Heimskringla - 16.02.1949, Page 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 16. FEBR. 1949
RUTH
Þýtt heíii G. E. EyioidL
Með svo gleðigeislandi andliti, að Ruth
varð að viðurkenna, að það var af kvíða fyrir
herra sínum, en ekki ótta, stóð hann tilreiðu að
hella í annað glas handa honum, en Mr. Bord-
wick sagði á sinn vanalega góðmannlega hátt:
“Nei, þakka þér fyrir drengur minn, það er
að sönnu deyfandi, en það getur ekki rekið
hugsanir manns úr huganum”, Og er hann mætti
augna tilliti Ruths, sagði hann: “Eg má biðja
fyrirgefningar fyrir hve eg er utan við mig í
kvöld — það hefir komið nokkuð óþægilegt fyr-
ir mig í dag.”
“Líklega út á plantekrunum”, svaraði hún
dræmt.
“Nei, það var niður í Dassaen við f jallsrót-
ina. Eg kom, því miður, of seint til að koma í
veg fyrir óhappið. Einn maður þar uppfrá hafði
fengið úlfaæði, og I brjálæði hafði hann, með
uppskurðar sveðju ráðist á hvern sem fyrir var.
Fólkið safnaðist saman og drap hann eins og
villidýr.”
“Hræðilegt!”
“Eg hefði ekki átt að segja þér þetta”, sagði
hann er hann sá hana hvítna upp og halla sér
aftur í stólinn.
“Jú, jú”, sagði hún og hristi höfuðið í ákafa
“segðu mér hve margir voru særðir?”
“Ekki margir, og engir dauðsærðir, til allrar
hamingju, hér innfæddur læknir kom strax og
sagðist geta grætt þá sem særðust. Mér þótti svo
mikið fyrir um manninn sem varð brjálaður.”
“Þú hefir þá þekkt hann?”
“Já, hann var allra skikkanlegasti maður, og
upp til skams tíma var hann Dalong, það er að
segja, einn af þeim fáu sem kunna hið gamla
Hindumyther, og kunni að leika “brúðuhjartað ,
fyrir fólkið. Það er í sjálfu sér mikil áreynsla,
því fólkið situr helst alla nóttina að horfa á það,
og til þess að geta haldið það út, þarf Dalongin
að hafa fjarska sterk lungu; en hann hafði ekki
sterk lungu, svo hann fór að drekka opium
blandað vín til að halda sér við. Með hjálp þessa
djöfullega meðals gat hann, vesalingurinn, hald-
ið út í tólf tíma í einu og áleit það stóra frægð.
Og að gera þetta nótt eftir nótt, fór hann að
taka stærri og stærri skamta, og með því eyði-
lagði hann heilsu sína og endirinn var, eyðilagð-
ur líkami og sál, og að síðustu að deyja sem villi-
dýr”.
Ruth dæsti við að heyra þetta.
“Já það er satt”, sagði hún í niðurbældum
rómi, eins og manni er tamt, er maður talar um
eitthvað ógeðfelt, “hér í landi er víst mikið af
þessum vesalings opíum notendum.”
“Það er ekki eins illt hér hjá okkur, eins og
í Kína,” sagði hann alvarlega. “En opíum nautn-
in eykst ár frá ári, það er sorglegt til þess að
hugsa.”
“Getur stjórnin ekki komið í veg fyrir það,
að minsta kosti að einhverju leyti?”
Hann brosti biturlega.
“Stjórnin reynir að ímynda sér, að hún sé
í alvöru að gera það, en samt sem áður heldur
hún áfram að flytja inn eitrið, og hefur stórkost-
legar tekjur af opíum sölunni.”
“Skammarlegt!” sagði bún, og reiðin bloss-
aði úr augum hennar.
“Já”, sagði hann, “það er gömul og ný saga
að almenningurinn verður að líða, þegar um
gróða stjórnarinnar er að tala, og hin stærsta
sönnun fyrir því, í sögu síðari alda, er enska
stjórnin.”
Hún horfði stórum augum á hann og roðn-
aði. “Englendingar eru mitt fólk”, sagði hún
eins og til að gefa honum viðvörun um, að tala
gætilega um þá, og taka tillit til sín, áður hann
segði meira.
f “Jæja. Skoðar þú þig sem enska?” sagði
hann undrandi. “Það vissi eg ekki. Maður getur
ekki tileinkað allri þjóðinni syndir hvers ein-
staklings, svo þú þarft ekki að taka það til þín.
Auðvitað, þegar straffið kemur — því syndir
feðranna straffast fyr eða sáðar — þá fær fjöld-
inn að líða fyrir þær.”
“Og í hverju eru syndir Englendinga fólgn-
ar, ef eg má spyrja?” sagðihún og horfði stíft
á hann.
“Ef sannleikurinn er sagður, þá eru þeir
sekari um alla opíum söluna í Asíu, en nokkur
önnur þjóð. Englendingar framleiða svo mikið
opíum á Indlandi, að það er nóg til að forsýnja
allan heiminn. Þeirra beztu viðskifta menn eru
Kínar, hvar sem þeir eru, því það eru engir svo
sólgnir í opíum nautn eins og þeir, því þeir sýn-
ast þola það bezt. Það var sú tíð, og það ekki
fyrir löngu — að kínverska stjórnin gerði allt
sem hún gat til að verjast því að eitrið væri flutt
inn í landið, því þeir hræddust hin siðspillandi
og eyðileggjandi áhrif þess. En það kom fyrir
ekkert. Með smyglingu, mútum, eldi og sverði,
lukkaðist um síðir, hinu kristna enska fólki að
þvinga heiðingjanan í Kína til að leyfa sölu á
því.”
Hún horfði alveg hissa ofan fyrir sig.
“Hvenær var þetta”, spurði hún.
“Hefurðu ekki heyrt neitt um hið svokall-
aða Opíumstríð, sem austur Indverka félagið
'háði í Kína í tíu ár, frá 1840 —1850?”
“En maður getur þó ekki sakað bresku-
stjórnina um allt sem félagið gerði”, sagði hún.
“En hvað skeður þegar breska stjórnin tók
í sínar hendur eignir félagsins, þá heldur breska
þjóðin kínastríðinu áfram til 1861”.
“Hættu nú!” sagði hún og leit upp, “Eg
veit fyrir víst, að það stríð var háð til að opna
kínverskar hafnir fyrir Evrópiskri verzlun”.
“Já, að vísu, en sérstaklega fyrir þeirri vöru
sem breska ríkið sóttist mest eftir að selja þeim
sem var opíum, sem það nú framleiddi ög seldi
fyrir sinn eigin reikning.”
Ruth beit sig í varirnar.
Eftir litla stund sagði hún í bitrum róm.
“Mér skilst að þér sé ekki vel við Englend-
inga.”
“Jú, mér er vel við þá, þrátt fyrir þetta,”
sagði hann. “Eg álít þá að mörguleyti sem fyr-
irmyndar fólk. Eg á marga góða vini meðal Eng-
lendinga, og meðal annars er Harry Burnand.
En sá góði maður hatar og fordæmir opíum-
verzlunina ennþá meira en eg.”
“Já, hún er líka fyrirdæmingar verð”, sagði
hún með hægð, “eg vildi ógjarnan hafa það á
samviskunni”, og þá stundina fannst henni það
ekki vera neinn stórheiður að telja sig til þeirra,
lét hún í ljósi með því, eins og að afsaka sig og
friða hug sinn:
“Faðir minn var Þýzkur.”
Hún sagði þetta svo sakleysislega, að það
glaðnaði yfir honum, og málrómurinn varð næst-
um spaugandi:
“Eg veit að föðurland þitt er Ástralía
svo þú ert eiginlega hvorki ensk, þýzk eða
Australisk, en fremur alþjóðaleg. Það gefur þér
stóra yfirburði yfir okkur, sem eigum bara eitt
föðurland, sem við ýmist skömmumst okkar fyr-
ir, eða hrósum okkur af — því fólkið, er eins og
einstaklingarnir — hvergi fullkomið.”
“Og í hverju er yfirburðir mínir fólgnir?”
“Að þú hefur, svo að segja, þrjú föðurlönd,
og getur altaf tileinkað þér, það, sem þá stund-
ina nýtur mests álits.”
“Þú ert að gera narr að mér!”
“Alls ekki, það kæmi mér síst til hugar.”
Síst þessa stundina ,hefði hann getað sagt, því
það var fyrst núna síðan hann sá hana, að hún
gerði þægileg kvenleg áhrif á hann, og er sam-
talinu lauk hafði hann komist að því, að hún
átti göfugan hugsunarhátt.
Er hann, hálftíma síðar, sat einn við skrif-
borðið sitt, niðursokkinn í skrifstörf, var hurðin
opnuð og Ruth stóð í dyrunum með Malayisku
málfræðina í hendinni.
“Má eg setjast hérna inni”, spurði hún hálf
feimin.
“Já, auðvitað”, sagði hann og stóð upp, og
tók saman bækur sínar. “Hér ej nóg rútn — eða
við hitt borðið, eins og þér líkar bezt —”, er
hann sá að hún fór að litlu marmaraborði, sem
stóð nálægt skrifborðinu hans.
“Sidin, viltu gera svo vel og færa henni
lampa.”
Þjónninn sem hafði setið á hækjum sínum
út í einu horninu, stóð upp og sótti það sem hon-
um var sagt. Með dálitlum hjartslætti settist
Ruth við borðið, en hann settist aftur við skrif-
borðið sitt.
“Það var of heitt inni hjá mer,” sagði hún
til að afsaka komu sína.
“Já, eg býst við því,” sagði hann.
“Og á svölunum var allt fullt af skríðandi
kvikindum. — En--------,” hún þagnaði og leit í
kringum sig, “eg vona að það sé ekki eins hér.
Upp á svölunum undir þakinu er allt fullt af
smá dýrum. Hvað eru þau kölluð?”
“Það er allslags samsafn. Ferfætlur, Yock-
oer, köngulær, nætur sumarflugur og því um
líkt.”
Nú kom Sidin með lampann. Ruth þakkaði
honum með brosi á andlitinu, og ætlaði nú að
læra af kappi, er henni datt allt íeinu í hug, hve
hrædd hún hafði verið í gær.
“Það er líklega ekki hættulaust að ganga
um í garðinum?”
“Hættulaust? Hvað meinar þú?”
“Þú talaðir nýlega — um tigrisdýr —” hún
roðnaði því henni flaug í hug orsökin til þess
að hann nefndi tigrisdýr.
“Ó, já, það var í nágrenni við Tanddur, en
það er langt héðan.”
“Mér var sagt að iþað moraði af tigrisdýr-
um á Java.”
“Það er feikilega orðum aukið,” svaraði
hann og brosti. “Tigrisdýr eru að vísu til og
frá á Java, nema við norður ströndina. Hér á
þessu ræktaða svæði verður maður ekki oft var
við það.”
“En það kemur þó fyrir?”
“Ó-já, en tigrisdýraveiðar er þó sjaldgæf
skemtun hér.”
Hún horfði áhyggjufull ofan fyrir sig,
opnaði svo varirnar, eins og hún ætlaði að segja
eitthvað, en lét þær svo aftur.
“Nú jæja?” spurði hann, er hann sá að hún
leit ráðleysislega út.
“Eg vil ekki vera að ónáða þig með spurn-
ingum mínum.” sagði (hún, eins og annarshugar.
“Um ónáðun er alls ekki að tala, þegar mað-
ur hefur ekki talað þýzku svo lengi, mér þykir
vænt um hvert tækifæri sem mér gefst til þess.
Mér er ánægja að heyra þýzku talaða og tala
hana sjálfur.”
“Þú mætir víst ekki oft samlöndum þínum”.
“Síðast liðin fimm ár, hef eg svo að segja,
ekki mætt þýzkum manni.”
“Mér þykir bara stór undarlegt að þú hefur
ekki gleymt móðurmálinu þínu.”
Hann brosti, sínu einkennilega brosi, sem
ekki sást í kringum munninn, en skein úr aug-
um hans.
“Eg er tossi að læra”, sagði hann, “en það
sem einu sinni kemst inn í höfuðið á mér, þá
vanalega situr það þar — og nú — hvað er það
sem þú berð fyrir brjóstinu?”
“Eg vildi gjarnan fá að vita hye langt garð-
urinn nær?”
“Æði spöl útfyrir hæðina. Þú getur gengið
þig þreytta í garðinum.”
“Maður þarf þá ekki að hræðast tigrisdýr,
— eða önnur hættuleg dýr.”
“Nei, ekki í garðinum. Þú hefir varla þorað
út úr húsinu?”
Nú fór hún að hugsa um ferðina sína í
morgun út í garðinn, og það kom ofurlítill hæðn-
is svipur á hana.
“Jú, í morgun fór eg út í garðinn af bláberri
forvitni, og rakst þar á ýmsa gamla kunningja.”
“Kunningja?”
“Frá Þýzkalandi, sem virðast ekki Mða sem
bezt hér í hitabeltinu. Bringiberin til dæmis.”
“Ah! Nú skil eg. Bara ef bringiberjunum
líður svo illa? Þau vaxa vilt hér í skóginum.”
“Er það mögulegt?” sagði hún dræmt.
“Já”, sagði 'hann. “en þau eru nokkuð beisk
á bragðið. Líklega af því þau sakna vetrar hvíld-
arinnar.”
“Og hvernig er það með jarðarberin?”
“Þau þnífast ágætlega hér í fjögur þúsund
feta hæð. Hérna er heldur heitt fyrir þau, þó
þau séu ætileg.”
Henni fannst hún vera að tapa í samræð-
unni, en vildi þó ekki gefa eftir.
“Og Ferskenerni?” spurði hún. “Eru þau
líka ætileg?”
“Hefurðu prófað þau?”
“Já,” svaraði hún, og gretti sig.
“Það var óhyggilegt. Þú hefðir átt að láta
sjóða þau.”
“Og eplin,” sagði hún með glettnislegu
brosi, “eru þau ekki æt fyr en búið er að sjóða
þau?”
“Er þá gómurinn aðal dómarinn í þessu?”
sagði hann til að koma í veg fyrir þessa þreyt-
andi spurningar. “Eplatré með sín fínu ljósu
blómstur hefur líka sitt fegurðar gildi.”
Nú skein ánægja úr augum hennar. Hefnd-
in er sæt. Hvað eftir annað hafði hún orðið að
gefa eftir og viðurkenna, að þessi leiðinlega
manneskja vissi allt betur en hún. Nú hafði hún
tækifærið og vildi ekki láta það sleppa úr hendi
sér.
“Eg hef ekki skoðað eplatré frá fegurðar-
legu sjónarmiði,” sagði hún og deplaði augun-
um hrekkvíslega. “Það var öðru máli að gegna
með stjúpmóðurblómin — og primulaene.” Hún
sagði hvert orð með sérstakri áherzlu og kýmni.
“Þetta lætur í eyrum mínum eins og háð og
spott,” sagði hann. f
Hún horfði dálítið skelkuð á hann, en er
hann brosti, sagði hún hróðugt:
“Finnst þér ekki að dáHtið spott eigi hér
við?”
“Getur verið, en eg sé ekki hversvegna?”
“Þú beitir valdi gegn hinni dýrðlegu hita-
beltis-náttúru þarna uppi í garðinum.” |
“Með því að eg þvinga hana til að láta
plönturnar vaxa og þrífast, sem af sjálfu sér
mundu ekki vaxa þar og þrífast? Já, og það geri
eg líka á plantekrunum mínum þar sem náttúr-
an vill hafa frumskógatré, tek eg þau burtu og
planta kaffi og te 1 staðinn.”
“Það er allt annað, því kaffi og te eiga hér
heima.”
“Fyrirgefðu, kaffi plantan er innflutt
hingað frá Arabíu, te-plantan frá Kína, já, sjálf
hrísgrjónin, sem er aðal fæða innfædda fólks-
ins er ekki uppraflega Java ávöxtur.”
“Nú, jæja,” sagði hún og ypti óþolinmóð-
lega öxlum. “Þegar maður vill taka það þannig,
þá eiga iíklega flestar piöntur rót sína að rekja
til annarra landa, enda gerir það ekkert til þeg-
ar þeim verður ekki um of ervitt að halda tilveru
sinni lí ókunnum jarðvegi, en iþað gera ekki
Þýzku plönturnar þínar hérna. Það getur skeð
að kaffið þitt jafnist á við bezta Mecca kaffi, en
þessi kryppluðu aumingja stjúpmóðurblóm, eru
þér ekki til neins lofs.”
Hann hafði sjáanlega gaman af ákafanum í
henni, og brosið á andliti hans varð að hlátri,
sem hristi hans stóra líkama, en annars heyrðist
varla til hans.
“Eg hef ekki komið nýlega þangað uppeft-
ir , sagði hann. “En — krypplaðir aumingjar?
Það er blátt áfram hræðilegt að heyra það! Eg
þarf að láta setja nýjar plöntur.”
“En því þá endilega?” sagði hún hálf ergi-
leg. “Því þurfa það endilega að vera þýzkar
stjúpmóðurplöntur í landi sem er svo auðugt
af skrautblómum, sem ekkert getur jafnast á
við?’.
“Þessi ógna fegurð,” sagði hann glaðlega,
“á ekki að öllu leyti við minn smekk, Eg kýs
fremur hið andríka.”
“Þetta er bara fyrirsláttur,” muldraði hún,
“það er eitthvað á bak við það.”
Hún horfði aftur efablandin á hann. Hann
var í góðu skapi, svo hún sagði stutt ogákveðið:
“Sjálfs-elska. Það sem ekki vill vaxa, það
skal vaxa, þrátt á móti náttúrunni!”
“Hm, hm,” sagði hann og strauk hendinni
um skeggið .“Það er ekki víst að þú hefir svo
rangt fyrir þér. Manns sálin er þrákelkin, hún
hættir ekki að láta sig langa eftir því, sem einu
sinni var. Hið nýja getur verið dýrðlegt, en það
sem var verður iþó ávalt ríkast í huganum —.
Hefur þig nokkurn tíma íangað heim?”
“Heim?” endurtók hún undrandi. “Já,
sannarlega, íyrstu vikurnar sem eg var í Brem-
en, gat eg ekki glaðst af neinu.”
“En svo hvarf það?” Hún kinkaði kolli.
“Já, sjáðu til, eg er maður sem aldrei get
losast við heimþrá. Það koma dagar og vikur
sem sú þrá fær alveg yfirhöndina yfir mér, þá
leita eg mér fróunar í þessum litla garði, sem
við vorum að tala um.”
Blóðið steig upp 'í andlit hennar. Hún
horfði sínum fögru augum, hrygg í huga, á
hann, og sagði, stamandi:
“Fyrirgefðu mér — eg gat ekki hugsað —.”
“Að það yxu fjólur, Prímulur, stjúpmóðir-
blóm, jarðarber og Bringiber í garði foreldra
minna í Bremen,” svo bætti hann við. “Nei, þú
gast auðvitað ekki vitað það.”
Svo varð þögn um stund. Hann var farinn að
skrifa aftur, hún hélt á bókinni í hendinni, en
las ekki. Hún var eldrauð í andliti, aldrei hafði
henni liðið svona illa. Eins tilfinninganæm eins
og hún í eðli sínu var, skammaðist hún sín fyrir
að hafa gert háð að því sem var helgidómur
annarar manneskju, og henni fanst stærilæti sitt
bugað með því, að hún hafði fulla ástæðu til að
skammast sín. En svo náði gremja yfirhönd-
inni hjá henni, er Mr. Bordwick kveikti sér í
sígar, án þess að hugsa um hana.
“Þarna sér maður það aftur”, hugsaði Ruth
illgirnislega. “Þar sem dömur eru inni reykja
menn ekki, eða að minsta kosti ekki nema að
biðja um leyfi til þess — það er kurteisis regla
allra siðaðra manna. En ef eg færi að reyna að
gera honum það skiljanlegt, þá gæti það orðið
mér til ills. Hann er fljótur að koma fyrir sig
orði, en oftar málafærslu maður. Á augnabliki
hefur hann, í hverju sem er, sýnt að hann hefur
ávalt rétt fyrir sér, en eg rangt. Eg skal gæta
miín, að hann þurfi ekki að fagna yfir slíkum
sigrum.”
Hún sagði ekkert, en er fyrsti reykurinn
kom nálægt henni, baðaði hún óþolinmóðlega
með báðum höndum á móti honum. En hún
þurfti ekki að gera þetta nema einu sinni, hann
sá það og opnaði gluggann og henti sígarnum út.
En henni fanst nú þetta alt of mikil kurteisi.
Hefði hann bara beðið hana að fyrirgefa, þá
hefði hún strax náðarsamlega lofað honum að
reykja eins mikið og hann vildi. Hún hafði ekk-
ert á móti reykjarlyktinni, hún var vön því frá
Bremen, og hún vissi hve föðurbróðir sinn naut
betur hvíldarinnar eftir dagsverkið, er hann
reykti sigar á kvöldinn. Svo hún sá strax að með
þessu látbragði sínu hafði hún sýnt hina mestu
ókurteisi gagnvart herra húsins. Hún var hér
inni í skrifstoíunni hans, og hafði engan rétt til
að setja honum reglur, þetta var að verða henni
óbærilegt.
“Góða nótt”, sagði hún og stóð upp, og áður
en maðurinn hennar hafði tækifæri til að segja
eitt einasta orð var hún horfin og skelti hurð-
inni á eftir sér. Hún var með gremjutár í aug-
unum er hún kom upp í svefnherbergið sitt.
“Já, enn hefur hann borið sigur úr bítum”,
hugsaði hún. “Bara að eg gæti einhvern tíma
auðmýkt hann, gert hann svo lítinn, að hann yrði
að roðna og fyrirverða sig! þá yrði mér léttara
fyrir hjartanu!”
21. kafli
Með brennandi ósk í huganum, að geta
fundið eitthvað til að setja útá Mr. Bordwick,
og finna einn eða annan veikan púnkt í lundar-
fari hans, sem hún gæti notfært sér. Þegar hann
var heima veitti hún nána eftirtekt hverri hans
hreifingu og hvað sem hann gerði; þegar hann
var ekki heima hugsaði hún um hvert) orð sem
hann hafði sagt til að reyna að finna eitthvað
sem hún gæti notað gegn honum, og sérstaklega
vakti hún nákvæmlega yfir því, hvernig hann
breytti við fólkið sitt.
Það var heill fjöldi af þjónustufólki, fyrir
hvert viðvik í húsinu var maður eða kona, það
fór sér allt hægt og sýndi enga hræðslu á sér, en
vann allt sem því var ætlað að gera trúlega.