi ykkar?” “Ja, þessu er svona varið,” sagði eg og tók upp kvöldblaðið og umslagið. “Þér sjáið þessa stafi í horninu því arna á dagblaðinu, eða hvað?” Hann kinkaði kolli og veitti nú öllu nákvæma eftirtekt, þegar hann hafði séð nafnið sitt þar. “Þetta umslag var áreiðanlega keypt í búðinni yðar, og líka þetta dagblað.” “Hvemig getið þér vitað það?” Eg sé það á þessum stöfum á umslaginu; og af stimplinum yðar á dagblaðinu.” “Já, rétt er það, en á hvern hátt get eg nú hjálpað yður?” “Okkur langar til að fá að vita heimilisfang mannsins, sem keypti þessa muni.” “Það verður sjálfsagt fremur örðugt við- fangsefni. En getið þér gefið mér nokkra lýs- ingu af manninum?” “Hár, mjög útlendingslegur í útliti, mjög frábrugðinn almenningi í útliti og framkomu, fölur, svarteygður, svarthærður, með smáar hendur og fætur.” Er eg las upp þessa lýsingu glaðnaði yfir svip litla mannsins. “Eg þekki manninn. Hann kom inn í búð- ina mína í gær.” En upplýsingarnar, sem hann gat gefið voru samt ekki nærri eins þýðingar- miklar og hann hugði. “Vitið þér hvar hann á heima?” Hann varð vandræðalegur á svipinn og sagði: “Mér þykir það slæmt að eg get ekki hjálpað yður þarna. Hann kom inn, keypti pappír og kvöldblaðið og umslög, og fór svo út úr búðinni. Eg varð svo forvitinn vegna útlits hans, að eg gekk út í dýrnar og horfði á eftir honum. Hann gekk þvert yfir götuna.” “1 hvaða átt gekk hann?” “Yfir í Podgers lyfjabúðina, sem er beint á móti í götunni. Það sá eg síðast til hans.” “Eg er yður mjög þakklátur, Mr. Maxwell,” sagði eg og greip hendi hans. “En mér þykir það slæmt, að þér getið ekki sagt mér neitt ákveðnara um hann.” Svo sneri eg mér til lög- regluforingjans. “Það verður víst bezt að við fórum og finnum Podgers. En ef við verðum að eyða miklu lengri tíma í að þjóta svona um, þá er það áreiðanlegt að þeir sleppa úr greipum okkar.” “Já, við skulum þá koma til Podgers, og það eins fljótt og auðið er.” Þegar við höfðum kvatt Maxwell, flýttum við okkur af stað og tíu mínútum síðar vorum við komnir að lyfjabúðinni og náð fundi Pod- gers. Við skýrðum fyrir honum erindi okkar og í eins fáum orðum og auðið var, og gáfum honum nákvæma lýsingu af manninum, sem við vorum að spyrja um. “Eg man vel eftir honum,” sagði hinn ró- legi og seinfæri Podgers. “Hann kom hingað inn í gærkveldi og keypti glas af klóróformi.” “Þér hafið sjálfsagt látið hann kvitta fyrir það í bókina yfir sölu á eitri?” “Já, auðvitað. Langar ykkur til að sjá bókina?” “Já, umfram alla muni,” sögðum við báðir í senn, og hann kom með bókina. Podgers dró fingurinn niður eftir línunum. “Brown, William Davis, — jú hérna kemur hann! Klóróform: I. Benelage, 22 Calliope st., Wottokra.” “Bennelage,” hrópaði eg. “En hann heitir það ekki!” “Það er rétt líklegt, en það er nafnið, sem hann gaf mér.” “Ó, við skulum reyna þetta heimilisfang, hvað sem tautar,” sagði lögregluforinginn. — “Komið, Mr. Hatteras!” Við ókum nú af stað og harðar en nokkru sinni fyr. Innan 15 mínútna höfðum við snúið inn í götuna, sem við ætluðum að komast í og stönsuðum eftir að hafa ferðast eftir henni eitt- hvað 300 fet. Þetta var mjó gata með húsaröð- um, sem voru all óálitlegar. Lögregluþjónn gekk hinu megin í götunni, kallaði lögreglufor- inginn á hann. Hann heilsaði og kom yfir til okkar og beið svo kurteislega þangað til á hann væri yrt. “Hvað vitið þét um nr. 22?” spurði foring- inn. Lögregluþjónninn hugsaði sig um og sagðisvo: “Ja, satt að segja, herra foringi, þá vissi eg ekki fyr en í gær, að nokkur byggi í því.” “Hafið þér séð nokkra nálægt því?” • “Eg sá þrjá menn ganga inn í það, þegar eg kom hingað í gær.” “Hvernig litu þeir út?” “Eg tók ekkert eftir þeim. Þeir voru allir fremur miklir vextir, og þeir hlógu og virtist vera vel skemt.” “Svo þeir gerðu það. Við verðum að fara inn og líta á þessa fugla. Það er bezt að þér komið með okkur.” Við gengum niður götuna, þangað til við komum til nr. 22. Við opnuðum grindina og gengum upp riðið að útidyrunum. Nú var orð- ið vel bjart svo að vel mátti sjá alt greinilega. Foringinn tók þétt í klukkustrsnginn og klukku hljóðið bergmálaði í gegn um bygginguna. En engin mannleg vera gaf neitt svar. Við hringd- um tvisvar til en árangurslaust. “Annaðhvort er enginn heima eða þeir vilja ekki svara,” sagði lögregluforinginn. “Lög- regluþjónn, þér getið verið hérna og handtskið hvern þann, sem reynir að fara héðan út. Mr. Hatteras, við skulum fara aftur fyrir húsið og reyna að komast þar inn. Það gerðum við og komumst brátt að bak- hlið hússins. Húsið var mjög lítið og aftur af bakdyrum þess var byrgi klætt flugnaneti úr járni. Beggja megin hurðar voru fremur stórir gluggar, og svo vildi vel til að annar þeirra var ekki hespaður að innan. Foringinn lyfti glugganum og smaug inU °g fylgdi eg dæmi hans. Við opnuðum hurðina að fyrsta herberginu og gengum inn. Þar vorU hvorki menn né húsgögn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.