Heimskringla - 27.07.1949, Page 9
LXIII. ARGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. JÚLÍ 1949
NÚMER 43. og 44.
Giftingarathöfn
Mr. og Mrs. Jón Júlíus Arnason
Ein þeirra fjölmennustu gift-
ingarathafna sem fram hafa far-
ið í Fyrstu Sambandskirkju í
Winnipeg fór þar fram laugar-
daginn, 23 júlí er gefin voru sam-
an í hjónaband Jón Júlíus Arna-
son og Lilja Johnson. Séra Fhil-
ip M. Pétursson gifti. Kirkjan
var þétt skipuð og þeir gestir
sem á síðustu mínútu voru, kom-
ust ekki inn. Kirkjan var skreytt
hvítum “gladiolum” og burkn-
um og lýst með kertaljósum.
Mrs. Elma Gíslason söng tvisvar,
fyrst “Brúðkaups bæn”, sem fað-
ir brúðarinnar hafði sérstaklega
ort fyrir tækifærið og í Síðara
skiftið brúðkaupssönginn “I’ll
Walk Beside You”. Gunnar Er-
lendsson var við orgelið.
Brúðguminn er sonur þeirra
hjóna Vilhjálms og Guðrúnar
Arnason á Gimli, en brúðurin er
dóttir Bergthors Emils og Krist-
ínar Johnson í Winnipeg. Brúð-
urin var aðstoðuð af Mrs. S. J.
Perkinss og Miss Elín Arnason,
systur brúðgumanns, og-Patricia
Arnason var blómamey fflower
girl). Brúðguminn var aðstoðað-
ur af Frank Arnason. Svaramað-
ur brúðarinnar var faðir hennar,
Mr. B. E. Johnson. Þeir sem
leiddu til sæta voru Herman
Arnason, Charles Simpson, Ger-
ald Stephenson og Arthur
Vopni.
Frá kirkjunni var farið á Marl-
borough hotel, þar sem brúð-
kaupsveizla fór fram í “The
Purple Room.” Öll borð í hinum
stóra borðsal voru þéttskipuð
Our Compliments
TO THE ICELANDIC PEOPLE, ON THE
OCCASION OF THE 60th ANNIVERS-
ARY THEY ARE NOW CELEBRATING
AT GIMLI, AUGUST 1, 1949.
★
CEYMOUR
° J-JOTEL
/. McKENDRY, Manager
277 MARKET AVE. WINNIPEG, MAN.
DR. ÞORKELL JÓHANNESSON
GESTUR Á ÍSLENDINGADEGINUM
Gestir írá Islandi
Séra Valdimar Eylands, forseti íslendingadags-
ins á Gimli, biður Hkr. að geta þess, að dr. phil.
Þorkell Jóhannesson og frú hans verði gestir á ís-
lendingadeginum á Gimli n. k. mánudag og flytji dr.
Þorkell þar ávarp og kveðjur.
gestum. Veizlustjóri var séra
Philip M. Pétursson. Dr. K. I.
Johnson, föðurbróðir brúðarinn-
ar mælti fyrir skál hennar, en
Mr. John Laxdal mælti fyrir
skál brúðgumans, sem þakkaði
gestum og vandamönnum með
nokkrum velvöldum og viðeig-
endi orðum. Að borðhaldinu
loknu var stigin dans fram á mið-
nætit og voru allir hinir glöðustu.
— Ungu hjónin lögðu af stað
næsta dag, bílleiðis til Minneap-
olis en eru væntanleg heim um
næstu helgi. Framtíðarheimili
þeirra verður að 1057 Dominion
St. í nýbygðu húsi, gjöf til brúð-
arinnar frá foreldrum hennar.
P. M. P.
BRÚÐKAUPS BÆN
Lífsins faðir, ljóssins andi
Legðu þína mildi og náð
Yfir þessi ungu hjörtu
Örlög þeirra og sérhvert ráð.
Breiddu ástar ylinn þýða
Yfir hverja von og þrá.
Vernda þau frá þungum harmi
Þerra angurs tár af brá.
Megi allar óskir rætast;
Ykkar draumur þenna dag
Fléttast inn í framtíðina
Friðarins við sigur lag.
trygð í hjarta, trausta bindi
trú á lífsins gæði og mátt.
Drottins kraftur öllu ofar
Ykkur leiði í sólarátt.
Bergthor Emil Johnsíon
Kvæði sungið við giftingu
Lilju Johnson og Jóns Júlíus
Arnason laugardaginn, 23 júlí í
Fyrstu Sambandskirkju.
Viðskifta-öngþveitið
Það er nú að verða ljóst, að til
hreinna og beinna vándræða
horfir með heimsviðskiftin. Á-
stæðuna fyrir því látast menn
ekki sjá. En hún er þó einfald-
ari en svo, að hún dyljist nokkr-
um. Eftir síðasta stríð, varð þurð
á ýmsum vörum. En eins og oft
vill verða, þegar maðurinn er
sviftur því, er hann er vanur, rís
hann upp og greiðir hvað háa
upphæð sem er fyrir hlutinn,
heldur en að vera án hans. En
með þeirri ströngu eftirspurn
vöru, bregst heldur ekki, að var-
an hækki í verði og kaup verka-
manna hækki að sama skapi. —
Þannig verður dýrtíð til. En af
háverði vöru leiðir eitt. Gjaldþol
peninga rýrnar og kaupmáttur
þeirra hjá erlendum þjóðum. Nú
er háverði á bandarískum pen-
ingum um alt þetta kent. En hitt
dettur engum í hug, að það sé
hver þjóð út af fyrir sig, sem
sjálf sviftir peninga sína kaup-
mætti. Það sem gerist, er að
jafnvægi milli framleiðslu ogj
framleiðslu kostnaðar fer úr
skorðum. Framleiðslan verður
of dýr fyrir heimsmarkaðinn. —
Þetta er það sem er að gerast,
eða hefir gerst nú í verzlunar-
málum Breta, og sem stórtap leið-
ir af fyrir Canada, eða svona um
250 miljón dala tap. Þeir geta
ekki fengið það verð fyrir fram-
leiðsluna, sem hún kostar. Við-
skifti er aldrei hægt að reka með
því að framleiða sér í skaða. Þó
Bandaríkin köstuðu nú fé í Bret-
ann til að jafna sakir hans, yrði
það ekki stoð, nema í svip. Þjóð-
félagsreksturinn hefir úr skorð-
um gengið og það er ekki um
neinar varanlegar bætur að ræða,
fyr en hann er aftur kominn í lag,
framleiðslu kostnaður minkar,
gjaldþol peninga vex og jafn-
vægi kemst á hlutina eins og í
öðrum löndum.
Það er talað um “dollara
svæði” og “sterlingspunda svæði”|
en í sjálfu sér hefir það ekkert
við hag þjóða að gera, ef þau skil-
yrði hafa verið sköpuð, er raska
öllu jafnvægi framleiðslu og
framleiðslu kostnaðar. Fall pen-
inganna er því að kenna hjá viss-
um þjóðum, en ekki hinu, að aðr-j
ar þjóðir hafi lagt ok á þær, með
því að fara ekki að dæmi þeirra,
eins og þráfaldlega er haldið
fram.
Eftir því sem framleiðslan
jókst nú að stríðinu loknu, fór
auðvitað að bera á samkepni
þjóða milli. Sú þjóðin, sem sam- j
kepnisfærust reynist, ber eðli-!
lega mest úr býtum heimsvið-!
skiftanna. Það er samkepnis-
fyrirkomulagið, sem nú er aftur
að ná sér á strik. Og það skrítna
er, að Bretland, sem ávalt hefir
fylgt því strangara, en nokkur
önnur þjóð og gerir vissulega á
kaupum sínum, er nú öðrum Ev-
rópu þjóðum ver stödd með sölu
afurða sinna. Það er að tapa
markaði sínum í heiminum vegna
þessa og hækkar verð vöru sinn-
ar, þegar það ætti sem mest að
lækka eða líkjast því að minsta
kosti, sem hjá öðrum þjóðum ger-
ist.
Bretland hefir ekki þurft að
taka mikið tillit til þess, er aðrar
þjóðir gerðu, meðan ríki þess var
svo víðtækt, að sól gekk aldrei
undir í því. Nú er öldin önnur.
Gamalíel Thorleifsson
GARÐAR, N. D.
Þegar allt er vorblæju vafið,
vlðáttunnar dásemdir skína,
sendi eg yfir sólblikað hafið
sumarkveðju íslands og mína.
Einnig þegar hertaka heiminn
haustsins öfl með kjarnorku sinni,
varpa eg yfir víðfeðma geiminn
vetrarkveðju íslands og minni.
Gjarnan vil eg hlusta og heyra
hljómana af tilsvörum þínum,
ef þér skildu berast að eyra
ómarnir af kveðjunum mínum.
Með þökk fyrir vinsamleg orð í minn garð í greininni
“Þökkuð kveðja” í Heimskrniglu þ. 16. marz s. 1., og vinsam-
legri kveðju.
Matia Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti
Dr. phil. Þorkell Jóhannesson Frú Hrefna Bergsd. Jóhannesson
Dr. phil. Þorkell Jóhannesson,
prófessor í sögu við Háskóla ís-
lands, kom ásamt frú sinni til
Winnipeg s. 1. mánudagskvöld.
Þau lögðu af stað að heiman
s. 1. sunnudag. Þau sögðu í stuttu
viðtali er vér áttum við þau á
heimili frú Hrólmfríðar Péturs-
son, 45 Home St., í gær, alt bæri-
legt að frétta að heiman.
Þau dvelja hér um mánaðar-
tíma vestra. Dr. Þorkell slær
ekki oft slöku við starf sitt, sem
nú lítur að'sögulegum skrifum,
auk háskólakenslunnar. En þessi
ferð hans mun nú gerð í hvíldar-
tíma hans og vera í skyndi farin.
Dr. Þorkell er frá Syðra-Fjalli
í Aðaldal, sonur Jóhannesar
bónda þar og hreppstjóra og
Svöfu Jónasdóttur, systur Mrs.
Hólmfríðar Péturssonar, ekkju
dr. Rögnvalds Péturssonar. Hann
lauk prófi í íslenzkum fræðum
1927 og hefir síðan mátt telja
sem einn af afkastameiri fræður-
um þjóðar vorrar, bæði sem kenn-
ari og rithöfundur. Hann var
nokkur ár skólastjóri Samvinnu-
skólans í Reykjavík áður en hann
varð prófessor við Háskóla ís-
lands.
Auk nokkurra bóka, sögulegs
efnis, er hann hefir ritað, liggur
mikið eftir hann af fræði rit-
gerðum í beztu íslenzku tímarit-
unum. Hann var og ritstjóri
Samvinnunnar, Nýja Dagblaðsins
og Dvalar um skeið.
Frú Hrefna Bergsd. Jóbannes-
son, sem í förinni er með manni
siínum, er ættuð frá Ökrum á
Mýrum, dóttir Bergs Jónssonar
bónda þar.
Vestur-íslendingar bjóða þessa
góðu gesti velkomna!
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
B æ n d u m vesturfylkjanna
verða greidd 61^ cents sem
fyrstu borgun á höfrum og 90
cents fyrir bygg, þegar Hveitiráð
Canada tekst söluna á hendur 1.
ágúst. Burðargjald til Ft. Wil-
liam er af þessu fé tekið, en það
er 1 Yz á hafra, en 3 cents á
kyggi- Sala á rúgi og hör, er þá
það eina af kornframleiðslu, sem
stjórnin hefir ekki hrifsað.
*
Hafnarverkfallinu í London er
nú lokið eftir fjögra vikna uppi-
hald og ómetanlegt tap. Varð að
beita herliði gegn verkfallsmönn-
um í fyrsta sinni í sögu Bret-
lands, til þess að bjarga því af
matvöru, er annars lá fyrir
skemd og hefði orðið að kasta í
sjóinn.
★
Fyrir Bandaríkjaþing hefir
Truman forseti lagt frumvarp er
fer fram á fjárveitingu til hers
í Evrópu, er nemur $1,450,000,000.
Veitingin er búist við að verði
samþykt, þó nokkrir rekpublik-
anar hafi í efri málstofunni and-
mælt því, að Bandaríkin skuld-
bindi sig með þessu til þátttöku
í Evrópu stríði í fyrsta skifti í
sögu landsins.
Y Q U AL
□□
□□
BU Y
BRE AD
and
C AKES
□□
□□
De,íYoru; Food
d Fresh DailV
d Store