Heimskringla - 20.07.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.07.1949, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1949 Hjcimskrirtgla (StofnwO im/ Ksmrn út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerB hlaðsins er S3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Aliar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Saxgent Ave., Winnipeg Rltstjóri STEFAN EINARSSON Utaná skrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Aathorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 20. JÚLf 1949 Horft um öxl til lýðveldisstofnunarinnar Eftir dr. Richard Beck próf., vara-ræðismann íslendinga í N. Dak. (Ræða flutt á fslendingadegi að Mountain N. D., 17. júní 1949) Þessi árlegi þjóðhátíðardagur okkar fslendinga í landi hér er dagur hugljúfra og margþættra minninga, sér í lagi fyrir okkur, sem á íslandi erum borin og barnfædd. Við minnumst hins svipmikla og hrikafagra ættlands okkar á þessum degi, lands hinna miklu andstæðna, elds og ísa; lands blárra fjalla, grænna dala og hlíða, blikandi fjallvatna, fjarða og sunda, hrynjandi fossa og hrað- streyma fljóta, lækja og linda; lands hinna bragandi norðurljósa á heiðum vetrarkveldum og á sumrum lands hinna björtu nátta, sem heilla hugann með þeim undramætti, að engum gleymist, sem und- ir það áhrifavald hefir komist. Þá, einmitt á þessum tíma ársins, er ísland, eins og skáldið mikla, sem landnemi var á þessum slóðum, sagði svo fagurlega: “Nóttlaus voraldar veröld, þar semvíðsýnið skín.” Og eg vil biðja ykkur að ganga með mér í anda inn í töfra- höll íslenzkrar hásumardýrðar, eins og Örn skáld Arnarson hefir lýst henni í hinu tilkomumikla og fagra kvæði sínu til Guttorms J. Guttormssonar skálds og okkar fslendinga vestan hafs í heild sinni: "Nú skulum við líta á landið í ljósflóði sólstöðudags. Hver æskir sér fríðari fjarða og fegurra bygðarlags? Er hvolfþak á snæfjallaháborg ei hrukku- og blettalaust? í blámóðu blágrýtishöllin rís bursthá og veggjatraust. Það hillir upp eyjar og útnes sem æskunnar vonadraum. Það kliðar í laufi og limi. Það ljómar á tjarnir og straum. Og særinn er fljótandi silfur og svellið á tindunum gull, öll sveitin í titrandi tíbrá, af töfrum og dásemdum full.” Þannig er fsland, þegar það skartar sínum dýrðlega sumar- skrúða. En það á einnig “annað gerfi og annað viðmót”, sinn harða og kalda vetrarham, sem Örn skáld lýsir einnig eftir- minnilega í hinu stórbrotna kvæði sínu, er hann segir: “Það á frostgljáðan fannkyngju- skrúða, sem er fagur, en minnir á lík.” Þannig er okkar svip- mikla og hrikafagra ættland, hjartfólgið fæðingarland okkar margra í þessum hópi, land hinna stærstu andstæðna, hins blíða og stríða. En jafnframt því og við minn- umst landsins, minnumst við þjóðarinnar, sem í landinu hef- ir búið í meir en þúsund ár, háð þar sína baráttu fyrir lífinu, oft við hin óblíðustu kjör, en eigi að síður borið sigur af þeim hólmi. Það er ættþjóðin okkar með kostum sínum og göllum; fram hjá því getum við aldrei komist, því að enginn getur flú- ið sjálfan sig, þó að hann ferð- ist á enda veraldar. Og milli landsins og þjóðarinnar, sem það elur á brjóstum sér, er miklu nánara samband, en margur ger- ir sér grein fyrir. “Sálin er ná- skyld þeim jarðvegi, sem hún er sprottin úr”, sagði hinn virti maður og ágæti rithöfundur frændi okkar Norðmanna hér í landi O. E. Rölvaag, er túlkað hafði landnemalíf þeirra með sjaldskyggni, og hann vissi hvað hann fór. Jón skáld Magnússon sem eigi síður var vitur maður og ágætt skáld, hafði hið sama í huga, er hann sagði í snjöllu kvæði; “Land og þjóð er orðið eitt, annars væri hvorugt neitt.” Þessvegna sagði Stephan G. Stephansson einnig í sínu fræga kvæði:“ Þótt þú langförull legð- ir, sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heima- lands mót.” Hann vissi vel hvað hann söng, sá spaki maður og mikli landnemi. Grímur Thom- sen, sem líka var maður djúpvit- ur og hafði lært að meta ísland og íslenzka menningu eftir lang- dvöl erlendis, færði sömu hugs- unina í dálítið annan búning málsins, er hann komst svo að orði: “Innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi, ymur íslands lag.” Auðvelt væri að tilgreina annara slíkra ummæla úr kvæð- um íslenzkra skálda beggja meg- in hafsins. Það eitt er víst, að við fáum eigi minnst íslands, svo að við minnumst ekki ís- lenzku þjóðarinnar, svo nánumj böndum eru landið og þjóðin ^ tengd; og sjálf berum við ættar- mót landsins, sem ól okkur, eða' feður okkar og mæður, kynslóðj eftir kynslóð. En við minnumst eigi aðeins fslands og íslenzku þjóðarinnar á þessum degi. Við minnumst sögu hennar, og það af alveg sér- stökum ástæðum. f dag er fimm ára afmæli hins endurreista ís- lenzkra lýðveldis, eins og utan- ríkisráðherra fslands vék að í hinu fagra og drengilega kveðju- skeyti ríkisstjórnarinnar til okk- ar, er eg las í byrjun máls míns. Og eðlilega vekur fimm ára af- mæli lýðveldisins upp kærar minningar í huga mínum, því að eins og ykkur er öllum kunnugt, þá var það hið góða hlutskipti mitt að vera viðstaddur stofnun lýðveldisins sem fulltrúi ykkar íanda minna vestan hafs. Og satt að segja, á eg dálítið erfitt með að átta mig á því, að fimm ár séu hliðin síðan eg sat að Lögbergi vordaginn sigurbjarta, þó regn- þungur væri hið ytra, þegar alda- gamla og hjartfólginn frelsis- draumur hinnar íslenzku þjóðar rættist að fullu. Mér finnst rétt eins og þessi söguríki atburð- ur hefði gerst í gær, svo lifandi er hann og verður í minningu okkar, sem bárum gæfu til að lifa þann dag. Og sannarlega á það ágætlega við, á þessu fimm ára afmæli, að rifja upp í megin- dráttum atburðina í sambandi við endurreisn hins íslenzka lýð- veldis. Enginn, sem ekki var úr steini gerður, gat verið á íslandi dag- ana þá, svo að honum hitnaði eigi um hjartarætur, fyndi það ekki glöggt, að þakklæti, sigur- gleði og vongleði fyllti huga manna og setti svip sinn á þá vorbjörtu daga, daga djúpstæðra minninga og stórra framtíðar- dauma. Það var vor í lofti og vor í hugum fólksins. Reykjavík blasir mér við hugarsjónum, fán- um og blómum prýdd, í sínum allra fegursta hátíðarskrúða, og sömu söguna var að segja ann- arsstaðar á landinu. Hvarvetna var hinum langþráða degi fagnað með bæjarprýði og hátíðahöld- um. Hér var um þjóðhátíð að ræða í orðsins sönnustu og dýpstu merkingu. Fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar forseta, hins mikla leið- toga í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar, hafði að verðugu verið val- inn stofndagur lýðveldisins. Og hátíðahöldin þ. 17. júní hófst einnig um morguninn, eins og vera bar, með því, að þáver. for- seti Sameinaðs Alþingis, herra Gisli Sveinsson sýslumaður, nú sendiherra fslands í Noregi, lagði veglegan og fagran blóm- sveig við fótstallinn á styttu Jóns Sigurðssonar og'flutti skörulega ræðu um forystustarf hans í stjórnfrelsisbaráttunni og menningarmálum þjóðarinnar. Var athöfn þessi hin hátíðlegasta í alla staði, hæfandi byrjun hins atburðaríka dags. Víkur nú sögunni til Þing- valla, og vil eg biðja ykkur að fylgjast með mér í anda á þann sérstæða og sögufræga stað, en þar höfðu safnast saman 25 - 30 þúsundir manns til þess að vera viðstaddir stofnun lýðveldisins, eða fimmti hluti þjóðarinnar, og að sjálfsögðu var athöfninni út- varpað. Var það mikilfengleg sjón að horfa af þingpallinum að Lögbergi yfir haf mann- fjöldans, Almannagjá fánum skreytta, með hvíta tjaldborgina á grænum völlunum í baksýn. Gjallarhorn fluttu mannfjöldan- um það, sem fram fór að Lög- bergi, en björgin tóku undir. Var sem maður heyrði þar enduróm frá sál landsins sjálfs á þessari miklu fagnaðar- og sigurstundu í sögu þjóðarinnar, eins og eg hefi orðað það á öðrum stað. En stuttu áður hafði vþjóðin, með allsherjar- atkvæðagreiðslu og yfirgnæfandi meirihluta, sam- þykkt, að lýðveldi skyldi stofn- að, og Alþingi, á fundi daginn áður, endurtekið þá samþykkt einum rómi, og ákveðið, að stofn- un lýðveldisins skyldi fram fara að Lögbergi síðdegis þ. 17. júní. Og nú var hin stóra stund að renna upp. Kl. 1.30 setti þáver. forsætisráðherra, dr. phil. Björn Þórðarson, hátíðina með gagn- orðu ávarpi. Við hina áhrifaríku guðsþjónustu, sem þá fór fram, flutti biskup íslands dr. Sigur- geir Sigurðsson, hjartnæma ræðu og bæn, en Samband ís- lenzkra karlakóra, undir stjórn dr. Páls ísólfssonar tónskálds, annaðist hinn ágæta söng. Lauk guðsþjónustunni með því, að sunginn var sálmurinn “Faðir andanna”. Aldrei hefi eg heyrt þann andríka lofsöng betur sunginn, aldrei hefir hann grip- ið hug minn jafn föstum tökum; hann hljómaði mér þessa stund Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar- forða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum tíma. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! sem sameiginleg þökk og bæn frá brjóstum heillar þjóðar, og syngur mér í hug til daganna enda. Og nú var stundin langþráða, stund frelsisins, sem þjóðina hafði dreymt um kynslóðum saman, loksins komin. Kl. 1.55 reis Gísli Sveinsson, forseti Sameinaðs Alþingis úr sæti sínu setti þingfund, las upp sam- þykktir Alþingis frá deginum áður um stofnun lýðveldisins og kosningu forseta fslands, og mælti síðan á þessa leið: “Sam- kvæmt því, sem nú hefir greint verið, lýsi eg yfir því, að stjórn- arskrá lýðveldisins ísland er gengin í gildi.” Eg fæ því eigi með orðum lýst, hvernig sú söguríka yfirlýsing sló á hjartastrengi mína, og vafa- laust hefir öðrum í hópi þúsund- anna, sem viðstaddir voru, verið eins innan brjósts. Áhrifamikið var það einnig, er lýðveldisfán- inn var dreginn við hún að Lög- bergi, klukknahringingin í Þing- vallakirkju, og þögnin og stöðv- un allrar umferðar, sem fylgdi um stuttrar stundarbil. Og áreið- anlegt er það, eins og eg hefi einnig lagt áherzlu á við annað tækifæri, að þegar þögnin var rofin með því, að hinn mikli mannfjöldi söng þjóðsönginn — “Ó, Guð vors lands”, hafa menn fundið til þess, að þeir höfðu lif- að ógleymanlega stund í sögu þjóðar sinnar — óskastund henn- ar. Þeir höfðu séð draum kyn- slóðanna um endurfengið frelsi rætast að fullu. Lýðveldi hafði verið endurreist á fslandi. Orð skáldsins, sem sjálfur hafði spunnið meginþátt í sigurvinn- ingu, hurfu mér í hug: ‘Hugsjón- ir rætast, þá mun aftur morgna’. Nú var dagur um allt loft, hvað sem leið rigningunni og þung- viðrinu. Þvínæst fór fram kosning for- seta lýðveldisins, herra Sveins Björnssonar þáver. ríkisstjóra, er síðan hefir verið endurkosinn, enda er hann hinn ágætasti mað- ur og skipar sinn virðingarsess með mikilli sæmd. Var hið fyrsta ávarp hans til þjóðarinnar, er hann flutti að Lögbergi, íturhug- uð lögeggjan til sameiningar og samstarfs. Annar meginþáttur hátíða- haldsins að Lögbergi voru kveðj- ur þær, sem fulltrúar erlendra ríkja fluttu hinu nýstofnaða lýð- veldi, og allar lýstu miklum vin- arhug í garð hinnar íslenzku þjóðar, virðingu fyrir henni og afrekum hennar. Voru þær þann- ig vaxnar, að þær hlutu að glæða hverjum góðum íslendingi holl- an metnað í brjósti, láta hann finna til þess, að hann var kvist- ur á traustum ættstofni, sem staðið hafði af sér storma ald- anna og ekki fúnað í rót. Síðar um daginn hélt hátíða- haldið áfram, með fjölbreyttum skemmtiþáttum og menningar- legum, niðri á Völlunum við ræt- ur hinnar fornfrægu Fangbrekku og var þar, sem áður að Lögbergi geysimikill mannfjöldi saman kominn. f viðurvist þess fjöl- menna mannsafnaðar og í út- varpið til þjóðarinnar í heild flutti fulltrúi Vestur-íslendinga kveðjur þeirra, og þarf ekki að fjölyrða um það, hve frábærlega vel þeim var tekið. En á hitt vildi eg minna, að þar kom eftirminni lega fram sá djúpstæði ræktar- hugur, sem íslendingar heima á ættjörðinni bera í brjósti til okk- ar landa þeirra hérna megin hafs- ins. Megum við ekki láta neinar hjáróma raddir villa okkilr sýn í þeim efnum. Hér hefir aðeins verið stiklað á stærstu steinum. En um hitt voru allir sammála, að þrátt fyrir hið óhagstæða veður, stórrign- ingu mestan hluta dagsins, höfðu hátíðahöldin við stofnun lýðveldisins farið ágætlega fram. Sjálfur þreytist eg aldrei á að lofa frjálsmannlega og glæsilega framkomu fólksins þann dag, enda hefi eg aldrei verið stoltari af þjóð minni, eins og eg hefi margsagt í frásögnum mínum af lýðveldisstofnuninni. Rigningarveðrinu “sló sannar- lega ekki inn”, menn voru gripn- ir of ríkri fagnaðarkennd til þess að láta slíkt á sig fá. Og víst er um það, að altaf ljómar vorsins bjarmi um stofndag lýðveldisins í minningu okkar, sem áttum því láni að fagna að vera þar við- staddir. Þessi hátíð hér í dag, í tilefni af endurreisn hins íslenzka lýð- veldis, getur einnig verið okkur íslendingum í landi hér kröftug áminning um það, hve auðug og lífræn menningarverðmæti við höfum að erfðum hlotið. Og þá arfleifð viljum við varðveita sem lengst og gera frjósamasta í menningu og þjóðlífi þessa okk- ar nýja lands, sem við unnum og eigum þegnskuld að gjalda, land- inu, sem okkar daglega vinna er vígð, vöggustöð barna okkar og þeirra barna. Við höfum aldrei farið leynt með það, í orði eða verki, að við erum fyrst og síðast hérlendir borgarar. Milli þegn- skyldu okkar annarsvegar og ræktarsemi okkar við ættlandið hinsvegar hefir aldrei orðið og verður aldrei árekstur, en það er sannfæring margra okkar, að með því að varðveita og ávaxta hið bezta og fegursta í hugsjóna og menningararfinum íslenzka greiðum við þegnskuld okkar sém drengilegasta, auðgum mest hið nýja land okkar. í einu af allra fegursta ætt- jarðarkvæðum Bandaríkjanna kemst skáldið þannig að orði: — “Fögur ert þú, ættjörð mín, í draumi föðurlandsvinarins, sem lítur alabastur-hvítar borgir þín- ar, óflekkaðar tárum mannanna barna,'rísa úr djúpi framtíðar- innar.” Það er hinn mikli og glæsilegi draumur framtíðarinn- ar, sem beztu menn og konur þessa lands bera í • brjósti og helga viðleitni sína. Það er metn- aður minn, ósk og vön, að íslend- ingar hérlendis eigi sinn fulla þátt í að láta þann draum rætast. En með þörfu og vel unnu starfi okkar, á hvaða sviði sem er, minnumst við íslands fegurst og bezt. Allt, sem hver maður og kona af íslenzkum stofni vinna sér til sæmdar eða frægðar, það er líka sómi íslands. Lýk eg svo máli mínu með þessum erindum úr “íslandsvísum” Hannesar Hafstein; “Lifi minning liðins tíma; langtum meir þó tímans starf! Lifi og blessist lífsins glíma, leifi framtíð göfgan arf. Hverfi ofdrambs heimsku víma, hefjist magn til alls, sem þarf. Lifi og blessist lífsins glíma, lifi og blessist göfugt starf! Landið blíða, landið stríða, landið hrauns og straumafalls, landið elds og hrímgra hlíða, hjörtum kært til fjalls og dals. í þér kraftar bundnir bíða barna þinna, fljóðs og hals. Hvert þitt býli um byggðir víða blessi Drottinn, faðir alls.” Ræða þessi var að miklu leyti flutt blaðalaust, en birtist hér að meginmáli.) SILFURBRÚÐKAUP í gær áttu hin góðkunnu hjón, Bergþór E. Johnson og Kristín R. Johnson tuttugu og fimm ára giftingarafmæli. Var þess minst af Sambandssafnaðarfólki í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg í gærkvöldi með fjölmennu og á- nægjulegu samsæti. Veizlustjóri var Hannes Péturson fasteigna- sali, en ræður fluttu þar auk for- seta, séra Philip M. Pétursson, Vilhelm Kristjánsson, séra R. Marteinsson (bæn), Jochum Ás- geirsson, frú Anna Pétursson, frú S. Jakobsson og fleiri. Kvæði voru og silfurbrúðhjónunum flutt af dr. Sig. Júl. Jóhanessyni, Davíð Björnssyni og fleirum í skeytum og bréfum. Með söng skemtu frú Elma Gíslason og Pétur Magnús. Áður en skemti- skráin hófst, var ágæts “turkey” kvöldverðar neytt. Heillaóskaskeyti bárust silfur- brúðhjónum bæði víða og langt að. Samsætið var hið skemtileg- asta og myndarlegast. Voru allir einhuga um að sýna silfurbrúð- hjónunum þakklæti sitt fyrir þeirra mikla starf í safnaðar-, þjóðræknis- og öðrum félagsmál- um og fyrir ágæta viðkynningu við samferðafólk þeirra. Stundin var órækur vottur hins mikla og almenna vinarhugs, er silfurbrúð- hjónin njóta. Minjagripir einhverjir voru silfurbrúðhjónunum afhentir í samsætinu. Silfurbrúðhjónin þökkuðu hvert fyrir sig fyrir gjafir, góð- hug og gestrisni sýnda þeim með samsætinu. Frásögn þessari látum vér

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.