Heimskringla - 09.03.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.03.1949, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. MARZ 1949 Allir menn eiga tvö föðurlönd, sitt eigið og Ítalíu ^Átthaga-flug 97 Menn eru að tala um kulda hér. En hugsaðu þér bara það, að í nóvember í haust var svo kalt í Neapel, Róm og í fjöllum Norð- ur-ftalíu að menn urðu þar úti í frosti og snjókomu. Skyldi mönnum hér geta komið þetta til hugar? Þannig fórust hinum góð- kunna söngvara og listamanni Eggert Stefánssyni orð er eg hitti hann að máli í gær, en hann er fyrir nokkru kominn hingað heim frá ítalíu, þar sem hann hefir dvalið ásamt konu sinni síðan í fyrravor. Þú finnur þá ekki til mikilla viðbrigða við komuna hingað í snjóinn og fjúkið þó að þú hafir nýlega verið í landi sólarinnar? Nei, mér finst aldrei kalt á fs- landi. Það er einhver innri eldur í brjóstum fólksins hér, sem vermir út frá sér. Eg fann Hann strax á leiðinni heim. Eg kom með Vatnajökli frá Antwerpen og var 6 daga frá Skotlandi. — Stöðugur stormur alla leiðina. En það er ánægjulegt að vera með íslenzkum sjómönnum. Hreysti þeirra er þjóðarauður. er sérstaklega auðvelt að ferðast um ítalíu. Þar eru einhverjir bestu langferðavagnar sem eg þekki. Þeir ganga um alt landið og til útlanda, alla leið til París- ar og norður til Stokkhólms. Það er ódýrt að ferðast með þessum vögnum og svo er hægt að greiða fargjaldið í gjaldeyri þess lands, sem lagt er upp frá. Það er dásamlegt að ferðast um þetta fagra land og sjá það líða framhjá sér og alt umhverf- ið fult töfrandi fegurðar, en sitja sjálfur í þægilegum skrautvagni. Það er líkast'fagurri draumsýn. Við komum í sumar til Florenze, Rómar, 'Pompey, Capri og til hins heilaga Franz í Assisi. í Róm hlustuðum við á óperur í Baselica Romana Mazzenio. Þar eru kórverk og óperur færð upp i rústum og göngum hinnar fornu Rómaborgar en Palatin hæðirnar og Forum Romanum blasa við sjónum áhorfandans. Þar blundar, eða réttara sagt lif- ir saga Rómaborgar í steini og rústum. Bergmálið hvíslar og kór andanna endurómar sorgleiki fornaldarskáldanna. Þú ert búsettur í ftalíu? Já, við Lelia eigum heimili í Schíó, sem er fjallabær á Norð- ur ítalíu. Þegar eg lít út um gluggan minn þar sé eg f jöll, sem minna mig á ísland. Það eru litlu Dalamitarnir. Frá Schíó er ekki nema bæjarleið til hinna fögru borga Feneyja, Padua og Vic- ense. Konan mín skrifaði fyrir nokkru grein um ísland í ítalska blaðið “Giornale Di Vincense”. Eins og að líkum lætur bar hún íslandi vel söguna og vona eg að greinin hafi vakið dálitla athygli á fslandi. Hvernig gengur lífið þarna syðra um þessar mundir? Þar virðist vera nóg af öllu. Nógur matur, smjör, mjólk, kaffi o. s. frv. Það er mikill munur að koma þangað frá Frakklandi, þar sem margt vantar. ítölsku blöðin gátu þess að 1. janúar, en hann er mesti hátíðisdagur ítala, að öll veitingahús hefðu þá verið yfirfull enda þótt máltíðin kosti 10 þúsund lírur. Fólkið virðist hafa mikil peningaráð. Iðnaður- inn á Norður-ítalíu er að komast í fullan gang og afkoma manna er betri þar en þegar sunnar dregur í landið. En hvernig er ástandið að öðru leyti ? Landið og þjóðin er eins og hún var. ftalía er og verður altaf móðurland listanna í Evrópu. — Hinn frægu ummæli Victor Hugo, allir eiga tvö föður lönd, sitt eigið og ítaláu eru ennþá í fullu gildi. Við hjónin ferðuðumst tölu- vert um landið á s.l. sumri. Það ARTHRITIC PAIN? Rheumatic Pains* Neuritic Pains? Lumbago? Pains in arms, legs, shoulders? Take amazing New "GOL- DEN HP2 TABLETS” and get real lasting relief from the pains of Arthritis and Rheumatism. 40—$1.00, 100—$2.50. STOMACH DISTRESS? Afraid to Eat? Acid Indigestion? Gas? Heartburn? Sour Stomach? Take amazing New “GOLDEN STOMACH TABLETS” and obtain really lasting relief for touchy nervous stomach conditions. 55—$1.00, 120—2.00, 360—$5.00. MEN! Lack Normal Pep? Feel Old? Nerv- ous? Exhausted? Half Alive? Get most out of life-Take “GOLDEN WHEAT GERM OIL CAPSULES”. Re-vitalizes the entire system for people who refuse to age beforc their time. 100—$2.00, 300—$5.00. REDUCEI WHY BE FAT? New, easy wav takes off pounds, inches. Stay slender, youthful looking, avoid excess fat (not glandular) with the “GOLDEN MODEL” Fat Reducing Dietary Plan. Amazingly successful in helping fat women, men too,. to lose pounds quickly, sanely. You eat less and like it. "GOLDEN MODF.L” is supplied as a Dietary Supplement. Have a "fashion-figure”. Men want wives to re- tain their youthful appearance. Reduce safelv—no starvation, no laxatives, no exercises—by following the "GOLDEN MODEL’’ Fat Reducing Dietary Plan. 33 day course $5.00. All remedies can be obtained in all Drug stores or mailed direct from Golden Drugs St. Mary’s at Hargrave WINNIPEG, Man. Fjárhagur þjóðanna er oft hafður að mælikvarða á gildi þeirra. En hvað er það, sem er verðmætast í lífinu? Það er menningin. Hin andlega auðlegð er mesta verðmæti þjóðanna. ít- alía er rík af fegurð, menningu og menningarstofnunum, sem j listamenn hennar hafa gefið henni á liðnum öldum. Og fólkið sækir þrótt og styrk í þessi and- legu verðmæti, listina. Öll ítölsk listasöfn eru oftast full af fólki. Eg var á Gamlárskvöld í Par- ís og átti þar ánægjulegar stund- ir með mínum góðu vinum, frú Mörtu og Petri Benediktssyni, sendiherra. Þar voru einnig nokkrir fleiri íslendingar. Við nutum þar íslenzkrar gestrisni eins og hún er best heima á ís- landi. Ertu kominn hingað til lang- dvalar í þetta sinn? Eg veit það varla, líklega verð- ur þetta aðeins snögg ferð. En það er altaf jafn dásamlegt að koma heima til íslands, hvort sem þar er vetrarsnjór eða björt og mild sumarnótt. S.Bj. —Mbl. 29. jan. MINNINGARORÐ Einar Jónson Breiðfjörð fæddist í Sælingsdal í Hvamms- sveit í Dalasýslu 2. ágúst 1864. Hann andaðist 30. janúar 1949 á heimili dóttur og tengdasonar í Bantry N. Dak. 84 ára og 6 mán- aða að aldri. Banamein hans var heilablóðfall. Banalegan var stutt, aðeins tveir dagar. Hann leið út af eins og ljós, þjáninga- laus. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Sælingsdal og kona hans Þuríður Grímsdóttir. Hann var í foreldrahúsum til 12 ára aldurs. Eftir það var hann á ýmsum stöðum, þar til hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðnýu Jónsdóttur Danielssonar frá Borgum á Skógarströnd árið 1891. Þá tóku þau við búi föður hans á Árnhúsum á Skógar- strönd. Þaðan fluttu þau til Am- eríku árið 1893. Þau settust að í Mouse River byggðinni í N. Dak. Einar heit- inn tók þar heimilisrétt á 80 ekr- um af landi 1894 og fékk eignar- rétt á þeim 1899. Árið 1901 flutti hann til Swan River, Manitoba og tók þar land. Á því bjó hann þar til hann flutti aftur til Mouse River árið 1915. Þar tók hann aftur rétt á 80 ekrum af landi í Sandhólunum svokölluðu, og keypti aðrar 80 ekrur, á þeim bjó hann til 1936 að hann flutti til Upham, N. Dak. í des. 1949 fóru þau til dóttur sinnar í Ban- try eins og áður er sagt. Einar heitinn var fríður mað- Árlegar hóp-flugferðir til íslands í Bandaríkjunum og Canada búa íslendingar, og fólk af ís- lenzku bergi, svo skiftir þúsund- um. Vitað er, að fjöldi þessa fólks hefir ekki átt þess kost, að skreppa “heim” til að líta aftur hina dásamlegu náttúrufegurð íslands, sjá þær miklu framfarir er orðið hafa með þjóðinni á síð- ustu árum og til að heilsa uppá ættingja og vini, vegna þess, að þar til nýlega, er flugferðir hóf- ust, var ekki um að ræða annan farkost en járnbrautir og skip. Varð þá oftast ekki komist til íslands, nema með því að sigla fyrst til Englands eða Danmerk- ur, vegna skorts á beinum ferð- um, enda fór allt að tveim mán- uðum í ferðalagið fram og aftur. En síðan beinar skipaferðir hóf- ust milli New York og fslands tekur tæpann mánuð að sigla þessa leið fram og aftur. Jafnvel það er of langur tími fyrir þá sem fá aðeins tveggja vikna sum- arfrí, en eru annars bundnir við störf sín hér vestra. En, eins og kunnugt er, hafa flugvélar nútímans stytt allar fjarlægðir svo mjög að nú er að- eins um 13 stunda flug frá New York til fslands, sem þýðir: hér í dag, en þar á morgun. Með því að fljúga, er því auðvelt að' skreppa til fslands frá Vestur- álfu í venjulegu sumarfríi. Flestir þeir, sem einusinni hafa flogið, eru sammála um það, að varla sé hægt að hugsa sér öllu þægilegra ferðalag. Flug- vélarnar fljúga venjulega ofan- við ský og vinda, í um 10 til 12 þúsund feta hæð, enda er líkast því sem menn sitji í góðum bíl á rennisléttum vegi. Hraða flug- vélarinnar verður ekki vart, eftir að hún er komin til flugs, enda þótt flogið sé með um 300 mílna hraða á klukkustund. Flugfar- þegum fer stöðugt fjölgandi, — eins og skýrslur bera vitni, og er öryggi flugsins talið jafnvel meira en með öðrum farkosti. Á því er enginn vafi, að í náinni framtíð mun fólk almennt skreppa flugleiðis í sumar- og vetrarfríum til hinna fjarlæg- ustu staða á jörðinni. Nú hefir oss hugkvæmst að stofna til árlegra hópferða milli Ameríku og íslands, er kalla mætti “átthaga-flug”. íslending- ar vestahafs og aðrir, sem taka vildu þátt í slíku hópflugi, gætu þannig flogið saman í sérstakri flugvél, og nokkuð ódýrara en ella. Um 30 farþegar gætu verið í hverjum hóp, og mundi farar- stjóri verða kosinn, þeim til fræðslu og leiðbeiningar. Jafn- framt er gert ráð fyrir að með hverjum hóp sé vanur kvikmynd- ari, er taki litfilmur af allri för- inni. Filmurnar yrðu síðan sýnd- ar opinberlega bæði á íslandi og meðal íslendinga vestanhafs, og rynni ágóðinn af slíkum sýning- um til eflingar á starfsemi Þjóð- ræknisfélagsins, til aukinnar kynningar og skilnings milli íslendinga og Ameríkumanna. Væri nú æskilegt að þeir sem áhuga kynnu að hafa á að taka þátt í slíkum hópferðum til fs- lands, skrifuðu undirrituðum sem fyrst, og tilkyntu hvaða tími hentaði þeim bezt og hve lengi þeir kysu að dvelja á fs- landi. Ferðalaginu mundi síðan hagað sem mest í samræmi við óskir meirihluta væntanlegra þátttakenda. Þess skal og getið, að reynt verður að finna möguleika til þess, að stofna til hliðstæðra hópferða frá íslandi til Vestur- heims, enda þótt miklir annmark- ar séu á að koma því í fram- kvæmd, vegna gjaldeyris- vandræða þeirra, sem íslending- ar eiga nú við að búa. Gunnar R. Paulsson 165 Broadway New York 6, N. Y. ur sýnum. Meðalmaður á hæð og vel vaxinn. Léttur á fæti og fljótur í hreyfingum og hélt hann því til dauðans. Hann var bókamaður mikill. Fróður og vel að sér og svo ættfróður að orð var á gert, enda stál minnugur. Svo var hann ratviss að til var tekið. Starfsmaður var hann mik- ill en gekk þó ekki ávalt heill til verks, því hann var heilsutæpur mest af æfinni, þjáðist af magn- leysis sjúkdómi um langt skeið og á síðari árum af meltingar- leysi, en samt sem áður var hann sívinnandi þegar hann gat fylgt föfúm. Einar heitinn var sérlega gest- risinn og góður heim að sækja, kátur og ræðinn. Þau hjónin höfðu gott lag á að láta fara vel um gesti sína. Enda var oft gest- kvæmt hjá þeim. Einar var á- gætur heimilisfaðir, ástríkur eig- inmaður og faðir, einlægur vin- ur, góður og greiðvikinn ná- granni og vildi öllum gott gera. Þau hjónin eignuðust 7 börn, 4 af þeim dóu 1 æsku en 3 lifa og trega föður sinn ásamt ekkj- unni. Þau eru þessi: Þuríður — (Mrs. Hallur Ólafsson) Bantry, N. D.; Vilhelm í Thief River Falls, Minn.; og Málfríður (Mrs. S. H. Elliot) Minot N. Dak. 12 barnabörn syrgja afa sinn og 1 barnabarna'barn. Tvö systkini hans eru á lífi: Þórður í Blaine, Wash., og Þur- íður (Mrs. H. Johnson) í Upp- ham, ásamt fjölda af frændum og vinum. Greftrunar athöfnin fór fram í íslenzku kirkjunni í Upham að viðstöddu fjölmenni, þrátt fyrir ófæra vegi og illt veður. Prestur safnaðarins, Rev. G. E. Ámunds- son stýrði athöfninni. Einars heitins verður lengi minst af samferðamönnum hans. Vinur MINNINGARORÐ Dr. Helgi Pjeturss Fregnin um andlát dr. Helga Pjeturss kom ekki að óvörum. Hann hafði verið heilsuveill und- anfarið og legið rúmfastur um skeið. Hinn íturvaxni, glóhærði og sviphreini öldungur, sem hvert mannsbarn í Reykjavík kannaðist svo vel við, var hætt- ur að venja komur sínar í sund- laugarnar, og seinasta árið hafði enginn séð hann á morgun göngu um götur bæjarins. Dr. Helgi fæddist 31. marz 1872 í Reykjavík. Var hann snemma settur til mennta og lauk stúdentaprófi vorið 1891. Að loknu stúdentaprófi las Helgi náttúrufræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Lauk hann það- an jneistaraprófi í jarðfræði í árábyrjun 1897, en doktorsrit- gerð sína, sem fjallaði um jarð- fræði fslands, varði hann við Hafnarfiáskóla 1905. Við dauða dr. Helga Pjeturss féll í valinn einn hinna glæsileg- ustu og fjölhæfustu vlsinda- manna, sem ísland hefur alið. Á yngri árum, cinkum milli stúdentaprófs og doktorsprófs, ferðaðist Helgi mikið um landið til rannsókna á jarðfræði þess. Birtist árangurinn af þeim rann- sóknum jafnharðan í vísindaleg- um tímaritum, einkum í Bret- landi og á Norðurlöndum. í hinni miklu doktorsritgerð hans, sem kom út í Kaupmannahöfn 1905, birtust niðurstöður .rannsókn- anna í samfelldri heild. Fyris daga dr. Helga Pjeturss voru jarðfræðirannsóknir á fs- landi mjög í molum og þekking- in á jarðfræði landsins eftir því. Dr. Helgi bar fyrsfur manna gæfu til þess að safna molunum, fylla í eyðurnar og skapa heild- armynd af jarðfræði landsins, — aldri þess, þróunarsögu og upp- runa. Það er því ekki ofmælt að kalla dr. Helga föður íslenzkrar jarðfræði, enda hafa allar síðari rannsóknir á jarðfræði landsins að meira eða minna leyti byggt á þeim grundvelli, sem hann lagði með rannsóknum sínum um aldamótin. Það sem mun halda nafni dr. Helga á lofti, er skýring hans á uppruna móbergsins íslenzka. — Þessi margbreytilega bergtegund hefur bæði fyrr og síðar valdið jarðfræðingum heilabrotum, og áður en dr. Helgi kom til skjal- anna, hölluðust jarðfræðingar helzt að þeirri skoðun, að mó- bergið væri til orðið við eldsum- brot. Eftir ýtarlegar rannsóknir, aðallega á móbergsfjöllum Árnes sýslu, komst dr. Helgi að þeirri niðurstöðu, að móbergið hefði orðið til á jökultímanum fyrir samstarf elds og íss. Við athuganir á Búlandshöfða á Snæfellsnesi fann dr. Helgi fyrstur manna á íslandi sannanir fyrir því, að á jökultímanum hafi skipzt á köld og hlý tímabil. Áður héldu menn að jökultíminn hefði verið einn samfelldur fimbulvetur um milljón ára skeið. Dr. Helga tókst að sanna að svo hafi ekki verið, heldur skiptist jökultíminn í fleiri en eina ísöld, en á milli ísaldanna hafi verið voraldir, og hafi land- ið þá verið íslaust að minnsta kosti á láglendi. Ekki þarf að fjölyrða gildi þessara uppgötv- ana fyrir skilning manna á jarð- sögu íslands. Hið alþjóðlega gildi þessara uppgötvana var þó engu að síður mikilvægt og jók mjög við þekkingu manna á lofts lagsbreytingum jökultímans yf- irleitt. Öllum þorra íslendinga mun þó dr Helgi Pjeturss bezt kunn- ur vegna ritgerða þeirra og bóka sem hann skrifaði um heimspeki- leg efni á efri árum. Kappkost- aði hann að leysa torráðnustu gátur tilverunnar á náttúrufræði legum grundvelli og var sískrif- andi um hugðarmál sín. Það sem öðru fremur einkennir bækur dr. Helga, er frumleg hugsun og ó- venjuhreint og blæfagurt ís- lenzkt mál. T. Tryggvason. —Alþbl. 6. febrúar FRÉTTIR FRÁ ISLANDl tslendingar hata eginast höfundarrétt aö þjóðsöng sínum Hinn 13. september 1948 fól menntamálaráðuneytið sendiráði íslands í Danmörku að rannsaka hvort útgáfufélagið Wilhelm Hansen í Kaupmannahöfn ætti höfundarréttinn að laginu “Ó, guð vors lands”, og ef svo væri, að leita eftir kaupum á réttind- unum ráðuneytinu til handa. Athugun sendiráðsins leiddi í ljós, að Wilhelm Hansen átti réttindin, en gerði kost á að láta þau af hendi. Hefur mentamála- ráðuneytið nú keypt höfundar- réttinn að laginu. —Mbl. 26. jan- * * * Reykingar í ritgerð um krabbamein í Lesbók Mbl. segir Níels Dungal prófessor m. a.: “Hvað krabbameini viðvíkur má benda á þá staðreynd, að lungnakrabbi er miklu sjaldséð- ari hér en í flestum menningar- löndum. Orsök þess held eg sé aðallega sú, að sígarettureyking- ar hefjast seinna hér í stórum stíl heldur en í nokkru öðru menningarlandi Evrópu.” En hitt skrifar prófessorinn ekkert um, hve mikill óþrifnaður eyðsla og menningarleysi er að þessum fylgifisk “menningar- ínnar”: sígarettureykingunum. —Tíminn * * * Um 25 steina- og bergteg- undir sendar 20 háskólum íslenzka ríkið hefir gefið 20 amerískum háskólum steinasöfn héðan að heiman, og eru í hverju safni 25 — 28 helztu steina- og bergtegundir íslenzkar. Aðdragandi þessa máls er sá, að seint á árinu 1944 ákvað utan- ríkisráðuneytið að láta safna sýnishornum af helztu ste'ina- og bergtegundum hér á landi, í því skyni að gefa þau amerískum háskólum. Átti að gefa þessar steinategundir þeim háskólum í Bandaríkjunum, sem einkum hafa tekið við íslenzkum nem- endum eða veitt þeim náms- styrki. Var jarðfræðingunum Jóh- annesi Áskelssyni og Pálma Hannessyni falið að safna bergtegundunum og velja úr þeim, en af ýmsum ástæðum dróst það, að hægt væri að ljúka söfnun og ganga frá sendingun- um þar til í janúarmánuði í fyrra. Voru sýnishorn send til 20 bandarískra háskóla og voru í hverri sendingu 25 — 28 steina- og bergtegundir. Voru sýnis- hornin yfirleitt mjög áþekk. Um úthlutun safnanna til ein- stakra háskóla var farið eftir til- lögum sendiherra fslands í Washington, en þau voru síðan afgreidd um hendur ræðis- mannsskrifstofunnar í N. York Nú hefir utanríkisráðuneytið fengið staðfestingu á því að steinasöfn þessi eru komin í hendur viðkomandi aðila. —Viísir 24. janúar * * » Kandídatar frá Háskóla íslands f janúarmánuði hafa þessir kandídatar lokið prófi við há- skólann: ’ f læknisfræði: Hans Svane I. einkunn 160% stig; Inga Björns- dóttir I. eink. 148% stig; Jónas Bjarnason I. eink. 160% stig; Kjartan Ólafsson II. betri eink. 143% stig; Stefán Björnsson I. einkunn 153 stig; Þorbjörg Magnúsdóttir I. einkunn I66V3 stig. ' ' f lögfræði: Eyjólfur Jónsson I. einkunn 211% stig. í íslenzkum fræðum: Friðrik Margeirsson II. betri einkunn 86 stig; Jón A. Jónsson I. eink. 126% stig. B. A. -próf ( í íslenzku, ensku og heimspeki) Guðrún Helga- dóttir, I. einkunn. —Mbl 2. febr. * * * Þýsk listaverk í Bandaríkjunum Þegar brynreiðaher Pattons hershöfðingja ruddist inn í Þýzkaland vorið 1945, fann hann í saltnámu skamt frá Merkers stórt listaverkasafn. Það hafði verið flutt þangað frá Berlin til þess að bjarga því. f þessu lista- verkasafni voru meðal annars 200 málverk úr Keiser Friedrich Museum og úr National-galeri. Máttu þau heita óskemd. Listaverk þessi voru flutt vest- ur um haf til geymslu í National Gallery of Art í Washington, þangað til hægt væri að skila þeim aftur. f fyrravor var haldin sýning á þessum listaverkum og streymdi fólk þangað hrönnum saman. Komu þá upp óskir um, að myndirnar yrði sýndar í fleiri borgum, og er nú verið að því. Það sem inn kemur í aðgangs- eyri, er sént til Þyzkalands, til þess að hjálpa börnum á her- námssvæði Bandaríkjanna. —Lesbók Mbl. SMÆLKI Læknir nr. 1.: —Hélstu spegl- inum að vitum hennar til þess að vita hvort hún andaði ennþá? Læknir nr. 2: —Já. Hún opn- aði fyrst annað augað, síðan hitt, rak svo upp ógurlegt hljóð og þreif til púðurdósarinnar. ★ Barnfóstran: — Eg bara, eg bara missti sjónir af barninu í þvögunni, og gat ekki fundið það aftur. Frúin: — Já, en því í ósköp- unum talaðirðu þá ekki við lög- regluþjón, og....... Stúlkan: — Eg var einmitt að tala við lögregluþjón, þegar eg týndi barninu. 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.