Heimskringla - 14.05.1947, Blaðsíða 8
8. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. MAl 1947
FJÆR OG NÆR
MESSUR I ÍSLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Messur í Winnipeg
1 fjarveru prestsins, sunnu-
dagana 18. og 25. maí, messa í
hans stað í Sambandskirkjunni,
sunnudagsmorguninn 18 maí,
próf. E. G. D. Freeman frá Unit-
ed College. Sunnudagskvöldið,
18. maí messar séra Eyjólfur J.
Melan frá Riverton.
Sunnudaginn 25. maí messar
séra Halldór E. Johnson frá
Lundar, við báðar guðsþjónust-
ur, á ensku kl. 11 f. h. og á ís-
lenzku kl. 7 e. h.
Séra Philip M. Pétursson verð
ur kominn aftur og me9sar
sunnudaginn 1. júní.
Meðlimir og vinir eru beðnir
að sýna gestunum þá velvild og
kurteisi að fjölmenna við þær
messur sem þeir stjórna.
★ ★ k
Fermingar guðsþjónusta
í Sambandskirkjunni á Lund-
ar kl. 2 e. h. sunnudaginn þann
1. júnií n. k.
H, E. J.
* * *
Sveinn Thorvaldsin M.B.E.
frá Riverton var á ferð í bænum
fyrir helgina. Hann var í inn-
kaupaerindum fyrir- verzlanir
sínar, en þær eru þrjár í Nýja
íslandi, að Riverton, Arborg og
Hnausum. Hinni síðast töldu
verzlun stjórnar nú Frið-
rik Thorvaldson en þar var áður
um mörg ár Gísli Sigmundsson
forstjóri og meðeigandi í verzl.
Seldi hann Sig. Thorvald-
son félaginu sinn hlut og íveru
hús sitt þar og flutti til Gimli.
* * *
Frá Lundar
Söngflokkur, ungra meyja og
sveina, 26 talsins, sungu “May-
pole cantötu, eftir Freis, að
Lundar 9. maí s. 1. fyrir fullu
húsi.
Söngflokkurinn var undir
stjórn Mrs. H. E. Johnson og
Mrs. Victor Boulange aðstöðaði
við hljóðfærið.
KOSE TIIMTEE
—SARGENT <S ARLINGTON—
May 15-17—Thur. Fri. Sat.
Cary Grant—Alexis Smith
"NIGHT AND DAY"
Carole Landis-William Gargian
"BEHIND GREEN LICÍHTS"
May 19-21—Mon. Tue. Wed.
Burt Lancaster—Ava Gardener
”THE KILLERS"
Dave 0’Brien--Jinx Falkenburg
''TAHITI NIGHTS"
Dánarfregn
Thórður Thórðarson andaðist
á elliheimilinu “Betel”, 20. þ.m.
eftir langvarandi vanheilsu.
Hann var fæddur 3. janúar, 1868
í Brunahvammý í Vopnafirði,
Norður Múlasýslu. Foreldrar
hans voru þáu Thórður Thor-
varðson og Kristín Sveinsdóttir.
Leikfélag Sambandssafnaðar
sýnir tvö stutt leikrit
1. “Dagsetur”
• 2. “í Borgarafötum ”
22. og 23. MAÍ, KL. 8.15 e.h.
í SAMKOMUSAL SAMBANDSSAFNAÐAR
horni Banning og Sargent
Inngangur 50c
Látið kassa í
Kæliskápinn
WvmoLa
m GOOD ANYTIME
NOW IS THE TIME TO
ORDER FUEL FOR
NEXT WINTER
"Tons of Satisíaction"
Thos. Jackson & Sons
LIMITED
Phone 37 071 (Priv. Exeh.)
370 Colony St. Winnipeg
Dánarfregn
Einar Guðmundur Jónsson
andaðist á elliheimilinu “Betel”
6. þ. m. Einar var fæddur að
Thórður "kom * tiF'Þingvalla-1 Arnarbæli í Arnessýslu, 19. maí
byggðar 1886, og átti þar heimaí1857' Foreldrar hans voru sera
til 1930; þetta sama ár gerðist |Guðmundur Jonsson og Guðrun
hann vistmaður á Betel. Hinn
framliðni á eina systir á lífi, og
sem er Mrs. S. Kristjanson, bú-
sett á Gimli.
Útförin fór fram frá “heimil-
inu” 22. þ. m. Séra Sjgurgeirson
jarðsöng.
L. B. Nordal, Binscarth, Man.,
var staddur í bænum s. 1. mið-
vikudag. Hann kom með konu
sína til lækninga.
* ★ ♦
Gefið til Sumarheimilis
íslenzkra barna
1 Blómasjóð...........
Mrs. B. V. Benediktsson, Reg-
ina, Sask., í ástkærri minningu
um nýlátna ömmu, Sveinbjörgu
Laxdal ----------------- $5.00
Með kæru þakklæti
Sigurrós Vídal
—676 Banning St., Winnipeg
* * *
H. G. Sigurðsson, Gimli, var
staddur í bænum í gær.
★ * *
Séra Halldór Johnson frá
Lundar, Mrs. S. E. Björnsson frá
Ashern og séra Eyjólfur J. Mel-
an frá Riverton, voru öll stödd
ií bænum í gær í erindum Sam-
einaða kirkjufélagsins.
FLUGFERÐ tíl ÍSLANDS
frá
UJINNIPEG og GRANO FORKS
“Skymaster” flugvél, eign Loftleiðir, h.f., Reykjavík,
Island, fer beina lleið frá Winnipeg til íslands fyrstu
vikuna af júna'-mánuði næstkomandi ef canadisk stjórnar-
völd veita leyfi til þess. Niðursett far, kostar $200.00 á
mann frá Winnipeg til Reykjavíkur. Aðeins pláss fyrir
25 farþega. Frekari upplýsingar veitir, í umboði félagsins
Grettir Leo Johannson,
910 Palmerston Aive., Winnipeg
Símar 71 177 eða 28 637 (eftir kl. 6)
WHEN YOU BUILD . . .
remember to install
CITY HYDRO
Electric Service
for a dependable, Iow-cost
supply of electricity
Phone - CITY HYDRO -
848 124
Pétursdóttir.
Einar hafði lært “Gullsmlíði”
í Kaupmannahöfn en sökum
heilsubilunar vann hann aldrei
við þessa iðn. Hann var mest af
æfi sinni hérlendis, hjá systir
sinni, Mrs. Vestman, í Þing-
vallanýlendunni. Einar sál. varð
vistmaður á Betel 6. júnií 1929.
Eina systir, Sigríði Bjarnason,
mun hinn látni eiga á lífi í Vest-
mannaeyjum.
Einar sál. var jarðsunginn frá
Betel 8. þ. m. af presti heimilis-
ins.
Hallur Jónsson, Víðir, Man.,
hefir beðið Heimskringlu að
flytja Jóns Sigurðssonar félag-
inu hjartans þakkir fyrir bréf
sem afhent var sér frá forseta
þess, Mrs. Benson, sem bæði
hafði inni að halda fégjöf og
mörg hluttekningarorð til hans
og sonar hans, Einars, er á
sjúkrahúsi hefir hér um marga
mánuði dvalið. Ennfremur þakk-
ar hann Mrs. H. S. Henrickson
og fl'eiri konum í J. S. félaginu
fyrir heimsóknir á sjúkrahúsið
til drengsins.
* t t
Guttormur J. Guttormsson
flytur erindi
Á lokasamkomu Icelandic
Canadian Evening School sem
haldin verður í Good Templara
^iúsinu, mánudagskveldið, 19.
maí, flytur Guttormur J. Gutt-
ormsson, skáld, erindi á íslenzku
um “Frummbyggjana í Norður
Nýja Islandi”. óþarft er að aug-
lýsa Guttorm sem ræðumann,
hann er svo vel kunnur fyrir
orðsnilli og afburða skörungs-
skap í framsetningu. Yfirleitt er
hann álitinn einn hinna allra
skemtilegasti ræðumaður sem
við eigum völ á.
Enn fremur verður á skemti-
skránni söngur og upplestur.
Níu ára gömul stúlka sem er
efni í frábærlega góðan upp-
lesara, fer með íslenzk ljóð. Hún
er dóttir Mr. og Mrs. F. Kristj-
ansson og heitir Unnur Ann.
Hún hefir verið nemandi á Laug-
ardagsskólanum.
Bin af okkar færu og hjálp-
fúsu söngkonum, Mrs. Elma
Gíslason, syngur nokkur lög sem
samin hafa verið af Mrs. Louise
Ottenson Gudmunds. Mrs. Gud-
munds hefir ágæta hæfileika á
tónlistarsviðinu, og hefir tón-
smíði hennar vakið eftirtekt
meðal hérlendra.
Mrs . Gíslason sýngur þessi
lög: Sleep O, Shining Love, Song
of Seasons, Caprice, The Spinn-
er’s Song; Þessi fjögur ljóð eru
eftir Mrs. Lauru Goodman Salv-
erson. Einnig sýngur hún: Dag-
arnir, eftir Tóm. Guðmundsson
og Mamma Ætlar að Sofna, eftir
Davíð Stefánsson. MTs. Gud
munds vann fyrstu verðlaun fyr
ir The Spinner’s Song, í tónlist-
arsamkeppni sem haldin var af
Caliifornia Composers Society
árið 1940, og aftur fyrstu verð-
laun 1941 fyrir Mamma Ætlar
að Sofna.
Samkoman byrjar kl. 8.15 —
Inngangur 25^.
Dánarfregn
ísleifur Helgason, einn af
frumbyggjum Árn'es-lbygðar,
andaðist snögglega 3. þ. m. í
grend við Prince Rupert, B. C.
Þrjú böm lifa föður sinn: ísleif-
ur og Guðmundur, eru búsettir í
Árnesi og Mrs. Innes lifir í Win-
nipeg. Guðmundur bróður hins
látna býj í Árnesi. Útförin fór
fram frá lútersku kirkjunni í
Árnesi, að fjölmenni viðstöddu.
Séra Skúli Sigurgeirsson jarð-
söng; einnig mælti kveðjuorð
séra Sigurður Ólafsson.
★ ★ ★
Akureyri 29. apríl, 1947 ______
Hr. ritstjóri:
Vilduð þér gjöra svo vel og
koma nafni mínu og heimilis-
íangi á framfæri til einhvers ís-
lendings (eða annarra) í Winni-
peg, sem safnar frímerkjum.
Virðingarfyllst,
Þórður Gunnarsson
Skipagötu 1,________
Akureyri, Iceland.
* * *
Gísli Einarsson frá Riverton,
var staddur í bænum í gær.
* * *
Um ætt og uppruna Miss |
Margrétar Laxdal, sendi maður
henni kunnugur, eftiTfarandi
greinagerð:
Margaret LaxdaP var yngsta
barn Sigurðar Sigurðsonar og
konu hans, Maríu Guðmunds-
dóttur, er fædd að Krossastöð-
um í Þingeyjarsýslu 9. marz
1878. Á fyrsta ári fluttist hún
með foreldrum sínum að Geita-
skarði í Langadal í Húnavatns-
sýslu. Nokkru síðar fluttist svo
þessi fjölskylda að bænum Þver-
árdal í Laxárdalnum í sömu
sýslu og svo þaðan til Ameríku
um árið 1886. Þar settist fjöl-
skyldan að á Gardar, Norð Dak-
ota og tók sér nafnið Laxdal.
Þegar Margaret var um tví-
tugt og þá búin að missa bæði
föður og móður, fluttist sumt *af
systkinunum til« Canada, flest
gettust að í bænum Mozart, í
Sask., en Margaret settist að í
Winnipeg, og hefur dvalið þar
slíðan.
ir * fc
Closing Concert
of the Icelandic Canadian Even-
ing School, Monday, May 19, at
8.15 P. M. at the Good Templar
Hall, Sargent and McGee.
Program 1. Two groups of songs
composed by Mrs. Louise Ottin-
son Gudmunds, will be sung by
Mrs. Alma Gdslason.
2. Recitations in Ioelandic by
Unnur Anna KristjanSon, a
young student pf the Icelandic
Saturday School.
3. Address “Icelandic PiOn-1
eers of the North New Iceland”,
by Mr. G. J. Guttormsson, who
is well known as being an exeed-
ingly entertaining speaker. Be
sure to bring your freinds. Adm.,
25 cents.
A short business méeting will
follow the program, where a
nominating committee must be
appointed.
★ ★ *
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 18 maí Ensk messa
kl. 11, árd
Sunnudagaskóli kl. 12. á há-
degi. i
Ensk messa kl. 7. síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
The SWAN MFG. Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER-STRIP
281 JAMES ST., WINNIPEG
Phone 22 641
Halldór M. Swan, eigandi
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, föskur, húsgögn,
píanós og kœliskápa
önnumst allan umbúnað 4 smá-
sendingum, ef óskað er.
Allur flutningur ábyrgðstur.
Sími 93 667 1197 Selkirk Ave
Eric Erickson, eigandi
Thule Ship Agency Inc.
11 BROADWAY, Nev/ York 4, N. Y,
Umboðsmenn fyrir:
H.f. Eimskipafélag íslands
(The Icelandic Steamship Co. Ltd.)
og Flugfélag íslands
(Iceland Airways Ltd.)
Annast um vöru og farþega flutn-
inga frá New York og
Halifax til íslands.
Phone 44 510 .
West End Decorators
Painting and Decorating
Represented by:
L. Matthews & Co., Winnipeg
Tr. S. Johnson, Lundar, Man.,
var s. 1. föstudag í bænum að
heimsækja kunningja.
★ * ★
Viestmannaeyjum 30-4-47
Vinsamlegast birtið eftirfar-
andi í Heimskringhi.
Undirritaðar óska eftir brétfa-
viðskiftum við íslendinga 20 til
25 ára.
__Ebba Þorsteinsdóttir ,Laufási,
Vestmannaeyjum Icelandi
Elý Ágústdóttir, Aðalbóli Vest
mannaeyjum, Iceland
Perla Kolka, Hásteinsveg 56,
Vestmannaeyjum, Iceland
Dagný Þorsteinsdóttir, Lauf-
ási Vestmannaeyjum Iceland
Með fyrirfram þakklæti
P. K.
★ ★ ★
Messur í Nýja Islandi
18. maí — Víðir, messa og árs-
fundur kl. 2 e. h.
ÁTborg, íslenzk messa og árs-
fundur kl. 7.30 e. h.
25. maí — Hnausa, messa og
safnaðarfundur kl. 2 e. h.
Riverton, ensk messa og safn-
aðarfundur kl. 8 e. h.
B. A. Bjarnason
MESSUR og FUNDIR
i kirkju Sambandssafnaðar
Winnipeg
Prestur, sr. Philip M. Pétursson,
Ph.B., B.D.
681 Banning St. Sími 34 571
Messur: á hverjum sunnudegi
Kl. lli f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
fimtudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
ki. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: — Hvert
fimtudagskveld kl. 8.30.
Skátaílokkurinn: Hvert mið-
vikudagskveld kl. 6.30.
Söngœfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju föstu-
dagskveldL
Enski söngflokkurinn á
hverju miðvikudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.30.
Talsími 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs
og kverka sjúkdómum
215 MEDICAL ARTS BLDG.
Stofutimi: 2—5 e. h.
Sherbrook Home Bakery
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Vigfús Baldvinsson & Son,
Sími 37 486 eigendur
O. K. HANSSON
Plumbing & Heating
CO. LTD.
For Your Comfort and
Convenience,
We can supply an Oil Burner
for Your Home
Phone 72 051
163 Sherbiook St.
MlftNIS 7
BETEL
í erfðaskrám yðar
Meðtekið í útvarpssjóð Hins
Sameinaða Kirkjufélags
Trausti Vigfússon, ATborg,
Man., ------------------ $2.00
Með þakklæti, P. S.Palsson
* * *
Saga Islendinga í Vesturheimi
þriðja bindi, er til sölu á skrif-
stofu Heimskringlu. Verð: $5.00.
Allar pantanir afgreiddar tafar-
laust.
VIÐ KVIÐSLITI
Til linunar, bóta og styrktar
■eynið nýju umbúðirnar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —■
Skrifið: Smith Manfg. Company,
Dept, 160, Preston, Ont.
VERZLUNARSKÓLANÁM
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
The Viking Press Limited
Banning og Sargent
WINNIPEG :: MANITOBA