Heimskringla - 16.02.1949, Page 3

Heimskringla - 16.02.1949, Page 3
WINNIPEG, 16. FEBR. 1949 HEIMSKRINGLA / 3. SÍÐA Síðari hluti þessa kafla fjallar um þingstaði og þingsóknir manna á Austurlandi á dögum þjóðveldisins. Eru þar líkur færðar til þess hvar þingstaðirn- ir ha'fi verið og hvaða leiðir menn hafi farið á þingið, er þessu öllu lýst af hinum mesta kunnugleika. Til skýringar því að Halldór sneyðir hjá að deila á Nordal í greininni um Hrafnkelsdal má benda á það að hann deilir hvergi á aðra fræðimenn, og er það aug- sýnilega af ásettu ráði gert, bæði til þess að spara rúm og til þess að lenda ekki í ritdeilum. En þar með er ekki sagt að hann taki ekki ákveðna afstöðu til málanna eins og áður er sýnt. Skal svo sleginn botn í þessa bragarbót mína með þeirri ósk, að menn láti ekki hinn fyrra sleggjudóm minn fæla sig frá að líta í ritið og lesa það ofan í kjöl- inn. SYKUR TOMATAR 12% til 14% sykurefni Fyrstir allra tómata er framleiða þroskaða ávexti Hugsið yður marga Ifsæta tómata ávexti með meiru en 12% sykur. Ekkert líkt þvi nokkru sinni áður.— Veitið athygli fegurð og jafnvægi 1 i m a ávaxtarins, oft tvö fet á lengd. Þær eru smærri en vanalega, en útlitið og sætleik- inn er svo mikill, at ekkert líkt því hefii áður sézt. Þær halda sér vel og eru fjarska góðar í fína rétti, sal- at, sósur og juice o.s. frv. —ómótstæðileg. Verið fyrstir að ná i þær. Pantið nú. (Pk. 15í póstfrítt) FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld Boðið vestur um haf Ungar stúlkur á fslandi hafa alla tima þráð að komast út fyr- ir pollinn. Fyr meir var Kaupm.- höfn æðsta takmarkið; nú er það auðvitað Ameríka. Samkvæmt því, sem nýlega hefur verið sagt frá í dagblöðun- um, fóru 1. janúar s.l. stúlka og piltur úr 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík í 10 vikna dvöl til Bandaríkjanna í boði New York Herald Tribune. Höfðu þessir nemendur skilað tveim beztu rit- gerðunum, er komu frá Reykja- vík um efnið: “Heimurinn eins og við viljum að hann sé (The World We Want). Stórblaðið Herald Tribune stóð fyrir þessari samkeppni. Skyldu ritgerðirnar vera samd- ar á ensku og vera 1500 orð á lengd. Rósa Björk Þorbjarnard., heitir stúlkan, sem samdi beztu samkeppnisritsmíðina af þeim menntaskólastúlkum, sem kepptu i Reykjavík. Kvennasíða Alþýðublaðsins náði tali af henni rétt áður en hún steig upp í flugvélina. Rósa Björk á heima í Eskihlíð C, er dóttir Guðríðar Þórólfsd., og Þorbjarnar Bjarnasonar pípu- lagningameistara, og er skaft- fellsk í báðar ættir. Hún er há- vaxin, dökk yfirlitum, ofurlítið suðræn á svip og hörund, annars ósvikin 17 ára Reykjavíkur- stúlka. sem m. a. hefur undir niðri fjarska gaman af fallegum fötum. Rósa Björk er fríð og prúð og dugleg að hverju sem hún gengur, enda oftast bekkj- ardúx sína skólatíð, og er því vel að þessu Ameríkuboði komin. — Hvernig vildir þú svo hafa heiminn? — f ritgerðinni minni, segir Rósa Björg, skýrði eg fyrst og fremst frá því, að eg vildi betri heim, heim, þar sem mennimir fyndu öryggi, frið og frelsi, full- komið lýðræðislegt jafnrétti manna og einstaklingsfrelsi og síðast en ekki sízt meira réttlæti KVEÐJUR TIL... Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi á þingi þess 21., 22. og 23. febrúar, 1949 Park-Hannesson, Ltd. 55 ARTHUR STREET Sími 21 844 Winnipeg, Manitoba Útibú: Edmonton, Alberta Umboðsmenn fyrir “BLLTENOSE BRAND” fiskinet og tvinna og önnur áhöld til fiskiveiða The Closed Market Cost Farmers Millions Of Dollars Study Thr Mrrils Of Thc Oprn Markrt! i Let those who desire, continue to sell their wheat at<a fixed price through the What Board, providing you can sell on the open market if you prefer. In this otherwise free Canada you should be entitled to Fredeom of Choice in the marketing of your grain. $3,000.00 IN CASH PRIZES Offered to encourage the study of Grain Marketing Simply complete this statement in not more than 300 words. “I believe in FREEDOM OF CHOICE IN THE MARKETING OF GRAIN because............... . Details of contest contained in your copy of DEAR DAD. Mail coupon now. Contest Entries become the property of the Grain Exchange. WINNIPEG GRAIN EXCHANGE WINNIPEG, MANITOBA Please send me free copy of your booklet “DEAR DAD” for details of contest and for a study of Grain Marketing. Name ______________________________ Address ___________________________ (Print name and address clearly) og kærleik milli manna og þjóða. — Hvernig áttu að eyða þess- um 10 vikum? — Eg á að sækja skóla sem svarar til Menntaskólans hér. En auk þess fara í smáferðalög og sjá mig um. Eg á að búa á heimilum menntaskólastúlkna á mínu reki og því þykir mér gott að eiga von á. Auk ókeypis ferð- ar og dvalar fæ eg 100 dollara í vasapeninga. — Þykir þér gaman að vera í skóla? — Já, eg kann ágætlega við mig \í “Mentó”, samt þótti mér enniþá skemmtilegra í Ingimars skólanum. Við höfum mikið að gera í 5. bekk, en auk þess höfum við stúlkurnar í efri bekkjunum stofnað nýtt félag — kvenfélag, sem hefur hvers konar kvenrétt- indamál á stefnuskrá sinni. Við urðum að stofna þetta félag í vetur, því strákarnir eru svo aga- lega gamaldags og afturTialds- samir, að þeir leyfa sér að standa \ipp á fundum og segja, að kven- fólki sé nóg að kunna að eldá graut og kaupa í matinn. Kvennasíðan skilur, að stúlk- urnar í Menntaskólanum núna eru ekkert blávatn, og að piltun- um þar muni framvegis vera fyr- ir beztu að gæta orða sinna. — Einnig liggur í augum uppi, að félagslífið hefur gert Rósu Björg hæfari til að koma opin- berlega fram, sem hún kann með að þurfa á vegum Herald Tri- bune. —Hvað hlakkarðu mest til að sjá? — Mig hefur lengi langað til Ameríku. Þar er svo óteljandi margt sem mig langar til að sjá og eg hlakka til, að eg veit bara ekki hvað ek á helzt að taka. Eg hlakka til að sjá og kynnast fólki skoða byggingar, söfn og lands- lag, tízkuvörur o. s. frv. — og Rósa Björk, 17 ára Reykjavíkur- stúlkan, endar upptalninguna í brosi, sem lýsir upp allt andlitið. Síðan er hún tilbúin að leggja af stað, glöð og einbeitt. Óefað verður hún trú því hlutverki sínu, að vera skola sinum og ungu íslenzku kynslóðinni til sóma, hvar sem hún fer um Am- eríku. —Alþbl. 11. jan. * * * Gullfaxi fór frá Damaskus í gærdag, 8. janúar. Flugvélin Gullfaxi for fra Damaskus í Sýrlandi í gær- morgun kl. 11.53 áleiðis til V.- heims. Viðkomustaðir á leiðinni eru Kyprus, Róm og Reykjavík. Enn fremur mun flugvélin koma við annaðhvort í París eða í Prestvík, en hingað er hún vænt- anleg um hádegi í dag —9. jan. , Hér mun Gullfaxi aðeins hafa nokkurra klukkustunda viðdvöl, en fara héðan aftur í kvöld áleið-' is til Venezuela í Suður-Ameríku en þangað er ferðinni heitið með farþega þá, er vélin tók í Dam- askus. —Alþbl. 9. janúar. ■n * * Fyrsta íslenzka kvikmyndin sýnd í dag f kvöld (13. janúar) gerist sá sögulegi atburður að sýnd verð- ur fyrsta íslenzka talmyndin, er það kvikmynd Lofts Guðmunds- sonar Milli fjalls og fjöru. Verð- ur hún sýnd í Gamla bíó. Loftur hefur ekki aðeins tek- ið myndina heldur hefur hann og samið efni hennar. Alllangt er síðan kvisast fór um þessa kvikmynd Lofts og í október í haust svalaði hann að nokkru forvitni manna með því að skýra blöðunum nokkuð frá efni hennar, en hún lýsir ís- lenzku þjóðlífi á öldinni sem leið og hefur myndarinnar verið beðið með eftirvæntingu. Allmargir kunnir íslenzkir leikarar leika í myndinni, má þar nefna Brynjólf Jóhannesson, Ingu Þórðardóttur, Jón Aðils, Gunnar Eyjólfsson og Alfred Andrésson, svo nokkur nöfn séu nefnd. Loftur hefur með beztu köfl- unum í íslandskvikmynd sinni sannað snilli sína sem kvik- myhdatökumanns, eftir er að vita hvort hann er jafnsnjall að semja efni kvikmyndar. En þótt það komi í ljós að ýmislegt megi að myndinni finna verður sýn- ingar fyrstu alíslenzku kvik- myndarinnar alltaf minnzt sem merks atburðar. —Þjóðv. 13. jan. * * * Hraðfryst grænmeti þykir jafnvel betra en nýtt. Á s. 1. sumri lét Sölufélag Garðyrkjumanna hraðfrysta um fimmtíu lestir af grænmeti, hvít- káli, blómkáli og agúrkum. Vara þessi hefir verið til sölu í verzl- unum bæjarins og líkað afbragðs vel. f gær átti Vísíir tal við Ólaf Einarsson framkv.-stjóra Sölu- félagsins og skýrði hann blaðinu frá þessu. S. 1. sumar var mjög hagstætt hvað ræktun grænmetis snerti og var framleiðslan meiri en dagleg eftirspurn í september og októb- ermánuði. Var því ákveðið, að gera tilraun til að hraðfrysta hvítkál, blómkál og agúrkur. — Heppnaðist sú tilraun mjög vel, mun betur en menn höfðu gert sér vonir um. Er hér um braut- ryðjendastarf að ræða og á Sölu- félagið þakkir skilið fyrir fram- takssemina. Þeir sem neytt hafa hraðfrysts grænmetis segja, að það standi nýju grænmeti sízt að baki og þykir sumum það jafnvel betra. Svo sem kunnugt er, var talsvert af grænmeti flutt til landsins í vetur og hafði það þau áhrif, að neyzla hraðfrysta grænmetisins minnkaði allmikið, þó ekki vegna þess, að aðflutta grænmetið væri betra en hið hraðfrysta, heldur vegna þess, að hið fyrrnefnda var nokkuru ódýrara. Þgar grænmeti er hraðfryst er það fyrst sneitt niður, þvegið, síðan gufusoðið í eina mínútu, þá pakkað inn í sellofanpappír og látið í vaxbornar umbúðir og loks hraðfryst. Hraðfryst grænmeti er mat- reitt með ýmsu móti og fer það að sjálfsögðu nokkuð eftir smekk manna. Ýmsir kunna að álykta, að hrað fryst grænmeti tapi næringar- gildi sínu við frystinguna, en svo er ekki, alveg eins og er með hraðfrysta fiskinn. Rannsóknir hafa leit í ljós, að matvæli, sem hraðfryst eru, tapa engu af nær- ingargildi sínu við frystinguna, og er þessi geymsluaðferð að TO BETTER SERVICE - - - Through more than 600 country elevators of this Farmers’ Company in the Prairie Provinces, grain flows as needed throughout the world through the Company’s terminal elevators at Vancouver, B. C., and Port Arthur, Ontario. United filUll (ÍKimEKN LIMITED HEAD OFFICE HAMILTON BLDG. WINNIPEG Over 40 years of Service ryðja sér til rúms víðsvegar. Grænmetið, sem Sölufélag Garðyrkjumanna lét hraðfrysta er pakkað niður í 700, 300, og250 gramma umbúðir, og er það selt í öllum þeim verzlunum, sem hafa aðstöðu til þess að geyma vöruna. Vegna hinnar ágætu reynzlu, sem fengist hefir af hraðfryst- ingu grænmetis mun Sölufélag Garðyrkjumanna halda áfram þeirri framleiðslu ef ástæður þykja til. —Vísir 13. janúar. t * * Svíar vilja aðeins norrænt varnarbandalag, og það aðeins á hlutleysisgrundvelli “Allir Norðurlandamenn hljóta að telja það æskilegt, að leiðir Norðurlanda í landvarna- málum skilji ekki; en fari svo að Norðmenn og jafnvel Danir af illri nauðsyn teldu Atlandshafs- bandalagið betra en norrænt varnarbandalag, verður því mið- ur að slá því föstu, að leiðir okk- ar muni skilja.” Þannig skrifar Morgontidningen, aðalmálgagn sænku stjórnarinnar í morgun. Blaðið segir, að þátttaka Svía í nokkurri stórveldasamsteypu sé hrein ævintýra stefna. Það sé hins vegar annað mál, hvort hægt sé að koma upp sterku norrænu bandalagi, sem stæði utan við stórveldabandalögin. Blaðið tel- ur það hættulegt fyrir Svía að telja Atlantshafsbandalagið tryggingu fyrir því, að landinu muni berast hjálp nógu tíman- lega, ef á það yrði ráðizt. Morgoiftidningen segir loks að Svíar muni halda fast við hina gömlu hlutleysisstefnu sína, ef Danir og Norðmenn ákveða að gerast aðilar að Atalantshafs- bandalaginu. —Aþbl. ---------------( Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. ÁRNAÐARóSKIR TIL Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi í tilefni af 30. ársþingi þess í Winnipeg Vér bjóðum fulltrúa og gesti þingsins velkomna. Gundry-Pymore Limited BRITISH QUALITY - FISH NETTING 60 VICTORIA ST. :: WINNIPEG, MAN. Vér óskum . . . Þjóðræknisþingi Islendinga er kemur saman næstu viku til allra heilla! csPS GESTI ÞINGSINS BJÓÐUM VÉR VELKOMNA K0MIÐ VIÐ HJÁ “ BAY’’ Vanhagi yður um eitthvað getið þér verið vissir um að fá það í búð vorri. MÁLTIÐIR VORAR ERU VIÐURKENDAR Látið oss sýna yður um búðina ^ttíbSáJttyl>att dompangi. IMCOWOAATCt MAY 1*70.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.