Heimskringla - 24.08.1949, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1949
EEIMSKBINGLA
5. SIÐA
THORODDUR SKAFTI
EINARSON
14. apríl 1905 — 24. maí 1949
Ungur maður, og á bezta skeiði
æfinnar, og sem lítið eða ekkert
hefði borið á að hann væri ekki
með beztu heilsu, Thoroddur
Skafti Einarson, dó snögglega og
án fyrirvara, s. 1. 24. maí. Hann
var sonur þeirra ágætishjóna,
landnema í Nýja íslandi, Sigurð-
ar Einarssonar og Maríu Jó-
hannsdóttur Einarsson konu
hans. Hann var einn af fimtán
börnum alls, sem öll náðu full-
orðins aldri en þrettán þeirra
eru enn á lífi. Elzti bróðirinn,
Stefán Vilhjálmur, dó í slysi við
Campbell River í B. C. fyrir
þremur árum. Eftir eru sjö
bræður og sex systur. Þau eru:
Einar Alex, Gimli; Haraldur,
Gimli; Bergthóra (Mrs. Tait,
Miami, Fla.), Pálmi, Sigurður
Stanley, Guðrún Nanna (Mrs.
Ingimundson) í Winnipeg; Guð-
björg Florence (Mrs. Holm),
Gimli; Sigríður Constance (Mrs.
A. Benediktson), Gimli; Ingvar,
Gimli; Kristján, Winnipeg;
Svanhvít Ólafía (Mrs. Stefán-
son), Gimli; María Aðalheiður
(Mrs. S. Benson), Winnipeg, og
Karl Walter, Gimli.
Auk þessara bræðra og systra
lifa hann kona hans Elinborg
Eirikson Einarson, einn sonur
Wallace og tvær dætur, Eileen
og Lois.
Hann átti marga vini, eins og
sannað var er mikill fjöldi safn-
aðist saman við kveðjuathöfnina.
Sjaldan hefir verið lengri lík-
fylgd en sú er ók út í Gimli
grafreit þar sem hann var lagður
til hvíldar.
Útförin fór fram 27. maí. Séra
Philip M. Pétursson flutti
kveðjuorðin. Útfararstjóri Lang-
till, frá Selkirk, annaðist um út-
förina.
UNNA SKAL RÚSSLANDI
MEIR EN FÖÐUR-
LANDI ÞÍNU
Skömmu áður en kommúnista-
flokkur Júgóslavíu og Tító var
rekinn úr Kominform, skrifaði
Tító bréf til félaga Stalins og
Molotovs, utanríkisráðherra
Rússa.
í bréfi þessu stóð meðal ann-
ars: “Jafnvel þótt við elskum
Rússland, þá getum við ekki unn-
að föðurlandi okkar minna”.
Þá segir síðar, þegar minnst
er á rússneska hernaðarsér-
fræðinga, sem höfðu aðstoðað
Júgóslava, en verið sendir heim:
“Laun þau eru við urðum að
greiða rússnesku sérfræðingun-
um, voru þrisvar sinnum hærri
en laun þau, er við greiðum ráð-
herrum. Þetta var ein af ástæð-
unum, fyrir því, að við fórum
þess á leit, að þeim yrði fækkað’.
Njósnir Rússa
Seinna í sama bréfi er rætt um
rússneska leyniþjónustu og
njósnir í Júgóslavíu og segir þar
“Við lítum svo á, að það sé ekki
rétt af rússnesku leyniþjónust-
unni að ráða okkar borgara, í
okkar landi, í þjónustu sína. Við
höfum sannanir fyrir því, að
nokkrir menn úr rússnesku
leynilögreglunni hafa með því
að ráða til sín flokksmenn, kast-
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
að rýrð á leið toga okkar og gert
þá tortryggilega. Þessar aðgerð-
ir rússnesku leynilögreglunnar
halda áfram í dag. Við höfum
ekki leyft að þær breiðist út.”
Hver var ástæðan?
Svo mörg voru þau orð, og
Tító var rekinn úr Kominform.
Samkvæmt fyrirskipun frá
Rússum var honum útskúfað frá
samvinnu við nágrannaþjóðirnar.
Hann, sem áður hafði þótt svo
dyggur kommúnisti, var alt í einu
nefndur auðvaldssinni og svikari.
Hver var ástæðan?
Hún var í stuttu máli, að hann
hafði ekki staðist síðasta stig,
kommúnistaprófsins. Fyrri stig-
in hafði hann staðist með prýði
og sóma.
Fyrst og fremst, að kommún-
istaflokkurinn var allsráðandi í
Júgóslavíu. Aðrir flokkar voru
bannaðir og ef einhverrar óá-
nægju skyldi gæta meðal þjóðar-
innar var hægt að slá varnagla
við því með vofu óttans, leyni-1
lögreglu ríkisins og illræmdum
fangabúðum hennar. Þá hafði
stjórn Titos framkvæmt hinn
etóretiska kommúnisma eftir því,
sem hún taldi hæfilegt fyíir
landið.
Féll við prófið
En síðasta stig prófsins stóðst
Tító ekki. Hann vildi ekki fall-'
ast á það, að Júgóslavar ættu að
elska Rússland meira en föður-
land sitt. Hann vildi ekki fallast,
á að rússneskir sérfræðingar í
landinu ættu að fá þrisvar sinn-!
um hærri laun en ráðherrar. Og
hann vildi ekki fallast á, að Rúss-j
ar fengju að reka njósnastarfsemi
óhindrað í Júgóslavíu.
Þar með var Tító fallinn við
prófið. Hann var ekki eins og!
hreintrúaðir kommúnistar eiga'
að vera, því hann kunni ekki að
elska Rússland meira en föður-
land sitt.
Hlýðni við Rússa
Þetta sýnir okkur ótvírætt, að
eitt þýðingarmesta atriðið til
þess að geta kallast kommúnisti
er fullkomn hlýðni við Rússa.
Kommúnisti hvar sem er í heim-
inum verður að fallast á að Rúss-
ar séu “Ubermenschen”, en aðr-
ar þjóðir skuli vera þrælar ogj
þjónustu menn Rússa.
Og þegar svo er komið er
mjög vafasamt hvort kommún-
isminn getur lengur kallast
stjórnmálastefna eingöngu. Þeg-
ar svo er komið, að kommúnistar
í Vestur-Evrópu vinna gegn
hagsmununum föðurlands síns
og vinna að því öllum árum að
gera það undirgefið austræna
stórveldinu er farið að nálgast
ískyggilega landráðastarfsemi.
—Mbl.
JÓN HELGASON LATINN
Laust fyrir miðnætti sunnu-
daginn 7. ágúst andaðist á elli-
heimili Betel, Jón Helgason, 85
ára gamall. Hafði verið þar vist-
maður s. 1. 10 ár eða svo. Jón ól
mestan sinn aldur hér vestra í
Argyle sem vinnumaður og
bóndi. Hann vann lengi hjá stór-(
bóndanum Stefáni Kristjánssyni
(Stephen Christie) og þeirri
fjölskyldu var hann áhangandi
fram á síðustu ár. Land mun
hann hafa numið í Shoal Lake-1
bygð og unnið sér rétt á því. j
Jón var með afbrigðum trúr
og duglegur vinumaður, trygða-'
tröll vinum sínum og gjörði á
einskis manns hlut. Eftir hanm
fór á Betel, kom hann á hverju!
ári vestur um uppskeru tímann^
og vann meðan kraftarnir leyfðu!
hjá vinum sínum þeim Mr. og|
Mrs. G. F. Goodman. Honum varj
í blóð borið að vinna. Hann munj
ættaður af Suð-vestur íslandi —
frá Hvítarvöllum — mun hafa
komið vestur 1893. Til íslands
fór hann 1913 og dvaldi sumar-
langt.
Jón var valmenni, góður sann-
ur íslendingur. Hann var ógift-
ur alla æfi. Hann dvaldi hér
vestra vikuna áður en hann dó,
fór heim á sunnudaginn þann' 7.
og var dáinn fyrir miðnætti.
Hann var hér glaður og gunn-
reyfur. Hvert hann var forvitri
veit eg ekki, en hann sagðist
vera kominn að kveðja kuningj-
ana, hann yrði dáinn innan mán-
aðar, nú gæti hann ekki unnið
lengur. Jarðsunginn var hann á
Gimli 9. ágúst af séra Skúla Sig-
urgeirssyni. Far vel þú trúi
þjónn.
G. J. Oleson
ilsháttar af fatnaði. — Niðri í
Þinghúsinu var geymt bókasafn
Hrunamanna. — Því tókst að
bjarga. Engu mun hafa tekist að
bjarga af innanstokksmunum
Guðjóns bónda.
Þegar drengnum var bjargað
f heimili Guðjóns var fimm
ára drengur. Hann var í fasta
svefni, er eldurinn kom upp. —
Séra Sveinbjörn bjargaði drengn!
um. Presturinn fór inn um1
gluggann í stofu þeirri, er barniðj
svaf í. Um leið og presturinnj
braut gluggann vaknaði drengur-
inn. Kom á hann lítilsháttar fát,
tn svo áttaði hann sig og hjálpaði
sr. Sveinbjörn honum út úr hinu
brennandi húsi.
Hrundi eftir 4 klst.
Hjálp barst fljótt frá nálægum
bæjum, enda var fólk víðast enn
við heyvinnu. Vann f jöldi manns
að slökkvistarfinu en prestsetrið
var hrunið að grunni kl. 2 um
nóttina.
Sváfu í kirkjunni
Gamla konan, móðir Guðjóns,
drengurinn litli og ráðskonan
bjuggu um sig úti í kirkjunni um
nóttina, en í gærmorgun fór
gamla konan að Grafarbakka.
Innanstokksmunir Guðjóns, er
allir eyðilögðust í eldsvoðanum,
voru vátrygðir, og eitthvað af
eigum sr. Sveinbjarnar. En hann
misti einnig gott bókasafn er
hann var búinn að koma sér upp.
—ísafold, 16. ágúst.
Ur landsuðri
Alt frá því er Jón Helgason
prófessor í Kaupmannahöfn,
sendi frá sér árið 1939 ljóðabók-
ina “Úr landsuðri”, hefir hann
verið talinn meðal fremstu ljóð-
skálda vorra, sem nú eru uppi.
Skömmu fyrir síðustu jól kom út
ný útgáfa þessarar ágætu bókar.
Höfðu nú verið niður feld ná-
lega öll skop- oð háðkvæðin, sem
fyltu drjúgan hluta fyrri útgáf-
unnar, en í þeirra stað koma hér
nokkur ný kvæði.
Þessar línur eiga ekki að vera
neinn ritdómur um ljóð Jóns
Helgasonar, heldur ábending til
allra þeirra, sem fögrum kvæðum
unna, tignarlegu máli og snjöllu
rími, að láta bók hans hina nýju
eigi ólesna fram hjá sér fara. —
Kvæði á borð við “Áfanga” og “í
Árnasafni”, svo að tvö ein séu
nefnd, yrkir enginn, sem eigi er
mikið skáld.
“Víkingur” leyfir sér að birta
eitt hinna styttri kvæða úr ljóða-
safni Jóns Helgasonar. Fer það
hér á eftir.
EG KOM ÞAR
PRESTSETRIÐ í HRUNA
BRENNUR AÐ GRUNNI
Aí hverju er kúlan 16 pund?
Af hverju er kúlan, sem íþrótta
menn kasta, 16 pund á þyngd?
Það er óvíst að Huseby eða aðrir
kúluvarpsmeistarar hafi nokkru
sinni hugsað út í það, hvers
vegna kúlan sé einmitt 16 pund.
En þetta á sér sögulega orsök.
Hinrik konungur VIII. fyrir-
skipaði hermönnum sínum að æfa
sig í íþróttum til að viðhalda
hreysti í hernum. Sú íþrótt, sem
var hvað vinsælust hjá þeim, var
kúluvarp, og köstuðu þeir fall-
byssukúlum. En algengasta
þyngd á fallbyssukúlunum var
einmitt 16 pund. Þaðan er þessí
venja komin.—Alþbl. 29. júlí.
Til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan liafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn og 50<j á eins dálks þumlung fyrir samskota
lista; þetta er að vísu ekki mikill tekjuauki, en þetta
getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
THE VIKING PRESS LTD.
THE COLUMBIA PRESS LTD.
Prestsetrið að Hruna í Hruná-
mannahreppi brann til ösku í
fyrrinótt. Litlu tókst að bjarga
af innanstokksmunum. Prestur-
inn þar, séra Sveinbjörn, bjarg-
aði litlum dreng, er var sofandi
en húsið var þá orðið því nær al-
elda. Kirkjan skemmdist ekki og
ekki heldur hlaða sem stendur
við húsið, en meðan á eldsvoðan-
um stóð ,var logn.
Eldurinn í prestsetrinu kom
upp um klukkan 11 í fyrrakvöld.
Var þá ekki annað heimilisfólk
inni í bænum, en rúmlega níræð
kona, móðir bóndans Guðjóns
Bjarnasonar og fimm ára dreng-!
ur. Hann var sofandi, gamla
konan var háttuð.
Gat ekki séð eldinn
Gamla kónan fann einhverja
einkennilega hitalykt í íbúð Guð-
jóns er var niðri í prestsetrinu.
En þar eð gamla konan er þvi
nær blind, gat hún engan eld séð. j
Hún gekk í gegnum eldhúsið og|
út á hlað og kallaði til ráðskon-
unnar á bænum, er var að vinnuj
í kjallara sem steyptur hefir ver-
ið áfast við húsið.
Það virðist engum togum hafa)
skift, því um leið og ráðskonan j
kemur út, þá er eldur kominn^
upp í eldhúsinu og orðinn tals-
vert magnaður.
Voru í heyvinnu
Séra Sveinbjörn Sveinbjörns-1
son, Guðjón Bjarnason bóndi og
vinnumaður hans, voru allir íj
heyvinnu á túninu, en svo skamti
frá, að þeir voru í kallfæri.
Þeir brugðu þegar við, og voruj
komnir heim í Hruna eftir fáein!
augnablik. Þá var ekki hægt að;
komast inn um dyrnar að eldhús-*
inu sem gamla konan hafði geng-j
ið um, fyrir stundu síðan.
Kirkjubókum og bókasafninu
bjargað
Var þá farið inn um aðaldyr
hússins, sem eru í hinu gamla
Þinghúsi Hrunamannahrepps, og
upp á loft. Þar uppi bjó sr.
Sveinbjörn. Tókst honum að
bjarga kirkjubókum öllum, skrif-
borði hans var og bjargað, og lít-
Má Ekki leita að örkinni
hans Nóa
Innanríkisráðherra Tyrklands
hefir bannað amerískum leið-
angri að leita að “örkinni hans
Nóa” á Ararat-fjalli.
Leiðangur þessi er gerður út
af manni, sem heitir dr. Aaron
Smith og er farinn til að ganga
úr skugga um sannleiksgildi
sagna, sem herma að steinrunn-
inn bátur sé hátt upp í hlíðum
Ararats, en fjallið er 17,500 fet
á hæð. En leiðangurinn strandar
á því, að herinn hefir umráð yfir
svæðinu umhverfis f jallið og
ferðir óviðkomandi manna eru
bannaðar um það. —Vísir
Eg kom þar sem höfundar lásu Ijóð sín í höllum
við lófaklapp fólksins og hrifningu (vonandi sanna),
á fremstu bekkjum sat úrvalslið merkustu manna
og marmaralíkneskjur þjóðskálda hátt uppi á stöllum.
En eg kveð á tungu, sem kend er til frostéls og fanna,
af fáum skilin, lítils metin af öllum;
ef stef mín fá borist um óraveg háværra hranna,
þá hverfa þau loks út í vindinn hjá nöktum fjöllum.
Svo talaði vitið. En hjarta mitt hitnaði og brann.
Á herðum mínum eg dýrmætan þunga fann.
Eg átti mér, þrátt fyrir alt, mína purpurakápu.
í salkynnum þessum var engin sál nema ein
sem agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein
né efldist að bragstyrk við orðkyngi heiðinnar drápu.
-Víkingur.
BRAUTIN
Ársrit Sameinaða Kirkjufé-
lagsins, er til sölu hjá:
Björn Guðmundsson, Skólavörðu
stíg 17A, Reykjavík, ísl.
Björnssons Book Store, 702 Sar-
gent Ave., Winnipeg.
Viking Press Ltd., 853 Sargent
Ave., Winnipeg, Man.
K. W. Kernested, Gimli, Man.
Gestur Pálsson, Hecla, Man.
F. Snidal, Steep Rock, Man.
Guðjón Friðriksson, Selkirk,
Man. •
Björn Björnsson, Lundar, Man.
Mrs. Guðrún Johnson, Arnes,
Man.
B. Magnússon, Piney, Man.
Séra E. J. Mglan, Matlock, Man.
Mrs. B. Mathews, Oak Point,
Man.
Ingimundur Ólafsson, Reykja
vík, Man.
G. J. Oleson, Glenboro, Man.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
Thor Ásgeirsson, Mozart, Sask.
E. vE. Einarsson, 12 E. 4th Ave.
Vancouver, B. C.
G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak.
U.S.A.
M. Thordarson, Blaine, Wash.
Ch. Indriðason, Mountain, N. D
J. J. Middal, Seattle, Wash.
Tímóteus Böðvarsson, Árborg,
Björn Eggertsson, Vogar, Man.
« * *
Sigurður S. Anderson, 800
Lipton St., hefir tekið að sér mn-
köllun fyrir Hkr. í Winnipeg.
Áskrifendur eru beðnir að minn-
ast þessa og frá þeirra hálfu gers
honum starfið sem greiðast. —
Símanúmer hans er 28 168.
* * *
Framvegis verður Heims-
kringla fáanleg í lausasölu, hjá
hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla
vörðustíg 2, Reykjavík, Island.
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
A ISLANDI
Reykjavík..............Björn Guðmundsson, Bárugata 22
í CANADA
Amaranth, Man-----------------Mrs. Marg. Kjartansson
Árnes, Man........................S. A. Sigurðsson
Árborg, Man------------------------ G. O. Einarsson
Baldur, Man-----------------------------o. Anderson
Belmont, Man----------------------------g. J. Oleson
Bredenbury, Sask.—Halldór B. Johnson, Churchbridge Sask
Churchbridge, Sask-------------JHalldór B. Johnson
Cypress River, Man..................Guðm. Sveinsson
Dafoe, Sask------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask.
Elfros, Sask---------------—Mrs. J. H. Goodmundson
Eriksdale, Man.......................ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask---------Rósm. Árnason, Leslie, Sask.
Flin Flon, Man------------------------------Magnús Magnússon
Foam Lake, Sask-----------Rósm. Árnason, Leslie, Sask.
Gimli, Man............................k. Kjernested
Geysir, Man-------------------------G. B. Jóhannson
Glenboro, Man---------------------------g. J. Oleson
Haylapd, Man........................Sig. E. Helgason
Hecla, Man-----------------------Jóhann K. Johnson
Hnausa, Man--------------------------Gestur S. Vídal
Innisfail, Alta------Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta.
Kandahar, Sask---------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask.
Langruth, Man------------------------Böðvar Jónsson
Leslie, Sask.......................Th. Guðmundsson
Lundar, Man.............................D. J. Líndal.
Markerville, Alta.
Morden, Man.
Mozart, Sask.„.
ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta.
-----------------Thorst. J. Gíslason
Thor Ásgeirsson
Oak Point, Man.........................Mrs. L. S. Taylor
Otto, Man-----------------------D. J. Líndal, Lundar, Man.
Piney, Man._._...............................s. y. Eyford
Red Deer, Alta-----------------------ófeigur Sigurðsson
Riverton, Man._........................Einar A. Johnson
Reykjavík, Man.—........................Ingim. Ólafsson
Selkirk, Man-------------------------_Mrs. J. E. Erickson
Silver Bay, Man...........................Hallur Hallson
Steep Rock, Man----------------------------Fred Snædal
Stony Hill, Man------------!---D. J. Líndal, Lundar, Man.
Swan River, Man----------------------Chris Guðmundsson
Tantallon, Sask-------------------------Árni S. Árnason
Thornhill, Man-----------Thorst. J. Gíslason, Morden, Man.
Vancouver, B. C.......Mrs. Anna Harvey, 3390 E. 5th Ave.,
Phone Hastings 5917R
Víðir, Man——----------------Aug. Einarsson, Árborg, Man.
Wapah, Man---------------Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man.
Winnipeg-----S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man.
Winnipegosis, Man..............................s. Oliver
Wynyard, Sask..........................._"Ö. 6. Magnússon
I BANDARÍKJUNUM
Akra, N. D--------------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D.
Bantry, N. Dak-------------_E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D.
Bellingham, Wash.___Mrs. Jahn W. Johnson, 2717 Kulshan St.
Blaine, Wash........................Magnús Thordarson
Cavalier, N. D----------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D.
Crystal, N. D._--------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
Edinburg, N. D._
Gardar, N. D._
------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
-----C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
Grafton, N. D-------------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
Hallson, N. D--------------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D.
Hensel, N. D-------------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
-Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn.
Ivanhoe, Minn___
Milton, N. Dak......................!...S. Goódman
Minneota, Minn...................Miss C. V. Dalmann
Mountain, N. D-------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D.
National City, Calif....John S. Laxdal, 736 E. 24th St.
Point Roberts, Wash....................Ásta Norman
Seattle, 7 Wash------J. J. Middal, 6522 Dibbde Ave., N.W.
Upham, N. Dak------------------------_e. J. Breiðfjörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba