Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. JÚLl 1947 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Öskufall úr Heklu fellur í Reykjavík í fyrsta sinn Aska úr Heklu hefir fall,ið hér í bænutm og nágrenninu í gær og í fyrrakvöld og er það í fyrsta sinn sáðan Hekla tók að gjósa að þessu sinni, að vitað er með vissu að aska hefir fallið hér í bænum. Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur vann að því í gær að safna öskusýnishornum hér í bænum og verða þau rannsökuð í Atvinnudeild háskólans í dag. Menn urðu einna fyrst varir við öskufall hér í bænum á því, að það settist á bila og klestist á bílrúður. Maður sem var á leið milli Reykjavíikur og Hatfnar- fjarðar 1 fyrrakvöld í bil varð að fara nókkrum sinnum út til að þurka af framrúðu bílsins, þar sem þurkur bílsins unnu ebki á öskunni. 1 fyrrakvöld varð fólk á fþrottavellinum vart við að svart ryk settist á yfirhafnir þess og var það Heklu aska Eé í nágrenni Reykjarvíkur ber þesS greinileg merki, að öskufall hefir verið talsvert. öÞá verða menn varir við ösku fall á þann hátt að það sest í augu manna, og 9víður undan því. Allmikið gos hefir verið í Heklu undanfarna tvo daga eftir þv*í, sem menn er koma að aust- an herma. Hefir öskufall orðið talsvert í Ölfusi undanfarna tvo daga, í Grímsnesi og víðar vestur af Heklu. —Mbl. 5. júm » ★ ★ Ræður þingmanna teknar upp á “diktafón” í dag Eins og Visir hefir áður skýrt frá voru í vikunni sem leið gerð- ar tvær tilraunir til þess að taka þingræður í efri deild á stál- þráð. Var siðari tilraunin gerð á föstudaginn og voru þá tveir hljóðnemar hafðir í deildinni, annar við borð forseta, en hinn var fluttur milli ræðumanna, jafnóðum og þeir tóku til máls. Tilraun þessi stóð yifir í % kl., og tókst í hvívetna með ágætum. Fyrirkomulag er hið sama og þegar umræðum er útvarpað og heyrist í alla staði jafn skýrt og greinilega. Verði rœður þingmanna eftir- leiðis teknar á stálpráð, munu þeir ekki geta talað úr sætum sínum, heldur flytja sig í sér- stakan ræðustól, þar sem hljóð- nemanum verður komið fyrir. 1 dag er svo ráðgert að gera tilraun með “diktafón” í efri deild Alþingis, en diktafónar eru m. a. notaðir í þessu skyni í finnska þinginu. Þeir hafa þann kost framyfir stálþráðinn, að vélritunarmaðurinn getur stillt þá á hyaða hraða sem er og þægilegastur er fyrir manninn til þess að rita eftir. Stálþráð- inn verður hinsvegar að færa aftur og taka til að nýju ef vél- ritunarmaðurinn hefir ekki við. —Vísir 20. maí * ★ ★ Flugslysið í Héðinsfirði Að því er fregn frá Ólafsfirði hermdi í gærmorgun, virðast vera skiptar skoðanir um það hvort liikin sem fundust hjá flug- vélarflakinu í Hestfjalli hafi verið 25 að tölu eða aðeins 24, eins og fyrst var álitið. Ólafs- firðingar, sem komu á slysstað- inn og fluttu liíkin til Ólafsfjarð- ar með vélabátnum, segja flug- vélina hafa lent í klettaskoru, í innan við 100 m. hæð frá sjó, og hafi hún ekki hrapað neitt eftir áreksturinn. Var flugvélin í pörtum eftir sprenginguna og líkin mikið sködduð. Þykir því sýnilegt að allir sem með henni voru hafi látizt strax er árekst- urinn varð. Þá telja sjónarvottar, að ekki sé hægt að ráða það af ásigkomu lagi vélarflaksins í hvaða áitt hún hafi flogið þegar slysið varð. Vélabáturinn Egill, en skip- _____ 't stjóri á honum er Jón Sigurpáls- son í ólafsfirði, niáði lendingu í svokölluðu Vogum undir Hesta- fjalli og var skammt þaðan að flakinu. 1 gærmorgun var farið aftur á slysstaðinn frá Ólafsvík til að sækja farangur sem skilinn var eftir á staðnum þegar líkin voru sótt. • * • “Skilum handritunum strax” Formaður danska Kommún- istaflokksins, Axel Larsen, lét þá von í Ijós í umræðum í Rííkis- þinginu í gær að dönsk yfirvöld ssæju sóma sinn í að afhenda ís- lendingum handrit fornsagn- anna sem fyrst. Axel Larsen hef-' ur alltaf verið ötull fórvígis maður þess, að Islendingum væri skilað handritunum. í vor hefir hann ritað um handrita- málið á blað kommúnista, “Land og Fólk”, gegn dönskum fræði- mönnum, sem ekki vilja að handritunum sé skilað. ★ ★ * Emil Ludwig í banni hjá Rússum )Emil Ludwig, hinn heims- kunni ævisagnaihöfundur, hefir nú verið settur á bannlista á hernámssvæði Rússa í Þýzka- landi. Eru bækur hans gerðar upptækar, hvar sem |>ær finn- ast og strangar refsingar liggja við, ef út af er brugðið. Emil Ludwig er kunnur fyrir snjallar ævisögur ýmissa stór- menna, meðal annars bækurnar Roosevelt, Bismarck, Napoleon og Kleópatra. Er hann Gyðingur og varð að flýja Þýzkaland, er nazistar brutust til vald'a, en bækur hans voru lýstar í bann. Rússar segja, að bækur hans hafi verið bannaðar, vegna þess “hernaðaranda”, er í þeim fel- íst. Hafa kommúnistar víða um heim lofsungið hann vegna fjandskapar nazista við hann, en snúa nú væntanlega við blaðinu. —Vísir 14. maí * * * Handrit Jóhanns Sigurjóns- sonar gefin Landsbókasafninu Landsbókasafninu hefir bor- izt stórmerk gjöf, en það eru öll. handrit Jóhannis Sigurjónssonar, sem voru í eigu hans, er hann dó. Gefandinn er danskur maður, Gunnar ,R. Hansen, en ekkja Jóhanns arfleiddi Gunnar að handritunum. 1 handritasafni þessu eru frumdrög að öllum leikritum Jóhanns, ennfremur brot að ó- prentuðum leikritum og prent- uð og óprentuð kvæði. Þar eru ennfremur bréf Jóhanns til konu hans, sem ekki hafa áður verið prentuð, vasabækur minnisbæk- ur, ýmisleg skjöl og plögg svo sem samningar um útgáfur eða sýningar á leikritum o. s. frv. Loks er þar allstórt safn fjöl- skyldumynda og mynda af hlut- verkum úr ieikritum Jóhanns, pennastöngin hans, en hún er úr hérafæti, blýantsstubbar o.fl j 1 bréfi, dagsettu 13. apríl s. 1.1 segir gefandinn að hann hafij fyrir löngu ákveðið í erfðaskrá| sinni að Landsbókasafnið fengi þetta fyrr eða síðar í hendur, þvá hann kveðst vera þeirrar skoðunar, að handrit af íslenzk- um uppruna eigi hvergi annars- staðar að vera en á Islandi. Hann ' kveðst hafa verið milli vonar og ^ ótta um afdrif þessara handrita j meðan á hernámi Danmerkur stóð því ekki hefði verið hægt að j segja fyrir um hver afdrif Kaup- j mannahafnar yrðu. Hefði sig þá iðrað þéss að vera ekki búinn að koma handritunum til Islands, en það væri hér með gert, þrví ef til ófriðár drægi að nýju, séu þau betur geymd hér en í Dan- mörku. Gefandinn, Gunnar R. Hansen var mikill vinur Guðm. Kam- bans og ekkju Jóhanns Sigur- jónssonar og var henni hjálpleg- Kveðju koss til Sigrúnar og Guðinundar Gíslason á Gilsbakka Við fórum hingað ástarkossi að kveðja og kanske fyrir litla stund að gleðja ykkur, kœru eðallyndu hjón. Að Gimli sigri en Geysir tapi, gerir oss í þungu skapi, bygðin okkar bíður við það tjón. Þið hafið lengi Gils á Bakka búið, í blómgvar lendur feni og skógi snúið. Búandans er starf með stríði háð, állir dagar eiga kvöld um 9Íðir. Ælfi starfið verkamanninn prýðir, þið sannarlega sigri hafið náð. Á Gimli verður gott að búa, gæfan mun að ykkur snúa. Þar er gamialt goða ból, Æsir munu ykkur hylla með alskyns krásum borðin fylla, á himni — skín í heiði sól. Þegar fer að halla að hausti hugsið þið í fullu trausti um almættisins einka son. Þá verður lífið ljúfur draumur Mkt og friðsæll veizlu glaumur, ekki bregst hin æðsta von. F. P. Sigurðson ur á ýmsa lund. Hann hafði áður sitt eigið leikhús, Komediesen- en í Khöfn oig var Kamban leik- stjóri hjá honum. Seinna hefir hann haft leikstjórn á hendi við ýms dönsk leikhús. Hingað til íslands hefir hann komið í leik- stjórnarerindum árið 1934 og setti þá m. a. Jeppa á Fjaili, eftir Holberg, á svið. Hann talar ís- lenzku reiprennarndi og er mik- ill íslendingavinur. Gjöf Hanisens er höfðingleg og verður seint fullþökkuð. Er það okkur mikill fengur, að fá hand- rit Jóhanns hingað heim, því eins og gefandinn kemst að orði, eiga handrit hans, sem önnur ís- lenzk handrit, hvergi annars- staðar að vera. —Vísir 14. maá * * * Skemmdir hafa orðið á húsum í Hveragerði Eins og skýrt var frá í Vísi í gær, hafa landskjálftar valdið allmiklu tjóni á mannvirkjum í Hveragerði. 1 ábúðarhúsinu að Gufudal hafa allir veggir sprungið. Þá hafa gróðurhús á sama stað skemmzt nokkuð. Tugir nýrra bvera hafa mynd- ast víðsvegar á hverasvæðinu. Einn hver hefir t. d. myndazt ó miðri akbrautinni, sem um þorp- ið liggur, tveir við húsvegginn á Reykhólum og á lóðinni kring- um húsið að Ásgarði. Hveraopin eru á stærð við tunnubotna og spýta þeir leir í sífellu. Flutt var úr tveim húsum, Reykhólum og Ásgarði. Flutti fólkið úr þeim sökum þess, að eigi þótti óhætt að láta það vera þar yfir nótt- ina. Fékk það inni í skólanum. í nótt og morgun hafa litlir kippir fundizt ,en þó hafa menn orðife varir við hræringar. Eng- in slys hafa orðið á mönnum í sambandi við þessar jarðhrær- ingar, en eitthvað af konum og börnum mun hafa yfirgefið þörpið lí gær, aðallega til þess að geta haft 9vefnfrið næstu nótt. —Vísir 20. maí ★ ★ • ísfirðingar ráðgera að kaupa Helicopterflugvél til s j úkraf lutninga 1 ársskýrslu Rauðar Kross Is- lands er blaðinu hefir nýlega borist, er þess m. a. getið um starf Rauðakros9deildarinnar í Isafirði, að mikill áhugi sé rí'kj- andi þar fyrir því, að kaupa Helicopterflugvél til sjúkra- flutninga. Þessar vindmyllu- flugvélar hafa reynst afbragðs vel til þeirra hluta erlendis. Starfsemi Rauða Kross Islands hefir verið mjög mikil og fjöl- þætt á sl. ári. Þess er getið um starfsemi Akureyrardeildar í skýrslunni, “að deildin hefir annast sjúkraflutninga eins og áður, en átt á talsverðum vand- ræðum vegna þráiátra bilana á bifreiðum. Hlutur deildarinnar í fjársöfnun vegna lýsiskaupa handa börnum i Mið-Evrópu, var hinn rausnarlegasti, því að Akureyringar gáfu yfir 40 þús- und krónur i því skyni. Deildin nýtur nokkurs styrks frá Akur- eyrailbæ og Eyjafjarðar'og Þing- eyjarsýslum, eða samtal's 3400 krónurá sl. ári. — Dagur 14. maí * * ♦ Hljóðbylgjurnar úr Heklu á kvikmynd Á Heklukvikmynd jarðfræð- inganna kemur fram merkilegt fyrirbœri,- en það eru hljóm bylgjur, sem myndast við sprengingarnar i gígunum. — Bregður þessum hljómbylgjum fyrir, sem snöggum leiftrum í myndinni. Kafli úr þessari kvikmynd var sýndur í Tjamarbíó á fimmtu- dagskvöldið til ágóða fyrir Rangæingasöfnunina, en síðar verður myndin fullgerð í Amer- íku. Er kvikmyndin tekin af þeim Áma Stefánssyni og Stein- þóri Sigurðssyni. —Alþbl. 11. maí ★ ★ ♦ Dæmi um verðlækkunina Sem dæmi um áhrif hinnar nýju lækkunar Viðskiptaráðs á álagningum heildsala og smásala má nefna tvær tegundir nauð- synjavara, sem hvert heimili notar. Síðustu sendingar af hveiti hefðu samkvæmt gömlu verðlagsákvæðunum kostað kr. 1.65 kg. í smásölu til neytend- anna, er lækkar nú um átta aura eða í kr. 1.57, sem 9varar 5%. Þannig lækkar útsöluverð á síð- ustu sendingum af strausykri úr kr. 2.06 kg. um 10 aura í kr. 1.96 eða sem svarar 5%. Ekki hefur enniþá verið reikn- að út, hversu mikið þessi nýju ákvæði muni lækka vísitöluna. —Alþbl. 7. maí ★ ★ ★ Mikil gos í Heklu Mikil gos hafa verið í Heklu síðan fyrir helgi, og hefir þeim verið jafnað við fyrstu daga gossins. Öskufall hefur verið nokkuð að Næfurholti og í sveit-1 unum þar í kring, og um hríð var þar vart lesbjart. Nú hefur! aftur dregið nokkuð úr gosinu. | —Alþbl. 8. mai * ★ ★ Gísli Sveinsson sendiherra Islands í Noregi Svo sem kunnugt er hefur sendiherra fslands í Bretlandi jafnframt verið sendiherra þess í Noregi, en þar hefir ekkert sendiráð verið og ekki verið séð fyrir fyrirsvari landsins á annan veg. Hefir þessi háttur þótt ó- fullnægjandi og þessvegna stað- ið til að setja á stofn sérstakt sendiráð í Oslo. Utanríkisráðu- neytið hefur nú ákveðið, að svo skuli gert frá 1. júlí n. k. og er ráðið, að Gísli Sveinsson sýslu- maður verði fyrsti sendiherra fslands með aðsetri í Noregi. íslenzkir blaðamenn á al- þjóðamót blaðamanna Meðal farþega með leiguflug- vél Flugfélags fslands, til Prest- víkur í gær, voru þeir fulltrúar Blaðamannafélags íslands á al- þjóðablaðamannamót sem hald- ið verður í Prag. Fulltrúarnir eru þeir Emil Björnsson fréttamaður hjá Rík- isútvarpinu og Jón Bjarnason, fréttaritstjóri Þjóðviljans. Blaðamannamót þetta er hald- ið að tilhlutan alþjóða blaða- mannasambandsins og stendur það yfir frá 1. júní til 10. júní. —Mbl. 30. maí * » ★ Emil Nielsen, fyrrverandi forstjóri Eimskip, látinn Emil Nielsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eimskip, lézt í Kaupmannahöfn í fyrra- dag, 76 ára að aldri. Var hann framkvæmdastj óri félagsins frá byrjun og fram í júnií 1930, og hefur verið í þjónustu þess sem eftirlitsmaður i Höfn síðan. Nielsen fór á unga aldri í sigl- ingar og fór víða, áður en hann gerðist framlkvæmdastjóri Eim- skipaifél., við stofnun þess. Hann átti hér margt vina. —Alþbl. 20. maí ★ ★ ★ ísland selur fiskimjöl til Palestínu 1 april-miánuði sáðastliðnum voru seldar til Palestínu eitt hundrað smálestir af fiskimjöli. Er þetta í þriðja sinn, sem siík vara er flutt út frá íslandi til Palestínu. Alls voru greiddar um 104 þúsund krónur fyrir þessar afurðir. Það var i byrjun þessa árs er útflutningur á fiski- mjöli hófst til Palestínu. —Vísir ★ ★ ★ 200,000 um 8,700 íbúðir Húsnæðiseklan er víðar slæm en hér í Reykjavík. 1 New York er nú brátt lokið byggingu á heilu hverfi af nýbyggingum, sem trygginga félagið Metropwl- itan Life stendur að. Bárust 200 þúsund umsóknir, en íbúðirnar eru 8,700 og eru þar meira en helmingi fleiri um hverja íbúð en eru um Skúlagötuhúsin hér. í New York eru ekki aðeins gamlar herbúðir teknar til í- búðar fyrir húsnæðislaust fólk, heldur eru ný braggahverfi reist fyrir það. * ★ » Þrjár konur hengdar Þrjár konur voru hengdar í gærmorgun í fangabúðunum í Rathensburg í Þýzkalandi. Kon- ur þessar voru við stjóm fanga- búðanna, meðan nazistar voru við völd, og reyndust þær sekar um hinar svivirðilegustu pynt- ingar á konum, sem voru í fanga búðunum. Herréttur dæmdi kon- urnar þrjár til dauða. Réttarhöldum heldur áfram í Nurnberg, og munu innan skamms verða dregnir þar fyrir rétt nokkrir herforingjar nazista þar á meðal herforingj ar, sem voru í Noregi og Finnlandi. —Alþbl. 3. maí Hhagborg U FUEL CO. n Dial 21 331 Norfl)" 21 331 Forseta liður vel eftir smáaðgerð Samfcvæmt símskeyti sem ut- anníkisráðuneytinu hefir borizt fiá Jóhanni Sæmundssyni ytfir- lækni og Viihjálmi Finsen sendi- herra frambvæmdi prófessor John Helilström á Karolinska Sjukhuset í Stockholm þ. 9. þ. m. minnilháttar aðgerð á forseta Islands útaf lasleika, sem gerði vart við sig í desember s.L Tlókst aðgerðin vel og er forseti hress og hitalaus og liðan hans óað- finnanleg. Ráðgert er, að fonsetfi verði enn nokkra daga á sjúkra- húsi, en dvelji þvínæst eitthvað sér til hressingar í Svíþjóð. —Vísi 15. maí ★ ★ * Sæmdur orðu frönsku heiðursfylkingarinnar Forseti Frakklands hefir ný- léga sæmt Alexander Jóhannes- son prófessor riddaraorðu — tfrönsku heiðurfylkingarinnar, (Chevalier de la Légion d’Hon- neur). Hefir sendiiherra Frakka hér á landi, M. Henri Volliery atf- hent prófessorunum heiðurs- merkið. —Mbl. 14. maí ★ * * Krónprinsinn tók á móti forseta Knútur krónprins og Gustav Rasmussen, utanríkismálaráð- herra Dana, tóku á móti Sveini Björnssyni, forseta Islands, er hann kom til Kastrupflugvallar- ins í Kaupmannahöfn. Forsetinn mun búa í konungs- höllinni Ama'lienborg, meðan hann dvelst í Kaupmannahöfn. —Alþbl. 30. apríl * * ★ Steingr. Arason og frú hans, fyr- stu heiðursfélagar Sumargjafar Steingrímur Arason og kona hans, Sína Arason voru kjörin heiðursfélagar Barnavinafélags- ins Sumargjatfar á aða'lfundi fé- lagsins síðast liðinn föstudag, og eru þau fyrstu heiðursfélagar Sumargj af ar. Steingrímur Arason var einn af stofnendum Sumargjafar og var formaður félagsins i 16 ár. Hefur hann með stuðningi konu sinnar unnið ómetanlegt braut- ryðjandastarf í þágu félagsins og uppéldismála í landinu. —Alþbl. 22. apríl Sjónvarpsbylgjum er ékfci hægt að taka á móti handan við sjóndeildarhring, sökum þess að þœr eru svo stuttar, að þær fara í gegnum öll þrjú lög andrúfs- loftsins, sem þrungið er rafeind- um, og endurkastast því ekki til jarðarinnar, eins og hinar löngu bylgjur, sem notaðar eru við önnur lotftbylgjusambönd. ÁREIÐANLEG VINGJARNLEG og ÁBYGGILEG þjónusta til boða hjá öllum vorum sveita kornlyftu umboðsmönnum ff I Slt FEDERHL GRfllD LIDIITED HOW YOU WILL BENEFIT BY READING the world's doily newspoper— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You w.ll flnd yourself one of the best-informed p>ersons in your community on world offoirs when you read this world-wide daiiy newspoper regulorly, You will goin fresh, new viewpoints, d fuller, richer understonding of todo/s vltol news—PLUS help from its excluslve feofures on homemoking, educo- tion, business, theoter, music, rodio, sports. Subseribe now to this speciol "gcf- ocquainted" offer —1 monfh for $★ (0. 8. fusds) 1 The Christion Science Publishing Sociefy One, Norwoy Street, Bosfon 15, Moss., U. S. A. PB-S . Enclosed is SI, for which pleose .send me The Christion I Science Monitor for one month. Listen to The Christian Suence Monitot Vie»s th< i Ne»s ' e«em Thursday 1. mgnt o»er the American SroadCd stmg Gompany % ■ Nome___...... Stroet......... \City........... Zono...

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.