Heimskringla - 04.05.1949, Side 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. MAÍ 1949
Ifeimskringla
(Stofnuð 1S89)
Kemui út á hverjum miðvikudegl.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verð blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viöskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawq
WINNIPEG, 4. MAÍ 1949
Hundum og börnum úthýst
Eftirfarandi grein um húsnæðisleysið í Bandaríkjunum og
hvernig þar er ilt gert verra, vegna miskunarleysis margra hús-
eigenda, birtist nýlega í ritinu Reader’s Digest. Hún er skrifuð af
Howard Witman blaðamanni. Greinin kom upprunalega út í
Woman’s Home Companion, en er hér eins og í Reader’s Digest,
nokkuð stytt.
Eg hafði ekki gert mér neina grein fyrir því fyr en eg þurfti
að leita mér húsnæðis víðsvegar um Bandaríkin, vegna starfs míns.
hve óvinsæl og óvelkomin börn eru. Það bergmála enn í eyrum
mínum sum svörin sem eg fékk: “Eingöngu fullorðnir! Engir
hundar; heldur ekki börn!”
Skammsýni, fégirni eða blátt áfram skeytingarleysi of margra
húseigenda, hefir orsakað þúsundum foreldra mikilla áhyggna og
rauna. Eftir áreiðanlegum skýrslum að dæma, skortir þrjár til
fimm miljónir fjölskyldna hræðilega húsnæði. Nokkru eða mörgu
af þessu fólki væri hægt að útvega sæmilega íbúð, ef alt húsrúm,
sem völ er á, væri réttilega notað. En í stað þess eru stærstu íbúðir
og stundum tveggja fjölskyldna, leigðar barnlausum hjónum, ef
nóg er fyrir það borgað, en fjölskyldum sem börnum hafa fyrir að
sjá, er hnappað inn í smáherbergja-leigukompur (Rooming Houses),
eða þær verða að þrengja sér inn hjá ættingjum eða tengdafólki,
hvemig sem þar er ástatt.
Dr. Bryn J. Hovde, forseti húsnæðiseftirlitsnefndar Banda-
ríkjanna, segir að 25% af öllum leigðum húsum í Bandaríkjunum,
einkum í stærri borgunum, séu hálftóm og telur ástæðuna fyrir
því, þessa útilokun barna úr hópi leiguþurfa.
Að gert sé upp á milli barnlausra hjóna og þeirra er börn eiga,
hefi eg alls staðar rekið mig á í leit minni að húsum. Eg hafði leitað
mig uppgefinn í Chicago að íbúð til leigu. Það næsta sem eg komst
í því, að fá hana, var í tveim stöðum, en þó var skilyrðið hjá
báðum eigendum, að börnunum mínum tveimur yrði að koma annars
staðar fyrir! í lítilli borg í Missouri, neitaði prófessorsfrú ein mev
um fylgivagn bílsins þeirra (trailer), er hún hafði auglýst til
leigu, en auðvitað “aðeins til fullorðinna .
í Madison í iWsconsin, þar sem bezt er að búa í öllum Banda-
ríkjunum, fann eg auða 6 herbergja íbúð, ágæta að búa í fyrir fjöl-
skyldu með börn. “Þykir fyrir að segja það, að við látum ekki
börn inn ,í hana,” sagði eigandinn. Af 43 auglýsingum um íbúðir til
legu í Cincinnati blöðunum, var sagt í 22, að fjölskyldur með börn
vær útilokaðar. í Pittsburg blöðunum var hið sama tekið fram í 17
af 26 auglýsingum. í Columbus voru 15 íbúðir auglýstar til leigu,
en í 13 var tekið fram, að börn væru þar ekki velkomin.
Loks sagði eg við húseiganda í Pittsburg er eg hafði lengi
reynt til að fá hús leigt hjá, en ekki var viðkomandi vegna barnanna:
En ef eg gæfi þér 200 dala bónus eða uppbót á leigunni fyrir börnin,
þ ,e. 100 dali fyrir hvert barn, hvað segðirðu um það?
Þá varð húseigandinn alt annar maður! Hánn byrjaði með þvi
að segja mér af gæðum íbúðarinnar og hvað sér væri kært, að eiga
viðskifti við eins sanngjarna menn og mig, að hann sæi ekki sólina
fyrr börnum og ætti þrjú sjálfur. Þetta auka meðlag með börn-
um, var msmunandi á ýmsum stöðum. í Chicago varð eg að bjóða
konu $500 með hvoru barni, áður en eg fengi íveru leigða er sneri
mót suðri og sól. “Ef þú greiðir mér eitt þúsund dali fyrirfram og
í peningum,” sagði hún, “geturðu farið inn á morgun.
Margir húseigendur hafa reynt að sekta hjón, er hafa verið svo
djörf, að eiga börn, efftr að hafa flutt í íbúðina. Einn húsaeigandi
kallaði það “samningssvik” og annar “‘að sigla undir fölsku flaggi
að gera slíkt. Ung hjón í New York voru nýlega kölluð fyrir rétt,
út af því að upp komst, að konan hafði verið ólétt, er hún flutti í
íbúðina. “Hún blekti mig,” sagði húseigandi. “Hún vissi að eg
leyfði ekki börn í mínum húsum”. Tveir prestar og heill skari
nágranna ungu hjónanna og vina komst í það, að opna augu hús-
eigandans. Hann hætti við að reka hjónin út.
Harry B. Grund, dómari í Des Moines, bjargaði ungum hjón-
um og nýfæddu barni frá því að vera rekin út, með því að halda
fram, að það væri það sem guð hefði gert ráð fyrir, að mannkynið
ætti börn og gæti þessvegna ekki verið brot framið með því þó á
móti lögum og reglum húseiganda væri!
Af húsum sem til leigu eru í New York og auglýst hafa verið,
kemur í ljós, að 88 húseigendur af hverju hundraði banna að leigja
fjölskyldum með börn. Þau einu hús, er börn eru leyfð í, eru í
útjörðum og svo langt frá vinnustöðum verkalýðsins, að þau koma
ekki að miklum notum.
Eg talaði við mann, sem James E. Hannon hét, lagastúdent.
Hann varð allur að brosi, er hann sagði mér af þriggja vikna göml-
um dreng, sem hann átti, en þar væri nú samt sá ljóður á, að hann
gæti ekki tekið konuna sína út af sjúkrahúsinu, vegna þess að
íbúðir fengu ekki aðrir en barnlaus hjón og einhleypir menn. Kona
hans átti að vera komin út úr sjúkrahúsinu fyrir 10 dögum, en
læknarnir aumkvuðu sig yfir okkur og hafa ekki enn rekið hana út.
Eg sá, að hann var hugsi og hálf utan við sig af þessu. Hann aug-
lýsti: Verð að fá íbúð fyrir konu og barn til að rýma fyrir öðrum á
sjúkrahúsi. Borga leigu sem um er beðið. En þegar þetta er skrifað.
hefir ekkert svar borist.
Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir banninu til leigjenda er börn
hafa, eru oftast þessar: “Þau
eyðileggja svo mikið. “Þau krota
út veggi”. “Þau hoppa upp og
niður stigana”. “Þau renna sér
ofan stigahandföngin og brjóta
þau”, o. s. frv.
En hvað er satt í þessu?
Húsnæðis-eftirlitsnefnd Banda-
ríkjanna hefir rannsakað þetta.
Hún hefir athugað 173,000 íbúð-
ir. Hún telur skemdir barna
aðallega í tvennu fólgnar: að
reka hjól sín eða vagna á hurðir
og dyrastafi og að skrifa á veggi;
frekari skemdir telur hún ekki.
Fullorðnir eiga aftur á móti sök
á 8 tegundum skemda. Þeir
skemma gluggasillur með heit-
um diskum, brjóta ofnhurðii,
eyðileggja eldavélar með van-
hirðu og sóðaskap, stoppa upp
pípur með matarúrgangi, fylla
baðker og skálar svo út af flóir,
skilja glugga eftir opna í rign-
ingu, slá húsmunum í gólf og
veggi. valda bruna með ófull-
kómnum rafáhöldum.
“Hinir fullorðnu”, se£ir nefnd-
in, “eru þeir sem íbúðir eyði-
leggja, en ekki börnin”.
Hvað er hægt að gera gegn
þessari óbeit í garð barna? Á
þingi New York ríkir 1946, var
það álitið lagabrot af húseigenda,
að setja í leiguskilmálann, “að
leigjendur megi ekki eiga börn”
í húsabyggingarlög sín setti
stjórnin á síðast liðnu sumri á-
kvæði um það, að vátryggingar-
félag skuli ekki vátryggja íbúð-
arhús, stór eða smá hjá ríkinu,
sem neita að leigja fjölskyldum
íbúðir, er fyrir börnum eiga að
sjá.
En það er ekki hægt að gera
alla góða með lögum. Almenn-
ingur verður að skapa það álit er
með þarf til þess að uppræta þá
óbeit sem börnum er nú sýnd af
húseigendum, með framferði
sínu í húsaleigumálum.
Fasteignafélög geta mikið gert
til að uppræta þetta ljóta uppá-
tæki hjá húseigendum. Til dæm-
is hélt Walter Sparry, vara-for-
seti fasteignafélags New York-
borgar nýlega fram, að hann
væri að brýna fyrir eigendum
þeirra 125 fjölhýsa, sem féalgi
hans tilheyra, að hætta algerlega
að banna börnum inn að koma.
Nokkur blöð hafa sýnt þá dáð af
sér, að byrja, að neita að flytja
leigu-auglýsingar frá húsaeig-
endum, sem ekki leyfa börnum
inn í hallir sínar. Önnur blöð eru
farin að lofa að setja ekki fyrir
leiguauglýsingar, * sem bjóða
börnum inn í íbúðir sínar, þ. e.
fjölskyldum er fyrir börnum sjá.
Kristur sagði: Lofið börnun-
um til mín að koma. Það er því
hálf illa kristin menning, sem
við börnin segir: farið frá mér,
— skemdarormar!
Á VÍÐ OG DREIF
Kostnaður síðasta stríðs
Hartley Grattan, atkvæðamik-
ill blaðama^Sur, tók sér fyrir
hendur, að rannsaka, hvað síð-
asta stríð hefði kostað heiminn.
Hann hefir birt hinar háu tölur
sínar yfir þetta í Harper’s
Magazine.
Eftir útreikningi hans að
dæma kostaði stríðið 40 miljón
mannslíf. Tíu miljón af þeim
menn og konur, voru innritaðar í
stríðinu. En 30 miljónir voru við
friðsamleg störf. f nútíðar stríð-
um eru þrír fjórðu þeirra er
falla, menn er aldrei hafa af
byssu hleypt. Með uppfyndingu
atómsprengjunnar, eða annara
sprengiáhalda, má gera ráð fyrir
að hlutfall látinna verði hærra
af mönnunum heima fyrir en í
stríðum. í næsta stríði verður
hver maður í fremstu víglínu,
hvar sem hann er.
Svo er fjárkostnaðurinn. Þar
koma oss nýjar tölur fyrir sjónir,
er fáir af oss gefa gert sér veru-
lega grein fyrir. Segir Grattan
allan stríðskostnaðinn nema 4
trilljón dölum. f tölum er það
skráð þannig: $4,000,000,000,000.
Við erum að vísu orðin dálítið
kunnug tölum, er biljónum
nema. En Trilljón er ný tala í
reikningum þjóða heimsins.
f biljónum talið, lítur stríðs-
kostnaðurinn þannig út: 4,000
biljón, en það er sama og fjórar
trilljónir.
Það gefur ef til vill nokkra
hugmynd um stríðskostnaðinn,
að bera hann saman við framleið-
slu, segjum Bandaríkja þjóðar-
innar, sem er mesta framleiðslu
þjóð heimsins. En framleiðsla
þeirra á ári nemur 250 biljón döl-
um. Ef Bandaríkin reyndu að
komast yfir eins mikið fé . og
þennan stríðskostnað, yrðu þau
að vinna í 16 ár til þess og fasta
allan þann tíma.
Auðvitað er nú eitthvað borg-
að af þessum fjögra trilljóna
herkostnaði. Það var eitthvað af
honum borgað á sama tíma og
stríðið var háð. Fyrir eyðilegg-
ingu verksmiðja og akuryrkju-
framleiðslu, þarf enn að greiða.
En alt um það, er stríðskostnað-
urinn svo hár, að hann verður
varla á næsta mannsaldri greidd-
ur .
Það er nú mikið talað um stríð.
Og þó skrítið sé, um svo fégjarn-
an lýð, eins og þann, sem jörðina
byggir, er nú ekkert talað um að
fresta stríði, þar til síðasta stríðs-
skuld sé goldin að fullu. Það
væri þó talsvert viðskiftavit í
því.
★
Vér höíum yfirmenn!
(f febrúar hefti ritsins “Víð-
sjá” 1949, er eftirfarandi saga
sögð og mun lærdómsrík þykja,
ekki sízt á kosningatímum, er
ráðstöfunum rignir yfir menn
frá löggjafaefnunum um hvað
fyrir okkur eigi að gera):
Frú nokkur á Englandi hafði
keypt sér kú, til þess að vera
trygg með að hafa næga mjólk
til heimilisins. En kýrin mjólk-
aði meira en frúin hafði not fyr-
ir. Nú var það óleyflegt að selja
mjólk. Frún lét því bónda nokk-
urn fá afgangsmjólkina, en fékk
aðrar nauðsynjar frá honum í
staðinn. En svo gat ekki lengi
til gengið og fljótlega komst
einn eftirlitsmaðurinn í sveitar-1
stjórnarmálum að þessu. Hann
sagði að óleyfilegt væri að gefa
frá sér mjólk.
“Þér viljið þó ekki að eg helli
þeirri mjólk niður, sem eg þarf
ekki að nota sjálf?” spurði frúin.
“Nei, það er með öllu óleyfi-
iegt, að ónýta nokkra matvöru,”
útskýrði embættismaðurinn. “En
kýrin má ekki mjólka meira, en
þér komist yfir að nota!”
Tryggir gúmmí hringir
Inn á bílastöð eina í Banda-
ríkjunum kom maður nýlega að
fá sér smurningsolíu. Þegar bíln-
um var lyft upp eins og venja
er til er skift er um olíu, sá stöðv-
arstjórinn nagla í einum gúmmí-
hringnum. “Viltu að eg geri við
hringinn”, spurði hann. Ferða-
langurinn bað hann um töng og
dró naglann út. Bílstöðvarstjór-
inn bjóst við að heyra hvin og að
hringurinn legðist saman. En
svo var ekki. Og ferðamaðurinn
hélt leiðar sinnar, eftir sem áður.
Þarna var því takmarki náð,
sem lengi hefir verið keppikefli
bílgerðarfélaga. En það er að
koma í veg fyrir að bílhringir bili
eins oft og raun hefir verið á.
Félagi einu (B. F. Goodrioh Co.)
hefir tekist að búa til gúmmí-
hringi, er ekki bila eða tæmast
af lofti við hverja naglastungu.
Gerð þessa hrings kunnum vér
ekki að lýsa, en það er aðeins ein-
faldur gúmmí-hringur eða ekki
með neinni slöngu innan undir
gúmmíinu. Er gúmmíið í hringn-
um þannig gert, að það verður
strax loftþétt, þó nagli sé tekinn
úr því, er þar hefir lent.
Þetta er stórvægileg uppgötv-
un, því með svona öruggum
gúmmíhringum, er tekið fyrir að
hjólhringir bili, sem oft hefir
ekki einungis verið mikil töf að
og óþægndi, heldur hefir einnig
ollað slysum og manndauða.
Ferðarminningar
Eítir Marju Björnson
Það er afar vandasaiht verk,
að segja ferðasögu þannig að les-
endur geti notið hennar nema þá
að litlu leyti. Einnig þarf sögu-
maður að hafa mikla æfingu í
því að segja frá til þess að mynd-
irnar sem dregnar eru fram verði
nægilega skýrar. Er mér þetta
nú að sjálfsögðu ofvaxið, en
vegna þess að eg hafði dregist á
að segja eitthvað frá ferðalagi
okkar vestur að hafinu, og frá
veru okkar þar, varð eg að láta
tilleiðast með það, og því er
þetta ferðasögubrot til orðið. Eg
má geta þess í byrjun, að þó
ferðalög eigi að vera og sé í
mörgum tilfellum manni til
hvíldar og hressingar og að mað-
ur finni til fagnaðar yfir því að
eiga von á, að sjá svo margt, sem
hrífur augað og kynnast svo
mörgu, sem gleður og hressir
hugann og eykur lífskraftana, að
sama skapi, þá er það ekki með
Öllu sársauka laust að slíta sig
frá öllu því, sem hefir orðið
minni kært í liðinni tíð. Höfð-
um við nú búið í Árborg í sam-
fleytt 26 ár og eignast á því tíma-
bili fjölda góðra kunningja, sem
við hlutum nú að kveðja, eftir að
þeir höfðu haldið fyrir okkur
ríkmannlega veizlu að skilnaði
og látið góð?r gjafir fylgja síð-
ustu kveðjunni. Verðum við á-
valt minnug þeirrar stundar og
þakklát öllum þeim sem þar
lögðu hönd að verki. Eins og gef-
ur að skilja, þá er það ekki með
öllu sáraukalaust að kveðja góðu
vini sem maður hefir orðið sam-
ferða í fjórðung úr öld. En svo
er það ávalt í öllu lífi manna það
skiftast á skúrir og skin, og
vissulega eru veðrabrygði kall
fyrir alt, sem lifir, eins og þau
eru nauðsynleg fyrir jörðina
sjálfa.
í veðrabrigðum haustsins,
þegar veturinn var að ganga í
garð með afar miklu snjókyngi,
lögðum við á stað frá Winnipeg
þ. 9. nóv., 1945. Var þá svo mikill
skafrenningur að bílaslóðir allar
fylltust á svipstundu á leið okk-
ar suður að landamærunum. Vor-
um við fjógur í bílnum, eins og
ávalt síðar þó ekki væri altaf
sama fólkið. Þarna á Emerson
þjóðveginum voru með okkur
tveir ungir menn, Sveinbjörn
sonur okkar og Karl Goodman.
Er sagt að nægilegt verði kom-
ið af þessum gúmmíhringum
(tires) á markaðinn í Canada og
Bandaríkjunum á þessu sumri,
með sama og engri verðbreyt-
ingu.
Mörg önnur félög eru að
spreyta sig á framleiðslu svip-
aðra gúmmíhringa svo á þeim
verður senn engin þurð.
Frank Herzegh heitir sá er
uppgötvunina gerði hjá Good-
rich félaginu; ’ hann var starfs-
maður þess.
Tilraynir sem gerðar voru í
síðasta stríði í því, að gera
gúmmíhringi svo úr garði, að
byssukúlur þyldu, hafa eflaust
flýtt fyrir þessari uppgötvun.
★
Páfinn álítur helvítis kenning-
una bráð nauðsynlega
í ræðu er Píus páfi flutti ný-
lega í Róm, fyrir prestum og
kardinálum, lagði hann mikla á-
herzlu á hve helvítis-kenningin
væri nauðsynleg, og komst með-
al annars svo að orði:
“Að prédika helvíti í prédik-
unarstólum kirknanna er meir á-
líðandi nú, en nokkru sinni áður.
Skylda kirkjunnar fyrir guði og
mönnum er að kenna helvíti eins
og Kriistur opinberaði það. Þó
fólk þrá að verða sálúhólpið og
komast til himnaríkis, er þó ótt
inn við eilífa hegningu og útskúf-
un sterkasta meðalið til að halda
því frá syndum og snúa sér til
guðs.” G. þýddi
—Free Press, 23. marz 1949.
Hafði Sveinbjörn fengið 10 daga
frí til þess að geta verið með
okkur fyrsta áfangann af leið-
inni, en Karl var ráðin til þess
að vera með alla leið vestur,
hafði hann áður ákveðið að
ferðast til Vancouver í atvinnu
leit og einnig til að sjá þar vini
og vandamenn. Reyndist hann að
vera góður ferðafélagi og keyrði
hann bílin mikið af leiðinni. En
Sveinbjörn varð að snúa heim-
leiðis eftir að hafa heimsótt
Minneapolis og Rochester; því
hans stutti frítími leið óðum, og
í Rochester hlutum við því að
kveðja hann, þar skildu leiðir
um stundar sakir.
En þessi fyrsti áfangi á með-
an hann var með okkur, reyndist
mjög ánægjulegur í alla staði.
í Grand Forks nutum við gest-
risni Dr. og Mrs. Becks, þar sem
svið snæddum alíslenzkan morg-
unverð á því ágæta heimili; skoð-
uðum íslenzkar myndir og meist-
araverk, sem dr. Beck hafði ver-
ið gefið heima á fslandi; einnig
margskonar muni tilbúna af
frúnni sjálfri. Voru það leirker
og Hkneski af ýmsri gerð, er
sýndu afar mikla smekkvísi og
kunnáttu í þeirri grein. En þessi
morgunverður og hið innilega
viðmót hinna góðu hjópa á þessu
há-íslenzka heimili þeirra var
hugnæm byrjun á okkar langa
ferðalagi út í óvissuna og við
gleymdum því að veturinn var
að ganga í garð og sáum ekkert
nema sumar framundan.
Það brá Hka svo við þegar við
komum inn 1 Minnesota að varla
sást föl á jörð og sólskin höfðum
við mest allan daginn á leiðinni
til Minneapolis. — Komum við
þangað að kveldi þess 10. og átt-
um þar engu að síður vinum að
mæta, en þar höfðum við við-
dvöl hjá Mr. og Mrs. T. Athels-
tan í gesta nætur þrjár, eins og á
okkar fyrri ferðalögum. En við
erum aldrei gestir þar heldur
heimafólk og óvíða hefir okkur
liðið betur. Áttum við þar ó-
gleymanlegar stundir með al-ís-
lenzku skólafólki og búsettu ís-
lenzku fólki, sem við höfðum
kynst þar áður, á okkar fyrra
ferðalagi. Það er ef til vill ekki
á margra vitund að heimili Mr.
og Mrs. Athelstan er um leið
heimili allra íslenzka stúdenta
sem stunda nám í Minneapolis.
Er þetta unga fólk þar eins og í
foreldra húsum og munu þeir
seint gleyma viðtökunum, sem
þeir áttu að fagna, hinu hlýa
viðmóti sem óvíða var annars-
staðar að finna í eins ríkum
mæli.
Var þetta skólafólk óþreytandl
að syngja fyrir okkur ýmsa
merkilega söngva, sem nú tíð-
kast mikið heima, og þá einnig
gamla og góða ættjarðar söngva,
sem við öll kunnum. En það var
einkver hreimur í þeirra söng,
sem mátti greina frá því venju-
lega hér vestra og manni fanst ó-
sjálfrátt gamla landið taka und-
ir með söngnum og maður vera
farinn að hlusta á bergmál svana-
söngsins eða þá brimsins við
ströndina; eða þá vorsöng
fyrstu lóunnar úti á túni. Þetta
er þá það, sem ferðamaðurin er
að leita eftir. Hann vill finna
eitthvað, sem friðar og gleður
hugann, og það gerir þessi ís-
lenzka æska, eins og vorið sjálft,
eftir langan og harðan vetur.
Það var okkur ekki lítið á-
nægju efni að einn af þessum
ungu stúdentum afréð að gjör-
ast farþegi í bílnum vestur. Var
það Guðm. Hjalmarson, banka-
maður frá Reykjavík. Hafði hann
dvalið í Minneapolis um nokkurt
skeið til að kynna sér banka-
starf. Hafði hann orð á því, að
sig langaði vestur að hafinu áð-
ur en hann fa^ri heim aftur og
buðum við honum því far með
okkur ef hann gæti fengið lausn
frá starfi. Guðmundur er Mý-
vetningur að kyni og mörgum
hér að góðu kunnur. Hugði hann
að heimsækja Dr. J. S. Arnason
í Seattle og fl. frændur og vini