Heimskringla - 05.01.1949, Page 1
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
LXIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. JANÚAR 1949
TRY A
"BUTJER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
NÚMER 14.
Myndin er tekin í fundarsal allsherjarþingsins. Á henni eru frá vinstri til hægri: Lt. Col-
onel W. R. Hodgson, O.B.E., Ambassador Ástralíu í París; Thor Thors, sendiherra; L. B. Pear-
son, utanríkisráðherra Canada; Hectör McNeil, Minister of State, aðalfulltrúi Breta á þinginu.
Ræða Thor Thors
á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 10. desember 1948, um
MANNRÉTTINDI
íslenzka sendinefndin hefir,
því miður, ekki átt þess kost að
taka þátt, svo rækilega og ná-
kvæmlega, sem við hefðum ósk-
að, í hinu þýðingarmikla starfi
þriðju nefndarinnar, að ræða og
gjöra yfirlýsinguna um Mann-
réttindin. Eg er kominn hingað
upp í ræðustól Allsherjarþings-
ins til þess að skýra frá því, að of
lítil þátttaka okkar stafar ekki
af áhugaleysi okkar fyrir þessu
mikla máli. Slíkt fer fjarri. fs-
lenzka sendinefndin, Ríkisstjórn
in og íslenzka þjóðin fagnar því
innilega að yfirlýsingin um
Mannréttindin skuli nú bráðum
verða til og vera leiðarljós öllum
þjóðum heims. Formálinn að
stjórnarskrá mannkynsins er í
sköpun.
íslenzka þjóðin tekur hjartan-
lega undir þá yfirlýsingu S. þ.,
að þær staðfesti trú sína á grund-
vallarkenningum um mannrétt-
indin, á virðuleika og verðleg-
ieikum hinnar mannlegu veru og
á jafnrétti manna og kvenna. —
Þessi grundvallaratriði eru stað-
fest í stjórnarskrá okkar lýð-
veldis. Hún byggist á játningu
þess að allir menn eru fæddir
frjálsir og jafnir að veg og rétti.
Við njótum á íslandi fullkom-
ins hugsanafrelsis, skoðana og
trúarfrelsis, eins og ráðgert er í
19.gr. Y firlýsingarinnar um
Mannréttindin. Sérhver maður
er frjáls að skoðunum sínum og
honum frjálst að láta þær í ljós,
eins og ráðgert er í 20. gr. Yfir-
lýsingarinnar. Menn hafa full-
komið samkomufrelsi, eins og
ráðgert er í 21. grein. Ríkisstjórn
fslands er kosin í samræmi við
frjálsar almennar kosningar til
þess að þjóna og framkvæma
vilja þjóðarinnar, eins og ráð-
gert er í 22. grein. Við höfum
víðtækt kerfi almannatrygginga,
eins og ráðgert er í 23. grein.
Menn eiga rétt á orlofi með fullu
kaupi, eins og ráðgert er í 25 gr.
Allir njóta ókeypis kennslu, eins
og ráðgert er í 27. grein. Þess
vegna er hver maður læs og
skrifandi á íslandi. Ókeypis
menntun nær eigi aðeins til
barnaskólanna, heldur einnig til
gagnfræðaskóla og Háskóla, og
þar eiga efnalitlir nemendur kost
á styrkjum af almannafé.
Við erum hamingjusöm þjóð,
íslendingar, að því leyti að of-
sóknir eru okkur ókunnar. Við
njótum fullkomins trúarfrelsis
og trúarbragðaofsóknir eru þess
vegna óþekktar. Við þekkjum
ekkert kynþáttastríð. fslenzka
þjóðin er öll af einni og sömu
ættkvísl, og aðeins ein stétt, sem
býr við sæmileg lífskjör. Við
þekkjum engan stéttarmun í okk-
ar litla þjóðfélagi. Menn og kon-
ur hafa jafnan kosningarrétt og
jafnrétti til þátttöku í stjórn
lands og héraða.
Vegna allra þessarra stað-
reynda hlýtur okkur að' vera
ljúft að samþykkja Yfirlýsing-
una um Mannréttindin. í sann-
leika sagt finnum við þar aðeins
tjáningu þeirra hugsjóna, sem
við höfum verið að framkvæma,
í sumum atriðum jafnvel öldum
saman, og sem eru sá grundvöll-
ur sem við byggjum okkar þjóð-
líf og einkalíf á.
Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna hefir verið að
semja þessa Yfirlýsingu í meir
en tvö ár. Þriðja nefnd Allsherj-
arþingsins, hefir f jallað um hana
á 85 fundum. Sannarlega má
segja að ekki hafi verið höndum
til hennar kastað. Svo margir
gáfaðir og menntaðir menn og
konur hafa fórnað tíma þeirra og
hugsun að samningu hennar, að
við getum í fyllsta trausti fallist
á niðurstöðu þeirra. Hinar göf-
ugu hugsjónir Yfirlýsingarinnar
um Mannréttindin munu nú
varpa ljósi sínu yfir gjörvallan
heim og færa styrk og gleði, öll-
um þeim, sem enn eiga ekki því
láni að fagna að njóta þessara
réttinda. Þessi Yfirlýaing flytur
öllum heit Sameinuðu þjóðanna
að liðsinna þeim og skapa öllum
þjóðum heims að lokum, betri
veröld og bætt lífskjör.
Þessi nýja stjórnarskrá mann-
kynsins getur haft stórkostleg á-
hrif. En, góðir fulltrúar, það er
ekki nóg að setja fagrar hugsjón
ir, með glæsilegum orðum niður
á pappírinn. Allt veltur á þeim
hug, sem hver og ein sendinefnd,
hefir lagt í þessa Yfirlýsingu og
á vilja allra og hverrar einstakr-
ar þjóðar, til þess að gjöra þessar
hugsjónir að veruleika um víða
veröld.
Við skulum vona að þær hug-
sjónir sem eru skráðar í þessari
Yfirlýsingu um Mannréttindin,
séu svo rótgrónar í hugum
stjórnmálamanna heimsins og
með hverri þjóð, að þær verðij
brátt að veruleika og hlutskifti
allra manna um allan heim.
BRÉF
Riverton, Man.,
15. des. 1948
Kæri ritstj. Hkr.:
Vilt þú gera svo vel og ljá þess-
um línum rúm í Heimskringlu?
Síðan að afmælishóf Guttorms
skálds var haft hér hafa margir
spurt mig því eg hafi ekkert haft
að segja við það tækifæri. Eiga
þær spurningar sjálfsagt rót sína
að rekja til þess að eg hef oft
iðkað þann ósið að þenja málbein
mín við ýms tækifæri og þótti
það því ganga dularfullum fyrir-
brigðum næst, að nú skildi eg
hafa haft vit á að þegja. Ekki
hefði eg látið þetta skifta neinu
máli ef ekki hefði læðst fram sá
meinlegi misskilningur að mér
væri eitthvað í nöp við skáldið.
Vil eg því leiðrétta þann mis-
skilning og senda honum kveðju
guðs og mína.
Ástæðan fyrir því að eg sagði
hér ekki neitt hlaut að vera öllum
ljós, þar fengu engir orðið nema
lærðir menn og skáld. Það hefir
verið regla í flestum samsætum
að gefa viðstöddum tækifæri að
ávarpa heiðursgestina, en sú regla
var fyrir borð borin að þessu
sinni og vel sé þeim góðu mönn-
um, sem að hófi þessu stóðu, að
þeir vörðu svo vandlega þann
heilaga vettvang fyrir yfirtroðsl-
dm óupplýstra aula, sem máske
hefðu asnast þar inn og saurgað
hin helgu vé.
Öðru máli er að gegna með ís-
lenzku blöðin, þar getur flónið
rætt sín áhugamál við hlið spek-
ingsins. f ykkar húsum rúmast
allir allir. Ósköp finst mér leið-
inlegt að sjá vesalings íslenzku
blöðin koma aðeins með hálfan
kvið. Mér rennur til rifja að sjá
þessi örverpi íslenzkrar þjóð-
rækni. Mikið hefir verið rætt um
framhaldslíf íslenzku blaðanna í
þessu landi, ekki skortir þar ráða-
gerðir en allir sýnast ganga fram
hjá eina ráðinu, sem getur bjarg-
að þessu máli, og það er, að nú-
verandi kaupendur borgi blöðin
því verði sem þarf til að gefa þau
út. Að verð blaðanna hækki er
ekki nema sjálfsagt og er alveg í
samræmi við verðlag á öðrum
nauðsynja vörum. Eg tel íslenzku
blöðin nauðsynja vöru, jafnvel
fyrir þá, sem geta notfært sér
ensk blöð. íslenzku blöðin flytja
ýmislegt sem Islendings eðlið
getur ekki sér að skaðlausu án
verið. Foreldri vor héldu við ís-
lenzku blöðunum, þótt fátæk
væru og enn er til í þessu landi
nægilega margt íslenzkt fólk,
sem les íslenzku og er nógu vel
efnum búið til að halda við ís-
.lenzku blöðunum, að minsta
kosti í tíu ár enn, en ef ekki fyr-
irfinnast nógu margir réttlátir í
þessu máli þá blessaðir látið þau
deyja. Að troða íslenzkum blöð-
um inn á heimili þess manns, sem
ekki tímir að borga þau og ekki
nennir að lesa þau er eins heim-
skulegt eins og að reyna að troða
mat á mann sem á ekki annað
eftir en að gefa upp andann.
Nú hefir stjórnarformaður
Canada lýst því yfir að hann ætli
að bæta svo hag gamla fólksins.
að það geti veitt sér þann and-
lega munað að það geti keypt,
Heimskringlu eða Lögberg með
sínu daglega brauði, en erindi
mitt við þig er að skila kveðju
minni til Guttorms, sem hér fylg-
ir:
Heill sé þér Guttormur skáld
er þú stígur inn á vettvang hins
áttunda tugar, megi morgunroði
margra afmælisdaga enn ljóma
um þitt vitra höfuð.
Þú hefir verið hyltur sem skáld
af guðs náð, en sú guðs náð hefir
lyft þér upp á hæsta tind listar-
innar þegar þú hefir ort um eitt-
hvað sem snertir Fljótsbygð. —
Engin bygð á eins fagurt minni
eins og hið fagra og leikandi
kvæði þitt, Minni Fljótsbygðar.
Engin landnámshópur á eins
fagurt minningarljóð eins og þitt
víðfræga kvæði Sandy Bar, að
ógleymdum hinum merkilega
landnámsþætti þínum, Jón Aust-
firðingur. Sjaldan hefir verið
betur ort eftir vin sinn, heldur
en þú ortir eftir æskuvin þinn,
listamanninn og skáldið Gunn-
stein Eyjólfsson, að ógleymdu
hinu yndisfagra kvæði sem þúj
ortir eftir leiksystir þína, frú
Hildi Finson, sem ætíð hlýturj
að verða viðurkend sönn ljóða-
perla eins lengi og fögur ljóða-
gerð er nokkurs metin. Mun það
vera eitt af þínum síðustu kvæð-
um og er gott að sjá að enn getur
þú tendrað björt og fögur ljós á
altari listarinnar. — Þar sem
Fljótsbygð er, þar er hjarta þitt.
Skáldbróðir þinn Davíð kon-j
ungur telur að þurfi góða heilsu
til þess að ná því aldurstakmarki
sem þú hefir þegar náð. Sjálf-
sagt er að gjalda guði þökk fyrir
handleiðslu hans á þér, en hans
handleiðsla kemur fram í ýmsum
myndum. Mínir vegir eru ekki
þínir vegir, segir Drottinn, og
mannsins hjarta upphugsar sinn
veg en Drottinn stýrir hans
gangi, segir Solomon. Vissulega
hefir hjarta þitt að verki verið,
en Drottinn leitt þig þegar þú
lagðir leið þína að heimili manns
nokkurs, sem Daniel het, því af
hans húsi tókst þú þér konu, þá
sem verið hefir þinn verndareng-
ill Um tvo þriðju af æfiskeiði
þínu. Eg tel mjög tvísýnt að þú
hefðir litið ljós þessa dags, ef þú
hefðir ekki notið hennar ástúðar
og umhyggju. Æfisaga íslenzkra
skálda sýnir, að það þarf styrk-
mjúka konuhönd til að leiða
skáld yfir harðangur þessa
heims.
Þau hafa ekki kembt hærur
þau íslenzku skáld, sem virt hafa
að vettugi það lögmál Drottins,
að ekki sé gott fyrir mann að
vera einsamlan. Nægir að benda
á tvö okkar indælustu skáld, Jón-
as Hallgrímsson og Kristján
Jónsson, sem báðir dóu á bezta
aldri, en áttræður sló Matthías
sína hörpu, sem ungur væri, enda
hafði Drottinn blessað hann með
þremur konum.
Þegar til kvenna kemur, þá
hef eg altaf verið á sama máli og
drottinn, eg hef altaf sagt og segi
það enn, að konan er kórónan og
mesta meistaraverkið af öllum
snildarverkum guðs almættis og
þessa staðhæfing mína tileinka
eg hinni prúðu Víðivalla húsfrú.
Guttormur og Jensína, sitjið
heil, lifið lengi, megi allar góðar
vættir að ykkur sækja, en öll
illvætti frá víkja, unz yfir lýkur.i
Gísli Einarsson I
ÍSLENZKA KEND Á LINGUA-
PHONEPLÖTUM
f lok mánaðarins fara héðan til
Englands 5 íslendingar, er munu
tala íslenzku inn á tungumála-
plötur hins heimskunna Lingua-
phone félags, en eftir kerfi þess
félags eru nú kendar flestar
menningartungur heims.
íslendingarnir, sem fara, eru
þessir: Frú Ragnhildur Ásgeirs-
dóttir, frú Regína Þórðardóttir,
Ieikkona, Gunnar Eyjólfsson,
leikari, Karl ísfeld ritstjóri og
Jón Þorsteinsson kennari frá
Akureyri.
Dr. Björn Guðfinnsson valdi
þetta fólk til fararinnar og þjálf-
aði með tilliti til þess, að þar
kæmi fram hreinn íslenzkur
framburður og samræmdur. Þá
hefir hann farið yfir textann,
sem dr. Stefán Einarsson pró-
fessor í Baltimore hefir samið og
talaður verður inn á plöturnar.
Telja margir fróðustu menn í
þessum greinum, að hér sé ís-
lenzkri tungu og menningu gert
hið mesta gagn, þar sem eftir-
leiðis verður unt að kenna góða
íslenzka tungu, eins og hún er
töluð í dag, við fjölmarga er-
lenda háskóla, þar sem íslenzka
hefir verið kend um langt skeið,
eins og alkunna er, en eftir eldri
aðferðum og oftast af útlending-
um, sem að sjálfsögðu hafa ekki
haft eins góðan framburð og
skyldi.
Bjöm Björnsson stórkaupmað-
ur í London mun hafa haft milli-
göngu í málinu, samkvæmt til-
mælum hins kunna Linguaphone
upptökufélags, en hér hefir
fræðslumálaskrifstofan veitt
málinu brautargengi.
—Vísir, 9. des.
Jón Elías Jóhannsson Straumfjörð
1869 — 1948
í skapdóms hörðum hildarleik
sig hetjan beygja má
fellur hin sterka fagra eik,
sem fjólan ung og smá.
Svo var það með ofannefndan
vin okkar sem kvaddi þennan
heim 7. nóv. s.l., að heimili Hall-
dórs sonar síns í Vancouver,
B. C. eftir langt og strangt veik-
inda stríð. Þegar kona hans Ingi-
ríður fékk sína hvíld 21. janúar
1948, mátti skilja að Jón grunaði
að sömu leið myndi hann fljót-
lega sigla.
Hugsanir hans voru á þessa
leið:
Yfir hafið okkur nú sem skilur,
innan skamms eg beiti mínuni
knör
sigldi djarft því hvorki brim né
V bylur,
breytir-atefnu eða hindrar för.
Brims úr róti borinn fjarri
grandi,
björt hvar sólin gyllir höf og
lönd
bát minn þegar ber að friðar
landi,
brosandi mér réttir þína hönd.
Og nú getum við sagt:
Þinna vona fylling fengið hefur,
þótt farartálmi þungur reyndist
hér
vissu um sælu samfund trúin
gefur,
þá síðsta bára skip til hafnar ber.
Frh. á 2. bls.