Heimskringla - 10.09.1947, Qupperneq 3
WINNIFEG, 10. SEPT. 1947
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
álýktun spunnin upp til iþess að
hindra menn í að fella þann dóm
er staðreyndir myndu heimta.
Kommúnisminn er nefnilega
hvorki ný né opinská stefna.
Hann má kynna sér á öllum
sviðum félagsmála, stjórnmiála
og menningarmála, í sambandi
við öll vandamál, sem koma i
ljós á mannlegu samfélagi, í
stríði og friði, í spilaklúbbum
og skátafélögum jafn vel og í
hinum stærstu herjum. Þær
staðreyndir sem þá hafa fengizt, |
eru ekki aðeins nógar heldur ó-
þrjótandi. Einasta afsökunin
fyrir því að vilja ekki láta dóm
ganga yfir kommúnistum er því
óvitaskapur eða uggur við að
horfast í augu við sannleikann
*
Ameníkumenn, Enklendingar
og allir, sem reisa póliíískar
skoðanir sínar á grunvelli pól-
itískra flokka í löndum lýðræð-
isins, eiga erfitt með að öðlast
skilning á kommúnismanum.
Enda þótt tekið sé kröftuglega
fram, að kommúnisminn hafi
“aðra stefnuskrá”, er einlægt
litið svo á, að hann beri uppi
samskonar stjórnmálaflokk og
demókratar eru eða repúblikan-
a.r eða brezki íhaldsflokkurinn
eða franski róttæki flokkurinn.
Menn standa í þeirri meiningu,1
að félagi 'í kommúnistaflokkn-
um sé sama ,gerð og demókrati
eða íhaldsmaður. Hann hafi ein-
ungis gengið í flokk, er sam-
bærilegur sé við hina.
Sé rökrætt og starfað eftir
þessari skoðun, virðist sjálfsagt
að vega kommúnistana á sömu
vog og félaga hvers annars
flokks, er vera skyldi. Menn
þinga um sovétríkin nákvæm-
léga eins og rætt er um hverja
aðra þjóð. Kommúnistaflokkar
hafa lagalegan rétt til að starfa
eins og allir aðrir flokkar, og er
þeim vel fagnað eða að minnsta
kosti veitt viðtaka í samsteypu-
stjómir. Kosningasamvinna með
kommúnistum er ekki aðeins til
lí Frakklandi og Ungverjalandi,
heldur einnig í New York. Góð-
ir og gildir borgarar skirrast
ekki við að ganga að alls konar
mikilvægum nefnarstörfum —
með kommúnistum, og frjáls-
lyndir menn rísa öndverðir ef
kommúnistar kvarta ýfir, að
borgaraleg réttindi þeirra séu
skert.
iSkoðun þessi er kynleg og
röng. Fyrir utan viss einkenni,
sem eru sameiginleg öllum
flokkum og í þessu tilfelli eru
þaul ekki þýðingarmikil, er
kommúnistum ekkert sameigin-
legt með lýðræðis- og þingræðis-
sinnuðum flokkum. Þeir til-
heyra geróhkum sviðum stjórn-
niálanna. Þingræðisflokkarnir,
sem við þekkjum, eru frjálsar
félagsheildir einstaklinga. Er
flestum það að vera repúblikani
ekki annað en að greiða nokkra
dollara í flokkssjóðinn við og
við og greiða flokknum atkvæði
við kosningar. Þegar um er að
ræða þingræðissinnaða atvinnu-
stjórnmálamenn má liíkja stjórn-
málunum við hvert annað starf
sem ekki þarf endilega að vera
mesta áhugamál þeirra. Hinn
sanni kommúnisti er fullkomin
andstæða þessa. Hann á ekkert
utan samtakanna og hins þrönga
óumbreytanlega hugsjónasviðs.1
Allt, sem hann aðhefst og allt
sem hann á, fjölskylda, staða,
fjármunir, trú, Mf og hæfileikar
hans er veðsett kommúnisman-
um. Hann er ekki kommúnistt
aðeins á kjördag eða í aðal stöðv
um flokksins; hann er alltaf
kommúnisti. Honum finnst
heiminum vera skipt í aðeins
tvær stéttir, — kommúnista og
hina.
Eigi maður að geta skilið
kommúnismann, verður hann
því að losa sig við allar fyrir.
fram gerðar ályktanir, er varða
hina hefðbundnu þingræðis-
flokka. Geri hann það ekki, er
það sama og að reyna að skilja
eðli skáklistarinnar án Iþess að
þekkja nokkuð annað en dam,
og ímynda sér að reglurnar séu
hinar sömu vegna þess, að leik
urinn fer í báðum tilfellum fram
á sama borði.
I *
Á grunni þeirra staðreynda,
sem fengizt hafa, má í stuttu
máli skilgreina kommúnismann
sem uppreistnarhreyfingu um
víða veröld, sem hefur það mark
og mið að koma á einræði á
hnignunartlímábili auðvalds-
veraldarinnar. Pólitískt er hann
byggður á ótta og múgblekking-
um. Efnahagslega er hann eða
hefur tilhneigingu tfl að vera
hlynntur hag heildarinnar, en
félagslega er hann einræðissinn-
! aður.
Fullkomlega er mér það Ijóst,
að þessi skilgreining á einnig
við urn fasismann. Og er það
ekki undarlegt, þar eð báðir þelr
fasisminn og kommúnisminn
eru afbrigði af sömu pólitísku
hreyfingunni. Mismunurinn á
þeim liggur fyrst og fremst í
öðrum hugsjóna- eða helgisagna
þáttum, sem hagnýttir hafa ver-
ið d starfsemi þeirra og óMkum
aðstæðum, er þeir komu til sög-
unnar. Þeir voru keppinautar
alveg á sama 'hátt og tveir hnefa-
leikamenn eru á alþjóðakeppni
í þungavigt. Aðferðir þeirra og
markmið eru hin sömu. Eru full-
yrðingar kommúnista um að
þeir væru forustumenn heims-
ins í baráttunni við fasismann
hitrasta háð sem um getur í
mannkynssögunni.
Þegar Byrnes, Cadogan og
hinir aðrir sitja að fundum með
Gromyko í öryggisráðinu, undr-
ast þeir framkomu hans og
finnst hann óskiljanlegur. En
framkoma hans er eðlilegri en
framkoma þeirra. Þeir virðast
ekki vilja taka það með í reikn-
inginn, að hann á ekki hlut að
málunum af einlægum áhuga á
að stefna að heillavænlegri
lausn þeirra vandamála, er
snerta frið og velgengni, þvert
á móti til þess að gera vanda-
málin torleystari, þó ekki vegna
þess, að hann óski að binda enda
á samstarf sitt við aðra þáttak-
endur lí ráðinu, en hann er stað-
ráðinn í að hagnýta sameinuðu
þjóðirnar sem gagnlegt tæki til
að lama og eyðileggja aðra þátt-
takendur og þær þjóðir, er þeir
mæta fyrir. Þegar franskir
kommúnistar ganga að stjórnar-
samstarfi er tilgangurinn ekki
sá að vinna að viðreisnarmálum
föðurlandsins, svo að það megi
verða traust og efnað ríki, held-
ur til hins gagnstæða, því að
þeir óska eftir því ástandi heima
fyrir, er tryggt getur kommún-
istum áframhaldandi stjórn í
Frakklandi. Claude Pepper,
Joseph Davies, Elliot Rossevelt,
Henry Wallace og allir hinir ráð-
herrarnir og leikararnir og önn-
um kafnir blaðamenn ganga al-
veg duldir þeirri fyrirlitningu,
er kommúnistar hafa á þeim,
vegna þess að þeir halda ræður
í grunleysi sínu á þjóðfylking-
arfundum kommúnista í Madi-
son Square Garden og láta við-
gangast að nöfn sín prýði íburð-
armikinn bréfapappír þjóðfylk-
ingamefndanna..
SÝNIÐ TRtT YÐAR
1 VERKUM YÐAR
1 febrúar 1944 reyndu Hind-
úar, sem saman voru bomnir í
borginni Delhi á Indlandi, að
stöðva heimsstyrjöldina með
bænasamkomu, svo kallaðri —
“mahayajna”. Er þetta fyrsta
bænasamkoma af þessu tagi,
sem haldin hefir verið siíðan á
17 öld. Kynntir voru um 100
heilagir eldar þar sem 1000
Hindúaprestar báðust fýrir í 10
daga, 6 klukkustundir á dag.
Lásu iþeir 10,800,000 bænir, en
athöfnin kostaði 3,250,000 kr.
*
“Var gaman í veizlunni í gær-
kvöldi?”
“Nei, andstyggilegt, borðdam-
an mín var rangeygð og át alltaf
af diskinum mínum.”
I.
Á öllum öldum — frá því er
sögur hófust hafa komið fram
m'eð þjóðum heims, menn, sem
létu sig mannfélagsmál, öðrum
fremur varða. Þessir komu auga
á hinar ýmsu mannfélags mein-
semdir, leituðu orsaka til þeirra
— og að þeim fundnum, leituð-
ust við að ráða bót á þeim. Eg
tel ekki einungis vansalaust,
heldur miklu fremur hið gagn-
stæða, að Mta um öxl til heimilda
sögunnar. Jesús kemur fram
með gyðingum og boðar þeim
sameignarstefnuna “Guðsríkið”
Hann hefur áður, í einrúmi, leit-
að orsaka fátæktarlbölsins og
fundið þær. Úrlausn þess vanda-
máls verður honum sameign. Eg
hafði ekki hugsað mér að ræða
þann lið mannfél.-málanna, sem.
stjórnmál kallast, í þessari
grein, en þar sem nú 'hefur svo
tiltekist og mér finnst, sem væt-
anlegur lesandi muni gera þá
kröfu til mín að eg færi nokkur
rök fyrir ofan'skráðu, vil eg svo
vera láta. Þó vil eg biðja lés-
andann að hafa hugfast að stór-
máM sem þessu verða engin skil
gerð í stuttu máli. Einnig að
hann hugsi fyrir sig sjálfur.
Leiti raka óskorðaður af hleypi-
dómum, kenninga kreddum.
Þessi eru þá rökin.
Meistarinn veit, af spádóm-
um ritningarinnar, að þjóðin
trúir því yfirleitt, að með henni
muni framkoma, fæðast, sá mað-
ur, konungur, er geri hana að
öndVegisþjóð, drotnara allrar
jarðar. Því Mkt sem verið höfðu
in fyrri heimsveldi. Nú var
þjóðin troðin jarnhæl Rómar.
Meistarinn hugleiðir hvort svo
geti orðið? Svarið verður nei-
kvætt. Rök: þjóðin er fámenn, fá
tæk, og sem verst er, sjálfu sér
sundurþykk. Hvað verður þá til
ráða? Nýtt skipulag sem ráði bót
á öllu mannMfsins böli.
Nú kemur margt til greina.
Margs að spyrja. Meistarinn
gengur ekki í geitarhús í ullar-
leit út lí eyðimörkina, einrúmið,
til fundar við guð sinn. Hann
knýr á og fær svörin. Hin fyrsta
spurning hans er: Hversvegna
eru boðorðin svo tíðlega brot-
inn? Svar: Menn girntu'st öll
Mfsins gæði. Til grundvallar lá
það eitt, að alMr gátum vér ekki
aMa hluti veitt.. Gengu á sátt-
mála gerðann. Gat Þessu orðið
breitt?
Úrlausn er fyrir hendi, svarið
verður jákvætt. Gyðingar hafa
— að því er bezt verður vitað
ætíð verið eingyðistrúar. Þeir
trúðu því, að einn væri guð.
Skapari himins og jarðar. “Hann
bauð og það varð”. Hann skap-
aði manninn og bauð honum að
uppfyMa jörð. Meistarinn kem-
ur fyrstur manna fram með föð-
ureðlis kenninguna í guði. Þjóð-
in gat ekki hafnað þeirri kenn-
ing, rökin lágu fyrir henni. Trú
Iþjóðarinnar sem bein afleiðing
þeirrar játningar verður hún að
viðurkenna bróðureðlið í mönn-
unum. Að þegar öllu er á Ibotn -
inn hvolft, séum vér systur og
bræður. Með örðum orðum. —
Þjóðin ein fjölskylda sem bein
afleiðing þessarar kenningar.
þessa hornsteins eða grundvall-
ar. — “Og enginn getur annan
lagt en maðurinn Jesús Krist
ur” — hlýtur stjórnskipulagið
að verða. Sameign 'þin gerist nú
æ fleiri sem svo Mta á, að á ann-
an hátt né betri, verði ekki ráð-
in bót á mannMfsbölinu, fiátækt.
En á meðan vér bíðum eftir
þeirri breyting til blessunar öllu
mannkyni, vil eg biðja þig kæri
lesari að hafa hugföst þessi orð
meistaranS: “Það sem þér gerið
einum af mínum minstu bræðr-
um, hafið þér og mér gert.”
II.
Hinn norræni kynstofn — og
þá sérstaklega Islendingar, hafa
ætíð verið mannúðarinnar og
drengskaparins menn.
1 fyrstu lögum sínum höfðu
þeir það ákvæði, að yrði búi
fyrir því áfalli að missa bú.
skyldi honum að fuMu bættur
skaðinn með annari. I
Langholts-Þóra — ef rétt er
munað — lét reisa skála um
“götu þvera” og veitti þar beina,
“gesti og gangandi”. Vitanlega
án endurgjalds. Ætti allra'
þeirra að minraast, sem kristin-;
dómurinn var í blóð borinn, yrði
það langt mál. Hefi eg því að-
eins bent á þessi mannúðar for-
dæmi, til sönnunar því, að góðar
erfðir glatast seint, og að þéss
verður lengi getið sem gert er. |
“Fátæka hafði þér jafnan hjá
yður”.
Þessara orða hafa landar
minst hér í landi sem heima.
Mannúðar og drengskapar erfðir
fylgdu þeim vestur um haf og
frægðu landnámið. Margt sporið
stigu þeir, hvor í annars þágu.
á frumbýMngsárunum og síðar,
er þeim óx afl, til framkvæmda
hafa þeir stigið ihin stærri sporin
á sviði mannúðarmálanna. Á |
eg þar sérstaklega við stofnun
dvalarheimila fyrir gamla fólk-
ið. Þrjú þeirra eru nú á döfinni
í bygðarlögum þeirra. Tvö á
Bandaríkjunum, að Blaine og
Mountain; eitt í Canada, að
Vancouver, B. C.
Um hið síðast nefnda, hefir
mér af forstöðunefndinni, verið
falið að fara nokkrum orðum í
blöðunum. Þess vil eg þá fyrst
geta, að fest hefir forstöðunefnd-
in kaup i húsi og lóð í hjarta
borgarinnar. Það var bygt af
miljónamæringi frá Bandaríkj-
unum fyrir nokkrum árum og
kvað ihafa kostað $75,000.00. —
Þar eð húskaups þessa hefir áð-
ur verið getið á opinberum vett-
vang, skýri eg ekki frekar frá
því, en vísa til greinar sem birt-
ist um það í blöðunum 21. ágúst
þ. á., skrifaða af vara-formanni
heimiMs-nefndarinnar, H. J.
Halldórsson. 1 full tvö ár hefir
nefndin verið að verki, þó veru-
legur skriður kæmist ekki á
starfið fyr en ’46.
Hefir sá skriður, — ekki ein-
ungis haldist heldur aukist þar
eð nefndin hefir róið ibakföMum
að takmarkinu og mun svo gera
unz hún lendir heilu og höldnu í
öruggri höfn, en það ér þegar
fjármálin eru komin í það horf
að vel þyki fyrir þeim séð. —
Nefndin hafði í fyrstu ekki hugs-
að sér að leita styrks til fyrir-
tækisins utan fylkisins. En sem
alt hafði verið reynt. Samkom-
ur verið hafðar til arðs fyrirtæk-
isins, gengið fyrir hvers manns
dyr og henni á þann hátt orðið
vel til fjár. Varð henni ljóst að
getuMtið fámenni mundi aldrei
koma hugsjóninni í framkvæmd.
Þá gérast þau tíðindi á fundi
að fram kemur tillaga um að
gefa öllum bygðarlögum “landa”
hvar sem í Canada séu tækifæri
að búa í haginn fyrir sitt gamla
og góða fólk. Var og á það foent
að hér, og hvergi annarstaðar í
landinu væri hinn ákjósanleg-
asti staður fyrir stofnun þessa og
vísað á því sambandi til bldð-
viðrisins. Var sú tillaga studd
og í einu hljóði samþykt. Þá er
og kosin nefnd manna til að
skrifa til hinna ýmsu deilda
Þjóðræknisfélagsins. Lágu til
þess þær ástæður að sá var fjöl-
mennastur félagsskapur talinn
og iað menningar- og mannúðar-
mál væru svo skyld, að í faðma
féllust. Þeim var sent umfooðs-
bréf ásamt kvæðinu “Hærukoll-
ar” sem fylgir nú — til birtingar
— þessum Mnum.
Deildin í Churohbridge, Sask.,
er sú fyrsta og eina — enn sem
komið er — sem málaleitun;
vorri hefir svarað. Sent álitlega
fúlgu fjár fyrirtækinu til styrkt-
ar.
Hlýindin í skrifi ritarans, H.
B." Jónssonar, eru ljúf eins og
vorblær, veðurfoitnum vanga. —
Innilega þökk forstöðunefndar-
innar flyt eg ykkur, góða og göf-
uga fólk.
Nefndin — þessi hinn þolin-
móði Job — kastar ekki trúnni
á góðar undritektir og liðveizlu,
hinna annara deilda, þótt drátt-
urinn sé nú orðinn óskemtilega
langleitur, en sér í gegnum fing-
ur við ykkur, deplar augum og
bíðuur átekta.
III.
Sá er siður, og forn, að reisa
gengnum ástvinum bauta.Leggja
áletraðann stein á leiði þeirra.
en frægum mönnum varða sem
oft og tíðum kostar of fjár. Nú
er þetta þó að breitast. Nú gefa
menn það fé til Mknar starfs sem
áður var varið til blómakaupa
og enn aðrir gefa stórfé eða
steinaverðið til hins sama og
halda á þann hátt uppi minn-
ingu látinna vina og varada-
manna. Nýlega sá eg þess getið í
Lögberg að Eimskipafélag fs-
lands hefði gefið 15,000.00 krón-
ur til dvalarheimilis gamalla sjó-
manna. Keypti 1 herbergi í hús-
inu í minningu um Clausen og
skal herbergið bera hans nafn.
Þetta fordæmi finst mér að þeir
ættu að hugleiða sem í hyggju
hafa að halda minningu látinna
H HAGBORG FUEL CO. H
★
Dial 21 331 áo.U) 21 331
ástmenna sinna uppi. En með í Tvent er það sem mér hefir
þessari aðferð er tvennum til-|
gangi náð. Líknarstofnun styrkt
og mannsins minst, á hinn göf-
ugasta hátt. Elfros-búar, ef þið
'hafið enn ekki gert samninga
um varða á leiði J. M. Bjarna-
sonar, þá kaupið lestrarsalinn í
Övalarheimili Vancouver íslend-
inga og búið á þann hátt í hag-
inn fyrir sveitunga ykkar í fram-
t'íð. Þar mundu verk hans sóma
sér vel, skrautbundin á arin-
hillunni. Nafn hans verður skráð
í málm yfir dyrum. Hugleiðið
þetta.
Enn á ný hefir heimaþjóðin
gefið oss fagurt fordæmi. Lát-
um ei undir höfuð leggjast að
hagnýta það: Látum hvetjast
til dáða.
IV.
“Þess verður getið sem gert
er,” kvað Grettir Ámundason,
hinn sterki og spaki formaður.
Ekki get eg svo við þetta mál
skilið, að eg ekki geti í þessu
samfoandi þess félagsskaps vors
hér í Vancouver, sem stórvirk-
astur og fengsælastur hefir
reynst'mannúðarmáli þessu. Er
sú hjálpanhella, félagsskapur
ungra kvenna “Sólskin”. Kanske
eru og eldri konur í hópnum
þeim, en hvað um það, þær eru
allar ungar í anda, fullar af
mannúðar-starfsþrá og hafa
blessunarrík áhrif á umihverfið.
Þær höfðu lofað að styrkja dval-
arheimilið með 500.00 dala til-
lagi. En, viti menn. þúsund dala
ávísun barst nefndinni frá þeim!
Við þessu hafði nefndin ekki bú-
ist af svo fámennum félagskap,
enda sat hún orðlaus og undr-
andi. En er henni varð ljóst
hvað skeð hafði, töluðu á henni
allar tuskur. Fagnaði þeirri giftu
sinni, að eiga í fórum sínum svo ennþá.
höfugann “Draupnir” sem félag
þetta reyndist. Þetta höfðu þær
reitt og dregið saman með
skemtisamkomum sem allir vita
fyrirfram að verða góðar — og
frjálsum samskotum sín á miMi.
Þetta frábæra samstarf þeirra
er “viljinn til hins góða” getur
áorkað. Þegar “holdið er ekki
veikt”. Með öðrum orðum, þeg-
ar ósérplægnin ber eigingirnina
fyrir borð. Samtals er nú upp-
hæð sú sem þær hafa af mörkum
látið $1,250.00 og enn kváðu
þær vera að efraa til frekari á-
taka. Sólskins systur! Innilega
þakkar heimilisnefndin ykkur
þátttökuna. Þegar eg nú hug-
leiði hverju þessi fámenni fé-
lagsskapur hefir afkastað verður
mér ljóst hvað fjölmennari bygð-
arlög vor gætu afrekað. Og fjár-
aflavonin vængjast.
V.
gleymst um að geta. Hið fyrra
er að hér með fylgir myndamót
af dvalarheimilinu. Þótt mynd-
in sé að vísu ekki nema “svipur
hjá sjón”, gefur hún þó glöggu
auga til kynna að ekki mun því
fé á glæ kastað sem til kaup-
manna fer. Hitt er annað, að ráð-
in hefir verið forstöðukona, er
Mrs. Björg Thompson heitir. Er
hún dóttir Jóns Þorsteinssonar
og konu hans, sem eru nú búsett
að White Rock, B. C. Frú Björg
er lærð hj úkrunarkona og hefir
gert það mannúðarstarf að Mfs-
starfi sínu. Hún starfrækti
sjúkrahús í félagi með Bardals-
systrum, sé rétt munað. Hefir
unnið á vegum stjórnarinnar
sem (Health Inspector) og nú síð-
ast um nokkurt skeið starfrækt
hjúkrunar heimili fyrir gamalt
fólk á eigin reikning. Er það
hið gamla fólk handbendi borg-
arinnar (Vancouver) og sér borg-
arráðið um fyrirgreiðslu. Nú
sem hún gerist forstöðukona eða
forsjá dvalarheimilisins, leggur
hún af hendi eina trúnaðarstöð-
una til að taka við annari. Er
foún lipur og ljúf í raun og við-
móti og fellur því vel inn í um-
gerð heimilisins. Þar eð: Nátt-
úru bl'íðlyndið bregst ekki hér,
sem blómskrúðið vafið er í út-
sýnið, valið úr völ. Og um-
hyggjusemin mun annast þann
hinn erfiði lúða mann, sem kem-
ur til dvalar að Dvöl.
Fyrir hönd dvalarheimilis-
nefndarinnar,
Ármann Björnsson
Presturinn: Og þú hefur verið
drykkjumaður allt þitt Mf, Jón
minn.
Jón: Nei, ekki ennþá, ekki
COUNTER SALESBOOKS
Kaupmenn og aðrir sem
þannig lagaðar bækur
nota, geta fengið þær með
því að snúa sér til vor.
Allur frágangur á þessum
bókum er hinn vandað-
asti. Spyrjist fyrir um
verð, og á sama tíma takið
fram tegund og fjölda
bókanna sem þér þarfnist.
The Viking Press Limited
853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.