Heimskringla - 04.09.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.09.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. SEPT. 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Fjármálanefnd: Mrs. J. F. Kristj- ánsson, Winnipeg. Samvinnumálanefnd: Mrs. N. Stevens, Gimli. Kirkjustarfsemisnefnd: Mrs. J. Ásgeirson, Winnipeg. Líknarstarfsemisnefnd: Mrs. J. B. Skaptason, Winnipeg. Útbreiðslumálanefnd: Miss S. Vídal, Winnipeg. Bókavörður: Miss M. Pétursson, Winnipeg (endurkosin). Yfirskoðunarmenn: Mrs. B. E. Johnson, Winnipeg; Mrs. B. Stefánson, Wpg. (endurk.). Yfirskoðunarmönnum var þakkað fyrir þeirra góða starf, því embættið hafa þær haft í mörg ár. Mrs. S. E. Björnsson þakkaði Mrs. Melan fyrir hennar ágæta starf, og sagði að sambandið sæi mikið eftir henni úr forseta sæti og stjórnarnfendinni. Mrs. Melan þakkaði konunum úr nefndinni fyrir góða -og á- nægjulega samvinnu. Mrs. Árnason var vottað þakk- læti fyrir hennar starf sem fjár- málaritara, sem var svo vel leyst af hendi. Mrs. Árnason þakkaði fyrir góða samvinnu, og sagði að Miss Vídal mundi vera ágæt í þessari stöðu, því allir þektu hana. Mrs. P. S. Pálssson gerði til- lögu sem studd var af Mrs. J. F. Kristjánsson að skrifari skrifi Mrs. J. Ásgeirson og tilkynni henni, að ef hún treysti sér ekki að taka embættið, sem formaður| kirkjustarfsemisnefndarinnar að. stjórnarnefndinni sé falið að kjósa í þetta sæti. Samþykt. Öllum þeim konum sem fara úr embættum var þakkað fyrir vinnuna. Tillaga Mrs. G. Árnason studd af Mrs. P. S. Pálsson að stjórnar- nefndinni sé falið á hendur að sjá um útgáfu kvennadeildar Brautarinnar. Samþykt. Miss Vídal innleiddi nýtt mál, viðhald íslenzkunnar. Hún mælti með því að það séu möguleikar að viðhalda íslenzkri tungu, ef allir vinna að því með einlægum áhuga. Aðferðirnar, sagði hún, væru að tala íslenzku á íslenzk- um heimilum, að mæður kenni börnum sínum íslenzkar vísur og kvæði, og kenni þeim að lesa ís- lenzku. Einnig að kenna íslenzku á sunnudagaskólunum. Og svo eru laugardagsskólarnir, sem ýmsar deildir innan Þjóðræknis- félags Vestur-lslendinga, starf- rækja mikil hjálp. Þar að auki hefir íslenzka verið kend á mið- skólum fylkisins, svo segist hún vona að það verði ekki langt þangað til farið verður að kenna íslenzku við Manitoba Viáskól- ann. Mrs. J. B. Skaptason sendi til- lögu inn á þingið að hún vildi að sambandið brúkaði enska tungu, af þeirri ástæðu að margar fram- úrskarandi duglegar ungar kon- ur mundu þá ganga í félagið, og hjálp þeirra mundi vera svo mik- ils virði. Mrs. J. F. Kristjánsson benti á að það væri dásamlegt hvað sumar ungu konurnar hafa komið í verk, ein af þeim er Lilja McKenzie, sem er skrifari Service Committee. Þetta mál var rætt og flestar af konunum voru með því að kvennasambandið viðhaldi ís- lenzkunni eins lengi og hægt er, þó það sé kanske bara tíma spu'rsmál. Junior Alliance, sem notar enskt mál, gæti myndað íélög út um bygðirnar ef þeim sýndist svo. Forseti vottaði Lundar kven- félagskonum innilegt þakklæti fyrir góðar viðtökur. Svo aug- lýsti hún samkomu sambandsins sem haldin verður kl. 9 í Lundar Community Hall, þar á að skemta með söng, ræðu, og myndasýningu. Svo sagði hún slitið tuttugasta ársþing kvenna- sambandsins. Ólöf A. Oddleifsan, skrifari DANARMINNING Mrs. Jóhanna Benson Fædd 17. des. 1865 Látin 14. des. 1945 “Hún bar eins og hetja þyngsla- þraut, það þótti nú forðum sómi, og geta svo mænt á móðurskaut og mætt fyrir hverjum dómi. Og svona er að fara sigurbraut að síðasta klukknahljómi.” (Þ. E.) Það hefir dregist stóran leng- ur en skyldi að minnast þessarar merku konu, með nokkrum orð- um. Hún var dóttir Jóns Jóns- sonar og Guðrúnar Steinsdóttui konu hans; komu foreldrar henn- ar báðir til Canáda og dóu hér vestra. Jón faðir hennar var sonur Jóns, er lengi bjó á Núpi í Laxárdal í Húnavatnssýslu, en síðar mun hann hafa búið á Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu. Var hann að auknefni kallaður Jón “sterki”, enda rammur að afli, og gengu margar sagnir af líkamlegu þreki hans og styrkleika. Jóhanna ólst upp um hríð hjá foreldrum sínum, en á unglings- aldri dvaldi hún á heimili séra Jóns Hallssonar prófasts á Glaumbæ. Hún stundaði nám á Kvennaskólanum á Ytri-Ey. Ung að aldri giftist hún Pétri Jóns- syni frá Húsabakka; var hann af hinni svonefndu Húsabakka-ætt, sem er vel kunn í Skagafirði. Fá- tæktar vegna var það, að þau réðust til Vesturheimsferðar ár- ið 1899; fór hún fyrst með 3 elztu börn þeirra, en maður hennar dvaldi heima hjá ætt- fólki sínu með hin börnin, en kom vestur ári síðar, og áettist að í Winnipeg, en þar hafði Jó- hanna dvalið hið fyrsta ár, í skjóli systur manns síns er þar bjó. Pétur og Jóhanna bjuggu nokkur ár í Winnipeg. Mun lífs- baráttan þeim ærið hörð reynst hafa á þeim árum: börnin mörg, heimilisbyrðin þung, atvinna ó- viss — fáar leiðir opnar ný- komnu fólki, maður hennar ekki hraustur að heilsu, enda nokkuð við aldur. Reyndu þessi ár mjög á þrek Jóhönnu, er var óvenjulega mik- ið. En hún var ung, og gædd margþættum hæfilegleikum, praktísk í framkvæmdum og úr- ræðagóð, og snillingur í allri handavinnu, starfsþrek hennar nærri ótakmarkað. Þess utan var hún gædd miklu andlegu þreki og sjálfstæðri lund, svo að hún lét lítt bugast af neinum ytri kringumstæðum. — Síðav fluttu þau til Calgary, Alta.; fór hagur þeirra smá batnandi; um eitt skeið ráku þau þar verzlun. Pétur maður hennar dó þar árið 1913. Börn þeirra voru þá enn á ungþroska aldri, en 1 í bernsku. Öll voru þau vel gefin og þróttmikil og framsóknar- gjörn. Árið 1914, fór Jóhanna kynn- isför til íslands, en komst nauð- uglega aftur til Canada, síðla hausts, eftir að heimsstríðið fyrra yar hafið. Um 1915 flutt- ist hún til Vancouver, B. C. Sum eldri börn hennar voru þá kom- in vestur að hafi, settust þau síð- ar að í Californíu-ríki. Börn hennar á lífi eru: Joseph Arthur, San Francisco, kvæntur; Mrs. Beulah Woodcock, Winni- peg; John, í Sutherland, Sask,, ókvæntur; Sarah, Mrs. La Sency, Oakland, Cal.; Ruth, Mrs. R. A. Fees, einnig búsett í California- ríki. í Vancouver giftist Jóhanna Birni (Kristmundssyni Benja- mínssonar) Benson, ættuðum úr Gimli-umhverfi, en um allmörg ár búsettum í Selkirk. Hann vai trésmiður að iðn, og ekkjumaður er þau Jóhanna giftust. Hvorki er mér kunnugt um giftingarár þeirra, né heldur um dánarár lians, en þó hygg eg hann dáinn vera síðla ársins 1942, eða í árs- byrjun 1943. Hjónaband þeirra varði all- mörg ár; var innilegt samband með þeim, og heimili þeirra hið ánægjulegasta. Henn féli það hlutverk í hendur að stunda hann í löngu sjúkdómsstríðif er hún gerði með hinni mestu prýði. Eftir lát manns síns dvaldi Jó- hanna um hríð í Vancouver, stundaði hún þá tilsögn í “Handi- craft”, bæði á námsskeiðum og opinberum skólum, en einnig íj þágu ýmsra félaga. Gat hún sér hinn bezta orðstír fyrir störf sín og óvenjulega tækni á þessu sviði. Hún fékk svo tilboð að- kenna þessa iðnaðargrein í Cal- gary, dvaldi hún þar á annað ár, en flutti þá til Selkirk, aðallega til þess að vera nálægt íslending- um og í félagslegu sambandi við þá. Hingað til bæjar kom hún vorið 1944, og dvaldi hér það sem fcftir var æfinnar. Stuttu eftir! hingaðkomu gekk hún.í íslenzka1 söfnuðinn hér, því hún var kona innilega trúuð; starfaði hún og var þátttakandi í félagsmálum eftri mætti, og af einlægri gleði.j Sýndi hún söfnuðinum miklaj trygð. Hin sama hjálpsamlega afstaða til safnaðarmála ein- kendi hana, er eg kyntist henni á Kyrrahafsströndinni, á árunum 1917—1921. Það er harla torvelt í stuttri grein að gera viðeigandi og rétt- mæt skil jafn breytilegum og margþættum hæfilegleikum sem þem er Jóhanna átti yfir afPráða. Vikið hefir verið að þreki því er hún sýnd í all-erfiðri æfibaráttu — stundum á torsóttri leið. — Leikni hennar og snild í hann- yrðum, í saumi — og list-prjóni var fágæt. Henni var mjög um- hugað um að þessi sérstæðu ein- kenni hins íslenzka þjóðararfs gleymdust ekki; taldi hún það sanna þjóðarrækt að kynna þau sem flestum. Hún átti fjölbreytt og auðugt ímyndunarafl; jafnvel á efstu árum sóttu á hana mál- efni, er hún þráði um að rita. Hún var kona aldurhnigin, er hún hlaut lofsamleg ummæli fyr- ir stutt leikrit er hún skrifaði, í dramatískri samkepni í Alberta- fylki. Ógleymanlegust verður hún mörgum er henni kyntust fyrir sjálfstæði í hugsun og fram- komu; vart gat hún nokkuð af öðrum þegið — jafnvel þeim er hún treysti, af ótta fyrir því að með því yrði frelsi hennar fyrir skerðingu, óttaðist hún það öllu meira, að vera öðrum háð. Sjald- gæf einkenni sameinuðust í skap- j gerð hennar, er var heilsteypt og all-stórbrotin. Hún var draum-; kend í lund, en afar praktísk í hversdagslegum efnum, féglögg, jafnframt því að vera mjög svo höfðingslunduð. H*jálpsöm við alla nauðlíðandi, með leynd, en laus við alt skrum eða auglýs- ingu á því er hún vel gerði; trygglyndi hennar við þá semí hún mætti vinsemd hjá var fá- gæt. Eftir að hún kom hingað til bæjar, mátt segja að hún væri , þrotin að heilsu og kröftum, en sterkur vilji knúði hana til þess I að gefast aldrei upp, láta sem j ekkert væri að, þótt vart gæii hún jafnan í framkomu og klæðaburði. — Hún fékk hægt andlát, dó í svefni; á það tákn- ræna fegurð í sér fólgna, eftir jafn starfsríkan dag, og hennar var. Útför hennar fór fram frá kirkju Selkirk-safnaðar, þ. 27. des. að viðstöddu mörgu fólki. Tvö af börnum hennar, Mrs. Beulah Woodcock og Arthur Jo- seph, frá San Francisco voru viðstödd útförina, einnig dóttur- dóttir hennar, Mrs. Irene Gra- ham, frá Winnipeg. S. Ólafsson ARNLJÓTUR B. OLSON 17. jan. 1864 — 16. ágúst1946 hún á fætur stigið. Snyrtileg var Föstudaginn, 16. ágúst, lézt Arnljótur B. Olson á Betel, gam- almennaheimilinu á Gimli, 82 ára að aldri. Hann hafði verið á heimilinu aðeins rúmt ár, en vanheilsa þjáð hann meiripart inn af þeim tíma, enda var byrði ellinnar orðin honum þung. Hann var fæddur að Finns- tungu í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnasvatnssýslu 17. janúar 1864 og var einn af þrettán systkin- um alls, sem eru nú öll dáin nema tveir bræður, á Islandi, Ólafur á Árbakka í Húnavatns- sýslu qg Sig\'aldi á Skeggstöðum í sömu sýslu. Önnur systkini sem upp komust, en sem nú eru dáin voru Björn, sem bjó lengi á Gimli, og Ingibjörg, sem var gift Benedikt Freemannson. Foreldr- ar Arnljóts voru Björn (yngri) Ólafsson á Auðólfsstöðum í Langadal í Húnavatnssýslu og Anna Lilja Jóhannsdóttir frá Brúnastöðum í sömu sýslu. Arnljótur kom heimanað frá íslandi árið 1888, og settist að fyrst í Winnipeg um stutt skeið, og svo síðar á Mountain, N. D., og átti heima hjá Skafta Brynj- ólfssyni, þar sem Björn bróðir hans var einnig, og gekk á al- þýðuskóla þar. Nokkru seinna sneri Arnljótur aftur til Winni- peg og svo til Gimli þar sem hann bjó til 1918, er hann flutt- ist aftur til Winnipeg og átti þar heima mestmegnis það sem eftir var af æfinni þangað til að hann fór til Betel fyrir rúmu ári síðan. Kona Arnljóts var Jórunn Sig- ríður ólafsdóttir Þorsteinssonar, mesta myndar kona. Hún er dá- in fyrir nokkrum árum. — Þau eignuðust tvo syni, Snæbjörn sem er dáinn fyrir örfáum árum, og Ólaf Hrafnkel, sem býr í St. James, Man., og vinnur fyrir strætisvagnafélagið, Winnipeg Electric Railway. Hann er giftur dóttur Sigurðar Baldvinssonar frá Gimli. Meðal annars, sem Arnljóts verður minst fyrir, og helzt með- al hérlendra manna, er hin rausnarlega bókasafnsgjöf hans til háskólans hér í Winnipeg fyr- ir nokkrum árum og nefnist nú í safni háskólans “The Arnljótur B. Olson Library”. Bækurnar voru allar íslenzkar bækur og námu alls um 1200 bindum. Eins og áður er getið, dó Arn- ljótur á Betel 16. ágúst, eftir langvarandi vanheilsu. Jarðar- förin fór fram þar 19. ágúst og jarðað var í Gimli grafreit þar sem svo margir landnemar og eldri Islendingar hvíla. Séra Fhilip M. Pétursson jargsöng. VÍÐFRÆGUR SÖNGVARI KEMUR HEIM EFTIR 10 ÁRA tJTIVIST Einar Kristjánsson, óperu- söngvari kom til Reykjavíkur s.l. föstudagskvöld, ásamt konu sinni og tveim dætrum. Hann dvaldist síðast hér á landi hálf- an mánuð 1936. Einar hóf söng- nám að afloknu stúdentsprófi 1930. Hann hefir dvalist 15 ár í Þýzkalandi og 1 ár í Austurríki. Einar. hefir getið sér mikla frægð í Þýzkalandi og gert landi sínu mikinn sóma. Hann ætlar að halda þrjá hljómleika í Reykja- vík, n. k. sunnudag, þriðjudag og fimtudag. Hljómleikarnir á sunnudag hefjast kl. 5, en hina dagana kl. 9.‘ Einar hafði frá mörgu að segja, er hann ræddi við blaðamenn að Hótel Borg í gær. Frá Hamborg á 48 klst. —■ Við fengum fljóta ferð heim, segir Einar. Við fórum með járnbrautarlest frá Ham- borg til Kaupmannahafnar og þaðan með flugvél um Prest- wick til Reykjavíkur. — Ferðin hingað frá Hamborg hafði tekið 48 klst. Mér tókst ekki að koma svo snemma til Kaupmannahafn ar að eg næði íslenzka utanfarar • kórnum, eins og komið hafði til orða. Heimili Einars í rústir. Einar sagði loftárásirnar á Þýskaland hafa verið ægilegar. Hann átti heimili í Hamborg, en dvaldist oft hjá tengdafor- eldrum sínum í Dresden. Bæði þessi heimili fóru í rústir í loft- árásunum. Einar kvaðst hafa sloppið vel frá ógnum loftárás- anna. Sprengjuvælið, sem marga ætlaði að gera vitlausa, hefði engin áhrif haft á sig, þótt hann ætlaði “vitlaus að verða, ef ískr- aði í diski, eins og hann orðaði það. III kúgunn nasista. Einar sagði, að illt hefði verið að búa við kúgun nasista. Hann kvað marga útlendinga hafa ver- ið setta í fangabúðir og nauð- ungavinnu. — Hann kvaðst hins- vegar hafa sloppið við öll bola- brögð nasista, enda þótt hann væri andnasisti og hefði ekki farið sérlega dult með það. Ein- ar sagði, að kúgun nasista varð- andi listir hefði ekki komið jafn- hart niður á óperum og ýmsum öðrum listagreinum, t.d. málara- listinni. Þó hefðu m.a., óperur eftir Offenbach og Mendelsohn verið bannaðar. Þröngur kostur í Þýskalandi. Einar sagði, að skortur hefði verið á öllum vörum í Þýska- landi á stríðsárunum, enda hefðu allar vörutegundr verið sk^mmtaðar. Bögglar þeir, sem Rauði Kross íslands, hefði sent Islendingum og mönnum af ís lenzku bergi brotnum í Þýska- landi hefðu því komið í góðar þarfir. Það hefði verið mikil við- brigði að komast burt úr Þýska- landi, og hámarki sínu hefðu viðbrigðin náð hér í Reykjavík, en ísland væri sann kallað Gós- enland. Víðfrægur söngvari. Einar hefir sungið við flestar óperur í Þýskalandi. Hann hefir ætíð látið þess getið, að hann væri Islendingur, og á öllum söngskemtunum er hann hefir haldið, hefir hann sungið að minnsta kosti eitt íslenzkt lag, svo að nærri má geta, hvílíkur landkynnir Einar hefir verið. Eftir uppgjöf Þýzkalands söng Einar um fimm mánaða skeið fyrir brezka hermenn. — Einar hefir hlotið heiðursmerki, sem Svíakonungur veitir vísinda- og listamönnum. Einar söng fyrir konung árið 1936, og var hann hinn þriðji, sem þá hafði hlotið heiðursmerkið. Alhliða, lyriskur tenór Einar er lyriskur tenórsöngv- ari, enda hefir hann aðallega sungið í óperum eftir Mozart, Puccini og léttum óperum eftir Verdi. En hann er jafnþektur sem konsertsöngvari og sem ó- perusöngvari, enda hefir hann sett markið hærra en það að vera einungis óperusöngvari. — Hann hefir gert sér far um að túlka hina æðstu tónlist og hina lyriskustu. Hljómleikarnir Á hljómleikum sínum hér í Reykjavík mun Einar aðallega syngja lög eftir Schubert og Grieg. Hann mun einnig syngja önnur norræn lög og aríur úr ýmsum óperum. Svo syngur hann sennilega nokkur íslenzk lög. — Einar veit ekki ennþá, hvort hann muni geta haldið hljómleika úti á landi. Vill dveljast á Norðurlöndum Einar mun dveljast hér á landi 4—6 vikur. Hann hefir ennþá ekki ráðið, hvert halda skuli, en hahn á m. a. kost á að fara til Stokkhólms. Hann vill helzt hafa aðalsetur sitt á Norðuriönd- um, því að þar finnur hann mest- an hljómgrunn fyrir list sína Kona Einars, frú Martha Papa- foti Kristjánsson, sem hann gekk að eiga 1936, og tvær dætur þeirra, Vala Þóra, 7 ára, og Brynja, 5 ára, munu dveljast hér í Reykjavík um óákveðinn tíma. —Mbl. 7. ágúst. EF VÆRI ÞÚ KOMINN! Ef værir þú kominn í“suðræna sveit, við sólina heita og dagana langa. Og sæir þar Blámenn í bardaga leit, þar bölvandi og blóðþyrsta ganga. Þeir segja þá myndu þér söguna Þá, er sagt er að dauðinn einn kunni. Um alsleysið þeirira í ánauða þrá, með ógnum af kolsvörtum munni. E. J. NÚ ER GAMAN AÐ GEFA Gjörbreytt er orð gjafir, gef eg nú sjálfum mér. Áður sögðu allir stafir, eg ætti að gefa þér. John S. Laxdal

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.