Heimskringla - 04.09.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.09.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. SEPT. 1946 Munaðar- leysinginn Ungu stúlkunni létti fyrir brjósti yfir því að Ralph var ekki heima; en er Mrs. Ballar og Sheila sátu og drukku teið sitt, leit unga stúlk- an á Margrétu og spurði ofur sakleysislega og eðlilega hvar Ralph væri. Mrs. Ballar varð náföl. “Nefndu hann ekki á nafn, Sheila. Hvorki við mig né nokkurn annan.” Sheila leit á hana með meðaumkvun. “Þú ert óhamingjusöm, frænka mín,” sagði hún. Við og við nefndi hún Mrs. Ballar þessu nafni, og nú lýsti það samúð hennar. “Þú gerir mig hamingjusama,” svaraði Mar- grét og bætti við: “en þarna kemur þá maðurinn minn.” “Pétur frændi, húrra!” æpti Sheila. Hún þaut út úr herberginu og hljóp á móti honum. Hún var stór og vel þroskuð, en á þessu augnabliki leit hún út eins og barn. Hvíti kjóllinn hennar var stuttur, og sýndi litla fætur með háum ristum. Ballar fleygði frá sér yfirhöfninni og tók hana í faðm sinn. Unga stúlkan fann til þess að Narmy gamla hefði ekki kyst sig eins og Pétur gerði. Hún faðmaði hann að sér ástúðlega og neri vanga sínum að vanga hans. “Nýji pabbi, elsku nýji pabbi,” sagði hún og kysti hann aftur og aftur af gleðinni yfir að sjá hann. Ballar gekk inn til konu sinnar. Margrétu hafði tekist að ná sér, en Sheila sá það með skarpskygni sinni, að sambúðin var öðruvísi en áður. Hún lét samt eins og hún tæki ekki eftir því, en reyndi að fylla bilið, sem hún fann að hafði orðið milli þeirra. Hún vildi endilega skenkja teið handa Pétri frænda, kom honum fyrir í uppáhalds stólnum hans, og er hún hafði svo sjálf sezt á hné hans fór hún að segja gaman- sögur af skólasystrum sínum, sem kom Ballar til að hlægja hjartanlega og virtist einnig hressa konu hans. Seinna að miðdegisverði loknum tók Ballar hendi skjólstæðings síns og leiddi hana inn í skrifstofu sína. Hjarta hennar tók að slá örar, augu hennar virtust í hálfrökkrinu þama inni verða svört og hún fann til þess að nú var augnablikið komið að biðja um að fara í ferða- lagið til Irlands. Hún settist í kjöltu Ballars, lagði höfuðið að brjósti hans og sagði með lágri röddu: “Elsku góði nýji pabbi, viltu lofa mér að fara til írlands til hennar Donnu O’Doyle, og má eg vera hjá henni í O’Doyle kastalanum í sex vikur. Má eg það ekki, þú lofar mér það, er ekki svo?” Ballra kysti blíðlega á enni ungu stúlkunn- ar, svo lyfti hann höfði hennar og leit inn í augu hennar. “Jú víst mátt þú fara til Irlands einhvern- tíma og heimsækja vinkonu þína,” svaraði hann. “En eg þarf að segja þér mikilsverðar fréttir, litla stúlkan mín,” að svo mæltu reis hann úr sæti sínu opnaði peningaskápinn sinn og tók út perlurnar, sem höfðu orðið svo ör- lagaríkar. Hann opnaði öskjurnar og lagði perlurnar á borðið. “Veist þú hvað þetta er, Sheila?” spurði hann. “Já, víst veit eg það. Þetta eru perlur. En hvað þær eru stórar, og hvað þær eru hvítar, og hvað þær eru fallegar!” “Já”, svaraði Ballar, “þær eru ekki ein- göngu fallegar, þær eru líka dýrmætar. Þær til- heyrðu móður þinni, en hún fékk þær að gjöf frá föður þínum. Þú átt að eignast þær ein- hverntíma síðar meir, þegar þú verður átján ára, en þangað til ætla eg að geyma þær.” Hann lét öskjurnar með perlunum inn í fjárhirsluna og læsti henni svo. Sheila stóð við borðið. “Fyrst mamma mín átti þær ætla eg að bera þær fremur en nokkra aðra skrautgripi. En má eg ekki fara með þær með mér til O’Doyle kastalans?” “Jú, bamið mitt, þegar þú ferðast þangað getur þú haft þær með þér. En eg þarf að segja þér nokkuð, og það er mjög þýðingarmikið. Þegar hann faðir þinn dó trúði hann mér fyrir þér. Hann var elzti vinur minn og hinn bezti; eg tók þig að mér, og hef reynt að gera alt sem eg get----” “Já, það hefir þú gert — það hefir þú gert, kæri frændi, og hve mikið fé hefi eg ekki kost- að þig<” “Nei, góða mín,” sagði Ballar og talaði mjög blíðlega og mjög ákveðið, “þú hefir ekki kostað mig einn einasta eyri; faðir þinn lét eftir sig fé, — hvað mikið veit eg ekki — ásamt þeim fyrir- mælum, að eg skyldi taka þig að mér og ala þig upp; en hann skildi líka eftir fyrirmæli og regl- ur hjá málafærslumönnum sínum í Bloemfon- tein. Hann lagði svo fyrir, að þú, er þú værir átján ára, skyldir kynnast og taka þátt í félags- lífinu í London. Þú ert nógu rík til þess. Við hjónin höfum leigt hús í fínasta hluta borgar- innar. Margrét mun kaupa föt handa þér, og að svo miklu leyti, sem mögulegt er, vera þér í móðurstað. Fyrsta maí, á afmælisdaginn þinn, þegar þú ert átján ára, flytjum við inn í nýja bústaðinn, þar sem við eigum heima i þrjá mánuði. A þessum þremur mánuðum kynnist þú féagslífinu, þú verður kynt fyrir drotning- unni og færð að sjá heiminn eins og hann birtist á þessum sviðum. Gættu nú að að ljómi hans freisti þín ekki, barnið mitt, og gættu þín fyrir smjaðrinu. Hugsaðu um það eitt að þú ert að hlýða honum föður þínum, við verðum að fara eftir síðustu óskum hans og það bókstaflega. Ennþá eru fjórtán dagar þangað til fyrsti maí kemur, og á þessu tímabili mun konan mín sjá um, að alt fari eftir reglunum hvað föt snertir. Nanny garnla kemur með okkur til London, og þegar hinir þrír mánuðir eru liðnir, þá er eld- raunin, sé þetta eldraun, um garð gengin. En þú virðist þreytt og áhyggjufull stúlka litla, og það er heldur engin furða. Guð varðveiti þig og gefi að þessi nýja tilvera þín verði góð, heið- arleg og hamingjusöm.” “‘Svo eg er þá rík,” sagði Sheila. Hún stundi við og byrgði andlitið í höndum sér. “Elsku nýji pabbi,” sagði hún og augu hennar fyltust tárum, “eg vil miklu heldur vera fátæk. Getur þú ekki látið mig vera fátæka, Pétur frændi?” “Eg hefi ekki sagt annað en að þú hafir peninga, Sheila. Eg hefi aldrei sagt að þú værir rík; en óskir föður þíns, eða við gætum miklu fremur sagt fyrirskipanir hans, verða að fram- kvæmast. Það munt þú sjálfsagt gera fyrir hann, barnið gott?” “Ó já, já,” sagð hún og laut höfði til þess að Ballar gæti ekki séð tárin, sem brutust fram. “Auðvitað vil eg gera alt, sem eg get í þá átt. En má eg ekki segja það nú og hreint út að eg hata alt, sem kallað er samkvæmislíf!” Ballar faðmað hana að sér. “Þar er eg þér alveg samþykkur elsku barnið mitt,” sagði hann. “En mundu eitt, Sheila; maður getur tekið þátt í athöfnum fhannfélagsins án þess að . láta þær ná yfirhönd á sér; en farðu nú í rúmið og láttu þig dreyma um hamingjusama daga.” Sheila fór upp í herbergi sitt undarleg í skapi. Hjarta hennar barðist ákaft og vangar hennar, sem annars voru fölir voru nú kafrjóðir. Nanny hafði lagt eld í arininn og herbergið var eins vistlegt og arineldurinn, rafljósin, fögur hiisgögn, mjúkar gólfábreiður og dýr glugga- tjöld gátu gert það. En Sheila sá samt ekkert af þessu. Hún hafði árum saman vanist þessu herbergi og umönnun Nanny. Hún hneig niður í mjúkan siól og starði inn í eidinn með tindrandi augum. Hurðin opnaðist hljóðlega og Nanny læddjgt inn. Hún leit snögt á Sheilu, sem virtist ekki taka eftir henni. “Eg hef til reiðu náttkjólinn þinn, lambið mitt,” sagði gamla írska konan, “þvi mér fanst það einhvern veginn að ungfrúin ætlaði snemma í rúmið í kvöld. En hvað gengur að eftirlætinu mínu? Hvað er að henni?” “Æ, Nanny,” sagði hún og leit á hana með fögru augunum, sem tárin streymdu úr. “Æ, Nanny, mér líður svo illa, svo illa! Æ, Nanny, veiztu----” • “Veit eg hvað?” spurði gamla konan for- vitin. “Ekki nema þetta,” svaraði Sheila, að við eigum að fara héðan eftir hálfan mánuð, og eigum að búa í einhverju andstyggilegu, gömlu og tiJgerðarlegu húsi í Mayfair. Hefir þú nokk- uintíma heyrt annað eins og' þetta, Nanny?” “Mér þætti gaman að vita,w sagði Nanny, “hversvegna þú kallar húsið andstyggilegt, er ekki loftið í kringum það og himininn yfir þvi?” “Ó, það verður andstyggilegt að eiga þar heima,” sagði unga stúlkan raunamædd, “og mig langaði svo, langaði svo mikið til — að fara til írlands til O’Doyle kastalans, og eg ætlaði að hafa þig með mér, en í staðinn fyrir þetta verð eg að dúsa hér og fara í veizlur og samkvæmi, og eg á að fá ósköpin öll af fötum, eg, sém hirði ekkert um ný föt. Og veiztu hvað Nanny, það á að kynna mig fyrir drotningunni, og eg sem aldrei hef getað gengið aftur á bak, en það verð eg að gera þegar eg hefi hneigt mig fyrir henni. Nanny, geturðu ekki kent í brjósti um mig?” “En hver segir þér að gera alt þetta, ástin mín?” spurði Nanny með miklum spekings svip. “Já, það eru nú vandræðin,” svaraði Sheila angurvær, “það er blessunin hann pabbi minn, sem gerði þessar ráðstafanir áður en hann dó. Hann lagði svo fyrir, að þegar eg yrði átján ára, skyldi eg fara út í heiminn og kynnast félags- lífinu. 1 þrjá hræðilega mánuði, á eg að vera í tómum veizlum og samkvæmum frá morgni til kvölds. En hvernig á eg að lifa þetta af?” “Já, hjartað mitt, fyrst þetta eru fyrirmæli þeirra sem gáfu þér tilveru þína, þá er enginn annar vegur en að hlýða þeim,” svaraði Nanny, “og þrír mánuðir eru svo sem enginn óra timi; þeir líða í skyndi fyr en þú veizt af. Og mundu eftir því, stúlka mín, að hann faðir þinn hefði aldrei boðið þér að gera neitt það, sem ekki var rétt og skynsamlegt.” “En heyrðu, Nanny. Nú er annað ennþá verra,” sagði stúlkan. “Þú mundir ekki sjá það þegar þú lítur á mig; en eg held að eg sé rík.” “En það er mikil hamingja,” svaraði Nanny og sló saman höndunum, “og hversvegna er eftirlætið mitt hrædd við að vera rík? Marga stúlkuna hefi eg séð gráta yfir því að hafa enga penniga, en þú ert vissulega sú fyrsta, sem eg hefi heyrt barma sér yfir að eiga fé.” “Nanny,” sagði Sheila, “gleymdu því nú snöggvast að eg er fullorðin og rík — eg finn það einhvern veginn að eg er það, þótt Pétur frændi segði það ekki með berum orðum — og háttaðu mig nú eins og þú gerðir þegar eg var lítil, láttu mig svo í rúmið og haltu í hendina á mér þangað til eg er sofnuð.” “Já, það skal gamla Nanny gera fyrir eftir- lætið sitt. Eg skal einu sinni ennþá vera fóstra þín og segja þér írsk æfintýri, eins og þegar þú varst lítil stúlka. Eg kann svo fjarskalega skemtilega sögu um Tedda og grísinn hans. — Legðú nú höfuð þitt á koddann, réttu mér svo hendina og svo skal eg segja þér söguna.” Nanny gamla var ekki komin langt með söguna þegar andardráttur Sheilu gaf til kynna, að hún væri sofnuð. Og hún svaf svo vært og ró- lega að tárin komu fram í augu Nanny gömlu, er hún spenti greipar og bað drottinn að vernda og blessa ungu stúlkuna. / * Svo slökti hún ljósið og læddist út úr her- berginu. En þótt Sheila væri í daufu skapi um kvöldið, þá var enginn tími til að vera þung- lyndur næsta morgun. Hún var ung og speg- illinn hennar sagði henni að hún væri falleg. Sólin skein inn í svefnherbergið hennar er hún stökk út úr rúminu, þvoði sér og klæddi sig án þess að láta sér detta í hug að fá Nanny til að hjálpa sér, og svo hljóp hún niður í garðinn til að fá morgunmatinn. Hún gat ekki að því gert að finna til gleði yfir því að Ralph var ekki heima; hún ásakaði sig fyrir þessa tilfinningu; því að hún vissi að það sem var henni gleði í þessum efnum var sorg fyrir vesalings Mar- grétu. En samt þótti henni vænt um þetta. — Ralph hafði þegar hann var drengur verið eigin- gjarn og stríðinn. Þegar hann stækkaði hafði verið vani hans að læðast að Sheilu, klípa hana og hrinda henni. Þetta var slæmt, en ennþá verra var það, að síðast þegar hann var heima hafði hann verið herralegur og hrokafullur í framkomu sinni við hana. Hann hafði einnig gert ósvífnislegar athugasemdir um lit augna hennar, um sídd gulljarpa hársins hennar og hvernig fætur hennar væru. Hann hafði mestu gleði af að þjóta út úr einhverju skúmaskoti og reyna að taka hana í faðm sinn, til þess, eins og hann sagði, “að kyssa litlu systur sína”. Sheila var of stórlynd til að kæra hann fyrir þessa framkomu; en hún fyrirleit þetta af heilum huga. Nú þurfti hún aldrei að vera hrædd framar — hún gat gengið óáreitt í hinum yndis- lega garði, og nú var morguninn svo fagur, sólin gylti alt og loftið angaði. Hún gat ekki að sér gert að raula lag fyrir munni sér og ekki spilti það gleðinni að Ballar kom í áttina til hennar. “Heyrðu stúlka litla,” sagði hann er hún hafði ástúðlega boðið honum góðan daginn og stungið hendinni undir handlegg hans, “við verðum að sjá um að þú lærir að syngja. En hvað hann faðir þinn hefði glaðst ef hann hefði heyrt til þín áðan. Það er dásamlegur hæfileiki að geta sungið. Veiztu það, góða mín, að hún móðir þín var góð söngkona?” “Eg man ekkert eftir móður minni, eg var baua smábarn þegar hún dó. En einhver hefir sagt mér, að allir hafi verið söngvarar í hennar ætt, og eins og þú veizt, frændi, þá var móðir mín af Cary fjölskyldunni í Donegal.” “Það er satt, Sheila, en nú höfum við engan tíma til að hugsa um sönghæfileika þína. Það verður alt að bíða síns tíma. Þú gleymir því sjálfsagt ekki að nýja tilveran þín byrjar í dag.” “Eg hefi ekki gleymt því, Pétur frændi.” “Já, sagði hann, “það sem þú þarft fyrst og fremst að gera er að fara með frænku þinni til frúarinnar Tewksbury. Hún var svo væn að lofast til að kynna þig fyrir drotningunni; en hana langar til að kynnast þér fyrst og gefa þér þarfar bendingar þessu viðvíkjandi. Já, það má nú segja að hún Sheila mín litla er orðin heldur en ekki þýðingarmikil persóna.” “En þarf eg endilega að vera kynt við hirð- ina, nýji pabbi?” “Hann faðir þinn hefir óskað þess ákveðið, barnið mitt”. “En því get eg ekki beðið þangað til eg hefi séð mig um í þessum nýja heimi, sem þú svo nefnir?” “Æ, Sheila mín litla, þú veizt ekki hvað við á í heimi fína fólksins. Það er mjög þýðing- armikið, að þú sért kynt við hirðina. Það er líka mikill heiður að þú sért kynt þar svona fljótt; en það getur þú þakkað hertogafrúni fyrir, hún er vinur konungsfólksins og hún er að gera þetta í greiðaskyni við mig, við höfum þekst í mörg ár. Hún mun taka þig að sér og sjá um þetta alt saman.” Sheila virtist ekki kæra sig um að fara lengra út í þessa sálma. Ballar bætti við: “Frærika þín mun fara með þig til hertogafrúarinnar kl. ellefu í dag, svo við megum víst ekki eyða neinum tíma.” “Nei, það er það víst ekki,” svaraði Sheila og leit Afjárhaldsmann sinn með svip, sem lýsti sorg og gleði og kvíða, svo fór hún með honum inn í húsið og reyndi að vera eins glöð og hún gat. Mrs. Ballar var nú komin ofan og heilsaði Sheilu með ástúðlegum kossi. Sjálf leit hún miklu betur og glaðlegar út en kvöldið áður. Þegar þau höfðu drukkið kaffið, fór lög- maðurinn inn í bæinn, þar sem störfin biðu hans. Sheila fór, búin eins og bezt mátti vera, ásamt fóstru sinni, til bæjarins. Sheila var aldrei hrædd eða feimin; framkoma hennar var ætíð frjálsleg og blátt áfram og þess vegna hlaut öllum, sem kyntust henni að falla vel við hana. Hún tók öllu rólega, og var ekkert í uppnámi þótt hún ætti að heimsækja hertogafrú. Hertogafrú þessi var ein hin ötulasta og hluttekningarsamasta kona i aðalsætt landsins. Hún var í raun og sannleika góð kona og bar í brjósti samúð með öllum, bæði ungum og göml- um. Hún var vellauðug, því að hertogadæmi manns hennar var eitt hið elzta í landinu; en þrátt fyrir það þurfti hún sínar sorgir að bera. Hún átti ekkert barn. Hún hafði fyrir mörgum árum síðan eignast dóttur, en hún dó rétt eftir fæðinguna, og það varð eina barnið hennar. Þegar hertoginn, maðurinn hennar dæi, fór titill hans og eignir til fjarskylds ættingja. Hertoga- frúin var eins og áður er sagt hin mesta ágætis- kona, en mesta ást og samúð sýndi hún ungum °g frjálslegum stúlkum. Stúlkur, sem spiluðu fjárhættuspil og settu sig þannig í fjárþröng, fyrileit hún af heilum huga; unglingsstúlkur og saklausar, nýkomnar út úr skólanum eða frá heimilum sínum, nutu sérstakrar hylli hennar, og reyndi hún að vernda þær eins og væru þær hreinar hvítar liljur, sem eigi mætti falla á. Pétur Ballar hafði lengi þekt þessa her- togafrú, og henni þótti vænt um hann og dáðist að honum. Auk þess mundi ekki líða á löngu þangað til honum yrði veitt dómara sæti með tilheyrandi aðalsnafnbót. Hertogafrúnni var x raun og veru sama um orður og titla; en henni féll vel að sjá, verðleika manna viðurkenda og launaða, og hún dáðist mjög að Pétri Ballar. Daginn áður er Mrs. Ballar hafði heimsótt hana, hafði hún horft á konu Péturs með undrun og vonbrigðum; en erindi hennar, sem Pétur hafði einnig lýst í bréfi sem hann sendi með konu sinni, vakti mikinn áhuga hjá henni. “En hvað þetta er gaman!” sagði hún. “Og þér segið mér að barnið sé auðugt, mjög auðugt, en að ekki megi tala um það við hana, heldur láta eins og hún sé bara efnuð. Aldrei hefi eg C heyrt nokkuð, sem er eins rómantískt og þetta, ‘ ‘ og — það er gert samkvæmt vilja látins föður hennar segið þér, og það er fallegt. Auðvitað skal eg taka ungfrú Danvers að mér, Mrs. Bal- lar, og eg skal gæta vel leyndarmálsins, þótt eg, hreinskilnislega sagt leggi ekki mikla áherzlu á þetta. Þér segið líka að hún sé fögur. Viljið þér koma með þessa írsk-ensku ungfrú til mín kl. ellefu í fyrramálið?” Það var samkvæmt þessum umræðum, að Mrs. Ballar og Sheila létu tilkynna komu sína hjá hertogafrúnni, sem tók á móti þeim í her- bergi því, sem hún las fyrir bréf sín. Ritarinn og bréfin voru send burtu, og hertogafrúin gekk hægt á móti þeim og horfði fast í dökkgráu aug- un hennar Sheilu. “Ósvikin dóttir grænu eyjarinnar,” sagði hún, “ósnert af heiminum — eg heilsa yður.” Hið yndislega arrdlit Sheilu varð blóðrjótt við þessa kveðju, og hún sagði blátt áfram og eðlilega: “Æ, hertogafrú, nú er eg ekki framar hrædd við yður fyrst yður þykir vænt um ír- land.” “Þér eruð stúlka eftir mínu höfði,” svaraði hertogafrúin. “Eg er viss um að okkur mun falla vel saman; en Mrs. Ballar, mér þykir fyrir því, eg get bara eytt fáeinum mínútum í að tala við ykkur. Takið við þessu bréfi mínu og fáið það saumakonunni minni, Maddömu Percy. —- Hún mun sjá um alt, sem snertir búninginn, og eg hefi nú þegar skrifað til hirðarinnar og beðið um að mér verði send skipun um að kynna yður við hirðina, ungfrú Danvers. Vel á minst, Mrs. Ballar, eg vildi að eg hefði mátt vera að því, að fara með yður, en mjög þýðingarmiklar annir hindra það. Gerið því svo vel og segið Mrs. Percy að hirðbúningur ungfrúarinnar, eins og öll hennar föt yfir höfuð, eigi að vera eins ein- faldur og auðið sé. Hvað hirðbúninginn snertir, veit hún hvernig hann á að vera. Og vel á minst, barnið mitt, þér eruð svo unglegar, hvaða gim- steina ætlið þér að bera þegar þér eruð kyntar fyrir drotningunni?” “Pétur frændi sýndi mér perlur í gser- kveldi, sem hafa tilheyrt móður minni. Pétur frændi sagði að þær væni mjög góðar.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.