Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 3
WIN'NIPEG, 24. APRIL 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA FRÁ PóLLANDI Eftirt Leo Krzycki Það er erfitt að trúa því, en sannleikur er það samt, að vér höfum lítið lært af þeim dæmum sem hið nýafstaðna stríð hefði átt að kenna okkur. Víða um veröld á sér stað eyðilegging og áframhaldandi blóðsúthellingar og útlit fyrir að þær skelfingar útbreiðist. En ef vér nú snúum okkur að þeim hluta veraldar, þar sem hinar slafnesku þjóðir búa, þá vaknar ný von í brjósti og ábyggileg vitund að hér sé að rísa úr rústum skelfinganna, frelsishreyfing, þar sem með öllu hefir verið útrýmt úr valdasessi þeim burgeisum sem að fyrir stríðið réðu ráðum og lögum lands og lýðs. kosningar í þessum löndum, t. d. Júgóslavíu, Búlgaríu og Tékkóslóvakíu, benda ótvírætt á það að þar hafa myndast sam hentar og sameinaðar verklýðs hreyfingar, sem hafa fyrir augnamið alþýðu réttindi og frelsi og afnám sérréttinda stétta. Á þeim tíma er eg dvaldi í Pól- landi, um fimm vikna skeið, fékk eg náin kynni af lifnaðarhátt- um, erfiðleikum og þrá alþýðu. Eg heimsótti verkafólk og sat til matverðar, eg átti tal við stjórn- armenn, kom í stálmylnur, nám- ur og margvísleg iðnaðar fyrir- tæki, og þó að margir séu erfið- leikar þá eru allir lifandi af nýj- um eldmóð og vonum um bætta framtíð og betri kjör. Pólitíkin er talsvert flókin, fimm til sex mismunandi flokkar, en þrátt fyrir það er eg ekki í neinum vafa að úrslit kosninga í nær- liggjandi slafneskum löndum munu hafa sín áhrif og alment er það álitið bráð nauðsynlegt að halda vinskap Rússa og Tékkó- slóvakíu og hinum öðrum slaf- neskum ríkjum. Sögur þær, sem ganga fjöll- um hærra í heimalandi mínu, Bandaríkjunum, að Rússar haldi Póllandi í járnklóm, er eintóm- ur heilaspuni; Rússar rétta þeim vinarhönd og hjálplega sam- vinnu, og bera virðingu fyrir frjálsu Póllandi. Rússneski her- inn sézt hvergi í bæjum né bygð- um nema meðfram braut þeirri sem liggur í gegnum Pólland frá Rússaveldi til Þýzkalands, þar sem setulið þeirra er. Rokosos- avsky hershöfðingi hefir bæki- stöð sína í Breslau og í samvinnu með pólskum yfirvöldum, gæta þess, að lögum sé hlýtt, handtaka óbótamenn fasista og föðurlands- svikara, sem fylgdu pólsku klikk unni í Lundúnum. Pólland hefir um stærri sár að binda eftir þetta stríð en nokkur önnur þjóð, her Þjóð- verja lagði alt í rústir, lét hend- ur sópa öllu sem laust var, og svo bættist við óhjákvæmilega, meiri eyðilegging þegar nazistar flúðu til baka undan rauða hern- um. Hvernig gat þessi þjakaða þjóð fundið kjark til að ganga í gegnum allar þær skelfingar og byrja á ný að byggja og bæta sárin, kjarkurinn og manndáðin lifði og brann í brjóstum verka- lýðsins, sem alt í gegnum stríð- ið án afláts vann í leyni á móti nazistum, þessi verkalýður, og sérstaklega námumenn, hafa sýnt það með þreki sínu og stað- festu, að þeir eru undirstaða og meginþáttur til viðhalds þjóðar- sóma. Þrátt fyrir matarskort, "þjóðræknisfélag" ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. verkfæraskort og eyðilegging flutningstækja, þá hafa þeir nú þegar hafið framleiðslu, sem nemur 84% af framleiðslu fyrir stríðið, járnbrautarmenn kom- ast næst í sinni grein og þá stál- verkstæði og svo iðnaður allur að færast í betra horf. Allir eru einhuga um að leggja fram sitt bezta til að byggja og framleiða. Pólsk alþýða dáist að ! rauða hernum, ekki einungis fyr- ir hreysti og að hafa leyst það úr ánauð, heldur einnig fyrir hjálp- fýsi og skipulagningu hvar sem þeir komu. Þegar rauði herinn |kom til Varsjá, í rústum, þá komu þeir færandi hendi, mat- væli, mjöl og tilbúin íbúðarhús; vélfræðingar og verkfræðingar þeirra tóku strax til starfa að koma raflýsingu og vatnsveit- ingu í lag, brúin yfir Vistula var gerð brúkfær í skyndi, og hjálpuðu þeir íbúum í hvívetna. Þúsundir íbúar Varsjá í sjálf- boðaliði, vinna á sunnudögum og allar frístundir að aka burt og hreinsa strætin rústum. Mars- zalkowska stræti var rutt svo sporvagnar hófu göngu sína í | október, þá var fögnuður mikill. Hvar sem eg fór, þá varð mér það augljóst að verklýðsstéttin sameinuð eins og hún nú er í I dag í Póllandi, er sá kraftur sem byggir úr rústum hið nýja frjálsa Pólland. Öllum kemur saman um það, þó að halli skoð- unum, að ekkert megi standa í vegi fyrir samhentri starfrækslu allra fyrirtækja, til að byggja upp landið. Verkamenn hafa lof- að því, að þegar kosningar fara í hönd, þá skuli þeir bera fyrir þjóðina, samhent samvinnu pró- gram, sem þjóðin í heild sinni getur komið sér saman um. Á verkamanna þingi er eg sat 18. nóv., þar var það þungamiðja allra ályktanna, að samvinna verkamanna og bændastéttar væri nauðsynleg fyrir heill þjóðar í heild sinni. Þing þetta sátu 640 fulltrúar auk heiðurs fulltrúum frá Rússlandi, Júgó- slavíu, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum Þar talaði forseti Bierut og stjórnarformaður Osubka Mor- wski, en eigi sáum við Mikolyz- yk, (sem tilheyrði Lundúna klikkunni). Forseti /Bierut sagði meðal annars, að samvinna verkafólks- bænda og miðstétta hefði alla- reiðu yfirunnið helztu vandræði, og að allar þær breytingar, sem að stefnt væri að í innanlands ' viðskiftum, framleiðslu og akur- yrkjumálum, hvíldi á samvinnu allra. Þýðingarmesta spor sem stjórnin hefði stigið að þessu, taldi hann úthlutun stóreigna jörðum til smábænda, fyrsta sporið til lýðræðis. Bierut for- setti var einn af þeim sem eigi flúðu þegar í raunir rak, en vann sleitulaust með huldu- mönnum á móti nazistum. Eg hafði marga klukkustunda við- tal við hann og varð mér þá ljóst | hversvegna hann var kosinn for- seti. Maðurinn er framúrskarandi blátt áfram, hreinskilinn og gæt- inn, góða dómgreind og hvassan skilning og alþýðlegt viðmót. - Samvinna allra frjálslyndra manna sér hann nauðsynlega til að sporna við því að auðkýfingar og stóreignamenn nái fótfestu í landinu, eins og áður var, til að kúga land og lýð, einnig lítur hann svo á að Pólland, til þess að verða velmetandi þjóð á ný, þá verði hún að vera vinveitt Rússum og nærliggjandi slaf- neskum þjóðum. Th. Bardal (Wynyard) Saga íslendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FóGETA Eftir S. K. Steindórs Úr Lesb. Mbl. Framh. Áhrif rógsins. Dropinn holar steininn. Svo var og um níðið og róginn, sem andstæðingar Skúla beittu svo sleitilaust gegn honum: Smá- gróf það undan því trausti, sem konungur og stjórnarherrarnir báru til hans. Kom það í ljós, er konungsverzlan var komin á lagginar, því Pahl er var kaup- maður konungs í Hólminum, var falið að hafa umsjón með “Inn- réttingunum” og rannsaka mjög ýtarlega fjárhag þeirra og hvem- ig hinum raustnarlegu fjárfram- lögum konungs hafði verið varið. Voru háværar kviksögur á kreiki um að Skúli verði fé því til sinna þarfa eftir eigm geðþótta. Gerði Pahl svo sem fyrir hann var lagt og sendi stjórninni skýrslu um hag “Innrétting- anna”. Mat hann eignir þeirra, hús, áhöld, efnivörur og unninn varning, svo og duggurnar á rúmlega 76 þúsund dali og lætur þess getið, að hús öll og áhöld séu í góðu ásigkomulagi. — Var útkoman miklu betri en stjórn- in bjóst við eftir allan rógburð- in og var næsta vantrúuð, en hélt að Pahl væri alveg á bandi Skúla. Voru því sendir tveir skoðunarmenn frá Kaup.h. og skildu þeir hiklaust ganga eftir reikningsskilum. Hafði konung- ur þá lagt “Innréttingunum” til 61 þús. dali, en hluthafarnir 3240 ríkisdali. Við þessa síðari athugun kom í ljós að reikningarnir þóttu nokkuð óskipulegir og tæpast hægt að gera grein fyrir öllu. Átti Skúli þó ekki sök á því. En árið 1753 hafði fastur bókari verið ráðinn við “Innréttingam- ar”, Ólafur Stephensen að nafni; varð hann síðar kunnur maður í sögu vorri, þó ekki hafi allir dómar um hann verið samhljóða honum í vil. Var Ólafur, er hér var komið málum, einnig orðinn framkvæmdarstjóri “Innrétting- anna ásamt Skúla. Nokkrir af vinum Skúla í Kaupmannah. höfðu skrifað og greint honum frá veðrabrigðum þeim, er voru í lofti. Þannig rit- ar Hastfer barón: “Aldrei hefir verið meira þráttað um hagi Is- lands en nú í vetur og er sumt af því lygi, en sumt mjög alvarlegt og gamanlaust”. Fóru þeir því utan, Skúli og Ólafur Stephensen. Og segir Magnús sýslum. Ketilsson að Ólafur hafi “Átt örðugt með að komast frá sínum reikningum”. En bætir við: “Það hjálpaði vísi- lögmanni Ólafi, sem hafði drjúg- an, að allra meiningu grætt við Innréttingarnar meðan hann var bókari, að hann silgdi sjálfur og sparaði ei peninga þar sem þeir kunnu best verkun að hafa”. — Hvort nokkur tilhæfa er í þess- um aðdróttunum, skal hér látið ósagt. En hvað sem því líður er hitt víst, að Skúli var ekki fjár- dráttarmaður og græddi ekki á framfaraviðleitni sinni. Má það og verða, ljóst, af því að er hann lét af sýslumennsku í Skagafirði var hann talinn auðugur maður á þeirra tíma mælikvarða. En hann var gjörsnauður maður, er hann andaðist eftir um 40 ára landf ógetaþ j ónustu. Er það því hverju orði sann- ara, sem Jón Grunnvíkingúr seg- ir í bréfi til tengdas. Skúla, Bjarna læknis Pálss. árið 1777, tveim árum fyrir andlátt sitt: — “Það hefir nokkuð hrært við mitt hjarta að vita, hversu falsk- ir landsmenn hafa heimuglega mótþægt honum (Skúla) vitandi þó, að hann hefir sett sína tíman- legu velferð út fyrir landsins”. En tíu árum áður hafði Jón ritað mjög í sama tón í bréfi til Erlendar Ólafssonar bróður síns, er var sýslumaður í Isafjarðar- sýslu. Þar segir hann: “óskandi væri að íslenzk yfirvöld vildu vera meira samtaka um velferð vorrar vesælu patriæ (föður- lands) en sýnist. Sá eini, sem gefur út fjör og fé fyrir salutem patriæ (velferð föðurlandsins) sýnist að vera landfógetinn Skúli”. Skúli tók mjög nærri sér allar þessar óáönnu og ódrengi- legu aðdróttanir, sem bornar voru á hann. Bognaði hann þó ekki né lét hinn minsta bilbug á sér finna. Ekki misti hann held- ur trúna á köllun sína, eða á framtíð þjóðarinnar. Góðir liðsmenn Þótt ýmsir af fyrirmönnum landsins væru mjög mótsnúnir Skúla, og að þeir hefðu liðsmenn fleiri, gat hann tekið undir með Brandi: Ibsens: “Mitt lið er hraust, eg hef þá beztu”. — Enda fylgdu Skúla heillaóskir margra beztu manna landsins, er hann lagði upp í þessa dapurlegu utan- för sína. Þannig kvað Gunnar próf. Pálsson, til hans: “Fari vel faðir Skúli fari heill of völl þara, fari vel fremdarmálum, fari með heill óspara. Fyrir aðra blæs blóði bramlandi í mörgu svamli: Sýni menn sig í raunum slíka bjargvættu margir.” Á útleiðinni hreptu þeir hin verstu veður og voru mjög hætt komnir. Hefir Skúli verið: Gramur, þreyttur og dapur í bragði, sem sjá má af nokkrum vísum hans, úr þessari för: “Friðinn, landið faldagná, fólk, embætti, dætur. Yfirgefa alt eg má ei veit hver það grætur.” Kemur nokkur beiskja í ljós hjá honum, sem vonlegt er eins og sjá má af þessari vísu: “Ymsir kúga innbyrðis einninn þrúga vinum, íalsa, ljúga mæla mis merginn sjúga úr hinum.” Er til Kaupmannahafnar kom, voru reikningar “Innrétting- anna” yfirfarnir og fór svo, sem vænta mátti; að enginn blettur féll á sæmd Skúla. Gátu öfund- armenn hans því ekki notið þeirrar gleði, sem þeir höfðu vænst, að reikningsskilin yrðu honum fótakefli, og að Skúli yrði afhjúpaður sem ærulaus saka- maður. — Ekki var rógurinn þó áhrifalaus með öllu, því að hylli Skúla í kóngsgarði stóð ekki eins traustum fótum eftir sem áður. “Innréttingarnar” og verzlunin Var nú nokkuð rætt hvað gera skyldi við “Innréttingarnar”, og kom Ólafur Stephensen með þá uppástungu um leið og hann sagði af sér störfum í þjónustu þeirra, að þær yrðu sameinaðar konungsverzluninni. Var Skúli ekki svo mjög mótfallinn þeirri ráðstöfun, en mótmælti eindreg- ið þeirri kröfu stjórnarinnar, að H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 No ^.1) 21 331 landsmenn ættu að endurgreiða meginhluta af fjárframlögum þeim, sem konungur hafði lagt til “Innréttinganna”. — Kvað Skúli, sem og rétt var, það hafa verið gjöf, sem ekki væri aftur- kræf. — Varð því ekki úr breyt- ingum að sinni. Eins og áður getur, var tap- rekstur á konungsverzluninni, og þó að konungur ætlaði sér ekki að græða á verzluninni, var hitt ofurauðskilið, að hann væri ófús að reka verzlunina ár eftir ár með stórtapi. — Enda fór svo, að árið 1763, barst sú fregn hing- að, að nýtt félag: “Almenna verzlunarfélagið” hefði tekið Is- landsverzlunina á leigu. — Var þetta geysi voldugt og auðugt fé- lag. Voru flestir meðlimir gamla Hrömangarafélagsins stofnendur þessa nýja félags, en til viðbótar margir af helztu áhrifamönnum Kaupmannahafnar. Þeim Skúla fógeta og Magnúsi amtmanni var nú falið að fara utan, fyrir “Innréttingarnar” og kynnast þeim viðhorfum, er skapast höfðu við þessa breyt- ingu. — Var Skúli eindregið mótfallinn því að verzlunarfé- Frh. á 5. bls. EnGINN sagði honum um nýja aðferð að framleiða þráð, er skemdi fyrir markaði á garni hans. Nú eru nýjar aðferðir og nýtt efni að þokast fram úr honum. ^JyLON . . . er framleitt með efnasamsetningu úr kolum, lofti og vatni, sem tók tíu ár að finna .. . til dæmis að taka. Þessi undraverði nýji þráður flæðir nú þegar í hendur sokkaverk- verksmiðjanna og verður bráðum notað í önnur fataefni utast sem inst ásamt mörgu öðru, sem gefur nýja atvinnu í Canada um leið og það eykur á fegurð og endingu hlutanna. Þjónar Canada með efnafræði

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.