Heimskringla - 14.05.1947, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. MAl 1947
iircmtskrimila
(StofnuO lttet
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 14. MAl 1947
Til Vestur-íslendinga
Á öðrum stað i þessu blaði er fréttagrein birt frá félagi Rang-
œinga í Reykjavík, er auglýsir að það taki á móti samskotum til
sveitanna sem harðast hafi orðið leiknar af Heklugosinu. Má af
því ráða og eins hinu, sem birt hefir verið um eyðileggingu af
gosinu, að í bráðina verði þeir márgir sem mikið tjón bíði, og á
þeim jörðum, sem í eyði leggjast, tapist sem næst aleiga manna.
í>að er vonandi að þau blómlegu og fögru héruð, sem áður voru,
en nú eru hulin fjögra þumlunga djúpu lagi af ösku og vikri,
græðist upp aftur með tíð og tíma; en í svip, er tjónið mikið.
Heimskringla vék fyrir nokkru síðan að þessu efni, að þegar
óviðráðanleg óhöpp bæri að garði, eins og flóð, eldgos og fellibylji,
væri það mjög óréttlátt að kostnaðurinn af því lenti allur á þeim,
sm fyrir ægiöflunum verða og það væri aldrei sem þá, tækifæri,
að sýna hve kristin og samúðarrík þjóðfélags sambúð manna væri.
Hefmskringla hefir fengið nokkur bréf, er spurt hafa hvort hún
vildi taka á móti nokkru hér hjá Vestur-lslendingum, er góðan hug
og frændsemi vildu sýna þeim er hart hafa verið leiknir af Heklu-
gosinu siíðasta. Það hefir nú ráðist svo, að ráðsmaður Heims-
kringlu, Ólafur Pétursson, hefir talið mjög vel við eiga, að Heirns-
kringla veitti fé í þessu skyni móttöku og kæmi til skila og kvitt-
aði í blaðinu fyrir hverja siíka sendingu frá Vestur-íslendingum.
Það er ekki það, að ymprað hafi verið á þessu hið minsta að
heiman. Og Sem betur fer virðist þjóðin horfast í augu við erfið-
leikana með hug og dug. Að hafist hefir verið handa á samsbotum
er sönnun þess, að draga eigi eftir föngum úr erfiðleikum og hörm-
ungum sveitanna og einstaklinganna á gossvæðinu. Vestur-fs-
lendingum eru þau kjör áhyggjuefni, sem þjóðbræðranna heima.
Þeim, sem látið hafa á sér heyra, að þeir vildu sýna lit á því í verki,
og hverjum öðrum, sem*er, skal því tilkynt, að Heimskringla er
fús til að veita því móttöku og koma til þeirra, er umsjón hafa
með samskotastarfi heima.
FRÁ STÓRSTÖÐUNUM
(Yfirlit viku frétta)
Ottawa:
Þingmönnunum í Ottawa var
tilkynt í lok síðustu viku, að
frumvarp yrði lagt fyrir þingið
einhvem dagnin áhrærandi
verkamanna löggjöfina. Hún Mt-
ur aðallega að verkföllum eða
deilum milli iðnverkamanna og
iðjuhölda. Þykir Mklegast, að
löggjöfin sé í því fólgin, að fá
herreglugerðina frá síðasta stríði
framlengda. Með því fær stjóm-
in einnig mikil umráð járn-
brauta, flutninga og samgangna.
Fylkin fá aftur stjórn kola-
námanna, en ráð er þar gert fyr-
ir löggjöf, er komi í veg fyrir
deilur í iðnaðarmálum eða “kæli
á þeim”seins og segir í fréttinni.
Þingið hlustaði á deilur and-
stæðinga-flokkanna á stjórnina
nærri alla síðast Mðna viku. —
Mestum árásum varð fjárhags-
reikningur ársinss fyrir, er Ab-
bott fjármálaráðherra lagði fyr-
ir þingið nýlega. Var honum
sagt, að reikningurinn væri ein
sú mesta blekking, er almenningi
hefði verið boðin, þar sem ekki
ihefði verið hreyft við óbeinu
sköttunum, sem almenningur
átti heimtingu á að grynt væri á
nú að stríði loknu. En ársreikn-
ingarnir gera ekki ráð fyrir öðru,
en lækkun á tekjuskattinum ein
um, sem næði aðeins til eins
þriðja eða í mesta lagi helmings
þjóðarinnar. Stríðsbyrðin hvíldi
enn á almenningi.
Progressive Conservatívar og
C. C. F. báru upp vantrausts
yfirlýsingu á strjónina fyrir
þetta ,sem ekki hefir frézt hvaða
byr fékk, þegar þetta er skrifað.
Fyrri hluta vikunnar var
þjarkað um fólksinnflutnings
frumvarp stjómarinnar, en í því
voru brezkum þegnum áskiMn
forréttindi, eða að koma mættu
eins margir og vildu frá Bret-
iandi, en aðeins viss tala inn-
flytjenda frá öðrum löndum. —
Frumvarpið mintist þó þess, að
Canada ætti að vera og gæti ver-
ið höfn fyrir strandaða einstakl-
inga Evrópu.
Þá var rætt um bíMnn, sem
Barböru Önnu Scott var gefin af
stjórninni, og bent á, að sam-
kværnt alþjóðalögum, væri vafi
á að skautagarpurinn gæti sótt
um að keppa á olympsku leikun-
um á komandi vetri, vegna þess-
arar viðurkenningar Canada-
stjórnar sem Barböru var veitt;
Barbara er frá Ottawa og það
var ekki óeðMlegt, að stjómin
! léti á einhvem hátt í ljós fögnuð
út af frægð stúikunnar. King
skýrði frá, að hann hafi skrifað
yfirráði olympsku leikjanna og
j vonaði að þessi vinagjöf yrði
ekki til að aftra því, að hún tæki
þátt í olympsku leikjunum. En
í sumum blöðum er hermt, að
Barbara hafi skilað bílnum aftur.
Annað sem talað var mikið
um í Ottawa s. 1. viku, var hvem-
ig Jonh Bracken og C. C. Miller
mundu miðla málum með sér út
af nýju kjördæmaskipuninni, er
sameinar í eitt kjördæmi Por-
tage, sem Miller er fulltrúi fyrir
og Neepawa, kjördæmi Brack-
ens. Báðir eru íhaldsflokks-
mönþ. Fyrir liberalstjórninni
virðist vaka, að fækka kjördæm-
um íhaldsmanna með hinni nýju
kjördæmaskipun og má það
heita að brúka hin breiðu spjót-
in í flokkspóMtíkinni. En út af
þessu verða ef til vill minni
vandræði, en Mberalar hafa til
ætlast. Miller hefir boðið Brack-
en sætið, en Bracken hefir sagt
honum að vera þar áfram; hann
hugsi sér að sækja í liberal-kjör-
dæmi og vinna.
Frá Manitoba verða 16 sam-
bandsþingmenn næst kosnir, en
vom 17 áður. Eitt nýtt kjör-
dæmi hefir verið myndað, en úr
fjórum íhaldskjördæmum verið
gerð tvö. Og á þau kjördæmin
hefir helzt verið ráðist af King-
stjórninni, sem leiðandimenn í í-
haldsflokknum nú skipa.
Washington:
Frá Washington er það helzt í
frásögur færandi, er eftir vara-
ríkisritara, Dean Acheson, er
haft um fjármál þar syðra, en
það er, að 1 Bandaríkjunum væri
í þeim efnum stór hætta á ferð-
inni, vegna þess, að þau hefðu
ofmikla peninga, en önnur lönd
of Mtla. Hann benti á þetta í
ræðu nýlega og hefir í Washing-
ton verið á það Mtið sem ekki
út í hött talað.
Hættan Mggur á þessu, að skoð-
un Achesons, að Bandaríkin geti
ekki selt öðrum þjóðum vörur
sínar til lengdar, ef þeirri stefnu
sé fylgt, að greiða verði fyri:
þær í peningum. Bandaríkin
verði ofhlaðin peningum með
því, en aðrar þjóðir verði rúnar
þeim. En u-m leið og viðskiftin
hætta, sé ekki einungis viðreisn
Evrópu frestað, heldur einnig
framleiðslu og eðlilegri þróun
heima fyrir.
A árunum 1948 og 1949, segir
Aoheson, verður að veita Evrópu
stór lán, ef vel á að fara. Það sem
Acheson byggir skoðun sína á, er
það að fyrstu þrjá mánuðina af
þessu ári, hafa Bandaríkin flutt
út vörur, sem nema $3,600,000,-
000. Ef því heldur áfram, nema
útfluttar vörur á árinu 1947
$14,400,000,000. Mesta útflutn-
ingsárið 1944, var útflutt vara
mjög svipuð þessu, en um 80%
af henni þá, var seld á leiguláns
skilmálunum. Á þessu ári verða
greidd um 90% af útfluttu vör-
unni út í hönd.
Á þessum fyrsta ársfjórðungi
(1947), nema innfluttar vörur
$1,400,000,000. Við þessi árslok
ætti samkvæmt því innflutt vara
að vera um $5,600,000,000. Úti-
standandi eiga þá Bandaríkin
nærri 9 biljónir dala hjá öðrum
þjóðum.
Blaðið Washington Post segir
um þetta: “Það er hverjum
manni ljóst, að við getum ekki
lengi haldið áfram að selja öðr-
um löndum vöru okkar og kaupa
ekkert frá þeim. Viðskiftin
leggjast brátt niður, með því fyr-
irkomulagi. Þar sem Banda-
ríkjaþjóðin, er hin eina, sem til
muna getur hjálpað upp á sak-
irnar, ættu þau að kaupa mikið
meira af þessum þjóðum og með
| fjárlánum í bráðina sjá um, að
| viðskifti þessi detti ekki úr sög-
unni. Með alheimsbanka nú
starfandi, ætti að vera auðvelt,
að veita öðrum þjóðum lán til
þess að þær gætu komið sér svo
fyrir, að þær gætu framleitt
inæga vöru til útflutnings fyrir
þá vöru, sem þær í bráðina
i þurfa — og við, að okkar hluta,
j að kaupa vörur frá þeim. Að það
! er nú ekki gert, er vegna þess,
að varan er ekki til í Evrópu. Því
ríður svo mikið á lánum í bráð-
ina.
•
i Á ItaHu, Frakklandi og Tyrk-
|landi, er mikið rætt um hjálp-
ina til Grikklands frá Banda-
ríkjunum. Eru margir á því, að
fyrst nefndu löndin (ítaMa og
Frakkland), ættu ílt með að verj-
ast Rússanum, ef Bandaríkin
hættu við að veita Grikklandi fé
og jafnvel hernaðar-aðstoð, ef
um uppreist væri að ræða.
I En á því er nú engin hætta.
Þingið í Washington hefir sam-
þykt hjálpina, þ. e. a. s. fjárveit-
inguna. En vitað er ekki um að
hún nái til hernaðar. Hrópaði
einn senator Bandaríkj anna í
þinginu, að ef StaMn áliti þetta
lánsfé til þessara tveggja landa,
um 400 miljónir alls, hið sama
og segja Rússum stríð á hendur,
mætti hann fyrir sér hafa þá
skoðun. En Grikkland og aðrar
þjóðir teldu hann ekki enn eiga
Grikkland.
London;
Bretland hefir bent þjóðum
þeim, er það skuldar, á það, að
$12,000,000,000 herskuldin, sem
það sé í, sé þyngri á herðum en
svo, að það fái risið undir þvi.
Bendingin kom frá Hugh Dalton,
fjármálaráðherra brezku stjóm-
arinnar og er af brezkum al-
menningi talin sannasta yfirlýs-
ingin, sem frá stjórninni hafi
lengi komið.
En hvað sem því Mður, er yfir-
lýsingu þessari fyrst og fremst
ætlað, að draga athygli þeirra er
Bretland skuldar, að því, að þær
verði einhverra ráða að leita, til
að gera Bretum mögulegt að
standa í skilum. Þessi néfnda
skuld er við Ástralíu um $6,500,-
000,000, við Indland $5,000,000,-
000, og Egyptaland $1,800,000,-
000. Nema því að eins, að þessar
stríðsskuldir séu færðar niður,
getur svo farið, að greiðslu á
þeim verði frestað, eða skuldim-
ar falli niður að parti eða öllu
leyti.
Fmmvarpið um flutninga hef-
ir verið samþykt af þinginu. —
Ennfremur er löggjöfin um að
gera iðnaðarrekstMr landsins að
þjóðeign, senn að fullu samlþykt.
Það er reyndar búist við að það
frumvarp verði fyrir andbyri í
lávarðadeildinni. En jafnvel þó
Svo verði, er það aðeins talið að
tefja það, en frumvarpið Verði
að lokum að lögum gert.
Verkamannastjómin hefir nú
þegar stjórn á rekstri kolanáma,
Englandsbanka, flugflutningum,
símum og útvarpi. Frumvarp
um að gera stóriðnaðinn (power
industries) að þjóðeign, bíður nú
þriðju umræðu. Tillaga um að
fella frumvarpið í neðri deild
um stjórn flutninga, var kveðin
niður með 308 atkvæðum gegn
194. — Verkamannaþingmenn
greiddu allir atkvæði á móti til-
lögunni.
Með herskyldufrumvarpinu
greiddu verkamenn ekki eins á-
kveðið atkvæði og umræður um
það urðu lengri á þinginu en
nokkurt annað mál. Það sem
aðallega var á móti því haft, var
tð tíminn, 18 mánuðir, til æf-
inga, væri of langur. Lét stjórn-
in þá eitt ár nægja til þeirra.
Churchill mælti á móti frum-
varpinu, kvað það óþarft sem
stæði og Mtið annað en auglýs-
ingu, sem heldur gerði hlutina
verri, en hitt, en það var samt
samiþykt með 368 atkvæðum
gegn 18, eftir breytinguna.
Einn af fremstu fæðurann-
sóknurum Breta, byrjaði eina
sennuna í brezka þinginu með
því, að halda fram, að brezka
þjóðin væri, að helsvelta. Aðrir
sérfraeðingar héldu fram, að
fæðuskortur landsins væri jafn-
vel alvarlegri en eldiviðarleysið.
Woolton lávarður, matvæla-
birðaráðherra á stríðsárunum,
hélt fram, að á fæðuskorti bæri
svo mikið, að alvarlegustu afleið-
ingar gætu haft í för með sér
fyrir Mkamlegan þrótt manna.
Og svo eru ótaldar afleiðingar
ko'laverkfallsins. S£r Stafford
Cripps hefir gert grein fyrir
þeim og mun fáum Mtast á það.
Hér eru nokkrar af þeim.
Framleiðsla í ullarverksmiðj-
um minkaði úr 22,900,000 fer-
yards í janúar í 13,500,000 fer-
yards a febrúar. Framleiðsla
flutningsvagna úr 25,005 í 9,921
á sama síma. Framleiðsla húsá-
halda (furniture) úr 3,899,000
fyrsta mánuð ársins, í 2,376,000
annan mánuðinn. Framleiðsla
í bómullar verksmiðjum, sem að
jafnaði nam 12,730,000 pundum
á mánuði árið 1946, nam í febrú-
ar 6,330,000 pundum.
Framleiðsla skófatnaðar mink-
aði um hehning. Stálframleiðsla
sem að jafnaði nam á hverjum
mánuði árið 1946, 244,000 tonn-
um, byrjaði að minka í desember
og janúar og nam á febrúar 206,-
000 tonnum; hún var þó ennþá
minni í marz eða 196,000 tonn.
Sir Stafford Crippá, sem
manna mest hefir hrósað gerðum
stjórnarinnar á Englandi, hefir
orðið að segja marga fréttina,
sem ekki hefir verið hin bezta á
þessum síðustu og verstu tímum.
En þessar tölur birti hann ný-
lega og kvaðst gera það til þess
að gefa fólki rétta mynd af á-
standinu, eins og það nú væri, og
þörfinni á að meira væri unnið.
Lagði hann áherzlu á, að kola-
framleiðslan væri ekki enn neitt
lík því, sem hún þyrfti að vera.
Það er ekki óhugsandi, að
sumarið sýni betri árangur en
þetta af áformum stjórnarinnar,
enda væri þess ekki vanþörf.
SKEMTILEG KAPPRÆÐA
Það var þjóðræknisdeildinni
Frón mikið happ, að ná í aðra
eins menn í stjórnarnefndina á
síðast liðnum vetri og þá
Tryggva Oleson og Heimir Þor-
grímsson. Deildin hafði um skeið
haft hægt um sig. Þeir fáu sem
bókasafn hennar nota, vissu að
hún var til. En almennir skemti-
fundir hennar voru lagðir niður,
sem var þó hennar víðtækasta
starf í þágu íslenzks almennings
aWinnipeg. En nú hafa hér gerst
áraskifti. Undir forustu nýrra
manna hefir deildin nú haft tvo
fundi, hvom öðrum betri. Þeir
hafa að vísu ekki verið sem bezt
sóttir, en menn voru orðnir svo
vanir fundarleysinu, að þeir
voru búnir að gleyma að þeir
væru nokkrir haldnir. En úr
þessu mun síðasti fundurinn
bæta. Kappræðan sem þeir
Tryggvi og Heimir háðu þar,
er nú svo vel rómuð, að
verðugu, að margir naga sig í
handarbökin fyrir, að hafa ekki
hlýtt á hana. Með henni er alt.
útlit fyrir, að starfið sé komið á
þann rekspöl, að fundum Fróns
verður ekki gleymt úr þessu.
Auk kappræðunnar skemti
Karlakór íslendinga í Winnipeg
með því að syngja tvisvar nokk-
ur 4ög og Miss Thóra Ásgeirson
með píanó sóló.
HELZTU FRÉTTIR
Lindbergh tekur
sinnaskiftum
Charles A. Lindbergh hefir
ekki verið minnst opinberlega í
langa tíð, og flest um hann legið
í þagnargildi. Voru þeir tímar
samt, eins og menn muna, að
vart var hægt að taka upp frétta-
blað til lesturs, án þess að sjá
meira og minna um þennan
mann.
Var það í fyrstu hið heims-
fræga Atlantshafs flug hans, hin
ríka gifting hans, ekki löngu þar
á eftir, og svo nokkrum árum
síðar hið hryllilega rán og morð
bams hans, færzla hans til Ev-
rópu, og dvöl hans þar.
Við hverju sem hann hefir gef-
ið sig, og hvemig hann hefir við
ýmsum málum snúist; alt sá
maður þetta með feitu letri í
stórblöðunum fyrir nokkrum
árum, aðeins var þess getið í
‘byrjun nýafstaðins stríðs, að
Charles Lindbergh var einn af
mögnuðustu (Isolationists) það
er, beitti sér af öllum mætti á
móti því að Bandaríkin leiddust
inn í stríðið — gekk það svo
langt að nálega var litið á hann
sem hálígildings landráðamann.
Eftir það gaf hann sig að nyt-
sömum störfum í þarfir stríðs-
ins, og hefir nú alveg breytt um
skoðun. Þar sem hann áður hélt
því stranglega fram, að Banda-
ríkin ættu að halda sig algerlega
út úr Evrópumálum, er hann nú
jafn sterklega þeirrar skoðunar
að þau, (Bandaríkin) gefi sig nú
að Sem flestu, er í Evrópu gerist,
í sambandi við friðar og endur-
reisnarmál heimsins.
Kveður Lindbergh það hræði-
lega ógæfu fyrir Bandarfkin, ef
þaui héldu áfram að rokka fram
og aftur, og hvorki hrá eða soð-
in í því, hvort þau eigi að bjóða
fram hjálp og hlutdeild á heims-
málunum, eða draga öll tilíboð
til baka. Segir hann að land sitt
hafi tekið hina miklu og örlaga-
ríku ákvörðun, þegar það ákvað
að taka þátt í strfðinu, og heiður
þjóðarinnar og öryggi krefjast
þess, að það sem byrjað hafi ver-
ið á, verði farsællega leitt til
lykta.
Kveður Lindbergh nauðsyn-
legt að endurreisa og varðveita
vestræna menningu, og þær hug-
sjónir er álitnar eru æðstar og
háleitastar. Til þess að fram-
kvæma sMkt, geti engin fórn orð-
ið of stór.
Þykja þessar kenningar hans
brjóta við í bága við harts fyrri
skoðanir. — En á hann er hlust-
að. —SMks fær frægð og auður
jafnan orkað.
Náði ekki fram að ganga
Washington — Breytingar-til-
laga við $400,000,000 fjárstyrks-
ifrumvarpið til Grikklands og
Tyrklands, er fyrir þingið í
Washington kom fyrir síðustu
helgi, var feld með 122 atkvæð-
um gegn 70.
En hún hefði sérstaklega kom-
ið í veg fyrir alla notkun amer-
ískra hersveita, eins og hersetu-
liðs eða bardagasveita í löndum
þessum.
Alment verkfall í Hamburg
Adolf Kixmmerness, forseti
sameinaða verzlunar og við-
skiftaráðsins í Hamburg, kratfð-
ist þess siíðastliðinn föstudag, að
sérstakt tillit yrði tekið til Ham-
burg og Ruhr-svæðanna, og mat-
vælum, er nurlað hefði verið
saman, og ekki látin ganga jafnt
yfir, yrði skift niður milM íbúa
þessara héraða, þar sem tugir
þúsunda manna og kvenna, væri
vinnulaust í fyrsta aðal-verk-
falli borgarinnar sáðan áður en
Nazistar komust til valda.
Fréttir frá Frankfurt segja, að
alt verkafólk, bæði almennra og
einkafyrirtækja í Hanover, hafi
hafið 5 kl.tíma verkfall.
Verkfalls fólkið fylkti sér
hægt og skipulega, og gékk upp
og niður göturnar.
; Bar það merkjafána, og
heimtaði matvæli. Mannfjöldi
um 60,000 safnaðist saman ná-
lægt aðal járnbrautarstöðinni til
þess að hlýða á Kummerness.
Geisla-kraftur
Hin sterku áhrif ljósgeislans,
hafa eins og kunnugt er, fyrir
löngu verið tekin í þjónustu
lækna-vísindanna, en nú hefir
verið hafist handa að nota afl
geisla (x-ray) við það, að upp-
götva með því hinar rnestu oMu-
lindir heimsins. Hafa rannsókn-
<ar og vísinda sérfræðingar Gulf
Oil Oorporation yfirvegað mögu-
leika til þess, í rannsóknarstof-
um í Harmarville, Pa., að not-
færa sér xray til þess að finna
oMulindir, og auka framleiðsl-
una úr gömlum niðurlögðum
oMubrunnum.
Vafasöm staðhæfing
Haft er eftir Sovétsambands-
útvarpinu, að það þrásinnis lýsi
jþví yfir fyrir umheiminum, að
alt sem frá því (útvarpinu) berst
sé óhlutdrægt, og sannleikanum
samkvæmt, þar sem brezkt og
amerísk útvörp séu illkvitnisleg
í athugasemdum sínum, óáreið-
anleg, og mjög svo hlutdræg.
Segir Sovét-útvarps ýfrirráð-
ið, að ástæðurnar fyrir því, að
alt sem frá því berist sé fals-
laust og tilgangshreint séu, að
þar sé ekkert að fela eða yfir-
hylma, og engin einokrunar-
blaðaútgúfufélög, er greiði
rausnarlegar upphæðir fyrir lyg-
ar.
Amerfsk og brezk útvarpsfé-
lög fylgdu aftur dæmi óhlut-
vandra blaða, er temdu sér tíðum
óhróður og rógburð. Afskræmdu
ekki aðeins og rangfærðu mörg
heimsmlál, heldur og leyndu
þeim með öllu, þegar þeim þætti
það við eiga.
Messur í Nýja fslandi
18. maí — Va'ðir, messa kl. 2 e.
h. Árborg, íslenzk messa og árs-
íundur kl. 7.30 e. h. *
B. A. Bjarnason