Heimskringla - 18.05.1949, Blaðsíða 7

Heimskringla - 18.05.1949, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 18. MAf 1949 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA FERÐAHUGLEIÐINGAR Frh. frá 3. bls. bergi brotin og að þau hafa lagt rækt við það úr arfleifðum, sem þeim hefir fundist dýrmætt og fagurt. Undum við hið bezta á heimili þessara góðu hjóna, og var þar einnig gestkromandi Sigurður Helgason, tónskáld, alúðlegt og yfirlætislaust ljúfmenni, skemti- legur í viðræðum og ágætur fs- lendingur. Spilaði hann þau lög er hann hafði sjálfur samið og eitt þeirra var við texta ortan af séra Albert, sem er meira skáld en almenningi er ljóst, því hann lætur ekki mikið yfir sér á því sviði. Og þarna á ísland ofurlítið útibú við strönd Kyrra hafsins, þar sem rækt hefir verið lögð við íslenzka tungu, og tóna um fram það sem venjulegt er, í vesturheimi. Og þarna á vestur- strönd vesturheims, þar sem sól- arlagið er svo dásamlega fagurt, ríkir íslenzkur helgiblær yfir allri hugsun athöfn og tónum. Verður því öll útsýn fegurri og víðsýnmeiri og myndauðugri og skilur eftir hjá manni sérstæð verðmæti, sem tæplega er unt að lýsa með orðum. Eg átti því láni að fagna að vera boðin á fund kvenfélagsins íslenzka í Blaine, og naut eg þar annarar yndis stundar með stórum hóp af ís- lenzkum konum þar sem allar umræður fóru fram á íslenzku. Voru málefnin að flestu leyti þau sömu og í okkar félögum hér eystra og áhugi góður. Var á- nægjulegt að kynnast þessum konum og taka þátt í einum fundi með þeim. Kvaddi eg þær með þakklátum huga fyrir það að gefa mér tækifæri á því að vera á fundinum. Á gamlársdag kvöddum við svo fólk mitt í Mt. Vernon og var nú ferðinni heitið aftur til Seattle í heimsókn til kunningja okkar. Seattle er stærsta borgin í Wash- ington ríki. Er hún bygð með- fram Puget flóanum um 130 míl- ur frá sjó á milli Puget flóans og Washington vatns. Borgin er bygð á hæðóttu landi sumstaðar 300 fet yfir sjáfarmál. Þar var einu sinni Indíánabær og fyrstu hvítir menn tóku sér þar bólfestu árið 1852. Næsta ár þar á eftir var mælt út borgar- stæðið og var borgin nefnd eftir Indíána höfðingjanum. Það sem varð til þess að koma á stað framþróun borgarinnar var gull fundur í Alaska og eignaréttur Bandaríkjanna á Philippseyjun- um, og nú er þessi borg j grófum vexti og ein stærsta verzlunarborg á vesturströnd- inni. Atvinna fólksins er við timbur framleiðslu, s'kipsmíðar, stálverksmiðjur og þá hveitimill- ur og fiskirí, ásamt ýmislegri annari framleiðslu. Höfnin er ein með þeim beztu við Kyrra hafið og ganga nú stór hafskip gegnum lyftur frá Puget sund- INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU A ÍSLANDI Reykjavík-------------Björn Guðmundsson, Mávahlíð 37 t CANADA Amaranth, Man___________________Mrs. Marg. Kjartansson Árnes, Man......................................S. A. Sigurðsson Árborg, Man-----------------------,---G. O. Einarsson Baldur, Man-------------------------------O. Anderson Belmont, Man..............................G. J. Oleson Bredenbury, Sask__Halldór B. Johnson, Churchbridge, Sask. Churchbridge, Sask_________________ Halldór B. Johnson Cypress River, Man...................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask_____________O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Etfros, Sask...................Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man..........................Ólaíur Hallsson Fishing Lake, Sask__________Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Flin Flon, Man______________________Magnús Magnússon Foam Lake, Sask____________Rósm. Ámason, Leslie, Sask. Gimli, Man..............................K. Kjernested Geysir, Man_____________________________________G. B. Jóhannson Glenboro, Man.............................G. J. Oleson Hayland, Man..........................Sig. B. Helgason Hecla, Man..........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man..........................„.Gestur S. Vidal Innisfaií, Alta_______Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask----------O. O. Magnússon, V/ynyard, Sask. Keewatin, Ont........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man.......................„...Böðvar Jónsson Leslie, Sask.........................Th. Guðmundsson Lundar, Man...............................D. J. Líndal. Markerville, Alta____Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man_________________________Thorst. J. Gísiason Mozart, Sask................—----------Thor Ásgeirsson Narrows, Man________________S. Sigfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man.......................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man..............................S. Sigfússon Otto, Man_____________________D. J. Líndal, Lundar, Man. Piney, Man.......................—......í—S. V. Eyford Red Deer, Alta......................Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man------------------------Einar A. Johnson Reykjavík, Man......................_...Ingim. Ólafsson Seíkirk, Man________________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bav, Man.....—.-................Hallur Hallson Steep Rock, Man......................-...Fred Snædal Stony Hill, Man_______________D. J. Líndal, Lundar, Man. Swan River, Man____________________Chris Guðmundsson Tantallon, Sask.......................-Árni S. Árnason Thomhill, Man__________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man_____________:____Aug. Einarsson, Árborg, Man. Vancouver, B. C..........Mrs. Anna Harvey, 4360 Main St. Wapah, Man______________Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipeg____S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man...........................„S. Oliver Wynyard, Sask..........................O. O. Magnússon í BANDARIKJUNUM Akra, N. D ____________Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D. Bantry, N. Dak___________„E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Bellingham, Wash—_Mrs. John W. Johnson, 2717 Kulshan St. Blaine, Wash.......................Magnús Thordarson Cavalier, N. D_________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Gardar, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Grafton, N. D____,____C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Hallson, N. D___________Björn Sbevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D_________„ C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Ivanhoe, Minn________Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn. Milton, N. Dak............................S. Goodman Minneota, Minn.....................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash......................Ásta Norman Seattle, 7 Wash_______J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak___________________________E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg, Manitoba inu inn í Washington vatn þar sem margar verksmiðjur hafa verið byggðar. Eru þessar lyftur eitt hið^ mesta mannvirki í framþróunarj sögu borgarinnar. Mörg fleiri | mannvirki mætti nefna en hér er aðeins um stutt yfirlit að ræða. i Ballard er nú partur af Seattle1 en þar búa flestir íslendingar og! eru því að nokkru leyti nágrann-' ar; hafa sterkan íslenzkan fé-! lagsskap, er sækir vel fundi og er áhugasamur um ísl. mál. Hafa| þeir gott bókasafn og lesa tals-j vert ^af ísl. bókum. Þó mun í heimahúsum ekki mikið íslenzka töluð nema þegar íslenzkir gest- ir bera að garði. f Seattle einnig, áttum við því láni að fagna, að kynnast mörgu góðu fólki og vorum við á tveim fundum hjá þjóðræknisfél., “Vestri”, okkur til mikillar ánægju og uppbygg- ingar. Halda þeir sína fundi í sal Lútersku kirkjunar sem er rúmgóður og hentugur staður fyrir þá. Er núverandi forseti Hallur Magnússon áhugamaður mikill og lætur hendur standa fram úr ermum til hverskonar at- hafna í þarfir málefnisins. — Mátti einnig segja hið sama um fyrrveraftdi forseta Vestrá, Kól- bein Thórðarsson, sem er einn af okkar góðu gömlu íslendingum, reglulegur höfðingi og mörgum kunnur að öllu góðu. Samvinna er þar til fyrirmynd- ar og er prestur þar séra H. S. Sigmar mjög áhugasamur í þessu félagi og hefir ávalt alla stjórn á skemtiskrám fundanna og ferst það prýðilega úr hendi. Manni finnst ósjálfrátt að maður sé komin heim, því fólkið alt er svo alúðlegt og gerir sér svo mikið far um að láta öðrum Mða eins vel og þeim er mögulegt. Ekki er ólíklegt að þetta félag eigi eftir að starfa enn um langt skeið, og jafnvel eftir að eldra fólkið hverfur úr sögunni, því enn er ungt fólk óðum að gerast meðHmir í félaginu. Á meðan við dvöldum, í Seattl^, áttum við afar skemtilegar heimsóknir meðal fslendinga. Heimsóttum við oft þau hjón ísak og Jakób- ínu Johnson sem var óþreytandi að sýna mér hitt og annað merki- legt, bæði á afar stóru og merki- legu húsi, og í þessu húsi geymdi frú Jakóbína undur öll af fráset- um munum svo að þarna- er í raun og veru margbreytt mynja- safn. Sumt af þessum munum er frá íslandi, bæði gamallt og nýtt sem hún hafði eignast á íslands ferð sinni fyrir nokkrum árum. Þó eru þar ýmsir kjörgripir, sem Kári sonur hennar hefir fært henni frá austurlöndum, en hann hefir í mörg ár verið í förum milli Seattle og austurlanda. —j Einnig er þar safn af merkileg- um bókum af ýmsu tæi. Fátt eitt er hægt að minnast j á hér, en að hafa hennar leiðsögn | í gegn um þetta allt er mikils-j vert og menntandi fyrir þann,, sem þess verður aðnjótandi, því hún kann vel að segja frá hverju atriði viðvíkjandi þessu safni og hver hlutur á sína sögu. Ekki er: þó þetta stærsti kosturinn þessa heimiHs þó það sé fagurt og eft-j irbreytnisvert, ekki heldur hús-j ið sjálft, þó það sé veglegt. — Stærsti kosturinn við að heim- sækja þetta heimili er hið alúð- lega og glaða viðmót húsbænd-J anna, sem ávalt mætir manni og sem við urðum aðnjótandi í svo^ ríkum mæli. Frú Jakóbína hefir, ferðast víða meðfram ströndum og flutt erindi um fsland og hef- ir þá til sýnis þessa fallegu fá- séðu muni frá íslandi. Mörgum fleiri íslendingum kynntumst við í Seattle og þar^ á meðal var Bertha Björnson og Sveinn maður hennar ásamt fjór- um efnilegum uppkomnum börn- um þeirra. Er Bertha og maður- inn minn systrabörn og höfðu ekki sézt í um 40 ár. Var eldri sonur þeirra hjóna Bayard Maj- or í Bandaríkja hernum á stríðs- árunum og var nú nýkomin heim þarna var okkur svo vel tekið á prýðilegu heimili, að okkur fanst SONGS by S. K. HALL, B.Mus. “Songs of Iceland”, just published ________________$1.75 “Icelandk Song Miniatures”___1.50 “My God, Why Hast Thou Forsaken Me?”_____________ .50 All with piano accompaniment and Icelandic and English texts. 8 songs in each volume. On sale by S. K. Hall, Wynyard, Sask. Professional and Business ===== Directory— við vera ofurlítill partur af fjöl- skyldunni. Við minnumst einnig með þakklæti marga yndisstunda hjá Mr. og Mrs. Hannes Kristj- jánssyni, Hr. og Mrs. Hallur Magnússon, Mr. og Mrs. Kolbein Thórðarsson, Mr. og Mrs. Jón Magnússon og svo margra fleiri í þessu góðu íslenzka mannfé- lagi. Og hvar sem við komum var íslenzkan í öndvegi höfð, eins! fögur og litarík og þegar bezt lætur. Þá var heldur ekki í kotj vísað að setjast að kalkúnasteik hjá prest hjónunum, séra H. S.! Sigmar og frú, í samfélagi við foreldra beggja hjónanna ásamt Jóni lækni og fleirum. Er sú stund okkur einkum minniststæð og eftir ánægjulegt borðhald, var nýárinu fagnað með söng og hljóðfæra slæti, þar sem þátttak- an var almenn og bezta íslenzka söngfólk borgarinnar hafði kom- ið úr ýmsum áttum til að hjálpa til að gera kveldið sem ánægjii- legast. Hygg eg að nýárinu því hafi ekki verið víða betur fagnað en hér átti sér stað. Einn sunnudaginn fór frú Jak- obína með mér til messu Unit- ara kirkjunnar sem hún tilheyr— ir. Kynti hún mig forseta kven- félagsins sem bauð mér að sitja með þeim fund. Mætti eg þar mörgum ágætis konum sem eru óþreytandi að vinna fyrir kirkju og kvenfélög. Ferðaðist frú Jak- óbína með okkur víða um bæinn og sýndi okkur meðal annars Museum of Fine Arts, þar sem við dvöldum lengi dags, við að skoða listaverkin. Og annan dag tókum við til að skoða fornmynja safnið, sem er geymt í stórri byggingu á háskólavellinum. Þá mættum við gömlum kunningja frá Árborg, Andres Johnson, sem nú á heima í Seattle og keyrði hann okkur í kring heilan dag, sýndi hann okkur ýmislegt merkilegt og þar á meðal Bethle- hem stálverksmiðjuna og Ply- wood verksmiðjuna, sem þar er að verki nótt og dag. Einnig fór hann með okkur í afar stóra bygg- ingu þar sem gefur að sjá alla mögulega fiska frá þeim stærstu, til þeirra smæstu, sem í sjónum finnast. Voru þannig heilir dagar upp-! teknir við að skoða sig um í. þessari miklu borg. En allra daga kemur kvöld og leið óðum að þeim tíma, sem heimferðin átti að hefjast. Dvöl okkar í Seattle hjá Jóni Árnason læknir var að öllu leyti hin ánægjulegasta. Vorum við þar eins og heima hjá okkur, því dr. Jón bauð okkur að vera eins lengi og við vildum og reyndist bróðurhugur hans og velvild í okkar garð svo frábært að það verður okkur ávalt minnisstætt. Dr. Jón er einn af þeim mönnum, sem kom fullorðnin til Vestur- heims frá íslandi. Ruddi hann sér braut gegn um háskólanám, með dæmafárri elju og ástundun og fyrir þann manndóm, er hann nú í miklu áliti, sem læknir og hefir prýðilega lækningastofu með öllum nýtízku áhöldum í hinni veglegu læknabyggingu, sem er eitt hið veglegasta hús borgarinnar. 0 Þá er heimili hans á Sunset Hill við Puget flóann, eitt hið prýðilegasta sem eg hefi séð hjá íslendingum nokkurstaðar. Þeg- ar litið er yfir alt þetta dylst það ekki að hér hefir verið merkur maður að verki, sem hefir reynst trúr því markmiði sem hann setti í byrjun. Hér hafa gáfur Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 97 932 Res. 202 398 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nets og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Skni 9S291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINN'IPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sírni 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 219 McINTYRE BLOCK • TELEPHONE 94 981 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral i Designs Icelandic Spoken WENDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonctr minnisvarða og logsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesaie Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg. Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LÁRUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 finkleman OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and ‘Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg * Phonc 94 908 ter starfsþrek og framsýni eins manns orkað svo miklu að það eitt út af fyrir sig er eftirtektar- verður kapítuli í sögu okkar Vestur-íslendinga. PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr LESIÐ HEIMSKRINGLU }JÖfíNSONS •OKSTOREI ’jI'Hlí 702 Sargent Ava„ Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.