Heimskringla - 24.08.1949, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKBINGLA
WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1949
Alma Crosmont
Þýtt hefir G. E. Eyford
Hann var eins og ósjálfrátt knúinn til að
líta í augu Mrs. Crosmont, og hún sagði: “Til
Dr. Peel?”
“Svo þú ætlar að heimsækja Dr. Peel?” sagði
lafði kildonan hugsandi. “Þá getur það fallið í
minn hlut að vera þér til þénustu. Eg fer einmitt
núna til Branksome, og eg skal keyra með þig
heim til Dr. Peel. Hafðu nú engar afsakanir!
Eg er í því skapi í dag, að eg verð að gera ein-
hverjum greiða, eg verð endilega að koma ein-
hverjum til að finna sig skuldbundinn mér, hvort
það er heldur með eða mót hlutaðeigandi vilja.
Farðu nú og sæktu frakkann þinn, og svo förum
við strax á stað. Vesalings hestarnir mínir eru
búnir að bíða nógu lengi, og eg sé, að eg hef
reynt of mikið á þolinmæði Mrs. Crosmont”.
Dr. Armathwaite þakkaði henni, og afsakaði
við Mrs. Crosmont hve fljótt hann færi, svo fór
hann út í ganginn til að ná yfirfrakkanum sínum.
Ein af þjónustu stúlkunum hafði tekið hann
burtu þaðan kvöldið áður til að bursta snjó af
honum, og er hann var að leita að honum meðal
annara frakka sem héngu þar, kom ein af stúlk-
unum, dökkhærð og fjörug, eins og stormbylur
eftir ganginum, til að segja honum að hún
skyldi sækja frakkann, hún kom strax til baka,
brosandi og vingjarnleg með frakkann á hand-
leggnum. Þessi stúlka hét Agnes, hún hafði orð
á sér fyrir að vera stimamjúk við karlmenn, og
hún hafði ávalt ráð til að vekja eftirtekt karl-
manna á sér. Hún hjálpaði honum til að fara í
yfirfrakkann og notaði tækifærið til að hrósa
honum fyrir það hugrekki sem hann sýndi með
því, að sofa í þessu reimleika herbergi.
Eg og Nanny — Nanny er hin stúlkan, herra
minn — við sögðumst ekki vilja sofa í því her-
bergi vegna —!”
Þessi óákveðna skýring, sem var gefin með
sérstökum eftirþanka, eins og spursmál.
“Eg þykist vita að þú munir ekki vera
hrædd við reimleika!” sagði læknirinn.
“Nú, jæja, eg veit ekki, ef það væri ekki í
þessu húsi; en hér sér maður svo marga undar-
lega hluti, að eg er viss um að það er nóg til að
koma hverjum sem væri til að snúa sér í gröf
sinni eða bara koma upp úr gröfinni til að sjá
hvað það væri.”
Agnes, sem þótti vænt um að fá tækifæri til
að tala um þetta, sem hún hélt að væri mjög
markvert, hraðaði sér ekkert að laga og slétta
sem best frakka kragan hans, en þá heyrðist
annar meir gjallandi málrómur, baka til við þau
í ganginum. Þau litu við og sáu að Nanny, sem
var há og ljóshærð, með stórt andlit og silki-
mjúkt hár, sem lá af sjálfu sér í fallegum röðum.
Hún hélt höndunum krosslögðum á brjósti
sér, og með reiði svip á andlitinu.
“Skammastu þín Agnes!” sagði hún æst,
en ekki svo hátt að heyrðist nema til þeirrar
sem hún talaði til — “að standa hér og vera að
tala illa um húsmóðir þína, sem er eins góð kona
og nokkur staðar fyrir finst, og það er þér lík-
ast að standa og þvaðra um slíkt! Það er heldur
laglegt af þér að vera að þvaðra um það við ó-
kunnugan mann. Þó þú verðir kanske einhvern-
daginn sú fyrsta til að gera glappaskot; þú veist
einu sinni ekki nema að það hafi verið alveg rétt
gert af henni alltsaman, sem eg er viss um að
var, en þú hugsar ekki útí það. Að vera að segja
sögur um húsmóðir þína, ormstúngan þín!”
Þessi velmeintu en tvíræðu orð Nanny
hafði þau áhrif að Agnes skammaðist sín og
vék að öðru umtalsefni; svo fóru þær báðar burt
frá honum eftir ganginum. Dr. Armathwaite
varð við að heyra samtal stúlknanna, vissari um
að hér væri um eitthvað leyndarmál að ræða í
sambandi við meðferðina á Mrs. Crosmont, og
ef hann ætti að geta orðið henni til nokkurrar
hjálpar, varð hann að komast að því. Stúlkurnar
voru að hvíslast á er þær gengu eftir ganginum,
og þær voru varla komnar í hvarf er frúrnar
komu út úr stofunni og Mr. Hugh með þeim,
sem fylgdi lafði Kildonan út að hliðinu og
hjálpaði henni upp í vagnin. Dr. Armathwaite
settist við hliðina á henni og tók nú fyrst eftir
að keyrslumaðurinn hennar var unglings pilt-
ur, sextán eða seytján ára gamall. Hann ályktaði
að, þar sem að það var Ned Crosmont sem keyrði
kvöldið áður er hún lét vasaklútinn detta, þá
hefði það verið þessi drengur, sem tók hans
pláss, er vagninn stanzaði hjá kofa gömlu Peggy
Lafði Kildonan var fljót að sjá þá breytingu,
sem varð á andliti læknisins.
"Þú lítur út, eins og þú hafir komist að
leyndarmáli,” sagði hún hlæjandi, er hún tók
taumana og hestamir fóru á sprett ofan hæð-
ina. “Læknar eru menn sem maður getur treyst
býst eg við,” sagði hún, ‘svo eg er óhrædd að
meðkenna, að þegar eg þarf að keyra langa leið,
þegar er orðið dimmt, vil eg hafa sterkari vernd-
armann en Martein litla, ef eitthvað skyldi
koma fyrir, og eg bið þá Ned Crosmont að mæta
mér hjá kofa Peggy gömlu, og hann fer í
keylslufrakka Marteins, en drengurinn hlýjar
sér inni í kofanum og hressir sig á einu ölglassi,
þangað til við komum aftur. Þú skilur, ef að ná-
grannarnir sæju að vesalings Ned keyrði í kring
með mig mundu þeir standa gabandi, þó allir
viti að við höfum verið leiksystkini, frá því
við vorum litlir angar.”
“En það er þó stór hætta því samfara. Það
væri svo mikið verra, þó allt væri — allt kæmist
upp!”
"Það er engin hætta á því. Eg er einfær um
að keyra meðan bjart er, og sjáðu bara hve fall-
lega hestarnir mínir hlaupa!”
“En drengurinn — hvernig geturðu vogað
að eiga á hættu að hann---?”
“Hvernig get eg það? O, þú ert engin kona,
og þessvegna er eg hrædd um, að eg geti ekki
sagt þér það.”
Það flaug í huga hans, að hún brúkaði á-
hrifamagn fríðleikans til að fá þjóninn til að
þegja en er hún á sama augnabliki leit á hann,
fór blóðið að renna örara í æðum hans.
“Þú getur ekki litið með lítilsvirðingu á
konu fyrir að hún með augnatilliti sínu vinnur
hlýðni, sem ekki er hægt að kaupa fyrir pen-
inga.” Hún virtist að þýða þögn hans sem and-
úð gegn sér, og er hún tók aftur til máls, var við-
kvæmni í málróm hennar.
“Það er auðvelt að vera harður í kröfum við
konu og krefjast að hún eigi að vera opin eins
og dagur í hverju einasta þýðingarlausu smáat-
viki, og aldrei fara á bak við manninn sinn með
neitt, ekki einu sinni um verð á einni alin af
borða, eða öðru slíku smávegis; auðvitað er það
best og þægilegast ef það gæti verið þannig. En
kona sem er gift skozkum nirfli — það er ekki
mín meining að klaga yfir honum; hann er þol-
anlegur, eins lengi og ekki er snert við leikfangi
hans né trúaúrbrögðunum, og maður er ánægð-
ur með að sitja allt kvöldið þegjandi út við
vegginn baka til við hann —; en maður verður
að hafa einhverja útrás fyrir lífsþrá manns, þó
það sé ekki annað en keyra um landareignina,
með gömlum kærasta, klæddum í ökumanns
kjól, sem tilheyrir honum ekki! Nú hef eg gert
mitt skriftamál. Dæmdu það hart ef þér svo
þóknast!”
Ef Dr. Armathwaite hefði ekki verið að
hugsa um hina afræktu konu, sem leið fyrir allt
þetta næturflakk, hefði hann ekki getað verið
eins alvarlegur og hann var við þessa gull fall-
egu konu sem sat í sætinu hjá honum, en er hann
hugsaði um, að þessi yndislega kona var bundin
fúllyndum gömlum skratta, sem var þrjátíu árum
eldri en hún. En hvernig í óskupunum giftist
hún honum? Að hann hugsaði um þetta og lík
tilfelli var ofur eðlilegt; honum þótti vænt um,
eftir að þau höfðu keyrt í meir en hálf tíma, er
lafði Kildonan benti honum með svipuskaftinu
á fallegar nýtíðsku byggingar úr rauðum tígul-
steini, sem stóðu miðja vega upp í hlíðinni, sem
blasti við þeim.
“Þetta er sem við köllum ræningjakúlan!
Eg hef leikið dálítið á þig, í staðin fyrir að fara
beint til Branksome með þig hef eg farið í
kringum vatnið til Crags, svo að þú gætir borð-
að með okkur, og það er þýðingarlaust fyrir
þig að hafa nú á móti því, það er nú afgert.”
Læknirinn sagði ekki mikið; en hann undr-
aðist með sjálfum sér, hvað hann hefði verið
sinnulaus, að hann skyldi ekki veita því eftir-
tekt er þau keyrðu gegnum útjaðarinn á þorpinu
Mereside, og kringum endan á vatninu, í staðin
fyrir að fara að austanverðu við vatnið, eins og
samkvæmt því sem honum var sagt kvöldið áð-
ur áhótelinu í Mereside. Þegar þau komu að
hliðinu kom roskin kona út úr stofu hliðvarðar-
ins, lauk upp hliðinu og fór brosandi til hús-
móðir sinnar.
Lafði Kildonan stansaði og sagði vingjarn-
lega til hennar:
“Nú, Mrs. Wheller, hvernig líður þér, hvar
er Tommy? Maður er ekki vanur að sjá þig við
hliðið á þvottadegi.”
“Eg vildi mega spurja lafðina, hvort hans
dýrð líður ekki betur í dag. Mrs. Flint segir, að
honum hafi liðið illa allan síðasta mánuð, síðan
hann ofkjældist, og að hann sé undarlegri í aug-
unum en nokkurn tíma áður.”
Mrs. Wheeler hafði beinabert andlit, dálít-
ið uppbrett nef, gáfuleg augu og rólega fram-
komu.
Lafði Kildonan svaraði henni á sinn vana-
lega vingjarnlega hátt, þó mátti heyra á rómnum
að henni fanst spurning Mrs. Wheeler óþarf-
lega nærgöngul.
“Ó, honum líður vel. Þakka þér fyrir spurn-
inguna. Menn sem sitja svo mikið inni , eins og
hann gerir, gera ávalt meira úr hverjum lasleika
sem er. En hvað sjóninni viðvíkur, þá hefur
hann aldrei haft góða sjón, og sú venja hans
að sitja uppi og lesa alla nóttina bætir auðvitað
ekki sjónina, en hann hefur aldrei kvartað um
það upp á síðkastið.”
Kvarta! Nei, hann mundi ekki kvarta. Hann
er of hræddur um að með því mundi hann gera
yðar náð kvíðafulla. Mér þykir vænt að heyra
að hann er ekki lakari. Já, sannarlega, mín kæra
lafði.”
Lafði Kildonan kvaddi hana og hélt áfram
og konan lokaði hliðinu og fór svo inn.
“Þetta er leiðinleg kerling!” sagði lafði Kil
donan dálítið óróleg, er hún kom uppá hæðina,
sem var milli tveggja stórra gras flata, með eik-
ar og sedrus trjám hér og hvar. “Hún er gömul
í þjónustunni — þú sérð það af hve hún er nær-
göngul. Eg hata gamalt þjónustufólk. Eg vildi
láta hana fara fyrir löngu síðan, og borga henni
eftirlaun; en lávarður Kildonan, sem hefur uppá
hald á öllu gömlu og steingjörðu, og sem þar að
auki, eins og allir Skotar, vill ekki borga nein-
um eftirlaun, meðan þeir geta hreift sig, og
hangið við verk, þó ekki sé nema einn eða tvo
tíma á dag, svo hún verður að halda áfram að
vera hliðvörður.”
“Hún virðist að vera mjög kurteis kona og
ekki mjög gömul,” skaut læknirinn inn í; hann
hafði virt konuna vel fyrir sér.
“Ó, vel siðuð, sætsúr í framkomu, já. Hún
þorir ekki að segja uppí andlitið á mér, að eg
þurfi að sitja inni allan dagin og búa til graut-
arbakstra fyrir manninn minn — í vitleysis
köstunum mundi hann éta þá alla — eða lesa
fyrir hann á tungumáli sem eg skil ekki, eins
og Miltons dætur gerðu. Þessi Milton hefur
hlotið að vera sjálfelskur gamall harðstjóri; og
mér þykir vænt um að hann fékk ekki nema
fimm pund fyrir sína mistu Paradís. Eg er að
undra mig yfir því stundum, ef Archibald get-
ur fengið fimm pund fyrir öll þau fræðirit sem
hann er altaf að skrifa. Það þarf þá að vera eitt-
hvað af fólki í heiminum sem líkar að lesa slík-
ar þurar og leiðinlegar bækur. Ef hann gæti séð
þetta, þá tæki maður sér það ekki svo nærri.”
En hún sýndist ekki að taka það mjög næri
sér, því hún var í besta skapi og hló að umhugs-
uninni um hvaða undrun hún mundi vekja með-
al gestanna, sem hún hafði látið allan morgunin
sjá fyrir sér sjálfa án nærveru sinnar, er hún
kæmi heim með “einn — nú jæja —” hún leit á
hann með æsandi, hrífandi svip í sínum bláu
og barnslegu augum — með glæsilegan ungan
mann með sér.
“Lávarður Kildonan heldur þér þá ekki al-
veg útfrá samkvæmislífinu,” sagði læknirinn,
sem hafði haldið eftir því sem hún talaði, að
þessir vofulegu sleða túrar væru eini vegurinn
fyrir hana að komast sem snöggvast frá því að
sitja altaf yfir manninnum sínum.
Hún kellihló og sagði:
“Ó, samkvæmnislífið! Þegar eg segi hon-
um að mig langi til að hafa dálítin selskap, þá
sendir hann strax út boðsbréf til fjölda af þvi
leiðinlegasta fólki sem til er; og þegar eg segi
að eg sé rétt að deyja af hreifingar og fjörleysi
þá fer hann til Liverpool, og kemur heim með
sér, með lítið spilaborð fyrir börn! Til allrar
lukku, kom hann með gamla frænku sína með
sér, er við giftumst og hann kom í þetta hús, og
hún hefir verið mesti þarfagripur; fjarska óeig-
ingjörn og altaf heima, og tekur í sína umsjá
alla umsorgun fyrir þessum bjánum sem mað-
urinn minn býður hingað til að vera samkvæmis
gesti mína. Á eg að lýsa þessu fólki fyrir þér,
eða viltu bíða þar til þú sérð geisladýrðina
sem stafar af því?”
“Eg vil heyra hvernig þú lýsir því.”
“Þá er nú lafði Greydon, fyrst, með tvær
gjafvaxta dætur sínar, svo hræðilega ljótar
stúlkur og sú þriðja, sem einhvernvegin hefur
sloppið við að vera tileygð, eins og allir aðrir í
fjölskyldunni, og sem þessvegna er álitin að
vera svo fríð, að jafnvel Venus bliknar fyrir
henni. Þú verður að vera fjarska gætin, ef þú
mætir lafði Greydon út í gangnum, áður en bú-
ið er að kynna þig henni, þá ert þú í standi til
að fá henni hattin þinn til að hengja upp, og
spurja hana til vegar inn í stofuna. Hún þykist
mjög ‘heilög” og fjarska tiltektasöm, og það
svo, að dætur hennar eru daufar og þegjanda-
legar, þegar hún er við, en svo eru þær óþolandi
kaffikvárnir, undir eins og hún fer út úr stof-
unni. Svo höfum við Sydney Mason, sem var
skírður Samuel, en tók sér annað nafn, og gerð-
ist svo merkilegur með sig undir eins og faðir
hans, sem var múrari, var dáin, og er einn af
þessum mönnum, sem byrjaði með hálfan dollar
og varð miljóneri. Það er betra að sýna honum
kompliment. Hvað sýnist þér um þessa gesti.”
“Alveg ágætt. Bara ef þú vildir skrifa það
yfir sem maðurinn þinn hefur verið að skrifa
og setja það í þinn eigin stíl, sem þú ert svodd-
an meistari í, þá er eg vissum að ritverk hans
yrði mikils metin.”
“Já, eg er viss um það. Svo höfum við ung-
an mann, einn þennan vanalega gortara, hann
heitir South, og segist vera fjarska gáfaður,
en lifa fremur viltu lífi þó eg hafi aldrei getað
orðið þess vör.En hann býr til alslags hluti úr
appelsínu berki, og eg get ekki fundið neina
aðra ástæðu til þess að maðurinn minn bauð
honum hingað, en einmitt það. Auðvitað látast
þeir, bæði hann og Sydney vera vitlausir eftir
mér, kannske maðurinn minn áliti það sem líf
og fjör fyrir mig. Þú getur sj álfur dæmt um
það þegar þú sérð þá. En sjáðu! Nú komum við
upp á hæðsta útsýnishólin hérna í landareign-
inni.”
í staðin fyrir að fara beint heim að húsinu,
hafði hún farið eftir vegi sem lá til vinstri
handar í kringum listigarðinn. Þau keyrðu svo
nærri trjánum að greinarnar snertu höfuð þeirra
og snjórinn sem á þeim var féll ofan á þau.
Lafði Kildonan hló að því, og bað læknirin að
taka klút upp úr vasa sínum og þurka snjóin af
hattinum sínum. Hann gerði eins og hún bað,
með mestu varfærni, og á meðan hann var að þvi
horfði hún kæruleysislega og rólega í andlit
hans. Vatnsdropar af þyðnuðum snjó runnu of-
an enni hennar. Hann þerraði vatnsdropana af
kinnum hennar, sem hann þorði þó varla að
snerta við. Hún var svo óvanalega fríð, en á
sama tíma svo látlaus og einlægnisleg, en ein-
mitt það gerði hann eins og utan við sig og feim
inn. Hörund hennar var skínandi sem silki og
mjúkt sem guðvefur, og augun og augnalokin
voru ólýsanlega yndisleg.
Lafði Kildonan virtist ekki vita neitt um
þetta sjálf. Hún þakkaði honum stutt og kæru-
leysislega fyrir, og benti svo með svipunni
sinni á það helsta sem var að sjá þar í kring.
Þau voru nú upp á hæð, sem var miklu
hærri en húsið, og hvaðan þau höfðu hið besta
útsýni yfir umhverfið. Þaðan var hið besta út-
sýni yfir vatnið og Mereside sem var hinu meg-
in við það.
En Dr. Armathwaite horfði mjög alvarlega
á húsið, sem honum fanst að hann hafði séð
nóttina áður í þeim myndum sem báru fyrir
augu hans, er hann sat við eldin í hótelinu í
Mereside. Hann horfði hvast á það eins og hann
væri að fullvissa sig um, að það væri sama hús-
ið, og lafði Kildonan veitti því eftirtekt í hvaða
átt hann horfði svo alvarlega í.
“Þú getur séð hús Ned Crosmonts héðan”,
sagði hún, og horfði á hann. “Mrs. Crosmont er
fríð kona, finst þér það ekki?”
“Ó — jú, hún er það,” svaraði hann, til þess
að hrósa ekki mikið fríðleik hennar, í áheyrn
annarar konu. “Hún er skemtilegri en hvað hún
er fríð.”
“Kannske vesalings Ned finnist hún vera
óþarflega skemtileg. Eg skil það, maður verður
að hafa einhverja afsökun fyrir hana vesaling-
in, úr því hún tilheyrir ímyndunarveikri fjöll-
skyldu. Það er slæmt að hún skuli ekki nota í-
myntlunarflug sitt í skáldsögur, eða gefa því
lausan tauminn á þann hátt. Mér þykir fyrir því
Neds vegna,’” sagði hún hiklaust og sneri sér
brosandi að lækninum.
“Ef eg hefði fengið að ráða, þá held eg að
eg hefði gifst honum. En pabbi vildi ekki heyra
það nefnt. Hann hafði háar hugsanir um óðals-
réttinn og skyldur og annað, sem eg kærði mig
hreint ekkert um, og þessvergna leitaði hann
uppi hálf stirðan herramann á sínum aldri, sem
hann trúðu fyrir eignunum, og eg var látin með
eins og kaupbætir. Og svo gifti Ned sig annari,
og eg er mjög hrædd um, að hann sé ekki ham-
ingjusamur, þó hann hafi aldrei ymprað á því
við mig.”
Hún sagði þetta ofur rólega, með hljóm-
breytiixgu af og til, sem átti að merkja dýpri til- •
finningu og vonbrigði, en hún áður bar með sér.
Læknirinn komst við, við sögu hennar. Engin
maður hefði getað hlustað á það sem hún sagði
og virt hana fyrir sér, og ekki fundið til þess,
að það var sorglegt, að þessi lífsglaða og yndis-
lega kona, skyldi þurfa að skrælna upp hjá göml
um og tilfinningarlausum manni, sem ekki mat
hana eins mikils og gamlar og úreltar bóka-
skruddur. En hún var af náttúrunni gædd of
glaðri og léttri lund, til þess að láta þetta buga
sig, eða láta á því bera. Svo keyrði hún í einum
spretti heim að húsinu, og stöðvaði hestana fyr-
ir framan aðal innganginn, eins og þaulæfður
ökumaður og rétti hestasveininum taumana og
hoppaði léttilega eins og fugl út úr vagninum,
áður en læknirin hafði tíma til að rétta henni
hendina og hjálpa henni.
“Og nú,” sagði hún, “liggur leiðin inn í
þetta ríki, deyfðar og leiðinda.”
Hún hljóp hlæggjandi upp tröppurnar og
benti honum með djúpri hneigingu að fylgja
sér inn í húsið.