Heimskringla


Heimskringla - 10.09.1947, Qupperneq 1

Heimskringla - 10.09.1947, Qupperneq 1
Wn lecommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF // CANADfl BREAD CO. LTD. Winnipsg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 _______Frank Hamnibal, Mgr. LXI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. SEPT. 1947 NÚMER 50. íí Heim til fjalla” JÓNAS PÁLSSON “Dauðinn ríður um ruddan veg og ræðst á iþinn ibesta vininn. Sú ferðin er áköf og ógurleg.” Ekki hafði mér dottið í hug, að eg ætti á bak að sjá öllum bræðrum mínum, en það er kom- ið á daginn. Nú er skuggi þinn, Jónas, horf- inn laf veginum. Það er okkur íslendingum meira tap, heldur en hægt sé að gera sér grein fyr- ir fyrst um sinn. — Þú varst brautryðjandi söngs- og tónlist- ar okkar hér í álfu. — I>ó, þú sért horfinn af sjónar-sviðinu, þá verður áhrifa þinna vart, meðan tónlistin lifir hér í V'est- urheimi, — vel unnið verk er ódauðlegt. Þú Varst fæddur á Norður- Reykjum, ií Hálsasveit, Borgar- fjarðarsýslu, 29. ágúst 1875. — Óvenjulegar gáfur voru þér af guði gefnar. Snemma hneigðist hugur þinn að hljóðfæra-slætti. — Ganga sögur um það í Hálsa- sveitinni, að þegar þú áttir ,að bæla ærnar, hafir þú tekið með þér harmónáku, og spilað fyrir þær, unz þær voru allar sofn- aðar undir hálfrökkur himni íslenzkrar sveita-sælu. En þú áttir stærra starfsvið fyrir höndum. Hugur þinn og starfs-löngun áttu sér engin llandamæri. Þú hræddist enga erfiðleika, Sem liggja þó alstaðar á Vegum þeirra, sem klifa örð- ugasta hjallann, á leiðinni til lærdóms og frama. Þú manst eftir því, sem var ef tif vill byrjun á þínum lista- ferli, þegar þú fórst austur á Eyrarbakka, til þess að nema hljómleika hjá einum ágætastia manni, Sem þá var kennari í þeirri list, Jóni Pálssyni. Þú hafðir lítið handibært fé, en hug- urinn bar þig hálfa leið. Eyrar- bakki var frægt fiskiver, og þar hugðir þú, og gerðir, að dxlaga fi'sk úr sjó til þess að borga fyrir námið. Árangurinn var hinn ákjósan- legasti. Auk þess að læra hjá á- gætis kennara, kyntist þú manni, sem mat listina framar öllu, og örfaði, en dró ekki úr löngun þinni að halda óhikað áfram ó braut tónlistarinnar, og með því staðfesti hann hið forn- kveðnia: Kennið þeim unga að ganga þann veg, sem til gæfu leiðir, og þegar hann eldist, mun hann ekki af ihonum víkja. Hér var þá upphafið, og áframhaldið var stöðug leit eft- ir meiri mentun, og meiri fróð- leik, á öllum sviðum. Tónlistin átti þó mest ítök í huga þínum, til d'aganna enda. Þú innritaðist við latínu-skól- ann I Reykjavík, og samfímis stundaðir þú nám ihjá hinum velþekta kennara og söngfræð- ingi, Brynjólfi Þorlákssyni. Þá var lálitið að Brynjólfur bæri höfuð og herðar yfir alla söng- fræðingia á Islandi. Eftir það varst þú barna-kenn- ari ií upp-sveitum Borgarfjarð- ar, við mikla aðsókn, og góðan orðstír. Árið 1900 fórst þú til Amer- íku, og kom sú lákvörðun þíp öll- um á óvart, og ekki síst mér. Þú varst dáður af öllum, og :allra hugljúfi, mentamaður, skáld og söngfræðingur, dáandi íslenzkr- ar náttúru-fegurð, — hugljúfi kvenna og karla, auk þess áttir þú beztu reið-gæðingana, sem þá voru í Borgarfirði. Þú varst tamningamaður, með ágætum, virtur af flestum, öfundaður af fáum, en samt kvaddir þú land- ið, sem fæddi þig og ól upp. Kvaddir það og fórst til nýrrar heims-álfu. Eg, drengurinn, hlustaði á slög sálar þinnar þeg- ar þú kvaddir fsland: Eg átti fagurt fósturland, með fjöll og ár, og alla daga söng við sand þar særinn bliár. En skip mig þaðan burtu bar, það byrgðu höf. Nú á eg ekkert annað þar, en eina gröf. Þegar þú komst til Winnipeg. fbyrjaði þitt stríð fyrir tilver-! unni. Þú varst ekki lengi að átta þig á, að í sveita þíns andlitisj verður þú brauðs þíns að neyta. i Þá var það, að þú fékkst þérj “pick og skóflu”, og náðir þér í vinnu við að grafa kjallara. Þá var kaupið $1.25 á dag, fyrir 10 klukkutíma vinnu. Um haustið fórst þú suður til Dakóta, og fékst þar vinnu fyrir $2.50 á dag. Eftir það hvarfst þú til Winni- peg, og fékst þar járnbrautar- vinnu, þar til snjóar lögðust að. Þá var þér aðeins ein leið opin, sú, að moka kolum úr og rí vagna hjá C.P.R. félaginu. Tókst þú þeirri vinnu, og vanst, uns snjóa leysti. — Eftir dagsverk og snæðing, fórst þú til kennarans, Mr. Mathews, organista við Kon- gregationalista kirkjuna, sem þá var mestur organisti í borginni. Nú fóru að opnast nýir vegir fyrir þér. Þú varðst organisti í Unitara kirkjunni á Pacific Ave., og stuttu seinna varðst þú organ- isti og söngstjóri í gömlu Tjald- búðar kirkjunni, á Furby og Sar- gent, og þegar söfnuðurinn flutti lí nýju kirkjuna á Victor og Sargent, — sem seinna var skírð: “First Lutheran Ghurch”, þá varst þú einnig organisti og söngstjóri þar. En nú gerast atvikin með svo stuttu millibili, og mörg sam- tímis, að erfitt er að greina röð- ina. — Eg man eftir einu :atviki, svo eg ekki nefni fleiri. — Þú hafðir söngflokk í samkepni við þrjá Norðurlanda flokkar, á Y.M.C.A. Þar barst þú sigur og hrós úr býtum, og svo mun oft- ar hafa verið. Það gerðist einnig á þessum árum, að þú fórst til Toronto, og tókst þar kennara-próf með hæstu einkun í píanó-spili og söngfræði. Eftir það, fórst þú til Englands og Þýzkalands, og eftir þann námsferil byrjaðir þú á ný kenslu starfsemi hér, og hafðir þá svo mikla aðsókn, að þú varst að ráða til þín aðstoðarkennara, um margra ára skeið. Það mun óhætt að fullyrða, að þú varst einn af ágætustu kenn- urum, sem i rnestu áliti eru hér um slóðir. — Lærisveinar þínir, og lærisveinar þeirra, hafa unn- ið verðlaun og frægð við fræg- ustu hljómlistarskóla Canada, — Þú mátt því líta yfir dagsverk þitt: og sjá það er gott, og þess eðlis, að því eru engin takmörk sett. Manstu eftir laginu sem þú “componeraðir” fyrir mörgum árum síðan: “Heim til fjalla”. Ef framhalds-iíf er til, þá situr þú nú á Eiríksjökli, og hörfir yfir Hálsasveitina, og Reyk- holtsdaginn. Líði þér vel, og guð, sem er einn, blessi þig og varðveiti. “Heim til fjalla. Þar und háum hamrasölum Iheiðblá fjólan grær í dölum, fossar duna, lítil lóa ljóð sín kveður út um móa; ungur fyrst þar sá eg sól sunnan undir grænum hól.” Vertu sæll, minn elskulegi — og seinasti ibróðir. Páll S. Pálsson Rev. Ernest W. Kuebler Director of the Division of Edu- cation of the American Unitar- ian Association, hefir lengi haft fræðslustarfsemi með höndum, og umsjón með útgáfu kenslubóka í sunnudagaskóluni fyrir Beacon Press. Auk þess að m'essa n. k. sunnudagsmorgun, flytur Mr. Kuebler erindi á fyrsta fundi haustsins leik- mannafélags Sambandssafnaðar mánudagskvöldið kl. 8 í sam- komusal kirkjunnar. FJÆR OG NÆR íslendingar d Spanish Fork héldu Islendingadag sinn s. 1. laugardag. Voru þar saman- komnir um 300 Islendingar, af- komendur innflytjendanna frá Islandi 1855 og 1860. Gestur á hátíðinni var Mar- grét Sighvatsdóttir frá Islandi er var í Spanish Fork stödd í heimsókn hjá Mr. og Mrs. Gtísla- son. Fóru þarna fram ræðuhöld, söngvar og íþróttir fyrir eldri og yngri. William J. Johnson var forseti dagsins. Aðrir nefndarmenn voru Fay Beamson, vara-forseti, May rose, ritari og Mrs. Eleanor Jarvis, er um útbreiðslumálin sá. Ágóða dagsins verður varið til verndunar og eftirlits á svæð- inu umhverfis minnisvarðann, er 1. ág. 1938 var reistur íslenzk- um landnemum í Spanish Fork. tr ♦ ir Til viðbótar frétt af láti Jónas- ar Pálssonar, söngfræðings, sem birt er á fyrstu síðu þessa blaðs, skal þess getið, að jarðarförin fór fram 10. sept. í Roselawn Funeral Chapel á Broadway í Vancouver; séra Albert E. Kristjánsson jarðsöng. Grafið var í Forest Lawn Memorial Park. Hinn látna lifa kona hans og 5 dætur: Mrs. Helga Fredin, Mrs. Svala Wagner, báðar í Ger- aldton, Ont.; Alda, Toronto, Ont.; Mrs. Elva McKeown, Ot- tawa, Mrs. Olga Sims, Los Ang- eles. Ennfremur einn bróðir, Páll S. Pálsson, Winnipeg. ★ * * * Heiman af Islandi komu s. 1. föstudagskvöld Hjálmar Gísla- son, Mrs. Guðrún Eyjólfsson, Lundar, Ingibjörg Sigurðardótt- ir frá Reykjavík, Mrs. Kristín Kristjánsson frá Gimli. Er Ingi- björg dóttir Sigurðar Jónssonar! frá Bygðarholti í Lóni austur, | er bjó hér norður við Manitoþa- vatn; hefir hún verið heima s. 1. 20 ár, en er nú að finna systkini sín. Mrs. Kristjánsson hefir og verið nokkur ár heima. Með flugfarinu komu og fleiri frá Islandi; voru á meðal þeirra Halldór próf. Hermannsson og nokkrir nemendur, er til New York héldu eftir að til Canada kom. Hjálmar hefir verið rúmt ár heima í boði systur sinnar, frú Hólmfríðar Knudsen og fleiri skyldmenna. Lætur hann hið bezta af veru sinni heima. Hafði hann mikla skemtun af að sjá skyldfólk sitt og landið. Systur- sonur hans, Ósvaldur Knudsen, málarameistari, ók með hann í bíl um alt land. Hann er sagður miaður allvel fjáður. Af hag- manna heima lét Hjálmar vel. Hann sagði alia hafa atvinnu og hana vel launaða og þá væri vanalega talað um vellíðan í landi. Hann kom austur að Múlakoti í Fljótshiíð, skömmu eftir gosið og var þá ökladjúp aska og vikur yfir öllu. Að hreinsun á túnum sagði hann mikið hafa verið unnið síðan og eitthvað af heyi mundi þar fást, en ekki nærri nægilegt. Alt bú- fé var rekið úr bygðunum, sem harðast voru leiknar, en búend- ur væru kyrrir á flestum bæjum í von um að á næstu tveimur ár- um yrði eitthvað farið að batna. Þarna er um 100 býli að ræða, sem í eyði mega því heita eða ósjálfbjarga. Hafa nærsveitim- ar og fleiri veitt bændum þarna mikla aðstoð. en tjónið mun eigi síður aldrei að fullu bætt; til þess að alt svæðið sem fyrir öskufallinu varð grói upp, og sem að túnblettunum undan- skyldum er enn svart yfir að líta, þarf eflaust fleiri ár. Að reka búskap þar, mun því meiri erfiðleikum háð, en margir gera sér grein fyrir. Mökkva af ösku kvað hann oft yfir svæðinu og' yrði þess jafnvel vart í Reykja- vík. Hjálmar er hinn hressasti og hefir yngst upp um ein 10 ár við dvölina heima. Hann mun síðar segja eitt og annað af henni fólki til skemtunar. t ★ ★ J. B. Thorfeilfsson, sem um skeið hefir verið til heimilis í Yörkton, Sask., kom til bæjarins fyrir helgina. Hann bjó hér í bæ áður. Nú fer hann til Bran- dan og dvelur þar um skeið hjá syni sínum Dr. Thorleifsson. yr * * Skákmót Samkepnin um “The Interna- tiönal Palmer Trophy”, fór fram í Detroit Lakes, Minn., um síð- astliðna helgi, milli Winnipeg taflmannaflokksins og Minnea- polis kúbbsins. Fór sú samkepni þannig að Winnipeg-menn unnu sigur, 50l/o points, gegn 40%. Mr. Carl Thorláksson úrsmiður, tók þátt í samkepni þessari, og fór Á FÖRUM TIL MINNE- APOLIS F. C. Kristjánsson Frederick Carl Kristjánsson er á s. 1. vori útskrifaðist frá Manitoba-háskóla í akuryrkju- vísindum (Bachelor of Science in Agriculture) hefir verið boðin staða af Minnesota-háskóla, sem aðstoðar starfsm. í rannsóknar- deild (research work) háskólans. Flytur Mr. Kristjánsson suður í byrjun næstu viku, ásamt konu sinni. Hann hlaut gullmedalíu Manitoíba-háskóla, við prófin á s. 1. vori. Hann er gáfaður og góður námsmaður og bezti drengur í hvívetna og á það ekki langt að sækja. Foreldrar hans eru Mr. og Mrs. Jiakob Kristjáns- Son, Winnipeg. suður síðastl. laugardag, ásamt konu sinni og syni. ★ ★ * • Ragnar H. Ragnar og frú, sem verið hafa hér nyrðra um skeið, komu til bæjarins s. 1. viku norð- an frá Manitoba-vatni, en þar voru þau að heimsækja kunn- ingja að Ashern, Steep Rock, Siglunesi og víðar. Þau lögðu í gærmorgun af stað suður til Da- kota. Islendingur skipaður yfirmaður nýju list- deildarinnar við Minnesota háskólann Hjörvarður Árnason, prófess- or, sonur Sveinbjörns heitins Árnasonar í Winnipeg, hefir ný- lega verið skipaður skólastjóri við þá deild Minnesotaháskóla, er fræðslu hefir með höndum í hærri listum. — Hann kendi áður við sömu deild North w e s t e r n University í Chi- cago. Fórust forseta Minnesota - h á - skóla, J. M. Morri, orð á þá leið, er hann skýrði frá þessari frétt, “að þar væri um ákveðið fram- faraspor að ræða í listamálum Minnesota háskóla.” Má af því ráða að próf. Hjör- varður nýtur mikils álits, sem kennari í þessari grein. Starfi hans við háskólann fylgir eftirlit með listaverkasýningum. En hann hefir nokkur undan- farin ár haft mörgum og miklum ábyrgðarstöðum að gegna fyrir stjórn Bandaríkjanna. Hann var formaður upplýsingastarfs á ís- landi fyrir Bandaríkjastjórnina riokkur af stríðsárunum; enn- fremur var hann meðstjórnandi þess starfs (O.W.I. Deputy Di- rector) í Evrópu. Ferðaðist hann mikið um Norðurálfuna á þeim árum og þar á meðal um Norð- urlönd. Hann var á síðast liðnu ári á mentamálaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í París, sá enn- fremur um sýningar á listaverk- um í London. Telur Minnesota- háskóli sér happ hafa hlotist með að ná í hann til að skipu- leggja í eina heild íhina nýbyrj- uðu deild við skólann. Próf. Hjörvarður er 39 ára gamall, fæddur í Winnipeg og hafði hlotið tveggja ára nám á Manitoba-háskóla, er foreldrar hans fluttu til Chicago. En þar hélt hann áfram námi unz hann útskrifaðist í listfræðigrein sinni frá Princeton háskóla 1938. Próf. Hjörvarður er giftur enskri konu, Elizabeth að nafni. Þau eiga tvö börn: Jón og Eliza- beth. Heimili þeirra er í-That- cher Hall, University Far,m Campus, St. Paul, Minnesota. I Winnipeg er móður Hjörvarðar, María, 77 ára gömul og tveir bræður, Ingólfur og Angantýr, báðir kennarar. Faðir hans, Sveinbjörn, var frá Oddstöðum í Borgarfirði, dáinn fyrir nokkr- um árum. Á tslandi hélt próf. Hjörvarð- ur fyrirlestra um listir. Hann er maður mælskur á enska tungu, talaði og fyrrum allvel íslenzku, en mun nú orðinn stirður í henni. Hann er vel kunnugur íslenzk- um listamönnum og verkum þeirra. Væri gaman, þar sem hann er svo skamt í burtu, að fá hann til að segja okkur hér nyrðra frá þeim, t. d. á þjóð- ræknisþingi.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.