Heimskringla - 27.07.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.07.1949, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1949.. Bjcimskringla (StofnuO ÍSM) Kernui úi á bverjuxn miðvikudegl. Kigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Öll viðskiftahréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Hitstjórí STEFAN EINARSSON Utanáakrift tii ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1949 íslendingadagurinn 60. ára Þjóðhátíðardagurinn, sem í hönd fer næstkomandi mánudag á Gimli, er hinn sextugasti, er haldinn hefir verið af Winnipeg- íslendingum. Menn spyrja oft, hvaða þýðingu slíkt hátíðahald hafi? Oss getur virst, að Þjóðhátíðin hafi nú minni kynningu í för með sér en hún áður hafði fyrir þjóðflokk vorn. Áhrif hennar nú eru eflaust mest fólgin í þeirri gleði, er það veitir íslenzkum þjóð- bræðrum og þjóðsystum að finnast. Böndin sem enn binda oss við áa vora og ættjörð, eru meiri, en við oft gerum oss grein fyrir. En eitt af því nauðsynlegasta fyrir þjóðarbrot vort á fyrri árum hér, er einmitt að kynna sig hérlendri þjóð. Af frásögn blaðsins HeimSkringlu, af fyrsta íslendingadeginum hér 2. ágúst 1890, kemur þetta greinilega í ljós. Á þessum fyrsta degi, var skrúðganga höfð um nokkrar götur j borgarinnar og lék í broddi fylkingar íslenzkur hornleikaraflokkur,1 er lauk í Victoria Garden, þar sem fslendingadagurinn var haldinn.! Eru þýdd í Heimskringlu frá þessum tíma ummæli hinna ensku stórblaða þessa bæjar. Eru þau svo lærdómsrík um þýðingu fs- lendingadagsins út á við í þá daga, að vér getum ekki stilt oss um að birta þau. að vér hefðum fleiri af þeimJ Þeir eru ekki ver metnir fyrir Manitoba Daily Free Press, segir 4. ágúst 1890: það, þótt þeir séu hreyknir af “Norðvestur landið byggja þjóðerni sínu, sem byrjaði líf margar þjóðir en fáar af þeim munu geta haldið hátíðlega minn- ingu um 1016 ára byggingu ætt- lands síns. Það var þetta sem íslendingar gerðu s. 1. laugardag. Eftir eitt eða tvö ár vonast Vest- urheimur eftir, svo framarlega sem Ohicago herðir sig með und- irbúninginn að taka þátt í hátíð um minningu þess, að þá eru 400 ár liðin frá því að meginland þetta fanst. Vér erum hrein börn í samanburði við fslendinga, því þeirra þjóðlíf byrjaði fyrir meira en þúsund árum og hefir ávalt haldið áfram síðan, án þess nokk- urt hlé hafi á orðið.” Síðan seg- ir blaðið frá helztu atriðunum í sögu íslands, getur meðal annars berun. Hún var einhver hin að Leifur hafi fundið Vestur-i stærsta, er enn hefir farið um heim um eitt þúsund, og skýrirj Winnipeg-götur og vér munum sitt með svo miklum þrautum fyrir svo mörg hundruð árum.” Winnipeg Daily Tribune skrif- aði þessa ritstjórnargrein 4. ág. 1890, um fyrsta íslendingadag- inn: Á laugardaginn var, héldu fs- lendingar í Winnipeg og Mani- toba hátíðlega minningu um það, að liðin eru 1016 ár frá byggingu íslands, með prósessíu og sam- komu. Fyrir marga af bæjarmönnum sem ókunnir eru því, hvað íslend- ingar eru að tiltölu margir vor á meðal, hefir þessi prósessía sjálf- sagt verið nokkurs konar opin- Þeir hafa líka hæfileika til, og kunna að meta hagnaðinn við, að stjórna sér sjálfir, enda er það aðaleinkenni Norðurlanda þjóða. Og það er þetta lundarfar þeirra, sem einkum gerir þá mikilsverða fyrir oss, sem innfllytjendur. — Þegar alls er gætt, eru engir ný- bygggjendur í Manitoba betri en íslendingar. Og þegar þeir sem enn eru heima, taka það ráð, að bæta hag sinn, býður Manitoba þeim með ánægju færi, að afla sér þægindi og nægta.” Við þessu öllu segir ritstjóri Hkr., sem mun hafa verið Eggert Jóhannsson, fremur en Gestur Pálsson, sem þá var að taka við rtistjórninni: “Það væri synd að segja, að þessar setningar um fs- lendinga, væru valdar af verri endanum. Vér skulum ekkert fara út í það, hvort við eigum alt þetta lof skilið. En hitt er víst, að þegar helztu blöðin í fylkinu rita slíkar greinar um íslendinga, þá er það full og óræk sönnun fyrir því, að íslendingar hér hafi unnið sér mikið álit í augum hér- lendra manna. Og það atriði, að þessi ummæli koma fram rétt á eftir fslendingadeginum og bein- línis í sambandi við hann, sýnir bezt hve rétt vér gerðum í því að hafa þetta hátíðarhald og sömu- leiðis hve gagnlegt það er og nauðsynlegt, eigi aðeins fyrir oss sjálfa út af fyrir sig, heldur og fyrir sambúð vora við hérlenda menn, að vér höldum slíkum sam- komum áfram á hverju ári og lát- um þær ávalt fara vaxandi að fjöri og fjölda. * En það má ekki svo minnast á fyrsta íslendingadaginn, að nafna þeirra, sem þar áttu mestan þátt í framkvæmdum, sé ekki minst. Forseti dagsins var Wil- helm H. Paulson, en ræðumenn voru Jón Ólafsson ritstjóri, er bæði mælti og kvað fyrir minni íslands. Varð þá kvæðið hans: Já, vér elskum ísafoldu til. Séra Jón Bjarnason flutti ræðu fyrir minni Vesturheims, Einar Hjör- leifsson Kvaran fyrir minni Vestur-íslendinga og kvæðið al- kunna fyrir minni Ameríku: Önnur lönd með ellifrægð sig skreyta. Þá mælti Eggert Jó- hannsson á enska tungu, enda var mikið enskumælandi heið- ursgesta, svo sem fylkisstjóri Schultz, sambandsþingmaður Scarth og heil tylft annara. Tvö önnur kvæði voru flutt; var ann- að minni Vestur-íslendinga, flutt af G. P. og annað fyrir minni kvenna, ort af Kr. St. En ræðu fyrir minni kvenna hélt þá Jón Ólafsson. íþróttir og dans mun hafa fylgt hátíðahaldinu. Það dylst ekki af þessari skemtiskrá, að vel hefir verið efnt til hennar og beztu ræðu- mönnum og skáldum íslendinga hefir verið telft fram. Ef til vill hefir enginn fslend- ingadagur, sem hér hefir verið haldinn, vakið meiri eftirtekt er- lendra, en þessi fyrsti gerði. En á það ber að líta, að fslendingar voru hlutfallslega fjölmennastir allra útlendinga hér um 1890. Segir Eggert Jóhannsson um tölu þeirra: “Það er á að geta 9—10,000 af íslenzkum ættum í Manitoba nú, eða einn fslending- ur af hverjjum 16, af allri tölu íbúa fylkisins. í Winnipeg eru um 3,000 fslendingar eða einn af hverjum 10 allra íbúa bæjarins. Af þessu er auðsætt, að hvað f jölda snertir, erum vér að minsta kosti hinir þriðju í röðinni, ef ekki hinir aðrir, af erlendum þjóðflokkum. Annað sem manni finst eftir- tektavert að lesa, er það sem Eggert Jóhannsson segir þá í ræðu sinni og sem góð bending hefir eflaust orðið til hinna ensku gesta. Þrátt fyrir viður- kenningu mikla um góða hæfi- leika íslendinga, segir hann að- eins einn maður af þeirra þjóð. er opinber skrifstofustörf hafi hér og þykir lítið til þess koma. Á þessu er nú mikil breyting í þessu fylki. En hver veit nema bersögli Eggerts hafi þar ein- hver áhrif haft og þar í birtist eitt nýtt verkefni dagsins. Ennfremur er eftirtektavert að með degi þessum virðist land náms íslendinga heima fremur minst, en konungs komunnar og stjórnarskránnar 1874. Á íslendingadögum eru nú að sumu aðrir siðir en áður. Eitt er að skrúðför i víðtækri merkingu getur ekki heitið að eigi sér stað, enda ef til vill ekki eins áhrifa- rík á Gimli og í bæ gæti verið. Annað er að minni kvenna er nú alveg úr sögunni og konum aldrei á fslendingadögum, sér- staklega sungið: — Blessað sé þitt blíða bros, og gullin tár, iremur en slíkt kannist nú eng- inn við. ★ Til komandi íslendingadags er ástæða til að líta með von og gleði um góða skemtun, því þar verða tveir menn langt að kom- andi og sem oss er hér um slóðir öllum nýung að, að sjá og heyra. Er annar þeirra Andrew Daniel- son fyrrum bandarískur fylkis- þingmaður og atkvæðamaður hinn mesti. Hinn er gestur heim- an af fslandi, sem vonast er til að kominn verði fyrir íslend-j ingadaginn og segi okkur eitt-j hvað skemtilegt frétta að heim- an. Það er dr. Þorkell Jóhannes-j son, háskólakennari og fræði- maður. í sdðasta rit Andvara skrifaði hann mjög góða grein um Rögnvald heitinn Pétursson, sem hann á fyrst og fremst þakk- læti skilið fyrir hér. Það er því margt, sem tryggir gestum dags- ins þarna skemtun auk þess, sem oss er skylt málefnisins vegna, að sækja hátíðina, því hún er eitt ábærilegasta táknið um það, að oss sé ant um að íslenzka haldist hér við, sem lifandi mál, fremur en dautt. “UNDRAVERÐUR ÁRANGUR” Frh. frá 1. bls. ingi á mikilvægi starfsins. Eg vona, að aukin störf og umsvif hins unga prests vaxi ekki svo mikið frá því sem nú er, að hann geti ekki áfram um langan tíma leitt þetta merkilega byrjenda starf sitt. Vona einnig, að sá árangur sem þegar hefir náðst, safni saman góðu fólki honum til aðstoðar, svo að ekki þurfi nein lægð að myndast vegna anna prestsins, því altaf fjölgar fólk- inu þar eins og annars staðar. Með ýmsu móti má koma prest- unum hér til hjálpar, ef ráðandi menn og hugsandi í sóknunum, skilja hina miklu þýðingu, sem handleiðsla kirkjunnar getur baft á hina ungu þjóðfélags- borgara.” HUGHEILAR HAMINGJUÓSKIR 1 TILEFNI AF 60 ÁRA AFMÆLISDEGI ÍSLENDINGADAGSINS Bjornsson s Book Store 702 SARGENT AVENUE WINNIPEG, MAN. CANADA síðan frá stjórnarhögum íslands nú á tímum. Þar eftir heldur blaðið áfram á þessa leið: “Rit- höfundur einn hefir sagt, að það væri ómögulegt, að finna 10 vetra gamalt barn á íslandi, landsend- ekki eftir neinni, sem, eftir því er ráða má af útlitinu geti jafn- ast við hana að skynsemi og reglusemi og sparsemi. Auk þess sem Íslendingar að fjöldanum til er einhver atkvæðamesti þjóð- MANITOBA anna á milli, sem ekki kynni að flokkurinn í fylkinu, eru þeir lesa. Það er mjög efasamt, hvort einnig einhverjir hinir bezt ment- að svo almenn greind og þekkingj uðu og einhverjir mestu fram- finnist hjá nokkurri annari þjóð í faramenn. Sem þjóðflokkur eru öllum heimi. En landið er fátækt1 íslendingar sparsamir, iðjusam- frá náttúrunnar hendi og þó lítið ir og greindir. Ráðvendni þeirra sé um frámuna fátækt hjá lands- mönnum, hafa þeir lítil efni á að ráðast í nokkur stór fyrirtæki. Þeir sjá að þeir geta komist bet- ur áfram annarstaðar. Þeir hafa líka alla hæfileika til að komast áfram: skynsemi, iðjusemi, hóf- semi, spameytni. Vér höfum enga betri innflytjendur hér í Norðvesturlandinu. Landar vorir sem tala tungu vora, eru að því leyti ólíkir öllum útlendum og trúmenska er orðið að orðtaki. Þeir eru framúrskarandi lægnir á að laga sig eftir breyttum hög- um, og að taka upp hina nýjustu hætti nútíma-menningar. Og það er alveg undursamlegt, hvað þeir eru fljótir að nema enska tungu. En það er eflaust að miklu leyti því að þakka, að meginhluti fs- lendinga, hversu fátækir sem þeir annars eru á ættjörðinni, eru frábærlega vel mentuð þjóð. f mönnum, að ekki er hægt að bera þessu efni hafa hagir þeirra, þó þá saman við útlendinga svo rétt örðugir hafi verið að mörgu leyti, sé. íslendingar eru lagvirkir og þeir hafa þann kost, sem mikils er um vert, að geta á skömmum tíma sameinast oss. Þeir verða verið einkar heppilegir fyrir þá. Á vetrum er umferð ill og oft með öllu ómöguleg og þeim tíma hefir verið varið til að menta og AUKIN FRAMLEIÐSLA EYKUR VELMEGUN Auknar framfarir um allmörg undanfarandi ár í mismunandi iðnaði bera ótvírætt í skauti sínu vel- megun og betri tryggingu til allra sem heima eiga í Manitoba. Framfarir í fjöldamörgum greinum, svo sem námugreftri, grávarningi, skógarhöggi, fiski- tekju og ferðalögum, hafa aukist stórkostlega og eru nú afar þýðingarmiklar fyrir velferð fylkis- búa. Þar að auki hefir aukin iðnaðar framleiðsla í smáum og stórum stíl aukið velmegun og sjálf- stæði þeirra sem tekið hafa sér bólfestu í Mani- toba. einir af oss, án þess að þeir hafi menna unglingana. Afleiðingin nokkuð fyrir því. Þeir taka upp landsins siði og sleppa engu tæki- færi að nema landsins tungu. Þeir flýta sér að því að verða Canada- menn, án þess að nokkurt ytra vald kúgi þá til þess og án allrar uppgerðar og tilgerðar. Og svo taka þeir skynsamlega þátt í öll- um opinberum málum hér. Þeir hljóta að komast hér áfram og við getum einungis óskað eftir, af þessu er sú, að íslenzka þjóðin er ef til vill hin bezt mentaða í heimi. Ferðamaður einn sagði fyrir skömmu um íslendinga, að jafnvel meðal mestu fátækling- anna, væri þekking “alveg undra- verð”. Fyrir utan iðjusemina og ment- aða skynsemi, hafa íslendingar líka til að bera mikla virðingu fyrir landslögum og góðri reglu. Department of Mines and Natural Resources WINNIPEG, MANITOBA HON. J. S. McDIARMID, Minister D. M. STEPHENS, Deputy Minister

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.