Heimskringla - 16.02.1949, Qupperneq 1
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
v#^»v# l
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
LXIII. ARGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. FEBR. 1949
NÚMER 20.
Séra Philip M. Pétursson, for-
seti Þjóðraeknisfélagsins, stjórn-
ar ársþingi félagsins, sem hefst
naestkomandi mánudag.
ÞAKKIR FYRIR KOMUNA
Samsaetið sem haldið var fyrir
dr. Vilhjálm Stefánsson og frú
hans s. 1. mánudagskvöld í. Fort
Garry hótelinu, var sótt af 150
manns. Vildu þar fleiri verið;
hafa, en í Winnipeg er ekkij
meira um húsrúm um þetta leyti
árs, en í Betlehem forðum, því
hingað smalast félög víðsvegar
að með fundi sína og leiki og
hver krókur og kimi er fullset-
inn. Fyrir samsætinu stóð nefnd-
in, sem háskólastólsmálið hefir
með höndum. Er ekki hægt að
saka hana um, að fleiri nutu ekki
fróðleiksins og skemtunarinnar
af að hlýða á Vilhjálm Stefáns-
son, en raun var á.
Ræðu sína sveigði landkönnuð-
urinn frægi að stofnun háskóla-
stólsins, en í því máli fór hann
sínar götur sem fyrri. Vildi hann
að nafn “stólsins” bæri með sér,
að þar væri um norð-austlæga
canadiska stofnun að ræða og
starf hans væri rannsóknum á því
svæði helgað íslenzkum áhrifum
á Vesturheim, en ekki endilega
islenzkri sögu eða tungu. Hann
vonar sjáanlega, að “stóllinn”
víkki verksvið sögunnar. Þetta
varð alt ljósara, er fyrirlesarinn
sneri sér að því að sanna, að ís-
land heyrði landfræðilega til
Vesturheimi, sem þau dæmi
sýndu, að Atlanzhafið lægi aðal-
lega fyrir austan það og jafnvel
nyrstu og austustu tangar Græn-
lands, væru austar en ísland. ís-
land og Grænland tilheyra því
jarðfræðilega þessu norð-aust-
læga Canada, sem hann talaði um.
Annað dæmi þessu til sönnun-
ar væri, að Grænland sæist af
fjöllum á vesturlandi heima, en
þegar siglt væri til Evrópu hyrfi
alt land um all-langan tíma.
Sögulegar athugasemdir Vil-
hjálms, eru ávalt skemtilegar,
vegna þess að hann hefir ávalt
eitthvað nýtt til þeirra að leggja
og að minsta kosti skýringar,
sem færri af þeim er á hann
hlýða, eru nokkuð kunnugir. Um
að Grikkir hefðu fundið fsland
og séð Grænland þrem öldum eða
meira fyrir Kristsburð og að ís-
land og Grænland hefði verið
kunnara löngu fyr en alment er
ætlað, er gaman að heyra Vil-
hjálm segja frá og dæmi hans eru
ávalt eftirtektaverð um þetta.
Úr keltneskum áhrifum gerir
Vilhjálmur mikið og er samferða
þeim Guðbrandi og Jóni Aðils í
því efni. Segir hann að blóð rann-
sóknir hafi bent til að alt að 50
af hundraði íslendinga væru frá
írlandi. Þar stingur í stúf við
skoðun Olsens, er mig minnir
halda fram, að 95 til 98 af hundr-
aði landnámsmanna væru ættaðir
frá Noregi, jafnvel þó úr hóp
Dr. Kristján J. Austman flyt-
ur erindi á samkomu Icelandic
Canadian Club á þjóðræknis-
þinginu næstkomandi mánudags-
kvöld. Umræðuefnið verður um
viðhorf þjóðræknismálanna. Af
viðtali við læknirinn höfum vér
komist að því, að hann hefir mik-
inn áhuga fyrir fróðleik, er lýtur
a.ð áhrifum norrænnar menningar
í Evrópu og vér værum ekki
hissa á þó erindi hans yrði krydd-
að með því og ýmsum sérstæðum
fróðleik. íslendingar ættu ekki
að láta sér úr greipum ganga, að
hlýða á hann.
Thor Thors sendiherra
vestmanna ’ væru, eða þeirra er
flutt höfðu úr Noregi til frlands
og annara staða í vestri.
Séra Philip M. Pétursson
stýrði samsætinu, en aðrir er til
máls tóku voru séra Valdimar J.
Eylands og séra Rúnólfur Mar-
teinsson.
Frú Stefánsson var minst íl
ræðu séra Valdimars; gat hann'
þess að hún hefði gefið nú þegar
ut tvær bækur. Hún er og önnur
hönd manns síns vi^ hið mikla
verk sem hann er að skrifa og
mun langt kominn með, en það
er Alfræðibók um Norðurheims-
skautslöndin. Hjónunum var af
forseta mjög innilega þakkað
fyrir komuna.
FRÁ MANITOBA ÞINGI
Það er svo stutt síðan þingið
kom saman, að þaðan er ekki frá
öðru að segja, en hljóðinu í
þingmfcnnum.
Það merkilegasta við hásætis-
ræðuna, var að þar er gert ráð
fyrir að hafast mikið að í málinu
um rafvirkjun sveitanna. Sagði
Douglas Campbell, hinn nýi for-
sætisráðherra að á því verki yrði
nú þegar að byrja; svo alvarlegur
væri skortúr yfirvofandi á orku.
Reikningar síðasta fjárhagsárs
hafa verið lesnir. Sýna þeir tekj-
ur er nema nokkru betur e.n 33
miljónum dala, en útgjöld aðeins
29 miljónum. Tekjuafgangur er
því nærri 4Vfc miljón.
Þetta er nú enginn ómyndar
búskapur, en samt hefir þessi
gróði verið mjög hart gagnrýnd-
ur af þingmönnum, og ekki að-
eins af andstæðingum, C.C.F.
sinnum, heldur einnig tveimur
úr flokki samvinnustjórnarinnar.
Hefir G. S. Thorvaldson haldið
einna sköruglegustu ræðuna á
móti þeirri fjármálamensku, að
telja útgjöld ávalt miklu meiri
en þau eru og tekjur minni, en
raun er á.
Tekjuafgangur sé að vísu góð-
ur þar sem hann er notaður til að
iækka fylkisskuldina eins og gert
hefir verið. En hinu megi ekki
gleyma, að tekjurnar komi í
sköttum inn frá fylkisbúum. Og
að þeir séu óþarflega og ranglát-
lega háir, sé ekki vafi á. Fáist
þeir ekki lækkaðir ætti tekjuaf-
ganginum að vera skift upp milli
Sendiherra hjónanna, Mr. Thor
Thors og frú Ágústu Thors, frá
Washington, er nú von hvern
daginn sem er til Winnipeg.
Thor Thors flytur aðalræðuna
á íslendingamóti þjóðræknis-
deildarinnar “Frón” á þriðju-
dagskvöldið í næstu viku. Sam-
koman verður í þetta sinn haldin
á Marlborough hótelinu.
Heimskringla vill hvetja hvern
íslending sem þess á kost, að
nota tækifærið, sem þarna gefst
til að hlýða á ræðu Thor Thors.
Hann er flestum fróðari um mál-
efni íslands bæði heima fyrir og
út á við. Hann var á síðastliðnu
hausti á þingi Sameinuðu þjóð-
anna í París og kom þar fram
þjóð sinni og ættjörð til gagns
og sóma. ísland á góðan fulltrúa
á erlendum vettvangi þar sem
Thor Thors er.
Það fyrsta sem dróg athygli
vort, að nafni Thor Thors, var
fréttin af því, að hann væri á
leið til útlanda til framhalds-
náms bæði í Cambridge og við
Sorbonne-háskólann í París. Það
næsta sem vér heyrðum af hon-
um var að hann væri forstjóri
ýmsra stórfyrirtækja, sem Kveld-
úlfs, Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda og stofnandi
Eimskipafélagsins “ísafold”. —
Var hann þau ár í verzlunarer-
indum fyrir þessi félög víðsvegar
út um heim, í Argentínu, Brazil-
íu, Nýfundnalandi og víðar í
Háskólafréttir um kenstustól í íslenzku
Til sérstæðra og sögulegra
viðburða í æfintýrakeðju fslend-
inga vestan hafs, munu jafnan
teljast heimsóknir landstjóranna
þriggja til íslenzka landnámsins
að Gimli, þeirra Dufferins lá-
varðar 1877, Tweedsmuir lávarð-
ar 1936 og jarlsins af Athlone
1945. Voru tveir hinna fyrnefndu
merkir bókmentafrömuðir, er
dáðu mjög íslenzkar bókmentir
og hina traustu menningu ís-
lenzku þjóðarinnar; standa Vest-
ur-íslendingar einkum í djúpri
þakkarskuld við Dufferin lávarö
og minningu hans. Ummæli á-
minstra tveggja lærdómsmanna
eiga brýnt erindi til allra þeirra
er íslenzkum bókmentum unna,
og ættu að hvetja menn til að
sveitar- og bæjarfélaganna, sem
ár eftr ár séu í tapi, svo miljón-
um skifti. Bæjunum og sveitun-
um beri engu síður en fylkis-
stjórninni hagurinn af sköttum á
áfengissölu, olíusölu og skemt-
anaskatti.
En svo er annað með fyrir-
komulag á fjárhagsári stjórnar-
innar. Reikningarnir, sem nú er
verið að leggja fram, eru fyrir
fjárhagsárið sem lauk 31. marz
1948!
í hásætisræðunni var minst á
að stefnu Garsons yrði fylgt í
ellistyrksmálinu. Þar sem sveit-
irnar geta ekki greitt sinn skerf
af styrkhækkuninni, sem fyrver-
ándi forsætisráðherra fór fram á,
verður sjáanlega ekkert frekar
gert í því máli.
Forsætisráðherra hélt fram í
ræðu eftir helgina, að skattar
mundu ekki verða lækkaðir.
fylkja liði um stofnun kenslu-
stóls í íslenzkum fræðum við
Manitobaháskólann.
í ræðu sinni á Gimli komst
Dufferin lávarður meðal annars
þannig að orði:
“Söguhiminn forfeðra yðar
endurljómar af skærum stjörn-
um sjálfsfórna og sigurvinninga.
Synir og dætur þeirra manna og
kvenna, sem sigldu opnum smá-
bátum um norðurhöfin, og kusu
heldur að skapa sér heimili í
landi jökla og jarðelda, en lúta
ofríki harðstjórans, enda þótt
þeir með þeim hætti hefði getað
keypt sér frið og allsnægtir, —■
já þetta fólk, sem eg nú ávarpa,
getur blátt áfram glott að ræð-,
um mínum, eða annara, sem um
erfiðleika tala eða lífsbaráttu,
hér í skljóli þessara hvíslandi
laufskrýddu lunda á bökkum
hins bárubrosandi, bláheiða
vatns, er við oss blasir.”
“Ekki þurfið þér heldur að
bera kvíðboga fyrir því, að þér,
með að gerast brezkir borgarar
og þegnar Victoríu drotningar,
verðið til þess knúðir að kasta
frá yður hinum þjóðernislegu
helgidómum yðar, eða hinum
merku og margbreyttu bókment-
um forfeðra yðar. Þvert á móti
vona eg, að þér um alla ókomna
tíð, verndið og verðveitið hinar
sálrænu bókmentir þjóðar yðar,
og að mann fram af manni haldi
niðjar yðar áfram að læra það af
fornsögum yðar, að starfsemi,
kjarkur og hreysti, staðfesta og
óbilandi þolgæði, hafa á öllum
tímum verið einkenni hinnar
göfugu íslenzku þjóðar.
“Eg hefi gefið vinum mínum í
Séra Philip M. Pétursson
Dr. K. J. Austman
JT
Frú Ágústa Thors
Norður-Ameríku. Alþingismað-
ur Snæfellinga var hann 1933-
1940. Út úr því fer hann að verða
stöðugra hér vestra, fyrst sem
ræðismaður í New York 1940 og
sendiherra fslands í Washington
1941 og síðan. Hann skrifaði tals-
vert um stjórnmál pg verzlunar-
mál og hefir verið sæmdur stór-
krossi Fálkaorðunnar. Hann var
formaður norræna stúdentamóts-
ins 1930 og Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna um
skeið. \
Um starf hans í sendiherra-
stöðunni hér vestra, er Vestur-
fslendingum kunnugra af því
sem birst hefir í blöðum hér
vestra um það. Á síðast liðnu ári
var hann skipaður sendiherra ís-
lands í Canada.
Starf hans í sendiráðinu hér
vestra, hefir verið svo umfangs-
mikið að dugnaðarvörgum ein-
um hefir verið hent, að hafa það
með höndum. Og það góða við
það er, að virðing og hagur ís. er
meiri fyrir það starf Thors út á
við, en nokkru sinni áður. Á með-
al stórþjóða hefir ísland að lík-
indum ekki átt neinn harðsækn-
ari fulltrúa.
íslendingar fagna komu Thor
Thors og tækifærisins sem þeim
með því gefst að hlýða á einn
hinn fjölfróðasta mann um mál-
efni ættjarðarinnar. Þeir bjóða
hann og konu hans innilega vel-
komin.
Canada loforð um það, og lagt
nafn mitt og drengskap við, að
nýlenda þessi lánist og blessist.”
f hinni eftirminnilega fögru
ræðu sinni á Gimli komst
Tweedsmuir lávarður svo að
orði;
“Það gleður mig að fslending-
um hefir fjölgað mjög í Canada
síðan þessi ræða var flutt og að
þér eigið þegar mikilsverðan
þátt í Canadisku þjóðlífi. Eg
vildi óska að þér væruð hér
fleiri. Það geta aldrei orðið of-
margir íslendingar í Canada.
Hvar sem eg fer, er viðkvæðið
æfinlega og allsstaðar það sama:
að þér séuð gæddir manndómi,
framsókn og dugnaði. Þér hafið
orðið góðir canadiskir borgarar
í hinni yfirgripsmestu merkingu,
sem það orð á til; þér hafið tekið
yðar fulla skerf í störfum og
framförum yðar nýja heims-
kynnis; en eg vona að þér einn-
ig haldið við yðar forna arfi.
Þér, konur og menn, sem mál
mitt heyrið; minnist þess að með
því móti einu, er mögulegt að
skapa sterka og mikla þjóð, að
fólkið sem hana myndar sé trútt
sínu nýja landi en muni það jafn-
framt af hvaða bergi það er brot-
ið, verndi alt það bezta, sem það-
an var erft og leggi það frám sem
efnivið til sköpunar hinni nýju
canadisku þjóð.
“Konur og menn; sextíu ár eru
nú liðin síðan Dufferin lávarður
mintist þess hversu trúir íslend-
ingar í Canada væru sinni forn-
íslenzku menningu. Eins og þér
hafið tekið fram var það engin
smávægis menning; hún fæddi af
sér nokkurn hluta þeirra mestu
og merkustu bókmenta, er dauð-
legum mönnum hefir nokkru
sinni auðnast að skapa.
“Á íslandi, hinni eyðilegu
eyju, þar sem stormur og stór-
sjór kváðust á, stofnuðu forfeð-
ur yðar þjóðlíf, sem fátt hefir
jafnast við í mannkynssögunni,
og þar voru framleiddar hinar
merkustu bókmentir. Eg, fyrir
mitt leyti, álít að íslendingasög-
urnar séu með merkustu verkum,
sem mannsandinn hefir fram-
leitt.”
A.ndlátsfregn
Hinn 9. febrúar 1949, andaðist
Jóhann Adolph Jóhannson á St.
Boniface sjúkrahúsinu, eftir
nokkurra mánaða þunga sjúk-
dómslegu, 54 ára gamall. Hann
var f. og uppalinn hér í borg,
sonur Skúla Jóhannssonar, bróð-
ur Ásm. P. Jóhannssonar, bygg-
ingameistara og þeirra systkina,
og konu hans Guðrúnar Hjalta-
lín.
Ungur að aldri misti Adolph
sál. föður sinn ,og varð þá fyrir-
vinna móður sinnar; ól hann önn
fyrir henni til hárrar elli. Var
til þess tekið hve vel hann reynd-
ist móður sinni, enda var hann
stilt og yfiriætislaust prúðmenni
og drengur hinn bezti.
Hann lætur eftir sig ekkju,
Sigurlaugu, og allstóran hóp ná-
inna skyldmenna.
Jarðarförin fór fram síðastlið-
inn föstudag, 11. þ. m. frá Fyrstu
lút. kirkjunni.
Séra Valdimar J. Eylands
flutti hin síðustu kveðjumál.
» * W
Mrs. Gerða Ólafsson, Winni-
peg, lagði af stað í gær vestur til
Victoria. Hún gerði ráð fyrir að
dvelja þar 2 — 3 mánuði.
* * *
Stúlkan Skuld heldur sinn
næsta fund 28. febrúar, 1949. —
Fjölmennið.