Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 3
WINNIFEG, 1. MAÍ 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA RAUÐA HÆTTAN Fyrir nokkrum mánuðum síð- an var okkur sagt að stríðið mikla væri á enda og nú ætti að setja upp alþjóðaráð til að tryggja friðinn í framtíðinni og gera mannkyninu kleift að sjá sér farborða að einhverju leyti. En nú þegar er svo komið að ýms stórmenni, svo sem Churchill, Byrnes og Drew, eru farin að egna til nýrra hamfara, sem yrðu að sjálfsögðu miklu ægilegri en nokkru sinni fyr; því nú er atom- sprengjan komin til og máske margt annað álíka áhrifaríkt til dráps og eyðileggingar. Og nú á óvinurinn að vera Sovétríkin sjálf og allur sá aragrúi manna sem þeim er hlyntur meðal ann- ara þjóða. Og geta þeir, sem nokkuð skilja, rent grun í hvað til þess þyrfti. Aðal átyllan fyrir áróðri þess- um er sú að Rússar hafi eitt sinn ákveðið að draga her sinn ein- hvern sérstakan dag út úr Azer- baijan, en svo nefnist hérað það er bolsévikar í öndverðu skiluðu Persum, með þeim skilyrðum að öðrum þjóðum yrði ekki gefin þar nein sérréttindi, er hættuleg gætu orðið í framtíð fyrir Sovét- ríkin. En eftir því sem blöðin segja hafa Bretar, nú fyrir skemstu, fengið loforð um ásjá í sambandi við olíuframleiðslu þar, og mun það vera sá agnnúi sem mest á leikur. Annað, sem kemur til mála er það, að héraðs- búar hafa efnt til slita að ein- hverju leyti við miðstjórnina, sem er léns- eða fasista-^stjórn, og eru Rússar eðlilega vinveittir þeim í því ráðslagi. Þeir hafa varnað her miðstjórnarinnar frá því að brytja niður fólkið í þeim landspartinum. Stjórnin í Persíu, eða íran, er áþekk þeirri, sem var í Póllandi í stríðsbyrjun og flúði á náðir vinanna í London, og hygst með þeirra hjálp að ná sér niðri aftur. Undir ráðsmensku hennar réðu fáeinir auðmenn yfir öHu land- inu, en alþýðan var ömurleg og alslaus þrælastétt. Og með þannig ástand fyrir augum er ekkert líklegra en það, að Rúss- ar vilji greiða fyrir fólkinu í sinni frelsisbaráttu, en þó því aðeins að það ekki leiði til meiri þjáninga annars staðar. Þeir þekkja Churchill og skoðana- vini hans ofan í kjölinn; því þrátt fyrir framkomu þeirra á stríðs- árunum, er innrætið nákvæm- lega það sama og var 1919. Stétt- arkendin er þar öllu yfirsterkari. Annað, sem Rússum er brugð- ið um, er það, að þeir hafi eyði- lagt og jafnvel flutt af landi burt vopnaverksmiðjur þær og vopn sem Japanir höfðu í Mansjúríu, og líka tefji þar lengur en til stóð. Hvað sem satt kann að vera -í því (því ekki er hyggilegt að treysta á hvað blöðin segja), finst mér það fremur lítil ástæða til illinda. Fólkið þar hefði lítið með þesskonar góz að gera úr því að stríðið á að vera búið — eða ætlaði yfirstjórnin kínverska að nota það etithvað meira í sínar þarfir? Og ef svo, gegn hverj- um, úr því Japanir eru úr sög- unni? Ætli Rússar hafi ekki rent grun í það flestum betur’ Og svo er nú komið upp eftir allan vaðalinn að allar ákærurn- ar hafi verið uppspuni frá rótum. Og loks kváðu Rússar vera farnir að forvitnast um eitt og annað sem er að gerast í um- heiminum, jafnvel í Canada. — Meðal annars er gefið í skyn að þeir hafi viljað fá að vita eitt- hvað um “radar” (sem þeir þó hafa sjálfir notað svo árum skift- ir) og fleira. Allar njósnir á laun mega lík- lega með réttu teljast til hins ó- heiðarlega; en með því að allar meiriháttar þjóðir hafa viðhaft þá aðferð frá ómunatíð, er hver um sig jafnsek annari — eða vilja hinar þjóðirnar láta fólkið nú ímynda sér að þær séu hættar þeim óknyttum? Eg spyr. Og eg spyr að nokkru leyti vegna þess, að nýútgefin skýrsla hjá Bretum getur um að hundrað og fimtán miljón dollurum hafi verið varið til þesskonar starfs árið sem'leið. En þetta minnir á frétt, sem barst okkur fólkinu í síðustu Heimskr. Þar segir að S. G. Thorvaldson hafi vakið máls á því í Manitoba þinginu að bezt væri að brennimerkja alla kom- múnista í Canada með því að taka þrykkmyndir af fingurgóm- um þeirra. Eg er ekkert á móti því, en vildi bæta við að öðrum pólitískum flokkum væri gert jafnt undir höfði, og sérstaklega fasistunum, hversu margir lög- menn sem við það skráðust. Annað, sem kemur í huga minn, er það, að Islendingar séu lengi búnir að kvarta sáran yfir útlendum her í landi sínu, og það með nokkurri sanngirni af því að lofað var í upphafi að taka hann burt strax í stríðslok. Svo hefir frézt að Bretar hafi enn mikinn her á Grikklandi, þó alþýðan kvarti og fjöldi stjórn- ar-aðilja hafi sagt af sér í mót- mælaskyni. Og enn eru Bretar í Indónesíu að búa í haginn fyrir Hollendinga, með aðstoð ráðs- mannanna í Ottawa. Og fleiri hliðstæð dæmi mætti tilnefna. Með alt þetta fyrir augum er ekki fremur undarlegt að höfuð - sökin skuli öll verá hjá Rússum? Eg veit ekki um allar ástæður þessum málum viðvíkjandi, og satt að segja hefi eg oft verið smeikur um að Rússar væru að misstíga sig og lenda í ógöngur; en hingað til hefir ávalt sannast, öðrum eigi síður en mér, að þeir hafa valið réttu stefnuna og að því skapi greitt fyrir í heims- málunum. Og eg þykist viss um að eins verði í þessu tilfelli. Þeg- ar aftur rofar til sjá smáþjóðirn- ar, sem skilmast er um, betur en fyr hvor hliðin er sannari vinur í neyð. Og Hoover, sendur af örk- inni í annað sinn til að ginna þær í fylkingar fasistanna með mat og fögrum loforðum, mun veitast kaupin erfiðari en áður, því þá var hin nýja hugsjón að- eins barn í reifum, og óskilgetið í tilbót. En nú er það vaxið til manns, sem ekki þarf lengur að afsaka sinn tilverurétt né hörfa af leið við fyrsta mótblástur. Hin vestrænu veldi dá kraft og hreysti mest allra hluta og sann- færast af því einu að hugfallast. Þess vegna aðeins virðist nú minni hætta þess að til heims- stríðs geti leitt enn á ný. Fyrir hundrað árum síðan sagði Karl Marx að kapitalism- inn myndi taka sína eigin gröf, og er hann vissulega að því nú. Hann ætlar auðvitað öðrum í hana, og er hún því ónauðsyn- lega stór og djúp. Nazistarnir ætluðu sér hið sama, og varð let 'Ui £en4 1/eu £wplei of this Clean, Family Newspaper ' rrrrcTSTTAN SriFNrF. Monito o, $ ,cj Monitor Free from political y ^ - The Christian Science ^ Free from crime and sensational news bias . . . Free from "special interest” control .. . Free to tell you the truth about worid events. Its own world-wide staff of corre- spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you and your family. Each issue filled with unique self-help features to clip and keep. The Chrlstian Science Publlshlnr Seciety One, N’orway Street, Boston 15, Mass. Name.. Street. □ Please send sarnþle copies of Tfoe Cbristian Science Monitor. City.. PB-3 .Zone........State. | Please send a one-montb | l .1 rv . . . . I I trial subscription. I close $1 full-mikið ágengt, en Göring kvað nú álíta það ekki hafa borg- að sig. Churchill er þrárri í sinni trú; enda hefir hann Bevin með öll sín pund á bak við sig og treystir líka á hana Ameríku, sem handhægan risa með lítið í kollinum síðan Roosevelt var svo heppinn að falla frá. En skilningsdaufir risar eru oft tví- handa járn, og sérstaklega sé matarlystin öllum hvötum æðri. Græðgi sú er einmitt það, sem nú er að hefna sín svo mjög. Hefðu herrarnir látið plægja nið- ur ofurlítið minna af baðmull og hveiti og drekt færri svínum, kindum og kúm til þess að halda fyrirvinnum sínum við fátækt og undirgefni, þá hefði Hoover haft eitthvað handa milli til kaupskaparins. Nú hafa herr- arnir tæplega nógan mat og föt fyrir sig sjálfa, hvað þá þrælana, og hinn heimski lýður í Evrópu neitar að selja frumburðarrétt sinn fyrir bréfsnepla og prent- svertu, hversu mikið gull sem hann veit dysjað í Kentucky. — af Ara Jónssyni biskups, árið 1542. Fylgdist Þorbjörn vel með því er gerðist, þó lítt væri hann viðriðin deilumál. Mun honum hafa þótt ílt og óverðskuldað, að slíkur maður sem Skúli væri skotspónn annara sökum fátækt- ar. Lánaði Þorbjörn Skúla, vafa- lítið óumbeðinn svo ríflega fjár- hæð, að hann gat losað sig úr jkröggunum og losnaði við það angur, að hafa skuldheimtumenn að staðaldri á hælum sér. Sómamaður þessi, Þorbjörn í Skildingarnesi er ættfaðir margra hinna “gömlu góðu” Reykvíkinga, því að Guðrún dóttir hans giftist Guðmundi |Vigfússyni tukthúsráðsmanni og i sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu. — Og þarf þá ekki framar vitnanna við. Eigi æðraðist Skúli né örvænti þó móti blési. En þungt hefir honum fallið alt þetta. Má sjá ! það af því, að hann skyldi í einu i bréfi sínu, vitna í og telja rétt að virða orð sem Lafrentz amt- maður hafði látið falla einhverju Sem sýnishom af verslunar-á- standinu, má greina frá því, að árið 1768, hafði verslunarfélagið, keypt kornbyrgðir, sem senda átti til Islands. Skoðunarmenn stjórnarinnar, komust að þeirri niðurstöðu, að um 2 þús., tunnur af mjölvöru þessari,' væri ónýt vara, og 200 tunnur að auki svo illa malaðar, að þeir lögðu blátt bann við því að varan væri flutt til Islands. Skeytti félagið því þó ekki, og sendi mjölið samt. Er kaupskipin komu hingað til landsins, skoðuðu sýslumenn varninginn, og leist að vonum ekki á blikuna; hafði mjölið versnað á leiðinni, og var úldið, miglað og maðkað, og töldu þeir með réttu, þennan óþverra hættulegan heilsu og lífi manna. Enda játuðu kaupmenn sjálfir, að þeir vildu ekki einu sinni gefa skepnum sínum þennan ó'pverra en samt reyndu þeir að neyða þessu upp á fólk, við fullu verði. Enginn vafi leikur á því, að hér var um “ásetningssynd” að ræða, hjá kaupmönnum, því að í U HAGBORG n fuel co. H ★ Dial 21 331 No ^.1) 21 331 Hafnarfjarðarkaupmann. Ekki kynokaði Guðmundur sér samt við, að gerast málaflutningsmað- ur verslunarfélagsins síðar. En ef menn fengu keypta nothæfa spítu, urðu þeir þá einnig um leið að kaupa svo og svo mikið af fúaröftum. Vefnaðarvaran sem fékkst, var að mestu leyti fram- leidd í vefsmiðjum “Innrétting- anna”, og lagði Ari forstjóri hina mestu áherslu á, að framleiðslan þar væri sem óvönduðust og óhentugust. En ef viðskiptamenn kvörtuðu undan vörunni, stóð ekki á svari hjá Ara: “þetta er ís- lenzkur iðnaður! Þarna sjáið þið”. Var þannig flest á sömu bókina lært. Honum finst það létt á svanginn og sýnu verra en kaupskapur Esau. —P. B. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FóGETA Eftir S. K. Steindórs Úr Lesb. Mbl. ------ Framh. Til að byrja með voru verslun- arhættir félagsins þolanlegir, en hinsvegar var skeytingarleysið um velferð “Inréttinganna” bein samningssvik. Því að félagið hafði skuldbundið sig til að halda við rekstri þeirra og sjá um að ekkert gengi úr sér. Versnaði alt stórlega, er hingað var sendur sem kaupmaður í Hólminum og umsjónarmaður “Innrétting- anna”, óþokka menni hið mesta, Ari nokkur Guðmundsson; var hann Islendingur þó skömm sé frá að segja, því að framkoma hans öll var hin líðilegasta. Þannig má geta þess, að eitt sinn er Skúli hafði vetursetu í Kaup- mannahöfn, að þá sagði Ari upp öllu því fólki sem vann við verk- smiðjurnar; rak konur heim, en karlmenn sendi hann til sjó- róðra, — og hirti sjálfur hlut þeirra. — Varð Skúli æfur við, er hann spurði þessar aðfarir, og mikið málastapp hlaust af þessu öllu saman. Um síðir tókst verzlunarfélag- inu að bola Skúla algjörlega frá stjórn “Innréttinganna”. Geta menn farið nærri um hvernig þeim muni hafa vegnað undir forsjá Ara Guðmundssonar. Var Skúli að vonum sár og gramur, er svo var komið. “Inn- réttingarnar” voru óskabarn hans. Með þeim ætlaði hann að lyfta þjóðinni á hærra þroska- stig, endurvekja trú hennar á sjálfa sig og skapa henni bjart- ari og betri framtíð; leiða hana til meiri farsældar og menning- ar. — Hafði hann örlátlega fórn- að orku sinni og fjármunum, til að ná því marki. Enda var nú svo komið, að hann var kominn í hinar mestu fjárkröggur. Varð nú þessi gjafmildi og góðviljaði öðlingsmaður, sem jafnan hafði reynt að leysa hvers manns vanda, og greitt hafði götu margra til fremdar og upphefðar að sæta margskonar ákúrum frá mönnum, sem áttu lítilræði eitt hjá honum. Aðrir báru hann þeim sökum, að hann hefði bakað þeim stórtjón og óhöpp. — Var Finnur biskup einn meðal þeirra. Hlaupið undir bagga. Um þessar mundir bjó í Skild- inganesi við Reykjavík Þorbjörn Bjarnason, er kallaður var hinn “auðgi”. Höfðu þeir forfeður hans búið þar í nokkra ættliði. Var Þorbirni höfðingskapur í blóð borinn, enda var hann kyn- borinn maður kominn í beinan karllegg af Þorleifi Pálssyni á Skarði, er tók við lögmannstign sinni endur fyrir löngu: — “All- staðar er ýtt á þann vagninn sem hallast, en þó hvergi eins og á Is- landi”. I Þeir sem fögnuðu mest yfir þessum aðförum og héldu að Skúli væri loksins alveg úr sög- unni fóru alveg viltir vega. — Hann var hin sterka eik, er þoldi J þá storma, sem myndi hafa brot- ið. reyrinn. — Það gerðu þeir sér ekki ljóst. Einnig var Skúli ennþá landfógeti og átti marga áhrifaríka vini, bæði hér á landi, en þó einkum í Kaupmannahöfn. Þar naut Skúli trausts margra hinna beztu manna í íslenzku stjórnardeildinni, er sannfærðir voru um ráðvendni hans, ósér- plægni og ættjarðarást. Þótt j Skúli væri tekinn að reskjast, átti hann enn drjúgan varasjóð af atorku, þreki og stórræðahug. Enda fengu óvinir hans brátt að kenna á því að hann var ekki dauður úr öllum æðum. Enda þótt Finnur biskup reyndist Skúla miður en skildi, var öðru máli að gegna um Hannes biskup son hans. Er áhrifamikið að sjá hve vinátta þeirra var bjargföst og innileg. Einhverju sinni átti Skúli von á Hannesi biskupi í orlofsferð til Viðeyjar. En hann kom ekki á tilsettum tíma, varð Skúli, þessi sívinnandi eljumaður, svo órór og eirðarlaus, að hann gekk um gólf og gat ekkert aðhafst vegna eftirvæntingar. Fer Hannes bisk- up, hinum mestu viðurkenn- ingarorðum um Skúla, en lætur þess þó getið: “Að honum sé ekki lagið að fara lagloga með lítið”. Enda voru þeir Skálholtsfeðgar fé glöggir menn, sem kunnugt er. Barátta Skúla við “Almenna Verslunarfélagið”. Brátt hófst önnur höfðuðor- usta Skúla, vegna verslunarmál- efna Islands. Enda skorti eigi, að “Almena verslunarfélagið” gæfi nægan höggstað á sér, bæði með vörusvikum og niðurníðslu “Inn- réttinganna”, sem félagið hafði þó skuldbundið sig til að skila af sér, í ekki lakara standi, en það tók við þeim í, að 20 árum liðn- um, er einka leyfistími þess var útrunninn. Þá var einnig hin ósæmilega framkoma sumra kaupmanna, við landsfólkið. Er Ara Guðmundssyni kaupmanni í “Hólminum”, þýðingarmesta j J verslunarstað landsins; lýst á þá leið, að hann hafi verið, hroka fullur, uppstökkur og ófyrirleit- inn, og hafi litið á íslendinga með stökustu fyrirlitningu. — Óþjáll þótti hann í viðskiftum, og lék menn einátt hart og beitti hinu nær ótakmarkaða valdi sínu á níðingslegasta hátt. Varð verslunin landsmönnum, því brátt hin örðugasta. Yrði of (langt mál og einhliða, að rekja iþann raunaferil, nokkuð að ráði, en samhengisins vegna, er þó ekki unt að ganga alveg fram hjá iþeim málum. all-mörgum mjöltunnunum var þannig gengið frá, að óskemt mjöi vai til beggja enda, eu mestur hluti innihaldsins, var maðkahrúga og mygluskán. — Stóð Skúli fyrir því stórmæli, að mestum hluta af þessum óþverra var fleygt í sjóinn. Ekki geðjaðist stjórnarherr- unum vel að þessu framferði verslunarfélagsins, og var höfð- að sakamál gegn því. Hlaut fé- lagið þó eftir atvikum, mjög væg an dóm, var því gert að greiða 4400 ríkisdali, í skaðabætur, fyr- ir sviksemina, en með þessari smáræðis sektarupphæð var stofnaður svo kallaður “jarða- bótasjóður”. Og skyldu verðlaun veitt úr sjóðnum, fyriróvenju-mikinn dugnað í búnaðarframkvæmd- um. Kom félagið sér með athæfi þessu, út úr húsi hjá konungi og stjórn. Var þess heldur ekki langt að bíða, að það yrði svift verslunarréttindum sínum hér á landi. Um annan þann varning, sem félagið lét flytja hingað til lands þótti mjög líkt ástatt um. Jafnvel brennivínið var svo svikið, að menn gátu vart notið þeirrar, “ógæfu gleði” eins og Eggert Ólafsson orðaði það, að verða ölvaðir. Járnið var óhæft til að smíða úr því og trjáviðurinn var svo gallaður, að algengt var að sjávarbændur, urðu að leggja upp bátum sínum, ef árar brotn- uðu, því að ekki fékst nothæfur viður í aðrar í staðinn. Sama máli gengdi um amboð til heyskapar- vinnu. Er til skýsla um það efni, frá Guðmundi Runólfssyni á Setbergi, sýslumanni í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og sýnir viðskipti bónda nokkurs við Ef einhver misbrestur varð á um árferði, var æfinlega meira og minni mannfellir af hungur- ökum.Voru þeir þó að sjálfsögðu miklu fleiri, sem dóu af margs- konar afleiðingum skortsins. Kom það einkum fram í óeðli- lega miklum bama dauða, enda fór landsfólkinu sífækk- andi á þessu tímabili. Virtist ekki þurfa mikillar spádóms- gáfu við, til að álykta, að þjóðin myndi hafa gjörfallið og tor- tímst, á hörmungatímum Skaft- áreldanna og aldarmótaharðind- anna nokkru síðar; ef Skúli fógeti hefði ekki, með hinni löngu og örðugu en markvissu baráttu sinni, verið búinn að koma því til leiðar, að verslunar- áþjáninni var aflétt, og bæri- legri skipun þá komin á þau mál. Að sjálfsögðu, var fleiri mönn- um en Skúla einum ljóst, að verzlunarástand það er hér ríkti, var óþolandi, þó eigi hefðu þeir þrek og fórnarlund, til að ráðast til atlögu gegn ófagnaðinum. — Þótt jafnan verði að dæma með ýtrustu varfæmi um viðhorf löngu liðinna tíma, mun mörg- um nútímamönnum virðast, sem allt of fáir, hafi haft dug og drengskap til að veita Skúla vígsgengi; er hann stóð sjálfur ótrauður og öruggur í fylking- arbrjósti, sem “lífvörður” þjóð- arinnar, og lét holskeflumar brotna á sér. Framh. Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur em beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. JIIUIIIIIIIIDIIIIIIIIIIIOIIIIIIIUIIUIIIIIIIIIIIOIIIIUIItliail ERTU að BYGGIA NÝTT HUS? Verið vissir um að húsið sé réttilega vírlagt fyrir öll rafáhöld er þér ætlið að nota. Munið líka, að City Hydro’s ábyggilega, ódýra rafmagns þjónusta er fáanleg hvar sem er í Winnipeg-borg. Fyrir fullkomnar upplýsingar símið 848 124. CITY HYDRO ÞAÐ ER YKKAR — NOTIÐ ÞAÐ ................-.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.