Heimskringla - 04.05.1949, Page 8

Heimskringla - 04.05.1949, Page 8
8. SIÐA HEI. MSKRINGLA WINNIPEG, 4. MAÍ 1949 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Haldið verður upp á mæðra- daginn við báðar guðsþjónustur n. k. sunnudag í Fyrstu Sam- bandskirkju. Við morgunguðs- þjónustuna messar Rev. Joseph Pronskus sem fyrir örfáum mán- uðum kom til Winnipeg frá Þýzkalandi, þar sem hann og fjölskylda hans, kona og tvær dætur, höfðu verið í flóttamanna búðum frá stníðslokum. — Mr. Pronskus vígðist til prests í Chi- cago 1932, en fór þaðan til ætt- lands síns stuttu eftir, sem var Lithuania. Við kvöldguðsþjónustuna messar séra Halldór E. Johnson, og helgar guðsþjónustuna mæðradagshugmyndinni. ■«r * * Messa á Gimli Séra Philip M. Pétursson mess- ar í Sambandskirkjunni á Gimli, isunnudaginn 15. maí. * * * Séra E. J. Melan messar í Sam- bandskirkjunni á Lundar sunnu- daginn 8. maí n. k., kl. 2 e. h. Ársfundur safnaðarins verður á eftir messunni. * * * Gifting Vegleg athöfn fór fram að 645 Valour Road, föstudaginn 29. apríl, er séra Philip M. Péturs- son gaf saman í hjónaband Mar- vin Magnusson og Ellen Jane Hamilton, að miklu fjölmenni viðstöddu. Brúðguminn er son- ur Mr. og Mrs. Parmes Magnus- son, en brúðurin er af skozkjim ættum. Brúðarmey var Mrs. Yvonne Hansson og blómamey (flower girl) var Miss Sharon Hansson, dóttir Mr. og Mrs. Franz Hansson, sex ára gömul. Aðstoðarmaður brúðgumans var bróðir hans Roy P. Magnusson. Framtíðarheimili brúðhjónanna verður í Winnipeg. * * * Dánarfregn í gær, þriðjudaginn, 3. maí, andaðist að heimili sonar hennar, á Maryland St., Sigríður Magnús- son, ekkja Guðmundar sál. Magn- ússonar, sem dó s. 1. nóvember mánuð. Kveðjuathöfnin fer fram n. k. föstudag, kl. 3.30 frá út- fararstofu Bardals. Séra Philip M. Pétursson jarðsyngur. ■* * * Skírnarathöfn Fimm börn voru borin undir skírn við barnaguðsþjónustuna \m THEATRE —SARGENT <S ARLINGTON— May 5-7—Thur. Fri. Sat. General Esther Williams—Jimmy Durante “THIS TIME FOR ívEEPS” Robert Livingstone—Mae Clarke ‘DAREDEVILS OF THE CLOUDS’ May 9-11—Mon. Tue. Wed. Adult Glenn Ford—Evelyn Keyes “MATING OF ÍVIILLÍE” Joan Fontaine—Louis Jourdan “LETTER FROM AN UNKNOWN WOMAN” sem haldin var í Fyrstu Sam- bandskirkju s- 1. sunnudag. Þau voru Karen Thora og Lára Ing- tid dætur Skapta J. Borgford og Hrefnu Asgeirson Borgford konu hans; Jón Barry sonur Ás- geirs Ásgeirson og Marjorie El- len Innes Asgeirson konu hans; Joanne og Marilyn dætur George Asgeirson og Ellen Ferguson Asgeirson, konu hans. Séra Phil- ip M. Pétursson skírði. * * * Mrs. Guðrún Elinborg Jónas- son, kona Karls Jónassonar húsa- smiðs að 610 Alverstone St., Winnipeg, lézt s. 1. föstudag. Hún var 59 ára, fædd á íslandi, en kom vestur um haf 1913, bjó um 16 ár í Árborg, en síðustu 20 árin í Winnipeg. Hina látnu lifa, auk eiginmannsins, eitt barn þeirra hjóna, Mrs. George Mun- day í Winnipeg. Jarðarförin fór fram s. 1. mánu- dag frá A. S. Bardals-útfarar- stofu. Séra V. J. Eylands jarð- söng. * * * Þakklæti Eg vil biðja Heimskringlu að flytja innilegt þakklæti til Mr. og Mrs. G. Benson, Gimli, Man., og Mr .og Mrs. G. Oliver, Sel- kirk, Man., fyrir umönnun og alúð sýnda méi/, einnig öllum vinum, vandafólki og félagsfólki mínu fyrir heimsóknir og gjaifir, að ógleymdri djáknanefnd lút- erska safnaðarins í Selkirk, sem færði mér blóm á páskunum og körfu (fruit basket), á sumardag- inn fyrsta. Öllu þessu fólki þakka eg af heilum hug. Sigurrós Vídal —796 Banning St., Winnipeg w ir ir Sunnudaginn 13. marz lézt í Winnipegosis í Manitoba, ekkju- maðurinn Þórarinn Stefánsson Gamalíelssonar frá Haganesi við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann lætur eftir sig nokkur upp- komin börn, og einn bróðir, Hall- dór, á íslandi, Blöð Norðanlands eru beðin að geta um þetta. * * * Stór samkoma á uppsiglingu í Árborg Þann 13. maí jferður samkoma haldin í Árborg Community Hall, undir umsjón þjóðræknisdeild- arinnar “Esjan”. Samkomu nefndin var svo heppin að geta fengið Mr. H. S. Gillson, forseta Manitoba háskólans að flytja ræðu. Lesendum Heimskringlu er hann nokkuð kunnur, hans hefir oft.verið getið í báðum blöðunum nú undanfarið í sam- bandi við stofnun hins íslenzka kennarastóls. Annað stórt atriði verður á skemtiskránni, er það samkepni í framsögn. Þátttak- endur verða um 30 unglingar, 16 ára og yngri, verðlaun verða veitt sigurvegurum. Dómarar verða frá Winnipeg. Ekki er þetta alt, heldur hefir verið séð fyrir því sem engin samkoma má án vera, það er söngur, þarna verður mikið og vel sungið. 7 ungmeyjar undir stjórn Mrs. Florence Bradley, syngja nokk- ur lög. Hermann Fjelsted syng- ur sóló og ung stúlka, Geraldine Björnson frá Riverton, syngur einsöng. * * * Á páskadaginn, 17. apríl, and- aðist á Lundar, eftir aðeins tveggja daga legu, Tlhomas Rich- ard Warren, 81 árs að aldri. Hann var jarðsunginn, af séra Rúnólfi Marteinssyni, þriðjudaginn 19. apríl, að mörgu fólki viðstöddu. Mr. Warren var Englendingur, kom frá föðurlandi sínu með konu og börn, til Canada fyrir 35 árum síðan, og átti heima all- an þann tíma í íslenzku bygðinni umhverfis Lundar, síðustu 16 ár- ín í Lundar-bæ. Hann lifa eigin- kona, Edith Agnes, og börn: Thomas Warren, Irene, gift Benedikt Johnson; Richard Warren, öll að Minnewakan; Victor Warren, kvæntur maður í St. Vital, Man.; og Mrs. Meta Lebriecque í Vancouver, B. C. Kom hún flugleiðis að vestan til að vera við útför föður sins. Mr. Warren var vel kyntur meðal íslendinganna, og annara, myndarmaður, ágætur nágranni og bezti drengur. >. » * Icelandic Canadian Club News The Icelandic Canadian Club will present Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson as its “Featured per- sonality”, May 9th at 8.15 p.m, SONGS by S. K. HALL, B.Mus. “Songs of Iceland", just published ____________>____$1.75 “Icelandic Song Miniatures”__1.50 “My God, Why Hast Thou Forsaken Me?”______________.50 All with piano accompaniment and Icelandic and English texts. 8 songs in each volume. On sale by S. K. Hall, Wynyard, Sask. in the I.O.G.T. hall. The pro- gram will be: Piano solo, Thora Asgierson; Vocal solo, Mrs. Lin- coln Johnson; Talk, W. Kristjan- son; Reading of Dr. Jóhannes- son’s Poems, B. E. Johnson. Everybody welcome. M. Halldorson, Sec’y * * ★ Bréf á skrifstofu Heimskr. á Mr. Jón Steinþórsson frá Arnar- hóli í Flóa. * * * Reykjavík, 16. apríl Við erum tvær 16 ára skóla- stúlkur, og höfum oft óskað eftir að komast í bréfasamband við einhvern í Ameríku. Helst pilta 17-18 ára. Nú langar okkur að biðja ykk- ur að vera svo góða að birta nöfn okkar í Heimskringlu eða koma okkur í bréfasamband einhvern veginn öðru vísi. Við höfum mikinn áhuga á íþróttum og dansi. Við þökkum ykkur svo fyrir fram þennan greiða. Margrét Margeirsdóttir, Brávallagötu 26, Reykjavík, Iceland María Jónsdóttir, Hringbraut 47, Reykjavík, Iceland * ★ * Vœnqjum vildi eq berast! sagði skáldið Óskin hefir ræzt Nú eru þrjár fluqferðir vikuleqa Til Islands Aðeins næturlangt flug—í fjögra - hreyfla flugvélum. Pantið farseðlana hjá oklcur sem fyrst, ef þið œtlið að heimsœkja ísland i sumar. VIKING TRAVEL SERVICE Umb. fyrir Am. Airl. T.C.A., o.f. 165 Broadway, New York, N.Y. The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi 912 Jessie Ave. — Ph. 46 958 FYLGIÐ BARÁTTUNNI FYRIR 0RYGGI LANDBÚNAÐARINS —til endurnýjunar Canadian Wheat Board svo því sé mögulegt að gegna sínum upphaflegu skyldum sem veríilunar aðilar fyrir hveiti framleiðendur að viðbættu því, að fara með vald til þess að verzla með grófari korntegundir. —til þess að sjá um að umboðsmenn bændafélaganna séu í öllum nefndum sem hafa landbúnaðar málefni til meðferðar. Veitið fylgi flokknum sem hefir á stefnuskrá sinni að tryggja sem hæðstar og jafnastar tekjur til Canadiskra bænda. i GERIST MEÐLIMIR PR0GRESSIVE CONSERVATIVE PARTY Flytur erindi um íslenzk efni Dr. Riohard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókment- um við ríkisháskólann í Norður- Dakota, fer til New York flug- leiðis á fimtudaginn, þ. 5. maí, til þess að taka þátt í ársfundi fræðafélagsins ameríska til efl- ingar norrænum fræðum, “The Society for the Odvancement of Scandinavian Study”, er haldinn verður í Upsala College, East Orange, New Jersey, föstudag- inn 6. maí og laugardaginn 7. maí; en dr. Beck er fyrv. forseti félagsins. Fyrir hádegið á föstudaginn, áður en fundur hefst, heldur hann fyrirlestur um ísland og ís- lenzkar bókmentir fyrir nemend- ur í ensku-deild skólans; en á fundinum eftir hádegið flytur hann erindi um íslenzkan nútíð- arskáldskap (“Glimpses of Pre- sent-Day Icelandic Poetry”). — Ennfremur tekur hann á laugar daginn þátt í umræðum um ken slu Norðurlandabókmenta í ensk- um þýðingum, og fjallar erindi hans um hina hagnýtu hlið máls- ins. Kennarar í norrænum fræðum frá háskóluih víðsvegar í Banda ríkjunum flytja erindi á árs- fundinum; meðal annars flytur dr. Stefán Einarsson, prófessor í norrænni málfræði við Johns Hopkins háskólann, þar erindi um rímur (“A Report on Rím- ur”). BALDVINSSON’S Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeq (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 37 486 MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg 1 Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sími 34 571 Messur: á hverjum sunnudegl Kl. 11 f. h. á ensku Ki. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. fimtudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Rvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldl \ Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: A hverjum sunnudegi, kl. 12.30. Better Be Safe Than Sorry! Order Your Fuel Requirments NOW "Tons of Satisfaction" Thos. Jackson & Sons LIMITED Phone 37 071 FRÉTTIR FRÁ GIMLI Póstið Þetta Eyðublað I dag - Til— Progressive Conservative Headquarters, 300 Main Street, Winnipeg Eg æski að verða meðlimur Progressive Conservative Party. Nafn, .... (Prentstafir) Áritun... (Prentstafir) Kjördæmi (Æskilegt, en ekki nauðsynlegt) Nýir kvenskór Fyrir nokkru komu á markað- inn í London ný tegund af kven- skóm. Þ^ð eru kvöldskór og er hæll þeirra 20 cm, að hæð. í hæln um er geymsla fyrir varlit, púð- urdós og snyrtikrem. Skórnir líkjast einna mest kúrekastíg- vélum. * Þingmaður —Hvað heldurðu að verði af barni, sem statt og stöðugt held- ur því fram, að það hafi alltaf á réttu að standa, og segir að sér skjátlist aldrei ? — Það verður þingmaður. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— ötbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið Síðast liðinn vetur endaði með marzmánuði, en þá hafði verið stöðugt frost og snjóþungt í 4 mánuði, svo margir óttuðust snjóvatnsflóð, ef snögt leysti, en sem betur fór hlánaði svo hægt, að ekkert tjón varð-hér af vatnsflóðum í grend. En nú er kominn sumarhiti, 80 stig fyrir ofan zeró, enda ís- inn að hverfa af suðurenda Win nipegvatns, og er það með fyrsta móti, sem eflaust boðar langt sumar og góða uppskeru, eftir reynslu hér í 50 ár, en við sjáum hvað setur. Heilsufar hefir verið með bezta móti hér, næstliðinn vetur, og örfáir dáið í þessu héraði, sem þó er heimkynni aldraðra íslend- inga, og margir af þeim 90—100 ára gamlir, sem ekki er furða, því andrúmsloftið er þrungið af vatns- og skógarilm. Skemtanir hafa verið miklar og hressandi í vetur á skauta- skálanum mikla, sem eg lýsti í vetur. Nú er búið að skýra hann, skemri skírn, en ekki porrænu- nafni, heldur eins og frúin spáði, alfrönsku nafni “Memorial Recre ation Center”, sem mun þýða á íslenzku: “Hressingar miðstöðin eftirminnilega”. En svo verður hann máske primsigndur seinna, þegar sezt verður í norræna stól- inn við háskólann í Manitoba, sem ekki verður langt að bíða eftir, og Gimli líklega “Recre- ation Center“ prófessoranna nor- rænu, svo eg viðhafi hið sæta orðtak ungu íslendinganna, sem ekki geta lært móðurmál sitt, eða hafa óbeit á því. í gærkvöldi var hér góð og fróðleg áslenzk skemtun, sem ætíð er haldin í apríl-mánuði til arðs fyrir íslenzka Bókmentafé lagið á Gimli (Lestrarfélagið). Sú skemtun er vanalega vel sótt cg gefur oft nær $100.00, sem varið er til eflingar félaginu. Herra Guðmundur Fjeldsted, formaður félagsins, stjórnaði samkomunni vel, eftir vanda. — Þar voru mættir þrír mentaðir menn úr Winnipeg-borg, Berg- þór Jónsson, sem las upp marga og fagra vorsöngva og sólarljóð, og gerði grein fyrir þeim. Næst ræddi Walter Lindal dómari og gerði herra Gillson, forseta Manitoba-lháskóla oss kunnugan, og hann kom til að kynnast ís- lendingum, hvatti oss til að læra, COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn. pianós og kœliskápa önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, eí óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Sími 53 667 1197 Selkirk Ave. Eric Erickson, eigandi CARL A. HALLSON Life, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phones: Off. 96 144 Res. 88 803 M. HJALTASON, M.D. 643 Toronto St. ★ Phone 80 710 MINNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar HAGBORG FUEL CO PHONE 21331 SEKVING WINNIPEG SINCE 1891 og virða vort þrúðhelga norræna tungumál, sem hann tjáði fólkinu að væri mikið merkilegra en lat- ína og gríska, sem bæði eru dauð mál þó merkileg séu, en norræn- an sem töluð var á öllum Norð- urlöndum til 1300 árum eftir K. b., er nú að hálfu horfið í Dan- mörk, Noregi og Svíþjóð, en hin fámenna og afskekta og kúgaða íslenzka þjóð, byrjaði að rita bækur á norrænu, nú ísl., 1100 tárum eftir K. b. (Sæmundur fróði, Ari o, fl.). Vel sé þeim öllum fyrir að skemta okkur 29. apríl. Gimli-bær er svo lánsamur að eiga margt af söngfróðu og söng- ■elsku fólki, sem skemtir oss á hverir samkomu, en söngur er, og verður ætíð, hin fagrasta og unaðslegasta skemtun á vorum ■hnetti. — Gimli, 30. apríl 1949. S. Baldvinson WINNIPEG KIWANIS CLUB THIRI) ANNUAL Conscrvation Project Open to members of Boys’ and Girls’ Clubs through the Ex- tension Service, Manitoba De- partment of Agriculture, — featuring — PUBLIC SPEAKING For further particulars see your Agricultural Representative. Watch for the date of your local and regiona! contests. /

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.