Heimskringla - 20.07.1949, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.07.1949, Blaðsíða 1
3 New loaves by CANADA BREAD 1. Tender Crust 2. 16 oz. White Sandwich 3. Honey Crushed Brown Ask your Grocer for them ^################################## 3 New loaves by CANÁDA BREAD 1. Tender Crust 2. 16 oz. White Sandwich 3. Honey Crushed Brown Ask your Grocer for them ###############################^^i LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 20. JÚLÍ 1949 NÚMER 42. Merkur Vestur-íslendingur látinn SVEINN THORVALDSON, M.B.E. Ár var alda á íslandi, sat í Hlíð heima hugþekkur Sveinn. Heyrði hávamál himinsala um átök, útþrá og æfintýr. Þannig byrjaði eitt fremsta ljúflings og góðskáld okkar hér vestra, dr. Sveinn Björnsson, brag er hann orti til Sveins Thor- valdsonar á 70 ára afmæli hans, árið 1942. Gæti það vel verið upphaf á sögu Sveins, er hún verður að verðugu sögð. Og síð- ar í sama brag, segir hann: Og á afmæli öldungs í dag getur framtak framgjarns forystumanns litið, í litmyndum, liðna æfi við hugans hávamál og hjartaslög. Við getum enn litið framtak forystumannsins í litmyndum liðinnar æfi hans, þó æfintýrinu sé lokið, eins og l'ífi Vesturfara er af sumum lýst og mjög rétti- lega. Sveinn Thorvaldson er dáinn. En hann og störf hans lifa í minningu samtíðarmanna hans og ef til vill næstu kynslóðar. í byggð hans munu fá mikilsverð framfaraspor hafa verið stigin í hans tíð, er hann var ekki viðrið- in eða átti meiri eða minni þátt í, og þetta má jafnt segja um sérmál vor íslendinga og bygðar eða sveitarmálin. ★ Andlát Sveins bar að 14. júlí s. 1. á sjúkrahúsi dóttur hans, Mrs. T. R. Couch, 209 Mayfair Ave., Winnipeg. Hann var 77 ára. Hafði hann ekki verið frisk- ur síðustu tvö árin, en var þó við starf sitt, þar til að hann flutti hingað og gaf það frá sér fyrir sem næst sex mánuðum. Fór jarðarförin fram s. 1. laugardag kl. 11 f. h. frá Sambandskirkj- unni í Winnipeg, en síðar að deginum í Riverton. Var mjög fjölment við útfararathöfnina í báðum kirkjunum. Flutti séra Philip M. Pétursson ræðuna í Winnipeg, en séra Eyjólfur J. Melan í Riverton. Líkmenn voru: Árni Eggert- son, K.C.; dr. Steinn Thompson; Arthur Sigurðson, Árborg; Gísli Sigmundson, Gimli; S. Sigurð- son, Riverton og dr. Lárus Sig- urðson. Við útförina í Winnipeg söng frú Rósa Vernon einssöng — “Hærra minn guð til þín.” * Sveinn Thorvaldson M. B. E. og kaupmaður í Nýja-fslandi síðan laust eftir aldamót, var fæddur að Dúki í Sæmundar- hl'íð í Skagafirði, 3. marz 1872. Vestur um haf kom hann 1887 með foreldrum sínum, Þorvaldi Þorvaldssyni og Þuríði Þor- bergsdóttur, 'hreppstjóra Jóns- sonar, alkunns gáfumanns, og yngri systkinum sínum. Var Sveinn þá 15 ára. Settust foreldr- ar hans að í Árnes-fbygðinni, en Sveinn fór samstundis norður á Winnipegvatn til fiskjar. Var hann fyrstu árin hér, sem síðustu árin heima foreldrum sínum mikil stoð. Mentun hlaut hann hér fyrst í barnaskóla á Gimli og síðar í Winnipeg Col- legiate Institute. Eftir nokkur fyrstu árin hér fór Sveinn að bera saman afkomu Nýja-íslands og annara bygða og fann ekki neina gilda ástæðu fyrir, að búskapur gæti ekki blómgvast og blessast þar sem annarsstaðar, ef rétt væri áhald- ið. Var fyrsta umbótin, sem hann réðist í, stofnun smjörgerðarhúss við íslendingafljót (Riverton). Segir í sögu Þ. Þ. Þ., að það hafi verið fyrsta rjómabússtofnun íslendinga. En framleiðsla í öðrum efnum var einnig allfrum- stæð. Greiðar samgöngur skorti og verzlun var óhagkvæm. Fé var ekki mikið til hjá bændum, að leggja í umbætur. Með verzl- uninni sem Sveinn hóf 1903, var furðu brátt úr sumum af þessum vandkvæðum bætt. Búnaðarvélar sem verzlunin seldi urðu ekki einungis fáanlegar, heldur einnig með þeim lánsfresti, er nauðsyn- legur var. Þetta efldi framleið- slu og framfarir í ótal greinum. Ný-fslendingar byrjuðu nú sán- ingu og uppskeru korns, eins og aðrar bygðir og aðstaða bænda varð á borð við það, sem annars staðar var. Má þetta bæði þakka bættum verzlunarhag og sam- göngum og stórum lánum, er komu með verzluninni, sem vafa- mál er á að fengist hefðu þá ann- ars staðar. En þetta breytti Nýja- fslandi í fþað horf, sem síðan hefir verið haldið. Það var orðið akuryrkjuland í þeirri merkingu, sem aðrar bygðir voru. Búin efld- ust og stækkuðu með þessum auknu framfara-skilyrðum, sem við var að búast. Sveinn Thorvaldson var um 17 ár sveitarstjóri og hjálpaði það auðvitað mikið til að koma breyt- ingunum á. Hvort sem umbæt- urnar voru í því fólgnar, að fá járnbraut inn í bygðina, eða að koma öllu sem bjástrað var við í peninga, útvega markað fyrir plögg, sokka og vetlinga og alt sem hægt var að framleiða á bú- inu, var mark og mið Sveins með verzluninni. Fyrir þetta söfnuðust við- skiftamenn að austan og vestan, norðan og sunnan, utan um Svein. íslendingar eru ekki vanir að breyta svo, sjái þeir sér annan meiri hag bíða hjá öðrum. En á hann hafa þeir eflaust ekki komið auga. Segja kunnugir oss að þessar vinsældir haldist enn við verzlunina, þetta eðlilega hnýtta samband viðskiftanna. Þó að því sé stundum fundið af sumum að Sveinn hafi á þessu orðið ríkur og eiginlega eigi Ný-íslendingar þann auð er honum safnaðist dettur þeim ekki annað í hug en að verzla við hann áfram. Sann- leikurinn er, að þeir hafa hagn- ast á viðskiftunum við hann og hafa ekki látið á móti sér, að verzla við hann og munu ekki gera svo framarlega að engin breyting verður á stofnuninni nú að stofnendum báðum látn- um. Það er í vorum augum, alt útlit fyrir, að þarna hafi verið sá viðskiftagrundvöllur lagður, að verzlun þessi verði að varandi stofnun, sem nýtt fyrirbrigði yrði á meðal íslend- inga, ep þó virðist bóla á. Það hafa margar nýlendu verzlanir farið hér af stað, sem þessi, síðan Islendingar komu hingað fyrst. En vér munum ekki eftir að nokkur þeirra hafi vaxið upp í það, að verða að stofnun, er frá kynslóð til kynslóðar er lík- leg að starfa, nema þessi eina. Vitaskuld kemur þarna til greina þetta, að hafa stöðugar gætur á hvert farvegir í viðskiftalífinu Hggja. Af þessu hefir auðvitað bygðin dafnað á sama tíma. Þroskasaga Sigurðsson Thorvaldsons félags- ins og sveita Norður-Nýja ís- lands, haldast greinilega í hend- ur. Það má þessa athugasemd þar við gera, að annar maður hafi verið samtímis Sveini stofnari verzlunarfélagsins og sem sinn þátt átti í þessu heillavænlega þroskastarfi bæði bygðar og fé- lagsins. Það er alveg satt. En það lýsti framsýni eigi að síður, að fá í félag við sig mann eins og Jóhannes Sigurðsson; þessir tveir skildu hvor annan svo vel, að nærri má eins dæmi heita. * í stjórnmálum var Sveinn frá byrjun íhaldsmegin og hefir ver- ið brugðið um það. En á það ber að líta, að það var stefna John Macdonalds, er hann fylgdi þar, en ekki sumra seinni postulanna sem svo ant hefir verið að apa liberala. fhaldsstefnan var alt önnur fram að 1896 en hún síðar varð. Þá var hún umbótastefna, er snerist um framtíð landsins og eflingu þjóðarinnar og sem alt annað var en síðar reyndist með liberal- stefnuna og hefir reynst alt fram á þennan dag. Eða er ekkert at- hugavert við, að íbúatala Banda- ríkjanna skuli hafa vaxið síðan 1896 um alt að hundrað miljónir manna, en Canada, sem í mörgum greinum er sama landið, ekki nema um 6 miljónir undir liberal stjórn sem síðan hefir verið hér. Það er ekki staður eða stund að ræða þetta hér, en það er þó á- valt þess vert er tóm gefst til, að íhugað sé. Sveinn var ávalt hrifinn af brezkri menningu. Honum fanst viðurkenning einstaklings réttar- ins eitt hið 'fegursta og giftu- drýgsta fyrir heiminn og mann- kynið og áleit það evrópiskri menningu eða menningu hins vestræna heims að þakka, Bretum sögulega og Bandaríkjunum í nútíð. Menning þjóða kemur og fer. Og það er engin launung á því nú, að setið verður í náinni framtíð um að kollvarpa vest- rænni menningu og innleiða aðra fullkomnari að því að oss er sagt, þó á það hafi ekki enn verið kom- ið auga af nokkrum alsjáandi manni. Það er að minsta kosti ekki hægt að benda á neitt, sem við vestlæga menningu í fram- förum og öllu því, er til vaxtar og þroska horfir, má jafna. Það má skýra það íhald, að vilja varð- veita þetta, þessa vestlægu menn- ingu. Þar er þó ekki um draum eða blinda trú að ræða og það tekst vel til, ef hinir frjálslynd-’ ari koma stórfenglegri framför- um í ló í flýti, en vestræn menn- ing hefir gert. Þannig var nú þetta, sem menn ömuðust við, sem íhaldi, í skoð- unum Sveins Thorvaldsonar. — Hann var með öllu því íhaldi sem menn vildu eigna honum mesti framfaramaður bygðar sinnar og í pólitískum skilningi fylgjandi þeirri menningarstefnu er mestar framfarir hefir skapað. Vér verðum að játa að vér skilj- um ekki vel raunir ýmsra íslend- inga vor á meðal út af þessu. Allir vísindamenn eru íhalds- menn í vissum skilningi. Þeir læra af liðinni tíð, finna á þann hátt ávalt eitthvað nýtt. Svo er því varið um sanna athafna og framfaramenn, yfirleitt flesta er traustast byggja. Sveinn bygði aldrei á hávaða eða glamri af neinu tæi. * Á meðan skrafað er um Svein sem viðskiftamann, á ekki illa við að saga sú, sem hér fer á eftir af honum, sé sögð. Það var fyrsta árið, sem hann var við verzlun við Fljótið. Hann hafði um hríð áhyggjur út af því að farið var að líða að gjald- daga á vörunum sem heildsalar höfðu lánað honum. En hann hafði ekki í banka neitt til að greiða skuldina með eða í reiðum peningum. En hann hafði nokk- uð af loðvöru. Þegar ekki voru nema 2 dagar til greiðslunnar, leggur hann af stað í sleða með gráum hesti fyrir til Winnipeg. Alla þá peninga er hann fann í fórum sínum tók hann með sér og loðvöruna. En það var komið fram á miðjan vetur. Og um leið og hann leggur af stað dettur á bylur með hörku frosti. Hann komst fyrsta daginn til Gimli, en næsta dag uppgafst hesturinn í ófærðinni, einhverstaðar í grend við Selkirk. Hann rekst á bónda- bæ og biður um skjólshús fyrir hestinn. Já — velkomið, en hvað er með sjálfan þig? Það var kom- ið talsvert fram á kvöldið og úr hríðinni og hörkunni hafði ekk- ert dregið. Nei, Sveinn kvaðst verða að halda áfram til Winni- peg. Eftir að bóndi hafði horft undrandi á hann um stund, lagði Sveinn á stað og með loðvöru- pokann á bakinu. Segir ekki af ferð hans annað en það, að þá sagðist hann hafa átt verst með að halda ávalt þeirri hendinni frá að kala, er í snærisspottan hélt hvað oft sem hann skifti um hendi. En undir morgun komst hann til Winnipeg. Eftir að hafa ornað sér og fengið sér snæðing, fór hann á fund heildsalans. Um viðskifti þeirra fór alt vel. En þegar þeim var lokið, fer heild- salinn að spyrja Svein hvenær hann hafi komið í bæinn. Það hafði þá staðið yfir bylur í þrjá daga og ófært veður. Sveinn sagð ist hafa komið í morgun og það hefði ekki mátt naumara standa, því skuld sín hefði fallið í gjald- daga í dag. Heildsalanum varð orðfátt og hann stóð hugsi, unz hann segir við Svein, að hann ætli að biðja hann þess, að muna að lánstraust hans sé gott um alla æfi og að hætta sér eins og hann hafi gert, sé ábyrgðarmeira fyrir hann en nokkuð annað. Fór Sveinn af fundi hans ánægður með þetta, enda fékk hann sínu komið fram að greiða skuldina á réttum tíma. Sagan er fyllilega táknræn eins og þeir vita er Svein þekkja. * Áður en Sveinn hóf verzlun, var hann fjögur ár barnaskóla- kennari. Hann var og fylkisþing- maður í Manitoba 1914. En stjórnin er hann fylgdi, féll eftir 2 ár og Sveinn náði ekki kosn- ingu aftur. En löngu seinna hafði hann þá ánægju, að sitja á þingi og hlýða á son sinn, G- S. Thorvaldson, K.C., flytja ræðu af sama staðnum og hann hafði sjálfur gert löngu áður á þingi. Sveinn var tvígiftur. Fyrri konu sinni Margréti Sólmunds- dóttur giftist hann 1896. Hún dó 1919. Voru börn þeirra: Anna (Mrs. H. Árnason); Albert, lézt ungur; Sveinþór, látinn; Gunn- ar Sólmundur, lögfræðingur; Al- bert Marinó; Thorvaldur Rune- berg; Þorbjörg Ruby (Mrs. Couch); Þuríður Uranía (Mrs. Sigurgeirsson); Guðrún Beatrice Emily (Mrs. Elmer Anderson); Guðríður Mabel (Mrs. Alfred McGowan); Helga María (Mrs. Ian Kennedy); Þórdís Ólöf Myrtle (Mrs. Clarence Samis); Skapti Ólafur, Ólína Eizabeth (Mrs. M. Best). — Seinni konu sinni, Kristínu Guðbjörgu Olson, giftist Sveinn 1921. Eru börn þeirra: Stefán Friðrik, Kristín Lára, Þorbergur, Sveinfríður, Sigríður. Af systkinum Sveins sem voru átta alls, eru tvö á lífi: Guðrún (Mrs. Jcíhnson), Dr. Thorbergur fyrv. háskólakennari í Saskatoon. Thorvaldur hét og einn bróðir Sveins er vestur kom en dó 25 ára gamall; ávann hann sér bezta orðstír sem námsmaður. Hann lézt 1904 í Cambridge, Mass. ★ Sveinn var unitari í trúarskoð- unum og studdi þá kirkju ís- lendinga hér vestra með ráði og dáð. Starf hans í þjóðræknis- málum var og ómælt. Hann fór tvisvar heim til íslands, 1913 og 1930. Var hann sæmdur 1938 af stjórn íslands stórriddarakrossi Fálkaorðunnar. Árið 1935 var hann og sæmd- ur af Bretakonungi titlinum M.B.E. fyrir störf hans í þágu þjóðfélags síns hér. Svo trölltryggur var Sveinn vinum sínum, að vér ætlum þess engin dæmi, að hann af fyrra bragði sliti vináttu við nokkurn þeirra. Um þessar mundir eru búðir hans á þessum stöðum: Riverton og Árborg í Nýja íslandi og Rice Lake, fyrir austan Winnipeg- vatn. Hefir og félagið starfrækt sögunarmylnur fyr og síðar. Með því, sem hér hefir verið minst á, er ekki nema á fátt eitt drepið, er vel væri þess vert að skrifað væri um. Sveinn hefir með atorku og dugnaði rutt sér þá braut til velmegunar, þar sem fáum mundi hafa hepnast slíkt. En kostir hans eru í fleiru fólgn- ir. Hann var höfðingi í lund og þeir eru fáir, er umgengist hafa hann lengi, er ekki munu af raun geta um rausn og hjálpsemi hans borið. Og starf hans alt í þágu félaga og ýmsra fyrirtækja, er hann vann að endurgjaldslaust og studdi fjárhagslega, verður seint metið sem vert er. Frá stofnun Viking Press fé- lagsins 1913, sem Hkr. gefur út, hefir hann verið hluthafi og oft- ast forseti. Vér ætlum ekki fjarri, að vinahópurinn, sem nú kveður Svein Thorvaldson, hugsi líkt og Jónas Hallgrímsson, er hann kvaddi einn vin sinn með þessum orðum: Menjar skulu merkis — mannsins frábæra lifa og blómgast í landi voru. Dáðar og dugnaðar, dygðar hverskonar frægðar og frama fyrirmynd hann var. AÐALSTEINN KRISTJ- ÁNSSON LÁTINN Skeyti hefir borist frá Los Angeles hingað norður um að Aðalsteinn Kristjánsson væri dá- inn. Hann lézt 15. júlí. Hinn látni var ættaður frá Flögu í Hörgárdal, kom vestur um haf 1901, hóf byggingarstarf í Win- nipeg og farnaðist vel. Var hann hér og þó ekki stöðugt fram að 1914, en hefir búið í Bandaríkj- unum síðan. Hér eignaðist hann fjölda vina, enda maður skýr og skemtilegur. Hann hefir sem kunnugt er skrifað tvær bækur, Austur í blámóðu fjalla og Svip- leiftur samtíðarmanna. Lýsa báð- ar bækurnar að þar heldur skýr maður á penna og auk þess þrungnar, eða önnur þeirra að minsta kosti, af ættjarðarást og báðar allra þakka verðar. Lík Aðalsteins er á leiðinni hingað norður og verður hér jarðsett. Fer jarðarförin fram frá útfararstofu A. S. Bardals, föstudaginn 22. júlí, kl. 2 e. h. Eftirlifandi skyldmenni hins látna eru einn bróðir, Friðrik Kristjánsson, byggingarmeistari í Winnpeg og Hjörtur Hjaltalín hálf-bróðr, i Norður Dakota. Þátttaka Islendinga var óhjákvæmileg Þökk og heiður sé íslenzkum einstaklingum og íslenzkum fé- lögum sem þátttöku í kostnaði og undirbúning á skrautvagnin- um sem sýndur var samkvæmt ósk í sambandi við sjötíu pg fimm ára afmæli Winnipeg-borg- ar 6. júní s. 1. Fyrir ágæta sam- vinnu og aðstoð hugvitsmanns- ins Gissurar Elíassonar tókst að gera hann úr garði svo, að hann varð öllum íslendingum til stór- sóma og hlaut æðstu viðurkenn- ingu dómnefndarinnar sem um skrúðvagnana er sýndir voru þann dag dæmdu. J. J. Bildfell, forseti skrúðvagnsnefndarinnar Ingibjörg Jónsson, ritari

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.