Heimskringla - 09.04.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
I
HEIMSKRINGLA
Einbver lá á gólfinu fyrir framan skrif-
borðið og varð hún helidur en ekki óttasliegin,
þegar eg kom inn, og þaut á fætur. Þetta var
ekki Adela, heldur Díana Dunbar, og alt í kring
um hana á gólfinu lágu skúffurnar úr borðinu,
og hver bútur úr því, sem hægt var að losa.
Hún þaut á fætur og eldur brann úr augum
hennar. Augnablik horfðustum við í augu án
þess að mæla, en svo tók eg til máls:
“Gott kvöld, Miss Dunbar,” sagði eg, “þér
bjuggust víst ekki við að sjá mig hérna svona
fljótt?”
“Eg var að skrifa yður bréf,” svaraði hún
þrjóskulega og eldrauð i framan. “Þiað liggur
þarna á skrifborðinu hálf skrifað.”
Hún benti á brófblað á borðinu og umslag,
sem lá hjá því ásamt ritblýi.
“Eg ók yfir hingað frá Mrs. Morton, þar
sem við erum gestir,” sagði hún hálf óstyrk.
“Mig langaði að sjá yður. Við borðuðum fyr en
þið og þér voruð því eigi viðlátnar er eg kom,
eg mátti ekki vera að bíða, eg bað því herbergis-
þernu Lady Sophíu að vísa mér inn í herbergi
yðar, svo að eg gæti skrifað yður bréfið.”
“Og er það venja yðar að sitja flötum bein-
um á gólfinu með bréfaskriftirnar?” spurði eg,
“og draga út allar skúffurnar úr borðinu, sem
þér skrifið á?”
“Skúffurnar voru nákvæmlega svona þegar
eg kom hingað inn, ekki veit eg hver hefir verið
að rusla á dóti yðar. Eg misti eitthvað og var
að leita að því er þér komuð inn.”
“Eg efast ekki um að þér voruð að leita að
einhverju,” sagði eg, “en grunur minn er sá, að
það hafi tilheyrt mér en ekki yður.”
“Hvað eruð þér að drótta að mér?” spurði
hún heiftúðlega.
“Þér voruð sendar hingað af manni, sem
heitir Wynnstay. Ef hann væri ekki, vissuð þér
ekkert um þetta skrifborð. Alt sem hann og
Lady Dunbar vita um mig vitið þér lika, þótt
þér hafið kanske ekki vitað það lengi. Þér hafið
líka, ef til vill, aðra ástæðu til að koma hingað;
en ef svo var, þá sláið þér tvær flugur í sama
högginu. Eg held að eg hafi ekki mátt seinna
koma; því eg hugsa að þér hafið ekki lokið við
það sem þér ætluðuð að gera hér.”
“Þér eruð brjálaðar!” hrópaði hún. “Eg
veit ekkert hvað þér eruð að tala um. Eg hugsa
að þér vitið það ekki sjálfar.”
“Þér voruð að leita eftir leyniskúffunni
með skjölunum í,” sagði eg ákveðin, eins og eg
vissi þetta til fullnustu. Eg gaf náinn gaum að
svip hennar, og í hinu bjarta ljósi, sá eg að hún
roðnaði og bliknaði á mis, og áður en hún gat
nokkru svarað, bætti eg við rólega: “Þér hefðuð
getað sparað yður ómakið, ef þér hefðuð talað
við mig fyrst, í stað þess að reyna að afljúka
þessu sjálf, því eg er búin að opna leyniskúff-
una og taka skjölin, og sleppi þeim ekki fyr en
sá tími kemur er eg nota þau.”
“Þér eruð djöfull!” hvæsti hún heiftúðlega.
“Já, nú vriðist, sem J>er skiljið mig, Miss
Dunbar.”
“Nú kemur röðin að yður, Consuelo Brand.
Þér hafið orðið mér skjótari í þetta skiftið, eg
viðurkenni það. Já, eg skil yður. Eg vissi um
skrifborðið og leitaði að skúffunni. Þér hafið
ekkert gagn af skjölunum; þau eru ónýt og þér
getið ekki notað þau til neins. En auminginn
hún móðir mlín, sem hefir ekkert reynt annað
en raunir alla sína æfi, getur ekki hugsað til að
skjölin séu ekki ónýtt. Hafið þér ekki séð
hversu breytt hún er þessar síðustu vikur? Hún
hefir elst um tíu ár á fáeinum dögum. Loksins
fékk eg hana til að segja mér hvað að henni
gengi, og eg ákvað að hjálpa henni. Hefði eg
getað komist inn í þetta herbergi, sem eg bjó í í
fyrra, og náð skjölunum, hefði eg gert það og
farið leiðar minnar, en eg vissi láka ráð, ef þetta
tækist ekki.”
“Þér reynduð að ljúga yður út úr þessu.”
“Já, eg reyndi það. Eg er að vinna fyrir
annan en ekki fyrir sjálfa mig; og sé málefnið
gott, eins og þetta, þá helgar það hvert meðal.
Hefðuð þér trúað sögu minni um bréfið, hefði
eg sagt yður sögu, sem þér hefðuð hlustað á með
athygli, og eg hefði svo látið hitt erindið bíða
þangað til seinna. Þér getið samt ekki gert
mér ilt, en eg get gert yður ilt, en eg býð yður
sættir. Ef þér auðsýnið miskunsemi gamalli
konu, sem aldrei hefir gert yður neitt, þá skal
eg leyfa yður að hö'ndla þá hamingju, sem hend-
ingin hefir lagt á leið yðar. Fáið mér skjölin,
sem eru yður kanske einskis virði, þar sem þau
sanna ekki neitt, en sem geta huggað móður
mína, og eg mun draga mig í hlé. Þér getið svo
í ró og næði gifst Sir George Seaforth ef þér
getið náð í hann.”
“Ekkert skil eg í því hversvegna þér viljið
ráða þannig fyrir forlögum mínum, Miss Dun-
bar,” svaraði eg rólega, þótt eg væri dálitið
skjálfrödduð. “Það er smekkleysa af yður að
vera að ræða annað eins við mig. Hvað skjölin
snertir, þá eru þau mlín eign og eg áfhendi þau
ekki.”
“Eruð þér gersneiddar allri miskunsemi?”
spurði hún. “Hafið þér epga meðaumkvun
með henni mömmu minni?”
“Hefir hún nokkra meðaumkvun með
mér?” spurði eg.
“Ekki veit eg hversvegna þetta skeyti hitti
Díönu svona vel, en hún hrökk við.
“Þér farið vilt vegar, ef þér hyggið, að eg
ráði eigi fyrir forlögum yðar,” sagði hún. “Á
þessari stund held eg framtíð yðar í hendi mér.
Metnaðargjörn, óvönduð stúlka mundi kanske
giftast manni, og verða hamingjusöm með hon-
um, eftir að hafa heyrt það, sem eg ætla nú að
segja yður. En þótt eg hati yður, hugsa eg samt
að þér séuð ekki þannig. Stundum er það ham-
ingja að vita ekki; ef þér viljið njóta þess þá
fáið mér skjölin.”
“Eg læt þau ekki af hendi,” svaraði eg og
lagði hendina á bjölluna.
Glampinn í augum Díönu kom mér til að
vera við öllu búin. Hún hélt að eg hefði skjölin
á mér, og hún var stærri og sterkari en eg. Eg
hafði sagt ósatt, er eg sagði henni að eg hefði
fundið skjölin, en það var rétt eins og orðin
kæmu ósjálfrátt fram á varir miínar. Eg átti
Mka að taka út mína hegningu fyrir þetta, en
mig langaði ekkert til, að Díana færi að ráðast
á mig og neyða mig til að játa, að eg hefði logið
að sér.
“Jæja, iþá skuluð þér hafa skjölin. Þér
sjáið sjálfsagt eftir þvlí, og nú ætla eg að segja
yður hvers vegna þér getið aldrei orðið kona
Sir George Seaforths, ef þér hafið nokkurn
snefil af sjálfsvirðingu.”
“En ef eg nú neita að hlusta á yður?” sagði
eg, og fanst mér málrómur minn undarlegur.
eins og hann kæmi langt að. “En ef eg hringi
nú og bið Adelu að fylgja yður út?”
“Gerið það, og einhver annar mun segja
yður þetta alt saman, Eg hét yður því fyrir
hálfum mánuði síðan að eg skyldi komast að
því hvensvegna Lady Soþbía hefði tekið yður
upp á arma sína. Nú hefi eg komist að þessu.
Þér skuluð nú hlusta á mig annars efni eg loforð
mitt að segja frá þvií opinberlega, eða viljið þér
að eg geri það? Ekki hugsa eg að Sir George
Seaforth hafi beðið yðar eða ætli sér nokkru
sinni að gera það. En skyldi hann gera það,
væri það af misskildri drengskapar tilfinningu,
þvií að hann finnur að léttúð hans hefir gersam-
lega eyðilagt framtíð yðar. Viljið þér nú heyra
söguna eða á eg að segja hana fyrst hinum svo-
nefndu vinum yðar?”
“Látið þér hana koma,” sagði eg eins og í
leiðslu.
Díana þagði augnablik og tók svo til máls:
“Fyrir eitthvað tveimur mánuðum síðan,
sátu kvöld eitt, þrír ungir menn í'klúbbnum sín-
um. Þeir ræddu um stúlkur, sem voru Ifrægar
fyrir fegurð. Einn sagði, að sú stúlka, sem yrði
fræg fyrir fegurð sína, þyrfti að standa hátt i
mannfélags stiganum, og fjölskylda hennar yrði
að vera tigin og í virðingu. Eða hún yrði að vera
auðugur erfingi, svo að hún gæti með peningum
sínum rutt sér braut að tign og virðingu.
“Annara ungu mannanna hafði aðra skoðun.
Hann leit svo á, að nafnfrægð fríðleikskvenna,
væri mest hepni. Enginn gat sagt hversvegna
stúlka, sem væri kanske ekkert sérlega fögur,
væri alt í einu hafin til skýjanna fyri'r fegurð
sína og yndisleika.
Þriðji ungi maðurinn hafði enn aðra skoð-
un. Hann sagði að það væri enginn hlutur auð-
veldari, en að fá stúlku viðurkenda fyrir fríð-
leika, en það væri ennþá betra ef ungur og vin-
sæll maður tæki það að sér.
Hann hélt svo áfram og veðjaði um að hann
gæti gert þetta sjálfur. Ef hann gæti náð í unga,
fríða og vel uppalda stúlku, með fallegri fram-
komu, þá gæti hann, hversu fátæk sem hún
væri og óþekt, gert úr henni hina frægustu
blómarþs í samkvæmisiífi borgarinnar.
Vini hans langaði til að vita hvernig hann
ætlaði að fara að þessu. Hann sagði að það
væri ofur einfalt. Hann mundi látast vera hrif-
inn af ungu stúlkunni, senda henni blóm og
koma fram, sem riddari hennar. Hann mundi
við hvert tækifæri sýna aðdáun sína fyrir
henni, og með fyrirdæmi sínu koma öðrum til
að trúa, að það væri vel viðeigandi að dáðst að
henni og hylla hana.
Vinir hans voru fúsir til að veðja hverju
sem vera skyldi, að þetta væri ekki hægt, jafn-
vel fyrir slíkan heimsmann og hann væri. Það
sem þeir töluðu um í fyrstunni :í gamni, varð nú
brátt alvara, og þeir veðjuðu tveimur eða þrem-
ur þúsund pundum, og ungi maðurinn sem
stungið hafði upp á því, að veðja átti að borga
hinum jafnháa upphæð, ef hann tapaði fyrir lok
þessa samkvæmisárs.
“Hann átti að biðja frú eina, sem tilheyrði
heldri stéttinni að finna stúlkuna, sem við
ætti, og innleiða hana í félagslíf heldra fólksins.
Geo—ungi maðurinn átti að borga fyrir hana,
borga fiínu fötin hennar og sjá um skotsilfur
handa henni.”
“Hættið nú,” sagði eg í örvæntingu minni.
“Eg trúi þessu ekki. Þér eruð að ljúga!”
“Svo þér getið getað yður til hver maður-
inn er? Nú vitið þér hversvegna Lady Sophía
bauð yður til sín — hversvegna hún, sem er
fátæk, ágjörn og eigingjörn lét yður fá allan
þennan munað. Þér skiljið nú hversvegna
George Seaforth hefir legið í dulftinu fyrir fót-
um yðar. Hugsið vel um þetta. Alt sem þér
hafið utan á yður/alt frá skónum að ljósrauða
kjólnum hefir hann borgað fyrir.”
Eg bókstaflega skalf af hryllingu.
“Þetta er ekki satt,” sagði eg./
“Spyrjið hann sjálfan,” sagði Díana sigri-
hrósandi.
“Eg mundi ekki móðga hann þannig, það
vitið þér vel. En” — eg fékk alt í einu veika
von — “þér eruð óvinur minn, og viljið gjaman
gera mér ilt. Þér hafið reynt það áður án þess
að hepnast það, og nú reynið þér það á ný. En
eg elska Sir George Seaforth, og eg held að
hann elski mig. Eg væri ekki verðug ástar hans
ef eg tryði nokkru þvíiíku og þessu um hann.
Þér hafið spunnið upp þessa lýgi til að spilla á
milli okkar. Nú hafið þér sagt nóg og getið nú
farið með þeirri meðvitund, að yður hafi mis-
hepnast rógurinn og hinar illu fyrirætlanir
yðar.”
“Þér eruð aumkvunarverðari, en eg hefðv
haldið,”'sagði hún. “Þér trúið þvá, sem eg hefi
sagt en reynið að loka augunum fyrir því. —
Hlustið nú á. Jack Marlowe, sem á heimili það,
sem eg dvel á núna, var einn hinna þriggja
ungu manna. Jerry Weyland var annar þeirra,
og það var hann, sem sagði mér þessa sögu. Eg
varð að iofast til að giftaist honum til þess að
hann segði mér söguna. Hvort eg efni það lof-
orð mitt veit eg ekki. Hann mun segja yður
það, sem eg hefi sagt yður, ef þér spyrjið hann.”
“Eg mun aldrei spyrja hann,” svaraði eg
rólega.
“Spyrjið þá Lady Sophiíu, ef þér ausið yfir
hana sögunni, sem eg hefi sagt yður, mun hún
ganga í sig og játa hana.”
“Eg mun segja henni það, sem þér haífið
sagt,” sagði eg. “Eg hefi haft þá fyrirætlan
altaf síðan þér byrjuðuð. Hún skal fá að vita alt,
sem þér hafið sagt í kvöld.”
“Eg óska yður til gleði og hamingju með
samtalið,” svaraði Díana með háðslegum hlátri
og snaraðist út úr herberginu.
Eg stóð um stund og studdi hendinni á
hjartað. Eg hafði hert upp hugann á rneðan eg
talaði við Díönu, og vonaði að hún hefði beðið
ósigur í viðskiftunum. En þegar hún var farin,
þá hafði eg bókstalflega kvalir í hjartanu. Ef
þessi saga hennar væri nú sönn!”
“Eg ætla að hugsa um þetta,” sagði eg. “Eg
ætla nú að fara ofan til fólksins.”
En eg staðnæmdist við dyrnar. Hvernig
igat eg farið ofan? Mér hafði ekki dottið í hug
að líta í spegil, en eg vissi að eg hlaut að vera
náföl og undarleg í útliti, og þrátt fyrir æfingu
þá, sem eg hafði fengið í framkomu hinar Síð-
ustu vikur, vissi eg vel, að eg gat ekki brosað
með þennan sviða í hjartanu. Bara eg gæti náð
lí Lady Sophíu til að tala við hana — hún mundi
áreiðanlega sefa mig og sannfæra mig um, að
alt þetta væri uppspuni úr Díönu. Eg þráði
hana og samúð hennar og á þessu augnaibliki var
barið að dyrum.
Án þess að bíða eftir svari opnuðust dyrnar
og Lady Sophía kom inn. Mér fanst eins og eg
hefði hitt á óskastund, og hljóp á móti henni og
faðmaði hana að mér.
“En barnið gott!” hrópaði hún. “Hví eruð
þér 9vona fölar? Er eitthvað að yður?”
Hún þrýsti mér að sér og mér fanst eg verða
hughraustari. Alt hið hræðilega, sem eg hafði
heyrt og hugsað, fanst mér að hlyti að vera
ómögulegt, sem raunveruleiki. Tilveran gat
ekki verið svo vond.
20. Kapítuli.
“Æ, hvað mér þykir vænt um að þér kom -
uð,” hvíslaði eg. “Eg hefi orðið fyrir hræðilegu
ófelli. Díana Dunbar var héma. Eg kom hér að
henni að óvörum þar sem hún var að leita í
skrifborðinu mínu. Lítið á! Allar skúffurnar
rifnar úr borðinu. Hún sagði mér frá svo hræði-
legum atriðum, að eg er alveg fárveik.”
“Það var henni Mkt, óþverranum þeim
arna,” sagði Lady Sophía hughreystandi. “En
ekki hefði eg haldið að afbrýði hennar mundi
leiða hana svona langt. Hún gat ekki sagt neitt,
sem þér þurfið að láta á yður fá. George þykir
ekki vænt um hana og hefir aldrei gert, þótt
hann talaði heilimikið við hana í fyrra. Hann
elskar yður og hún getur ekki tekið ást hans frá
yður. Er það ekki næg hughreysting?”
Hún klappaði mér á herðarnar.
“Ekkert getur hughreyst mig fyr en eg hefi
sagt yður alla söguna. Hún sagði — æ, — svo
hræðilegan ósóma, Lady Sophía — að — að —
George hefði veðjað------”
Eg fann að hún hrökk við og eg leit framan
í hana. Það sem eg 9á þar setti hroll að mér.
WINNIPEG, 9. APRIL 1947
Útlit hennar var hræðilegt og hún leit undan
bænarsvipnum í augum mlínum.
“Þér hefðuð ekki átt að hlusta á illgirnis-
flagðið það,” sagði hún og bar ótt á. “Sir' George
á það skilið af yður-----”
“En eg vildi ekki hlutsa á hana. Eg tók
fram í fyrir henni eins fljótt og eg gat og bað
hana að fara leiðar sinnar. Æ, Lady Sophía,
mér Mður svo illa. Eg gat ekki trúað því, en
Lady Sophiía, í hamingju bænum sannfærið mig
um að aldrei hafi sMkt veðmál verið gert. Að
Sir George hafi aldrei beðið yður um að finna
unga stúlku til þess að hann gæti gert slíkar
tilraunir með hana, til að vinna veðfé. Eg---”
Þeir, góða mín,” sagði Lady Sophía hik-
andi, “Díana hefir krítað liðugt.”
‘Krítað liðugt! Hamingjan góða! Svo þetta
er þá satt?” Eg slepti henni og handleggir miínir
féllu niður með síðunum. Eg greip í stólbak og
varnaði mér þannig frá að falla um, því að fæt-
umir voru máttlausir. Hún flýtti sér til mín og
greip hendi mína, sem lá máttlaus í hendi henn-
ar.
Látið eigi eins og flón, Consuelo,” sagði
hún áköf. “Mjig furðar ekkert á að yður finnist
þér vera særðar fyrst þér heyrðuð þessa sögu
frá Díönu. En þér verðið að láta George tala
fyrir sig sjálfan. Eg vildi gjaman segja yður
alt, sem er að segja í þessu máli — og það er
ekki mikið í frásögur færandi — þótt eg vildi
helzt að þér heyrðuð ekki neitt um þetta. En
það væri miklu betra, ef George segði frá því.
Hann hefir rétt til að---”
“Hann hefir engan rétt ef hann hefir gert
nokkuð þessu líkt,” hrópaði eg.
“Þér gleymið því, barn, að hann er maður,
sem hefir lifað við eftirlæti og smjaður síðan
hann var barn, og verið skemdur á þann hátt,
svo að hann er orðinn dauðleiður á öllum þeim
skemtunum, sem hann hefir átt að venjast og
virðast svo yndislegar í yðar augum. Hann tók
því tveim höndum nýja hugmynd, er virtist
heita honum heilmiklu gamni. Hann hefir
hundrað afsakanir, sem hann gæti borið fyrir
sig. Þér elskið hann ekki, ef þér getið ekki fyr-
irgefið honum. Díana hefir auðvitað sýnt yður
þessi atriði í gersamlega röngu ljósi. Þér verðið
að láta George skiljast, að þér hafið komist á
snoðir um þetta, svo að hann geti varið sig.
Hann mun þá játa þetta alt fyrir yður. Því
hann er bæði hreinskilinn og heiðarlegur í
insta eðli sánu.”
Játa! Þetta var kanske það, sem hann
ætlaði að játa fyrir mér morguninn á meðal
vatnsliljanna. En hvað eg óskaði, að hann hefði
sagt alt þá! Því að þá hefði þessu verið öllu
lokið fyrir löngu síðan, og þá væri mér kanske
batnaður þessi brennandi 9viði í hjartanu. Hvað
sem því liði mundi eg vera langt í burtu frá
þessum stað og honum sjálfum.
“Komið nú góða mín,” sagði Lady Sophiía.
“Látið mig fara til Sir George. Þið getið talað
saman úti í garðinum. Enginn skal trufla ykk-
ur. Eg skal sjá um það. Áður en klukkutími er
liðinn, skuluð þér aftur vera orðnar hamingju-
samar.”
•
Eg heyrði varla hvað hún sagði, og þegar eg
svaraði henni fanst mér eg vera alveg að kafna.
“Eg get ekki talað við hann,” svaraði eg.
“Ekkert sem þér getið sagt, Lady Sophía, kæmi
mér til þess. Þér skiljið ekki hvað þetta þýðir
fyrir mig því þér ákveðið atriði sem ekki eru
til- Hann hefir aldrei sagt að hann elski mig.
Ef hann hefði gert það og beðið mig að verða
konuna sína — og við hefðum verið trúlofuð,
þegar eg heyrði þessa sögu; þá hefði eg getað
farið til hans og beðið hann um skýringu, þótt
eg sjái ekki að það hefði gert nokkurn mun. Eg
hefði aldrei getað gleymt þessum órétti, sem
hann hefir gert mér. Þér játið að — að þetta sé
satt. Og þá þarf ekki að ræða þetta neitt frek-
ar.”
“En hvað það var slæmt að þér skylduð *
heyra þetta nú en ekki seinna, ef þér yfir höfuð
þurftuð nokkurntíma að heyra það!” sagði Lady
Soþhía. “Eg veit hvað þér finnið til; eg sé
hversu örðugt það er fyrir yður að krefja hann
til reikningsskapar og ósaka hann, það gæti
virst sem bending um, að hann yrði að bæta
yður þetta með að gera yður að konunni sinni.
Þótt eg viti að George mundi aldrei detta sMkar
hvatir af yðar hálfu í hug. En skrifið honum.
Eg skal hjálpa yður. Setjist strax við borðið,
“Nei, nei,” sagði eg með lágri röddu. “Þér
verðið að segja mér hvort það er nokkuð meira,
sem eg þarf að fá að vita.”
“Eg veit ekki hvað þér hafið heyrt. Þér
eruð svo þrálynd og ósanngjrn, Consuelo. —
Þér----”
“Er það satt, að hann bæði yður að finna
fyrir sig unga stúlku — fátæka en vel upp alda,
unga stúlku, sem væri falleg? Að hann vegna
hégómadýrðar sinnar ætlaði sér að nota hana
til að sýna öllum heiminum mátt sinn?”
“En allur heimurinn átti ekki að fá að vita
neitt um þetta. George, hinir tveir ungu menn
og eg----”
/