Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 6
6.S1ÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APHIL 1946 HVÍTAGULL Aníta kom að löngum ási, sem var lítið eitt hærri en hinir. Hún staðnæmdist uppi á honum og litaðist um í suður til að sjá hvort Jim kæmi ekki, en hún sá ekkert til hans. Suðurhlið áss- ins var þakin stórgrýti, leifar frá síðustu ísöld- inni fyrir þúsundum ára síðan. 1 þeim svifum læddist stórt, grátt dýr framundan einum stein- inum og glápti á hana. Þetta var úlfur! Þetta var stærsti úlfurinn, sem Aníta nokkru sinni hafði séð, og hann var ekki lengra en fimtíu skref í burtu. Hún reif vetlinginn af hægri hendi sinni og spanaði riffil- inn til að vera tilbúin að skjóta, ef dýrið skyldi ráðast á hana. En úlfinn virtist ekki langa neitt í hana. Hann stóð þar bara og veðraði í loftið, eins og hann treysti fremur þeffærum sínum en aug- unum, og fyr en Aníta vissi af stungu tveir aðrir úlfar trýnunum framundan steininum. “Nei, nú dámar mér ekki,” stundi Aníta upp og stakk hendinni ofan í vasann eftir hand- fylli af skothylkjum, ef þessir hvíttentu vargar skyldu ráðast á hana, þá veitti henn ekki af að hafa gnægð skota. Hún stóð og starði á vargana albúin að skjóta á þá, ef þeir gerðu sig líklega til áhlaups. En úlfarnir voru ekki í vígahug, né heldur hungraðir. Stærsti úlfurinn teygði sig og geisp- aði. í raun og veru líktist hann stórum, sifjuð- um hundi. Úlfarnir voru ennþá feitir og latir eftir alt sauðnautaátið þá um haustið, og voru þarna að viðra sig eins og bezt þeir gátu í skjóli stórgrýtisins í urðinni. Þegar Aníta sá að úlfarnir bjuggust ekki til árásar gekk hún tvö spor í áttina til þeirra. “Snáfið þið í burtu!” hrópaði hún til þeirra. En þetta boð hafði óvænt áhrif. Áhrifin voru svo mikil að hárið reis á höfði hennar! Á svipstundu reis úlfur upp undan hverjum steini í urðinni. Tíu úlfar, tuttugu, þrjátíu. Öll urðin moraði af grábrúnum skrokkum! Aníta stóð stirðnuð upp af skelfingu. Hún hafði gjarnan viljað flýja þennan hræðilega úlfasæg, en hún mátti sig hvergi hræra. Og auk þess hafði hún einhvemtíma heyrt, að versta sem hún gæti gert, þegar svona stæði á, væri að sýna á sér ótta. Stór úlfur, sem kom fram undan einu bjarg- inu var ekki nema þrjátíu skref frá henni, og rólaði hann sig niður hallann til að fjarlægjast hana ennþá meira, og flestir hinna fóru að dæmi hans. Enginn einasti þeirra fitjaði upp á trýnið. Það var eins og allir þeirra væru að furða sig á því hvaða fyrirbrigði þetta væri — og auk þess voru þeir hálf hræddir við hana. Þegar Aníta sá það óx henni kjarkur. Þetta var næstum óskiljanlegt — alein í stórgrýtisurð með fimtíu úlfa í kringum sig, og ekki í neinni hættu! En hún varð að trúa sínum eigin augum. Hefðu þessir úlfar verið fimtíu hálfviltir sleða- hundar, sem þeir höfðu þarna norður frá, mundi hættan hafa verið ólíkt meiri, þá hefði líf henn- ar ekki verið mikils virði. Henni datt alt í einu í hug, að þetta hlyti að vera úlfahópurinn, sem Jim var að leita að. Hann hlaut að hafa mist af slóð þeirra — og nú hafði hún fundið þá. En Aníta var ófús að skjóta á þá, þótt hér hefði verið von um að fá tvö þúsund dala virði af úlfaskinnum, enda voru þeir nú komnir úr skotfæri. 1 stað þess stóð hún um hríð og horfði á þá. Fimm úlfanna voru alveg hvítgulir á lit, og höfðu bara gráa rönd ofan eftir öðru lærinu. Þeir voru miklu stærri en hinir, næstum eins stórir og ársgamall sauðnautakálfur. Aníta vissi ekki að þama sá hún sýnishom af hinum stóra Dease sundsúlfi, hinum stórvaxna heimskautsúlfi, sem heldur sig í kringum segulskautssvæðið. Nú skiftist hópurinn í marga minni hópa. 1 hverjum flokk var einn stór úlfur og fylgdu honum minni úif- ar. Þetta var víst úlfamóðurin með ársgömul böm sín, sem ennþá héldu hópinn. Er hún stóð þarna heyrði hún riffilskot langt í burtu. Það var langt í burtu í suðaustri. Úlfarnir virtust hafa heyrt það, því að þeir sneru sér við og hlustuðu. Stuttu síðar heyrðist annað skot. Aníta hélt niðri í sér andanum og hlustaði — það var auðheyrt að það kom frá mýrardragi, sem lá marga kílómetra inn í land- ið. Og þetta var riffillinn hans Jims, sem hún hafði heyrt í, svo að hann hafði þá líka hitt úlfana. Einni mínútu síðar gullu við tvö skot, og Aníta fölnaði upp er hún heyrði þetta. Þetta var ekki riffill Jims. “Jim!” hrópaði Aníta utan við sig af skelf- ingu. Nú höfðu Boileau sveinarnir komið hon- um í sjalfheldu! Jim hafði séð þá fyrst og skotið á þá, en svo höfðu þeir skotið allir saman á hann í einu — og síðan hafði hún ekki heyrt hvella hljóðið í rifflinum hans, en það þekti hún vel. Hið lamandi dáðleysi, sem hafði gagntekið hana hvarf nú með öllu. Hún laut niður og at- hugaði hvert snjóskórnir væru festir sem skyldi, lagði byssuna yfir herðarnar og lagði svo af stað í áttina, sem skotin höfðu komið úr. Hún gleymdi alveg úlfunum, sem hörfuðu frá henni þar, sem hún hljóp niður brekkuna. Aníta hugsaði ekki framar um hættu fyrir sjálfa sig, myrkrið gat dottið á hvenær sem vera skyldi á meðan hún var úti á sléttunni og auk þess gátu þeir skotið hana. Hún hugsaði aðenis um að komast til Jim. Hún fylgdi mýrardraginu ofan eftir, og tíu eða tólf úlfar, sem voru forvitnari en hinir, þefuðu af sporunum hennar, og lögðu svo af stað á eftir henni í hæfilegri fjarlægð. ★ ★ ★ Jim hafði ráfað um mýrardragið alt fram til miðdegis, án þess að hafa séð spor eftir hinn stóra úlfaflokk, sem hann vissi að var vanur að halda sig þar. Svo lagði hann leið sína til Dauða skógar til að lítat eftir refagildrum, sem hann hafði þar. Hann gekk ugglaus án þess að gruna, að hann var sjálfur að ganga í gildruna. Hann hafði ætíð álitið að Boileau, ásamt óvin- um sínum, mundi gera fyrirsátina í þykkara skógi, sem var eins of fimtán kílómetra lengra í burtu suðaustur þaðan. Honum féll illa í Dauðaskógi. Það var ó- heimlegur staður, alsettur risavöxnum trjám, öllum dauðum, og sennilega voru þúsundir ára liðin síðan vindurinn hafði niðað þar í grænum krónum trjánna. Skógurinn var næstum stein- runninn. Héma hafði mammútdýrið nuggað rananum upp við eikurnar, og úruxinn leitað skuggans á heitum sumardögum. En snögg breyting loftslagsins hafði svo drepið allan gróður í dalnum — ekkert varð eftir af gróðrin- um nema trén, sem með tíð og tíma urðu hörð eins og bein. Aldir komu og fóru en eikurnar steinrunnu lyftu nöktum örmunum móti himni í þrássi við tímans tönn. Minstu greinamar vom farnar, en annars var alt óbreytt. Stofnarnir voru svartir og svo harðir, að engin öxi stóð á þeim, þarna var enginn undirskógur og engir fuglar vom þar á sumrin, aðeins hérar. Allur staðurinn var sem dauður. Skyndilega hafði úlfur stokkið upp úr snjóskafli. Jim greip riffilinn af öxlinni og skaut á hann. En birtan þama inni var slæm, svo að hann hitti ekki, ög úlfurinn þaut eins og kólfi væri skotið inn í skóginn beint í áttina að fyrstu tóugildmnni. Rétt hjá stórum steinum em vom hjá læk einum, stansaði úlfurinn eins og hann væri steinrunninn. Hann stansaði svo snögt, að hann rann eftir snjónum. Svo hringsneri hann og kom þjótandi beint á móti Jim. Hann skaut aftur, og í þetta sinn hitti hann úlfinn, sem féll steindauður niður. Jim dró út hin tvö tómu skothylki og horfði íhugunarfullur á úlfinn, sem hafði snúið svona við. Eitthvað hafði.hrætt hann. Hann hafði auðsæilega óttast eitthvað sem var á bak við stórgrýtið. En Jim hvorki heyrði neitt né sá. Samt sem áður hélt hann, að bezt væri að fara var- lega, og hafa sig undan í tíma, eitthvað hlaut að vera þarna. Hann varð að ganga á svig og sjá hvort hann sæi mannaför. Jim sneri við en það var um seinan. Frá steinunum komu tvö skot. Kúla þaut framhjá hálsi hans en hin hitti hann í lærið þar sem það er gildast, svo að hann féll á hnén. Honum fanst eins og hann vera lagður með glóandi járni. Jim lét riffilinn falla og greip í næsta tréð, en fjórir eða fimm rifflar s^ýttu blýinu alt í kring um hann. Ein kúlan rispaði vanga hans og reif skinnjaðarinn af hettunni hans, og önnur fór syngjandi framhjá eyra hans, hitti tréð og féll til jarðar. Þrátt fyrir kvalimar varpaði Jim sér flöt- um í snjóinn og það bjargaði lífi hans. Öll skot- in fóru yfir hann. Hefði hann staðið uppréttur eða bara legið á hnjánum, hefðu hálf tylft kúlna hitt hann. Skothríðin hætti. Óvinir hans héldu víst, að þeir hefðu drepið hann. Með miklum erfiðis- munum drógst Jim á bak við tréð, rétti svo gætilega út hendina og náði í riffilinn, en hreyf- ingin vakti nýja skothríð frá óvinunum, en ekkert skotið hitti. Tréð skýldi honum vel go þegar hann hafði grafið sig ofan í snjóinn var hann vel hulinn. Nú varð dauðaþögn. Jim lá þar og var albúinn að skjóta, og starði að björgunum. Hann sveið dálítið í vang- ann þar sem kúlan hefði flegið af skinnið, en hann verkjaði hræðilega í lærið. Kvalimar voru svo sárar, að kaldur svitinn draup af enni hans, og honum lá við yfirliði, auk þess mæddi hann blóðrás. Hann fann hvernig blóðið streymdi úr sárinu. En alt var hljótt hjá steinunum — í fimm — sjö — tíu mínútur lá Jim og beið árangurs- laust. Annars hugðist hann vita hvaða ráð þeir hefðu með höndum. Þeir ætluðu að umkringja hann í kyrþey, og komast að baki honum. Tréð hlífði honum bara á einn veg, annars var hann alveg berskjaldaður. Hann lyfti höfðinu og litaðist um. Tuttugu skref til vinstri stóðu þrír stórir stofnar í þyrp- ingu. Kæmist hann þangað gat hann setið eins og í víggirtri borg. Þar vom bara þrjár mjóar dyr. En hann vissi ekki hvort hann gæti komist þangað — alt bygðist á því, hvort hann gæti stigið í fótinn. Hann hafði samt ekkert annað úrræði og herti upp hugann að leita þessa skjóls. Hann stökk af stað. Það kom fjandmönn- um hans algerlega á óvart og hann hafði komist hálfa leið þegar þeir áttuðu sig á hvað hann var að gera. Fáeinar kúlur flugu framhjá hon- um, lentu í snjónum eða hittu glerharða stofn- ana, en skygnið var ilt. Jim smaug inn á milli stofnanna án þess að særast. Hann notaði aðra þrúguna fyrir skóflu og gróf sig þarna niður í fönnina, og hafði nú allgott vígi. En hann var í gildru og vissi, þótt vígið væri gott, að Cæsar Boileau og hinir ættu alls kostar við hann að lokum. Hann var fangi þarna, afllaus gegn sex vopnuðum mönnum. Auk þess var hann særður og blæddi hræðilega, og hafði aðeins svolítinn matarbita með sér, og ekkert til að skýla sér við næturkuldanum. En hann óttaðist mest að sér mundi blæða út, þar sem hann lá tilbúinn að skjóta á óvinina, ef þeir gæfu færi á sér. Vinstri skálmin var rennblaut af blóði, sem seig niður í stígvélið hans. Kraftar hans fjömðu út, hægt og hægt. Tvisvar sinnum næstu tíu mínúturnar sá hann skugga hreyfast í skóginum en hann misti. Nú sá hann að hann yrði að stöðva blóðrásina. Hann spretti upp buxnaskálminni og rannsak- aði sárið. Sárið eftir kúluna þar sem hún hafði farið inn, blæddi næstum ekkert, en hinu meg- in, þar sem kúlan hafði farið út, hafði hún rifið holdið á eins stómm blett og fimtíu senta pen- ingur er, og þar blæddi mjög. Höfðu þorpar- arnir notað kúlur, sem sprengja út sárið. Hann tók vasaklútinn og reimina úr öðrum snjóskónum sínum og batt um sárið og herti að eins vel og hann gat. Nú minkaði blóðrásin all mikið. Hann herti meira á bandinu og þrýsti snjó að sárinu, og þá hætti að blæða að mestu leyti. Hann hélt fætinum hreyfingarlausum og viðhafði þessa köldu “bakstra”, og eftir hálfan tíma hafði hann í raun og vem fryst sárið og gert það tilfinningalaust, svo að hann gat nú tekið af hið þrönga band, sem var mjög hættu- legt. Þetta var ekki gott, en um það hirti hann ekki, aðal hugsun hans var að stöðva blóðrás- ina. Nú var sólin gengin undir og norðurljósin tóku að blossa yfir öræfunum og Dauðiskógur fyltist af óraunvemlegum skuggum. Jim heyrði úlfana hefja nætursamsöng sinn, og á milli dauðu trjánna, svifu uglur og hvítemir á þögul- um vængjum á héraveiðum sínum. Jim fór að hugsa um Anítu, sem sat heima og beið hans. Cæsar Boileau og félagar hans mundu sennilega ekki gera henni mein, og hún hafði hús og fæði í margar vikur, þangað til Niels Conrad kæmi eftir henni. En að búa vik- um saman þar í eyðimörkinni og vita af honum dauðum — það mundi verða skelfileg æfi fyrir hana. Nú sá Jim eitthvað hreyfast, en í stað þess að skjóta beið hann með byssuna í sigti og hafði vakandi auga á manninum. Hann hreyfði sig á ný. Þettat var einn félaga Cæsars Boileau, sem var að læðast að honum til að komast í færi við hann. Jim skaut og maðurinn hneig til jarðar hittur á milli augnanna. Leiftrið af skotinu vakti nýja skothríð frá björgunum og á öðrum stöðum úr skóginum. Ennþá lágu þrír þeirra á bak við steinana, en tveir höfðu læðst til að varna honum að komast út á sléttuna. Hinn sjötti var nú dauður. — Glampinn af skotunum freistaði Jims að reyna að svara þeim en færið var of langt. En nú heyrði hann nýjan riffil blandast í skothríðina. Einhverstaðar á bak við kynblend- ingana, sem voru að læðast að honum, skaut einhver tveimur skotum með stuttu millibili. Jim sá rauðar eldtungurnar smjúga í gegn um myrkur heimskautanæturinnar, og virtist hon- um sem skotin væru send í hóp fjandmanna hans, en ekki honum. “Hver í-----?” Undrandi lyfti hann höfð- inu og horfði í áttina, sem skotin komu úr. Nú komu tvö skot til. Einn kynblendinganna rak upp hræðilegt öskur. Hann hlaut að vera hel- særður. Nú stóð Jim upp. Þetta vflr samherji, sem var að skjóta þarna. Einhver hafði komið. Hafið skilið hvernig ástóð og hafði gengið í lið með honum. En honum fanst hann samt þekkja hljóðið í rifflinum — það var líkt rifflinum hennar Anítu---------- Hinir kynblendingarnir sneru sér strax og tæmdu byssurnar í áttina til hins nýja bardaga- manns. Augnabliki síðar heyrði Jim einhvern veina. Það var kvenmaður — það var Aníta! “Jim! Jim! Eg er særð! Jim!” Það var eins og eitthvað springi innan í Jim. Aníta var þarna úti og þeir voru að skjóta á hana! Hann gleymdi særða fætinum, og því að hann lagði sig í lífsættu, og þaut í tryltu æði úr vígi sínu, knúður af þeim ásetningi að bjarga Anítu og drepa þann, sem hafði sært hana. Kynblendingurinn, sem eftir var snerist gegn Jim og skaut á hann þremur skotum. Eitt þeirra hitti handlegg hans að innanverðu fyrir neðan olnbogann, en það stöðvaði ekki ferðina á Jim. Áður en maðurinn gat hlaðið á ný hafði Jim ráðist á hann eins og snjóflóð. Hann sveifl- aði rifflinum yfir höfði sér og skaftið féll með feikna afli niður á höfuð mannsins og braut haus hans eins og hefði hann verið eggjaskum. Jim fann Anítu þar, sem hún hallaðist upp að tré einu. Hún reyndi að rísa upp þegar hún sá hann og breiða faðminn á móti honum. Hann faðmaði hana að sér og studdi hana. “Jim — eg hélt að þeir mundu drepa þig”, sagði hún grátandi og þrýsti sér að honum. — Hann sá að hún var særð í hægri öxlina, en þorði ekki að stansa þarna lengur. “Við verðum að reyna að komast héðan, út á opna sléttuna, þar er okkur frekar óhætt!” hvíslaði hann og greip riffilinn hennar og lyfti henni upp. Hann verkjaði hræðilega í fótinn, sem ætlaði að svíkja við.hvert spor. Jim lokaði augunum af kvölum og hélt áfram þangað til hann var kominn langt úr skotmáli frá Dauða- skógi. Loks staðnæmdist hann og lét Anítu gæti- lega liður. Hann laut yfir hana og spurði hana hvar hún væri særð og hvort það væri alvarlegt. “Þeir hittu mig hérna. Eg fór næstum um koll!” sagði hún og benti á hægri öxlina. “En hvernig í ósköpunum fórst þú að því að komast á þessar slóðir?” “Eg heyrði skotin og vissi að þeir höfðu ráðist á þig, og — svo — mátti eg til að koma. Eg læddist að þeim og reyndi að hjálpa þér — en eg var svo hrædd og gat ekki mikið — nema að skaða sjálfa mig.” “Gast ekki mikið? Þú gerðir einn náung- ann óvígann svo að þar varð op fyrir mig að komast í gegn um. Þú bjargaðir lífi mínu, Aníta! Eg var í heljargreipum þegar þú komst.” Nú leit Aníta á hann. En hvað andlit hans var fölt og tekið. “En Jim, þú ert sjálfur særður?” “Ó, eg kemst sjálfsagt heim. Heldurðu að þú getir gengið? Fóturinn á mér er svo særður að eg get líklega ekki borið þig. Það er bezt að við förum strax. Tjaldið er bezt fyrir okkur.” Þau risu á fætur og litu til baka á hinn ömurlega Dauðaskóg. Svo lögðu þau upp í hina löngu og ömurlegu ferð heim að tjaldinu. 11. Kapítuli. Aníta var að reyna að baka á litlu gassuðu- vélinni er hún heyrði einhvern undarlegan há- vaða úti fyrir. Það líktist helzt hávaða í flug- vél. Hún hætti starfi sínu til að hlusta, en þegar hún heyrði ekkert frekara hélt hún áfram verki sínu. Fyrir einni stund síðan hafði Jim farið af stað til að vitja um gildrurnar. Hann gat ekki hafa farið langt ennþá og þoldi ekki lengri úti- vist en þrjár til fjórar stundir á dag, því að fót- urinn var ennþá veikur. Auk þess var dagurinn nú sem styztur, og var það önnur ástæða til, að hann gat ekki farið langt. Sólin var nú alveg horfin. Þegar heiðskírt var veður, mátti sjá niður við sjóndeildarhringinn dálítinn geisla- boga, sem gaf til kynna hvar sólin var, en sjálf sást hún aldrei. Þetta sífelda myrkur úti í óbygðunum var samt ekki eins svart og næturnar suðurfrá. — Stjörnurnar og hin dansandi norðurljós lýstu svo upp, að greina mátti mann í hundrað skrefa fjarlægð. En þegar byljirnir hömuðust yfir öræfin, svo alt varð að einu moldviðri, þá varð þarna eins dimt og í Ragnarökkri, og slíkir byljir gátu varað dögum saman. Eftir bardagan í Dauðaskógi efaði Aníta ekki að hún hefði unnið ást Jims til fullnustu. Hann var ekki aðeins vinur hennar heldur elsk- aði hann hana af heilum huga. Fyrstu vikurnar eftir að þau giftust hafði hann hirt fremur lítið um hana, en bráðlega. hafði þetta breyst af ein- hverjum ástæðum. Hann hafði skift skapi smám saman án þess, að þau veittu því verulega eftirtekt. Aníta hafði tekið eftir þessu að sumu leyti þegar þau voru við Bjarnaána, en ennþá frekar þó um haustið við Moskusvötnin. Það var líkast því er ísinn leysir í fyrstu vorhlýind- unum, og er hún sá hvernig ást hans óx dag frá degi, varð hún eins og ölvuð af hamingju. Aníta hafði aldrei grunað, að ástin gæti komið svona smám saman — hún hafði ætíð álitið að hún birtist eins og bráðaleysing, sem alt verður að lúta. En oft varð henni hugsað til fortíðar hans, og einnig til þess hvemig Beverly Gil- mour hafði reynt að veiða hana, og einnig um hinn undarlega svip, sem kom á David West- lake þegar hún mintist á það við hann — svo ekki væri nú minst á þögn Jims um þessi atriði. Alt þetta fylti hana ótta. Það leit helzt út fyrir, að Jim væri einn þeirra, sem flúið hefðu til Norðurlandsins til að fela sig fyrir lögunum. En nú kom þetta einkennilega hljóð á ný, og aftur heyrðist Anítu, að þetta hlyti að vera flugvél. Hún lagði sjóðheitar kökurnar sínartil hliðar, og fór til og lauk upp tjaldsdyrunum, til að sjá hvað þetta væri. Já, það var enginn vafi á, að hún heyrði til flugvélar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.