Heimskringla - 28.01.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.01.1948, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JANÚAR 1948 Heimskringla fStofnnO ISM) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talslmi 24 185 VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 28. JANÚAR 1943 Ákvörðun Kings Á flokksfundi liberala 20. jan. í Ottawa, gerði King forsætis- ráðherra heyrinkunnugt, að hann segði lausri flokksforingja stöð- unni. Hafði við þessu verið búist, því King gerist nú aldraður. En af hinu varð ekkert, sem þó eins mikið var búist við, að forsætis- ráðherrann léti í ljósi, hvem hann kysi í sinn stað. 'En flestar spár hafa að því lotið, að hann yrði Rt. Hon. Louis St. Laurent, utan- ríkismálaráðherra. Hann er nú 65 ára, “vissi ekkert um stjóm- mál,” þegar hann var 1941 skipaður dómsmálaráðherra í ráðuneyti Kings. En hann er eigi að siíður vel látinn, bæði innan síns eigin flokks og íhaldsflokksins. King mun ekki láta af forsætisráðherrastöðu um leið og næsti foringinn verður kosinn. Hann mun halda henni þetta árið, segja þeir er hugrenningar hans lesa bezt. Foringja-stöðunni er haldið að hann segi lausri í ágúst á komandi sumri. Hann tók fyrst við henni lí þeim mánuði fyrir 29 árum af Sir Wilfred Laurier. King eru afmælisdagar kærir og þykir líklegt, að fráför hans sem for- ingja stjómist af því. Allsherjar flokksfundur til að kjósa foringja, verður því, ef að líkum lætur ekki fyr en í ágúst. í ræðu sinni 20. janúar tilkynti King þessi tvö atriði: <1) Stjómin ráðgerir að biðja þingið að kjósa sérstaka nefnd til þess að rannsaka hvort vörum hafi verið haldið óseldum til þess, að hækka verð þeirra og hvort að ótilhlýðilegur gróði hefir átt sé stað á nauðsynjum. <2) Sameinuðu þjóðirnar ættu að takmarka eitthvað af sínu óþarfa starfi, en leggja meiri áherzlu á að stofna til alþjóðlegs hers. ★ ★ ★ I Þessar breytingar innan ráðuneytis síns tilkynti King: Ian Mackenzie, eftirlitsmaður mála heimkominna hermanna, verður efri deildar þingmaður (senator) fyrir British Columbia í stað Hon. G. G. McGreer, er lézt. Milton F. Gregg, V.C., sem frá New Brunswick-háskóla var tekinn á síðast liðnu ári til að vera fiskimálaráðherra, tekur við starfi Ian Mackenzie, en James MacKinnon, viðskiftaráðherra, verður fiskimálaráðherra. Mr. King tilkynti einnig aukið starf hermáladeildarinnar. MARE NOSTRUM? Miðjarðarhafið, “hafið okkar”, sem Mussolini kallaði, að göml- um sið Rómverja, er 2,300 mílur að lengd, frá austri til vesturs, eða frá Gibraltar til Sýrlands. Það hefir mikla þjóðmegunar- lega og pólitíska þýðingu fyrir löndin, sem að því liggja og jafnvel víðar. Ástæðan fyrir þessu er sú, að það liggur að þrem heimsálfum, er nokkurs konar þjóðleið viðskiftanna milli þeirra. Þessa stundina eru háðar póli- tískar væringar og jafnvel stríð í sumum landanna, sem að Mið- jarðarhafinu liggja. A Grikk- landi á þjóðherinn, með banda- ríska aðstoð að bakhjarli, í stríði við uppreistarher kom- múnista. Tyrkir eiga í stappi við Rússa um Dardanella-sund- in. Egyptaland, sem landið við Súez-skurðinn tilheyrir, krefst þess að Bretar hverfi þaðan með gæzlulið sitt. í Palestínu vita allir á hverju gengur, og verður að líkindum ekki með öðru breytt, en að Sameinuðu þjóð- irnar beiti hervaldi. Frá sjónarmiði stóriþjóðanna, eru aðal-atriðin þessi: Sovét Rússland, eins og keisaradæmið Rússland, heimtar friðlaust að komast að Miðjarðarhafinu. — Bretland og Bandaríkin vilja vera þar ráðandi, sem fyrir stríð. Síðast liðna viku stigu Banda- ríkin og Bretland þýðingarmik- ið spor í þessum málum. Banda- ríkin fengu leyfi hjá Bretum, sem hinum fyrri nýlendum Italíu stjórna í Afríku, að opna fulgstöð í Mellaha í Libýu í grend við Tripoli. Flugstöð þessi var notuð af flugúthaldi Banda- ríkjanna við flutninga í sýðasta stríði. Stöðin hefir 7000 feta langan hoppveg, sem er þó ekki nógu langur fyrir B29 flugvélar að hefja af flug og byrgi (bar- racks) fyrir um 500 menn. Stöð- inni var lokað á s. 1. ári. En þessi Mellaha flugstöð er nú aftur opnuð, og að því er bandarískir ráðamenn segja, vegna aukinna flutninga á ný, eins og til Grikklands. Er á hag- ræði þessarar stöðvar bent fyrir flutninga eystra með því, að minna á, að þaðan séu engir langflutningar eða ekki yfir 900 mílur t. d. til Róm, Belgrade, Tiranna, Soffia, Aþenu og Dar- danella-sundanna. Bretar gáfu til kynna, að mik- ið af þeirra 70,000 manna her í Palestínu, yrði senn fluttur til Kýprus. Sögðu þeir ástæðuna! fyrir þessu, að herstöðvar væru nauðsynlegar á Austur-Miðjarð- arhafinu. Kýprus er mikið fjall- lendi og álíka stór og Long Is- land. Þaðan tekur um 700 mílna hringur flugförin til Suez, Aþenu, Búkarest og suður hluta Sovét Rússlands. Þannig gengur það nú um láð og lög. BARDAGINN UM ÞÝZKALAND Það hefir heldur en ekki grán- að gamanið milli fulltrúa fjögra Sameinuðu þjóðanna, síðan fundinum 15. desember, sem lauk sællar minningar með full- komnum fjandskap. Bretar og Bandaríkjamenn hafa tekið til óspiltra mála, að mynda hagfræðislegt þjóðfélag, úr þeim hlutum af Þýzkalandi, er þeir ráða yfir og nefna “Biz- onia”. Á því svæði búa um 40! miljónir manna en um 14 miljón1 á svæði Rússa. Þeir hafa ekki; farið neitt dult með það, að þeir J ætli að reisa landshluta iþennan við, hvort sem Rússum þyki ljúft eða leitt. Bizonia á að verða seytjánda þjóðríkið, af þeim, er viðreisnar á að njóta af Marshall áætluninni. Rússar hafa sýnt fullan fjandskap gagnvart þess- ari áætlun og eru staðráðnir í að eyðileggja hana bæði í Þýzka- landi og hvar annar staðar sem er. Fyrir ekki fullum tveim vik- um harðnaði bardaginn mjög á tveim stöðum aðallega: í Rúr- héraðinu og í Berlín. Rúr er mesta iðnaðarhérað Evrópu. Héraðið er þríhyrning- ur, og tilheyrir þeim hluta Biz- onia, er Bretar ráða yfir. Þar búa um 6 miljónir Þjóðverja. Fæða er þarna skömtuð, en þó kvað séð um að þeir sem hörð- ustu vinnu hafa, eins og þeir er kolanámur vinna, fái um 4000 hitaeiningar á dag, sem er nægi- leg fæða talin hverjum sem er. Sumt af fæðunni er innflutt, en mikið af henni er framleitt af bændum. En að jafna þessar sakir, er erfitt vegna þess, að bændur eru ekki áfram um að selja það sem þeir hafa afgangs tíl bæjanna fyrir þýzka peninga, sem þeir telja lítinn feng i. Heí- ir því stundum verið hörgull á ýmsu í bæjunum og sala á svört- um markaði á sér stað. Hafa Þjóðverjar beðið Breta að líta inn í þetta, en þeir hafa falið alt þetta starf þýzkum eftirlits- mönnum. Fyrir rúmri viku hótuðu iðn- verkamenn í Rúr verkfalli. Þann 16. janúar hætti fjöldi þeirra í Duisburg, Mulheim og Dinslak- en vinnu í 24 klukkustundir. Aðalástæðan fyrir verkfallinu var talin skortur ýmsrar fæðu, en Bretar héldu fram, að kom- múnistar hefðu komið þessu a!: stað. 1 London voru gerð heyr- mkunnug skjöl, er utanríkis- skrifstofan náði í, er Rússar eiga að hafa samið, en í þeim eru ráð lögð á verkfall og hvað annað sem er, er hindrar framkvæmdir Marshall-áætlunarinnar. Skj alið sem meðal annars bendir á stöðv- un flutninga, eigi 9Íðu en verk- föll í iðnaðinum, á að hafa verið samið í Belgrade, af Politburo- samtökunum, er Rússar stofn- uðu, er Marshall-áætlunin kom fyrst til greina. Þar var og heit ið á þýzka verkamenn, að ná í sínar hendur einhverjú af aðal- iðnaðargreinum landsins. Þeir ættu þær, en hvorki Bretar né Bandaríkin. Blað eitt í hinum rússneska hluta Þýzkalands, gerði skop að ótta Breta við Rússa. Berlín, sem fyrrum var ein aí fremstu menningarborgum heimsins og í tölu fegurstu stór- borga, má muna sína fyrri daga. Nú er hún í rústum. Hún hefir og verið brytjuð sundur í hverfi milli stórtþjóðanna, alveg eins og landið, er þar hafa sína stjórn- éndur, í sínu hverfinu hver. Þar koma stjómendumir, Rússar, Frakkar, Bretar og Bandaríkja- menn saman og ráða ráðum sín- um. Þeir hafa nú haft þar fimtíu fundi, en hafa um ekkert mikil- vægt mál orðið sammála. Fyrir rúmri viku skeði svo það, að Rússar gerðu vestlægu þjóðunum það skiljanlegt, að þeir vildu þær burtu úr Berlín. 1 sunnudagsblaði rússneska hersins í Berlín, (Taglicfie Rund- shau) var svo komist að orði í ritstjórnargrein: “Það er ekkert pláss fyrir þá í Berlín, sem eru rneð því að brytja Þýzkaland sundur”. Greinin réðist einnig á samning, er vestlægu þjóðim- ar gerðu með sér fyrir nokkrum dögum síðan og foráðamönnum þýzku þjóðarinnar, að koma á iót hagfræðislegri stjórn í Biz- onia, með þingi, ráðuneyti, dóms- valdi og banka. Næsta dag birti sama blað grein um, að “Berlín búar væru orðnir heitir út í þá, sem væru að reyna að brytja Þýzkaland upp og sundra þjóðinni.” 1 blaðinu birtist einnig skopmynd af bandarískum hermönnum sitj- andi hugsandi og óttaslegnir á malpokum sínum út af því hvað um þá yrði. Þessu var öllu miður vel tek- ið í blöðum hinna hverfanna og Clay hershöfðingi svaraði Tag- liche Rundschau með því, að hann ætlaði að sitja í Berlin eins lengi og honum sýndist; hann gerði það óhræddur einnig því hann hefði meira afl sér að toaki, en blaðið Tagliche Rundschau hefði. 1 Washington lýsti og Robert A. Lowett, aðstoðarritari því yfir, að stefna Bandaríkj- anna væri sú, að fulltrúar þeirra sætu kyrrir í Berlín. Því var cinnig lýst yfir í London. Hvað Rússar halda að þeir græði á svona framkomu, er flestum óskiljanlegt. Ef til vill segir blaðið New York Times, að þeir séu með þessu að prófa hvað taugastyrk vesturveldanna líð- ur. Aðrir gizkuðu á, að þeir væru nú að fara fram á að fá Berlin í stríðsskaðabætur. Berlín er að vísu í rússneska hlutanum af Þýzkalandi. En til hennar hafa Rússasr ekkert meira tilkall, en vestlægu þjóð- irnar. 1 samningunum sem gerð- ir voru, 5. júní 1945, er Þýzka- landi skift í héruð milli fjögra stórþjóðanna til eftirlits og yfir- ráða og með sérstakri grein tek- ið fram, að hið sama gildi um borgina Berlín, vegna þess, að það er þaðan, sem hverjum hluta landsins hefir verið stjórnað. — Borgin er miðpunktur landsins og þangað liggja allar götur. Rússar mættu eins vel fara fram á, að vestlægu þjóðirnar íæru úr Þýzkalandi eins og úr Berlín og létu sig eina um stjórn þar. SPEGILMYND ALHEIMSSKOÐANA (Eftir próf. Walter Murdoch, í Sydney (Ástralía) “Morn- ing Herald”) Hvaða hugmynd gerið þér yð- ur um himnaríki? Hvaða ástæða er til þess að spyrja mig að því sérstaklega? Allar heimsbók- mentirnar eru að fornu og nýju fullar af mismunandi lýsingum á himnaríki; sumar dáMtið toarnalegar. Menn hafa ímyndað sér vistina þar yndislega, hörpu- slátt og englasöng, eða sitja þar,l að eiMfu umkringdir návist feg- urstu yngismeyja. Sumar hug- myndirnar eru háfleygari, t. d. þær, er koma fram í “Paradiso” og þriðji þátturinn í “Man and Superman”. En þar sem þér skorið á mig að lýsa himnaríki, yður til leið- beiningar, ekki eins og Dante eða Shaw hafa gert, heldur eftir, minni eigin skoðun og sannfær- ingu, þá verð eg að gera ein- hverja tilraun. , Eg las einu sinni sögu um mann sem dó, og hélt að hann væri í himnaríki vegna þess, að honum veittist létt að fram- kvæma alt það, sem hugur hans hafði mest staðið til í lifanda lífi. En er hann bráðlega varð þess vísari, að forlög hans voru þau, að hann átti að halda stöð- ugt áfram að framkvæma þessa hluti, sem honum höfðu verið svo hugðnæmir, og svo mikið áhugamál, um alla eilífð, þá vissi hann að hann var í hinum veru- staðnum. Að horfa fram á það, að ekk- ert biði hans í framtíð, sem eng- an endir hefði, framtíð, þar sem tími og rúm er ekki til, framtíð, sem ekkert hefði inni að halda annað en tilbreytingarlausa al- sælu, það væri að líða kvalir hinna fordæmdu. Himnaríki — mitt himnaríki — er ásigkomulag, tilvera, sem á enga framtóð og enga fortíð — aðeins eiMfa nútíð. Hvorki tími eða rúm er leng- ur til, þessvegna er ógerlegt á nokkru mannlegu tungumáli að mynda nokkra lýsingu. Himnaríki mitt myndi vera það, að þekkja sannleikann, að sjá sannleikann augliti til aug- litis, en ekki að honum bregði fyrir aðeins leifturfljótt ogií mol- um, eins og nú á sér stað. Mitt himnaríki myndi vera að elska og vera unnað af öðrum án allr- ar hindrunar skilningarvitanna, og án alls ótta, er varpar skugg- um yfir alla jarðneska ást, ótta við dauðann, og hugsa um það, og verða þess vísari að öll hin æðsta og frumlegasta fegurð þeirra hluta, er eg hefi yndisleg- asta séð og þekt í náttúrunni ög listum sé aðeins skuggi og auð- virðilegt fis. Þetta er, að minni hyggju, hin eina tegund himna- ríkis, sem mig langaði til að vakna í, eftir þá ástandsbreyt- ingu, sem við köllum dauða. R. St. FÖSTU GANDHIS LOKIÐ Föstu Gandhis er í þetta sinn lokið, en hvort að það verður Síðasta fasta hans, eins og margir héldu fram, er eins mikil óvissa um og hvenær síðasta stríð verð- ur. Þessi fasta hafði staðið yfir á sjötta sólarhring, eða 121 kl.st. og 45 mínútur. En sunnudaginn 18. jan. breyttist útlitið til hins betra. Þann dag hafði Gandhi fengið heitbundið loforð bæði frá geistlegum og stjómarfarslegum foringjum í báðum hlutum Ind- lands um að gera alt sem í þeirra valdi stæði til að stöðva óeirð- imar og manndrápin og koma á friði milli Hindúa, Múhameðs- trúarmanna og Sikhanna. “Þeir ábyrgðust mér”, sagði Gandhi, “að halda friðinn og efla vináttu milli þessara flokka, og andlegir leiðtogar þeirra lofuðu að fóma lífi sínu til þess; og all- ir undirskrifuðu þeir þær þjóð- félagsreglur sem eg hafði samið og lutu að því að vernda líf og eignir manna.” “Þeir kusu 130 manna ráð af öllum trúflokkum til þess að koma saman á hverju kvöldi og yfirvega hvað gengið hefði með eflingu friðarins.” Hvað sem um Gandhi hefir verið sagt, hefir hann þarna í bráðina leyst það mál, sem svip- að er málunum sem stórþjóðir heimsins em að gMma við og fá ekki við ráðið. Hann veit líkleg- ast ekkert um atómorku eða ilugsprengjur. En hvaða orka er það, sem hann getur þetta með? Hefir enginn af mannanna sonum annar en hann uppgötv- að hana? “HÖFUÐLÆRDÓMAR” Séra Halldór E. Johnson (að mínu áliti sá skýrasti og fimasti af þeim sem nú rita íslenzkt mál hér megin Atlanzhafsins) ræðir um trúmál á Heimskringlu ný- lega. Minnist hann á bók Þor- steins Björnssonar, cand, theol., “Höfuðlærdómar” (gefin út circa 1915). Þessi stórmerkilega ibók var, að mér skildist, orðin til (spon- sored) fyrir tilstilli ntokkurra leiðandi klerka kirkjufélagsins, og því nokkurskonar trúarjátn- Ing, að minsta kosti þeirra sem að henni stóðu, ef ekki kirkjufé- lagsins sem heild. Var höfund- urinn hér þó eiginlega sem gest- ur heiman af fróni, og hvarf þangað aftur laust eftir útkomu bókarinnar. Eg minnist að hafa lesið þessa bók, nýja af nálinni, með mik- illi og vaxandi undrun. Svo fyrndist yfir hana, í huga mín- um sem annara, og hennar var sjaldan getið. Nú hefir séra Halldór bætt úr þessu með til- vitnun, og hvatt hana fram til endurskoðunar. Væri ekki úr vegi að hann gæfi Heimskringlu lesendum frekari innsýn í log- i'ku þá sem í henni býr, og þá sérstaklega skýring hennar á bærheyrslu. (Ef minni rekur rétt til, þá er þar sú skýring, að þó guð heyri bænir manna og Verði við þeim, þá breyti hann þó að engu leyti rás viðburðanna, því cð það komi fram sem fyrirfram I var ákvarðað að koma skyldi fram; en að stundum láti guð “annað í veðri vaka” — að ann- að muni, eða geti skeð en það sem á að ske — til að knýja menn til bæna). Er séra Halldór manna færast- ur til þessa, og skal hann hafa fyrirfram þökk fyrir vikið, að íninsta kosti þess, sem þetta rit- ar. L. F. BERNADOTTI Samantekið af G. E. E. Carl fjórtándi, konungur Svía og Norðmanna frá 1818 til 1844, hét réttu nafni Jean Baptist Juel Bernadotti. Hann var fæddur í borginni Pau í héraðinu Bearn á Frakklandi, árið 1764. Faðir hans var lögfræðingur og stund- aði málafærslu störf. Jean var ungur settur til menta, en áður en hann hafði að fullu lokið lög- fræðisnámi sem hann lagði stund á, var harm kallaður í herþjón- ustu, og vár fyrst sendur með herdeil^ til Indlands, og svo skömmu síðar þaðan til eyjar- innar Corsica. Þegar friður var saminn, og hann gat fengið sig lausan úr herþjónustunni, en bauðst eng- in staða í hernum sem hon- um þótti álitleg til framtíð- ar, hugsaði hann sér að halda áfram laganáminu, en einhverra hluta vegna hvarf hann frá þeirri ætlun sinni, og hélt áfram að vera í hernum, og er stjómar byltingin hófst (1789) var hann orðinn liðsforingi í sinni her- deild. Hann gekk þá strax í land- varnarherinn, og hækkaði brátt í áliti og að hervöldum. Hann barðist í orustunum við Speier og Mainz, og gat sér hið mesta frægðar orð, fyrir viturlega her- stjórn og hreysti. Árið 1794, þá aðeins þjátíu ára að aldri var hann gerður hterfylkis yfirfor- ingi. Árið 1795 stjómaði hann að mestu herhlaupi Frakka yfir Rínfljótið, og 1796, háði hann, þá undir yfirstjóm General Jour- dans, margar mannskæðar or- ustur, svo sem við Rednitz, Al- torf, Neumark og við her Aust- urríkis manna. 1 öllum þessum orustum sýndi hann afburða for- ingja hæfilegleika og hreysti, svo hann var viðurkendur sem einn hinna beztu herforingja Frakka á stjómarbyltingar tíma- bilinu. Nokkru siðar hélt hann hersveitum sínum til ItaMu sam- kvæmt skipun frá Bonaparte, til að taka Kastalen Gradisca, sem hann gerði með hlífðarlausu harðfengi. Skömmu síðar hóf Bonaparte hann til enn hærri metorða, eftir að hann hafði unn- ið sigur í orustunni við Revole, kallaði Bonaparte hann einn sinn bezta herforingja og mesta vin lýðveldisins. Þegar Bonaparte fór til París- ar eftir að friðúr var samin í Campo Formio, tók hann helm- inginn af þeim her er Berna- dotti réði yfir, þvlí hann var hræddur um að hann mundi ger- ast of valdstór og verða ofjarl sinn. Við þessa móðgun krafðist Bernadötti af hermála ráðuneyt- inu annáðhvort, að sér yrði veitt yfirherforingja staðan yfir öll- um lýðveldishemum, eða lausn frá herþjónustu, en hermála- stjórnin útnefndi hann til sendi- herra við hirðina í Vínarborg. En er borgarráðið í Vínaborg hafði ákveðið að halda sérstaka hátíð í heiðurs og þakklætis- skyni við sjálfboðana, sem höfðu árið áður tekið upp vopn borg- inni til varnar, er her Frakka þrengdi að borginni, áleit Bema- dotti það gert til að láta í ljósi lítilsvirðingu fyrir franska lýð- veldinu, svo hann efndi til mik- illar veizlu í hótelinu þar sem hann bjó, til að minnast með mikilli viðhöfn sigra frakka í Austurríki, og lét setja upp fyrir framan hótelið á háa stöng hinn þrílita franska fána. Vínartoorgarmönnum gramd- ist þetta tiltæki hans og reyndu til að taka franska fánann niður, og um það urðu nokkrar svift-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.