Heimskringla - 28.04.1948, Side 6

Heimskringla - 28.04.1948, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRÍL 1948 NÝJAR LEIÐIR I, . ---------- ----------------- “Ófrið, eg get ekki nefnt það orð auðvirðilegu nafni! Mr. Hickok. Af mörgum ástæðum verð eg að ná þeim manni dauðum eða lifandi. Og þu heldur sjálfsagt eg sé líka ruglaður er eg segi, að eg vil umfram alt ná honum lifandi. Hann er meira virði fyrir Texas, lifandi en dauður. Þetta er þannig, að friðurinn í Texas og endir allra ránanna þar, hvílist á því, að eg flytji þennan mann með mér lifandi, en ekki dauðan.” Hickock horfði á hann um hríð án þess að segja neitt. “Þú hefir víst orðið að skjóta stundum?” “Mörgum sinnum. Eg hefi orðið að hand- taka menn í Gonzales, þar sem eg er sýslumaður, og einnig sem löggæslumaður ríkisins.” Hickock hristi höfuðið og ýtti frá sér glas- inu, sem hann hafði varla smakkað á. “Það er til lítils að handtaka slíka bófa. Það er ekki nema einn vegur til í aðferðinni við þá.” McMasters sagði honum nú frá samningum Griswolds ofursta og Guluhandar og lýsti bar- daganum við Rudabough þá nótt. “Við dráppum marga þeirra þá nótt,” sagði hann. “Eg held ekki að Rudabough hafi fleiri en tvo sína hraustustu skálka eftir — Baldy Col- lins og Ben Eastill. Hann náði í Ben í Cald- well. Hann fær sér sjálfsagt fleiri við Missouri landamærin. Hann hefir elt hjörðina okkar alla leið síðan við fórum að heiman, líklega þúsund mílur, og hann gefst ekki upp, ef nokkur leið er að halda áfram. Eins og eg hefi sagt þér, er það nauðsyn hans og áhugamál að eyðileggja hjörðina. Komist hún vel fram og fréttir um það berist til Texas í sumar, endar draumur hans um ódýr naut og ódýrt land. Alt Texas vaknar Þú sérð nú hversvegna eg vil handtaka Ruda- bough lifandi, sé það hægt.” “En hversvegna leitar þú þá til mín? Eg á ekki heima í þessum bæ, þótt eg kannske flytjt hingað síðar. Auk þess er það ekki mér til listar lagt að handtaka menn lifandi.” Á enni Bills Hickocks komu hrukkur. Hann var að hugsa um eitthvað. “Eg hefi enga trú'á að taka menn lifandi.” “Mig langar ekkert í neinn þeirra lifandi nema Rudabough,” svaraði McMasters. “Eg hefi ekkert handtökuleyfi, og get ekki fengið neitt, og hefi engan tíma til að flytja fram kæru á hendur honum. Eg gæti ekki sannað að hann hafi drepið hjarðmennina á gömlu Shawnee slóð- inni. Eg hefi enga handtökubeiðni og enga skip- un til að krefjast þess, að hann sé framseldur. Alt sem mig langar til er að ná í hann. “En eg get sannað að hann myrti tvær Indí- ánakonur í Arbuckle fjöllunum. Hvítir menn hafa ekkert dómsvald þar, og í Kansas er það enginn glæpur að drepa Indíána. En hér verður ekkert farið eftir reglunum, verði hann nokkurn- tíma dreginn fyrir rétt Comanchanna, en það er sá réttur, sem eg ætla að draga hann fyrir! Það er það, sem Griswold vill, og hann vill þetta vegna þess, að það kaupir frið við Comanchana. Skilur þú það ekki? Það þýðir, að þeir fara út úr Texas og setjast að á ákveðnum svæðum. Það opnar allar leiðir. Þá er hægt að fara yfir Rauðá miklu vestar, er gripa bændurnir vita, að þeim sé óhætt fyrir Indíánum.” “Nú skilur þú Mr. Hickok hversvegna eg vil ná Rudabough lifandi. Þessvegna kom eg til Abilene. Eg heyrði, að þú værir hérna, og eg hugsaði, að Rudabough mundi kanske koma hingað. Ef þú sérð ekki um löggæsluna hérna, verða engin lög hér í Abilene.” Hickok þagði um hríð. “Jæja,” sagði hann loksins, “eg býst við að það sé almennings skoðun, að eg eigi að halda við lögum og reglu hér. Hjálpi eg þér nú til að taka Rudabough fastan hér í Kansas, þá hjálpa eg til að viðhalda frið og lögum í Kansas. Og langi þá til að fá mig fyrir lögreglustjóra hérna, þá væri kanske réttast, að eg gæfi þeim sýnis- horn af því hvernig eg starfa. Hver einasti lög- reglumaður í heimi ætti að hjálpa lögreglumanni frá Texas.” "En heyrðu nú, vinur minn. Þegar tveir« menn hjálpast að í svona fyrirtæki, leggur hvor þeirra um sig líf sitt í hendur hins. Oftast nær treysti eg sjálfum mér bezt fyrir því. Ertu gift- ur?” “Nei.” “Ertu góður að skjóta með skambyssu?” “Já.” Hickok reis úr sæti sínu og lét glasið standa ósnert. “Við skulum ganga út,” sagði hann. Þeir gengu út og litu upp og niður eftir götunni. Fjörutíu álnir í burtu hékk auglýsinga- spjald hátt yfir gangstéttinni. Danssalur og “Saloon” (vínsöluhús). “Eg ætla að hæfa “óið” hægra megin,” sagði Hickok rólega. Allir menn í hernum að Hickok meðtöldum voru beztu skytturnar í vesturlandinu, hvort sem þeir notuðu skambyssu eða riffil. Hann hóf nú aðra skambyssuna og skaut sex skotum í óið með ótrúlegum hraða. Síðan stakk hann vopninu gætilega í slíðrið. Hann leit ekki á spjaldið. Hann vissi hvernig farið hafði. “Þetta var laglega af sér vikið,” sagði Mc- Masters með hreinskilnislegri aðdáun. “Ekki hefir verið logið af skotfimi þinni. Stundum efast eg um sögur af skotfimi manna, þangað til eg sé það sjálfur.” “En hvernig er þinn orðstýr?” spurði Hick- ok. “Eg er ekki vanur að skjóta til að sýna leikní mína. Eg vil ekki að neinir viti um hana.” “Ekki eg heldur, en frægð mín á þessuro. sviðum er engin, svona langt norður frá.” “Nú, vinstra “óið” bíður. Getur þú séð það, sem eg skaut á?” “Fullkomlega,” svaraði McMasters brosandi. “Þú sérð vel. Getur þú hitt það með einu skoti út úr sex?” “Eg get hitt það sex sinnum með sex skot- um.” “Heldur þú það?” “Eg held ekkert um það, eg veit það.” “Byrjaðu!” sagði Hickok þurlega. Augnablik stóð McMasters gagnvart skot- markinu með báðar hendur á hinum þungu skambyssum sínum, er var svona undarlega fyr- irkomið, og hefir gengið í munnmælum suður frá eftir hans dag. Hickok sá ekki hvora skam- byssuna hann valdi, vegna þess að hann horfði á spjaldið. En skambyssa var nú í hægri hendi McMasters. Og ennþá einu sinni gullu við sex skot með reglulegu millibili. Þegar hér var komið hafði hópur manna safnast saman á götunni til að sjá þessa nýstár- legu sjón. Bill Hickok sá sex kúlurnar í hnapp, sumar höfðu hitt þær, sem fyrir voru, og klofið þær, en engin þeirra snerti röðina á stafnum. Hann horfði forvitnislega og rannsakandi á þennan mann, fyrsta manninn, sem nokkru sinni hafði reynst hans jafnoki í skotfiminni. And- litið hafði breyst. Það var eins og sviplaus gríma. Hickok horfði á grímuna eitt augnablik með athygli. í henni sá hann sitt eigið andlit. Hann lagði hendina á öxl McMasters. “Horfið vel á hvað við gerðum við spjaldið þarna, piltar,” sagði hann við hinn forvitna hóp. “Það sjáið þið víst aldrei neitt betra á þessum sviðum. Eg og þessi maður ætlum að sjá til þess, að friður verði hér í Abilene. Hann er vinur minn og aðstoðarmaður.” “Halló, hvað er nú á seyði?” sagði hann. Hópur manna kom frá suðurjaðri bæjarins. Sá sem- auðsæilega var leiðtoginn, stansaði oft og talaði mikið, og honum var svarað með háum húrra ópum. “Hver er þetta?” spurði Hickok hlægjandi. “Fleiri villimenn frá nautaslóðunum?” Þetta var McCoyne, sem nú útskýrði fyrir fólkinu í Abilene, að hann í raun og veru hefði mætt og orðið samferða raunverulegri nauta- hjörð, sem væri raunverulega komin til Abilene. Og væri nú hinumegin við Salomons ána, ekki langt frá bænum. Þetta voru sannarlegar fréttir þeim Mc- Masters og Bill Hickok. McCoyne var alt of æstur til að þekkja nokkurn mann, gat ekki munað eftir McMasters, sem hann hafði ekki séð nýlega, og aldrei þekt hann vel. “Hyerið þið piltar,” sagði hann, “eg er með- eigandi í “Erninum”, helztu vínsölukránni hérna — það var kráin, sem lagt hafði þeim Bill og McMasters til skotspóninn fyrir skömmu síðan, og varð það þegar frá leið góð auglýsing fyrir staðinn. “Farið þið nú og safnið nú saman hljóð- færasveitinni og sjáið eftir hvort þeir eru nógu allsgáðir til að spila á hljóðfærin. Látið þá verða á svölum hótelsins eftir eins og einn klukkutíma. Þegar eg kem með hjörðina og við erum beint fyrir framan gisiihúsið, geta þeir byrjað að leika á hljóðfærin. Við verðum að sýna þessu að- komufólki, að bærinn okkar sé lifandi. En vel á minst, eg breyti nú nafninu á Erninum og kalla hann “Stjörnuna”, merki Texas ríkisins. Komið nú og fáið ykkur í staupinu með McCoyne, for- seta gripaverzlunarinnar í Abilene.” Eins og undir áhrifum einhverra töfra, þusti fólkið út úr torfkofum sínum og tjöldum og óhefluðu timburhjöllunum. Frumbyggjarar, landnemar, menn sem veiddu vísunda til að selja húðirnar, spilafuglar, þjófar, kaupmenn, gripa- kaupmenn og borgarar. Þetta var bær, sem taldi aðeins hundrað íbúa. Þeir fyltu krána, og margir söfnuðust fyrir utan. Ófágaðir menn — í ófáguðu umhverfi. Og í kring um þá var alt óbygð og öræfi. Blár himinn, með hvítum skýjum hvelfdist yfir höfðum þeirra, og yfir hinu endalausa grashafi sléttunnar. Grasið óx alstaðar inn á milli hús- anna í Abilene. Viltu blómin kinkuðu kollunum í sumarblænum. Þarna hafði aldrei arður rist svörð. Þessir menn, ófágaðir eins og þeir voru, voru brautryðjendur nýs ríkis, sem ennþá sást ekki út við sjóndeildarhringinn. Hickok og McMasters gengu ekki nema að útjaðri hópsins. Hickok virtist nú, eins og hann í raun og veru var, alveg hugfanginn af slétt- unni. “Þetta er fallegt,” sagði hann og benti. “Ekki fellur mér að hugsa til að þetta eigi alt fyrir höndum að breytast.” Þunglyndisblær sást á svip hans. “En auð- vitað breytist það, og það bráðlega,” sagði hann “og eg hefi átt hlutdeild í því.” Þetta sagði hann án nokkurs stærilætis, rétt eins og hann væri að tala um eitthvað, sem gerst hefði endur fyrir löngu. Enginn vígamaður bjóst við að verða langlífur. Inni í kránni stóð McCoyne upp á stól og talaði fyrir lýðnum. “Þessir aðkomumenn eru einkennilegir út- lits. Þeir hafa enga vagna, aðeins fáeinar kerr- ur, og ganga fjórir uxar fyrir hvorri. Enginn lifandi maður í öllum hópnum er í heilum bux- um, eða með almennilegan hatt á höfðinu. Hvern morgun, þegar einhver þeirra fær sér hest, fær hann þann hest, sem snaran hans fellur yfir, og honum verður hann að ríða allan daginn, ætli hann að fylgjast með. Uppi á annari kerrunni er bardaga hani, og þeir segjast skuli veðja allri hjörðinni, að þessi hani sigri, sé honum att móti öðrum hana — og nú höfum við ekki einn einasta hana í allri Abilene. Þeir segjast skuli veðja hverju sem er, að þeir hafi bestu hestana í Kan- sas. Enda er ekki sá hestur til í heimi, sem þeir geta ekki riðið. Þeir segjast hafa mann, sem þeir skuli veðja um, að sé besta skyttan, sem til sé.” “Þeir eiga víst við Vilta Billa,” sagði rödd í hópnum. “Nei, hann heitir McMasters — Dan Mc- Masters. En hann er ekki með þeim núna. Auk alls þessa hafa þeir eitt ennþá. Þið gætuð aldrei getið til hvað það er. Það er stúlka!” “Æ, hvaða lýgi er þetta!” sagði einhver. “Jú, þetta er satt. Ung stúlka þar ofan í kaupið, og fallegri en nokkur mynd, sem þið hafið séð í nokkrum ramma. Hún á alla hjörð- ina. Hún er eins rík og hún er fögur. Hún heit- ir Lockhart. Miss Lockhart frá Caldwell-sýslu í Texas, en ekki Coldwell í Kansas, herrar mínir. Hún á stórbúið Sólbakka þar suður frá. Þeir hafa alið upp þessa hjörð sjálfir á búinu; eða það segjast þeir hafa gert. Piltar, við skulum drekka skál Miss Lockhart, fallegustu stúlk- unnar,í heimi, og hinnar fyrstu til að koma með hjörð hingað!” Tveir menn meðal áheyrenda hans í hópnum gengu þegjandi út. Hinn tilvonandi lögreglu- stjóri í Abilene og fulltrúi hans. 38. KAPÍTULI Hinar síðustu tvö hundruð mílurnar af leið- inni frá Texas, var æfi hjarðmannanna ekki eins viðburðarík og oft endranær á þeirri löngu leið. Gripirnir voru nú svo vanir við hina daglegu göngu, að þeir sýndu enga óþægð lengur. Þeir fóru auðveldlega yfir smáárnar, og síðasta stór- fljótið varð enginn farartálmi; því að þarna við Arkansas fljótið hafði vegagerðar maðurinn, Jesse Chisholm, rutt leiðina. Hann hafði bygt þarna flatan bát, sem hann sjálfur notaði, og Sólbakka mennirnir notuðu nú. Þetta voru alt jafnar dagleiðir eftir að kom norður fyrir fljót- ið. Bylgjandi slétta, sem var svo falleg, að henn- ar líka höfðu þeir aldrei séð, og víða hefði mátt leita jafn fagurs lands í öllum Vesturheimi. En þegar þeir komu að Salómons-fljóti, skamt frá Abilene, komu þeir að fyrstu brúnni á allri leiðinni. Þessi brú var úr timbri, bygð í bestu meiningu, en af mönnum, sem ekki vissu neitt um skapgerð nautanna frá Texas. Brúin dugði vel fyrir kerrurnar, en hjörðin vildi ekkert hafa með hana að gera og var fastráðin í því, að synda ána, eins og hún hafði svo oft gert áður. Er komið var yfir þessa síðustu á, fékk McCoyne mennina til að staldra við, á meðan hann færi inn í bæinn til að undirbúa ýmislegt til að veita þeim móttöku. Bað hann Nabuors að koma síðar með hjörðina. í fáein örlagaþrungin augnablik stóð postuli Abilene á götunni og starði í suður. Loks veifaði hann hattinum. “Þarna koma þeir!” æpti hann. Tárin streymdu niður vanga hans, sem sennilega stöfuðu af brennivíninu, sem hann hafði þambað. En samt voru þetta ekki fyrirlit- leg tár. Hann hafði spáð og sá nú spádóm sinn rætast. Þarna var raunveruleg hjörð komin! Rykmökkur nálgaðist fyrir sléttuvindinum. Eftir stundarkorn sást broddur hjarðarinnar er hreyfðist áfram, eins og haf af löngum hornum í endalausri breiðu. Fréttin barst fljótt og krárnar tæmdust. Allir í Abilene komu út til að bjóða þessa gesti velkomna. Þeim fanst þetta mikill viðburður. En enginn þeirra á meðal, jafnvel ekki þeir, sem framsýnastir voru, dreymdi um, að þessi viðburður réði neinum aldahvörfum í amerísku þjóðlífi, fremur en flest annað, sem gerst hafði. Menn hefðu hlegið að þeirri staðhæfingu, að þetta ár yrðu 30 þúsund gripir reknir norður frá Texas, 75 þúsund næsta ár, og að Texas ríkið mundi árlega senda meira en eina miljón nautgripa norður ár hvert. Á undan hjörðinni og meðfram henni riðu ræfilslega búnir menn á litlum og stefklegum reiðhestum, þeir voru hávaxnir menn, sinasterk- ir og hirðuleysislegir í látbragði, skeggjaðir og síðhærðir. Söðlar þeirra höfðu tvennar gjarðir, voru breiðýj og söðulhornin lág, síð löf héngu niður um fætur reiðmannanna. Hver maður hafði mjóa leðuról, eða snöru, um söðulhorn sitt, en um mittið belti með þungri skambyssu í. sumir höfðu riffla í hulstri, sem hékk niður eftir söðlinum. Þeir mjökuðust áfram með jöfn- um hraða, augu þeirra lýstu forundrun en ekki ótta. Langt á eftir hjörðinni komu hinar tvær kerrur með hvítum tjöldum yfir. í ekilssæti ann- arar kerrunnar, sat svört kona með langhleypta byssu á hnjánum. í hinu sat gömul kerling, þel- dökk og hrukkótt og gáði vel að því sem hún starfaði að en skifti sér ekki af öðru. Tjaldið á fyrri kerrunni var vel byrgt. Ux- arnir, sem drógu hana fylgdu riddurunum, sem á undan riðu — gamall maður, hrukkóttur og þeldökkur með kollháan hatt á höfði, reið á undan kerrunni. Baðmullar fötin hans voru lé- leg og sjálfur var hann magur og hesturinn hans líka. Á söðulhorni hans sat eitthvað, sem virtist vera fugl, fjaðrir hans glitruðu í sólskin- inu. En illa var hann útleikinn, fjaðrir skorti í vængi og stél og kamburinn hékk máttlaus út á hliðina; ,en þrátt fyrir það sperti hann sig við og við upp og gól hátt eins og hann væri að syngja fram hólmgöngu áskorun. Stundum strauk Sanchez gamli með grannri, brúnni hend- inni um hanann. Gallina var einn á lífi af öllum hænsnahópnum. Á bak við þessa kerru rann söðlaður hestur, gulur á lit, með hvítri rönd niður lendarnar. Hann hafði fagurt höfuð. Hann fetaði létt og lit- aðist árvakur til beggja hliða. Þetta hefði vel getað verið circus-sýning, svo óvenjuleg var hún áhorfendunum. Fremst, sinn hvoru megin hjarðarinnar, riðu tveir hraustir menn, sem aldrei töluðust við. Á eftir þeim, með löngu millibili, komu aðir menn, er hver sá um fjögur til fimm hundr- uð nautgripi, óg seinast allra komu eftirlegu- kindurnar, veikar skepnur eða haltar. Á eftir öllu komu hestarnir, þeim stýrði ræfilslegur drengur, búinn einu reiðbuxunum, sem til voru í þessari ferð, vegna þess að buxurnar hans sjálfs voru of rifnar til að nokkur mætti sjá þær. Á allri æfi sinni höfðu ekki nautgripirnir frá Texas séð eins stóran bæ og Abilene. Það þurfti fjórðung stundar til að koma þeim til að ganga inn í bæinn. Eins og McCoyne hafði sagt gátu ekki kvíarnar rúmað allan þennan fjölda, þessvegna kom þeim saman um að reka nautin í gegnum bæinn, og stöðva þau svo mílu eða tvær fyrir utan hann, Nabours veitti samþykki sitt til þessarar innreiðar í borgina, bara til áð þóknast hinum vingjarnlega McCoyne. Hann reið að fremri kerrunni og laut yfir hana. “f hamingju bænum, Miss Taisía, seztu á bak Blancocito, seztu á bak og ríddu á undan þinni eigin hjörð!” En Taisía var ekki hrifin af þessari við- höfn. Hún sat við sinn keip að aka í lokaðri kerrunni. Hún horfði út um svolitla rifu. Þarna sást fjöldi karlmanna, en ekki ein einasta kona. Er hjörðin kom loksins inn á strætið elti hún ríðandi mennina, sem voru á undan. Þeir komu á móts við gistihúsið. Þá varð hástig jaessarar at- hafnar; þarna á svölunum var hljóðfærasveit bæjarins. Skyndilega heyrðist skerandi hljóð —• hræðilegt vegna afleiðinganna, sem það hafði; þótt gert væri í beztu meiningu, en alveg óskilj- anlegt nautahjörð frá Texas. Það getur verið, að hver listamaður flokks- ins hafi leikið sitt eigið uppáhalds lag. Það gerði engan mun. Með hræðilegum gný æddi hjörðin af stað. Hinir spertu halar nautanna lýstu því yfir, að þetta væri versta æðið, sem ennþá hefði gripið hjörðina. Hestarnir tóku sinn þátt í þessu og reyndu að varpa reiðmönn- unum úr söðlunum, og virtust þeir hafa mist alt traust til húsbænda sinna. Ef íbúar Abilene bæjar höfðu óskað eftir sýningu, þá fengu þeir hana nú, bara með því að litast um. Hljómsveitin lék áfram, eins og menn, sem hafa byrjað á einhverju fyrirtæki og fellur illa að skilja við það óklárað. En áheyrendurna vantaði. Sólbakka hjörðin var horfin! Ennþá einu sinni urðu smalarnir að safna hjörðinni undir stjórn Nabours, sem bölvaði hjartanlega öllum hljóðfærasl^etti, því að aldrei hafði hjörðin fælst svona illa á allri leiðinni. Mennrinir í Abilene fengu nú í fyrsta skiftið tækifæri til að sjá hóp Texas manna stjórna hjörð, og gát\í þeir það betur en nokkrir aðrir menn í heimi. En það þurfti langan tíma áður en þeir gátu sefað æðið í nautunum. Hljóðfæraslátturinn, sem kom svona óvænt ramfældi nautin. Þau skiftu sér í smáhópa og yfirgáfu fylkingarbroddinn, en af honum var það bara Alamo gamli, hinn risavaxni, er leitt hafði hjörðina þúsund mílur, sem eigi lét neitt aftra sér frá réttri leið. Alamo lagði kollhúfur og lyfti grönunum eins og vilt elgsdýr. Hann þaut fram hjá hópnum, fram hjá hljómsveitinni, framhjá öllu í Abilene nema járnbrautinni og gripakvíunum.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.