Heimskringla - 20.07.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.07.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1949 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA kvaeði Sig. Júl. Júhannes- sonar læknis, er prentað var á skemtiskrá kvöldsins; önnur kvæði og skeyti verða að bíða næsta blaðs. TIL BERGTHORS OG KRISTINAR JOHNSON í silfurbrúðkaupi þeirra 19. júli 1949 Glatt í kvöld er hér á hjalla, hjörtu vor í eining slá; alt í kring er himinn heiður, hvergi ský um loftin blá. Aldarfjórðungs endurminning upp úr gleymskudjúpi rís þegar Bergthor tók með “Tíní” traustu haldi á “paradís”. Þá var vor — og vor er ennþá: “Vormenn” eru þessi hjón. — Þótt þau aldrei Island sæju, er þeim sárt um gamla Frón. Verðir þess í verki og orði voru og eru — heil og öll. Islenzk tfygð í eðli þeirra á ei nokkur lykkjuföll. Þegar Bergthor tók með “Tíní” traustu haldi á “paradís”, áttu þau og þangað fluttu það sem æ í gildi rís: Góðan vilja: veikum bræðrum vandabtaut að geta stytt. Glöð og einlæg góðu máli gáfu jafnan fylgi sitt. Ótal margir hlýir hugir hingað leita þessa stund, blessun flytja’ úr öllum áttum yfir þennan vinafund. — Silfur hjónin lengi leiði lands og þjóðar heilladís. Gæfan svífi æfi alla yfir þeirra “paradís”. Sig. Júl. Jóhanncsson FJÆR OG NÆR Stjórnin í Ottawa hefir beðið um tilboð frá húsgagnasölum um ívo stóla er kaupa þurfi í þing- húsið, en þannig stendur á, að þeir eru ætlaðir tveimur ístru- belgjum í þingmannahópnum, sem í engum vanalegum stólum geta setið. Þingmennirnir eru Jack Garland, liberali, frá North Bay í Ontario, er vegur yfir 500 pd. Hinn er Maximillien Houde, öðru hvoru borgarstjóri í Mont- real. Um þyngd hans er ekki kunnugt, en hann náði kosningu 27. júní. Hann er talinn óháður öllum flokkum. * * * Gestur Eythor Kristinnson og Editih Lita Rasmussen voru gef- in saman í hjónaband 22. júní s.l. af séraB. A. Bjarnason. Athöfn- in fór fram á prestsheimilinu í Árborg. Brúðhjónin eru bæði úr Geysir-bygðinni í Nýja íslandi, og munu framvegis vera búsett þar. * * •* í síðastliðinni viku kom frú Guðrún Stefánsson, kona Gunn- björns Stefánssonar í Vancouver, B. C., hingað til borgarinnar í heimsókn til ættingja og vina. — Hún býst við að dvelja fyrst um sinn hjá dóttur sinni, Mrs. Alex- ander Burgess, 243 Hartford Ave. W.Kildonan, en fer svo ofan í Nýja ísland, þar sem hún var | lengi, og á hóp skyldmenna og vina. * * * ÖLDRUÐ KONA óskast á gott heimili til að líta eftir 8 mánaða barni frá kl. 8 f. h. til kl. 4.30 e.h. Sími: 722 637 Ste 8 Gainsboro Apts. ♦ W * Fundarlaun Jón Víum, Blaine, Wash., býð- ur 20 dala verðlaun hverjum sem haft gæti upp á týndri skrifaðri innbundinni Ijóðabók ömmu sinnar, Guðrúnar skáldkonu Þórðardóttur, er síðast bjó í grend við Akra, N. Dak., U.S.A. Finnandi gæti afhent bókina Jacob J. Erlendssyni, Hensel, N. Dak., U.S.A., eða Ólafi Péturs- syni, 123 Home St., Winnipeg, Man., Canada. Mér er kært að ná í bókina nú til prentunar, ef einhver vissi hvar hún er niður- komin. Jón Víum “Eg held hún lesi ekki mikið draugasögur og eg hef aldrei heyrt hana tala um spiritisma fyr en í kvöld. Og eg held að það hafi verið Dr. Armathwaite, sem vakti máls á því, en ekki hún’. “Já, það var eg, Mr. Crosmont. Eg lýsti fyr- ir konunni þinni, þeirri taugaveiklun sem sta af því, að vera að grufla út í þau öfl, sem eru segulkend og dáleiðandi.” “Eg vil biðja þig, Dr. Armathwaite, að tala ekki aftur um það við hana. Auðvitað leggur þú engan trúnað á það; en það er ekki hægt að segja hvað taugaveikluð og ímyndunarsjúk kona kann að gera.” “Auðvitað vil eg ekki tala við Mrs. Cros- mont um það aftur, úr því þú vilt það ekki; en hvort þessi öfl eiga sér stað, er nokkuð sem menn geta þrætt um í það óendanlega.” “Trúir þú þá virkilega á það rugl?” “Eg trúi því, að það sé til orka, sem við köllum Mesmerisk, einhverskonar segulafl, og þeir sem eru gæddir þeirri orku, geti haft áhrif á vilja annara, sérstaklega þegar um taugaveikl- aðar manneskjur er að ræða.” “Þú ert ekki eins trúaður á þetta eins og margir embættisbræður þínir eru, dqktor.” Þessi staðhæfing kom dálítið flatt upp á hann, en til að láta verða eitthvað úr þessu tali, var hann reiðubúinn að segja frá nokkrum til- raunum, þar sem hann var viðstaddur, er hinn eldri Crosmont greip allt í einu frami fyrir hon- um og safði: “Þú ert minnissljór Ned. Fyrir átta árum síðan fórstu oft með mér til að hlusta á ræður og fyrirlestra um þetta efni og þá varstu hrifin af því.” “Eg var þá ungur,” sagði Edwin og roðnaði, og leit með grunsemd á þá báða. “Nú skil eg og veit, að það er hauga vitleysa og hégómi allt saman.” • “Þeir menn sem fást við Mesmerism”, sagði Dr. Armathwaite, “verða vanalega bara skottu læknar af því þeir verða sjálfir taugaveiklaðir. Þeir segja hinar margendurteknu sögur um miðla og anda, og snertingar eins líkama við annan, oft á hinn kindugasta hátt, en ekki sem yfirskynverulega eðlisgáfu. Það eitt sem er virkilegt við það er að það gefur þeim sem að fást við það álitlega peninga inntekt.” * “Og vald yfir líkamanum,” skaut eldri Cros- mont inn. “En hvernig er það þá með sálina?” “Sál og líkami eru svo sameinuð og sam- starfandi; það er ekki hægt að hafa áhrif á ann- að, án þess að áhrifin snerti hitt. En að þessi Mesmeriski kraftur sé aðallega eðlis gáfa, sýnir sig 1 því, að eg held, að menn með litlum og lé- legum hæfileikum, virðast að hafa náð yfirhönd inni yfir hugsun og skilningi, sér miklu gáfaðri og mentaðri manna.” “Hm! Þá er það býsna hættulegur kraftur reld eg,” sagði eldri Crosmont. “Já, það getur verið það hjá samviskulaus- um manneskjum.” Mr. Edwin Crosmont tók ekki meiri þátt í samtalinu, en kveikti sér í öðrum sígar. Þó höfðu orð læknisins meiri áhrif á hann, þrátt fyrir það gabb sem hann gerði að þeim, en hann vildi kannast við. “Eg get ímyndað mér, að Alma mundi vera góður miðill; rún hefur þessa viðkvæmu lund, sem er móttækileg fyrir öllum áhrifum,” sagði föðurbróðir hennar. “Eg leyfi ekki að slíkar tilraunir séu gerð- ar með konuna mína,” sagði Edwin hast. “Það er nógu slæmt, að einn læknirinn hefur komið mér til að taka á mig þá byrði að eiga konu, sem er dóttir brjálaðs manns; eg kæri mig ekki um að annar læknir komi henni í sama ástand, sem faðir hennar var í.” “Ned! Ned! Gættu að hvað þú segir,” sagði föðurbróðir hans. “Nú, því átti eg ekki að segja það?” svaraði Edwin, Því ætti eg að leyna því, á hvaða hátt eg var gabbaður til að giftast konu, sem ekki getur leynt því með augunum hvernig ástatt er fyrir henni? Fyrir mörgum árum, Dr. Armathwaite,” hélt hann áfram að segja, og hann sneri bakinu að föðurbróðir sínum, “var þetta hús geðveikra hæli, mjög útaf fyrir sig og dularfullt, en engu að síður geðveikrahæli, þar sem sinnisveikur músik kennari var að káka með þennan Mesmer- isma og skottulækningar, sem þú minntist á, ef eg á að segja hreinskilnislega frá því. Honum batnaði, eða það var sagt að honum hefði batn- að; hvernig sem það var, þá slapp hann út, og Dr. Peel, sem var ei'tthvað skyldur eiganda húss- ins, fór að láta sig hann svo miklu skifta, og hafa eftirlit með dóttir hans. Þegar maðurinn dó varð Dr. Peel umsjónarmaður eignanna og fjánhaldsmaður barnsins. Af einni eða annari á- stæðu flutti hann í húsið og vann að því að koma saman, og eg sem þá leið fyrir stór von- brigði, fór til London til þess að vera þar, lét hann ekkert tækifæri ónotað til að koma okk- ur saman; hún gekk þá í listaskólan í South Kensington; og án þess að segja mér eitt einasta orð um föður hennar, fyr en hann var búin að koma okkur í hjónabandið. Getur þú, eða nokk- ur annar, kallað þetta heiðarlega gert?” “Það er ekki svo auðvelt að svara því án nánari upplýsinga. Sagði hann þér þá alls ekk- ert um föður hennar?” spurði læknirinn. “Jú hann fullvissaði mig um að faðir henn- ar hefði ekki verið vitskertur. En þú þarft ekki annað en horfa í augu hennar til að sjá, að það var lýgi, og eg veigra mér alls ekki að segja frá því, eins og er.” Dr. Armathwaite varð undrandi við að eyra þetta. Að öðru leytinu virtist þetta eina skyn- samlega úrlausnin í þessu máli, sem Mrs. Cros- mont, dularfullu töfraaugu og undarlega hátta- lag hafði vakið í huga hans; en að hinu leytinu gat hann ekki trúað, að þessi sérstöku áhrif sem þessi kona hafði á hann; þessi ilmur göfugrar sálar sem umvafði hana, gæti stafað af veikluð- um geðsmunum, en hún hafði sterkara áhrifa- magn en hann vildi ímynda sér. Eldri Crosmont stóð upp, það var sársauki í augum hans, hann lagði hendina þétt á herðar bróðursonar síns og sagði alvarlega: “Þú sæir ekkert brjálæði í augum konunar þinnar, Ned, ef þú værir ekki heillaður af öðrum augum sem ekki hafa neitt hjarta bak við sig.” Eftir þetta varð löng þögn. Þeir biðu allir með óttablandinni eftirvæntingu þess er nú mundi ské. Loksins leit Edwin Crosmont upp, hann var grár í andlitniu, sem stafaði af innri geðshræringu; drættirnir í andliti hans virtust allt í einu dýpka, og augun urðu starandi. “Talaðu ekki um hluti sem þú skilur ekki, Hugh, föðurbróðir minn,” sagði hann í harka- legum róm. “Hvaða rétt hefir þú til að dæma um hjarta eða hjartaleysi. Konu, sem þú hefir ekkert saman við að sælda? Og ef þú getur lært svo mikið af að sjá stöku sinnum hennar bláu- augu, hversu miklu meira ætti eg þá ekki að læra, er daglega sé augu hennar? Eg er viljugur að heyra sökina, en ekki með álasi á neina aðra.” Dr.Armathwaite stein þagði; hann fann hve slæmt það var að vera heyrnarvottur að þessari heimilis deilu, og hann sá með undrun og hlut- tekningu, hveru miklir ástríðu stormar æddu í brjóstum allra meðlima þessarar fjölskyldu, sem bjó í þessu afskekta húsi út á landsbygðinni. Hann skyldi, að hinn sýðri og ófágaði húsbóndi fann til taumlausrar ástar til sinnar fyrri leik- systir; að föðurbróðirinn hafði viðkvæma og föðurlega samhyggð með báðum hjónunum, og að táldregin hjartans þrá og óró, skein út úr augum hinnar hryggu og vanræktu konu. Eftir stutta stund jafnaði Edwin Crosmont sig og hló, og sagði; að það gerði ekki kvöldinu neitt til hvað hann svo væri. “Við skulum bara vera kátir”, sagði hann. Hann bjó til meira púns og drakk meir en hinir, en gleðin sem hann vildi framkalla kom ekki. Hugh Crosmont, sagði margar góðar sögur; hann hafði farið um allan heim. Hann hafði fyrst verið í enska sjóhern- um, og svo síðar í þýzka hernum. Hann hafði bæði séð og reynt margt, sem hann gat sagt frá á mjög listilegan hátt, en þrátt fyrir alla þá kæti sem hann kryddaði frásögn sína með stökk Ed- win Crosmont ekki bros; Dr. Armathwaite fanst þessi orðaskifti þeirra hugnæmari en sög- ur úr umflakkandi hermannalífi. Þegar klukkan sló tólf, stóð Mr. Hugh Crosmont upp og gaf með því til kynna að nú væri tími til að ganga til sængur. Hann leit á bróðurson sinn sem sat þumbaldalegur og þegj- andi. Dr. Armathwaite, sem var orðin sifjaður og leiður á að vera þarna, stóð strax upp. Ed- win stóð upp líka, og spurði í höstum rómi, hvað föðurbróðir sinn meinti með þessu, að far.a nú, er þeir væru rétt að byrja að skemta sér; en hinn sagði bara: “Eg býst við að gesturinn okkar, vilji kom- ast til hvílu, eftir langa og óskemtilega ferð í dag.” Hann fór út úr herberginu, og slapp rétt við að fá bók í höfuðið, sem frændi hans henti á eftir honum. Læknirinn, sem var staðin upp bauð góða nótt og fylgdi gamla manninnum, sem sagði: “Hann verður þarna frameftir nóttinni; — hann gerir sig að gamalmenni fyrir tíman, með því að sitja þarna einn og drekka, og gera sig að bjána. Ef hann þarf að fara í eitthvað stutt ferðalag, sem hann verður að gera einu sinni eða tvisvar á mánuði í erindagerðum fyrir lá- varðinn, þá fer hann æfinlega á næturnar, þó það sé engin ástæða til þess, hann segir að sér líði verst á nóttunum heima hjá sér. Stundum fær hann vesalings Alma til að sitja uppi alla nóttina hjá sér í þessari skrifstofuholu, þegar hann er í sem vestu skapi. Hvernig stendur á þessu með mann, sem er hraustur eins og hest- ur, og sem hefir svo trygga og góða stöðu sem best verður ákosið?” “Vissulega er hann að gera sig vitlausan með slíku framferði.” Professional and Business ~ Directory- Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Qffice 97 932 Res. 202 398 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Síml 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WTNDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Fiozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convendence, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sberbrook St. PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri ibúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 3t. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK TELEPHONE 94 981 Rovatz°s Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We speciaiize ln Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL riitflU-r ^kkistur og annast um utfarir. Aiiur utbúnaður sá best Ennfremur selur hann allskona mmnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg Union Loan & Investmei COMPANY Rental, Insurance and Financic Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bld GUNDRY-PYMORE Ltd British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Mon. Phone 98 211 Manager: T. R. TIIORVALDSOI' Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor <5 Builder 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHOXE 922 496 DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 }JÖfíNSONS LESEÐ HKIMSKRINGLU ^IíöokstoMi EÆfim 1 702 Sargent Ave„ Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.