Heimskringla - 11.02.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.02.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. FEBRÚAR 1948 HEIMSKBINGLA 3. SIÐA Mrs. Hildur Jónína Finnsson F. 23. janúar 1880 — D. 19. desember 1947 Hildur var fædd að Víkings- stöðum við Riverton, Man. Ná- kunnugur og gjörathugull mað- ur lætur svo mælt um foreldra Hildar og æskuár hennar: “Foreldrar hennar, Þóra Sveinsdóttir og Sigfús Péturs- son, voru hin mestu mannkosta hjón; komu allsstaðar og æfin- lega fram til góðs og létu gott af sér leiða. Heimili þeirra var sannarleg fyrirmynd, enda leit- uðu margir þar skjóls og ásjár í fátæktinni á frumibýlingsárun- um. Hildur hafði þegar á unga aldri andlegt og líkamlegt at- gerfi svo af bar. Hún var frá- bærlega lífsglöð og glæsileg stúlka og gáfur hennar fjöl- breyttar og leiftrandi. Hún lagði kapp á alt sem hún tók sér fyrir hendur og var umfram flesta aðra að námi. Hún fór til Winni- peg og stundaði þar nám um all langt skeið og bjó sig undir kennarastöðu. Var hún þar til heimilis hjá þeim hjónum Kapt. Sigtryggi Jónassyni og Rann- veigu. Lagði sú gáfaða kona við hana mikið ástfóstur og hafði mætur á henni æ síðan. Höfðu þær bréfasamiband sán á milli lengi og lýstu bréf Rannveigar einlægri vináttu og aðdáun. — Á þeim árum er hún stundaði nám í Winnipeg tíðkaðist í skól- um þar að kenna unglingum að þekkja tónbilin, með öðrum orð- um, að syngja eftir nótum, án hljóðfæris. Var það flestum all örðugt nám, en Hildi veittist það létt og varð flestum fremri í þeirri grein. Auk þess naut hún á tímaibili tilsagnar Gunnsteins tónskálds Eyjólfssonar í tónlist og söngfræði. Hún hafði mikla og fagra söngrödd.” Um hríð stundaði Hildur skóla kenslu :í Isafoldarbygð en einnig i Riverton, þar til hún giftist Sigurði Finnssyni, 2. fébr. 1901. Þau hófu búskap sinn í Riverton, en árið 1905 gerðust þau lánd- nemar í Víðisbygð, og bjuggu þar til ársins 1944, að þau fluttu til Árborgar. Eftirlifandi systkini Hildar eru: Sigurborg Reykdal, í Bald- ur, Man.; Halldóra, hjúkrunar- kona, í Victoria, B. C.; Franklin Sigfús Pétursson, Árborg; Berg- rós Pálsson, Dawson Creek, B.C.; Sigríður Qktavía Pálsson, í Vic- toria, B. C. Fóstbróðir Hildar var Snorri Pétursson, bóndi í Víðisbygð, nú nýlátinn. Börn Hildar og Sigurðar eru: Þóra Sigrún, Mrs. J. B. Jóhanns- son, Árborg. Friðrik, bóndi í Víðisbygð. Sigfús, bóndi í víðisbygð. Halldór Reykjalín Sigurður Hildibrandur Kristjón Baldur, d. 1936. Hildur Sigríður Hibbert Sveinn Erling, d. nýfæddur Ásgeir Ingvi, bóndi í Víðir Salín Rannveig Hewson, Van- couver, B. C. Öll eru börn þeirra gift og öll hin mannvænlegustu, flest bú- andi lí Víðisbygð, utan þeirra sem annað heimilisfang eiga, og skilgreint er. Bamabörn Finns- sons hjónanna eru öll einkar efnileg. Finnssons hjónin gerðust land- nemar í Víðisbygð, voru meðal hinna fyrri er þar námu land. Bæði voru þau börn merkra frumlandnáms hjóna í hinni fornu og merku “Fljótsbygð”; koma feður þeirra beggja við isögu þeirrar bygðar, hver á sinn hátt. Hildur og Sigurður þektu því landnemalbaráttuna af eigin reynd. Um margt voru þau vel undir hana búin að hæfilegleik- um og lífsþreki; bæði gædd heil- brigðum dug til framsóknar, er þorir að horfast í augu við erfið- leika og hindranir; með það raakmið stöðugt fyrir augum að sigrast á þeim. Margþætt varð athafnastarf Sigurðar; árum saman var hann fjarri heimili sínu fyrir atvinnu sakir, einkum þó hin fyrri ár, bæði við flutninga á vötnum úti, við sögun trjáviðar í skógum, eða hvar helzt sem verkefni biðu hins ötula og framsækna at- hafnamanns. Á Síðari árum voru vaxnir og ungþroska synir hans með honum að verki og voru þeir ljúfir samverkamenn hans. En hlutverk konu hans var heima við stjórn og umönnun eins hin umfangsmesta og fjöl- mennásta heimilis í bygðum Norður Nýj a-lslands; er eg varð þjónandi prestur umhverfisims, fyrir 19 árum síðan. Það sem eg tók eftir sérstaklega var það hve góðir samverkamenn að synir þeirra og dætur voru með for- eldrum sínum, hve vel að kraft- ar foreldra og barna voru sam- istiltir til beztra nota. Heimilið er mér ógleymanlegt. Við það eru tengdar ljúfar minningar — um gleðistundir, er fjölmennur •hópur vina og sveitunga söfnuð- ust þar saman til að auka á gleði húsráðenda; en einnig sorgar- stundir — þegar viðskilnaðar harmur gekk nærri sálum þeirra. En þá sáum við samfeðafólkið bezt hve fögur að sorgin er, þeg- ar að hún er borin með þreki og karlmensku sem hvergi kvartar en treystir því að föðurhöndin eilífa ráði öllu vel. M^innisstæðust er Hildur mér þó frá_guðsþjónustu stundunum í Víðissöfnuði. Sjaldan vantaði hana þar nema hindrað væri af sjúkdómi eða sérstökum kring- umstæðum. Eg var jafnan miklu öruggari er eg sá að hún var við- stödd. Þekking hennar á íslenzk- um sálmalögum brást aldrei; röddin fögur og viss, lyftimagn tilbeiðslu er hreyf huga minn, fylgdi söng hennar. Það hvíldi bjartur ljómi og tign yfir ásjónu hennar; guðsþjónustustundin var henni “augnáblik helgað af himinjsins náð”. Hún var gædd prýðilegum gáfum og skilningi. Stilt og fá- orð eins og hún var, fann maður til þess að traustið á guði og handleiðslu hans var henni dýr- asta perlan er hún mat öllu öðru fremur á langri og starfsríkri æfi sinni. Mrs. Hildur Jónína Finnsson Mann undraði hversu mikinn þátt að hún gat tekið í félagsleg- um málum jafn störfum hlaðin og hún þó var. En hún unni þeim málum og skildi mörgum fremur hið varanlega gildi þeirra; ekki sízt í frumbyggja- sveit þar sem barátta lífisns var ærið kröfuhörð. Hún starfaði af óskiftum hug í kvenfélagi um- hverfis síns, og fann gleði og lyftimátt í erfiðum störfum, gat hlegið að erfiðleikum er oft mæta manni í opiniberum og fé- lagslegum málum. Hún unni fagnaðarboðskap Jesú, þessvegna studdi hún störf safnaðar síns. Hún þráði að allir þeir sem Guð hafði gefið henni til að elska og annast mættu ganga í því ljósi sem fagnaðar erindið varpar á myrkvegu mannlegs lífs. Að stærstu önnum dagsins af- loknum með mikilli prýði, varð hún að þola heilsubrest, langa krossgöngu sjúkdómsins — þög- ul og þung þrautaár; eiginmaður hennar stóð þá, sem ávalt, á langri samfylgd þeirra, við hlið hennar og stundaði hana með fá- gætri og fagurri umönnun. Aðrir ástvinir gengu einnig undir byrðina, eftir því sem þeim var framast auðið. Á heimili dóttu.r sinnar og tengdasonar í Árborg naut hún umönnunar um nærri ársbil, hið síðasta er hún lifði. — Svo kom engill dauðans og nam hana á brott. — Friðsæl burtför úr heimi hverfulleikans — fagn- aðarrík heimför til bústaða ljóss- ins og Mfsins; það er guðs síðásta og dýrsta náðargjör til bama sinna. Blessi nú Drottinn barni sínu þá náðargjöf! S. Ólafsson Hildur Fi nnsson Á för til fegri landa Við fylgjum þér í anda, Þín æskusystkin öll, Sem með þér dvelja máttum Og með þér samleið áttum Unz hneig þín sól við himinfjöll. / Um útsýn er nú þrengra, En andinn sér þvi lengra, Það hindra engin höf. Og fyrir þeim sem þrá þig Og þeim sem elska og dá þig, Er enginn dauði, engin gröf. Við eigum enn og geymum 1 okkar sálarheimum Þinn sálarsólar-yl, Þinn fleygra orða forða, Þann fjársjóð snildarorða Er hljóma enn sem hörpuspil. Sem lífið sjálft sér léki Með ljúfMngshug og þreki, Svo var þín æska öll. Það alt sem er til prýði í öllu lífsins stríði Var sókn þín fram á sigurvöll. Það okkur er til rauna, Hve ógjarnt var að launa, Við könnumst við það, klökk. En fyrir alt sem ertu Um eiMfð blessuð vertu! Og haf þú okkar hjartans þökk. Guttormur J. Guttormsson HIN ÁRLEGA SAMKOMA Icelandic Canadian Club verður haldinn í fyrstu Lút- ersku kirkju, Victor St., mánu- daginn, 23. feb. n. k. og byrjar kl. 8.15 e. h. Forseti klúbbsins, Mr. Axel Vopnfjörð, stjórnar samkom- unni og flytur stutt ávarp. Dr. L. A. Sigurðson, sem fyrir stuttu kom heim frá New York, þar sem hann var að kynna sér nýjar aðferðir í læknisfræði, mun sýna hreifimyndir í litum, myndir sem hann tók á sjávar- ströndinni á milli New York og Washington, sem hann kallar “The Eastern Seaboard”. Fólk má eiga von á fallegum og góð- um myndum og skemtilegum út- skýringum hjá Dr. Sigurðson, þar sem hann hefir þó nokkra reynslu í þessum efnum og hefir oft áður sýnt myndir sínar, al- menningi til uppfræðslu og skemtunar. Einnig verður á skemtiskrá söngur og hljóðfærasláttur af bezta tæi. Junior Board of Trade Choir, karlakór, syngur nokkur lög undir stjóm Mr. Kerr Wilson. Þessi kór, sem tel- ur um 30 manns, er orðinn þaul- æfður og er nú að undiFbúa sig til þess að taka þátt í Manitoba Musical Festival í vor. Mr. Wil- son, vel þektur baritone bæði hér í bænum og yfir útvarpið, mun einnig syngja einsöng. — Kona hans, Thelma (Guttorm- son) Wilson, aðstoðar hann og flokkinn. Mrs. Irene (Diehl) Thorolfson, kona Mr. Frank Thorolfson, einn sá fremsti fiðluleikari þessa bæjar, spilar nokkur lög og kemur tvisvar fram. Skemtiskráin verður nánar auglýst í næsta blaði. Inngangur verður 50c fyrir fullorðna og 25c fyrir börn 12 ára og yngri. Allir velkomnir. HHAGBORG II FUEL co. n ★ Dial 21 331 No. U) 21 331 Meðal margra merkra upp- götvana í læknisfræði, sem Þjóð- verjar höfðu gert, og bandamenn komist yfir þegar þeir hertóku iandið, má nefna þessar: Efnablanda, sem nefnd er alu- drino sulfat, og er ágætt meðal við asthma. Bómullartrefjar með viðarkol- efni, sem eru sérstaklega góðar umbúðir við vessandi sár, mörg- um sinnum betri en bómull og sérstaklega hentugar þegar sár eru læknuð með sulfa-dufti. Umbúðir úr cellophan, blönd- uðu með silfri. Þessar umbúðir sótthreinsa sjálfar, því að silfur drepur sýkla. SVÖR VIÐ Sp urn ing um UM INNFLUTNINGS TAKMÖRKUN FLEST þau lönd, sem Canada á viðskifti við hafa eigi enn náð sér eftir stríðið svo þau geti á reglubundinn hátt borgað vörur þær, er þau þarfnast, þrátt fyrir hjálp frá öðrum löndum. Og ekki geta þau heldur sent okkur nægar vörur til að jafna viðskiftareikningana — eða borga okkur í þeirri peningamynt er við, hér í Canada, getum notað til vörukaupa í öðrum löndum. En á sama tíma, hefir Canada verið að kaupa meiri vörur en nokkru sinni fyr frá Bandaríkjunum og öðrum löndum er heimta bandaríska dollara. Þetta kemur til af því, að vörur þessar fást ekki annarsstaðar og ennfremur af því, að eftirspurnin jókst á stríðsárunum. Innkaup frá Bandaríkjunum eða þeim stöðum er heimta peningamynt þeirra, verða því að takmarkast um stund þar til viðskifta reikningar okkar komast í rétt 'horf. Til þess að mæta þessu kalli, vörukaupunum og ferðalögum og þjónustu ferðafólks, sem borga verður í bandarískum peningum, er nú undir eftirliti EF Þu ERT INNFLYTJANDI Á LAUSA VÖRUM og óskar vita hvaða vörum eru (1) bannaðar, (2) undir takmörkun, eða (3) leyfilegar án eftirlits, sjáið eða skrifið næsta tollheimtumanni yðar (Collector of Customs and Excise). EF ÞO ÓSKAR AÐ FLYTJA INN TAKMARKAÐAR VÖRUR og óskar að skrásetja þitt innflutningsileyfi, eða óskar eftir sérstökum upplýsingum, þá snúið yður til neeista tollgæslumanns (Collector of Customs and Excise). Takmörkunar eyðublöð (E.C. 1) og leiðbeining um notkun þeirra, fást á öllum tollskrifstofum. Þessi eyðublöð verða að afhendast tollgæslumanni. EF ÞO ÓSKAR UPPLÝSINGA UM SKÖMTUN ÞA ER ÞÉR BER. Eftir að eyðublað þitt er komið í hendur tollgæslumanns, eiga allar skriftir varðandi innflutnings- beiðni þinni viðvíkjandi innfluting á bannvörum, að vera sendar til Emergency Import Control Division, Department of Finance, 490 Sussex Street, Ottawa. Skamt- urin er veittur til þriggja mánaða í senn, og hver ónotaður hluti hans má færast inn á næsta leyfi. EF ÞO ERT INNFLYTJANDI MASKÍNU-PARTA, BYGGINGAR-STALI, steinum, maskínum eða öðrum þungum vörum eða bílum, og óskar að fá að vita innfiutn- ings reglur va/ðandi þessar vörutegundir, skrifið eða sjáið Emergency Import Con- trol Division (Capital Goods), Department of Reconstruation and Supply, 385 Well- ington Street, Ottawa. EF ÞO RÁÐGERIR AÐ FERÐAST UTAN CANADA og óskar eftir upplýsingum um erlenda peninga fáanlega til ferðarinnar, þá snúið yður til hvaða banka sem er eða Foreign Exchange Control Board at Ottawa, Montreal, Toronto, Windsor, Vancouver. Ef þú óskar eftir upplýsingum um persónuleg vörukaup meðan þú dvelur utan Canada, snúið yður til næsta tollgæslumanns áður en þér leggið á stað úr landinu. EF ÞO ERT STÓR-IÐJUHÖLDUR, HEILDSALI EÐA SMASALI og óskar eftir upplýs- ingum um tollskyldar vörur, eða um lista yfir þær, þá snúið yður til næsta toll- gæslumanns. EF ÞÁ ÞARFNAST AÐRA INNFLUTTA HLUTI, þá snúið yður til Foreign Trade Ser- vice, Department of Trade* and Commerce (Import Division), Ottawa, varðandi vandræði yðar i sambandi við innflutninaahömlur yðar. Með hjálp “Trade Com- missioner Service”, getur “Import Division” aukið við vöruleyfi frá Brezka veldinu og öðrum löndum sem eigi hafa takmörkun. EF ÞO ERT HOSFREYJA og óskar eftir upplýsingum um fáanlegar fæðutegundir sem hafa samanberandi næringarefni sem nú eru skömtuð eða bönnuð; óregluleg efni sem hafa verið samansett af “Nutrition Division of the Department of National Hea'lth and Welfare”, er hægt að fá frá “Provincial Health Department” eða héraðs heilbrigðisráði í þínu héraði. Þessi reglugerð um takmörkun innflutnings er á ábyrgð ýmsra deilda stjórnarinnar. Þessar skýringar eru gefnar til hægðarauka fyrir cana- diska borgara svo þeir eigi hægra með að vera í samræmi við þessa nýju innflutnings reglugerð, án þess að verða fyrir of miklum erfið- leikum í verkahring sínum og persónulegum viðskiftum. Fjármálaráðherra Canada þarfnast U. S. dollara

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.