Heimskringla - 28.05.1947, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.05.1947, Blaðsíða 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA BRÚÐARFÖR MARK TWAINS Eftir Louis B. Davidson Grein þessi, sem fjallar um ein'kalíf heimsfræga rithöfundar. ins Mark Twain, er þýdd úr danska tímaritinu “Det Bedste”. “Quaker City” nuiggaði ákaf- lega, svo að Mark Twain og ká- etufélagi hans ultu fram úr koj- unium. Sjórinn streymdi inn um kýraugað. Mark Twtain lokaði því og ruddi út úr sér öllum þeim karlmannlegu og marg- bneytilegu blótsyrðum, sem hann hafði lært Sem haifnsögu- maður á Mississippi, ritstjóri, fréttaritari og gullgraífari. Þá opniuðust dyrnar allt í einu upp á gátt og inn kom einlhver vofa reikandi, í hvítum, votum klæd- um. -ftiil Hið fjölskrúðuga orðaflóð Marks fjaraði brátt út, og mild- ari á svipinn bauð hann unga manninn velkominn, sem huldi sig einhverju, er Líktist náihjúpi. “Má eg vera hérna í nótt? Það er állt á flóti í feáetunni minni,” sagði ungi maðurinn, sem bar nafnið Charley Lang- don. 'Mairk glotti og hjáLpaði hon- um upp í hákojuna, sem var þurr. Nokkrum dögum áður en þetta var haífði Langdön sýnt Mark Twain smáandilitsmynd af systur sinni, Olivíu. Það var yndisiegt andlit, málað fínum litum á gamalt fílabein; og frá þeirri stundu er rithöfundurinn sá myndina, vildi hann allt gera fyrir Langdon. Hann gerði sér upp ótal erindi inn í káetuna hans, til þess eins að geta nlotið þess að horfa á myndina, og svo bað hann hann um að gefa sér myndina, en ungi maðurinn vlldi ómöguiega láta hana. Meðan skipið hentisit til og frá undan ofviðrinu, tóku þrem- enningarnir að skýra hver öðrum frá ýmsu, sem á daga þeirra hafði driifið. Mark Twain leiddi talið svo snilldarlega að myndinni, að Langdon fór að segja þeim frá systur sinni. “Einu sinni, þegar við vorum að renna ökkur á skautum heima í Elmira, datt Olivía svo illa, að hryggurinn skekktist. í tvö ár samfleytt lá hún í rúminu oog þjáðist mikið. Babbi útvegaði þá beztu lækna, sem fáanlegir voru, en þeir gátu ekkert gert. Einn þeirra útbjó vinduvél, sem lyifti henni svo hægt, að á einni Hræddur að borða .... sumar fæðutegundir, er valda uppþembu, óþægindum, brjóst. sviða, magasúr, andfýlu o. fl. FYRIH SKJÓTANN BATA “GOLDEN” Stomach Tablets Ný Forskrift Ekki að þjást að raunalausu! Fáið skjóta hjálp með snöggri bréyting við magakvillum, með því að kaupa reglulega hvaða flösku stærð sem er aí varan- legum, fljótt verkandi "GOLDEN" Stomach Tablets 360 pillur (90 daga skamt) $5. 120 pillur (30 daga skamt) $2. 55 pillur (14 daga skamt) $1. Reynslu skamtur 10c. Fullkominn meö leiðbeiningu. í HVERRI LYFJABÚЗ MEÐALADEILD klukkustund eða lengur lýftist hún til þess að sitja swoma hálf- vegis uppi, en þó fékk hún svima af þessu.” Nú varð Mark Twain ekki lemgur var við óveðrið á Atlaints- hafinu. Hann var kominn inn í sjúkra'herbergi, þar sem verið vair að reisa umga stúlku upp í með vinduvél. Ungi maðurinn hélt áfram: “Dag nokkurn þeytti vimdkviða bréfsnepli í gegnum gluggann og inn í herbergið hennar. Þetta var ræma af dagblaði, og var þar sagt frá manni, sem gat læknað með trú sinni. Mamma sagði pabba frá þessu, en hann lagði enigan trúmað á þessa lækningaaðferð, en lét samt að vrlja hennar og læknirinn kom, holdskarpur maður með logandi augu. Það var myrkur í herberg- inu. Hann sagði: “Verði ljós,” og dró'gluggatjöldin til hliðar. Slíðan laut hann yfir Olivíu og bað. Því næst tók hann um hana og sagði henni, að hún skyldi reyna að setjast upp. Og Olivía settist upp, en við trúðum ekki okkar eiigin augum. Dag- inn eftir sagði hann henni að standa á fætur og hún gerði það áreynslu og kválalaust. Þannig varð hún brátt alheil. Læknir- inn vildi ekki taka neina þókrnun fyrir þetta og fór síðan burtu og við sáum hann aldrei framar.” Mark Twain tókst að segja svona í ósköp hvensdagslegum tón, að hann hefði gaman af því að hitta systur hans einhvem tímá. I Hálft ár leið, áður en hann [ fann hana. “Quaker City” fór til i baka til New York í nóvember, 11867 og var það þá einkum þrennit, sem rithöfundurinn umgi varð að taka sér fyrir hendur: að afla sér einlhverrar atvinnu, gefa út bók, sem hann hafði skrifað á ferðalaginu: Innooents Abroad — og korna sér í kynningu við Olivíu Lamg- don. Um jólaleytið sagði Chiarley: “Fjölskylda mín er nú nýkomin til bæjarins frá Elmira; mér finnst það væri gaman, að þið hittust.” Hálifri klukkuistumd áður en Langdon fjölskyldan kom til Steinway Hall, þar sem Charles Diokens átti að flytja fyrirlestur, sat Mark í stúku einni þar og beið. Hann varð alveg töfraður er Olivia gekk inn. Aldrei á ævi sinni hafði hann séð svo fiínlega og yndislega stúlku. Allan tím- ann, rneðan á fyirirlestrinum stóð átti hún hug hans og aftirtekt ó- skipta. Hann heimsótti Langdon fjöl- skylduna á nýjársdag, en svo liðu margir mánuðir þar til hann sá Olivíu aftur. Hann hafði unn- ið sér mikið inn með því að flytja fyrirlestra, en hann var daufur í dálkinn, því hann heyrði ekk- ert firá sinni hjartans útvöldu. En skömrnu Síðar fókk hann bréf frá Oharley, þar sem hann bauð honum heim til sín. Er hann haifði dvalizt á heim- ili Oharleys og Olirvíu í nokkra daga, trúði hann Charley fyrir því, að hann elskaði Olivíu, en það kom mjög illa við CharLey. Hann tilbað Mark Twain, en gat ómögulega hugsað til þess að þetta sterkbyggða rustallega fólk þarna í vestrinu, þar sem ómenn- ingin er mest, tengdist sysitur sinni. “Pabbi verður viti sínu fjær”, Til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þuixilunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekjuauki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Venjulegar auglýsingar kosta 70^ eindálka þuml. THE VIKING PRESS LTD. THE COLUMBIA PRESS LTD. sagði hann. “Það fer lest héðan eftir hálfa klukkustund; eg skal láta spenna fyrir vagninn.” Olivia kvaddi aðdáanda sinn bMðlega, og hestarnir hlupu af stað. En i sömu andránni bilaði bakfjölin ií vagninum, hún hafði verið háliflaus. Báðir mennirnir ultu aifitur úr vagninum. Mark lét sem hann gæti ekki staðið á fætur. Hann hafði, að því er virtist, ferugið svo Slæma útreið, að Oharley sá ekki annað ráð vænna en að hátta hann of- an í rúm. Olivia krafðist þess eindregið, að hann dweldi þar þangað til hann væri búinn að ná sér. Hún annaðist hann allan daginn og Mark var veikur og ósjálfbjarga í hálfan mánuð. Héðan í frá kom hann oft á heimilið, en ekki varð úr því, að hann bæði Olivíu, fyrr en nokkru seinna, að hann bauð henni að hlusta á fyrirlestur hjá sér. Um kvöldið, efitir fyxirlest- urinn, laumaðist hún frá honum. Næsta kvöld játaði hún að vísu, að hún elsfcaði hann, en að hún væri óhamingjuSöm í þeirri ást. En 3. daginn sagði hún, að hún væri hneykin af ást sinni. Loksins haíði hann sigrað hana, en ekki föður hennar. Kolakóngurinn Jervis Langdon var nú ekki alveg á því að gifita dóttur sína réttum og sléttum rithöfundi. Mark bað hann að leita meðmæla hjá Joe Goodman í San Francisoo. Og er svarið kom var það svo hljóðandi: “Hann er góður rithöfundur, en hann verður aumasti eigin- rnaður undir sólinni.” “Getið þér ekki leitað til ann- arra?” sagði Mark. “Oh, jæja,” sagði sá gamli og rétti fram höndina. “Ef ekki eru aðrir, sem vilja mæla með yður, þá get eg þó altént gert það.” Ár leið, áður en þau giftust. Mark lagði fé í blað nokkurt í Buffálo og varð meðeigandi þess. Hann bað fulltrúa Langdons, Sliee, að finna einhverja látlauisa íbúð fyrir þau. Eftir brúðkaup- ið ók Slee brúðhjónunum til skrautlegs húss. Ljósadýrðin í hátíðarsalnum blindaði þau og þjónar leiddu þau gegnum geysilega skrautleg herbergi, búin dýruistu húsgöngum. Mark varð logandi hræddur. Fjáiihag- ur hans myndi ekki rísa undir þessu. “Húsið er gjöf frá Pabba,” sagði Olivía. í því kom Langdon gamli þar að og rétti Mark eignaskírteinið brasandi. “Eg þakka þér, tengdafiaðir,” KVÆÐI Flutt í silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. Jóns Magnússonar, 11. maí 1947, í Seattle, Wash. Fororð: Eg vil biðja mér hljóðs, eg vil hasla mér völl, til að hugleiða um stund — það, sem hór er að gerast. Eg hef — verið í sveit, Eg hef — verið í höll, þar sem valdhafar mæitast, og höfðingjar þérast. Eg hef séð þetta fals, sem er orsök til allls, sem að ættliðum þjóðanna verður til falls. Því er unun að minnasit við einstöku menn, sem að einlægni sýna og trúmensku — enn. Hér er veglegt vina mót, vorsins hlýju straumar anda, inn til dala og út til stranda, endur vakin iífsins rót. Nú er allt á flugi og ferð, frelisis ómar hörpu stilla, sálir manna og hjörtu hýlla, heimur syngur þakkargjörð. Það var svona sælu dag, sem að Jón og Guðrún mættust bersku draumar beggja rættust, bundu ástar samfélag. Þau hafa síðan saman unnið, sæmd um fjórðungs aldar skeið, altaif hlúð að holLum meið, hreint í æfiþráðinn spunnið. Athöfn þeiira í orði og verki, altaf sltefndi að háu marki, þegar aðrir undu í slarki, unnu þau með trú — og klerki. Svona á ást að stilla strengi, stöðugt kveða sömu ljóðin; en það er ekki upp ií móðinn, að una í trygðum svona lengi. Hreyfimynda stjarnan staka, starir út í vonar bláinn, hennar æðsta yndi og þráin, er að skif/ta um ból — og maka. Það tekur ekta íslending, eins og Jón og sæmdar frúna, Sem við heiðrum hérna núna, hreina að sýna tilfinning. Nafnið “Jón” á ríka í rímum, rót í sögu lands og þjóðar; þaðan komu gjafir góðar, guða mál á rauna túnum. Hér má sjá í ást og yndi, ætternið með gamila “Fróni”. Heill sé frúnni, og heill sé Jóni, hamingjan þeim elda, — kindi. H. E. Magnússon WINNIPEG, 28. MAl 1947 sagði Mark. “Hvenær sem þú kemur hingað til borgarinnar, verður hús mitt og annað það, sem eg má veita, þér til reiðu, án endurgjalds.” 1 mörgu tilliti voitu þau Mark Twain og kona hans algerar and- stæður, en hjónaband þeirra var afar farsælt. Mlark var sprell- fjörugur, bráðlyndur og gat blössað í honum állt í einu, en Olivía skrifaði einum vina þeinra, að hann væri yndisleg- asti, bMðasti ,góðhjartaðaisti mað- ur, sem hún hefði mokkurn tíma þekkt, og án minnsta bileýsk- leika í skapgerð sinni, og hann beygði sig ekki aðeins skilyrðils- lauist undir veldissprota henmar, heldur hafði hann unun af þvi að gera það. Mark Twain og kona hans nutust í 34 ár. Olivía var aldrei I fullfcomlega heilsuhraust. Eina bamið, sem þau eignuðust, dó þagar á unga aldri. 1 meira en tvö ár lá hún í rúm- inu, áður en hún lézt, en oft og tíðuim gat Mark dvalið hjá henni aðeins fáeinar mínútur í eiinu við og við. Hin minnsta breýting á Mðan hennar til hins betra eða verra gerði hann himinlifandi eða niðurbrotinn. Hann gat hvorki skrifiað né tekið sér ann- að fyrir hendur, mteðan hann bteið eftir því að frétta eitthvað innan úr sjúkráherberginu. 1 júnií 1903 hresstist hún svo- Mtið, svo að læknamir ráðlögðu henni að dvelja vetrarLangt á It- alíu. Mark leigði falltega, gamla höll í Florens, þar sem gofit út- sýni var yfir bæinn, og var síð- asti kapítulinn í ástarsögu þeirra skrifaður í júní 1904. Olivía var svo óvenjulega hress þennan dag, að Mjark fékk lteýfi til að sitja hjá henni all- lengi, en er hann var svo beðinn að fara frá henni til þess að hún gæti verið í næði, ásakaði hann sjálfan sig fyrir að haía dvalizt þar svo iemgi, en OMvía ságði að hún hefði bara hafit gofit af því, og svo kyssti hún hann. “Þú hemur kannski bráðum aftur?” “Já, eg kem að bjóða þér góða nótt”. Mark vair í góðu skapi. Hann gekk yfir að píanóiinu, sem hann hafði ekki snert við frá því dótfi- ir þeirra dó, og hann spilaði ag söng garníla negrasálma — Swing Low, Sweet Chariot og My Lord, He callis me. Kona hans hlýddi á og brosti daufilega. Hún bað um, að hún yrði reiist upp í rúminu, svo að hún gæti heyrt betur til hans, en í sömu andránni gaf hún upp andann. Maik hélt áfram að spiia og fyllti gömlu, ítölsku hölMna hriífandi tónum. Síðan fór hann til að bjóða henni góða nótt. .......“Eg leit á hana og eg héld Mka, að eg hafi sagt eitt- hvað......eg var forviða, dapur, því að hún anzaði mér ekki. En þá skildi eg állt, og hjarta mitt bralst........eg er gamali og þreyfiur, .... guð gæfi, að eg væiri hjá henni. Hún var flutt heim yfir At- landshafið, langt niðri í lest á hinu riisástóra gúfuskipi, en rit- höfundurinn heimsfrægi bylfii sér í kojunni sinni. Emginn var nú hjá honum. Skyldi hann hafa hugsað til sjóflerðarinnar fyrir löngu liðnum árum, er hann sá myndima af henni er hún var honum þá aðeins mynd. Mark Twain lét setja legstein á leiði hennar, þar sem á stóðu þessi orð: “Guð veri þér náðug- -ur, þú gieði og sól lífs mínis.” Hann var gamall og uppgef- inn, en áhyggjulaus, er hann dó sex árum síðar. — Því nú átti harnn aftur að hvíla við hlið hennar. —Alþýðubl. 1. apríl Þegar karlmaðurinn gerir ein- hverja klauifialega skyssu, segji aðrir karlmtenn: “En hvað þessi maður er mikiM bjáni”. Þegar konu verður skyssa á, segja karl- mtennimir: “En hvað konur eru miklir bjánar.” FRÁ SEATTLE Þann 11?. þ .m. var Mr. og Mjrs. Jóni Magnússon haldið silfur- brúðkaups samísæti að heimili þeirra, 2832 W. 70 St., hér í bæ, um 100 manns var þar saman- komið. Fyrir samsætinu stóðu böm þeirra þrjú, Robert, Anna og Florence, sem buðu vinum þeirra, sem eru margir, að sam- gleðjast þeim á þessum heiMa- ríku tímamótum í Mfi þteirra. —• Skemtiiskrá stýrði séra H. Sig- mar, sem fór að mestu leyti fram á ensku. Ræður vom fluttar af mörgum, sem mintuist þeirrá mieð mjög hlýjum orðum á þann frábæra stuðning er þau hjón hefðu veifiit íslenzkum féllagsskap hér í bæ. Þeir sem töluðu vom Tryggvi Anderson, forseti ís- lenzka safnaðarins; séra Kól- beinn Simundlson, K. S. Thor- darson og séra Sigmar, fyrir hönd kvenfélaganna töluðu Mrs. B. O. Jóhanmson og Mrs. B. Sig- urdson. Ennfremur töluðu og fluittu kvæði H. E. Magnússon, forsteti félagsins Vestri; Mrs. Jábobína Johnson og J. J. Mid- dail. Mörg heillaóska skeyti voru lesin frá vinum og skyldfólki víðswegar að tiil silfurbrúðhjón- anna. Á píanó spilaði frábærlega rel Florenoe Magnússon, dótfiir silf- urbrúðhjónanoa. Sungnir voru undir stjórn Tana Björnson, bæði eniskir og íslenzkir söngvar. Stem þakklætisvott fyrir ágæta kynningu færði séra Kolbeinn Siimundson brúðhjónunum að gjöf fiá vinum þeirra, sfierling silfur bowl og candleholder, ennfremur gáfu börn þeirra þeim silfiur borðbúnað. Veitingar voru frambornar með rausn og brúð- arkafca, fagurlega skreytt, á borðum, sem öllum smafckaðist vel. Að endingu töluðu silfur- brúðhjónin og þökkuðu fyrir heiður sér sýndan og hlýleg orð 'töluð í sinn garð. Mr. og Mrs. Jón Magnússon hafa verið búsett hér í bæ frá þvá þau giftust og kynt sig ágæt- lega, eru frábærlega gestrisin og dugamdi í öllum fédagBskap og standa ávalt fremst að styrkja hvert mál sem á dagskrá er til heiila fyrir þjóðflokk sinn. Fálagskapur á meðal Isltend- inga hér í bæ er fremur góður; nýir kraftar bætast við þegar nýtir og, dugandi menn setjast hér að eins og hefir átt sér sfiað nú undanifarandi tíma. Félagið Vestri hefir átoveðið að stofna til skemtilsamlbomu föstudagskveld- ið 20. júní að Eagles Hall, 24th Ave. N.W. og 56 St., í tilefni af 17. júní frelsishátíð íslenzku þjóðarinnar. Skemtiskrá verður mteð bezta mófii, bæði ræður og söngur. Dr. Edward Pálmason, hinn glæsillegi ungi og ágæti sólóisti verður á skemtistorá — engum verður vonbrigði að hlusfiia á hann. Dans verður stiginn að enduðu prógramminu og dans músik framúskarandi gott. Á boðstól- um verða veitimgar fyrir þá sem óska þess. Félagið Vestri hefir ákveðið aö taka frí fyrir tvo mánuði, júM og ágúst, og verða því engir fundir haldnir þamgað til fyrsta mið- vikudag í sept. n. k. J. J. M. —.Aldrei er friður. Ólafur hét maður, ungur og ókvæntur. Hann þótti þungur til vinnu og svifaseinn. Eitt sinn, er hann var við kirikju við embættisgjörð, leiddist honum hversu ofit hann þurfti að standa upp og setjast niður. En er að því leið, að presfi- urinn blessaði yfir söfnuðinn, mælti hann: “Aldrei er friður, nú á að fiara að blessa.” w * * Konan hefir áhyggjur vegna framtíðarinnar þangað til hún nær sér í eiginmann, en karl- maðurinn hefir engar áhyggjur vegna framtííðarinnar fyrr en hann kvænisfi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.