Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 1
We recommend fot your crpproval oux "BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. JÚLÍ 1947 NÚMER 40. Rt. Hon. R. B. Bennett látinn R. B. Bennett jarl, fyrrum for- sætisráðherra Canada, dó á heimili sínu, Juniper Hi'll í Sur- rey sWeit á Englandi s. 1. fimtu- dag. Hann dó mjög snögglega, var á fótum síðasta daginn. Er hjartveiki talin banameinið. Hann var 76 ára. Fæddur var hann í Hopewell í N. B. 1870 og þar uppalinn. Mentunar naut hann í Dalhousie háskóla í Hali- fax. Eftir að hann útskriifaðist i lögum 23 ára gamall, flutti hann til Calgary og stundaði þar lög- fræðiisstörf. Var ári síðar kosinn í löggjafarnefnd Norðvestur hér- aðanna og sat á þingi í Edmonton 1909, en Alberta-fylkið var stofnað 1905. Árið 1911, sótti hann í saim- bandskiosningunum og sat á þingi þar til 1917. En í þeim kosningum sótti hann dkki, vegna þess að sagt var, að hann væri á móti myndun samvinnu- stjórnar. En 1925 sótti hann aft- ur og var kosinn. Hafði hann verið bæði dómsmiálaráðherra og fjármálaráðherra í stjórn Bor- dens og Meighen. Þegar Meigh- en sagði af sér var hann kosinn foringi ihaldsflokksins á flokks- fundi, er haldinn var í Winnipeg. í kosningunum 1930, vann í- haldsflokkurinn stórfeldan sigurj og varð Bennett þá forsætisráð- herra Canada. Um þetta leyti var hér kreppa ein hin versta, sem í öðrum iönd- um. Atvinnuleysi var óheyrilegt og fé var hvergi hægt að fá til neins. Bennett kallaði stjórn sína saman og samdi bráðabirgð- arlög til þess að reyna að bæta úr hivorutveggja. Lagði hann mi'kið fé fram til atvinnubóta og ber flest af því, sem aðhafst var í þessu fyliki, sem annars staðar, þess merki, eins og samkomuhöll þessa bæjar — Winnipeg Audi- torium og fjöldi annara stór- virkjá. En það hrökk ekki til, svo hatramlegt var atvinnu- ástandið orðið. Hiann hækkaði og tolla, sem ekki var vel lagt út, en var bein afleiðing af hækk- un þeirra #í Bandarlíkjunum (Smoot-Hawley tolliögunum). Auk þessa samdi Bennett- stjórnin heilmikið af lögum, sem að trygði almenningi fé sitt í bönkum og hjá lífsábyrgðarfé- lögum 'á sama tíma og Banda- níkjamenn voru að tapa fé á þennan hátt og gjaldþrot þjóða voru tíð um allan heim. Hann trygði og bændum Canada bæði ákvæðisverð og markað fyrir hveiti hjá fremstu kornkaupa- þjóð heimsins — Bretum. lEitt atriði í stefnu Bennetts var að sambandsríki Bretlands gerðu samning sín á milli um nökkur verzlunarforréttindi. En Bretar sjálfir skárust þar úr leik, töldu sig of bundna með sldkum samningum. Þegar kom fram á árið 1934, og Bennett þóttu tilraunir sínar um of fyrir borð bornar ákvað hann að gera stónfenglegri breyt- ingar á rekstri landsins, en áður hafði hér verið farið fram á, af nobkurri stjórn. Flutti hann ræður í útrvarp um þetta og vöktu þær geysimikla hrifningu. Var í þeim falið stjórnar-eftirlit með viðskiiftum og fjármála- röbstri öllum, léngd vinnutlfma verkamanna og ákvæðiskaup. Ennfremur margskonar trygg- ingar almenningi til handa. — Mátti greinilega sjá, að þama RT. HON. R. B. BENNETT —Courtesy of Wpg. Tribune hann oft ræður í efri málstof- unni, en aðalstarf hans var þó stjórn Rauða kross félagsins i Englandi yfir stríðsárin. Af eignum sínum gaf Bennett $90,000 til “Wings for Vietory Week” í Englandi, um $875,000 til Dalhousie háskóla, $225,000 til Mount Allison háskóla í New Brunswick, $130,000 til Edmon- ton háskóla, til kirkjunnar, sem hann sótti á Englandi (Little Mikleham Anglican Ohurah) um $40,000 og meir og minna til fjölda annara stofnana. var eitthvað Mkt á ferðinni og New Deal Bandardlkjanna. En það ( hafa fáir menn skilið, þó skýrt I hafi verið hundrað sinnum fyrir eitt og með sér beri, að rétta eigi, við hag hvers fiokks, eða stéttar, sem skarðan hlut ber frá borði í | þjóðarbúskapnum. Ef hallar á| verkamenn, bændur eða smærri iðnað og viðSkifti, var og er hug- j myndin með New Deal að réttaj það við. Hið sama vakti fyriri Bennett. En hér hafði þetta iítil áhrif á almenning. Og þegar til kosndngar kom 1935, unnu liber- alar stórmikinn sigur. Af lög- gj afaráformum Bennetts varð því ekkert og sú þjóðlega löggjöf, sem hann hafði gert, var meira að segja afnumin og talin af við- takandi stjórn ólögmæt. Var það að sjálfsögðu gert til þess að þóknast stóriðjúhöldum, er allir voru búnir að fá óbeit á Bennett og töldu hann vísan til hvers sem væri. Þeir óttuðust að hann yrði þeim ofjarl. Kosningarnar báru jafnframt með sér, að stjórnarstefna Bennetts var þjóðinni eitthvað óskiljanlegt. Bennett var ágætur lögfræð- ingur og með árvekni í því starfi, varð hann brátt góðum efnum búinn. Við þann auð er hann hafði aflað, bættist svo arfieifð frá E. B. Eddy félaginu í Quebec er eins miklu nam og allar eignir Bennetts áður. B'ennett gat því helgað sig stjórnmálastarfinu án þess, að sækjast eftir launurn fyrir það. Enda mun hann af sdnu eigin hafa greitt hvern kostnað, er ferðalög, útvarp og annað þess- háttar hafði í för með sér. Og um bruðkin á landsfé til fylgj- enda sinna, eða flökks sdns, var aldrei talað í hans stjórnartdð af andstæðingum hans. Má þó nærri geta, hvort þagað hefði verið yfir sliku, ef annars hefði verið kostur. Hann lét sig að minsta kosti einu sinni hafa það, að liækka laun hæstlaunuðu stjórnarþjóna um 10% og kærði sig ékki kollóttan um afleiðing- amar af því, sem ekki juku vin- sældir hans. En hann sagði fleiri hafa orðið fyrir meiri tekjumissi en það á þeim hörðu tímum. Bennett verður ávalt talinn framarlega í flokki canadiskra stjórnmálamanna, ef ekki einn' hinn mesti, og heiðvirðasti seml landið hefir átt. En hann var á undan samtíð sinni; hún skiMi hann ekki. Mælskumönnum verður dkki nema örfláum við Bennett jafn- að. Fyrir átta árum flutti hann ti! Englands. Var hann þar sæmd- ur 1941 titlinum viscount. Hélt 60 ára afmæli Lundar-bygðar Á þessu ári eru 60 ár fná því, að íslendingar tóku sér bólfestu í Áiftavatns- og Grunnavatns- bygðum, en sem nú enu oftast kendar við höfuðstaðinn, Lund- ar, sem þar spratt upp og er einn af dslenzkari smábæjum hér vestra. Verður nú hinnar löngu og að sjálfsögðu ströngu sögu þessara bygða minst með hátíða- haldi næstkomandi sunnudag (6. júllí). Hefir feikna undirbúning- ur átt sér stað, prentuð og útgef- in skemtiskrá yfir það sem fram fer á deginum og fólksílutninga- vagnar verið leigðir til að flytja fólk frá Winnipeg til Lundar á hálfvirði, enda má gera ráð fyriir að menn drdfi víða að á þessa hátíð. Að þar verði milli þrjú og fjögur þúsund manna saman- komið, er spá manna. Mun það ekkert of í lagt, ef hepni er með, veður verður gott og engin önji- ur forföll hindra það. Þeir sem sjá vilja menn í reglulegu hátíða-skapi, ættu að sækja þessa samkomu. Þeir sem yngri eru, ættu ekki að láta sldk tækifæri sér úr greipum ganga, sem með hátíð sem þessari gefst til þess, að kynnast sögu feðra sinna og landsins, sem framtíð- arland þeirra verður. Að því er hina eldri snertir, verður dagur þessi eftirminnilegur. Á honum hugleiða þeir liðna æfi og lifa í raun og veru upp æsku- og manndómsár sín. Það er til daga sem þess, er þarna fer í hönd, sem þj óðliífið sækir sinn andlega þrótt og sem reynist einn hinn mesti styrkur þess til velmegunar og framfara. Að sækjia þessa hátíð er hverj- um Íslendingi bæði gagnlegt og skemtilegt. Konur heiðraðar af Kvennasambandinu Á þingi Kvennasambandsins voru eftirfarandi konur heiðrað- ar: Mrs. Sigríður Árnason gerð að lífstíðarfélaga í General Alli- ance of Unitardan and Other Lib- eral Ohristian Women, Boston, Mass. Mrs. Guðrún Anderson frá Piney (nú í Winnipeg) og Mrs. Thóra Finnibogason frá Lang- ruth, voru kjörnar heiðursfélag- ar i Kvennasambandinu. í stjórnarnefnd í stjónarnefnd Sameinaða kirkjufélagsins, voru þessir kosnir á nýafstöðnu þingi: séra Eyjólfur J. Melan, forseti;. B. E. Johnson, vara-forseti; séra Phil- ip M. Pétursson, ritari; Páll S. Pálsson, féhirðir; J. F. Kristjáns- son, vara-skrifari; Jón Ásgeirs- son, vara-féhirðir; Mrs. S. E. Björnsson, fræðslumálastjóri; Hannes Péturson, stjórnandi kirkjumála. Stjórnarnefnd Sambands kvenfélagsins Á þingi Sambands íslenzkra frjálstrúar kvenna í Norður- Ameríku, sem haldið var d Win- nipeg síðustu dagana í Júní, voru Læknaskortur í Canada Manntad flóttafólks, og þeirra er heimilis og landlauSir hafa orðið af völdum hin's siðasta al- heimsstríðs, og hafa haldist við á hælum, eða henbúðum fyrir þesSkonar fólk í Evrópu, tók U.N.R.R.A. fyrir ári sdðan, og kom þá í Ijós, að 1700 fulllærðir læknar voru á meðal þessa fólks, og biðu aðeins eftir að geta not- að lærdóm sinn, og sett sig nið- ur í einhverju nýju landi, eins og t. d. Canada. Síðan þetta manntal var teki- ið, hafa margir þessara lækna kamist til ýmsra annara landa, en þó er það vitað, að allstór hópur er þar ennþá, sem kostur væri á að fá til þessa lands. Aúk almennra lækna, skurð- lækna, og annara sérfræðinga á því sviði, eru þar margir lærðir verkfræðingar, og aðrir full- numa í ýmsum öðrum iðngrein- um, er báða aðeins eftir tækifæri til að komast til Canada. Mjög fáum, ef nokkrum, hefir verið veitt leyfi til að flytjast hingað, sérstaklega vegna þes, að iðnfé- lögin “The prafessional groups” í Canada, hafa verið hikandi og óviljug að veita slíkum mönnum viðtöku. Önnur lönd taka þó á móti þessu iðnmentaða fólki opn- um örmum, en ekki Canada. — Erfiðleikarnir eru þeir, að þeg- ar yfirvöldin gera eitthvað til að rýmka um innflutninga fólks inn 1 landið, þá segja læknamir: “Komið með innflytjendur, en flytjið enga lækna inn”, svo er það með allar aðrar iðngreinar og sérfæðinga samtök, að þau mótmæla því harðlega, að nokkr- ir sérfræðingar, í hvaða grein sem er, fái inngönguleyfi inn í landið. Skýrslur U N.R.R. A.-félags- skaparins hafa sýnt, að 3,891 lærðar hjúkrunarkonur, og 199 karlmenn ,er lært hafa hjúkrun- arfræði, eru á meðal þessa vega- lausa fólks. Sambandsstjrónin í Canada ætlaði að flytja inn í landið hér um bil 2,000 konur úr þessum “Displaced Person’s Camps”, og meðal þeirra átti að vera hópur, er fúllfær væri til að taka að sér að aðstoða útlærðar hjúkrunar- konur, en engin beiðni, frá neinu fylkjanna hér í Canada, hafði komið um útskrdfaðar hjúkrun- arkonur. Hefir það verið útskýrt í “hærri stöðum”, að hjúkrunar- kvenna-samtökin í hverju fylki fyrir sig, yrðu fyrst að lýsa því yfir, að innflutningur lærðra hjúkrunarkvenna væri þeim þöknanlegur, og í fullu samræmi við reglur þeirra og fyrinskipan ir, áður en þær fengju inngöngu leyfi í landið, og læknar yrðu að ljúka prófi við læknaskóla fylkj- anna, áður en Ottawa gæti farið til verks, og flutt þetta fólk inn í landið, og þó er hinn tilfinnan- legasti skortur, bæði á læknum og lærðum hjúkrunarkonum, hér í Canada. Frá kirkjuþinginu Fréttir frá þingi Sameinaða kirkjufélagsins verður ekki hægt að segja í þessu töluiblaði. Veld- ur því það, að blaðið var að mjög miklu leyti stíisett áður en þing- inu lauk, en svo varð að vera, vegna þriggja helgidaga í vik- unni, sem hér um ræðir. Hins má hér geta, að kirkju- þingið, var eitt með þeim skemti- legri, sem hér hafa verið haMin. Tvö kvöld þess voru samkomur haldnar, er merkilega góðar reyndust. Á hinni fyrri héMu átta prestar ræður, sem ýmsum kann að finnast, að ekki mæli nú með þessu, en sem gagn og gam- an var á að hlýða, auk mikils og góðs söngs. Þetta var á 25 ára afmælissamkomu Sameinaða kirkjufélagsins. Sáðari samkom- an, sem Kvennasambandið hélt, var biátt áfram hámark í skemt- un, enda koni þar fram það fólk, sem í tækni og list stendur hér fremst á meðal íslendinga, eins og t. d. í söng og hljómlist, þær Agnes Sigurðsson og Mrs. Gísla- son, í upplestri Ragnar Stefáns- son og Mrs. Friðriksson, er aðal- ræðuna flutti það kvöld. Þá var iðnsýning Kvennasambandsins fyr að deginum fullkomin ný- ung, og ræða fylkisstjóra frúar- innar, Mrs. McWliliams, hin á- gætasta, sem vænta mátti. Þ,ann- ig mætti á margt minnast, sem stundir þingsins gerði eftir- minnilegar. Að hlýða á séra Eirák Brynjólfsson, prest, nýkominn að heiman, var og óskiftur fögn- uður, eigi síður en sú hugðnæmi hans í frambomu, að ganga fram á samkomunni og þakka okkar aldna, kunna söngmanni, Pétri Magnús, fyrir einsöng hans þetta kvöld. SMkt fór ekki fram hjá þeim, er um langt skeið höfðu notið unaðar af söng hans og listræni og sem eigi síður hefir fagnað því, í hvert sdnn, er þessi áttræði, þreklegi og tígulegi “hvíti ás”, kemur fram á söng- sviðið og bregður upp myndum af hinu “heiða norðri” með söng sínum. Nöfn þeirra er í stjórnarnefnd voru kosnir, eru birt á öðrum stað í blaðinu. 1 heiM sinni má segja að þing- ið hafi verið bæði uppbyggilegt og Skemtilegt. eftirfartandi konur kosnar í stjórnarnefnd: Mrs. S. E. Björnson, forseti; Mrs. P. S. Pálsson, vara-forseti; Sigurrós Viídal, skrifari; Lára Thorvaldson, vara skrdfari; Margrét Sigurðsson, fjármála- ritari; Margrét Johnson, fé- hirðir. — Formenn milliþinga- nefnda: Mrs. Thura Óláfsson, Ár nesi, í fræðslumálum; Mrs. Ólöf Gddleifsson, Árborg, í útbreið- slumálum; Mrs. Margrét Stev- ens, Gimli, í samvinnumálum; Mrs. Kristín Kristofferson, Gimli, í kirkjumálum; Mjrs. Guð- rún Skaptason, Winnipeg, í mannúðarmálum; Mrs. Slteina Kristjánssðn, Winnipeg, í fjár- rnálum. Meðráðendur í stjórnarnefnd í Kvennasambandinu, eru: Miss Frú S. E. Björnson Margrét Pétursson, Winnipeg; Mrs. Snjólaug Peterson, Árnes; Mrs. Björnsson, Piney. Hallir reikningar 1 verzlunar og viðskiftareikn- ingum Canada og Bandaríkj- anna, virðist sem stendur, halla óþægilega mikið á Canada, sam- kvæmt hagstofu fjármálaskýrsl- um, en þó er sá viðskiftahalli ebki talinn svo alvarlegur, að ástæða þyki til að gnípa til neinna örþrifaráða. Þrátt fyrir það, að útflutning- ar Canada til Bandaríkjanna hafa verið svo miklir, að þeir fara fram úr öllum eðlilegum hlutföllum á friðartdmum, þá sýnia skýrslur, er aðal ríkishag- stófan gaf út í vikunni sem leið, að yfir fjögurra mánaða tdmabil er endaði síðasta dag apníl mán- aðar síðastl., var viðskiftareikn- ingshallinn $296,300,000. í apríl var hallinn $92,200,000 borið saman við $80,000,000 í marz- mánuði. Bráðabirgða, eða undirbún-j ings-reikningar bentu til þess, að hallinn í maímánuði gæti orð- ið að upphæð $100,000,000, er því ærin ástæða til þess fyrir f jármálaforstjórana, að grufla út í það, hvernig þessum óþægilega dálkamun verður mætt, og hvaða áhrif hann kemur til með að hafa á Bandáriíkja dollara-j birgðimar í Canada, er voru að upphæð $1,244,900,000 1. jan-1 úar sdðástliðinn. Ef núverandi fjárhagsástands stefna heldur áfram, er ekki lík- legt að Canada geti staðið í skil- um, og verði komin aftur úr í vöruskiftum við Bandaríkin, í það minsta $900,000,000 við næstu áramót. Og ofan á alt þetta, er ekki annað iíklegra, en að Canada þarfnist $200,000,000 til þess að jafna með ágóðamun, er verður á milli arðvænlegra ameriskra fyrirtækja í Canada, og canad- iskra fyrirtækja í Bandarfkjun- um, þessar tvær upphæðir yrðu þá til samans $1,000,000,000. Haft er það þó eftir hátt sett- um fjármála-fulltrúa, að engin ástæða væri þó til að vera ekki bjartsýnn, og vona að landið komist klakklaust út úr þessu fjármála-öngþveiti, er stafar af þvií, að Canada fólk hefir keypt stórkostlegar birgðir af amer- iskum vörum, sáðan stríðinu lauk. Kunnugt er það, að stjórnin hefir litið svo á, að ástandið sé all alvarlegt en ekki hefir þó komið til þess, að neinum hafi dottið í hug að leggja nokkrar hömlur á varnings-innflutning úr Bandaríkjunum, að minsta kosti er það talið víst og áreiðan- legt, að engar sMkar Römlur verði lagðar á vömskiftin á þessu yfirstandandi ári.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.