Heimskringla - 21.04.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.04.1948, Blaðsíða 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. APRÍL 1948 Frá Þjóðræknisþinginu síðasta Framh. 4. Það eru önnur fyrirtæki engur síður nauðsynleg. íslend- ingum er innan handar að styðja slík fyrirtæki eftir vilja og á- stæðum. Þessi nefnd hefur að- eins þetta fyrir verkefni, að safna fé til að stofnað verði og starfrækt prófessors embætti við Manitoba-háskóla í íslenzk- um fræðum. Þetta ber ekki að skoða sem staðbundið fyrirtæki það ætti að skoðast sem fyrir- tæki varðandi alla íslendinga í allri Ameríku. Engin félagsskap- ur eða einstaklingar eru útilok- aðir frá þátttöku. Almennra framlaga verður leitað þegar sjóðurin hefur náð hundrað þús- und dollara upphæð og lagður til háskólans, í þeim tilgangi að þetta kennara embætti verði altaf starfrækt. 5. Nemendur geta leitað þessa náms annarstaðar. Sem stendur verða kanadískir nemendur að leita slíks náms í öðrum löndum. Kanadiskir stúdentar ættu að eiga þess kost, að fullkomna nám sitt í Kanada. 6. Hvervegna stofnar ekki ís- lenzka ríkið þetta embætti? — ísland getur ekki blandað sér inn í mentamál annars ríkis. Það er hinsvegar engum vafa bundið að ísland muni styðja þetta fyr- irtæki á ýmsan hátt, ef kennara- stóll í íslenzkum fræðum verð- ur settur hér á stofn. 7. Það myndi vekja óánægju meðal annarra þjóðflokka ef íslendingar stofnuðu þetta em- bætti. — Háskólinn myndi taka því með fögnuði, að aðrir þjóð- flokkar stofnuðu slíkt embætti. Það væri sómi íslendinga, að hafa orðið fyrstir til þess; þar sem við erum einna minsti þjóð- flokkurinn, að höfða tölu í land- inu. * 8. Þetta er of há upphæð fyrir íslendinga í Ameríku. — Upp- hæðin sýnir vilja og þrek- menzku íslendinga ásamt áræði þeirra. Ef upphæðin verður nógu há til þess að standast straum af kennara, sem gefið gæti alt sitt athygli og starfstíma í starfið, gæti hann leyst af hendi þýðing- ar mikið rannsóknar starf í ís- lenzkum bókmentum. Hann gæti einnig gefið sig við víðtækari félagsstarfsemi meðal fslendinga í Vesturheimi svo sem með því að rita í blöðin og tímarit, flutt fyrirlestra og gefið sig við utan skóla kennslu. Hann yrði líka bókavörður á því bókasafni, sem stofnað yrði með íslenzkum bók- um við háskólann. Þetta gæfi til- efni til margskonar samstarfs milli íslenzka ríkis háskólans og Manitoba-háskólans. Læknirinn taldi þessar ástæð- ur allra helzt mæla með stofnun þessa embættis: 1. íslenzkan er bæði klassiskt og lifandi mál. Það er hið eina túngumál, í Ev- rópu, sem er bæði nútíðarmál og fornmál. Grískan og latínan, sem nú eru kend við háskóla, eru ekki töluð né rituð nú á ítalíu eða í Grikklandi. 2. Við engar menntasofnanir á betur við að kenna þetta mál en háskólana. Manitoba háskóli ætti að veita fræðslu í íslenzku og íslenzkum bókmentum fyrir þessar ástæð- ur: —að í engum bæ eða borg, utan Reykjavíkur, búa - jafn Til Hxifningar Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyktu Ogden’s Cut Piug í pípu þinni COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. margir íslendingar sem í Winni- peg; að í Winnipeg er miðstöð alls íslenzks félagslífs í Amer- íku. 3. Háskólinn í Winipeg hefur yfir fjögur þúsund bindi af bók- um. Þetta íslenzak bókasafn myndi| stórum aukast með bókasending- um frá íslandi og með gjöfum einstaklinga. Menningar samband Menningar samband myndi myndast og styrkjast með gagn- skiftum á stúdentum og auka á- huga fyrir menningarlegum framförum og þekkingu á þeim bæði hér og annarstaðar. 5. Prófessorinn Hann myndi innleiða nýjar kensluaðferðir í íslenzku, með notkun hljómplata o. s. frv., og vera tengiliður við skólastofnan- ir á íslandi. 6. Sem stendur eru þrjár teg- undir af félagssköpum, sem styðja að viðhaldi íslenzks máls og menningar . Má þar til nefna Þjóðræknisfélagið, og “The Ice- landic Canadian Club”, kirkj- urnar og dagblöðin sem starfa hver á sínu sviði, menningarlega, trúarlega og félagslega fyrir á- huga karla og kvenna fyrir við- haldi íslenzkra menningarerfða í Vesturheimi. Er prófessors om- bætti, í þessum fræðum, yrði stofnað við Manitoba-háskóla yrði það fjórði liðurinn, sem á fræðilegan hátt, gæfi fræðslu á grundvelli háskólalegrar kennslu í sögu, bókmentum og tungu íslendinga. Myndi það stórum auka þekkingu og virð- ingu margra fróðleiks manna á menningu vors kynstofns. Dr. Thorlaksson skýrði enn- fremur frá því, að líkindi væru að sjóðurinn kæmist upp í hundrað þúsund en tij. að tryggja kennara á fullum launum þyrfti sjóður sem væri að minsta kosti hundrað og fimmtíu þús- und dollarar. Allir kannast við, að þetta er mikið fé fyrir fáa og tiltölulega fátæka Vestur-ís- lendinga en með allmennum sam- tökum er vel hægt að safna þessu fé. Þeir, sem á annað borð hafa nokkurn áhuga fyrir verndun ís- lenzks máls og menningar, gætu ekkert gert sem betur tryggir viðhald þeirra þjóðernislegu verðmæta, hér í álfu, en styrkja þetta fyrirtæki. Hugsanlega verður hækt að byrja kennslu þegar hundrað þúsundunum er náð. Nú hugsar nefndin sér að hafa þá upphæð upp með því að einstaklingar og félög leggi eitt- þúsund dollara fram sem minsta upphæð. Skulu þeir er það gera nefnast stofnendur sjóðsins og innritast nöfn þeirra á stofn- skrána. Eftir það verður leitað til almennings um almenna þátt- töku. Eftir tillögu nefndar þeirrar er af þinginu var kosin til að at- huga málið samþykti þingið að Þjóðræknisfélagið legði tvö þús- und dollara í stofnstjóðinn. Á- huginn virtist mikill á þinginu fyrir málinu enda er það í sam- ræmi við áðurgerðar samþyktir Þjóðræknisþinganna. Vísast til þess í formála nefndar álitsins á þessu þingi. Hin snjalla ræða W. Lindals dómara, um málið flutt á þinginu varð mönnum mjög til hvatningar. Nú er tækifæri að reyna orku sína við kraftatökin. Annað stórmál er varðandi sam- komuhúss byggingu í Winni- peg. Hefur það mál verið lengi nokkuð á dagskrá. Nú hefur hin yngri kynslóð tekið málið til merðferðar og má því búast við árangri. Paul Bardal Jr. er for- maður þeirrar nefndar er um málið fjallar. Skýrði hann frá framgangi málsins fyrir þing- helmi. Það sem fyrir nefndinni vakir er í stuttu máli þetta: — Að húseign félagsins í Winni- peg verði seld og fénu varið til að byggja nýtt og hentugt sam- komuhús fyrir þarfir íslendinga. —LAÐIES— Now—íor the amaz- ing new youthful look have a natural long lasting Perm- anent Wave at the GOLDEN BEAUTY SALON Hairdresser: RUBY ANDERSON Laiwrence School of Beauty Cul- ture, Minneapolis, U.S.A. Permanents, Cream Oil Waves from $3.50, Cold Waves from $4.95 Grey Hair Dyed, bleached Facials, Shampoos No Appointments Necessary LOCATED AT: GOLDEN DRUGS St. Marys' at Hargrave (one block of Bus Depot) PHONE 95 902 Benti nefndin á að ákjósanleg lóð myndi fáanleg fyrir slíka byggingu á Sargent stræti vest- arlega. Farið mun fram á að Góð Templara-reglan selji jafnframt sína byggingu og gangi svo í fé- lagsskap með Þjóðræknisfélag- inu og hin nýja bygging verði sameign þessara félagsskapa. Áætlað verð þessarar nýju bygg- ingar yrði um fimmtíu þúsund dollarar, eftir lauslegri áætlun. Myndi megin af því fé fást ef þessar tvær byggingar yrðu seld- ar. Langtum erviðara yrði að standast kostnað af rekstri og viðhaldi þessarar byggingar en mikið myndi samt hafast upp með leigu á fundarsölum bygg- ingarinnar ef byggingin kemst upp áður en önnur slík samkomu hús verða bygð í vestur bænum. Ef aðrir verða á undan okkur er vonlaust um að láta slíka bygg- ingu bera sig og efasamt hvert I. T. G. samkomuhúsið gæti þá staðist kostnað af viðhaldi og rekstri, gr nýtt og hentugra sam- komuhús væri til samikepnis. Um þörf á slíku samkomuhúsi þarf eki að ræða. Allur félags- skapur finnur til þeirrar þarfar, að eignast sitt eigið Mlags heim- ili. Þessvegna reynir allur fé- lagsskapur að eignast þau, enda er heimillaus félagsskapur eins og heimillaus fjölskylda mjög á flæðisekri staddur. Vonandi kemst þetta þarflega fyrirtæki í framkvæmd með góðri og skin- samlegri samvinnu allra. Það er alveg fullvíst að verði ekki af framkvæmdum bráðlega verða aðrir til þess að byggja slíkt samkomuhús á undan okkur og er þá loku fyrir skotið, að félags- skapur vor eignist nokkurn tíma sitt félagsheimili í Winnipeg. — Mikils má vænta af hinum ungu áhugamönnum er nú hafa beitt sér fyrir framgang þessa máls. Réttmætt er að spyrja, Hvaða gagn gerir þessi bygging? Hún á að vera félagsheimkynni og vingólf vors fólks. Þar verður bóksafn og lestrarsalur. Her- bergi þar sem eldra fólkið getur komið saman og eytt kvöldstund- unum við spil og tafl. Herbergi fyrir smærri fundi. Þar ættu ut- anbæjarmenn að geta hitt vini sína og átt með þeim stefnumót. Þess utan yrði þarna stærri sal- ur fyrir samkomur af ýmsu tæi. Þingið tjáði sig tillögum nefnd- arinnar samþykt og endurkaus nefndina. Er vonandi að henni vel takist. Fjórða máíið er styrkur og fjársöfnun til listnemans Agnes- ar Sigurðson. Hún er nú að ljúka námi. Þetta nám hefur reynst miklu kosnaðarsamara en búist var við í fyrstu. Hef eg áður frá því skýrt og öllum aðstæðum þessa máls. Vel hafa íslendingar brugðist við og yfir þrjú þúsund dollarar hafa safnast en dreng- skapur okkar liggur nú við, að hjálpa henni yfir síðasta og að ýmsu leyti erviðasta áfangan. Er líklegt að úrgreiðist fyrir fram- úrskarandi drengilega hjálp ann- arar listakonu. Þingnefndin í þessu máli lagði til að fjársöfnuninni yrði hald- ið áfram og var sú tillaga sam- þykt í einu hljóði. Þá kem eg að því máli sem helzt til lengi hefur verið látið afskiftalaust af stjórnarnefnd- inni. Það er um minnisvarða fyr- ir hið ágæta skáld og öðling Dry Yeast heldur ferskleika ÁN NOKKURRAR KÆLINGAR Konur sem notað hafa hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast, álíta það beztu gerkökur sem þær hafi reynt. Frábrugðið ferskum gerkökum að því leiti að það má geyma það á búrhillunum vikum saman, en samt vinnur það nákvæmlega eins og ferskar kökur, tafdrlaust tekur það til starfa, lyftist fljótt, framleiðir beztu brauð, kex, kaffibrauð. Pantið mánaðar forða frá kaupmanninum yðar í dag. Notið einn pakka, sem jafngildir einni gerköku, í öllum bakningum yðar. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast Johann Magnús Bjarnarson.. — Fólk í Saskatchewan hefur haft það mál með höndum en engar framkvæmdir hafa í því orðið frá hendi félags vors til þessa. Mál- ið var reifað af fulltrúunum frá Saskatcchewan, Páli Guðmunds- syni frá Leslie og Rósmundi Arnasyni frá Elfros. Skýrðu þeir frá gangi málsins og fram- kvæmdum nefndar fólksins þar vestra. Hefur fjársöfnun gengið allvel en mjög misjafnt hefur það tillag verið sem komið hef- ur fram og frá sumum stöðum alls ekkert. Vonandi sér Þjóðræknis- félagið sér fært að leggja eitt- hvað fram til þessa máls. Var stjórnarnefndinni falið á hendur að sinna því máli svo sem hún telur heppilegast. Nú um nokkur ár hefur þing- nefndin í samvinnu við ísland minnst á, að viðeigandi væri og nauðsynlegt, að bjóða einhverj- um Austur-íslendingi hingað til fyrirlestrahlads. Fyrir dýrtíð og samgöngu erviðléika hefur þó ekki af því orðið til þessa. Eng- in efi, að það myndi mjög styrkja samvinnu milli íslend- inga og glæða áhuga. Vel þarf. samt að velja og virðist ekki um annan- gest að ræða en viður, kendan bókmentamann og rit- höfund, eða þá þjóðfrægan’ fræðimann. Hann þarf að vera maður, eða kona, sem dregur til sín fólk í bygðum íslendinga., Að vanda gat nefndin á þessu þingi um þetta og var stjórnar- nefndinni falið á hendur að at- huga málið. Þetta eru þá þau mál sem! nefndin hefur með höndum auk venjulegra starfa svo sem að ráða ritstjóra fyrir Tímaritið; (I) aðl útbreiðslu og fræðslustjóra; —I (2) að starfa að stofnun háskóla- kennarastóls í íslenzkum fræð- um við háskólann í Manitoba í samræðum við milliþinganefnd- ina um þau mál, (3) að vinna með nefndinni að framgangi málsins um samkomuhús byggingu, (4) að safna fé í styrktarsjóð til Agnesar Sigurðson, (5) að stuðla að framkvæmdum í minnisvarða málinu varðandi J. M. B. og konu hans, (6) að at- huga möguleika á að bjóða ein- hverjum að heiman hingað vest- ur. H. E. Johnson ritari Þjóðræknisfél. INNFLUTNINGUR ÞÝZKS VERKAFóLKS Eitthvað öruggasta einkenni þroskaleysis og lítilmennsku er það að vera alltaf samþykkur meirihluta, hvort heldur er í at- kvæðagreiðslu eða almennings- áliti, einungis af því, að meirihl. segir það. Þroskaleysi sömu teg- undar er það að geta ekki verið með, eða viðurkennt gott mál- efni hjá andstæðingi eða and- stöðuflokki í stjórnmálum. í ætt við þetta er einnig það að níð- ast á hinum sigraða, í orði eða verki, hvort heldur er um ein- stakling eða ófriðarþjóð að ræða. Tíminn benti nýlega á það, hvort ekki væri hagur að því fyr- ir íslendinga að flytja inn þýzkt verkafólk. Mér vitanlega er það eina blaðið hér, sem bent hefir á þá leið. Menn eru að tala um flótta frá sveitabúskapnum, en sjá ekki að orsakirnar til hans eru þær, að atvinnumöguleikarnir eru svo miklir utan sveitanna, að búast má við auðn heilla hreppa og sýsla. Ráðið til að stöðva fólkið, sem enn er þar kyrrt, er aukið vinnuafl þar og ekkert annað, en það fæst naumast nema með því að flytja inn fólk, og sjá um, að framleiðslan nyti starfskrafta þess. Alls staðar er þörfin fyrir hinar vinnandi hendur, bæði á sjó og landi. Það vantar menn á bátana, svo að ekki er hægt að gera þá alla út. Um sveitirnar þarf ekki að hafa mörg orð, — heldur leggja fram þá spurningu hvers virði það væri að fórna nokkrum tugum heimila frá upp- lausn með því að flytja inn þýzk- ar stúlkur. Þýzkt kvenfólk er orð- lagt fyrir nýtni og dugnað, og eina þýzka konu hefi eg þekkt, sem gift var íslenzkum drykkju- manni, sem öllu eyddi, en hún hélt heimilinu uppi samt. Kaup bústýra og vinnustúlkna ætti að vera ákveðið fyrir allt ár- ið, auk fæðis og húsnæðis, og einhverra fríðinda, og yrði fólk það sem kæmi að vera ráðið fyr- irfram og fara strax til sinna væntanlegu heimila. Búnaðarfé- lag íslands þarf að kynna sér samvinnu við ráðningarstofurn- ar, hve mörg sveitaheimili vildu taka stúlkur til ársvistar, og sam- bönd annarra atvinnurekenda að láta í ljós hve mikinn vinnukraft þá vantaði. Að þeim upplýsing-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.