Heimskringla - 10.09.1947, Qupperneq 6
6. SlÐA
HEIMSERINGLA
WIíNNIPEG, 10. SEPT. 1947
TVÍFARIIS
Jones gekk að dyrunum, sem þjónninn
hafði komið inn um. Hann opnaði hurðina
hægt. Hann sá göng, og ætlaði að ganga út, en
heyrði einhvem segja við sig.
“Óskið þér einhvers?”
“Ekki neins”, svaraði Jones. “Mig langaði
bara að vita hvernig hérna væri umhorfs.”
Hann gekk aftur inn í herbergið.
Hann vissi nú, að hver hreyfing hans var
athuguð. Hann settist og tók “Tímann” og
vörðurinn fór aftur inn í svefnherbergið.
Fyrst þegar hann vaknaði hafði hann sagt
við sjálfan sig, að maður með fullu viti, sem
settur væri á geðveikrahæli, gæti ætíð sloppið
þaðan, með því að nota heilbrigða skynsemi.
Hann hvarf nú aftur að þeirri hugsun og velti
henni fyrir sér.
Eigi leið á löngu þangað til hann fékk
hugmynd. Hún var svo ljómandi góð, að hann
fleygði frá sér blaðinu, íhugaði ráðið og kallaði
svo á þjóninn.
“Mig langar til að tala við yfirmanninn.”
“Dr. Hoover?”
“Jiá.”
“Eg skal senda boð eftir honum.”
Htann hringdi á þjón og sendi hann með
boðin.
Fimm mínútur liðu og svo kom maður
einn, Hann var nauðrakaður, viðkunnanlegur,
klæddur bláum fötum með rós í hnepslunni.
Þannig leit Hoover læknir út. En augu hans
sögðu annað en brosið á vörum hans. Augun
voru blágrá, skær, hvöss og hörð.
“Dr. Hoover,” sagði hann.
“Góðan daginn,” svaraði læknirinn inni-
lega. “Yndislegt veður í dag. Hvernig líður
yður?”
“Ágætlega,” svaraði Jones. “Mig langar
til að tala svolítið við yður.”
Hann lokaði hurðinni að svefnherberginu.
“Það er alveg eins gott yðar vegna að eng-
inn heyri hvað eg segi við yður,” sagði Jones.
“Alveg eins og þér viljið,” sagði Hoover
vingjamlega.
Hann var vanur við svona samræður,
einkamál, sem fólust í kröfum um konungs-
kórónu eða ákærum yfir matnum.
En hann bjóst ekki við því, sem hanu
heyrði nú.
“Eg ætla ekki að fara að gera neitt uppi-
stand yfir því, að þér hafið mig hér sem fanga,”
sagði Jones. “Það er mín sök. Eg hefi haft
þann óvana að leika á fólk á ýmislegan hátt.
En eg bjóst ekki við að þeir bitu svo mjög á
agnið, að þeir sendu mig á vitfirringahæli und-
ir því nafni, sem eg sagðist heita.”
“Hvaða nafn var það?”
“Jones.”
“Segið mér hver þér eruð, ef þér eruð ekki
Mr. Jones.”
“Hver eg er! Jæja, eg get afsakað spurn-
ingu yðar. Eg er greifinn af Roohester.”
Þetta var pilla handa Hoover, en hann
gleypti hana án þess að láta sér bregða.
“Hversvegna kölluðuð»þ»ér yður Jones?”
“1 spaugi. Mér datt þetta grín í hug, og
þeir gleyptu við því. Þeir gáfu mér meðal til
að styrkja tugamar. Þeir hugðu mig ruglað-
an. Eg tók meðalið — já, þér sáuð víst í hvaða
ástandi eg var þegar eg kom hérna.”
“Hm, hm!”
Hoover var vanur hinum slæglegustu að-
ferðum manna þeirra, sem hann hafði undir
umsjón sinni. Auk þess trúði hann í blindni á
þá Simms og Cavendish, sem höfðu gefið Jones
vottorðið.
Og Hoover var eins slægur og Jones.
“Eg verð að segja það,” sagði hann mjög
einlæglega, “að þetta er sannarlega furðulegt.
Hrekkur. En því vomð þér að leika svona á
þá?”
“Eg veit að það var heimskulegt, en þama
sjáið þér nú afleiðingarnar,” sagði Jones.
Dr. Hoover tók eftir þessari undanfærslu.
Svo fór hann að spyrja allskonar spum-
inga, sem komu eins og af hendingu. Áleit
Jones, að hann hefði siðferðilegan rétt til að
leika þannig á meðbræður sína? Hversvegna
sagði hann ekki frá því í fcíma, að hann hefði
verið að spauga? Var minni hans eins gott og
áður? Gat hann sannað það, að hann væri
greifinn af Roóhester? Fært fram sérstakar
sannanir?
“Setjum svo,” sagði dr. Hoover, “að eg
segði við yður: Þér eruð Mr. Jones og eg er
greifinn af Rochester! Hvernig munduð þér
sanna rétt yðar til titilsins? Þér kölluðuð yður
Jones þegar þér komuð hingað. Eg hefi sérstak-
an rétt til að krefjast sannana fyrir því, að þér
séuð ekki Jones. Þér skiljið mig?”
“Já.”
“Sannið það þá,” sagði læknirinn vingjam-
lega.
“Hvemig ætti eg að fara að því?”
“Eg get prófað minni yðar. Hver er banka-
stjórinn í bankanum yðar?
“Coutts”.
Hoover vissi ekkert um hvað bankastjór-
inn hét, en svarið var ákveðið, og hann sneri
sér að atriðum, sem hann vissi um.
“Hvað em systkini yðar mörg?”
Það var óþægileg spuming.
“Hversvegna spyrjið þér um hluti, sem
allir vita?” sagði Jones.
“Eg ætlaði bara að sýna yður að þér eruð
ennlþá ekki búnir að ná yður andlega,” sagði
Hoover ástúðlega. “Segið mér bara hve langt
er Síðan þér erfðuð nafnbótina? Það er
til að, reyna minni yðar, sjáið þér til.”
Jones gat ekki svarað þeirri spumingu.
Hann sá að hann var kominn í sjálfheldu. Ef
honum væri haldið þarna þangað til að hann
svaraði sk'kum spurningum, mundi hann dúsa
þar æfilangt.
“Heyrið mér,” sagði hann, “við skulum
sleppa öllu spaugi. Eg get ekki svarað spurn-
ingum yðar. Ef þér emð skynsamur maður og
haldið ekki alla menn brjálaða, þá hljótið þér
að skilja hversvegna eg get ekki svarað spurn-
ingu yðar. Eg er ekki Rochester. Eg hélt að eg
gæti sloppið héðan út, ef eg segði, að eg hefði í
gamni látist vera Jones. Það var heimskulegt,
en eg þekti ekki manninn, sem eg átti við.
Viljið þér hlusta á mig, og eg skal segja yður
sögu mína í fáeinum orðum.”
“Segið mér hana,” sagði Hoover.
Jones sagði frá en Hoover hlustaði á hann,
og þegar sagan var búin, trúði Jones henni tæp-
lega sjálfur. Hún virtist jafnvel ennþá fárán-
legri en þegar hann hafði sagt hana hertoganum
af Melford, og það var Hoover að kenna. Yfir
svip hans lá einhverskonar hjúpur af vantrausti
og efa, eitthvað, sem gat komið hverjum manni
til að efast um heilbrigði sinna eigin vitsmuna.
“Eg bað þá að rannsaka sögu mína,” sagði
Jones. “Ef þeir gera það, kemur alt í ljós.”
“Þér getið reitt yður á að þeir gera það,”
sagði Hoover.
“Og eitt enn,” sagði Jones. “Get eg ekki
losnað við þennan skollans gæslumann. Eg
veit ekki hvort þér trúið mér, eða álítið mig
ennþá vitskertan, þér megið það ef þér viljið,
en losið mig við þennan náunga. Eg skal ekki
gera neitt af mér, en ef nokkuð getur gert mig
vitlausan, þá getur það gert mig það að vera í
gæslu nótt og dag, eins og eg væri barn.”
Hoover svaraði ekki strax. Hann hafði
mikla reynslu. Svo sagði hann:
“Þér getið haft fult frelsi. Þér getið farið
ofan og gert hvað, sem þér viljið. Þar eru
nokkrir vel mentaðir menn og kurteisir, og þér
getið skemt yður eins og þér viljið. Þetta er
ekki fangelsi, heldur heilbrigðisstofnun. —
Hawker ofursti er hérna vegna þess að hann
þjáist af gigt, og Barstowe höfuðsmaður vegna
taugaveiklunar, þeir fengu þetta á Indlandi.
Yður mun falla vel við þá. Þar eru einnig
margir aðrir. Nú getið þér komið með mér.
Leikið þér billiard?”
“Já, það geri eg. En segið mér, hvar er
þessi staður? Eg veit ekki einu sinni í hvaða
hluta landsins eg er.”
“Sandbome við sjóinn,” svaraði Hoover,
og þeir gengu svo niður stigann.
▲ ▲ ▲
En í London hafði nokkuð skeð kvöldið
áður. í miðdegisverðarveizlu hjá Took lækni
‘höfðu borist í tal hugarórar þeir, sem birtast hjá
brjáluðum mönnum, og dr. Simms hafði sagt
frá skoplegu tilfelli á þessum sviðum.
“Rétt núna í dag varð eg fyrir skoplegu
atviki”, sagði dr. Simms. “Maður einn sagðist
eiga heima í Valhnotu stræti í Fíladelfiíu og
húsnúmerið sitt væri 1101.”
“En það er til Valhnotu stræti í Píladelfiíu”,
sagði Took læknir, “og það er tíu miílur á lengd,
og húsnúmerin fara töluvert hærra en eitt
þúsund.”
Hálfum tóma síðar steig dr. Simms upp í
vagninn sinn.
“Savoy gistihúsið,” sagði hann við öku-
manninn.
22. Kap. — Leikið milli þátta.
Dr. Simms ók í rafmagnsknúða vagninum
sínum í gegnum göturnar. Nœturferðalag stór-
borgarinnar flæddi alt í kring um hann, en
hann veitti því enga eftirtekt.
Mig langar til að dvelja ’hjá Simms, en til
þess að lýsa honum til fullnustu þyrfti langan
kafla. Hann var stórvaxinn, rólegur, feitlaginn
og hafði frá barnæsku gengið í skraddara-
saumuðum fötum, sem æfcíð fóru vel. Þið getið
séð hann í huga, er hann steig út úr vagninum,
hátíðlegur, ábyggilegur og prúðbúinn gengur
hann upp tröppur gistihússins og réttir gisti-
hússþjóninum nafnspjaldið sitt með þeirri
beiðni að fiá að tala við yfirmann gistihússins
Hann er ekki heima, en sá, sem næstur honum
gengur er þar og tekur á móti gestinum.
“Já, amerískur maður að nafni Jones hafði
dvalið á gistihúsinu, og um kvöldið, fyrsta júní,
hafði hann mist Mfið af slysförum. Löreglan
hafði séð um það alt saman. Hvaða heimilis-
fang hann hafði gefið er hann innritaði sig á
gistihúsið? Valhnotustræti, Fíladelfiíu.”
“Þakka yður fyrir,” sagði Simms. “Eg
spurði vegna þess að einn sjúklinga minna, er
las um slysið, hugði að maður þessi væri ætt-
ingi sinn. Hún hlýtur að hafa rangt fyrir sér.
þar sem ættingjar hennar eiga heima í New
York. Þakka yður fyrir og verið þér sælir.”
í forsalnum hikaði Simms svolítið, svo
spurði hann þjón einn hvar ameríska drykkju-
stofan væri, fann hana og bað um sódavatns-
glas.
Aðeins einn maður var þarna að drekka, og
Simms hóf þá samræður við veitingamanninn.
“Hafið þér fyrir nokkrum dögum síðan séð
tvo menn hér inni, sem voru óvenjulega líkir?’
spurði hann.
Já, hann mundi eftir að hafa séð þá. Og
sem dæmi þess hversu átakanleg atriði geta
gerst ií hinum miklu gistihöllum, án þess að
þeir, sem ekki eru beinMnis við þau bendlaðir
veiti þeim eftirtekt, var það að veitingamaður
þessi, hafði aldrei vitað að það var Jones, sem
hafði orðið fyrir slysinu fyrsfca júnií, og hafði
ihann þó lesið um þetta í blöðunum.
Hann var mjög skrafihreyfinn og opinskár.
Hann hafði tekið vel eftir hversu mennirnir
voru Mkir og furðað sig á þvi, raunar mismun-
andi búnir, en samþjónn hans hafði einnig tekið
eftir þessu.
“Alveg rétt,” sagði Simms. “Þetta eru vin-
ir minir, eg bjóst við að hitta þá héma í kvöld.
Þeir eru kanske að bíða eftir mér í reykinga-
salnum.”
Hann tæmdi glasið sitt og gekk út. Hann
fór inn í talsímastöð eina og náði í núm'er í Cur-
zon stræti.
Hertoginn af Melford var heima jtil kvöld-
verðar, en var nú farinn út. Hann var í Buffs
klúbbnum á Piccadilly.
iSimms ók þangað.
Hertoginn var í bókaheiberginu. Sá náð-
ugi herra var hálfgérður rithöfundur. Bók hans
um umsátrið um Bundlecund var fyrsta bókin
hans. Af henni voru átta hundruð eintök óseld,
en það hræddi ekki hans tign frá því að reyna á
ný. Hann var nú að rita bók um umsátrið um
Jújutpores. Hann rifcaði mikið í bókastofu
klúbbsins, og þetta kvöld var hann að rita at-
hugasemdir og minnisgreinar um lyndisein-
kunn leiðtogans, Forze Allis, þá kom Simms inn.
Bókasafnið var mannlaust nema sagnfræð-
ingurinn var þar, og gátu því báðir þessir menn
talað þar saman í ró og næði, þar sem þeir sátu
í hinu vistlega horni salsins.
“Yðar náð”, sagði Simms, “við höfum gert
mikið glappaskot. Hann bróðursonur yðar er
dauður, og maðurinn, sem við komum fyrir
hjá Hoover, er það, sem hann segist vera.”
“Hvað! hvað! hvað!”
“Það er ekki minsti vafi á að svo er,” sagði
Simms. “Eg hefi gert rannsóknir þessu við-
víkjandi.”
Hann lýsti þeim fyrir hertoganum, sem
hlustaði á, þótt hinn takmarkaði jheili hans risi
öndverður gegn þessari ósanngjörnu mót-
spyrnu, sem skyndilega varð á vegi þeirra.
“Eg trúi ekki einu einasta orði af þessu,”
sagði herfcoginn þegar Simms hafði lokið máli
sánu, “og það sem meira er, eg vil ekki trúa
þvL Dettur yður í hug að segja mér, að eg þekki
ekki hann bróðurson minn?”
“Spurningin hvílist ekki á því,” sVaraði
Simms. “Hér koma aðeins til greina staðreynd-
ir málsins. Ekki leikur minsti vafi á því, að
maður, nákvæmlega líkur honum frænda yðar
sálaða, dvaldi í raun og veru á Savoy gistihús-
inu, og að þeir fundust þar. Það er enginn vafi
á, að þessi maður innritaðist á gistihúsið og
gaf þar sama heimilisfangið og hann gaf okkur,
og eg efast ekki um að hann getur mjög auð-
veldlega sannað sögu sína, ef hann bara hefði
frelsi til að gera það — og að það yrði hið
mesta höfuðhneyksli, sem þekst hefir, jafnvel
þótt honum tækist ekki að sanna mál sitt. Ef
svo færi mundi háttalag frænda yðar koma al-
menningi fyrir sjónir. Ennfremur mundi hann
ekki standa í þessari baráttu, öflugar stoðir
mundi hann fá. Mulhausen, sem þér sögðuð
mér frá, mundi auðvitað strax reyna að ná
eign sinni frá honum á ný, því að þegar hún
var afhent greifanum af Rochester var hann
ekki framar í tölu lifenda. Hann mundi vinna
málið og það auðveldlega. Eg hugsa eigi aðeins
um hið óflekkaða mannorð mitt og afspurn,”
sagði hinn sakleysislegi Simms. “Eg er að hugsa
um yðar hagsmuni, og eg segi yður það skýrt og
skorinort, að fái þessi maður tækifæri til að
sleppa, þá erum við allir í mjög óþægilegri
kMpu.”
“En hann getur aldrei sloppið,” svaraði
hertoginn. “Eg skal sjá um það.”
“Rétt er það, en það er annað atriði, sem
verður að gæta. Það er eftirlitsnefnd geð-
veikrahælanna.”
“Hvað um hana?”
“Hún gerir sér það að venju að heimsækja
hvert einasta hæli, sem er á listanum, og til
allrar ólukku eru það menn — en auðvitað eg á
við og til allrar hamingju, séu það menn, sem
eru allra manna réttlátastir, en hættir við að
gera lítið úr áliti þeirra, sem hafa haft bezta
tækifærið til að kynna sér ástand sjúklinganna.
Það er enginn vafi á því, að þeir mundu rann-
saka nákvæmlega sannindi þeirrar sögu, sem
Roohester lávarður segir. Niðurstaðan mundi
verða — og eg veit það upp á hár — að við yrð-
um dregnir inn í óþverra mál og hneykslismál,
sem bæði yrði dýrt, skammarlegt og færi með
eignir og virðingu okkar. Auk þess hugarró þá,
sem er svo nauðsynleg heilsunni og skipun
þeirrar stöðu, sem starf mitt og ætterni yðar
niáðar veitir okkur rétt fcil.”
Hans hágöfgi bölvaði kröftuglega og
spurði: “Er það meining yðar að halda því fram,
að nefndin mundi efast um orð mín?”
“Því miður er það ekki spurningin,” svar-
aði Simms. “Hitt er mergurinn málsins, hvað
þeir nefna frelsi hlufcaðeiganda.”
“Frelsi! Frelsi hlutaðeiganda!” hrópaði
hertoginn. Þegar maður er brjálaður, hvaða
rétt hefir hann þá til frelsis? Frelsi til að skera
aðra á háls, eða hvað? Lítið nú á þennan hálf-
vita, hann Arfchur! Frelsi! Sjáið til hvers bann
notaði frelsi sitt, á meðan hann hafði það. Sjáið
bara hvemig hann fór með Langwathby, sendi
honum símskeyti, sem kom honum til að trúa,
að konan hans hefði á ný slegið sér lausri —
þér vitið hvað hún er drykkfeld — og að hún
væri komin í fangelsið í Carlisle. Og þessu
var svo kænlega fyrirkomið, að hann sagði
næstum ekkert. Þeir gátu ekkert á honum haft
í þessu sambandi. Sagði aðeins: “Komið tafar-
laust til lögregluréttarins í Carlisle.” Þér sjáið
hversu kænlega þessu var fyrir komið. Nefndi
ekki konuna á nafn með einu orði. Þetta var
engin ærumeiðing. Hefði Langwafchby dregið
hann fyrir lög og dóm, hefði hann orðið að segja
alla söguna eins falleg og hún var. Hann fór!
hvað skeði! Þér þekkið skapsmuni hans. Fyrst
fer hann heim áður en hann fór í réttarsalinn,
og fyrst'a manneskjan sem hann hittir þar fyrir
var konan hans. I áheyrn alls vinnufólksins,
taktu nú eftir, æpir hann svo undir tekur í hús-
inu: “Svo þeir hafa slept þér út úr fangelsinu,
en það er lang bezt að þú hafir þig burt af heim-
ili mínu.” Þér þekkið skapferli hennar. í á-
heyrn allra þjónanna, í áheyrn þeirra allra sam-
an, vel að merkja, brígslar hún honum um þetta
skammarlega hneyksli, sem gerðist í Bond
stræti, þegar honum og bróður Tangas lávarðar
var fleygt út á náttfötunum, og þau öll í lufsum.
Tango vissi ekkert um þetta og hefði aldrei vit-
að, en nú veit hann það, því að Lucy Jerning-
ham var þarna stödd þegar þetta uppistánd
varð, og hún sagði honum frá þvá. Afleiðingin
er sú að Langworfchy vesalingurinn verður sér
til opiniberrar skammar. Frelsi! Hvaða rétt
hefir svona maður til að tala um frelsi?”
“Alveg rétt,” svaraði Simms, sem hafði
algerlega slept allri von að fá þennan grautar-
haus til að skilja hvað um var að vera og hversu
alvarlega þeir voru stddir.
“Alveg rétt. En staðreyndir eru staðreynd-
ir, og sannleikurinn er þessi, að þessi rnaður,
eg á við RoOhester lávarð — er eftir yðar sögu-
sögn framúrskarandi slægur og kænn og þetta
notar hann sér þegar nefndin heimsækir sj úkra-
hælið.”
“Hvenær koma þeir?”
“Þar felast nú vandræðin. Þeir heimsækj'a
hælin þegar þeim sjálfum sýnist, og óvæntar
heimsóknir eru venjuleg aðferð þeirra. Þeir
geta því heimsótt Hoover hvenær sem er. Eg
segi, bókstaflega hvenær sem er. Stundum
koma þeir að nóttu til. Stundum heimsækja
þeir ekki einhverja sfcofnun í heilan mánuð, en
stundum koma þeir á áama stað tvisvar í viku,
og þeir hafa algert vald. Sé þeim synjað að-
göngu þá hika þeir ekki við að brjóta upp hurð-
ina. Vald þeirra hefir engin takmörk.”
“En guð minn góður!” hrópaði hertoginn,
“þetta, sem þér segið mér er óheyrilegt, það er
óenskt. Brjótast inn á annara manna hús! —
Njósna um fólk um hánætur! SMkt vald lagt í
hendur fárra manna er ekkert annað en óstjóm.
Það m!á til að líta inn í þetta mál. Eg skal leiða
það í tal í lávarðadeildinni.”
“Alveg rétt. En samt er hættan fyrir dyr-
um, og við verðum að vera viðbúnir að taka á
móti henni.”
“Eg skal flytja hann burtu frá Hoover.”
“Aha!” sagði Simms.
“Eg skal koma honum fyrir þar, sem þessir
stoltu herrar geta ekki komið afskiftum sínum
við. Hvemig væri að eg kæmi honum heim til
mdn í Sóhó?”
Simms hristi höfuðið. “Hann var látinn á
sjúkrahúsið samkvæmt vottorði. Nefndarmenn-
irnir heimsækja Hoover, rannsaka bækurnar,
finna að Roohester lávarður hefir verið þar, sjá
að hann er farinn og að þér hafið tekið hann
þaðan, og krefjast þess af yður að þér skilið
honum”.