Heimskringla - 09.04.1947, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.04.1947, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. APRIL 1947 HEIMSERIRGLA 5. S13 ir vegna pergaments/blaðanna. í Vatikaninu er til pergaments- rolla, 217 fóta löng og 33 þuml- ungar á breidd. Þar eru skráðar Móses bækurnar 5 á hebrezku. Handritið er talið vera frá 9. öld. Það var kallað galmus, sem leysti stílinn af hólmi. Hann var gerður úr reyrgrasi frá Níl. Jafn- vel eftir að fjaðrapenninn var kominn í tízku ’héldu menn tryggð við kalmus úr gulli eða silfri, en þá var komið hátt í mannvirðingarstiganum. 'Margs konar blek var notað, t d. ibæði rautt, blátt, svart og grænt. Grikkir og Rómverjar kunnu vel að búa til blek. Svarta blekið hefir reynst mjög endingargott og heldur sér enn þann dag ií dag. 1 blekið hefir verið hlandað brenndu dufti úr fílabeini eða hörðu tré Iblöndnu gúmmái og hefir það gert blekið þykkra og varanlegra. Líka var notað ljósara blek og meðal annars siá lögur, sem smokkur- inn gefur stundum frá sér. Perg- amentblöðin voru undin upp á ás eða kefli. Voru höfuð á keflis- endunum, oft fagurlega skorin og skrýdd fílabeini eða gulli. Merkileg handrit frá Mexiíkó oru til á bókasafninu d Viín. Þau eru skrifuð á mannsskinn. Þegar á níundu öld er getið Um pappáf, sem gerður var úr hör eða baðmull. Það var merki- leg framför. Á fjórtándu öld kemst pappírsíðnaðurinn á fót. Hráefnið var tuskur úi* * hör og baðmull. Hver verksmiðjan reis af annari og papýrus og perga- ftient hvarf úr notkun. —Tíminn, 13. marz. Formælandi friðarmála Mtahandas K. Gandhi hefir 'hvatt til þess, að efnt verði til varanlegrar stofnunar í Asíu, er taki til meðferðar málefni Asiíu. Varar hann við, að stofna til ófriðar við Evrópu og Ameráku. Gandhi hélt ræðu á samibands- ráðstefnu í Nýja Delhi. Kvaðst hann langa til að sjá hugsjónir sínar og Iþrár um einn heim, friðarheim ,rætast, meðan hann væri enn þá ofar moldu. Staka Oft var þörf en nú er nauðsyn, námskeið fyrir mennina, að 'bera i huga bezta mannvin, og bjóða hina kinnina. John S. Laxdal ★ ★ » Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 3. apríl — Ensk messa kl. 11 f. h. Sunnudaga- skóli, kl. 12 á þádegi. Islenzk ^íessa kl. 7 e. h. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ★ ★ ★ Messa í Riverton 13. april —: Riverton, ensk ttiessa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason EINAR ALFRED BRANDSON 1885 — 1947 Einar var fæddur 2. febrúar, 1885 í North Dakota. Foreldrar hans voru hin góðkunnu hjón, Jón Brandson og Margrét Guð- ibrandsdóttir. Ólst hann upp á bernskustöðvunum og giftist þar Octavíu Thorwaldson frá Moun- tain, N. D. Þau eignuðust einn son, Robert, sem nú er giftur og býr i Los Angeles, California. Einar átti heima í North Da- kota þar til.hann fluttist vestur á Kyrrahafsströnd fyrir eitthvað um 20 árum síðan. Auk sonar hans og ekkju, lifa hann 2 systkini: Áskell Brand- son, bóndi nálægt Blaine, Wiash- ington og Petrea, Mrs. Surry, í Massachusetts. Tvö þessara syst- kina, auk Einars, eru nú dáin: 'hinn Víðfrægi og ástsælni lækn- ir, Dr. Brandur Brandsson, og Sigríður kona Dr. Ólafs Björns- sonar. Einar var maður fríður sýnum og mesta prúðmenni í allri fram- komu. Hann var góðum gáfum gæddur og hinn bezti drengur eins og fólk hans alt. Framan af æfinni var hann gleðimaður og eiga vinir hans frá þeim dögum margar minn- i ingar um ljúfar og glaðar stund- ir í samveru við hanrv En gæfan sneri snögglega við honum bak- inu. Sótti þá að honum þung- lyndi, er gerði hann einrænan, og sóttist hann þá liítt eftir sam- neyti við aðra. Ekki þykir mér ólíklegt að hann hafi margt kvöld lagst til hvíldar í svipuðu ástandi og skáldið, Robert Louis Stevenson lýsir: “With the half of a broken hope for a pillow at night, That somehow the right is the right, And the smooth shall bloom from the rough.” Hér á^Ströndinni dvaldi Einar lengstum í Portland og Seattle, þar sem hann dó á laugardaginn, hinn 22. marz þ. á., og þar voru síðustu kveðjur fluttar í útfar- arstofu Mittelstadts í Ballard, að viðstöddum bróður hans Ás- keli og nokkrum vinum. Nú er gengin gatan hörð; Glepur enginn friðinn. Fast og lengi fósturjörð Faðmar drenginn liðinn.” A. E. K. Hjúskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar er hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. ÞRJÁR UNDIROKAÐAR ÞJÓÐIR Fyrir styrjöldina byggðu um 6 milj. manna lönd þessara þjóða. Þær töluðu hver sitt tungumál, er voru meðal þeirra elztu í Evrópu. Þrátt fyrir margra aldq yfirráð útlendra þjóða, — eins og Þjóðverja, Svía, Pólverja og Rússa, — hafði þeim heppnast að varðveita þjóðerni sín og sér- stæða menningu. Sjálfstæðis- og frelsisvakningin, sem fór um Evrópu á síðustu öld, náði einn- ig þangað og vakti forustumenn- ina til athafna og dáða. Þegar frelsisstundin rann upp íí lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, voru þær þvi að ýmsu leyti undir það búnar að taka málin í sánar eigin hendur. Þær hröktu hina fyrri dottnara d burtu og settu sameiginlega stjórn á fót. Brátt fengu þær viðurkenningu sigur- vegaranna á frelsi sínu, enda var þá enginn í hópi sigurvegar- anna, er ekki viðurkenndi rétt smáþjóðanna. Hið stutta hlé milli heims- styrjaldanna varð hinn mikli viðgangstími þessara þjóða. Sjálfstæðið flutti þeim margvás- lega blessun. Andlegri og iverk- legri menningu þeirra fleygði fram og afkoma alþýðunnar batnaði stórum. Stórjörðum var skipt og aðstaða bænda var ibætt á margan annan hátt. Margar nýjar menntastofnanir voru stofnaðar, einkum var þó al- þýðumenningin aukin. « Fljótlega eftir að styrjöldn hófst,, dró ský fyrir sólu. Rússar gerðu tilkall til þess að fá her- stöðvar í öllum þessum löndum og hétu vernd sinni í staðinn. Forráðamenn landanna töldu ekki annað ráðlegt en að láta að þessum kröfum Rússa og sýna í hvívetna, að þeir vildu hafa góðia samvinnu við þá. En það gagnaði ekki. Sumarið 1940 lýstu Rússar yfir því, að stjómir þessara landa hefðu svikið alla samninga og þeir hefðu orðið að taka löndin hernámi og setja þeim nýja forráðamenn. Hinir nýju stjórnendur, sem allir voru kommúnistar og flestir höfðu dvalið í Rússlandi, hófust strax handa um að koma stjórnarfar- inu í kommúnistiskt horf. Kosn- ingar voru látnar fara fram, er sýndu yfirgnæfandi fylgi komm- únista, er áður höfðu verið fylg- isvana. Þúsundir af mennta- mönnum og fyrri fyrirliðum al- þýðunnar voru fangelsaðir og fluttir austur á bóginn. Stór- felldari “hreinsanir” voru taldar í aðsigi, þegar Þjóðverjar hófu styrjöldina gegn Rússum 1941. Styrjaldarárin urðu nýr ógn- artími fyrir þessar þjóðir. Tví- vegis var barist í löndum þeirra, fyrst, þegar Rússar voru hraktir þaðan, og síðar, þegar Rússar hröktu Þjóðverja þaðan. Ægileg- ar skemdir urðu á landi og mann- virkjum. Þjóðverjar beittu alla þá, sem voru álitnir hlyntir | Rússum, mestu harðýðgi. Þegar þeir voru hraktir burtu, flúðu með þeim tugir þúsunda manna, sem óttuðust yfirráð Rússa og vildu komast inn á landssvæði Bandaríkjamanna áður en styrj- öldinni lyki. Þessir menn voru þó fæstir nazistar, heldur voru mentaðir lýðræðissinnar, en þá óttuðust kommúnistar einna mest, því að þeir áttu öruggast fylgi hjá alþýðunni. Litlar sögur hafa farið af þess- j um þjóðum síðan sty/jöldinni lauk. Þær eru vandlega faldar bak við járntjaldið, sem Rússar hafa slegið um lönd sín illu heilli. Þó er kunnugt um, að hinn kommúnistiski minnihluti fer þar með öll völd. Margir þeirra, sem fara með þýðingar- mestu embættin eru Rússar. Svo á að heita, að lönd þessi séu sér- stæð lýðveldi innan Sovét-rlíkja- sambandsins, en vitanlegt er, að Rússar ráða þar öllu. Stórfelldar handtökur hafa átt sér stað og! sífellt er verið að flytja fólk frá þessum löndum til fjarlægra héraða Rússaveldis, en rússneskt fólk er flutt þangað í staðinn. Þótt Mtið fréttist gegnum járntjaldið, er næsta Mklegt, að þessar frjálshuga þjóðir uni slák- um kjörum illa. Það myndi auka hróður Rússa meira en flest annað, ef þeir vildu veita þess- um þjóðum aftur frelsi sitt og tryggðu sér vináttu þeirra og samvinnu með drengilegri breytni. Það fordæmi Breta, að hvers konar nýlendukúgun eigi að hverfa úr sögunni, mætti vera þeim til fyrirmyndar. —Tímin 11. marz. FJÆR OG NÆR Nýjar bækur í “Frón” Klippið þenna miða úr blöð- unum og hafið hann með ykkur á safnið, eða festið hann í bóka- listann ykkar. B 279—Hvíta höllin, Elinborg Lárusdóttir B 279—Úr dagbók miðilsins, Elinb. Lárusdóttir B 280—Á eg að segja þér sögu? Br. Sveinsson B 281—Sandur, Guðm. Danielss. B 282—Eldur, Guðm. Danielss. B 283—Sögur, A. C. Doyle B 284—Ritsafn I,, Þorgils Gjall- andi B 285—Ritsafn II., Þorgils Gjallandi B 286—Ritsafn III., Þorgils Gjallandi B 287—Ritsafn IV., Þorgils Gjallandi D 33—Skrúðsbóndinn, B. Guð- mundsson D 34—Fróðá, Jóhann Frímann I 44—íslenzk annálabrot, Gísli Oddsson I 45—1 ljósaskiftum, F. H. Berg I 46—íslenzkar þjóðsögur I., Ól. Davíðsson George G. Elia? Donald Bradley David Marr D. J. McKay FJÓRIR SIGURVEGARAR — Tveir af fjórum Manitoiba bændum, sem unnu verðlaun, fylkisverðlaunin, í $25,000 National Barley samkepninni, sem Brewing and Malting sambandið tók þátt í og lagði fram verðlaunafé til, í sambandi við þjóðar samkepnina sem lauglýst var fyrir 1. apríl að færi fram á Manitoba vetrarsýningunni í Brandon. Þeir Manitoba bændur er unnu verðlaun í fylkissamkepninni eru sýndir hér að ofan og heita frá vinstri til hægri: George G. Elias er vann $400; Donald Bradley, Portage la Prairie vann $300; David Marr frá Renwer vann $200; D. J. McKay, Pilot Mound, vann $100. I sambandi við þjóðarsamkepnina var Mr. Elias nefndur “Canada’s Carlot Malting Barley King”, og á Brandon sýn- ingunni afhenti búnaðarmálaráðherra Canada, James G. Gardiner, honum $1,000 ávtísun. Hinir þrír sem verðlaun unnu lí þjóðarsamkepninni eru: George W. Johnson, Sylvan Laké, nálægt Red Deer, Alta., næstur Mr. Elias og vann $500; Don- ald Bradley, Fortage la Prairie, þriðji, vann $300; og John A Wylie, Norquay, Sask., fjórði, vann $200. I 47—Islenzkar þjóðsögur II., Ól. Davíðsson I 48—Islenzkar þjóðsögur III., Ól. Davíðsson L 175:—Nýjar kvöldvökur, 1945 L 176—Nýjar kvöldvökur, 1946 L181—Morgunn, 1945-46 L184—Víðsjá, 1946-47. * ★ * i BRAUTIN Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar, Akur.eyri, Iceland Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns- sonar, Akureyri, Iceland Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. K. W. Kernested, Gimli, Man. AUSTURLANDA ROSIR Þessi yndislega teg- und rósa var töpuð tif margra ára, en fanst svo af hendingu í ein- um gömlum garði og rvefnd á ensku “Climb- ing Peony, Climbing Rose, Double Hardy Morning Glory” o.s.frv. Hún deyr á haustin en sprettur af sömu rót á vorin. Mjög harðger og kröftug. Fullvaxnar, tvíblóma rósir eru ljós rauðar, IV2 til 2 þml. í þvermál, og standa í blóma alt sum- arið, jafnvel í heitu veðri. Margir eldri garðyrkjumenn muna þessa fínu vafningstegund. Við bjóöum plöntur sem blómstra þetta sumar. Pantið og sendið borgun núna. Verð- ur send um sáðningátimann. (Hver 50«) (3 fyrir $1.25) (tylftin $4.00) póstfritt. FRl—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1947 Enn sú bezta 25 Gestur Pálsson, Hecla, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. B. Eggertsson, Vogar, Man. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario J. J. Middal, Seattle, Wash. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. . B. Magnússon, Piney, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja vík, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. G. J. Oleson, Glenboro, Man. J. O. Björnson, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. Thor Ásgeirsson, Mozart, Sask. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave.. Vancouver, B. C. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D Gunnar Matthíasson, Inglewood, Calif. Bjarni Sveinsson, Keewatin, Ont G. B. Jóhannson, Geysir, Man. Tímóteus Böðvarsson, Árborg, Man. Dr. S. E. Björnson, Ashem, Man. ★ ★ «r 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta 09 fjölbreyttasta islenzka vikublaðið Tilkynning Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmunds- son, Htaltsgata 9, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA Til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð ætfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumilunginn; þetta er að vísu ekki milkill tékjuauki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Venjulegar auglýsingar kosta 70<5 eindálka þuml. THE VIKING PRESS LTD. THE COLUMBIA PRESS LTD.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.