Heimskringla - 15.01.1947, Page 3

Heimskringla - 15.01.1947, Page 3
WINNIPEG, 15. JANÚAR 1947 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA MINNINGARORÐ Vilborg Aronsdóttir Bjarnason “Alt iíf verður gengt meðan hugur og hönd og hjartað er fært til að vinna, og gröfin er ljúf fyrir geig- lauSa önd og gott er að deyja til sinna.” —St. G. St. f>ann 20. ágúst 1946 andaðist á Holy Cross spítalanmn í Cal- gary, Alta., heiðurskonan Vil- borg Aronsdóttir Bjarnason, eft- ir langvarandi sjúkdóm. Vilborg sál. var fædd 2. júní 1874 að Krokkahjáleigu í Stokks- eyrarhreppi í Ámessýslu á ís- landi. Foreldrar hennar voru Aron Guðmundsson og Evelina Hannesdóttir. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingar aldurs, en fluttist þá að Laugarási í Bisk- upstungúm til Guðmundar lækn- is, og var þar þangað til hún fluttist til Ameríku árið 1901. Sama ár giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóhanni Bjarna- syni frá Höfða í Biskupstung- um, og reistu þau bú skamt suð- vestur aif Markerville í Alberta og bjuggu þar ætíð síðan. ÍÞeim hjónum varð 13 barna auðið, sex synir og sjö dætur, öll á ilífi, þau eru: Ingvar, heima á íslandi; Guðmundur í Calgary; Bjarni, Albert og Ellent, Marker- ville og George í Calgary, Alta; Ágústa, heima á íslandi; Guð- finna (Mrs. Elmer Olsen), Mark- ervill; Ingveldur í Calgary; Svanborg (Mrs. Campbell), Sun- derland, Ont.; Margrét í Calgary; Lára (Mrs. C. Christensen), Del- bourn, A'lta., og Violet (Mrs. Mc- Lellan), Markerville, Alta. — Einnig syrgja hana 34 barnabörn og 5 barna barna börn, og tvær systur, Elín í Reykjavík á Is- landi og Guðlaug í Californíu, U. S. A. Vilborg sál. var góðum gáfum gædd, hjálpsöm og gestrisin, og yfir máta góð húsmóðir og móð- ir, sem sýnir sig bezt í því hve vel hún ól upp hinn stóra barna- hóp sinn, sem öll eru myndarleg og mannvænleg. Þó efni væru smá til að byrja með, mega þau hjón eiga þann heiður skilið að haifa alið upp eina hina stærstu og myndarlegustu fjölskyldu meðal íslendinga í þessu ná grenni, og hefir móðurin eflaust átt drjúgan þátt í því starfi. Það var ætíð skemtilegt að koma á heimili þeirra hjóna. — Mætti manni þar ætíð alúð og gest- risni. Jarðarförin fór fram frá Lút- kirkjunni í Markerville, 23. á- gúst s. 1. að viðstöddu fjölmenni. Það sýndi sig bezt hvað miklum vinsaðldum hin látna átti að fagna, hve margir blómsveigar voru lagðir á kistu hennar frá vinum og vandamönnum í ná- grenninu. Hún var jarðsungin af presbytera presti, Rev. R. A. Sinclair frá Innisfail, í Tindastól grafreit. Blessuð sé minning hennar. “Nú er hún sæl er sælu jók syrgjendum þeim sem eftir þreyja. Guði sé lof sem gaf og tók, gott er að lifa vel og deyja.” —K. J. A. J. C. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Minningarathöfn um Jónas Hall- grímsson að Þingvöllum í gær 1 gær var Jónas Hallgrímsson lagður í moldu í grafreitnum að Þingvöllum, eins og áður hafði verið tilkynt. Minningarathöfn* in, er þar fór fram var virðuleg eins og við átti, en laus við allan íburð og tilgerð. Það var Þingvallanefnd, er stóð fyrir athöfn þessari og haifði valið til hennar fæðinardag Jón- asar Hallgrímssonar, en í gær voru liðin 139 ár frá fæðingu hans. Formaður Þingvallanefnd- ar er Sigurður Kristjánsson alþm. Nefndin hafði boðið aillmörg- um mönnum til þess að vera við- stadda athöfnina, þingmönnnum og æðstu embættismönnum þjóð- arinnar. Nokkrir þingmenn voru þar þó ekk. — Einnig var boðið rithöfundum og náttúrufræð- ingum. Dómkirkjukórinn var á Þingvöllum til að annast söng- inn og eins var þar Lúðrasveit Reykjavíkur. Boðsgestir lögðu af stað héðan úrbænum kl. 10%. — veður var kyrt og bjart er haldið var af stað austur. — Líklegt er að flestir eða allir er voru með í för þessari hafi haft mjög í huga æfi og starf og örlög Jón- asar Hallgrímssonar og þá ekki síst hugsað til þess fámenna hóps vina og aðdáenda, er stóð yfir moldum hans í Assistentkirkju- garðinum í Kaupmann’ahöfn fyr- ir rúmlega 100 árum. Á leiðinni austur kom þessi víssa í hug Jakobs Thorarensen skáld: Lokið utanlands er nú langri dvöl, færð til feðraranns hinstu fylgiskjöl, uppfylt ósk og þrá — raunar okkur ljóst, að þú Fróni frá aldrei fórst né dóst. Mosfellsheiðin var dimm óg hélugrá, er þangað kom. — En þegar bifreiðarnar raunnu nið- ur eftir Almannagjá birti snögg- lega í lofti, svo Þingvellir stóðu ií björtu skini nóvember-sólar- innar, með glitrandi hélunni, en fjallahringurinn í fannamötli gnæfði yfir. Margir, er þarna voru á ferð, munu aldrei hafa séð Þingvelli í björtum vetrar- skrúða. Þannig voru þeir í gær. Þingvallakirkja var opin, er að var komið. Þar stóð kistan með beinum Jónasar listaskálds- ins góða, á kirkjugólfi. Var það vönduð eikarkista, er Þingvalla- niefnd hafði látið gera. Kertaljós loguðu þar, en kirkjan öll ásamt kistunni, var fagurlega skreytt hvítum blómum. Þingvallarkirkja er lítil eins og menn vita, svo ekki komust nálægt þvf allir víðstaddir inn. En veður var svo kyrt, að menn gátu heyrt allt, sem þar fór fram VISUR FLUTTAR Á “VESTRI” FUNDI VIÐ BURTFÖR MR. OG MRS. J. B. VALFELLS Vini að missa teljum tjón trega hrærir strengi, veit eg ykkar Valfells hjón “Vestri” saknar lengi. Leið þó hraði um lönd og sæ lífið í okkar muna, ykkur þakkir færa fæ fyrir samveruna. Bráðum sólrík lítið lönd laðar hæglát bylgja, ykkur réttum hlýja hönd heilla óskir fylgja. Gefist ykkur gæðin ný gleði lífs og friður, þá mun sól í suðri hlý senda geisla niður. Líðið seinna um loftið heim Ijósin norðurs skína, fagur bláum fjalla geim færið kveðju mína. J. J. M. TIL FRÚ SIGRÍÐAR OG JÓNS VALFELLS FRÁ “VESTRA” Víðsýnt er af Valfells brúnum, veðurmerkin glögg. Gróður eykst, á engi og túnum eftir nætur dögg. Yst og fjarst í augsýn roðar austrið, rauðagull. Morgunsól er blessun boðar, bikars signir full. Jón þar átti æskudaga uppvaxtarins þrá. Ákveðin var æfisaga, öriög, von og spá. Ferð þá hóf ’ann land úr landi, lagði á höfin breið. Hugdjarfur og haukfránn andi hefir vísað leið. Ein á þessum óravegi átti sömu leið, er á sælum sumardegi Sigríður, hans beið. Svo fór, að þau saman tóku — sannindi eru næg — heilum vagni heim þau óku, happarík og fræg. þó þeir stæðu fyrir utan kirkju- dyr. Kirkjuathöfnin Athöfnin hófst með því að Dómkirkjukórinn söng “Alit eins og blómstrið eina”. Því næst ílutti sr. Bjarni Jóns- son vígslubiskup ræðu. Hann talaði um forystumenn þjóðar- innar á fyrri hluta 19 aldar og hvar Jónas Hallgrímsson stóð í þeirra hóp. Hvernig rödd hans hljómar enn til allrar þjóðarinn- ar og hver spámaður hann var og er þjóð sinni, hvernig hann öllum öðrum fremur fann til með þjóðinni í gleði hennar og ekki síður á raunum; hvemig ihann skildi og skynjaði landið, þjóðina og sögu hennar og hvem- ig íslendingar enn í dag og um óbomnar aldir munu ganga í skóla hjá Jónasi Hallgrímssyni og læra af honum. Gleymum ekki erindinu, sagði hann: Jólum miínum uni eg enn og þótt stolið hafi hæstum Guði heimskir menn, hefi eg til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafi. Það verður oss öllum gagnlelgt að ganga í skóla hjá Jónasi Hall- grímssyni. Vér biðjum fyrir Islandi, fyr- farsælda Fróni; fyrir öllum er frelsi og manndáðum til handa landsins börnum og þeim, sem eiga að halda vörð um Island. Biðjum með orðum Jónasar Hallgrímssonar: Höfundur, faðir, alls sem er um alheimsgeiminn, hvar sem fer, þú, sem að skapar ljós og líf, landinu vertu sverð og hlíf. Aðlokinni ræðu vígslubiSk- ups söng Dómkirkjukórinn “Víst ertu Jesú kóngur klár”. Þá var kirkjuathöfninni lokið. í grafreitinn Alþingsmenn báru kistuna úr kirkju. Voru það þessir: Ólafur Thors forsætisráðherra, forsetar Alþingis, Jón Pálmason, Þor- steinss Þorsteinsson og Barði Guðmundsson og fyrverandi forseti Jörundur Brynjólfsson. Flormaður og fyrveTandi for- maður Þingvallanefndar Sigurð- ur Kristjánsson og Jónas Jóns- son og I. þingm. Eyfirðinga Bernharð Stefánsson. En frá kirkjunni og upp í grafreitinn báru þessir rithöf- undar og náttúrufræðingar kist- una: Guðmundur Hagalín, Guð- mundur Daníelsson, Jakob Thor- arensen og Friðrik Brekkan, Ámi Friðriksson, Sigurður Pét- ursson, Ingólfur Davíðsson og Þór Guðjónsson. Meðan kistan var borin í graf- reitinn lék Lúðrasveit Reykja- víkur Oratoríum eftir Handel. Síðan lék lúðrasveitin “Island farsælda Frón”. Þá söng Dóm- kirkjukórinn sálminn “Faðir andanna.” Að því búnu var kistan látin síga í gröfina. En Sigurgeir Sig- urðsson biskup flutti nú ræðu yfir gröfinni. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: “Snemma reyndist Jónasi líf- ið sársaukafult — eins og svo' mörgum. En í sorg og reynslu ljúkast upp heimar, sem ella eru lokaðir og margt fagurt sprettur þá fram í mannshuganum, sem H HAGBORG FUEL CO. 1 H ★ Dial 21 331 ^.F.L. 21 331 vökvað helguð tárum öðlast undraverðan vöxt og fegurð, enda sagði Jónas svo fallega: Þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Eg hygg að reynsla Jónasar á lífsleiðinni, — allt frá fyrstu bernsku, hafi opnað huga hans fyrir hinum æðri sannindum lífsins. « I Mi I -V"»t t — «». «.• fca “Þá sá alfaðir, sem öllu stýrir, grát í auga hins einmana”. Svo kyrt var veður meðan biskupinn talaði, að bergmál Almannagjár endurtók orðin þó hann væri þetta langt frá hamra- veggnum. Undruðust það allir, er á hlýddu. Er biskup hafði lokið máli sínu söng Dómkirkjukórinn þjóðsönginn. Þá gerði sr. Hálfdán Helgason helgiþjónustu við gröfina, en kórinn söng sálminn “Gefðu, að móðurmálið mitt”. Var nú þessari hátíðlegu at- ' höfn lokið, en allir, er þar voru ! viðstaddir, en það munu í alt | hafa verið um 200 manns, munu minnast þess hve Þingvellir voru á þessari stundu í fögru vetrar- skarti. —Mbl.17 nóv. GRAS og RÆTUR Þetta er eina söfnunin sem fram fer í Canada innan næstu tólf mánaða til líknarstarfsemi í Kína. . . . Hin eina fæða hans og miljóna í hans sporum í stríðs-sundurtættu Kínaveldi Þessi gamli smábóndi er of máttfarinn til að geta unnið. Japanir lögðu býli hans í rústir; mánuðum saman hefir hann ekki lagt sér annað til munns en gras og rætur. 1 Kína eru 83 prósent íbúanna bændur. Miljónir þarfn- ast skjótrar hjálpar varðandi mat, föt og meðöl. Starf UNRRA er nú að enda, og þess vegna verða sjálfboða- stofnanir að taka við og líkna. Canada má ekki láta sinn hlut eftir liggja. Viljið ÞÉR koma til liðs? Kína, góður nágranni og viðskiftavinur, mun lang- minnugur slíks. Verið örlát! Kína, góður nágranni, leitar til yðar! Njótið lengi dyggra dáða — drenglund reynist best. Göfugra vina, góðra ráða, gæfa það er mest. Svo skal virkta vini kveðja. Valinkunnu hjón! Samfagnendur syngja og gleðja, Sigfíði og Jón. Jón Magnússon CANADIAN A I D TO CHINA Make cheque payable to CANADIAN AID TO CHINA and mail to Provincial or Local Head- • quarters or to any Chartered Bank. PROVINCE CHAIRMAN TREASURER Manitoba Judge F. A. E. Hamilton, A. D. Duncan, Imperial Bank of Canada, Winnipeg, Man. Winnipeg, Man. Provincial Headquarters — Law Courts, Kennedy St., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.