Heimskringla - 28.05.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.05.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MAÍ 1947 Þetta var fyrsta júm, og Viktor Jones frá Fíladelfiíu sat í fiorstofu Savoy gistiihússins og hugsaði um farir sínar ekki sléttar. Hann hafði sem sé biðið algerðan ósigur í fyrstu tilraun sinni að verða heildsali. Þótt hann væri frá Fiíladelfiíu var hann samt ekki amerískur, hann talaði ekki einu sinni með amerískum málhreimi. Hann var fæddur í Ástralíu og hafði unnið í banka í Mellbourne. Þaðan fluttist hann til Indlands og vann þar fyrir verzlunarfélag eitt, það gekk ekki vel, og frá Indlandi fluttist hann svo til Fíladelfiíu. Án þess að eiga neitt fé hafði Viktor ásamt öðrum manni náð umíboði á stálbitmn og öðru stálefni í stórbyggingar, sem brezka stjómin ætlaði að kaupa; og til þess að selja stjóminni vörur þessar, hafði hann sjálfur ferðast til Lon- don. Hugði hann að þá mundi salan ganga bet- ur. Hanm hafði talað við einlkennisbúna seinláta stjórnarembættismenn, sem höfðu vísað ihonum til annara embættiSmanna, sem voru enniþá seinlátari. Verzlunarfélag eitt er nefndi sig Striinger félagið og Aron Stringer, höfðu kostað ferðina, og voru nú þrjár vikur famar í þetta, og núna, fyrsta júnií hafði Viktor borist sú frétt, að stjórnin hefði ákveðið að kaupa stálvömr þessar af félagi eimu í Pitt9burg. Þetta var ljóta áfellið. Hefði hann og Stringer fengið söluna, mundu þeir hafa með léttu móti staðið í skilum með vöruna. Fáeinir pennadrættir hefðu fylt vasa þeirra með fé. En þar sem brezka stjórnin neitaði að draga þessa pennadrætti, voru þeir gjaldþrota. Eða Jones var það að minsta kosti. 1 raun og veru var þessi verzlunartilraun þeirra ekkert nema hégómi. En samt má segja Jones það til málsbótar, að hann hafði lagt alt, sem hann átti í þetta eina spil, og óhappið var, hvað hann snerti, sannarleg ógæfa. Hann hafði ékki einu sinni tíu pund í vas- anum og hann skuldaði gistihúsinu. Hann haifði vonast til að koma kaupunum í kring á einni vilku, og ef þau tækjust, þá bjóst hann við að fara heim á þriðja farrými. Honum hafði aldrei dottið í hug, að það væri svona hræðilega dýrt að búa í London, eða að hann þyrfti að dvelja þar í þrjár vikur. 1 gær hafði hann símritað Stringer og beðið hann um meiri peninga, og hafði fengið þetta svar: “Báð eftir að kaupin gangi saman.” Þetta svar var eftir Stringer. Hann huigasði um Stringer þar, sem hann sat og horfði á fólksstraummn í gistihúss for- salnum. Þeir voru enskir og amerískir menn. Þeim leið bærilega, sem sjáanlegt var, því að engar áhyggjur né fjárþröng amaði að þeim. Hann hugsaði um Stringer, og sjálfan sig með tæp tíu pund í vasanum, og ógoldraa gistihúss skuldina og alt Atlantshafið milli sín og Fíla- delfíu. Jones var 24 ára gamall. En hann virtist vera þrítugur eftir útlitinu að dæma. Hann var sikarpleitur í andliti og alvörugefinn á svip. Það hefði vel mátt ætla að hann væri skozkur fríkirkjuprestur eða leikari, sem léki í harm- leikjum. Þesisar stöður eru hinar alvarlegustu, sem til eru í heimi. í raun og veru hafði hann byrjiað iífsbar- áttuna sem bankaþjónn, og hafði kynt sér bók- færslu með því að íá skriflega tilsögn, og með það fyrir augum að verða miljóneri hafði hann siglt út á hið úfna haf verzluraarstarfseminnar. Hann var nú eins og í þoku farinn að sjá þann sannleika, að listin að lifa felst ékki svo mjög í því að virana sjálfur, heldur miklu frem- ur í hinu, að koma öðrum til að virana fyrir mann. Hefðu nú þessi kaup við stjórnina gengið í gildi, þá hefði hann sér til mikilla hagsmuna komið þúsund hömrurn til að berja heitt stálið, og tylfit stálverksmiðjia til að ráða tuttugu skip, er mundu hafa fengið flutning, en ekkert af þessu mundi hann nokkru sinni hafa séð með eigin augum. í þessu felast töfrar viðskiftanna. Hinar hávaðasömu stórborgir og glamrandi verkstæði. Allur þessi tröllaukni iðnaður er aðeins fárra manna verk, manna sem garaga á síðum frökkum með hvítt hálslín, sem aldrei hafa ly*ft sekk, né mokað kolaskóflu á eldinn undir skipskötlun- um. Þetta eru sannarlegir töframenn. Haran bað einn þjóninn að færa sér viskí og sódavatn. Honum fianst hann þurfa hressingar með, áður en hann færi fyrir alvöru að íhuga ástand sitt. Er hann rétti hendina efitir glasinu tóik hann eftir manni einum, sem honum fánst hann kannast við, og því reis hann til hálfis úr gæti sínu og varpaði á hann kveðju. Maður þessi var prúðbúinn og á svipuðum aldri og Jones. 1 Maður þessi stansaði snöggvast eins og hann kannaði'st við Jones, en svo gekk hann leiðar sinnar og hvarf á bak við pálmatrén við inngangsdymar. Jones hallaði sér aftur á bak í stólraum. “Hvar get eg hafa séð þennan mann?’ hugsaði hann með sér. “Hann þekkir mig Mka. En hvar — en hvar?” Áramgurslauíst leitaði hann í huga sér eftir nafninu, sem átti við þetta andlit. Hann drakk vínið sitt, reis svo á fætur og gekk að billunni, sem dagblöðin voru geymd á, og blaðaði í þeim án þess þó að lesa neitt. Skömmu síðar gekk hann inn í amerísku drykkjustofuna í gistihúsinu, og fékk sér glas af víni. Jones var hinn iraesti hófisemdar maður hvað áfengi snerti, en nú var hann svo vonlaus, að honum fanst hann þurfa hressingar með. Brennivínið, sem hann drakk fyrst hafði haft sín áhrif, og þetta síðara glas virtist ætla að hafa ennþá betri áhrif. Hann ýtti frá sér tómu glasinu og sagði: “Láttu mig fá í það aftur.’ I þessum svifium gekk maður að borðinu og keypti vínglas. Það var Sherry vín. Joraes sneri sér við, leit á manninn og sá að þetta var maðurinn, sem hann hafði kannast við frammi í forsalnum, en hafði eigi getað komið fyrir sig nafni hans. Jones var ekki feiminn, hann hafði lagt það niður á öllu 9Ínu fierðalagi, og nú hagaði hann sér samkvæmt því. “Fyrirgefið,” sagði hann, “eg sá yður áðan þarna frammi í fiorsalnum, og er viss um að eg hefi einhversstaðar kyrast yður, en hvar, það veit eg ekki.” 2. Kapítuli. Ókunni maðurinn hló, er hann tók við skildinguraum sem gengu af er hann borgaði fyrir vínglasið. “Já,” svaraði hann, “þér hafið séð mig áð- ur, og það oft og möngum sinnum. Þér ætlið þó aldrei að segja mér að þér munið ekki hvar það var?” • “Get ekki munað það. Eruð þér Arneiií- kani?” “Nei, eg er Englendingur. Þetta er fyrir- tak. Að þér skuluð ekki þekkja mig. Nú ákul- um við fiá okkur saeti og ræða saman, þá rifjast þetta kanske upp fyrir yður. Það er alt af lótt- ara að hugsa þegar maður situr.” Er Jones sneri sér við til að sitjast við borð- ið, sem hinn maðurinn benti honum á, tók hann eftir að vínsalinn og þjónninn horfðu á þá for- viða og brostu eins og þetta væri all spaugilegt. En þegar hann hafði fiengið sér særti og leiit á þá á ný, þá þvoðu þeir upp glös með mikilli alvöru. “Eg sá ekki betur en náungarnir væru að hlægja að mér, mér missýndist víst, og það er líka eins gott fyrir þá. En nú skulum við ikom- ast að einhverri niðurstöðu með þetta hvar eg hefi séð yður. Hver eruð þér?” “Vinur yðar,” svaraði hann, “eg skal strax segja yður hvað eg heiti, en eg vildi helzt að þér fynduð það út sjáifur. En segið mér nú eitthvað af yður, og þá getið þér kanske iraunað efitir mér. Hver eruð þér?” “Eg! Eg heiti Viktor Jones. Eg er frá Fíla- delfiíu og er í félagi við mannskepnu, sem heitir Aron Stringer. Öll ógæfa mín stafar af þekk- ingarleysi breziku stjórnarvaldanna á því hvað er gott stál og ekki gott stál. Og hér er eg nú ráðþrota og allslaus.” Flóðgáttirnar höfðu opnast og út um þær filæddi nú gremja anda hans. Haran sagði frá öllu, og einnig um það hversu fjárhagur sinn væri bágborinn. Þegar hann hafði lokið máli sínu, sagði áheyrandi hans bara: “Eitt til?” “Ekki dropa framar. Það væri víst réttast fyrir mig að skygraast inn til ræðismannsiras eða einhvers annar. Niei, ekki meira af þessu sulli látið mig fá eitt glas af sherry.” Þegar sherryið var búið, reis ókunni mað- urinn úr sæti sínu. “Komið með mér út í fiorstofuna. Eg þarf að segja yður svoiítið, sem eg get ekki sagt yður héma.” Þeir gengu upp stigann. ókunni maðuriran gekk á undan og Joraes á eftir dáiítið hreyfur en svo haminjgusamur, að hann hafði aldrei á æfi sinni verið eins sæll. Hann var búinn að gleyma Stringer og brezku stjórninni, svo voru íllíka farnir sömu leiðina viðskiftasamningar og gisti- húsreikningar ,og ferðalög á þriðja farrými. Alt var þetta gleymt. Hlýjan um hjartaræturn- ar, hinir skrautlegu salir og gyltu lamparnir í gistihúsinu, nægðu honum algerlega, eins og sakir stóðu. Hann lét fallast niður í flauelis- fóðraðan fjaðrasess og kveikti í vindliragi, og reykurinra flaut bókstaflega yfir alla vitund hans og deyfði hana svo, að hann gleymdi næst- um áhuga sínum fyrir ákunna manninum. “Nú skal eg segja yður frá þessu,” sagði ókunni maðurinn og laut niður að honum. Þegar eg sá yður fyrst, var mér það strax ljóst, að eg þekti yður ,en mér var ómögulegt að muna hvar eg sá yður, en svo varð mér litið á sjálfan mig í speglinum og áttaði mig strax á þessu. Vitið þér að þér eiuð tvífarinn minn?” “Snúið yður við ag iítið í spegilinn á bak við yður.” Jones gerði það. Hann leit á ókunna manninn og ókunni maðurinn var hann sjálfur. Þeir voru hvor .annars lifandi eftirmyndir. Báðir voru þeir algeragir eða venjullegir menn hvað vöxit og yifirlit snerti, en hvað þeir voru iíkir var miklu rótgrónara en aðeins yfirbragð og svipur. Þeir voru alveg eins. Sami háralitur og hörundslitur, sömu aradlitsdrættir, hafuðlaig, eyru og sami augnalitur og sami alvörusvipur- inn á þeim báðum. Svona alger samlíkinig milli tveggj a manraa er næstum jafn sjaldgæf og það að finna tvo steina í fjörunni nákvæmiega alveg eins. En við og við getur þetta komið fyrir, eins og reyndira sannaði með M. de Jioinville og aðra. Og þegar eg tala um að menn séu nauðalíkir, á eg við að þeirséu svo iíkir, að gamlir kunningj- ar geti eigi þekt þá í sundur. Þegar raáttúran gerir þannig að gamni sínu, fier hún ekki hálfa leið. Hún gerir málróminn eins, hvað þá aranað. Eirai munurann á Joraes og.ókunna mannin- um var máihreimurinn og hann var mjög iítill. “Já, hvert þó í logandi,” sagði Jones. Hann leit á ókunna manninn og svo aftur á spegilinn. “Þetta er fremur óvenjulegt, eða hvað?” sagði hinn. “Á eg að biðja yður fyrirgefniragar eða ætlið þér að gera það? Eg heiti Roohester.” Joraes sneri sér frá 9pegliraum. Alt vínið sem hann hafði drukkið gerði hann öran í höfð- inu svo að honum fianst þetta alt ósegjanlega spauigilegt. 1 raun og veru var ekkert spaugi- legt við þetta, en það sá hann ekki. “Við verðum að drekka skál þessu til minn- iragar,” og hann benti þjóni að færa þeim vínið. 3. Kapítuli. — Miðdegisverðurinn og það sem síðar gerðist. Og Jones Veiitti örlátlega. Ökunni maður- inn dralkk lítið, en þrátt fyrir það var hann hinn glaðværasti og enginn efitirbátur Jonles í kátín- unni, en stundum var samt eiras og hann yrði annars hugar, kanske eins og hann átti að sér að vera, en það dró ekkert úr gleði Jonies. Hann geislaði af gleði og góðvild, talaði um alt milli himinis og jarðar og var himin lifandi glaður yfir hinum nýja vini, sem hann hafði fundið í einveru heimsborgarinnar. Að þessi nýji vinur var auk þess lifandi eftirmyndin hans, skerndi nú ekkert fyrir, hdldur fylti hann aukimni gleði, og hann kom aftur og aftur að því hvað þeir væru nauða iíkir og nákvæmleiga alveg eins. “Og hvað heitið þér nú aftur? Roohester! Það er áreiðanlega það bezta, sem eg hefi heyrt.” Skömmu síðar var flaskan tóm, og Joraes vissi ekki fyr en hann var farinn að ganga úti á Strand götunni mleð hinum nýja vini sínum, og áður en hann vissi af sat hann inni í stofu í frönsku matsöluhúsi^í Soho og snæddi þar mið- degisverð. Síðan mintist hann greinilega margra atriða, sem gerðust við þennan miðdegisverð. Hann mundi að þeir átu kjúkliraga og garðkál og að eggjakakan var svo heit, að hann hafði brent sig á henni, og að Roohester hafði farið að stríða þjónunum með einlhverjum hrekkjum, og þá höfðu fáeinir diskar brotnað. Hann mundi líka efitir að hann hafði ávítað hann fyrir þetta. Síðan hafði bæst ókunnugur maður í veizl- una, en hversvegna þeir rifust við hann, gat hann ekki munað. Og síðan var þar leigubíll og Roahester talaði lengi við bílstjóraran. Hann sá svo bjarta forstofu og stiga og mundi að einhver hjálpaði Honum upp stigann. Svo mundi hann ekkert meira. 4. Kapítuli. — Carlton höllin Hann vaknaði í niðamyrkri. Hann hafði fult vit og hugsun hans var eins skýr og krystal- tær lind, og var svíðandi sér af blygðun. Fyrst mundi hanra eftir Rochester, og sú minning fylti munn hans óbragði. Rochester hafði komið hon-um til að haga sér eins og fiífl, eins og skepna. Hvernig gœti hann nokkru sinni horft framan í starfsfólkið á gistihúsinu? Og hvað hafði hann gert við hina fiáu síkildiraga, sem hann átti? Er hann hugsaði til þe9sa fyltist hugurinn ísköldum ótta. Hann sló hnefanum á enraið og starði út í myrlkrið. Nú mundi hann eftir því. Tryllingurinn, sem hafði gripið Rochester, miðdegiisverðurinn, diskarnir, rifrildið. Hanra brast kjark til að rísa upp og leita í vösunum. Hann gat getið til hvernig þar væri ástatt. Hann lá þar og reyndi að gera sér í hugarlurad, hvað um sig muradi verða, viraum horfinra og féla/uis í eyðimörk stórborgarinnar. Hann hefði getað gert svolítið með tíú pundium. En alveg fóvana? Ekkert nema líkamlegt strit, og hvar ætti hann að fiá það? Aftur steig Rochester fram í huga hans. Þessi líking. Var hún bara skynvillla framköll- uð af ölrvímunni? Og hvað hafði svo Rochester gert. Hann virtist ekiki 9vífaist neinls. Hann var bandvitlaus. Mundu þeif krefja hann til reilknnig9skapar fyrir gerðir Rochesters? Er haran íhugaði þes9a vandræða spurningu, tók klukka að slá einhverstaðar úti í myrkrinu. Hún sló níu högg, og er Joraes heyrði það braust angistar svitinn fram á enni hans. Hann var ekki í herbergi sínu í gistihúsinu. Þar var engin klulkka, sem sló. Er hljómur klúkkunnar var dáinn út heyrði han neinhvern ávarpa sig eins og utan frá og langt í burtu1 “Skifta við hann klæðum, ta'ka peningaraa haras og sendi hann 9vo heim.” Síðan heyrði hann gætilegt fótatak á gólf- heppinu, fortjald var dregið till hliðar, glugga- tjald lyfitist upp og dagsljósið streymdi inn í herbergis, sem Jones hafði aldrei á æfi sinni séð áður. Það var svefnlherbergi frá tímum Jakóbs konungs, óbrotið en ágætt hvar sem á það var litið. Maðurinn, sem hafði dregið upp blæjuna stóð nú út í birtunni og snleri hliðinni að Jones- Þetta var maður ákveðinn á svip, vöxtur hans og látbragð og búningur var alt saman alvar- legt og virðulegt, rétt eiras og maðurinn væri erkibiskup og hlyti að vekja lotningu allra. Jones varð skelkaður. Hann dró andann djúpt eins og hann væri sofandi, en rendi samt gætilega augunum að þessu fyrirbrigði sem birtist við gluggann. Það réðiist á blæjurnar fyrir hinum glugg- unum, gekk síðan að hurðinni og sagði eitthvað í lágum hljóðum við eirihvern, sem ekki sást, og kom svo aftur með balkka með morgunmat á. Hann lét balkkann á lágt borð við rúmið, hvarf síðan út úr herberginu og lökaði hurðinni á eftir sér. Jones reis upp í rúminu og litaðist um. Fötin haras voru farin. Hann hengdi ætíð buxurnar sínar á fótagafil rúmsins, en hin fötin lagði hann jafnan á stól við rúmið, en engin spjör sást þarna. En nú veitti hann því eftir- tekt, að hann var í skrautlegum silkináttfötum. Hann rétti út handleggina og athugaði lit og vefnað þessara skrautklæða. iSkyndiiega varð honum þetta alt ljóst. — Þetta var þó gott. Hann var á heimili Rodhest- ers. Rochester hiaut að hafa sent haran heim til sín. Þetta fyrirfbrigði, sem birst hafði sjónum hans, var þjónn Rochesters. Og frá því að iíta á Rochester sem illan anda, varð hann að engli í augum hanis. Vináttu tiifinraingin streymidi um hann alian, er hann tók að skenkja teinu í bollan, og í sömu andrá heyrði hann í huga sér orðin: “Skifiti við haran fötum, tók peninígana hans og sendi hann heim.” Hvort áttu þessi orð við, hann sjáifan eða Rochester? Hafði Rochester verið rændur, og mundi Jones verða að bera ábyrgðina á því? 1 huga hans vaknaði áköf ósk um að finraa fötin sín og fiá svo útskýringu á þessu öllu. Hann reis úr rekkju og gekk út að glugganum. Gluggi þessi srieri út að Grænagarði, sem var yndisleg- ur á að líta þennan fagra sólskins morgun. Hann sneri frá glugganum og opnaði hurðina. Hann sá göng með þykkri gólfábreiðu, sem deyfði alt skóhljóð. Þetta voru falleg göng, sumstaðar voru silkihengi og frá lofitinu héragu silfurlampar, sem Joraes virtust kosta 1000 dali hver. Þegar hann var drengur hafði hann lesið Þúsund og eina nótt. Nú var eins og legði á hann blæ frá görðum Aladíns, og ruglaði hugs- un hans ag eftirtekt. Era hann mátti til að ná í fötin sín! Þessi þögla dýrð, hangandi siifur- lampar; mjúkar góifiábreiður, rósótt silkisvefn- föt, damask hengi. Var hann að verða brjálað- ur? Hann mátti til að fá fötin sín, svo að hann gæti boðið öllu þessu byrgin. Haran fót aftur inn í herbergið sitt. Reiðin spuð í skapi hans. Hin taugaveiklaða reiði irianns, sem finraur til þess að hann hefir breytt eins og flón, og hefir verið leikið með. Hjá arninum fann hann bjölluhnappinn. Hann þrýsti á hann tvisvar og gekk svo að hinni hurðinni í herbergirau, þar var baðherbergið. Það var eins og baðherbergi í rómverskri höll, gólfið var alt lagt smáum og marglitum marmaralhellum, veggirnir voru og klæddir marmara, og baðkerið var úr sama efni. Á silfraðri pípu héngu hvít handklæði með rauðu kögri. Þarna stóð skrautlegt borð með gler- plötu. Á því voru rakhriífar og aliskonar munir til að snyrta sig með, burstar, smyrslabaukar, ker með andlitsdufti og ilmvatnsfilöskur. Jories gekk inn í þetta musteri og gekk í kring eins og köttur í ókuranugu búri. Hann var að skoða hlutina á búningaborðinu, en ihrökk í kuðung, því að einhver kom inn í svefraherbergið. Einhver hlaut að vera þar inni. Einhver, sem flutti til stólana og tók þar til. Þetta hlaut að vera þjónninn. Jæja, bezt var að ljúka þessu af sem fyrst. Hann ætlaði að fá útskýringu á þessu og það strax. Honum leið álíka og manni, sem er að fara inn til tann- laéknis. Era hann herti upp hugann og gekk inn. Fölleitur, ungur maður, svarthærður fagur- lega kemlbdur var þar inni í herberginu. Þessi ungi maður hélt á skyrtu og ljósrauðum silki- nærifiötum. Hann laut niður og lagði á gólfið skó úr gljáleðri. Glitrandi fögur morgurakápa lá á rúminu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.