Heimskringla - 09.03.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.03.1949, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. MARZ 1949 Híitnakringk (StofnuO l»»t) Kemui út á hverjum miðvikudegt Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift tll ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla'' is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Ofiice Dept., Ottawa WINNIPEG, 9. MARZ 1949 Nýtt í sögunni Ætli að nokkurt mál hafi nokkru sinni vakið meiri athygli, en yfirlýsing foringja kommúnista flokka allra landa, um að þeir ætli ekki að veita stjórnum landa sinna lið, ef til stríðs komi milli þeirra og Rússa. Liðsinni þeirra á alt að lúta að stuðningi við andstæð- inginn, Rússland. Með þessari tilkynningu, er þá svo komið, að virða skal að vettugi lög og stjórn hverrar þjóðar sem er, nema Rússa. Hafa menn heyrt nokkuð, er við þessa borgaralegu skoðun jafnist? Þó kommúnistar séu ekki nema örlítið brot af þjóðinni, sem þeir búa með, eiga þeir einir að ráða. Vilji annara um hvernig þeir óski að samlífi borgaranna sé fyrir komið, á engan rétt á sér! Það er erfitt að hugsa sér nokkurn heilvita mann geta haldið annari eins skoðun fram og þessu. Allar frelsishreyfingar sem sagan getur um hafa í því verið fólgnar, að takmarka vald hinna fáu, en koma því í hendur alþjóðar. Þetta hefir oftsinnis mistekist, en samt ekki ávalt. Og þeim hepnuðu dæmum, sem af því eru til, á heimurinn að þakka það frelsi og framfarir, sem hann hefir komist yfir. En með yfirlýsingu kommúnista-foringjanna, er stefnt í alveg öfuga átt við alla frelsisbaráttu sögunnar. Með henni er einræðið aftur viðurkent, sem ávalt hefir verið öndvert allri vakningu um frelsi. Það er erfitt að ætla öllum kommúnistum þennan hugsunarhátt. Og vér höfum sem aðrir reynt að gera oss þá grein fyrir þessari yfirlýsingu, að hún ætti skyldara við blint flokksfylgi, en nokkuð annað. Á því hefir svo oft bólað hjá kommúnistum, að vera óvandir að meðölum í hinni pólitísku orrahníð sinni, þegar einhver mál koma upp, sem þeim þykja líkleg til að halla á málstáð þeirra. Nú vitum vér af engu máli, sem kommúnistum er ver við, en málið um varnarbandalag vestlægu þjóðanna á Norður-Atlants- hafinu, sem verið er að mynda. Þó það virðist nokkuð langt gengið af kommúnistum lýðræðis- þjóðanna, að lýsa yfir út af því, að þeir virði að engu lög og réttindi þjóðarinnar, sem þeir búa með og eigi yfir þeirri ósvífni að búa, að lýsa með köldu geði yfir, að þeir ætli að vera þjóð sinni eins fjand- samlegir og unt er, ef hún á hendur að verja fyrir annari þjóð, sem vill uppræta hana, þá samt ætlum vér, að ástæður yfirlýsingarinnar, séu myndun Atlantshafsbandalagsins og það sé tilraun með henni gerð að koma því fyrir kattarnef. Að hinu gá þeir ekki, að þegar ekki er hlífst við að hóta stigamensku og landráðum, getur það einmitt orðið bandalaginu fyrirhugaða hinn mesti styrkur. Efling hers Rússa í Finnlandi, lýtur að því sama. En auðvitað sér al- menningur meðal vestlægu þjóðanna enn betur en áður hve alvar- legur fjandskapur kommúnista er í garð hans. Að koma að þeim viðbúnum, gerir veg þeirra ekki greiðari til að brjóta það af Evrópu undir sig, sem eftir er og Marshall-áætluninni er að þakka, að nokkuð er. Enginn markaður fyrir vetrarveiði^ fiskimanna í Manitoba MARGT FER ÖÐRUVÍSI EN ÆTLAÐ ER Vasili Kuznetzov heitir rúss- neskur maður. Hann var til skamms tíma yfirmaður allra verkamannasamtaka Rússlands. Það getur verið að hann haldi þeirri stöðu ennþá, en af góðum og gildum ástæðum er það ólík- legt. Honum varð nokkuð á, sem fáum í opinberum stöðum í landi hans er fyrirgefið. Sagan af þessu var nýlega sögð í Washington Post. Vasili hafði ráðist í útbreiðslu starf, bauð á fund til sín í Moskva sjö Norð- mönnum á síðast liðnu hausti til þess, að þeir sæu með eigin aug- um hag verkalýðs Rússlands. — Gestirnir voru allir úr verka- mannasamtökum Noregs. Fimm af þeim voru meira að segja kom- múnistar, að meira eða minna leyti. Leit Vasili því svo á, að þeir mundu segja söguna góða af hag alþýðu Rússlands er heim til Noregs kæmi og það mundi vel séð af landsins föður. • Nokkru eftir að gestirnir komu heim, sögðu þeir frá ferðinni. En þá brugðust Vasili vonir. Gest- irnir héldu sig við þann norræna hugsunarhátt, að segja verði hverja sögu, sem hún gengur. Þeir fóru góðum orðum um hvað- eina, sem þeim leist vel á. En ef eitthvað varð á vegi þeirra, sem þeim geðjaðist miður að og stóðst ekki samanburð við það er þeir þektu bæði í Noregi og ann- ars staðar, voru þeir ekkert að hilma yfir það. f skýrslu þeirra þessu til sönn- unar stendur meðal annars þetta: “Algengustu vinnulaun hrökkva tæplega til þess að kaupa jafnvel nauðsynlegustu hluti sér til lífs- viðurfialds. Fjölskyldur geta yfirleitt ekki framfleytt sér á kaupi eiginmannsins svo konur verða einnig að vinna, þrengja sér inn á vinnumarkaðinn — og á þann hátt, er alls ekki gerist hjá oss. Margar konur vinna sem sé við vegalagningu, sem ófag- lærðir menn, hafnargerð og hverja strit- og skítvinnu, sem er. Er satt bezt sagt ekki á þetta að lítast! Húsn'æðisskortur er hræðileg- ur á Rússlandi. Alls staðar eru yfir full gömul, illa við haldin hús, ekki aðeins þar sem stríðs- skemdir áttu sér stað, heldur víð- ast hvar . . “Yfirleitt á verkamannastétt Rússlands við knappan kost að búa,” segir í skýrslunni, “eða um 40% rýrari eða lægri, en verka- lýður Noregs á að venjast.” Á fleira mætti benda, því Það hafa ekki allar sögur af vetrarfiskveiði í Manitoba verið góðar, en á þeim 65 árum, sem hún hefir nú verið stunduð, hafa fiskimenn aldrei séð það svart- ara en nú. Þeir hafa átt í baráttu við ill veður, fiskileysi, netatap og alls konar eignatjón. En það hefir aldrei svo illa farið, að þeir hafi ekki getað bætt sér þetta að ein- hverju leyti upp. Nú þegar vetrarveiðin er kom- in til bygða og á járnbrautar- stöðvar, er enginn markaður fyr- ir hana. Öll frystihús eru full upp í rjáfur af óseldum fiski. Kössum fullum áf fiski er nú staflað upp við húsveggi útgerð- armanna í öllum bæjum meðfram Winnipegvatni eins og í River- ton, Hnausum, Árnesi, Gimli, Mikley. En markaður finst eng- inn fyrir veiðina, eða freðinn fisk. Hvað hefir komið fyrir? Það eitt, að markaðurinn er ofhlað- inn. Fiskbirgðirnar eru orðnar meiri, en eftirspurnin er. Fiskikaupmenn gefa engan gaum að því, hvað fiskurinn er boðinn fyrir. Hann er þeim einskis verður! Við í Winnipeg sem greiðum frá 27 til 67 cents fyrir pund af ýmsum fiski öðrum, því fisk úr Manitobavötnum er ekki að fá hér, getum ekki annað en hlegið að því, að fiskur sé talinn einskis virði! Veiði var sögð góð á s. 1. hausti, en þá er fiskurinn sendur í ís til markaðar en ekki freðinn. Sú veiði virðist hafa uppfylt þörfina eða eftirspurnina að miklu leyti. Þess skal getið að tala þeirra er leyfi keyptu til veiða á vetrinum, nam 3,219 i Manitoba. Af þeim seldi einn þriðji fiskinn ferskan, en um 2,000 gerðu ráð fyrir að selja hann freðinn. Og það eru nú mennirnir, sem líklegir eru til að tapa allri veiðinni. Ef hlýnar í veðri, er sagt að ekki þurfi nema 2—3 daga að eyðileggja um 20,000 pund af fiski sem margir hafa nú undir húsveggnum hjá sér — og ekkert er hægt að gera við nema aka út á haug. Af ferskum ísvörðum fiski, væri ef til vill hægt að selja eitt- hvað. En yfirleitt mun offram- leiðslu um þetta kent. En hvar standa þeir menn, er eftir framleiðslu magni eiga að líta, að leyfa alla þessa vetrar- veiði, án þess að hafa nokkra söluvon um hana? Af þessum 2000 manns, sem lagt hafa alt eða mikið af sínu fram til útgerðarinnar, verða ef- laust margir, sem uppi standa eignalausir eftir vertíðina, ef fylkisstjórnin greiðir ekki göt- una, tekur fiskinn til geymslu, þóknast fiskimönnum eitthvað fyrir hann í svip, svo að þeir geti að minsta kosti klofið að veita sér brýnustu nauðsynjar, og selja svo fiskinn, þegar birgðir mínka á markaðinum. Með því eina móti er hægt að koma í veg fyrir þær hræðilegu afleiðingar fyrir þá, sem skaðinn léki verst. Það væri heldur ekki víst, að stjórn- in tapaði á þessu. Tapið yrði þá ekki annað en það, að stjórnin styrkti fiskimennina eins og hún gerir aðra. Fiskimenn sem stétt, hafa aldrei neinnar aðstoðar not- ið frá stjórninni, sem margar aðrar stéttir hafa gert. f víðtækum skilningi skoðað, skýrslna er löng, en við þetta skal sitja. Skýrsla þessi hefir nú fyrst verið birt í Bandaríkjunum en muri áður hafa komið út í Noregi og ef til vill víðar. Á Rússlandi er sagt, að hún hafi ekki sézt á prenti. er það þjóðfélaginu ekki neitt til hróss, að störf og framleiðsla skuli vera háð því lögmáli að vera okurdýr annað árið, en ein- skisverð hitt. Að það þurfi að eyðileggja vörur hvort sem fisk- ur er, smjör, kjöt, hveiti, kaffi eða sykur, til þess að hlýða lög- máli viðskifta í þjóðfélaginu, er hverju siðuðu þjóðfélagi til há- borinnar skammar. Allan fiskinn nú á bökkum Winnipegvatns, Manitoba-vatns, Dauphin-vatns og Winnipegosis- vatns, væru líklegast engin vand- ræði fyrir fiskimannin að verða af með fyrir sjö cents pundið, sem hann væri glaður að fá fyrir það, ef Winnipeg-búar og ann- ara bæja mættu sem einstakling- ar bregða sér þangað sem fiskur- inn er og kaupa hann. En viti menn! Það má ekki! Það er glæpur, á borð við vínsmygl og því um líkt. Svona þröngar eru götur framleiðslunnar eða at- hafna vorra í landi frelsisins og ótæmandi auðæfa! Veiði fiskimanna var góð. En það var ekki hún, sem offylti markaðinn. Sambandsstjórnin á þar ekki óskylt mál. Hún tók upp á því á síðasta hausti að gera menn út til veiða á Bjarn- arvötnunum í Norðvesturhéruð- unum. Þar var fiskinum mokað upp, því þar hefir ekki mikið verið veitt áður. Það er þessi veiði, sem strikið gerði í reikn- inginn á fiskimarkaðinum. Hún spilti fyrir sölu fiskjar á Manitoba-vötnunum, auk þess sem það ætti ekki að vera keppi- kefli stjórnarinnar, að eyða þessi vötn fiski, áður en héruðin verða sjálfstjórnarfylki. Nefnd kom norðan úr Nýja fslandi og Mikley til að benda fylkisstjórninni á hvernig komið væri með Steina Kardal, forseta fiskifél. Manitoba í broddi fylk- ingar. Bar dr. Thompson, þ.m. Gimli-kjörd. málið upp við fylkis stjórnina. Um árangur af því er ekki vitað, þegar þetta er skrifað. En það er ólíklegt, að atvinnu- vegur þessi sem íslendingar bygðu hér upp og hafa manna mest stundað og aðra hefir skort karlmensku til, eigi nú eftir að leggjast niður. En sú verður vissulega reyndin, ef fiskimenn fá ekkert fyrir veiðina. Hér er um stóran atvinnuveg og frum- framleiðslu að ræða. * Ætli ekki sé farið að Hða að því, að það verði fleiri markaðir offyltir en fiskimaðurinn. Það er þegar farið að minnast á offyltan vinnumarkað. Maður leit inn á skrifstofu Heimskringlu, sem heima á austan Winnipeg-vatns. Sagði hann að menn úr þýzkum fangaverum sætu þar orðið að atvinnu, en þeir hafa verið fluttir hingað frá Þýzkalandi. Cana- disku hermennirnir báru hærra hlut við þá í stríðinu. En þeir verða að láta í minni pokann fyr- ir þeim á vinnumarkaðinum heima fyrir. Hvað er þarna að koma fyrir? FRAMSÝNI Stjórninni í Ottawa er oft brugðið um óframsýni. Stund- um getur verið að hún reynist ó- forsjál, en ekki ávalt. Þegar hún sendi T. C. Davis, sem sendiherra fyrir tveim árum til Nanking, lét hún hann taka með sér hús bygð á hjólum, sem flytja má auðveld- lega úr einum stað í annan. Eins og nú er komið, er ekki hægt að kalla þetta óforsjálni. Rakari, sem talaði helst til mik- ið við viðskiftavini sína, spurði þann sem sat í stólnum hjá hon- um: — Hvernig á eg að klippa yður? f — Steinþegjandi, var svarið. Háskólafréttir um kenslustól í ísienzku Vikublöðin hafa þegar birt hinnar fögru ritstjórnargreinar úr Winnipeg Free Press og Winnipeg Evening Tribune; nú sigla hér í kjölfar þeirra hin lofsverðu ummæli blaðsins — Winnipeg Citizen, en ritstjóri þess er B. T. Richardson einn af lærisveinum Dr. Johns W. Dafoe, er á sinni tíð var talinn merkasti blaðamaður brezka heimsveldisins. Nám í íslenzku Hið mikla framlag íslenzka mannfélagsins 1 Manitoba til Canadísks þjóðlífs, nær hámarki sínu með stofnun íslenzkrar fræðsludeildar við Manitobahá- skólann, er veita mun Canad- ískri fræðimensku aðgang að auðugum athugana og mentalind- um. Háskölastóllin er gjöf frá Canadísku fólki af íslenzkum uppruna, er sett hefir sér það markmið að safna $200,000 starfrækslu hans til fulltingis. Þessi upphæð samsvarar eins dollars tillagi frá hverju einasta íslenzku mannsbarni í veröld- inni. Upphæð sú, sem þegar hefir safnast, nemur $135,000, og má víst telja, að markmiðinu verði innan skamms náð. f tiltölulega náinni framtíð, mun háskólinn koma á fót kenslustól í íslenzkum fræðum, PÚNKTAR OG STRIK Eitii Þór frá Bergi Nú er tími fyrir deildina ‘Frón’ að hef jast handa. Hún er búin að starfrækja Bókasafnið í svo mörg ár að öllu leyti, að það er enginn efi að hún á það í orðs- ins fylsta skilningi. Nú ætti hún að leggja beiðni til stjórnar- nefndar Þjóðræknisfélagsins að fá það til algerðar eignar og um- ráða. Slíkt fyrirtæki gæfi deild- inni byr undir báða vængi í starf- inu. • Nú er svo komið að deildin Frón í Winnipeg hefir hérum- bil minst atkvæðamagn á þingum af öllum deildum Þjóðræknisfé- iagsins. Svo fáir af meðlimum hennar hafa tækifæri að sitja þingfundi og nota atkvæði sín, að það liggur í aiígum uppi að deildin ætti að erindreka að fara með atkvæði sín eins og aðrar deildir. Þetta er bending til stjórnarnefndar “Fróns” að draga upp frumvarp til Þjóð- ræknisfélags nefndar að breyta grundvallar lögunum á næsta þingi. • Nokkurs konar endurvakning fyrir íslenzkum málum er á döf- inni í sambandi við stofnun ís- Jenzku deildar við háskólann. Þá væri ekki úr vegi að hefja á ný samkepni milli deilda, í fram- sögn og lestri fyrir unglinga inn- an tvítugs aldur. Þetta reyndist ágætlega fyrir nokkrum árum. Jafnvel æskilegt á íslendinga- deginum að hafa slíka samkepni. Hálfum klukkutíma af skemti- skránni hefir oft verið ver varið. • Fyrst eg er að minnast á sam- kepni þá er hér bending til ís- lenzku blaðanna. Þar sem virðist vera skortur á góðum bygðar- fréttum, en það er sem lesendur vantar meira af, hvernig væri að blöðin auglýstu verðlaun, segj- um góða íslenzka bók til hvers sem sendi inn beztar bygðarfrétt- ir yfir árið. Ekki fréttabréf heldur sundurliðaðar fréttir af ýmsu sem er að gerast í bygðum og bæjum þar sem fslendingar búa, bæði meðal einstaklinga og félaga. Það væri fróðlegt að vita hvern árangur slík samkepni hefði. • Og ekki skulum við gleyma að fara að læra strax að kveða að og reyna að stauta svolítið í málinu, er auka mun mjög á veg Winni- pegborgar sem miðstöð menta. Háskólinn hefir þegar eignast 6000 bindi íslenzkra bóka, og liggur þar til grundvallar hið mikla Ólsonsafn, er hann fékk að gjöf 1936. Þess mun og minst, að árið 1939 afgreiddi Alþingi íslendinga lagafrumvarp þess efnis, að eintak af hverri bók, sem gefin væri út á íslandi, yrði sent Manitobaháskólanum að gjöf. íslendingasögurnar eru hluti af menningarerfðum mannkynsins. Mikilvægi þess að eiga kost á lærdómi í íslenzkum fræðum skilst bezt í ljósi þeirrar stað- reyndar, að íslenzkan er eina sí- gilda tungan, sem nú er við líði í heiminum; gömlu málin griíska og latína, eru gengin veg allrar veraldar, og geymast aðeins í bókum, auk takmarkaðrar not- kunar í vissum tilfellum. Vita- skuld er íslenzkan ekki aðeins forn- og miðalda tunga; hún er engu síður lífræn tunga nútíma bókmenta. ísland er vagga þingbundins, lýðræðis, og nám íslenzkra fræða mun styrkja og varðveita þær hugsjónir, er verið hafa stoðir mannkynsins á hinni löngu þró- unarbraut þess út úr rökkri lið- inna alda. —WINNIPEG CITIZEN svo við séum tilbúin að setjast á skólabekk í háskólanum þegar farið verður að kenna þar íslenzk fræði. STAKAR STEMMUR Eins og nú horfir Auðvald hylt af óráðslýð aðeins gilt sig metur, ætlar trylt í alheimsstríð, enginn stilt það getur. Þó er tárum þyngra að sjá það með fári taka þjóð í sárum, þroska frá þúsund ár til baka. i Andvaka Margoft grætur mannleg þrá, megnum sætir kvíða. Langar nætur löngum á, — leggja rætur víða. Misskift Einn í sól og suðri hlýr safnar fjólum þýðum. Út við pólinn annar býr íss í gólu hríðum. Kveðja Hríð þó fangi heimsins ból, heljar gangi veginn: daga langa sjáðu sól sumars vanga megin. Athugasemd Þó sem öðling þér sé lýst, það er marklaust slaður. Þú ert — útsagt eitt er víst enginn djentlimaður. Forspá Hreina list, sem hæfir rétt* heimsins framtíð metur. List sem hefir blakkan blett blessast ekki getur. /. S. frá Kaldbak * Sbr. miðar rétt. — Eg vildi óska að eg ætti svo mikla peninga, að eg gæti keypt mér annan bíl. — Hvað ætlarðu að gera við annan bíl? — Ekkert. Það var ekki bíll, sem eg óskaði mér, heldur pen- ingarnir. ★ Frú Jónsson kemur í heimsókn til Sveinsson. Lítil telpa, dóttir frú Sveinsson, opnar dyrnar. Frú Jónsson: Er mamma þín heima? Telpan: Já, hún á hálfgert von á þér. Áðan sagði hún við vinnu- konuna, að Mkast til myndi fjandinn reka þig hingað í dag.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.