Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA TVÍFARIIM Mr. Ghurch vakti hann er hann dró upp blæjurnar. Hann hafði dreymt um matsölu- húsið, sem Ihann bjó á í Fíladelfíu, um ungfrú Wybrow, húsmóðurina þar og aðra samibýlis- menn sína. Church gekk að hurðinni og tók við bakk- •anum með fceinu, setti hann hjá ruminu og hafði sig svo á burtu. Þetta virtist eina þjón- ustan, sem Ghurch veitti auk þess að hann kom svona hátíðlega inn með blöðin oð bréfin á morgnana. Jones drakk teið sitt og reis svo úr rekikju, og gekk út að glugganum og horfði út í trjá- garðinn, Iþar sem sólin skein glatt, og hringdi svo á þjóninn. Nú var hann bvorki aumur né niðurbrotinn. Honum fanst hann vera í essinu sánu. Glaðværðin, sem var honum eðlileg, og betri arfur en mikill auður, hafði snúið til hans á ný. Það var dásamlegt að vera lifandi og leika það hlubverk, sem hann lók. , Svo kom þessi lifandi vél inn á herbergið og tók að inna af hendi hlutverk sitt. Þessi mannskepna (hét James, krjúpandi, alvarlegur og eins áfjáður og skordýr var hann. Ekki maður heldur vél. Fullkomin vél. Jones furð- aði sig á að svona maður gæti verið til. Hann var á þann veginn að fara ofan þegar barið var að dyrum. Það var Ohurch, sem kom inn með stórt umslag á bakka. “Hérna er það, sem þér báðuð mig um að sækja til Jermyn strætis, lávarður minn.” “Svo þér eruð búinn að fara þangað?” “Já, lávarður minn. Þegar klukkan var átta og eg hafði fært yður teið, fékk eg mér vagn og fór þangað.” Jones fékk umslagið. Church og vélin fóru út og hann settist við gluggann til að iíta yfir bréfin. Þau voru í umslaginu. Bréf frá manni til konu. Bréf frá greifan- um af Rochester til Sophíu Plinlimon. Safn hræðilegra heimskulegra ástabréfa, þeirra hræðilegustu sem nokkur hárkollu skrýddur dómari hefir nokkru sinni lesið.í skilnaðarrétt- inum. Þau voru skrifuð yfir tveggja mánaða tíma fyrir tveim árum síðan. Þau voru ástríðu- full, heimskuleg á mörgum stöðum, og öll mesti þvættingur. Hann kallaði hana ljótu og leiðin- legu ástina sína, eins og barn mundi tala við fóstru sína. Jones stokkroðnaði. “Og hann borgaði átta þúsund pund til þess að þau kæm- ust ekki fyrir almennings sjónir,” hugsaði Jones “Já, eg hefði kanske gert það Mka. Ekki hefði mig langað til að sjá mig í Fíladelfíu blöðunum með annað eins og þetta hangandi við nafnið mitt.” Hann lét hin hættulegu bréf í umslagið og bar þau með sér niður i stofuna. Þessi máltíð var alveg eins og daginn áður. Ghuröh kom með færri bréf, það var eini munurinn. Bréf þessi gerðu honum nýja örðugleilka. Hann varð að svara þeim öllum og einnig þeim, sem komu í gær. Hann varð að fá sér ritvéll. Hann lagði þau til hliðar og tók dagblað. Hann var orðinn svo vanur hlutverkinu að hann gat haft áhuga fyrir viðburðum dagsins. Hvert augnablik gat birst utan úr þokunni einhve’r Boles, Spicer eða ann- ar draugur frá hinni vafasömu fortíð Roöhest- ers. En hann hugsaði samt ekkert um það. — Hann þóttist þess full vís, að Roohester hefði ekki borgað átta þúsund pund til að vemda heiður nokkurrar konu, heldur til að vernda sitt eigið nafn, til að hindra að þessi þvætting- ur hans yrði lesinn upp fyrir réttinum. • Þetta svifti Rochester einu ærlegu taug- inni, sem Jones þóttist finna í eigu hans. Hann ýtti frá sér disknum, og á þeim svifum kom Church til hans. Hann bvíslaði að honum: “Lady Plinlimon er komin, náðugi herra.” “Lady Plinlimon?” “Já, yðar náð. Eg bauð henni inn í skrif- stofuna.” Jones var búinn að borða. Hann reis úr sæti sínu og safnaði saman bréfunum og fylgd- ist með Church til skrifstofunnar. Þrekin frú með stóran hatt á höfðinu sat þar í stól. Enginn vafi var á að hún var að minsta kosti fertug. Hún var breiðleit og alls eigi fríð, en máluð mjög af mikilli list. “Ó, þarna eruð þér,” sagði hún er hann hafði lokað hiurðinni. “Eins og þér sjáið er eg snemma á ferðinni.” Jones kinkaði kolli, tók vindling úr öskj- unni og kveikti í honum. Frúin reis á fætur og gerði hið sama. Hún blés reykknum út um nasimar. Jones horfði á hana og virtist hún andstyggileg. Hún settist aftur í stólinn. Henni virtist vera órótt. “Er það satt, sem eg hefi heyrt, að hún systir yðar sé flutt til móður sinnar?” “Já, svaraði Jones, og mundi nú eftir fugla. þræðunni frá deginum áður. “Jæja, þá getið þér búið hér í friði, bara að þér látið hana ekki koma hingað aftur. En eg kom ekki hingað til að tala um hana, heldur af því að eg er í hræðilegri kiípu.” “Jæja.” “Svo hræðilegri, að eg má til að fá peninga og það i dag.” “Jæja.” “Já, eg var handviss um að fá þá í gær, en fyrirtæki eitt, sem eg reiddi mig á, fór forgörð- um og nú megið þér ti lað hjálpa mér, Arthur.” “Hvað þurfið þér mikið?” “Fimtán hundmð. Eg skal borga féð aftur innan skamms.” » “Fimtán hundmð pund?” “Já, auðvitað.” Bj art ljós, hvítt og kalt blossaði skyndilega upp í vitund Jones. Hversvegna kom þessi kona lil hans i dag, svona bráðlega eftir að Bolös, sem hafði bréfin hennar, var brotinn á bak aftur? Þetta hafði hann spurt sjálfan sig að. Hann sá að þarna vom mörg ágæt tækifæri. “Hvað ætlið þér að nota þessa peninga?” spurði hann. “Hamingjan besta! En sú spurning. Til hvers kona þarfnist peninga. Eg þarf þeirra með og það er nægilegt. Þurfið þér að spyrja einhvers fleira?” “Hvaða fyrirtæki mishepnaðist yður í gær?” “Hlutabréfakaup i kauphöllinni.” “Hverskonar hlutabréf?” Hún varð eldrauð af reiði. “Eg kom ekki hingað til að tala um það. Eg kom til yðar sem vinar míns /til að biðjast hjálpar. Ef þér neitið mér, gott og vel, þá er það mál úr sögunni.” “Nei, ekki alveg,” sagði Jones, “mig langar til að spyrja yður einnar spumingar.” “Gerið svo vel.” “Þér bjuggust við því í gær að fá fimtán hundruð pund?” “Já.” “Bjuggust þér við að fá þau frá S. A. Boles?” Hann sá strax að hún var sek. Hún reis til hálfs úr sæti sánu, en hneig svo niður aftur. “En hvað eigið þér við?” æpti hún. “Þér vitið mjög vel við hvað eg á,” svaraði hann. “Þér áttuð að fá fimtán hundmð pund í yðar hlut af fé því, sem hann fengi fyrir bréfin. Þér heyrðuð í gær, að eg neitaði að borga þetta fé. Hann var bara umboðsmaður yðar. Það þýðir ekkert fyrir yður að neita þvá. Hann 9agði mér frá þessu öllu.” Það var hræðilegt að sjá andlit hennar, ná- fölt með rauðum málflekkjum. “Það er alt saman lýgi,” tautaði hún. “Lýgi, lýgi!” Hún reis á fætur og reikaði. Hann langaði ekkert til að lengj a þessar vandræða samræður; að ofsækja kvenmann var ekki hans venja. Hann gekk að hurðinni og opnaði hana fyrir henni. “Það er ekki satt, eg skal skrifa yður um þetta.” Hún staulaðist út. Hann bjóst við að hún mundi svo sem þekkja leiðina að útidyrunum og lokaði þvá hurðinni og settist við arininn. Hann fann ekki til neinnar sigurgleði. Þetta var hræðilegt. Honum fanst, að hann befði aldrei kynst slíkum náðingsskap. Og þetta var kona, háttsett í mannfélagsstiganum. Hún hafði narrað Rochester til ástabrálls við sig, og notaði svo Boles til að neyða út úr honum átta þúsund pund fyrir bréfin. Hún hafði dáleitt Rochester. Hefði svo haldið skilnaðarmiáli yfir höfði hans eins og sverði. Hann tók fram bókina með öllum helztu mönnunum í og las: Plinlimon: þriðji barón, afi hans aðlaður 1831, giftur Sapphíru, dóttur Marcus Muihaus- en, mentuð heima; heimili Roost, Tite stræti, Chelsea. Þarna var umsögnin um bann í skránni. “Eg þyrði að veðja aleigu minni að hann er með í spilinu”, sagði Jones við sjálfan sig, og átti við Albert James Plinlimon. En svo brosti hann. Þetta var samt ekki sneitt öllu spaugi. Boles hafði borgað til baka átta þúsund pund, en fyrir umboðið hafði hann fengið 25 af hundraði, og samkvæmt því tapaði hann á þessu fyrirtæki, minst sex þúsund pundum. Þetta gladdi Jones ennþá meira en sigurinn. Hann haiði megnustu andstygð á Boles, bara fyrir ættemi hans. Jones hataði hann ekki, honum fanst hann bara vera andstyggilegur. Og nú ætla eg að heimsækja Mortimer Collins,” sagði hann og lét bókina á hilluna. ( Hann fór út, kallaði á vagn og ók til skrif- stofu lögmannsins. Ekki hafði hann gert neitt ráð fyrir fundi þeirra. Hann ætlaði bara að fá upplýsingar um sjálfan sig. Sú þekking gat orðið honum skjöldur og brynja í þeirri stöðu, er hann stóð nú í. Og her- týgja þurfti hann sannarlega með. Hann barð- ist eigi aðeins fyrir hinni yfirstandandi stund, heldur einnig fyrir fortáð annars manns — og við mannorð eða mannorðsleysi þessa manns. 10. Kap. — Kolanáman Sergeant Inn er við Fleet stræti. Það er róleg gata, og í húsunum búa tómir lögmenn. Mortimer Collins bjó hægra megin. Hann var maður fullorðinn, fölur af inniveru, hæglátur, hár vexti með þunt skegg, í fiátímum sánum safnaði hann gömlum prentuðum myndum. Hann var maður, sem allir virtu. Flestir skjól- sfcæðingar hans voru aðalsmenn og stórbændur. Það mátti sjá af nafnalista þeim er stóð í skápn- um hanis. Hann þekti alla og vissi alt um alla, um suma vissi hann hræðileg atriði, og hann var velkominn í fínustu húsum landsins. Fólki féll vel við hann sjálfs hans vegna, og hann vakti það traust, sem byggist á samúð. Jones kom inn til þessa manns, sem tók á móti honum kurteislega en kuldalega. Jones kornst strax að efninu eins og hann var vanur. “Eg kem hingað til að tala við yður í al- vöru,” sagði hann. “1 raun og veru,” svaraði lögmaðurinn. “Hefir nokkuð nýtt komið fyrir?” “Nei, en mig langaði bara að tala við yður um ástæður mínar yfir höfuð. Eg er kominn á þá skoðun að eg hafi breytt eins og heimskingi.” Lögmaðurinn lyfti höndunum og hreyfði fingurnar á mjög þýðingarmikinn hátt. “En nú ætla eg að kippa þessu öllu á lag,” sagði Jones. Lögmaðurinn stundi þungan. Hann tók svolitla eltiskinnsbót upp úr vestisvasanum og fór að þurka með henni af gleraugunum. “Þér munið bvað eg sagði yður hérna um daginn,” sagði hann. “Hafið þér ákveðið að fara að ráðum miínum? Þá gátuð þér ekki svar- að mér neinu öðru en óráðsbjali um sjálfs- morð.” “Hvaða ráð?” Collins ypti öxlum óþolinmæðislega. “Rláð — að flytja til nýlendanna og reyna þar hamingjuna.” “Hm,” sagði Jones, “nú man eg það. Eg hefi hugsað mikið um þetta. Eg ætla að vera kyr hérna og reyna að kippa öllu í lag.” Aftur sýndi lögmaðurinn óþolinmæði sína. “Þér þekkið fjárhagsástæður yðar alveg eins vel og eg,” sagði hann. “Hvernig getið þér komið lagi á ástæðdÝ yðar eins og þær eru? Þér getið það ekki. Þér eruð sokkinn upp að höku í skuldafenið. Fyrir mánuði sáðan réði eg yður til að takmarka kostnaðinn við heimilishaldið, og leigja einbverjum Carlton höllina. Þér sögð- ust ætla að gera það, en gerðuð það samt ekki. Jœja, nú getur hrunið komið bvenær sem vera skal. Þér hafið móðgað mig með þessu, eg hefði miklu fremur óskað, að þér hefðuð sagt nei er eg stakk upp á þessu. Nú hafið þér lánað of mikið í bankanum yðar. Þér eigið engar eignir, sem þér getið framar veðsett. Skuldir yðar við kaupmenn og aðra, er þarf að borga strax, eru samkvæmt yðar sögusögn hálft þriðja þúsund pund. Þér getið sjálfur séð hvernig ástæður yðar eru.” ”Eg segi á ný, að eg skuli lagfæra þetta,” sagði Jones. “Alt saman fór svona vegna þéss að eg hefi verið flón.” “Það þykir mér vænt um að heyra yður segja.” “En nú er því öllu lokið. Þér hafið beyrt mig segja yður frá Boles?” Collins kinkaði kolli. “Hvað segið þér um þetta?” Jones dró upp ávásunina frá Boles og lagði hana á borðið fyrir framan lögmanninn. “Hvað er þetta? Átta þúsund pund!” “Hann kom ennþá einu sinni til að hræða mig til að -borga sér peninga, en eg jafnaði um hann og kallaði á lögregluþjón, og kúgaði Boles til að skila mér aftur ránsfengnum. Þarna er ávusunin. Er hún góð og gild?” “Já, það veit hamingjan. Hann er stórauð- ugur, en þér fullyrtuð, að hann hefði bara feng- ið eitt þúsund pund.” Jones bölvaði með sjálfum sér. Það er slæmt að bera á herðum sér fortíð þorpara, en næstum enn verra að taka að sér forfcíð ræfils og lyddumennis. “Eg laug að yður,” 9varaði hann. Collins át í sig það sem hann ætlaði að segja. “Hvernig getur læknir hjálpað sjúklingi, sem leynir hann aðal atriðunum?” spurði hann. “Ekkert. Hvemig get eg trúað því, sem þér segið mér nú?” “Það veit eg ekki, en þér ættuð samt að trúa mér. Eg bið yður að gera það er eg segist ætla að breytast til batnaðar. Eg hefi orðið fyrir áfelli, og það hefir gersamlega breytt mér. Eg er ekki sami maður og eg var í gærkveldi.” Collins leit á hann forvitnislega. “Þér eruð öðruvsíi. Rödd yðar er öðruvísi. Eg ætla ekki að spyrja yður að hvemig þetta hafi atvikast, að þér urðuð svona. Eg ætla bara að vona, að breytingin verði varanleg.” WINNIFEG, 2, JÚLÍ 1947 “Bjargföst,” svaraði Jones. “Nú ætla eg að byrja nýtt Líf. Fyrst ætla eg að leigja þetta hringleikhús.” “Hringleikhús?” “Já, þetta hús. Það er góð hugmynd. Viljið þér hjálpa mér til þesss. Eg veit ekkert hvernig á að fara að því.” “Auðvitað skal eg hjálpa yður. Eg hugsa að eg geti fengið leigjanda. Bracebridges lang- ar til að fá sér heimili með húsgögnum. Hann þarfnast einmitt svona húss. Eg skal láta ritar- ann minn skrifa þeim — ef þér meinið þetta í raun og vem?” “Já, mér er bláföst alvara.” “Gott, það er þá altaf eitfchvað. Eg spurði svona vegna þess að þér hafið ætiíð neitað þessu svo ákveðið. Yður fanst það blátt áfram móðg- andi, eins og eg hefði stungið upp á einhverju óheiðarlegu — þótt þér féllust á þetfca að lok- um.” “Að skulda fé, sem maður getur ekki borg- að, er óheiðarlegt,” sagði falski lávarðurinn. “Eg sé það nú.” “Hamingjunni séu þakkb fyrir það!” svar- aði Collins. “Eg ætla að fá mér herbergi í rólegu gisti- húsi,” svaraði hinn. “Með átta þúsund pundin og leiguna fyrir höllina ætti eg að geta fleyst áfram.” “Eg get ekki annað séð en það gæti tekist,” svaraði Collins hughreystandi. “Ef þér aðeins 'haldið fast við þennan ásetning yðar. Til allrar lukku eru eignir konu yðar ósnertar. Og nú skulum við minnast á hana.” “Já,” svaraði Jones og ískalt vatn rann honurn milli skinns og hörunds. “Ást góðrar konu er atriði, sem ékki verður við verði keypt,” svaraði lögmaðurinn. “Eg hefi góðar og gildar ástæður fyrir þeirri skoðun minni, að konan yðar elski yður ennþá, þrátt fyrir alt, sem á milli hefir borið. Þegar við sleppum lífernismáta yðar, þá bugsa eg að helzti misgáningur yðar felist í því, að þér létuð hana systur yðar búa hjá ykkur. Það gat aldrei blessast. Nú hafa aðstæðumar breyst. Munduð þér nú ekki vilja finna konuna yðar og tala rólega um þetta alt saman?” “Nei,” sagði Jomes og bar ört á. “Eg vil 'helst ekki sjá hana, að minsta kosti ekki ennlþá.” “Eins og yður þóknast,” svaraði hann. “Síð- ar meir komist þér kanske á aðra skoðun.” Lögmaðurinn lofaði svo að láta hann vita ef leigjandi kæmi, og Jones kvaddi hann svo. Orð lögmannsins um konuna hans höfðu heldur en ekki skotið honum skelk í bringu, og langaði hann nú helzt til að láta fætur forða sér. Á leiðinni ofan lagði hann áætlun uffl ferðalagið, en það komst ekki langt. Hópur fólks mætti honum í stiganum, og vék hann sér úr vegi til að láta það komast framhjá sér. Feit kona gekk í broddi fylkingar, aldrað- ur maður geklk á eftir henni, og síðast kvenmað- ur með barðastóran hatt. “En þarna er þá Arfchur,” sagði feita konan. “Nei, hvað þetta var heppilegt, Arthur. Við er- um á leiðinni til Collins. Nokkuð, sem er alveg hræðilegt hefir komið fyrir.” Vesalings Jones sá nú að stúlkan með barðastóra hattinn var Miss Birdbrook. Gamlu manninn hafði hann aldrei séð, en hann hafði aftur á móti séð Jones oft, að því sem hanu hugði. Hann hlaut að vera ættingi, ef dæm3 mátti af því hversu hann leit á Jones kuldialega og ósvífnislega. Hann leit út fyrir að vera her- foringi og haka hans var með skarði í og setti mjög ákveðinn svip á andlitið.. “Bezt að segja ekkert hérna úti. Komdu með okkur upp til Collins,” sagði hann. Jones langaði ekkert til að tala neitt meira við Mr. Collins, en hann blóðlangaði til að heyra um þessi ósköp, sem fyrir höfðu komið. Hann var hálfhræddur um, að það væri eitthvað í sambandi við sjálfsmorð Rochesters. Augna- bliki síðar stóð hann ásamt hinum inni í skrif- stofu Collins, og setti lögmaðurinn fram stóla handa þeim, lokaði hurðinni og settist svo við skrifborðið sitt. “Æ, Mr. Collins,” sagði gamla konan, “þetta er hræðilegt, sem fyrir hefir komið. Kol — þeir hafa fundið kol.” Hún komst ekki lengra, því að maðurinn með hökuskarðið tók nú orðið. “Þessi hálfviti þarna,” sagði hann og benti á Jones, “hefir selt kolanámu, sem ef til vill er virði miljón punda, fyrir fimm þúsun-d pund. Þeir hafa fundið kol í Glamaswyn. Eg heyrði um þetta fyrst í gær. Struthers sagði við mig í klúbbnum: “Þekkið þér landareign, sem heitir Glanaswyn, sem Rodhester hefir selt Marcusi Mulbausen?” “Já,” segi eg. “Vitið þér,” segb hann, “að á þeirri jörð er bezta kolanáman í Wales. Gufuskipa kol, og Mulihausen ætlar að vinna hana sjálf-ur. Honum voru boðin hundrað og -fimtíu þúsund pund fyrir eignina vikuna, sem leið, þeir hafa verið að bora þar múna í hálft ár — þetta heyrði eg Strufchers segja, og 'hefi fengið það staðfest í dag. Mulhausen vissi auðvitað bvers virði eignin var, og lagði sv0 gildru fyrir þenman hálfvita.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.