Heimskringla - 21.04.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.04.1948, Blaðsíða 1
jMK \\ We rccommend tot \ \ your approTdl oui "BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. Z We recommend foi i your approral oui i " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO.-LTD. í Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. APRÍL 1948 NÚMER 30. HEIMSKRINGLA OSKAR ISLENDINGUM GLEDILEGT SUMAR FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Gasperi fær 70% atkvæða ftölsku kosningunum lauk s. 1. mánudag með miklum sigri fyrir stjórn Gasperi. Hefir stjórnin um 70% allra aktvæða, en kom múnistar aðeins 30%. Um tölu þingmanna segir ekki í fréttun- um ennþá; á ítalíu eru hlutfalls- kosningar, og úrslit talningar enn ekki komin. En að stjórnin hljóti um tvo þriðju allra þing- manna, er talið líklegt. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og skikkjanlegar, en ætla hefði mátt, af kosningabardag- anum að dæma. Hafi þarna verið háður bardagi milli stefna lýðræðisþjóðahna og • Rússa, er ekki vafi á hvor hug- sjónin hefir unnið. ógeðslegt skrílsæði Það virðist ærið margt fram fara á þessum tímum bæði í borgum og bæjum, sem lögreglan sýnist gefa litlar gætur að. Stór- ir hópar ölvaðs æskulýðs slagsa um götur flestra umhverfa borg- arinnar á öllum tímum nætur, með ámótlegum skrækjum, ribb- aldasöngvum og hávaða, er hlýt- ur að trufla svefnfrið margra, en þó tekur út yfir allan þjófa- bálk, er grafarró hinna dánu er raskað á svívirðilegasta hátt. Kom það fyrir í Brandon ný- lega yfir helgi, að óaldarlýður einhver hafði gert sér það til dægrastyttingar, eða öllu heldur gert sér það að næturgamni, að fara út í kirkjugarð bæjarins, og ráðast á legstaði hinna látnu. Veltu þeir 35 minnisvörðum af undirstöðunum, brutu einn, og stórskemdu flesta hinna. Þarf ekki að taka það fram, að Brand- on búar urðu bæði hryggir og reiðir yfir þessum andstyggilegu aðförum. Er sagt að lögreglan þar láti einskis ófreistað að hafa upp á sökudólgunum, enda væri annað hvort, þótt gangskör yrði gerð að því, að taka hart á, og hegna þunglega fyrir þesskonar svívirðilegt athæfi. Vinnur í Kína-kosningunum Frá Nanking heyrist, að Gen- eralissimo Chiang Kai-Shek hafi verið kosinn fyrsti forseti, (sam- kvæmt stjórnarskrá) eins og bú- ist var við áður. Þjóðþingið veitti Chiang yfirgnæfandi meiri atkvæði, 2,430, en hinum fram- bjóðandanum, forseta dómsráðs- nis Yuan, sem aðeins hlaut 269 atkvæði. Fulltrúatala þjóðþingsins er 3,045, en með sum sætin er mikill vafi enn þá, og sumir fulltrúanna voru f jarverandi. Gaulle hvetur til kosninga Marseille, — Charles de Gaulle hershöfðingi, hvatti nýlega til almennra kosninga á Frakklandi, býst hann þá við að komast til valda, og kveðst ætla að mynda þróttmikið og sterkt ráðuneyti, er fært væri um að standa af sér alla hættu, er steðjaði að frá Rússlandi. Samhliða þessu lýsir Robert Schuman, forsætisráðherra, og pólitískur andstæðingur de Gaulle, því yfir, að hann ætlaði að fara fram á við stjómina, að hún myndaði nýja herlagadeild, (kerfi) vegna allrar hinnar ó- stöðugu og breytilegu alheims- afstöðu. Mr. Schuman gaf engar skýringar á þessum fyrirætlun- um, en sagði að þær myndu ekki kosta landið nema þá allra minsta fjárupphæð, sem nauðsynleg væri til að komast af með. Ungbarni misþyrmt í Denver Col. kom það nýlega fyrir, að móðir misþyrmdi svo fimm mánaða gömlu barni sínu af því það vildi ekki renna nið- ur þorskalýsi, að búist er við að það verði ef fíl vill andlegur Þrotabúsyfirlýsing öryggisráðsins Samþykt um afnám dauðahegningar Það er augljósara og kunnara en frá þurfi að segja, að Bretarj hafa löngum þótt, og þykja enn, með afbrigðum fastheldnir við aldagamlar venjur, reglur og lög Sérstaklega hefir því verið við- brugðið, hversu lengi þeir hafa haldið hinum ægilegu dauða- dómslögum í gildi fyrir morð- glæpi, og hve aðferð sú, er þeir hafa notað öldum saman, og nota enn til þess að framfylgja dauða- dómum, er óhugnanleg og and- styggileg sem sé hengingar að- ferðin. Það bendir því ótvírætt á, að breyttur hugsunarháttur þings °g þjóðar sé að ryðja sér til rúrns 1 þessum efnum, að gengið var til atkvæða í neðri deild þingsins á Englandi í síðastliðinni viku, og samþykkt að afnema dauðahegn- mgu fyrir morð, um 5 ára reynzlutímabil. Náði það fram að ganga með ^45 þingatkvæðum gegn 222. Ef frumvarp þetta verður að 'ógum, verður hengingar-lífláts- ^órnum aðeins framfylgt fyrir 'andráðaglæpi og sjóránskap, — P^racy. — Frumvarpið verður nú agt fyrir lávarðadeildina. Talið er, að flokkadráttar hafi ekki gætt við atkvæðagreiðslu þessa, þar eð Attlee forsætisráð- herra geriddj atkvæði á sama hátt og formaður mótstöðuflokksins, Winston Churchill; voru þeir báðir í minni hluta. Sagt er, að úrslit atkvæða- greiðslunnar hafi valdið hinni mestu gleði í þingsalnum meðal þeirra, er með afnámi dauðadóms börðust, en ritari innanríkismála Chuter Ede, er lagt hafði að stjórninni að halda við lífsláts- dómum, var daufur yfir ósigrin- um. Kvað Ede eigi kominn tíma til þess að afnema dauðahegningu. Sagði hann að hin fáliðaða lög- regla Breta, er óvopnuð væri, ætti í vök að verjast við vopnaða illvirkja, og glæpsinnaða og harðsnúna óaldarflokka oft og tíðum. Úrskurður neðrideildár í máli þessu, var mikill sigur fyrir hina svokölluðu "back-benchers", 173 þingfullrtúar greiddu ekki at- kvæði, meðal þeirra voru Sir Stafford Cripps, kanslari fjár- málaréttarins, Sir Hartley Shaw- cross, ríkislögsóknari ; Ernest Bevin, ritari utanríkismála, og ritari nýlendna, Arthur Creech Jones. Fyrir löngu síðan hefði örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna mátt vita, að það myndi verða hverju ráðþingi sem er ofvaxið að gera fullnaðar úrskurð um, eða ráða til hlítar fram úr deilumálum Gyðinga og Araba í Palestínu, eða slökkva þá haturselda sem þar brenna. Er það og líka kom- ið ljóslega á daginn, að þótt S. þjóð., með öryggisráð sitt og aðr- ar úrskurðarvalds-deildir, sitji á rökstólum svo kl.tímum skiftir í einu, vikurnar og mánuðina út, þá hafa fulltrúar öndvegisþjóða heimsins svokallaðra, hvorki vilja eða næga fórnarlund til þess að nokkuð verði að sam- komulagi, eða nokkurt vandræða- mál heimsins útkljáð, svo í nokkru lagi sé. Hefir nú öryggisráðið, eins og vitað er, setið yfir þessum ófögn- uði, Palestínumálinu, langa tíð, og nú nýlega gengið til atkvæða um að skipa vopnahlé — kref jasí stundarfriðar — ef ekki varan- legs friðar. Gekk sú atkvæða- greiðsla þannig, að 9. voru með, en engir á móti. Rússar oer Ukraine, eða þeirra fulltrúar sáfu þó hjá, og humm- uðu fram af sér að greiða at- kvæði. Friðartillaga sú, eða öllu heldur valdboðskipun öryggis- ráðsins, sem beint er bæði til Gyðinga og Araba, er í 6 liðum: 1. Að stöðva, eða taka fyrir með öllu, allar hernaðaratlögur og ár- ásir, hermdarverk og eyðilegg- ingu. 2. Að koma í veg fyrir, og hamla því á allan hátt, að nokkrum hersveitum sé leyfð innganga í Palestínu, nokkrum ófriðar- flokkum eða einstaklingum neinnar tegundar. 3í Algert bann við því, að flytja inn í landið eða leggja því lið að inn séu flutt, nokkur vopn eða hernaðartæki, af nokkurri teg- und. 4. Bann við því, að reyna með nokkrum hætti að hafa stjórn- málaleg áhrif á þá framtíðar- stjórn í Palestínu, er skipuð yrði — áhrif — er spiltu eða skygðu á rétt eða afstöðu hvors ríkisins um sig. 5. Styðja að allri samvinnu og aðstoð við lögskipuð umboðs- yfirráð, til þess að halda uppi lögum og reglu, sérstaklega hvað nauðsynlega flutninga snertir, samgöngur, heilsufar, hreinlæti og matvæla og vatnsforða. 6. Varast alt það, er eyðilagt gæti eða stofnaði hinum fornhelgu stöðum Palestínu í hættu, og gera ekkert það, sem hamlaði á nokkurn hátt aðgang að hinum fornu helgidómum þeim, sem hefðu rétt til, og vildu fara þangað til þess að biðjast fyrir. Rússar mótmæltu þriðja og fjórða liðnum, en notuðu ekki neitunarvaldið að þessu sinni. Er nú eftir að vita, hvort þess- ar lagaskipanir og afskifti í máli þessu, verða nokkuð aðfara- sælli og happadrýgri en aðrar þær ráðstafanir, sem S. þjóð., hafa gert í liðinni tíð, Palestínu viðvíkjandi. 82 Ara aumingi. Hafa læknar á almenna sjúkrahúsinu í Denver sent út beiðni, eða áskorun til almenn- ings um afar fágæta blóðtegund, "O" type, R. H. negative", er mætti verða dreng þessum, Will- iam Terrell, Jr. til bjargar lík- amlega og andlega, ef mögulegt verður að finna það. Hefir þessi illverknaður móð- urinnar vakið afar almenna at- hygli. Harmsögu þættir Þessir örfáu drættir úr harm- leikssögu Lithúaníu, eru teknir úr blaðinu "The Lithuanían Weekly". Það er lítið vikublað, sem prentað er í London, og dreift út á meðal 5,000 Lithuan- íu-fólks, sem útlagar eru á Eng- landi. Er þetta sérstaka eintak blaðs- ins helgað minningu 30 ára sjálfstæðisafmælis landsins, þar sem það var 16. febrúar, 1918, að Taryba við Vilna lýsti því yfir, að Lithuania væri frjálst lýð- veldi. Á forsíðu minningarblaðs þessa, er mynd af Mindaugas, sem á 13 öld var landsins fyrsti einvaldskonungur, og einnig er þar mynd af Mr. Smetona, sem á tuttugustu öldinni var fyrsti lýð- veldisforseti Lithuaníu. Þessar tvær myndir veita hina fylstu og ömurlegustu skýringu á hinu hverfula frelsi og sjálf- stæði þessa ógæfusama lands. Óhamingjan og frelsisbaráttan hófust árið 1386, þegar konung- urinn, eða stórhertoginn í Lith- uaníu giftist Jadvíga, drotningu Póllands, og kom með því á stofn konunglegu og stjórnarfarslegu sambandi tnilli þessara tveggja landa. Sambandið við Pólland hefir A. S. Bardal frá öndveðru reynst Lithuaníu ó-, heillaríkt. Má rekja það eins og rauðan þráð gegnum alla söguna. Flækti það Lithuaníu inn í skiftingarnar árið 1772, 1792 og 1795. Pólverjar stofnuðu heiðri að- alsins í Lithuaníu í hættu, í deil- um sínum og uppþotum 1830 og 1863. í fyrsta þýzka stríðinu varð einkennilegt hlé þegar yngri með limur, (arfþegi) Wuertemberg konungsættarinnar þáði ríkis- stjórn í Lithuaníu, með nafnbót- inni Mindanove II. Hinir þýzku nationalistar, sem höfðu allan hug á að innlima' Lithuaníu algerlega, gerðu skjót- an endir á þessu æfintýralega tímabili, og þröngvuðu Rúss- landi, við Brest Litovsk til þess að afsala sér öllum réttindum og valdi yfir þeirra fyrverandi fylki. Var það þá, árið 1918, að því var lýst yfir að Lithuanía væri frjálst lýðveldi, og höfuð- borg landsins væri Kovno, og að landið, ásamt hinum öðrum Balk- anríkjunum, fengi full réttindi í Alþjóðasambandinu, (League of Nations). En sjálfstæði þessa marg- hrjáða lands, sem ávalt virðist hafa verið bitbein og fórnarfé allra uppreisna og byltinga, ent- ist aðeins um tuttugu og tveggja ára skeið. Arið 1940 lenti þjóðin aftur í undirokun, ef til vill verri og þungbærari en nokkru sinni áð- ur. Einn af samsýslungum þeirra Þorgeirs Ljósvetninga - goða, Finnboga rama og Ófeigs í Skörðum, er hér vestra býr, er 82 ára á morgun. Hann heitir Arin- björn S. Bardal og kennir sig við dalinn, sem hann er fæddur í heima á íslandi, þó fimm ára gamall færi þaðan — Bárðardal í Þingeyjarsýslu. Á íslandi var Arinbjörn samt á ýmsum stöðum fram að tvítugu, en kom þá vestur um haf. Þó margir, muni þá eftir honum, sem einum hinum efnilegasta og ásjá- legasta í hópi jafnaldra sinna og spriklandi af f jöri, munu þeir nú spyrja hvernig hann beri aldur sinn. í stuttu máli munu fáir hafa gert betur og í glímunni við Elli, er enn alveg óséð hvernig fara muni. Arinbjörn hefir lítið breyzt, hann gengur enn tein- réttur og rösklega fram, eða eins og þeir er betur gera á aldrinum milli fimtugs og sextugs og að því er fjör og lífsgleði snertir, er hann enn á æskuskeiðinu, fullur af ærslum og allskonar brellum eins og versti skólastrákw, ef hann fær komið einhverjum til að hlægja með því. Það er auðvelt að sýna og sanna þetta með því að koma á fund eða eiga tal við Arinbjörn. Lífsgleðin er vöggugjöf hans. Hann hefir ekki komist yfir hana af því, að mulið hafi verið undir hann, fremur en aðra hér á fyrri árum. Hann mokaði kol, vann á járnbrautum, þreskti korn, hjó skóg, á fyrri árum. Eitt sinn lá hann úti í blindbyl og hörku- frosti í 24 klukkustundir og sak- aði ekki. Nei, Arinbjörn hefir ekki öðlast lífsgleði sína af hóg- lífi, sem hann hefir átt við að búa. í félagsmálum bæði íslendinga og þessa þjóðfélags, hefir Arin- björn ekki hlíft sér, hvort sem þar hefir um vinnu eða f járstuðn- ing veríð að ræða. fslenzku stúk- urnar og kirkjurnar gætu bezt um það borið. í þágu bindindis- málsins hefir hann farið nokkrar* ferðir á eiginkostnað til Evrópu á hástúkúþing. Hann hefir og verið um tugi ára störtemplar í Manitoba og Norðvesturlandinu, og lagt fé og tíma þar í ferðalög. Og fátæka einstaklinga hefir hann aldrei látið ógladda frá sér fara er til hans hafa leitað. Alt þetta og ótal margt fleira, sem ekki gefst tími til að minnast á, kemur samtíðarmönnum Arin- björns í hug á afmælisdegi hans. Átta árum eftir að hann kom til þessa lands, eða 1. febrúar 1894, stofnaði hann útfararstofu og hefir rekstur hennar verið að- alstarf hans síðan. » Frá síðustu árum Arinbjarnar mætti á ýmislegt minnast, er svipar til æfintýra hans ýmsra á fyrri árum, og sem sýnir hvernig hann ber aldur sinn. Á síðast liðnum vetri, braut hann í sér nokkur rif við "curl- ing"-leik og lá 5 vikur á sjúkra- húsi. Bjuggust nú flestir við, að þessum leikaralátum hans væri lokið. En hvað skeður! Arinbjörn er ekki fyr kominn á fætur, en hann byrjar á nýjan leik *að "curla" og tekur áður en vetri lýkur bikar að sigurlaunum — af mönnum sem honum voru mik- ið yngri og sumir á hátindi æf- innar. Annað dæmi um þetta ódrep- Framh. á 8. bls HITT OG ÞETTA Áhald nokkurt, sem nefnt hef- ir verið "drunkometer" er upp runalega var fundið upp og not- að til þess að sakfella ölvaða öku- menn, er orðið algeng til notkun- ar í iðnaðarstofnunum Banda- ríkjanna, til þess að vinsa úr drykkfelda verkamenn. Slíkir menn fara oft til verks drukknir, og valda allskonar slysum, sam- kvæmt framburði. William H. Stephenson, Red Bank N. J., er fundið hefir upp þessa drykkju- prófs-vél. Er hún sögð tiltölu- lega einföld. Er byrjað á því, að láta þann, sem grunaður er um að hafa verið að þjóra, blása upp gúmmí-blöðru, (rubber baloon). Andardrátturinn, eða það, sem hann hefir blásið inn í belginn, er því næst leiddur inn í slöngu, er hefir inni að halda uppleysing- arefni, (sulphuric acid og potass- ium permangante) sem hefir dökkan purpura lit. Ef of mikill vínandi er í blóði þessa sem rannsakaður er, breyt- ir uppleysingarefnið lit, og verð-' ur ljósbrúnt. — Og svo er nú það! • Vísindamenn og sérfræðingar við Northwestern-háskólann Chicago, hafa fundið upp eitur, sem er svo kraftmikið og bráð- drepandi, að f jórar únzur ag því, settar í vatnsforða borgar, sem teldi 70,000 íbúa, myndi drepa hvern einn og einasta þeirra. Dr. Robert K. Summerbell, — forseti efnafræðisdeildarinnar við háskólann, hefir sagt, að eit- ur þetta sé einhver hin banvæn- asta, og jafnframt einfaldasta samsetning, sem enn þekkist. Kjarni þess er einhvert leyni- efni úr skelfiski úr Kyrrahafinu. • Samkvæmt eftirfarandi sögn- um, sverfur húsnæðiseklan ekki síður að almenningi á Englandi, en víðast hvar annarstað um heim á þessum tímum. í Margate Kent, tjáði James Younger, 30 ára að aldri, leigueftirlitsnefnd, að öll fjölskylda hans, 5 manns, yrði að sofa í einu breiðu rúmi. Nefndin er sagt að hafi lækkað húsaleigu hans úr $8.00 niður í $3.00 á viku. Leigjandi í Ivers, Bucking- hamshire, kvartaði um það, að annar leigjandi svæfi í ganginum fyrir utan herbergisdyr sínar, og að nóttunni, þegar hann væri að fara í rúmið, gerði hann sér ó- næði, þegar hann hringlaði í kopaprpeningum, sem hann tæki úr vösum sínum. Og í London var dómari beð- inn að skera úr því, hvort heldur gömul hjón, er nutu ellistyrks, eða nýlega gift ung hjón, er neyðst höfðu til að búa^ sitt í hvoru lagi, ættu rétt á einhverju sérstöku húsnæði. Dómarinn, sem var 72 ára gam- sll, dæmdi ungu hjónunum íbúð- ina með þeim ummælum, að land- ið tilheyrði hinum ungu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.