Heimskringla - 09.04.1947, Síða 4
4. SÍÐA
WINNIPEG, 9. APRIL 1947
HEIMSKRINGLA
Hetmskrittgla
(MtofnvM ltt$)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Kigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verð blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist íyriríram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
ooosðssoseðseðeseosQðSðooeðSðOQO
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 9. APRIL 1947
allir orðið aðnjótandi, ef vér
viljum.horfa á og hlusta eftir
með guðræknum hug.”
STRANDAR Á SKAÐA-
BóTUNUM
Heildarsafn þjóðsagna Ölafs Davíðssonar
Þrjú stór bindi þjóðsagna ó. D., hefir Þorsteinn M. Jónsson
skólastjóri á Akureyri fyrir skömmu gefið út. Um útgáfuna hefir
Jónas J. Rafnar læknir séð með honum. Er þeim treystandi til að
hafa gert safn iþetta vel úr garði, því ibáðir eru þjóðfræðaþulir og
unnendur alls sem gott og þjóðlegt er.
Það hefir verið sagt, að fullmikið birtist nú af þessháttar
bókum heima og nýja bragðið sé horfið, með breyttum tímum, af
þjóðsögunum. Ekki raskar þetta þó hinu, að þær verða ávalt þjóð-
fræðilegar, eru spegill af hugsunarhætti og trú sinnar aldar. En
notagildi iþeirra er á fleiru fólgið. íslenzkt mál mætti illa við, að hin
hnitnu svör og orðatiltæki, sem þar er að finna, hynfu, sem oft eru
svo smellin að sígild eru. Þau eru á vörum þjóðarinnar daglega, þó
margur geri sér litla grein fyrir því og viti ekkert hvaðan þau
koma. Það er ekki sízt í þjóðsögunum, frásögnum aí algengustu
hlutum, sem spakmæli þau eru komin.
Og sem skemtilestur, eiga Islendingar fátt eða ekkert til í
bókmentum slínum, sem við þjóðsögurnar jafnast.
Það mætti á marga söguna minna, þessu til sönnunar. Og
þó sumar þeirra kunni að þykja léttvægar og séu það margar, er
innna um aðrar að finna mikið vit og gimsteina íslenzkra bók-
menta, eins og sumar vísur Látra-Bjargar. Hún var sem kunnugt
er, bláfátaékur umrenningur, flakkaði frá einum bæ til annars,
vegna þess, að hún gat engum háð verið, vildi vera sinn eigin
herra. Eitt sinn er hún var á flakki um Þingeyjarsýslu, er sagt, að
sýslumanninum Jóni Benediktssyni á Rauðaskriðu, sem illa var
við sveitaflakk manna, hafi komið til hugar að hefta för Látra-
Bjargar. En Björg frétti þetta og kvað:
Táli pretta örgu ann,
aldrei dóma grundar,
máli réttu hallar hann,
ihvergi sóma stundar.
Viísan barst til sýslumanns. Hann varð bálreiður og stefndi
Björgu um kviðlinginn. En þegar málið kom fyrir, bar hún af sér
ámælið, sagði vísuna hafa verið afbakaða fyrir sér af eirthverjum
illviljuðum í sinn garð. En rétt væri hún, ef kveðin væri aftur á
bak. En þá er meining hennar alt önnur, eins og hver getur séð.
Viarð sýslumaður að láta við það sitja.
Ef vísa eins og þetta á ekki skilið að vera haldið á lofti, á sumt
af hnoði nútlímans það ekki. En á ýmislegt þessu líkt má benda,
bæði í sögum Látra-Bjargar og annara i þjóðsögunum, auk allra
spakmælanna og orðatiltækjanna, sem þar eru leikin og sýnd á
svo látlausan hátt, að 'list er að.
Þessi útgáfa Þorsteins M. Jónssonar mun vera til sölu í bóka-
verzlun Davíðs Björnssonar í Winnipeg.
LESIÐ INN í TEXTA
Orð þau sem hér fara á eftir,
eru úr bók séra Haraldar Náels-
sonar: Árin og eilífðin. Heitir
prédikunin sem þau eru úr,
“Guðdómlegt takmark”. Þau
voru lesin inn í textann við
páskaguðsþjónustuna s. 1. sunnu-
dag lí Sambandskirkjunni í Win-
nipeg og þóttu svo viðeigandi, að
þess hefir verið æskt af mörgum
er á þau hlýddu, að þau birtust
í Heimskringlu. Fara þau hér á
eftir:
“Vér könnumst allir við hið
mikla boðorð, þar sem kærleiks-
skyldan og ástúðar hugsjónin er
hafin í hámark: að vér eigum
jafnvel að elska óvini vora og
biðja fyrir þeim, sem ofsækja
oss. Kristur telur áreiðanlegt,
að svo langt geti mennimir kom-
ist. Annars mundi hann ekki
hafa krafist þess af þeim. Hann
notar enga kenning um syn<íug-
leik manneðlisnis eða erfðasynd
til þess að draga úr þeirri skyldu.
Hann ætlast til þess að kærleiki
vor sé með þeim hætti, að vér
verðskuldum að kallast guðs-
börn, eða synir föður vors á
himnum. Og til þess að þetta
verði öllum augljóst, bendir
hann með einkennilega einföld-
um orðum á guðdómlegan eigin-
leika, er menn hafi daglega færi
á að athuga, ef þeir vilji veita
honum eftirtekt. Þann eigin-
leika guðs hefir engin vitsmuna
maður upphugsað á skrifstofu
sinni. Kristur horfir á hann úti
í náttúrunni, sér hann á hverj-
um vordegi, þegar sólskin og
skúrir skiftast á. . . Aldrei sjá-
um vér þennan guðdómlega eig-
inleika jafn glögglega og á björt-
um blíðum dögum vorsins, þeg-
ar svarta nóttin er orðin sem
bjartur dagur og grös og jurtir
hefjast í fögnuði gróðurmagns-
ins. Eihhvern mildan dag í gró-
andanum hefir lausnarinn veitt
þessu eftirtekt. Með sinni djúpu
athygli hefir hann horft á skin
og skúrir og áhrif hvorstveggja
á gróðurmoldina og grasið. En
hugsanir hans út af þeirri at-
hugun beinast ekki þetta sinn í
þá átt, hve nauðsynlegt þetta
hvorttveggja sé mönnunum, —
sólskinið og regnið. Hitt miklast
honum,'hversu guð sendi þessa
blessun jafnt yfir alla menn. —
Hann sé ekki minstu vitund að
hugsa um það, hverjir hafi unn-
ið til þess og hverjir ekki. 1 því
efni geri hann sér engan manna-
mun. Blessaða sól sína láti hann
renna upp jafnt yfir vonda sem
góða og frjóvandi regnskúrum
rigna jafnt yfir réttláta og rang-
láta.
Það er engu Líkara en að Jesús
sé þarna úti á náttúrunni að
hlýða á prédikun. Himneskur
faðir hans er að tala til sálar
hans — er að auglýsa honum
eðli sitt. . . .
Sömu opinberunar getum vér
Ein mikilvægasta fréttin af
i fundi utanríkisráðherranna í
Mjoskva, kemur ekki ifrá rúss-
nesku höfuðborginni, heldur frá
Reriín. En hana segir Lucius
Ciay, hershafðingi og stjórnandi
þessa hluta Þýzkalands, er
Bandaríkin ráða yfir. Hann er og
aðstoðarmaður George Marshall
ilíkisritara á Moskva-fundinum.
Eftir að ihann kom nýlega til Ber-
iín, lét hann þær fréttir uppi að
íMoskva-tfundurinjn væri fyrilr-
fram dauða dæmdur, aðalllega
vegna málsins um stríðsskaða-
bætur, sem krafist væri að
Þýzkaland greiddi.
Um önnur mál en þetta, virt-
ist samkomulag ekki óhugsan-
legt, segir Clay. En Marshall
ritari Bandaríkjanna, mun hugsa
sér, að fara frekar út í skaða-
bótamálið og leita fyrir sér um
hvað Rússar gerðu sig minst á-
nægða með. En tíu biljón dali,
eins og þeir kref jast, samkvæmt
Potsdam - samningunum, telur
hann að ekki nái nokkurri átt,
eins og nú standa sakir. Þýzka-
land verði að efla framleiðslu
sína ef hugsanlegt eigi að vera,
að það greiði þessa skuld. Banda-
rtíkin og Bretlnad kréfjast ekki
eins og nú stendur á, ekki slíkra
skaðalbóta, hvað sem þeir hafa
áður gert.
Marshall telur iPotsdam-samn-
inginn hafa verið gerðan með
það í huga, að Þýzkaland yrði
sameinað, eða mikið til ein heild,
eftir stríðið. En eins og það sé
nú alt brytjað upp, geti tekjur
þess aldrei numið því, er þurfi
með til að greiða þessar skaða-
bætur.
En hvaða skiining eigi að
leggja tí Potsdam samninginn
kemur u ta n ríkis ráðhe r ru num
ekki saman um. Og þegar hinar
sameinuðu þjóðirnar heyra svo
| mikið um skaðabætur talað,
'þykjast þær eiga einnig til hlut-
ar að telja.
En raddir þeirra hefir verið
ákveðið að þagga niður með þvi,
að mál þetta verði ekki rætt hér
eftir annars staðar en á fundum
fjögra ráðgjafa stórþjóðanna
einna. Fái Marshall engu um-
þokað og fært skaðabæturnar
niður á eitthvað sem skaplegt er,
sem þó ekki er Mklegt að takist,
að skoðun Clays, getur Moskva-
fundinum ekki lokið nema á
einn veg — með ósömdum friði.
gerðist á samibandsþinginu vik-
una áður en það tók sér páska-
hvíldina. Hugur þingmannanna
snerist um það, að komast heim
fyrir hátíðina og var ekki að
brjóta heilan um nein ný vel-
ferðarmál landsins, eftir að kröf-
ur stóriðju- og f^ármála-
hölda höfðu verið heyrðar um
afnám ákvæðisverðsins. Al-
menningi sem biúsann borgar
finst að Mkindum minna til um
þessa páskagjöf King-stjórnar-
innar.
FÁ EKKI FARARLEYFI
En májið fór fyrir rétt og þar
var Mi*s. McHugh dæmd lí 25
dala sekt og málskostnað fyrir
að vera Indíáni og hafa keypt
vín!
Áfengið kostaði $10.55 og nam
sektin þá öll $40.50. Segir Mýs.
McHugh kímandi, að hún skilji
ekki þetta tvent, að áfenginu
þyrfti að hella niður eftir að
borga svona vel fyrir þ‘að, eða
hitt, að hún sé Indlíáni, sam-
kvæmt úrskurði Ottawa-stjóm-
i arinraar. Hún sagðist ekki enn
! geta sagt fregnritum, hvernig
sér geðjaðist Canada, hún þyrfti
að kynnast því betur.
Það var ekki ótítt á stníðsár-
unum, að erlendir hermenn gift-
ust enskum konum: En þetta átti
sér váðar stað, þó minni biiögð
kunni að hafa verið að því. —
Nökkrir Bretar giftust t. d. rúss-
neskum konum. Voru þær sum-
ar á Rússlandi, að stríði ioknu,
og eru enn. Hafa Bretar verið
að biðja stjórn Rússa að veita
konum þessum leyfi til að flytja
til eiginmannanna. En Rússar
ihafa neitað þeim burtfararleytfis
úr Rússlandi. Segja þeir, lað
landið megi ekki við, að tapa
þeim, því hver maður og kona
hafi sitt hlutverk og sínar skyld-
ur að vinna á þágu þjóðar sinnar.
Sá sem úr landi fari, bregðist
þeirri skyldu sinni.
F. K. Roberts, sendih. Breta
í Moskva, segir að stjóm Rúss-
lands, hafi ekki gefið sér neinar
ástæður fyrir burtflutnings-
banni konanna, enda væri það
ekki nauðsynlegt, þar sem bæði
Bevin og Montgomery hefðu tal-
að við Stalin persónulega um
þetta, árangurslaust.
Stalin gaf til kynna, að hann
hefði ekki neinu getað komið til
leiðar á þessu efni hjá yfirráði
landsins (Supreme Soviet), sem
endanlega réði öllu um ihvort
burtfararleyfi væri veitt eða
ekki.
Roberts hélt ákveðið fram, að
brezka stjórnin hefði engan laga-
legan rétt til að sækja þetta mál
af kappi þar sem það væri i ó-
samræmi við lög Rússlands. —
Hinu væri ekki að neita, að sið-
ferðislega mælti alt með því iað
burtförin væri veitt.
“Þetta er ekkert mikilvægt
pólitaskt mál,” sagði hann, “en
það er ekki frá sálfræðilegu
sjónarmiði þýðingarlaust.”
Við þetta mun sitja.
GLEYMIÐ EKKI
í LAUGARDAGSSKÓLA-
SAMKOMUNNI
Við kennarar Laugardagsskól-
ans höfum tekið eftir því, að
þegar minst er á þessa stofnun í
samtali, ræðum eða riti, þá er
það oftast á uppgjafaranda, sem
gefur óbeinMnis til kynna að
skólinn sé að Mða undir lok. —
Þetta finst okkur furðuleg af-
staða gagnvart skólanum, vegna
þess að við vitum, að hún er
hvorki holl né réttmæt.
Tuttugu börn hafa sótt skól-
ann stöðugt á iallan vetur, þrátt
fyrir það þótt oft hafi verið afar
kalt í veðri og mörg þeirra ættu
1
PÁSKAGJÖF KINGS
| Á sambandsþingi Canada, var
ákvæðisverð á fjölda af vörum
afnumið síðast liðna viku. Það
mun láta nærri, að því hafi verið
j létt af einum þriðja af öllum
vörum, sem ennþá voru því háð-
ar.
Þetta áhrærir nýjar og gamlar
bifreiðar, sem með þessu hækka
um 300 dali í verði, svala-drykki,
kæliskápa, þvottavélar, eldavél-
ar, saumavélar, karlmanna og
drengja fatnað, ullarvörur, við
til eldsneytis, og öllu sem að
vatnsleiðslu lýtur. — Næstkonj-
andi 16. spríl einnig á kolum,
kóki og briquettes.
i Leiga á íveruhúsum og íbúð-
um í fjölhýsum, er og leyft að
ihækki um 10%, Mklega 1. júraí,
vegna þess, að þá eru oftast end-
urnýjaðir leigusamningar. Þar
sem um enga leigusamninga er
að ræða, getur vel verið að leig-
an hækki fyr.
I Á búnaðaráhöldum og vélum,
^ er en ákvæðisverð gildandi. —
Einnig á fjölda af vörum, sem
skortur er á, eins« og hvítum
karlmanna skyrtum, bómullar-
fatnaði, te, kaffi, smjöri, osti,
sáðkorni, brauði og bakningum,
tómötum í dósum, maíz og baun-
um.
Þetta er nú aðallega það sem
HEFIRÐU HEYRT
BETRA?
langt að. Okkur finst það ekki
lítilsvert að svona mörg börn og
foreldrar þeirra sýni þannig ást:
siína og virðingu fyrir íslenzk-
unni.
Fjórir kennarar, að meðtöld-
um páanóleikara okkar, hafa og
verið altaf til staðar. Þessum
hóp er saínast hefir saman á
laugardagsmorgnum, finst eng-
in ástæða til 'þess að örvænta
um framtáð skólans.
Börnin hafa eins og endranær
stundað íslenzkunám og æft lís-
lenzka söngva, og þessar síðustu
vikur hafa þau verið iað æfa sig'
í framsögn, smáleikritum og
söng fyrir. lokasamkomu sína.
Þau hafa sýnt mikinn áhuga fyr-
ir þessu og vænta þess að vinir
skólans sæki þessa samkomu
eins vel og samkomur þeirra á
undanförnum árum.
I Bregðist ékki börnunum, sæk-
íð samkomu þeirra og sýnið þeim
þannig að þér virðið viðleitni
þeirra í þá átt að læra dslenzk-
una.
i Skemtiskrá samkomunnar er
auglýst á öðrum stað lí blaðinu.
Aðgöngumiðar tfást hjá 'báðum
! íslenzku Iblöðunum. I. J.
1 Bassano í Alberta-fylki, búa
hjón sem fyrir þremur árum
giftust í Englandi. Eiginmaður-
inn er canadiskur maður, er var
hálft sjöunda ár í stríðinu, en
konan er ættuð frá Englandi.
Þau komu heim til Canada og
reistu bú á Alberta fyrir sex
mánuðum. Einn daginn ætluðu
þau að gera sér glaðan dag og til
undirbúnings því, kaupir koraan
að ráði eiginmanns síins 2 kassa
af öli og 13 únzu flösku af ein-
hverju sterkara. Þegar varan er
komin heim til Mr. og Mrs. Law-
rence McHughs, en svo heita
hjónin — heimsækir lögreglan
þau og segir Mrs. McHugh brot-
lega við canadisk lög” fyrir að
hafa keypt áfengið. Konan veit
ekki hvaðan á sig stendur veðrið
og spyr um ástæðuna. Og á
henni stóð ekki. Lögreglan sagði
henni að ihún mætti ekki kaupa
áfengi í Canada vegna þess að
hún væri Indíáni! En því víkur
svo við, að maður hennar er
iengst fram 'í ættir atf Indíánum
kominn, að minsta kosti ií aðra
ættina og með því að giftasl
honum ,er hún skoðuð sem Indí-
áni. En þeim eru bönnuð vín-
kaup.
Lawrence McHugh skilur ekk-
ert í þessu; hann segir þau ihafa
kyept öl á Englandi og á 'hernum
hafi ihann stundum fengið sér
bragð eins og aðrir en aldrei svo
á sér hafi sézt og aldrei hafi ver-
ið á móti því haft.
“HEKLUGOSIÐ ER STÓR-
KOSTLEGASTA SJÓN
SEM NOKKUR
GETURSÉД
Viðtal við Örn Ó. Johnson, sem
flaug austur í morgun.
“Sá, sem sér þetta, sér aldrei
aðra eins sjón á ævi sinni,” sagði
Örn Ó. Jöhnson, framkv.stj.
Flugfélags íslands, við Vísi í
morgun, er hann hafði flogið
austur til að athuga gosið.
Örn og Jóhannes Snorrason
flugmaður fóru austur í Beech-
craft-flugvél F. 1. Sagði Örn Vási
að Mtið væri að sjá — meira en
-sést héðan úr bænum — þótt
flogið væri austur yfir fjall, en
er austar dragi væri gosið svo
stórkostleg sjón, að annað eins
gætu menn ekki séð.
1 fyrstu var flogið í 7000 feta
hæð og reyndu þeir Öm og Jó-
hannes að gizka á, hversu hátt
strókurinn næði. Segir Örn, að
ekki sé of lágt áætlað að hann
nái 20,000 fet í loft upp.
Örn kveður strókinn standa
beint upp úr fjallstindinum, en
eftir þv(í að dæma er um gos úr
sjálfum aðalgágnum að ræða.
Strókurinn rýkur beint upp í
mörg þúsund fetá hæð á örfáum
andartökum og þegar flugvélin
var í 6 — 7 málna fjarlægð frá
gosstaðnum, sáust geisistór
björg þeytast hátt í loft.
Hraun sáu þeir félagar einnig
renna niður fjallið að suðaustan
verðu. Auk þess rauk ,úr fjallinu
á einum stað 3 — 400 metra fyr-
ir neðan tindinn — austan eða
suðaustan hans. Gufumóða virð-
ist einnig leggja upp úr sléttum-
söndunum fyrir norðan fjallið,
svo að hiti hlýtur að vera ákaf-
lega mikill á jörðu þar eystra.
—Vási 29. marz.
FYRSTU HANDRITIN
Fyrstu bækurnar voru sér-
kennilegir gripir, Mtil skinnblöð,
heft saman og undin lí vöndul.
Það var einkum garfað geitar-
skinn og kálfsskinn. Útgefend-
urnir lögðu kapp á, að skinnin
væru snyrtilega unnin og lituð
rauð eða gul. Það hefir fundist
afrit af löfmáli Móse á sMkum
skinnlblöðum.
Það var Mka skrifað á pálrna-
iblöð forðum daga. En það var
ekki endingargott efni, og því
einkum haft í sendibréf og minn-
isblöð. Undir það lesmól, sem
þýðingarmeira var tfyrir seinni
támann, völdu menn varanlegra
efni. .
Fljótlega var farið að_ nota
trjábörk og tréspjöld. Rómverj-
ar notuðu himnur innan úr berki
linditrjánna, Saxar skrifuðu á
ibeyki og beykibörk. Spjöldin
voru bundin saman með þræði.
Sumar frumstæðar þjóðir iðka
sMka bókagerð enn þann dag í
dag. Skriftin er þá oftast ljós á
d'ökkum grunni.
Það var mikil framför, þegar
farið var að nota spjöld úr ííla-
beini og blýi. Þá var hægt að
nota sama spjaldið oft, með því
að strjúka út það sem á þvá var
áður. Það þótti þeim gömlu góð
ha'gfræði. Svo komu vaxspjöld
til sögunnar. Þau voru gerð úr
tré, smurð þunnu lagi af lituðu
vaxi. Á þau var skrifað með nlál
úr járni. Var hún kölluð stylus
eða sfíll. Annar endinn var odd-
mjór, en þvert fyrir hinn. Með
breiða endanum mátti skáfa
letrið út að vild.
Ekki voru það atvinnuskrif-
arar einir, sem áttu sér stíl, þeir
voru Mka til á heimahúsum. Eru
til af þvlí ýmsar sögur að skap-
stórir ritihöfundar gerðu út um
mál siín með stílnum. Lá þá
gjarna leið hans inn á milli 6. og
7. rifbeins. Um eitt skeið var
blátt áfram bannað að nota stíla
úr járni, en þeir í þess stað hafð-
ir úr tré, beini eða fílábeini, góð-
ir stálar á vax en gagnslausir til
mannvíga. Júlíus Cæsar notaði
járnstíl, og hafði einan vopna til
varnar sér, er hann var veginn,
og særði einn árásarmannanna
með 'honum á handlegg. Kennara
nokkrum varð sundurorða við
nemendur sína, og var lagður
stílnum á tugatali. Sprenglærð-
an prófessor greindi á við munka
nokkra um guðfræðilegt atriði,
en munkarnir gengu fast til
verks og höfðu hver sinn stíl.
Var þvá prófessorinn að velli
lagður.
En svo varð pappír almennur.
Vitað er, að pappar hefir verið
notaður 3 — 400 órum fyrir
Krist. Só pappír varð gerður úr
papýrus en það efni var haft til
pappírsgerðar langt fram ó 9.
öld.
Papýrusiðnaður stóð með
miklum iblóma hjó Egiptum.
Papýrus er vatnajurt, eða sef í
Miðj arðarhafslöndum, meira en
mannhæðarhótt. Biöðin voru
lögð slétt undir farg og látin
Mmast saman. Síðan voru þau
| barin með tréhamri og loks fág-
uð með sandi eða skeljum og
skorin í hæfileg stykki. Róm-
verjar endurbættu pappírsfram-
leiðsluna, gerðu pappírinn ibæði
hvítan og .gljáandi.
Þessi papþír var alltaf mjög
brothættur. Því var farið að
hafa pergamentblöð í bækurnar
inn á milli, t.d. fimmta eða sjötta
hvert blað, en pergament ec
skafið skinn eins og Islendingar
skrifuðu fyrstu bækur sínar á. 1
páfagarði er margt dýrmætra
j gamalla bóka, sem varðveizt hef-