Heimskringla - 09.04.1947, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.04.1947, Blaðsíða 3
WINNIPlEG, 9. APRIL 1947 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Sæmundur fróði lyfti brúnum undrandi, úti á þekju. Hann hafði fyrr komið þar í sveit sem þægilegt er að geta brugið fyrir sig gáfuleysi, kunni tökin á því að skilja ekki meira en hann kærði sig um. Tignarmaðurinn lét iíða stundarkorn, sáðan ræskti hann sig fyrst góðlátlega, síðan miður góðlátlega. Síðan fór hann sána leið, og brá skugga yfir andlit þaulæft í leyndum þótta og sýndarþjónustu. Það var ekki oft, að unga stúlkan hafði tíma til að setja sig hjá föður sínum og kasta mæðinni. Oftast kom hún aðeins til að fræðast af honum um hver þeissi ungi maður eða unga kona væri. Sæmundur prestur fræddi hana fúslega og kunni glögg skil á öllu þvií, er hún vildi vita. Að áliðinni nóttu spurði hann hana að lókinni fræðslu: í>ú skemmtir þér alltaf jafn vel? Skemmti mér! hrópaði unga stúlkan og augu hennar leiftr- uðu af dillandi kátínu: Nei — orð ná ekki yfir það! Eg er heill- uð af hamingju faðir minn! Mér 'hefir aldrei liðið eins vel og í kvöld. Eg vissi ekki að það væri hægt að láta sér líða svona vel! Eg — eg lifi!...........Ó — eg lifi......... Nóttin líður, tautaði séra Sæmundur ókátur: Etf við látum dag renna yfir — skemmtum okkar, er okkur heimleiðin lok- uð, dóttir sæl! .... Þanigað til einihverja aðra nótt, þangað til — nóttina þá! Ættum við ekki að fara að hugsa um að halda heim? Hvernig talarðu, faðir minn? Nóttin, sem er nýbyrjuð! anzaði unga stúlkan og steig dansspor fyrir framan hann. Viljirþú fara nú, verðurðu að fara einn! — Hún fjarlægðist hann í valsi; Mig færðu ekki með þér fyrst um sinn! . . . . Ef til vill aldrei! Sæmundur fróði hristi höfuð- ið. Og þetta háfði hún í gamni' Jæja — hver hlutur verður að hafa sinn gang: eldraun lífsins er hverjum einum óhják-æmileg. Það þarf ekki fróðan mann til að vita slíkt! Reyndar var hér telft um dóttur hans. En þannig hafði það verið um allar aldir. Það er um börnin eins og um iíf- ið sjálft: Drottinn gaf, drottinn tók . Sumir finna jáfnvel ham- ingju, eins konar hamingju, eða að minnsta kosti hamingju-rang- hverfu — eða ranghverfa ham- ingju! — á öldum yfirskinsins, á tálfjölum tildurs og sl^egðar. Tré flýtur þar, sem steinar sökkva! ....... Hinn aldni vitringur sat þögull og éinmana yfir víni, sem sauð og brast í skínandi skál. Enn á ný kom dóttir hans sem snöggvast að bórðinu til hans, ekki jáfn glöð og áður, og það var eins og honum þætti fyrir því. Hún settist hjá honum, þagði við. Sé eg rétt eða er mig farið að dreyma: Þú kemur og sezt — og situr? spurði séra Sæmundur og lét glas sitt mæta glasi dóttur sinnar í ofurlitlum klingjandi ómi. Afsakaðu,' faðir minn — mig langar ekki í meira vín. , Sjáum til, dóttir sæl! Hvað er að? — Er hann undir eins far- inn að dansa við einhverja aðra? Unga stúlkan leit í augu föð- ur sínum, alls ódul: Já — en það er ekki það, faðir minn! Okkur sinnaðist. Ykkur sinnaðist? Já. — Unga stúlkan leitaði að orðunum: Það bar þannig til, að hann mætti unga manninum, sem þú sýndir mér áðan, honum, sem hefir búið til öll fallegu lög- in, og sló honum gullhamra í öðru hvoru orði, en hló um leið og hann sneri við honum baki og sagði við mig: Hann gleypir við oflofi eins og golþorskur við agni, greyræfillinn, og þarf þó noeira en meðal heimskingja til að ætla öðrum þann vansmekk, að þeim sé hið væmna gaul hans eyrnagaman! — Var það ekki ódrengilega sagt, eða hvað finnst þér, faðir minn? Séra Sæmundur lyfti þreytt- um gamalmannsaugunum frá glasinu með hinu tæra víni og leit í hin hryggu augu dóttur sinnar: Óneltanlega. Það er það, ! sem maður kallar fals, dóttir sæl!........Þér mislíkaði það og vildir ekki eiga þátt í því? Unga stúlkan heyrði ekki spurningu föður síns, hún var risin á fætur: Sj áðu, faðir minn! Skáldinu, sem þú hældir svo mjög, er óglatt. Hann er veikur! Séra Sfmundur leit sem snöggvast í áttina þangað, sem stórskáldið sat: Veikur? Hann er ekki vitund veikur! Hann befir drukkið full drjúkt vín- berjasafann. Ætli það sé ekki stybban hérna inni, sem hann hefur ekki þolað? gat unga stúlkan til og reyndi að bera blak af snillingn- um, og nusaði um leið í kringum sig, hér var andstyggilega vont ioft, það lá við að henni yrði ó- glatt sjálfri: Hvað veldur þessu vonda lo'fti? Brennandi tóbak, ilmvatna- eimur, ásamt svita og and- remmu heitra manna og kátra, dóttir sæl. Unga stúlkan leit í kringum sig, notaði sér þau skilningarvit, sem guð hafði gefið henni — og nú var hrifningint horfin úr augnaráðinu: Finnst þér þetta ekki — viðbjóðslegt, faðir minn? Hávaðinn, óloftið — allt þetta hérna! Því verður ekki neitað, að andrúmsloftið er betra heima í Odda — jafnvel í fjósinu! anzaði séra Sæmundur og brosti: Þú ert þá ef til vill nú tilleiðanleg að fylgja mér heim aftur? Bíddu augnablik, faðir minn! Eg hetfi í allt kvöld ekki getað áttað mig á-----Sérðu konuna þarna? Sérðu, hvernig hún horf- ir á mig? Svona hefir hún horft á mig allt liðlangt kvöldið! Ef til vill er ástæða til. Hvaða ástæðu ætti hún að -geta ha-ft til að horfa svona á mig! hropaði unga stúlkan og vöknaði urn augu af að vera gert rangt til: Hvað ætti eg svo sem að hafa gert henni? Eg þekki hana ekki, faðir minn! Veizt þú, hver hún er? Er þér mikið í mun að fá að vita það? Segðu mér það, faðir minn! Hún er eiginkona manns þess,1 er þú hefir dansað við meginið af nóttunni. Það er ómögulegt! Og hann — sem............ Hún þagnaði, — þerraði á sér varirnar. Svo stóð hún á fætur, ákveðin: Eg vil fara heim, faðir minn. Getum við ekki farið und- ir eins? Sæmundur fróði reis á fætur og leiddi dóttur sína út úr hin- um dýrlegu salarkynnum: Það er það, sem kallað er tál, tautaði hann fyrir munni sér. Meðan þau biðu eftir að ná í yfirhafnir sínar úr fatageymsl- unni, presturinn og dóttir hans, heyrðu þau að baki sér manns- rödd, sam var að reyna að sefa æsta konu: Hvernig getur þú látið ofurlít- ið nýjarsgaman fá svona á þig? Hvers vegna hefurðu ekki skemmt þér sjálfri! Mig ættirðu að þekkja nógu vel til að vita, að það þarf meira til að velgja mér innan rifja en sakleysi úr sveit ofan, helgibók með silfur spöng- um, hahahaha! Unga stúlkan fölnaði upp og reikaði, en fálmandi hendur hennar náðu taki í handlegg föður hennar; hann studdi hapa út úr þessu ævintýrasloti fjör- ugrar nætur, ljósadýrðin hvarf að baki þeim, og hljómarnir fögru, sem smám saman höfðu hverfzt í tæknilega tryllingu, dóu út, — en eyra dótturinnar náðu orð föðursins, ástrík og þó ekki alveg laus við glettni: Kær þú þig kollótta, hnyðran min! Honum er ekki alvara! . . Þetta er það, sem kallað er- bragðfimi. --------Niðri í fjörunni stóð sá grái og beið eftir þeim. Þau - stigu þögul á bak. Þá beið hann ekki boðanna, en, skellti þegar á skeið út á bylgju- þýfðan Ifáfflötinn. Þó tifaði hann1 ekki lengi á tölti yfir brimgarða, iheldur kastaði sér til sunds —! og synti djúpt! Botnsækinn hafði þeim þótt hann á útleiðinni,; feðginunum, og þó hafði hann þá verið sem korkur hjá þeim blýþunga, sem nú virtist óhjá-j kvæmlegt að sykki með þau í djúpin. Séra Sæmundur mátti ekki einasta andartak sleppa horni Saltarans úr beinu sam-i bandi við skrapskinnið á herða- kamlbi hafvaðans; um leið og hann það hetfði gert, myndu | ihann og dóttirin hafa hrapað 'beina leið niður í þangskóga haf- djúpanna og sálin — hvert? . . . Já, einu sinni þegar séra Sæ- mundi vildi til annað hvort að dotta augnablik eða gleyma sérj í uggnum við aðbráða dagrenn-; ingu, dagrenningu, er hlaut að leysa upp þá myrkurveru, sem þessa stundina var þeim öldujór leysa hana upp eins og allt ann- að myrkur næturinnar, rankaði hann við sér við þá ægilegu upp- götvun, að ekki var annað ofan sjávar af reiðskjótanum en lengstu hárin í makka og tagli. Þá fékk sá grái heldur en ekki að smakka á Saltara Davíðs Júð- akón-gs, enda lék hann ekki þær listir aftur fyrsta sprettinn. En unga stúlkan hatfði orðið svo skelkuð, að hún hafði gleymt forboði föður síns og allt í einu var farin að þylja bænir sínar, sem betur fór í hljóði. Séra Sæ- mundur batt skjótan enda á slíkt guðlegt háttalag: Því ertu að væla, stelpa? Hér er engin hætta á ferðum! Hann skribaði á skötu. — — — Þegar dagur rann stóðu þau aftur á ströndinni nið- ur af Odda, feðginin víðförlu — og sá grái horfinn. Unga stúlkan smeygði hönd undir arm föður síns og þau gengu samhliða heim á leið, dálítið völt á fótum, enda vansvefta. Heima í Odda var enginn ris inn úr rúmi um þessar mundir; þau stigu hægt inn í herbergi séra Sæmundar, tóku sér sæti og hvíldu sig. Ungu stúlkunni fannst hún vera annað hvort allt of þreytt eða ekki nógu þreytt til að h-átta — hana svim- aði og lá við að henni rynni í brjóst. Síðan vaknaði hún allt'í einu, leit hissa á föður sinn — hissa og ofurlítið hrædd, en ein- hvers staðar lá kátína æskunn- ar í leyni og það var hún sem sigraði, unga stúlkan vék sér að föður isínum og spurði áferg: Hvaða óskapleg vitleysa var þetta allt saman, sem við lentum -í núna í nótt, faðir minn! .... Eða sofnaði eg og var mig að dreyma? Allt líf er draumur, dóttir sæl, anzaði Sæmundur fróði og klappaði elskunni sinni á hárið ljósa, kyssti hana á ennið göfga, s-em enginn skuggi enn þá myrkvaði: Eini munurinn er sá, að suma dreymir illa, aðra vel. Er það ekki mikill munur? spurði unga stúlkan og reis á fætur, nei, þreytt var hún ekki, bún var eins og hún væri endur- fædd og fj-örið óviðráðanlegt. Munurinn er ekki ýkjamikill, anzaði séra Sæmundur og glotti við: Og skilur þó líf frá dauða! Ó, hvað það er yndislegt að vera komin heim aftur, faðir minn! hropaði unga stúlkan og leit í kringum sig og allir hlutir, sem hún leit á, endurómuðu þög ulir hrifni hennar, frið og fars- æld. En hér gat hún ekki dvalið til eilífðar, hún varð víðar að koma, það var svo margt, sem hún þurfti að annast og sem mundi fara út um þúfur án hennar. Ótal margt! Fyrst og fremst var það nú hann Gráni hennar; og hver mundi sjá um kisu, að hún fengi morgunmjólk- ina sína? Og þá mátti hún ekki gleyma nýbærunni, henni Bú- kollu, og kálfinum hennar. Enn fremur varð hún sem fyrst að líta etftir rokknum sínum, kömb- unum, snældunni, vefstólnum, að það allt væri í lagi. Hvernig í ósköpunum hafði hún getað afrækt þessa hluti alla dögum og iíklega vikum saman? Hún skildi það ekki. — Þegar Kata gamla rakst á heimasætuna í morgunsárinu, í miklum önnum við að taka ofan af og ná illhær- um úr ull, sem hún siíðan skildi eftir gæðum og litarafti, varð henni orð á munni: Sjáum til! kumraði í henni — hún var heldur en ekki afundin1 og morgumfúl. Unga stúlkan hljóp upp um1 hálsinn á henni og rak að henni remlbingskoss: Nú hef eg lært af föður mínum, eins og þú ráð- lagðir mér! sagði hún og hló: Nú máttu vara þig, því mér segir svo hugur, að eg muni hafa þeg- ið að erfðum allvænan tungu- forða með skynsemi, kelli miín. Láttu mig nú ekki þurfa að eyða allt otf miklum dýrmætum tíma í að koma viti fyrir þig! klykkti Íhún út og kyssti á ný gömlu kon- una og sneri henni í hring. Kata gamla vissi varla, hvort sér bæri að firrtast eða bvernig hún ætti að taka þessum fíflalátum. Unga stúlkan hélt áfram: Og nú ætla eg að*kemba og spinna og tvinna og vefa, Kata mín, svo að enginn hér á heimilinu skal hafa roð við mér, og mikið hlakka eg til! — Eg var rétt að koma frá að Mta eftir Búkollu og kálfinum hennar. Það var hreinasti óþarfi, tuldraði gamla konan: Fjósa- maðurinn sér um það! Unga stúlkan hló, kembdi af kappi, varð hugsi: En hvað okk- ur hefur alla daga liðið vel hér í Odda — og allar nætur! sagði hún upp úr þurru og stöðvaði kambana: Það var eitthvað sem hún mundi ekki, kom ekki fyrir sig, eitthvað óþægilegt var það víst, en sem betur fór kom það henni alls ekkert við — hvað var það nú aftur? — Veiztu, sagði hún — í kátínu og þó hálf skelkuð: Veiztu hvað mig var að dreyma í nótt! Einhverja óskap- lega vitleysu! Hvað var það nú aftur? Jú >— það var eitthvað með hesta eða hest, sem óð sjó- inn landa á milli — við sátum á honum, faðir minn og eg — grá- um hesti. Nú — og hvernig fór svo? .... Nei, eg er alveg búin að gleyma því! Eg hef ekki sett það nógu vel á mig. En hestur- inn, sérðu, það var enginn eigin- legur hestur og vatnahestur var það ekki heldur, n-ei, það var á- reiðanlega ekki nykur, það var — gettu sanns! Gettu sanns! — Það var.......hann Kölski sjálf- ur! Unga stúlkan hló, og lá þó við gráti: En það var eitthvað mik- ið meira og enn þá flóknara, þreifaði hún fyrir sér, en gat ekki áttað sig á neinu ákveðnu - samt fannst henni að þessar horfnu minningar hefðu haft einhver tengsl við ljósadýrð og raddir og hljóðfæraslátt — og að síðustu einhvern óþef. Eða var eitthvað meira síðar — voru það tár? En hún gat ómögulega áttað sig á því: Nei — eg er búin að gleyma því — eða kem ekki orðum að því. En var það ekki skrýtinn draumur, Kata mín? Kötu gömlu var ekki hlátur í hug. Hún sagði: Hefur þú mun- að eftir því, barnið gott, að þakka drottni fyrir liðna árið? Og lofa hann fyrir þá náð, að færa þér nýtt ár í morgungjöf á þessum blessaða degi! Annars skalt þú gera það og gera það tafarlaust. Og unga stúlkan gerði það, og gerði það t’afarlaust. INGIBJÖRG FRIÐLEIFS- DóTTIR EINARSSON 1975 1947 Hinn 4. jianúar síðastliðinn, andaðist að heimili sínu á Point Roberts heiðurskonan, Ingibjörg Firðleifsdóttir, Einarsson. Hún var fædd 16. sept. 1875 á Efra-Sýrlæk, í Villingalholts- hreppi, í Árnessýslu. Forel-drar hennar voru: Friðleifur Jónsson og Þorbjörg Snæbjarnardóttir, í sömu sýslu. Ingibjörg ólst upp með for- eldrum sínum fram yfir ferming- araldur. Fór hún þá til Reykja- víkur og lærði þar fatasaum. — Þar dvaldi hún í tvö ár. Að þeim liðnum flutti hún með unnusta sínum, Guðmundi Einarssyni, frá Loffcsstöðum í Gaulverja- bæjarhrepp. Þetta var árið 1901. Það sama ár, 11. des., giftust þau, lí Brandon, Manitoba og bjuggu iþar næstu tvö árin. Fluttu þá til Vancouver, B. C., og voru þar önnur tvö ár. Hurfu þau þá austur aftur, til Winnipeg árið 1905. Árið 1906 fluttu þau vest- ur á bóginn atftur og námu land 4 miílur norður áf Foam Lake, Saskatohewan. Þar bjuggu þau til ársins 1913. Það ár héldu þau aftur vestur að Kyrrahafi og bygðu sér heimili á Point Ro- berts í Was(hington-ríki. Háfa þau lifað á Point Roberts ætíð áíðan. Þau eignuðust sjö börn og ólu upp einn fósturson. Eru iþau hér talin eftir aldursröð: 1. Haraldur (fóstursonur), giftur og býr á Point Roberts. 2. Ingvar, dáinn 13 ára gamall á Point Roberts. 3. Kristjana Lovísa, dó 1 bernsku á Winnipeg. 4. Sigríður Júlía, Mrs. Hanson, býr í Bellingham. 5. Ásta Friðsemd, Mrs. Hutdhin- son, býr í Bellingham. 6. Einar Hannes, ógiftur, á Point Ro- berts. 7. Guðrún Isabella, ógilft, á Point Roebrts. 8. Ingimundur Móses, ógiftur, á Point Roberts. — Ennfremur lifa Ingibjörgu 7 barnabörn og 1 barna-barna- barn. Önnur náin skyldmenni eru: bróðir hennar, Halldór Frið- leifsson, er mörgum er kunnur af ritsmflðum sínum og allmörg systkinabörn bæði á íslandi og í Ameríku. Fóstursoninn, er fyr er getið, tóku þau hjónin ný- fæddan og ólu upp sem sitt eigið bam og gengur hann undir þeirra nafni. Ingibjörg sál. rækti móður- og heimilisstörtf sín með afbrigðum vel, oft undir hinum erfiðustu kringumstæðum. Hún var fá- skiftin um annara hagi og tók lít- inn þátt í almennum félagsskap, en gaf sig heila og óskifta börn- um sínum og heimili. Hún var hrein í lund og batt órjúfandi trygð við þá sem hún unni. Hún var kona vel greind og unni góðum bókum þó tíminn sem hún hafði til að sinna þeim væri af ærið skornum sk-amti. Minn- ingin um líf hennar og starf lif- ir sem Ijós á vegum -bama henn- ar og vina. A. E. K. H HAGB0RG FUEL C0. H ★ Dial 21 331 £F.L. 21 331 — komulag. Væri því hin mesta þörtf að vinda bráðan bug að málum þessum. Penicillin-stöð Berlin — Á byggingu Pencillin framleiðslu-stofnunar, af hinni allra nýjustu og fullkomnustu g-erð, sem kostur er á, og einni fullkomnustu stofnun slikrar tegundar í mið-Evrópu, á að byrja fyrir lok þessa mánaðar á svæði Bandarákja-hersetuliðsins á Þýzkalandi. Eigi er vitað enn, hvar á því svæði stofnun þessi verður reist, en henni mun verða komið upp undir umsjón her- stjórnar yfirvaldanna. Argentína Argentina hetfir sagt alþjóð- legu hveiti-ráðstefnunni, er stendur yfir ií Lon-don, að hún taki ekki þátt í neinum hveiti- samningum. Þetta var gert heyrin kunnugt nýlega. Losna við hersveitir Cairo — Farouk Egyptalands- konungur, lét hefja þjóðfánann að hún yfir öllum herbúðum í miðparti Cairo, sfðastliðinn mánudag, eftir að brezkar her- sveitir ytfirgáfu til fulls Cairo, Alexandria og Niílarlöndin. Hersveitir Breta hafa nú að- setu á Suez-skurðarsvæðinu. Þær, (hersveitirnar) hafa haft aðsetursstað í herskálunum (Kasrelnil) í Cairo í síðastliðin 65. ár. Þörf á framkvæmdum J Hector McNeil, stjómar-ráð- herra, sagði nýlega, að til ein hverra skjótra alþjóðlegra fram- kvæmda þurfti að k-oma, til þess að afstýra vandræðum á landa- mærum Grikklands og Bulgaríu. ‘Skilmála-skjal, undirbúningur að frið-arsamningum milli nefnda ríkja, hefði verið dregið upp, en aldrei samþykkt, og hefðu orðið um það hinar svæsn- ustu deilur og megnasta ósam- >í&W l*o ■m 0 KÍ& For Early Fall EGGS order your PIONEER "Bred for Production" CHICKS NOW Canada 4 Star Super Quality Approved R. O. P. Sired 100 50 Breed 100 50 14.25 7.60 W. Leghorns 15.75 8.35 29.0015.00 W.L. Pullets 31.5016.25 3.00 2.00 W.L. Ckls. 4.00 2.50 15.25 8.10 B. Rœks 16.75 8.85 15.25 8.10 N. Hamps 16.75 8.85 26.00 13.50 B. Rock Pull. 29.00 15.00 26.00 13.50 N. H. Pull. 29.00 15.00 10.00 5.50 Hvy Brd Ckls 11.00 6.00 18.50 9.75 L. Sussex Pullets 96% accurate. 100% live arrival guaranteed. Available for IMMEDIATE DELIVERY ORDER TODAY DIONEED ■^hATCHEBv"* ■ Of HÍ6H QUAUTV CH/CKS SINCt 19101 416 H Corydon Avenue, Winnipeq BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin sknld Saga Islendinga í Vesturlieimi þriðja bindi, er til sölu á skrif • stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. Gott útsæði borgar sig ! Talið við umboðsmenn vora um það. Vér veitum einnig ÓKEYPIS skoðun á yðar eigin útsæði viðvíkjandi frjó- magni og meðhöndlun. FEOIRAÍ

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.