Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 1
We recommend for your approval our "BUTTER-NUT Loaf // CANADA BREAD CO. LTD. Winmpeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 24. APRJL 1946 NÚMER 30. GLEÐILEG' r SUMAR!- -ís lendingar GIFTING — Arinbjörn Bardal áttræður — Hálf tírsg<S\tr 22. apríl 1946 Mr. og Mrs. Pétur J. Pétursson Laugardaginn 20. apríl, fór fram giftingarathöfn í Fyrstu Sambandskirkjunni í Winnipeg, er séra Philip M. Pétursson gaf saman í hjónaband, Pétur Jónas Pétursson og Marian Joan Sanderson. Brúðguminn er sonur séra Rögnvaldar heitins Péturssonar og Hólmfríðar Kristjánsson, konu hans, og brúð- urin er dóttir Russell Allen Sanderson og Lillian Austmann dóttur Snjólfs heitins Austmanns. Brúðhjónin voru aðstoðuð af Walter Vatnsdal, Miss Margréti Pétursson, systir brúðgum- ans, og Miss Kathleen Bellingham. Svaramaður brúðarinnar var Mr. M. V. Bain. Mrs. Elma Gíslason söng “I’ll Walk Beside You” og Gunn- ar Erlendsson aðstoðaði við hljóðfærið. Glen Harrison, Harvey Mitchell og Gordon Dalton leiddu til sætis. Giftingarveizla fór fram í Gold Room, í Royal Alexandra Hotel, og komu þar saman vinir og ættmenni beggja brúð- hjónanna. Þau lögðu af stað í brúðkaupsferð til Minneapolis. Framtíðar heimili þeirra verður í Winnipeg. P. UPPTÍNINGUR Eg vildi gera góða vísu í dag, en get það ekki, því er ver og miður, því Bragatúnið alt er eins og flag, þar engum gróðri veitist stundar friður. í fagra sveiga engin blóm eg á er allir þakka heiðurs tímabilið. Eg tíni í flýti fáein sinustrá en finn þú ættir miklu betra skilið. Þó sumir ættu fyllri forðabúr, oft fremstur stóðstu til að líkna og bjarga. Og þú varst öllum þínum málum trúr, en það er ekki hægt að segja um marga. í gegn um öll þín mörgu manndóms ár þú mundir það, sem flestir aðrir gleyma: Af öllu hjarta að hlægja — og fella tár —: í huga sínum barnsins sál að geyma. Það skeði oft, ef einhver sorgabörn í auðnuleysi vildu ei huggast láta, þá fanst þeim hvíslað: “Fyndu hann Arinbjöm: hann finnur til með öllum þeim, sem gráta. Þinn förunautur lagði ráð og lið, þér léði beztu hjartans bænir sínar; í blíðu og stríðu stóð þér æ við hlið og stráði ljósi á allar götur þínar. Sig. JÚI. Jóhannesson fjöllunum. Morguninn eftir stór-1 Það er máske engin tilviljun hríðina komust menn ekki út úr I að Gunnlaugur valdi hér heim- Halldóra og Gunnlaugur Gíslason Eg tek mér það bessaleyfi að birta hér mynd af þeim merkis- hjónum Gunnlaugi og Halldóm Gíslason, fyrmm landnemum í Pembina, Dakota, nú nálægt Wynyard, Sask., vegna þeirra frábæm gestrisni samfara ís- lenzku trygglyndi og ráðvendni. — Óteljandi vinir munu lengi minnast þeirra mörgu gleði- stunda á “Hólnum” hjá Gunn- laugi og Halldóm. Eg minnist þess sem gamall maður sagði eitt sinn við mig: “Allar raunir lífs- ins hverfa þegar Halldóra hlær.” Hin ástæðan er sú, að þessi upptíningur, sem hér fer á eftir, er að mestu leiti eftir þeirra sögusögn, sem er um — DAKOTA FLÓÐIÐ 1897 Veturinn 1896 var sá lang mesti snjóa vetur í sögu Dakota. “Þakkarhátíðarbylurinn”, sem íslenzkir landnemar lengi mint- ust, sem stórkostlegustu stór- hríðar og manndrápsbyls, sem sögur fara af, “þegar alt fenti í kaf.” Vilhjálmur Stefánsson getur um þetta mannskaða veður í bók sinni, “Hunters of the Great North”, sem þess “versta á norð- urhveli jarðar”. Hann heyrði getið um “tuttugu eða þrjátíu sorgleg slys sem bylurinn hafði valdið í Dakota. Sumir bænd- urnir höfðu lagt á stað til pen- ingshúsa sinna, höfðu aldrei fundið þau og frosið í hel. Aðrir fundu húsin og höfðust þar við þangað til veðrinu slotaði. Enn aðrir fundu peningshúsin, gáfu skepnunum og fómst svo á heim- leiðinni. Sögur vom líka um veikbygða bæjarhjalla, sem fok- ið höfðu í bylnum, svo að fólkið sat eftir í kófinu eða fórst í rústunum.” Ekkert af húsum Gunnlaugs fauk í veðrinu, en fjósið fenti í kaf. Þegar veðrinu slotaði varð Gunnlaugur að grafa sig út úr húsdyrunum. Hann varð einnig að grafa 24 feta langan gang þar til hann komst inn að fjósdyr- unum. Síðan refti hann yfir þar sem þynst var og byrgði heyi og snjó, tók hurðina af fjósinu og setti fyrir rangalann, og þetta stóð óhaggað til vors. Svipað þessu gerðist meðal annara landnema á þessum slóð- um, t. d. minnist Halldóra þess, að synir nágranna þeirra — húsinu nema út um loftsglugg ann. En þegar til fjóssins kom, urðu þeir að rífa gat á þakið, svo skepnurnar köfnuðu ekki. Þessi snjóa vetur var orsök flóðsins í Pembina. Það fór að taka upp snjóinn í apríl, en mikið fyr sunnar í ríkj- unum. Árnar Pembina og Rauð- á, sem mætast við Pembina-bæ- inn, hækkuðu óðum vegna stífla norður í Manitoba, sem löngu seinna leystust úr klakaböndum. Fólk úr Pembina bænum fór að flytja burtu til ættingja og vina út á landsbygðinni, sem hærra var sett, aðrir fluttu svo sem mílu út úr bænum í gamalt her- manna vígi, þar var mikið hús- rúm — því hermennirnri höfðu flutt þaðan árið áður — þó ekki nærri nóg fyrir alla bæjarbúa, svo margir sátu eftir. Vatnið smá hækkaði, þar til smærri hús- in fóru á flot og voru menn að reyna ða binda þau við girðingar og tré, en stærri húsin stóðu í vatni upp á miðja glugga og fólkið flutti upp á loftin og þeir sem voru svo hepnir að hafa báta, bundu þá við loftsglugg- ann. — Meðal sveitunga minna hér, segist Halldóra minnast þeirra góðu hjóna Carls og Krist- ínar Grímson, sem nú búa skamt fyrir sunnan Wynyard — þau áttu þá heima í Pembina og voru ein af þeim sem flúðu upp á loft í húsinu, því vatnið var upp á miðja veggi niðri. • « Á páskadaginn, 18. apríl 1897, gerði afspyrnu rok af suðvestri, ^það jók mikið á vtansflóðið og orsakaði miklar skemdir á bú- pening og byggingum. Tveir menn ætluðu á bát frá víginu til bæjarins, en hröktu af leið austur til Minnesota. Eftir einstæða karlmensku og snar- Jón og Margrét Ólafsson Metúsalems Jónssonar — fóru Iræði að verja bátinn ágjöf og á- til Mountain rétt fyrir hríðina miklu og urðu hríðteptir hjá Sigurjóni Jóhannessyni bónda, sem átti heima á sléttunni neð- an við fyrstu hæðina á Pembina rekstri á tré á leiðinni, náðu þeir loks að stórum heystakk, sem stóð upp úr vatninu, bundu bát- inn við fót sér og létu fyrirber- ast þar um nóttina. ili á háum gilbarmi austan við Wynyard, þar sem þau hjónin hafa búið síðan skömmu eftir aldamót, því svo er þeim minn- isstæður þessi páskadagur á Pembina-sléttunum fyrir 49 ár um síðan. Öskrandi rok og öldugangur vatnsins, þar sem áður voru akr- ar og engi, nærri umkringdu heimili þeirra á alla vegu og Halldóra lá á sæng og fæddi þeim hjónum dóttur! Dagnin eftir lægði veðrið og gerði stillur. Vatnið hafði hækk að mikið. Gunnlaugur varð að komast til Pembnia til að sækja ýmsar nauðsynjar. En hér var úr vöndu að ráða, hann átti eng- an bát, en hann hafði nýlega smíðað sér kassa á sleða, — sem var einnig notaður á vagn. Það var ekki um annað að gera en íóa á kassanum í bæinn. Svo Gunnlaugur fór til verks og telgdi tvær árar og setti þóftur og ræði á kassann og lagði á stað til Pembina við annan mann, 9 mílur! Ferðin gekk seint — en slysa- laust, skútan var fremur treg til gangsins, því þverslárnar undir batninum drógu úr ferðinni, og segir Gunnlaugur það erfiðasta freðalag sem hann hafi farið um æfina, að undanskyldri landaleit til Nýja-lslands nokkru seinna í andi og keyrandi á vögnum og félagi við aðra sem fóru gang- ráku gripi. Svo voru vegleysur og foræði slæmar, að þeir urðu jafnvel að taka vagnana í sund- ur og bera partana yfir ófær- urnar. Og hefir Gunnlaugi ef- laust ekki litist á blikuna, þar sem stórar landspildur láu að nokkru leiti undir vatni, svo það var að fara “úr öskunni í eldinn” og mun það hafa snúið honum vestur á hálendið í Saskatchew- an. Þegar til Pembina kom bundu þeir “bátinn” við búðardyrnar og óðu inn í búðina. Þar var verzlað sem áður, þó allur varn- ingur væri fluttur af gólfi upp í Næstkomandi föstudag verður Jón Ólafsson í Selkirk í Manitoba 95 ára, hálf-tíræður. Hann er fæddur 26. apríl 1851 á Syðri- Steinsmýri í Leiðvallarhrepp í Vestur-Skaftafellssýslu. Til Can- ada kom hann 1884, settist fyrst að í Árnes-bygðinni í Nýja-ls- landi og bjó þar í sex ár. En síð- an 1890 hefir hann átt heima í Selkirk. Eftir að hann kom þangað, vann hann í 15 ár við Robinson’s sögunarmylnuna. — Síðan hjá Northem Fish félag- inu í sex ár, og var formaður, en varð þá fyrir meiðsli á hægri hendi; gat hann ekki eftir það haft sömu vinnu og áður, en vann þó í 10 ár, sem vökumaður þessa sama félags. Jón er enn ern, gengur um úti sem inni, hefir góða sjón og les talsvert en er nokkuð farin að förlast heym. Hann keypti fyrsta blað Heims- kringlu sem út kom og hvert blað síðan og hefir borgað áskriftar- gjald sitt til 30. okt. 1946. Jón er maður vinfastur og vandaður, leysir hvert verk sem honum er falið samvizkusamlega af hendi. Og eftir boðorðinu að breyta svo við aðra, sem menn vilja að breytt sé við sig, hefir enginn maður betur lifað en hann. Kona Jóns er Margrét Þor- bjarnardóttir Ólafssonar frá Vaðmúlastöðum í Austur-Land- eyjum, Rangárvallasýslu. Gift- ust þau 25. maí 1882 og var árið 1938 minst 56 ára giftingaraf- mælis þeirra mjög veglegt af Sel- kirk-lslendingum. Þau eiga 3 sonu, Guðmund, Ólaf, Jóhann. Vinir hinna öldruðu hjóna óska Jóni nú til hamingju á níu- tíu og fimm ára afmælinu og árna hjónunum alls góðs í bráð og lengd. Myndirnar sem hér birtast, voru teknar í samsætinu, sem þeim var haldið 1938 og að ofan getur. hyllur og búðarborð, og búðar- menn, sem aðrir, stæðu í vatni upp undir kné! Svo var “báturinn” þéttur að Gunnlaugur minnist þess ekki að þeir þyrftu að ausa á leiðinni. Þeir sem séð hafa handbragð Gunnlaugs á öllu sem hann smíð- ar geta vel trúað því. Hann er annálaður fyrir vand- virkni á tré og hefir mestu unun af vel gerðum hlutum, og á einkennilegt safn af ýmsu hag • leikssmíði. Eins og nærri má geta, olli flóðið afar miklum skemdum á bændabýlum og búpening, alt sem flotið gat barst með straum- unum, dautt og lifandi, kindur og kálfar, svín og hænsni. Sumt bjargaðist á flekum og rekaldi, en mikið fórst í flóðinu. Þetta landflæði hafði líka sína skoplegu hlið, eg vil aðeins geta örfárra. Tveir svínshvolpar sátu á hækjum sér á borðfleka og virtust njóta líðandi siglingar fram hjá einstöku húsa og trjáa sem stóðu upp úr vatninu. Einn hani sagði til sín, sem hafði kom- ist á hurðarfleka með sex hæn- ur og galaði í sífellu og kisa með tvo ketlinga hélt til uppi í háu tré, þar til henni varð bjargað. Á einum stað rak á land vatns- trog sem notað var til að brynna gripum, hálffult af vatni, en börmunum alt í kring, sat þétt fylking af hænsnum, sem hopp- uðu á land með gleðilátum, þeg- ar “báturinn” tók niðri. Svo endaði sá eftirminnanlegi vetur á Pembina sléttunum fyrir nærri 50 árum síðan. A. S. tJR ÖLLUM ÁTTUM Einn af fremstu þjóðmegunar- fræðingum Breta, John Maynard Keynes lávarður, lézt s. 1. sunnu- dag. * * * Það þykir nú víst, að allar ayggingar í Winnipeg verði stöðvaðar, aðrar en íveruhús, jafnvel þó leyfi hafi áður verið veitt til þeirra. Þetta er gert til að spara efni svo meira verði til af því til íveruhúsagerðar. * ★ k Bæjarráðsmennirnir í Winni- peg hafa samþykt að hækka kaup sitt, borgarstjórans úr $5000 í $8000 og bæjarráðs- manna úr $1200 í $1800. “Save the Children Tea” Salan sem haldin var fyrir ofangreint fyrirtæki, í T. Eaton Assembly Hall, 18. apríl, s. 1. var í alla staði mjög happasæl. Eins og kunnugt er var hún undir umsjón Islendinga og Skandi- nava hér, og voru aðal umsjón- arkonur Mrs. A. S. Bardal og Mrs. C. E. Hoffsten. Mikill fjöldi af fólki sótti söl- una og lagði ríflega í líknarsjóð- inn; alt starfsfólkið vann ötul- og í bezta bróðerni til þess að árangurinn yrði mikill og góður; enda varð hann það fram úr öll- um vonum. Nefndin tilkynnir hérmeð að ágóði varð, eftir að öll útgjöld voru greidd, $558.64; og vill hún þakka alúðlega öllum þeim sem svo drengilega veittu styrk þessu góða málefni. Fyrir hönd nefndarinnar, Hólmfríður Danielson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.