Heimskringla - 15.01.1947, Page 6

Heimskringla - 15.01.1947, Page 6
C. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JANÚAR 1947 Eg lokaði vörunum til að segja ekkert meira. Eg hugsa að eg hefði ekki getað sagt neitt, þótt eg hefði reynt það. Það var eins og neistaregn hryndi niður fyrir framan augu mín. Eins og í blindni tók eg hattinn minn og hansk- ana, og án þess að líta til baka gekk eg út úr herberginu. Úti í göngunum rak eg mig á eitt- hvað, sem féll um koll. Við það áttaði eg mig, eg laut niður og sá að Jimmy lá þama endi- langur á gólfinu, og fékk þannig sín laun fyrir að standa á hleri fyrir utan dyrnar. Eg hjálpaði honum til að rísa á fætur og hann gekk niður stigann við hlið mína. Þegar við vorum komin niður miðja leið, hrópaði hús- fríeyjan fáein skammaryrði á eftir mér, en eg stansaði hvorki né leit við, og Jimmie þrýsti sér fast upp að mér, svo að hann sæist ekki. Þegar eg kom að útidyrunum, greip litli drengurinn í mig dauðataki með óhreinu hönd- unum sínum. “Farðu ekki, æ farðu ekki Connie!” sagði hann í bænarrómi. “Hún sér kanske eftir þessu á morgun. Og mér þykir svo vænt um þig, og eftir þetta skal eg vera miklu betri við þig en áður, ef þú vilt bara vera kyr hjá mér, og það verður pabbi líka. Eg _skal segja honum eftir henni, já, það skal eg áreiðanlega gera! Þú mátt ekki fara frá mér Connie! Hvað á eg að gera þegar þú ert farin?” Ákveðin en með hægð losaði eg litlu hend- urnar, sem voru svartar af óhreinindum. “Mér þykir slæmt að fara frá þér, Jimmy,” sagði eg. “En eftir það, sem komið hefir fyrir í kvöld, get eg ekki verið hér lengur. En eg skal ekki gleyma þér. Og eftir dálítinn tíma skal eg skrifa þér bréf og setja þitt eigið nafn á um- slagið, og ef eg hef nokkra peninga, þá skal eg gefa þér eitthvað.” Tár Jimmys hættu að hrynja. “Ætlar þú að gera þetta í raun og veru?” “Já, og svo kem eg kanske akandi í vagni og heimsæki þig.” Eg laut niður og kysti hann, þrátt fyrir öll þau óhreinindi, sem litla andlitið hans var þakið með fró morgni til kvölds. Eg veik honum svo til hliðar, gekk út um dyrnar og lokaði hurðinni á eftir mér, áður en hann fékk tíma til að grlípa í mig. Eg hljóp niður tröppurnar og út um hliðið og gekk út í kveldrökkrið, án þess að detta í hug, að í raun og veru hefði eg hrist rykið í Peckham af fótum mér. | 5. Kapítuli. Eg hljóp hart og lengi án þess að vita hvert eg var að fara. En loks neyddist eg til, vegna þreytu, að lina á sprettinum, og þá varð mér alt í einu ljóst að eg vissi ekkert hvert eg ætti að snúa mér. Eg hafði sagt Lady Sophíu de Gretton, að eg yrði að gefa Mrs. East fáeina daga til að fá sér aðra bamfóstru. Lady Sophia mundi auð- vitað breyta samkvæmt því í fyrirætlunum sín- um, og mundi það því vallda henni óþægindum ef eg'kæmi nú strax og segðist ætla að sitjast að hjá henni. Hvað sem því leið var það ómögulegt fyrir mig að fara til Park Lane í kvöld, því að hún hafði sagt að hún mundi ekki verða heima um kvöldið. Það þýddi ekkert að fara þangað, og engir nema þjónamir til að taka á móti mér. Ekki gat eg heldur hangið fyrir utan hliðið eins og betlari, þangað til hún kæmi heim. Eg varð nú hálf hrædd, þótt eg sæi ekkert eftir að hafa farið úr vistinni. 1 slitnu, litlu buddunni minni, sem eg hafði átt alla táð síðan blessunin hún móðir mín lifði, vonu nú aðeins tveir kopar- hlunkar. Og er eg gekk í hægðum miínum á- fram, fór eg að hugsa um hvað til bragðs skyldi taka. Svona er eðlisfar manna fult af mótsögn- um, þótt eg hefði eigi haft ljrst á hinum dýrastu kræsingum, hefðu þær verið mér boðnar heima hjá Sörah frænku minni, fann eg nú til hung- urs. Eg sá í glugga eins úrsmiðsins, að klukkan var orðin mu. Um hádegisbilið hafði eg étið uhauðsnéið með osti á, rétt áður en teg lagði af stað til að hitta önnu, og eg hafði verið svo áhugabundin við alt, sem fyrir mig hafði komið um daginn hjá Lady Sophiíu, að eg hafði eigi gætt þess hvort eg át nokkuð með teinu eða ekki. Eg var svo svöng að eg titraði, og auk þess var eg andlega örmagna og óbamingjusöm. Það gat vel verið að framtíðin færði mér gæfu og gengi, en hin yfirstandandi stund var svo ömur- leg vegna einstæðingsskapar miíns, að eg fór að gráta. Eg vissi ekkert hvað eg ætti að taka til bragðs. Hvar átti eg að vera um nóttina? Ef Mrs. Bryden hefði ennþá haft matsölu- húsið sitt í Bloomsbury, þar sem við móðir miín höfðum dvalið árum saman, hefði eg getað farið þangað. Mrs. Bryden hefði gjarnan lofað mér að vera fáeina daga og umiliðið mig um borg- unina þangað til eg gæti unnið mér inn pen- inga til að kaupa mér fargjald þangað, svo að árangurslaust var að hugsa um það. Sumir verja nóttinni til að ganga fram og aftur um götumar, eða sitja á bekkjum í görð- unum. En mig brast kjark til að reyna það, og loks fór eg að hugsa um Mrs. Leatherby-Smith. Eg hafði aldrei séð hana, þótt eg þekti hana of vel af frásögnum Önnu, og hafði eg enga á- stæðu til að ætla, eftir þvá sem eg hafði heyrt, að hún mundi taka hinni fátæku vinkonu ritara síns tveim höndum. Þótt mér væri það næsta ógeðfelt að biðja Mrs. Leatherby-Smith um þennan greiða, var mér samt ennþá ógeðfeldara að reika um göt- urnar alla nóttina, eða lenda kanske á heimili heimilislausra ungra stúlkna. Hvað sem öllu leið var það ljóst, að eg gæti ekki farið til Lady Sophíu fyr en næsta dag, og ifanst mér þetta því eina ráðið, að snúa mér til Mrs. Leatherby-Smith. Einn skildingur var ekki nóg alla leið þangað, sem borgun á strætis- vagni, en eg varð samt að aka eins langt og hægt var og ganga svo. Fyrir hinn skildinginn minn keypti eg mér brauðbita og át eg hann á götu- hominu þar sem eg beið vagnsins. Eg var miklu hressari þegar eg kom út úr strætisvagninum, eftir að hafa ekið eins langt og eg gat fyrir skildinginn. Eg þurfti að ganga langa leið og ekki stytt- ist hún vegna þess, að eg viltist einum tvisvar sinnum. Eg var þreytt og í þungu skapi og kvíðafull um það hverjar viðtökur eg mundi fá, og þegar eg komst á Addison götuna var eg svo aum að eg fagnaði því ekki að vera komin svona langt. Mrs. Leatherby-Smith hafði ekki átt heima í götu þessari nema stuttan tíma, en eg hafði skrifað til Önnu einum tvisvar sinnum, eftir að hún flutti þangað, og var eg því viss um að finna húsið. Holland Park hét það. Það hafði eg skrifað á bréfið til Önnu. Og þegar eg sá Holland Park ritað stórum, gyltum stöfum á bátt hlið úr járni, þá gekk eg strax inn. Stuttur vegur lá upp að stórri byggingu úr steini með mikilli hurð á framhlið að veginum. Skygni var fram af dyranum og hvíldi þak þess á gildum steinsúlum. Eg vissi að Mrs. Leather- by-Smith hafði erft fé mikið eftir mann sinn — kaupmann í Birmingham — og hafði Leigt sér stórt hús í Addison götu tii þess að geta haidið þar stórar veizlur úti í garðinum; en ekki hafði eg búist við að sjá sLíka höll sem þessa. Hún virtist nógu stór tii að þar gætu verið haldnar tvær eða þrjár stórveizlur í senn. Hinar mikiu vængjahurðir stóðu opnar, svo það bar vott um mikla gestrisni. Inni í for- salnum sáust margar hurðir, efri hluti þeirra var úr lituðu gleri, en þær vora allar lokaðar. í gegn um sumar þeirra skein ljós og eins í gegn 'um suma gluggana, aðrir vora dimmir. Mrs. Leatherby-Smith er sennilega úti, hugsaði eg, en Anna var áreiðanlega heima, og sjálfsagt á fótum, fyrst klukkan var í kring um tíu. Eg studdi á bjölluhnapp, og fuillorðinslegur maður í einbennisbúningi opnaði hurðina. “Er Miss Byrden heima?” spurði eg. Maðurinn horfði á mig forviða. “Miss Byrden?” spurði hann. “Eg þekki enga með því nafni.” “Hún er einkaritari Mrs. Leatherby- Smith.” Hann varð ennþá meira undrandi á svip. “Er Mrs. Leatherby-Smith í heimsókn hjá einhverjum héma. Hér er enginn leigjandi með því nafni.” “En er þetta ékki hús Mrs. Leatherby- Smith?” spurði eg. “Þetta er Holland Park húsið.” “Nei, þér farið vilt vegar. Þetta er fjöl- býlishöllin í Holland Park. Holland Park húsið er spölkorn hérðan. Eg skal sýna yður hvar það er.” “Eg hafði rétt iokið að þakka manninum fyrir, og hafði gengið fáein skref frá dyrunum, þegar maður kom út úr einum dyrunum á slíkri ferð, að dyravörðurinn varð að gléyma sinni virðulegu framkomu og láta fætur forða sér, svo að honum yrði ekki velt um koll. Eg gekk iíka til hliðar og bjóst við að sjá manninn þjóta áfram niður veginn og gegnum hliðið, en í stað þess staðnæmdist hann á þrösk- uldinum og starði á mig. Hann virtist miðaldra, vel búinn með gamaldags vangaskegg og grátt hár. Hann hafði dökk gleraugu í gull umgerð, glerin voru næstum kringlótt. Þau gerðu hann góðlegan í útliti. I annari hendinni hélt hann á símskeyti, sem hann auðsæilega hafði dregið út úr umslaginu, sem hann hélt á í hinni hend- inni. “Afsakið,” sagði hann og þagnaði eins og hann vissi ekki hvað hann ætti nú að gera næst. Mér fanst eins og honum fyndist sem við hefð- um sézt eintoverntíma áður, og þótt mér væri I andlit hans alveg ókunnugt, þá fanst mér þetta iíka. Þögnin var ekki löng, rétt á meðan hann dró andann, en samt fanst mér að hann hefði þagað þetta augnablik til að hugsa sig um, fá hugmynd, eða átta sig. Því næst tók hann til máls: “Afsakið, vorað þér ekki að spyrja um Holland Park húsið? Era það vinir yðar, sem búa þar?” “Eg þekki ekki Mrs. Leatherby-Smith,” svaraði eg auðmjúk. “En ritarinn hennar, Anna Byrden er vinkona mín.” Maðurinn brosti. Eg reyndi að muna hvar eg hefði séð hann áður, en tókst það ekki. “Miss Anna Byrden, hún er Líka bunningi minn. Það var leiðinlegt, að þér ætluðuð að heimsækja Holland Park húsið í bvöld, því að Mjrs. Leatherby-Símith og Miss Byrdne era hvoragar heima. Þær koma sannsýnilega ekki heim fyr en snemma í fyrra málið. Eg er Mr. Wynnstay. Þér hafið kanske heyrt Miss Byrden tala um mig?” “Nei,” svaraði eg og hjarta mitt varð þungt eins og blý við þær fréttir, að Anna væri ekki heima. “Eg held að hún hafi aldrei minist á yður við mig, en eg hefi heldur ekki hitt hana oft að máli sáðan hún flutti hingað. En samt finst mér það skrítið að Anna skyldi ekki nefna það neitt við mig, að hún yrði ekki heima í kvöld. Við töluðustum við síðari tolutann í dag.” “Eg hugsa að hún hafi ekbert vitað um það þá,” sagði Mr. Wynnstay er hann horfði at- ihyglisiega á svipbrigðin, sem á mig komu við þessar fréttir. “Mrs. Leatherby-Smith er bona, sem tekur skjótar ákvarðanir. Þær — þær — eg veit að þær óku burt í mesta flýti. Mér þykir slæmt að rhín unga vinkona, hún Miss Byrden, toefir aldrei minst á mig við yður, því hefði hún gert það, værað þér nú fúsari til að leyfa mér að hjálpa yður, ef fj arvera þeirra er óþægileg fyrir yður. En samt vona eg að þér leyfið mér það?” Hefði eg verið fullkomlega með sjálfri mér, hefði eg sennilega sett upp þóttaiegan kulda- svip. En eg var bæði þreytt og hungruð, hafði höfuðverk og kuldahroll. Augu mín voru tár- vot og hrundu tvö tár niður vangana, svo að þýðingarlaust var fyrir mig að reyna að leyna óróleika mínum. “Eg veit alls ekkert hvað eg á að gera,” sagði eg með grátstaf í röddinni. “Eg var svo áreiðanlega viss um, að Anna væri heima. En það er ekki hægt að gera við því. Eg þakka yður fyrir að segja mér fíá, að þær séu ekki heima, svo að það sparar mér að ganga þangað. góða nótt.” “En kæra ungfrú. Eg bið yður auðmjúk- lega fyrigefningar. Þér megið ebki fara svona í burtu héðan. Bíðið við og við skulum tala svo- lítið saman. “Denby,” sagði hann við dyravörð- inn, “fáið ungfrúnni stól. Hún er þreytt.” Þetta var sagt í bjóðandi rómi, og hlýðnað- ist dyravörður óðara. Mr. Wynnstay var auð- sæilega talinn maður með mönnum í þessari höll. Eg settist niður, ekki vegna þess að mig langaði neitt til þess, heldur vegna þess að eg skalf af geðshræringu og var óstyrk. “Eg hugsa að yður sé það mjög áríðandi að hitta Miss Byrden 1 kvöld,,, sagði Mr. Wynnstay. “Já, eg hafði hugsað mér að vera hjá henni 'í nótt,” sagði eg. “Eg á langt heim og framorðið — en —” “Auðvitað, eg skil það ósköp vel. En nú vitið þér ekki vel hvað til bragðs skal taka. Og úr því að eg er vinur Mrs. Leatherby-Smith og Miss Byrden, verðið þér að leyfa mér að gefa yður ráð.” “Hvar hefi eg séð yður áður?” spurði eg alt í einu — eða eg gæti fremur líkt því við, að einhver innri rödd talaði fyrir munn minn. Andlit Mr. Wynnstays varð hörkulegt og kuldalegt. “Ef við hefðum sézt fyrri, væri ómögulegt að eg hefði gleymt því,” svaraði hann kurteis- lega. En þrátt fyrir alla kurteisina var eins og spurningin hefði snert hann illa; en eg gat ekki skilið hvers vegna. 6. Kapítuli. Auðvitað var taugaveiklun ástæða þess að mér fanst eitthvað grunsamlegt og leyndar- dómsfult stara á mig úr hverjum krók og kima. Eg ímyndaði mér það sjálfsagt, er eg þóttist sjá vanþóknunarsvip á Mr. Wynnstay. En þetta var aðeins augnablik. “Það er sjálfsagt leiðinlegt fyrir yður að fara til Holland Park hússins þegar þær eru báðar að heiman, einkum þar sem þér þekkið ekki húsmóðurina,” bætti hanii við, “og segja við þjóninn, að þér ætlið bara að vera þar um nóttina. Og nema að þér þekkið þá vel er eg hræddur um að þeir láti yður ekki komast inn 'í húsið.” “Mér mundi aldrei detta í hug að reyna nokkuð þvílíkt,” svaraði eg. “Það var vingjam- legt að yður að sýna mér svona mikinn áhuga, en nú ætla eg ekki að tefja yður lengur. Góða nótt.” “Nei, bíðið við. Eg held að eg sjái leið út úr þessum örðugleika,” sagði Mr. Wynnstay. “Ef þér viljið koma með mér inn í skrifstofuna mína, sem er hérna fast hjá á þsesari hæð, og bíða fáeinar mínútur á meðan eg rita bústýr- unni fáeinar línur, og bið hana upp á mína á- byrgð að fara með yður upp í herbergi Miss Byrdens, og lofa yður að vera þar í nótt. Hún mun áreiðaniega gera það. Þá þarf Mrs. Leath- erby-Smith ekkert að vita um þetta fyr en þér hafið fundið Miss Byrden að máli, og hún getur þá sagt húsmóður sinni frá þessu. Hvernig iízt yður á þetta ráð?” Eg vissi varla hvað eg átti að segja. Þessi maður varmér gerókunnugur, og mér var óljúft að þiggja af honum nokkurn greiða. Þetta var alt saman vandræðamál. Mig langaði alls ekk- ert til að gerast gestur Mrs. Leatherby-Smith án hennar vitundar. En eg átti ekki annars úr- kosta en þetta. Eg hafði enga peninga, klukkan var orðin yfir tíu og í því hugarástandi, sem eg var, hrylti mig við að liggja úti um nóttina. “Eg hugsa, að eg verði að taka boði yðar með þökkum,” svaraði eg. “Það væri kanske betra ef þér vilduð gera svo vel og ganga með mér til Holland Park hússins, í stað þess að skrifa. Eg hélt að þér væruð að fara út þegar.” “Það er betra að senda bréfið,” svaraði hann og gekk að hurð í forsalnum, hurðinni sem eg hafði séð hann koma út um, og opnaði hana. Þar var dimt inni, en augnabliki síðar studdi Mr. Wynnstay á hnapp, og ljómaði nú 'bjart ljós um alla stofuna. “Þetta tekur enga stund, Denby,” sagði húsráðandi, eins og til að réttlæta þessa aðferð við dyravörðinn, sem hafði hlustað með mikilli eftirtekt á samtal okkar. “Það er gott að þér séuð við hendina til að fylgja ungfrúnni til dyra þegar hún fer.” Þessi orð veittu mér hugrekki og bára vitni um, að húsráðandi vildi réttlæta mig í augum dyravarðarins. Hann var sérstaklega hugul- samur, og ásakaði eg sjálfa mig fyrir, að hafa fundið til slíkrar andstygðar á honum og eg fann þegar eg sá hið góðlátlega, roskna andlit hans. Vel gat verið að maðurinn, sem hann minti mig á, hefði átt þátt í einhverri óþægilegri reynslu minni, sem eg mundi ekki lengur eftir, en eg léti nú bitna á þessum saklausa manni, hugsaði eg með sjáifri mér, er eg gekk með miklum óhug inn í skrifstofu Mr. Wynnstays. Það var skrautlegt hertoergi, þótt ekki minti það nieitt á skrifstofu og fáar vora þar bækurnar, fáeinar hillur vora þar samt og í þeim failega bundnar bækur, og á borði einu iágu blöð og tímarit. Þarna var líka skrifborð og á því la®ipi með skrautlegum silkihjálmi yfir. Húsráðandi sneri ljósinu á lampann. Hann lokaði ekki alveg hurðinni, sem lá út ií forstofuna, svo að mér fanst, að auðvelt væri að ná sambandi við umheiminn með hjáip Denbys, sem stóð þar fyrir utan. “Eg var svo óheppinn að setja hægri hand- ar þumalfingur úr liði fyrir skömmu síðan,” sagði húsráðandi er hann lagði fram ritföngin. “Eg á ennþá örðugt með að halda á pennanum, og væri yður því þakklátur, ef þér vilduð skrifa bréfið, sem eg var að tala um áðan, óg svo get eg skrifað undir það. Bústýra Mrs. Leatherby- Smith getur kannast við nafn mitt, því að hún hefir séð það nýiega á tveimur réttarskjölum. Alt það sem þér þurfið að segja er, að ungfrú—. Já, þegar eg hugsa um það, þá held eg að eg haf; ekki þann heiður að hafa heyrt nafn yðar.” Eg sagði hvað eg héti, og hann hélt áfram að gefa mér lauslega hugmynd um hvað þyrfti að skrifa, svo að bústýra Mrs. Leatherby-Smith lofaði mér að vera. Á meðan á þessu stóð hafði eg hlýtt boðum hans og sezt við skrifborðið og tekið upp pennastöngina. Mér datt nú í hug, að hefði hann gengið með mér og sagt fáein orð við þjóninn, sem lauk upp fyrir okkur, hefði það verið miklu umsvifaminna. En hann kaus nú þessa leið, og ekki hafði eg færi að leggja honum lífsreglurn- ar. Á meðan eg ritaði bréfið, sem samkvæmt fyrirmælum Mr. Wynnstays var bæði langt og margort, gekk hann fram og^aftur í herberginu. Eg heyrði hið táða fótatak hans á gljáandi gólf- inu í hvert skifti og hann gekk út af tyrkneska teppinu, sem var á miðju góilfinu. En einu sinni heyrðist ekkert fótatak til hans og það langa stund. Alt var hljótt í herberginu./ Ekkert heyrðist nema skrjáfið í pennanum er eg skrifaði. Eg flýtti mér eins og eg gat og var næstum búin með bréfið, er eg heyrði daufan hávaða, sem minti á er tvö glös snerta hvort annað. “Mr. Wynnstay er að hressa sig í laumi á vínglasi eða brennivíns staupi,” hugsaði eg. “eða hann er kanske að útbúa mér einlhverja hressingu, en það mun eg ekki þiggja, ef hann byði mér matarbita væri alt öðra máli að gegna, því gæti eg ekki neiitað, en vín drekk eg ekki.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.