Heimskringla - 07.09.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.09.1949, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. SEPT. 1949 Heímskrittgla (StofnvJB 1886) Semui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaSsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskríft til ritstjórans: EDITOR HEiMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is pufilished by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 7. SEPT. 1949 Skringiteg framkoma Framkoma Stalins í alþjóðamálum hefir oft verið þjóðum heimsins ráðgáta. En glegsta dæmi leikaraskapar hans, gerðist þó fyrir fáum dögum. Hann boðar til friðarfundar í Moskva. Þar koma saman allir málsmetandi menn leppríkjanna og úr heimalandinu. Fundurinn snýst um það, að æsa þetta fundarlið til sóknar gegn hervæðingar- stefnu imperialista ríkjanna vestlægu. Á sama tíma og þessu fer fram, herðir hann á ógnunum sínum gagnvart Júgóslavíu í svo imperialistiskum stíl, að^Hitler eða Þýzkalandskeisari, Mússólíni eða rússneskir sarar, hefðu allir skammast sín fyrir, að auglýsa fyrir alheimi annan eins yfirgang. Og blöskraði þeim þó ekki alt. Rétt að segja á sama augnablikinu og þriggja daga friðarfund- inum í Moskva lýkur, þeytir hann herlúðurinn og sendir 50,000 hermanna yfir á landamæri Júgóslavíu og Ungverjalands. Það á að sýna kommúnista foringjanum, Tito, að það muni farsælla fyrir hann að beygja sig í hlýðni og auðmýkt fyrir skipunum þess, sem meiri sé en hann. Og um það leyti, sem friðarnefndin, er kosin var í Moskva, kemur saman á sínum fyrsta nefndarfundi, sendir Stalin aðrar tvær hersveitir til landamæra Búlgaríu og Júgóslavíu. Rússar fara ekkert dult með sendingu þessa herliðs á hendur smá þjóð. Ennfremur segja þeir frá fundi, er Kominform ráð þeirra hélt s. 1. laugardag (27. ágúst) í Soffía, höfuðborg Búlgaríu. Á þeim fundi segir að hafi verið yfirmenn frá Rússlandi og kommúnista trúðar frá Tékkóslóvakíu, Albaníu og Búlgaríu og herlið frá öllum nefndum löndum. Rússum verður ekki brugðið um það, að þeir geti ekki haldið hlutum leyndum, ef þeim þykir það með þurfa. En að þeir nú básúna bæði fregnirnar af sendingu herliðsins til Júgóslavíu í blöð- um og útvarpi og af Kominform fundinum, bendir til þess, að þeir ætli að breyta til í kalda stríðinu á móti Tító og gera honum hlutina heitari. Þegar öll önnur ráð hafa brugðist, á að auglýsa það bæði fyrir Tító og umheiminum, að karlinn Stalin láti ekki sitja við orðin tóm. En ekkert af þessu hefir haft áhrif á Tító. Þjóð Júgóslavíu ann föðurlandi sínu og lætur ekkert óreynt, ef hægt er að bjarga því. Hún sagði skýlaust nei, þegar Hitler sagði henni að gefast upp. Við hótunum Stalins, mun svarið verða hið sama. Hvað skeður næst. Af reynslu og liðinni tíð að dæma, eru miklar líkur til, að Stalin verði að gera meira en að senda herlið á landamæri Júgóslavíu. Hann verður að senda það inn í landið, ef hann væntir einhvers árangurs og eiga á hættu stríð, sem meira gæti orðið, en leikfang fyrir Rússa, hversu góða sem þeir álíta sig. Það er ekki sem stendur neitt sem með sér ber, að Rússinn þori að færast þetta í fang. Þrátt fyrir þó hann láti vígamannlega, getur nú verið, að hann eigi eftir að sjá, að ver hafi verið farið, en heima setið. Á VÍÐ OG DREIF TILLÖG TIL IÐNREKSTURS DRAGA DILK Á EFTIR SÉR Það er ekki alveg eins nýtt og margur ætlar, að stjórnir styðji iðnaðarrekstur lands síns með meiri og minni styrkjum. Yfirleitt finst mörgum það vera fjarstæða. Sú iðngrein, sem ekki beri sig, eigi ekki rétt á sér. En frá þeirri reglu, eru margar undantekningar. Það getur verið til sá iðnaður, sem landi og þjóð er ómissandi, þó vegna mann- fæðar eða einhvers annars sé ekki hægt að láta reksturinn borga sig. Mikið af því, sem nú er talað um, sem þjóðlega löggjöf, heyrir undir slíkan þjóðarrekstur. í slíkri löggjöf er víst lítill vafi á að Bretar eru flestum fremri. En auk þess að sjá fyrir slík- um rekstri, veita þeir einnig styrk ýmsum iðngreinum sínum og hafa gert um langt skeið. Nú er og svo komið, að landið fær ekki undir þessu risið. Það kemur hvar og hvenær sem um of eða van er að ræða, einhverntíma að skuldadögunum. Sá skuldadagur brezku þjóðar- innar er nú kominn. Þjóðin getur ekki, eins og hún hefir gert, lifað áfram fram yfir efni sín. Það er ekkert annað en það, sem komið hefir fyrir í Englandi. Það er hvorki það, að gull er miðill, eða að það getur nú ekki fengið dollara á sama gengis- verði og áður, sem að er. Bretar eru án þessa vegna þess eins hve háar kröfur þeir hafa gert' til að lifa. Það á nú að reyna að ráða bót á þessu í Washington, á fundin- um, sem stendur þar yfir. Það þarf enginn að halda að það sé hægt, nema til bráðabirgða með fjáraustri auðvitað, á neinn annan hátt en að Bretar geri ekki eins háar kröfur og þeir hafaj áður gert. Þeir verða að leggja eitthvað af þeim niður. Það mun ekki þykja álitlegt. En sannleik- urinn er sá, að mikið af því,/ sem þá leiðina þarf að fara, er ekki nema hreinn og beinn óþarfi. j Inn í þjóðlífið hefir mikið af þessum óþarfa komist með stjórn- arstykjum til framleiðslunnar, fyrir þann hringavitlausa hugs- unarhátt fjölda þegnanna, að stjórnir hafi ávalt yfir nægu fé að ráða. > Hve illa gengur með styrkjum, að kippa hlutunum í lag, sézt bezt á því hve Bandaríkjunum gengur illa að reisa við Evrópu. Það eru ekki aðeins þrjú ár, sem í það eru farin, heldur 35 ár. Ef tekin eru lán og styrkir til Ev- rópu frá Bandaríkjunum frá 1914 eða fyrra stríði, sem aldrei voru goldnir og til þessa dags, og mað- ur kallar það sínu rétta nafni, styrki, er þar um ekkert lítilræði að gera. Það hefir einhver reikn- að það út, hverju styrkur sá nem- ur og mun það ýmsum þykja furðulegt. Alls nemur sá styrkur að meðaltali 5 biljón dollurum á ári! Iðnaður eða framleiðsla Ev- rópu hefir verið styrkt með þessu í 35 ár af Bandaríkjunum. Fúlgur þessar eða styrkir hafa verið veittir í vörum, sem Banda- ríkin hafa haft til útflutnings fram yfir það, sem þau hafa í vör- um fengið frá Evrópu. Annað hafa Bandaríkin ekki fyrir þetta fengið, en að það hefir rýmkað til á heimamarkaði þeirra, svo framleiðsla hefir getað haldið á- fram, sem er að vísu nokkurs virði, en yfirleitt er þetta gjafa- fé, Evrópu til aðstoðar og við- reisnar. Bretar hafa notið þessa fjár í ríkum mæli. Þeir mundu, ef Bandaríkin hættu slíkum út- gjöldum, telja sig hart leikna, jafnvel þó það kostaði ekki ann- að en að leggja niður einhvern óþarfan og rétta við gengi punds- ins með því. Á Washingtön- fundinum, mun engin hætta á að sú viðreisnarleið komi til mála, ekki sízt ef Cripps álítur hægt að laga alt með því, að kaupa 25% minna nú frá Canada og Bandaríkjunum en að jafnaði hefir átt sér stað. Sú skoðun, létt túlkuð, meinar, að aðrar þjóðir verði að greiða fyrir glópsku Bretans. LEIT AÐ ÖRK NÓA Fyrir nokkru bjuggu fjórir Bandaríkjamenn sig út í leiðang- ur til að leita að örk Nóa, sem trúbókum Júða og kristinna manna kvað bera saman um, að lent hefði á fjallinu Ararat. Rússneskir flugmenn höfðu fyrir nokkru flogið yfir fjallið og kváðust hafa séð eitthvað þar falið undir ísi, er líktist skipi. íbúar við hlíðar fjallsins, hafa og þózt komast á snoðir um að skip væri í hliðum fjallsins, en hvort að það er nema orðrómur, veit enginn um; allar sannanir brestur. Fjallið sem hér um ræðir er á landamærum Tyrklands, fran og Rússlands. Hafa Trykir mest yfir því að segja. Var því til þeirra farið af leiðangursmönn- um og leyfi nú fengið að leita arkarinnar, þó því hafi oft verið neitað áður. Tregða Tyrkja á að veita leyf- ið, er sögð stafa af því, að Rússar hafi verið á móti því. Þeir sögðu Tyrkjum, að fyrir Bandaríkja- mönnum vekti ekki að leita ark- arinnar, heldur staða sem góða stríðsaðstöðu gæfu þeim með sprengjuskeyti og njósnir um hernaðarathafnir Rússa. Þeir eru ergilegir við Tyrki út af því að hafa veitt leiðangrinum leyfið. Fjallið er 17,160 fet á hæð. Veður kváðu þar oftast válynd, snjór og kuldar og yfirborðið þakið ísi eða hjarni. Leiðangurs- menn lögðu af stað s. 1. viku og verða að líkindum nokkurn tíma að leita af sér allan grun um að örkin sé þarna. En frétta af heim- komu þeirra er biðið með mikilli eftirvæntingu — ekki sízt þeirra, er orð trúbókanna telja óskeikul. Ýmsir spá, að för þessi verði ekki til þess að efla frið milli stórþjóðanna. Blað eitt á Eng- landi (The Economist), leggur þetta í gamni og alvöru til þeirra mála: “Með þessu er vakið upp nýtt efni til óánægju. Það er mjög ólíklegt, að nokkrar skýringar á málinu af hálfu Bandaríkja- manna, sannfæri stjórnarliðið í Moskva um, að þeim búi einlægni í hug og ekkert annað með þess- ari leit. Og það mun ekki verða til mikils fyrir sendiherra Banda- ríkjanna, að heimsækja Vishin- sky og segja honum biblíusögur, sem hann hefir aldrei áður heyrt. Og verði út í þá sálma farið, get- ur Moskva byrjað sama leikinn, því Rússar hafa sína orthodox kirkju og hví skyldu ekki þeir af; prestum hennar, sem sannað hafa ást sína á kommúnista skipulag- inu, vera sendir til Sínaí til að leita brota úr töflunum sem Moses skrifaði boðorð sín á, sem er svo haganlegt, vegna þess hve nærri Suez-skurðinum það er. — Eða þá að leita að gröf Kains, sem hlýtur að vera mjög nærri bústað Anglo-íran olíufélagsins? Forn trúarbragðaleg efni geta iþannig orðið undirstaða ýmsra athafna, sem koma sér vel til við- halds hinu kalda stríði.” Það er bót í máli, að skaparinn gaf mönnunum heilagt loforð um, að það skyldi ekki verða annað flóð! ST JÓRN ARÞJÓNUSTA í CANADA Það hefir nokkru sinnum verið dregin athygli að því, hve ört stjórnarútgjöldin hækki í Can- ada. Útgjöld fyrstu fjögra mán- aða yfirstandandi árs (1949), nema meiru, en alla 12 mánuði ársins fyrir síðasta stríð. Þau eru einnig 92 miljón dölum meiri en yfir sömu mánuði á árinu 1948. Hækkun útgjaldanna stafar yfirleitt af því, hve starfsvið stjórnarinnar er nú víðtækara en áður og þar af leiðandi ótrúlegri fjölgun stjórnarþjóna. Hvað starfið hefir fært út kví- ar síðan 1928, er sagt frá í skýrsl- um, er stjórnin birti s. 1. viku um það. Samkvæmt þeim voru 1928 alls 41,243 menn í þjónustu sambands- stjórnar. Tíu árum seinna, eða 1938, eru þeir 44,143. En á síðast liðnu ári eru þeir orðnir 118,370. Á árunum 1928 til 1938, eykst tala stjórnarþjóna um 10%. En á árunum frá 1938 til 1948, er aukn- ingin 168%. Árið 1938 eru íbúar Canada 11,152,000. Nú eru þeir 13,500,000. Þeim hefir fjölgað um 21%. En stjórnarþjónar fjölga átta sinn- um það, á sama tíma. Árið 1938 var 1 stjórnarþjónn á hverja 252 íbúa. Nú er einn stjórnarþjónn af hverjum 114. Tölur þessar gefa ljóst í skyn, hvernig á hinum miklu og sí- hækkandi útgjöldum sambands- stjórnar stendur. ÍSLENDINGAR skipa sér í fylkingu með lýðræðisþjóðunum með vel kunnugum manni. Þau svæði þar sem byggingar hafa verið jafnaðar við jörðu eru svo stór, að augljóst er, að það tekur Frh. frá 1. bls. ! áratugi að byggja allt upp aftur lendingar óskum af einlægum ^ °S mun kosta offjár. Ein gata í hug að eiga sem mesta samvinnu miðbænum, sem eg þekkti vel við bræðraþjóðir vorar á Norð- iyr*r stríð (Cannon Street), er urlöndum. Sú samvinna hefur aiv€g þurrkuð út. En Bretinn aldrei verið meiri en nú, enda bítur á jaxlinn og segir, að þetta hefur samgöngutæknin fært oss skuli aiit: gert og er ekkert nær þeim en nokkru sinni fyrr. bræddur við það, þótt vitað sé, Vér kunnum vel við oss í þeim að Þjóðin Þarf að leggía mÍöS félagsskap, og eg hygg, að vér bart ab sér á næstu árum, eftir séum velkomnir þar. Með þrjátíu dð bafa Sert þab í tíu ár. ára reynslu að baki um þekkingu; Líkt hefur verið huSsað °g er á mikilvægi þessarar samvinnu, enn huEsað °g framkvæmt með hygg eg mér óhætt að fullyrða, nágrannaþjóðum vorum, sem að hér er um miklu meira verð- urðu hart úti 1 styrjöldinni, t. d. mæti að ræða en það, sem sumir 1 Danmörku, Finnlandi, Noregi, vantrúaðir álíta. | Hollandi og Belgíu og einnig í Vér íslendingar höfum nú Svíþjóð, þótt þar væri ekki styrj- skipað oss ákveðið í hóp þeirra arvettvangur. lýðræðisþjóða, sem hafa líkar Vér íslendingar ættum að hugmyndir og vér um ágæti standa vel að vígi- Ver höfum þess, að æðsta valdið sé í hönd-( engan verulegan ófriðarkostnað, um þjóðarinnar sjálfrar, en ekki °S her var svo sem ekkert lagt í í höndum eins eða fárra einræð- rústir> nema maske heilbrigð isherra. Það er tekið vel eftir hugsun ýmissa út af stríðsgróða þessu víða um heim. Og það er vimuuni. Og enn er fjárhagslíf- og verður í framtíðinni mikill vort ekki lagt 1 rustir- En hætt- styrkur fyrir oss. Nú hneigjast an vofir yfir- Eg vil óska Þess hugir margra merkra stjórnmála að islenzka þjóðin megi sýna oss manna að nánara samstarfi milli sjálfum og öllum heiminum, að þjóða Norðurálfunnar. Eftir vér getum bjargað oss engu síð- rúma viku hefjast fundir svo- Ur en nágrannaþjóðir vorar. Það nefnds Norðurálfuráðs í Strass-1 er einlæg von mín að á komandi burg. Þar mun lagður grundvölÞ íjófum árum komist í fram- ur að slíku nánara samstarfi. Vér kvæmd sú endurreisn, sem nú íslendingar erum ekki ennþá í Þarf- Að íslenzka þjóðin við þeim hópi. En eg er þess fullviss, næstu kosningar, sem fram eiga vér munum boðnir velkomnir í að fara á þessu fyrsta ári kjör- hópinn, hvenær sem vér óskum tímabils míns gefi þingi og þess , stjórn nægilega skýrt umfooð til * ; þess að gera þær ráðstafanir sem ,, . , . ri. þarf til þess að sigrast á örðug- nýkominn heim eftir f r , , , v . . , , J lai lrnríiim hoA lr/Mni horr Eg er tveggja mánaða dvöl í Bretlandi. . , , , „ , , ^, &bJ , _ r , . . * við ymsa og ver þurfum að slaka Þótt reynt se, að fylgjast með á ^ því, sem gerist hjá nágranna- þjóðum vorum, er það samt svo,í , að er menn dvelja í landinu 6 _______ sjálfu, skýrist sumt betur en ef einungis er farið eftir því, sem f , , , , ,, , . v sem fyrr skoða starf mitt sem lesa má í bokum og bloðum. Það 3 hlýtur að vekja eftirtekt hve líkt j ÞJonustu> ,Þj°nustu v‘ð ÞJoðar- stendur á með Bretum og raunar leikunum, þótt það komi hart á lífsvenjum vorum á sama hátt, sem nágrannaþjóðirnar hafa Með þessum óskum og vonum lýsi eg því yfir, að eg mun enn fleiri þjóðum, og með oss íslend heildina, þjónustu við ættjörð- ina. Eg bið guð að gefa mér • ^ p.*í •, • i' heilsu og styrk, kjark og auð- íngum. Erfiðleikarmr sem glima ° 3 J .... , r * . , J , • mýkt til þess. Og framar ollu bið þarf við eru að ymsu leyti þeir 3 r 6 , ... \. , . ... *. *• eg guð að halda almattugn somu þott mælikvarðinn verði 6 ° , sinni hér eftir GAMAN OG ALVARA Eitt sinn skrifaði íslendingur í Vesturheimi vini sínum út á íslandi langt, og að því er hann taldi, fróðlegt fréttabréf. En svo leið heilt ár að hann fékk ekkert svar. Þá fór honum að leiðast biðin og skrifaði aftur, og sagði kunningjanum, að á efsta degi mundi það eflaust verða talin ein af hans stærri syndum, að hafa ekki virt svars hið merka skrif, sem hann hefði fengið frá sér. Þetta hreif, því nú kom langt bréf frá íslandi, og þar lét kunning- inn þess getið, að hann hefði nú gert svo hreint fyrir sínum dyr- um, að hann ætti skilið að fá syndakvittun. Vestmaðurinn sendi þegar svo- hljóðandi skeyti austur um haf: Ef að þig að himnahliði, að horfnum æfidögum, ber, heilsaðu Pétri, hérna er miði, á honum syndakvittun er. Nokkru síðar kom svar frá fslandi á þessa léið: Þegar eg hjá himnahliði hampa miðanum frá þér, þá mun Pétur sælusviði sínu upp ljúka fyrir mér. Nýársósk Blítt þér hossi gæfan góð gleði fossinn streymi, sæluhnoss og unaðsóð ástarkossinn geymi. Ellin Ellin hallar mörgum meið múgar falla af straum, dauðinn kallar, lífsins leið létt er, harla fáum. Ófeigur Sera Þorsteinn Briem látinn annar vegna stærðarmnar og . . sem hingað til yfir íslenzku ; ymissa orðugleika annars eðlis. ,6 3 ... x 3 . þjóðinm og yfir fosturjorðu Bretar eiga við mjog alvarlegan . f ,3 , . . , * • /j ,, vorri. Mbl. 3. águst gjaldeynsskort að etja (dollara- skort). Þeir reyna að framleiða sem mest til útflutnings en vant- ar markaði sem gefi dollara, m. j a. vegna þess hve framleiðslan j ------ er dýr og verð hennar hátt. Þeir; Séra Þorsteinn Briem prófast- verða að takmarka innflutning ur og fyrrv. ráðherra lést að sinn. Þeir verða að takmarka heimili sínu í Reykjavík 16. á- hvers konar fjárfestingu. Sem gúst 64 ára að aldri. dæmi skal eg nefna, að einn Séra Þorsteinn var Skagfirð- kunningi minn í London býr í ingur að ætt. Foreldrar hans húsi, sem ekkert hefur verið voru Ólafur Briem alþingism. á gert við í 11 ár, málning á glugg- Álfgeirsvöllum í Lítingsstaða- um og hurðum snjáð, pappír hreppi og kona hans Halldóra hangir í flygsum á veggjunum Pétursdóttir. o. s. frv. Þetta er fjórða árið.l Hann varð stúdent í Reykja- sem hann hefur sótt um leyfi til vík 30. júní 1905 með l.eink. Út- viðgerðar og viðhalds, hann ger- skrifaðist úr prestaskólanum 20. ir sér von um að fá leyfið í haust. júní 1908 með 1. eink. Vígður að- Skömmtun er þar á mörgum stoðarprestur að Görðum á vörutegundum, þar á meðal mat- Áltanesi 11. júlí 1909. Þjónaði vöru. Með hverri máltíð fæst síðan Grundarþingi í Eyjafirði, ekki meira smjör en sem sam- MosfelU í Grímsnesi og svo svarar tveggja krónu peningi, Garðaprestakalli á Akranesi frá eitt egg á viku á mann, tveir syk- 25. júlí 1921 til 15. apríl 1946. urmolar með kaffi eða tei, kjöt, Hann lét af embætti vegna annað en fuglakjöt í eina máltíð heilsubrest og sigldi til Svíþjóð- á viku. Mjög strangt eftirlit er ar sér til lækninga, sem bar lít- með verðlagi á ýmsum vörum. jnn árangur og eftir heimkom- Menn kvarta mjög undan gífur- una var hann oftast mjög veikur, legum útgjöldum ríkisins og allt en sjúkdóminn bar hann með of háum sköttum og tollum, sem karlmennsku og þolinmæði. hefti mikið af framtaki einstakl- Hann kvæntist í fyrra sinn 6. ingsins, geri alla framleiðslu maí 1910 Valgerði Lárusdóttur dýrari og skapi dýrtíð fyrir ein- Halldórssonar Fríkirkjuprests, staklingana. en hún lést 26. apríl 1924. Þau Mig minnir, að eg hafi heyrt eignuðust 5 dætur, og eru fjórar líkt þessu öllu í ræðu og riti um þeirra á lífi. ástandið hér á landi. En regin- f síðara sinn kvæntist hann 30. munur er á mörgu. Fyrir utan maí 1926, Oktavíu Emilíu Pét- þær gífurlegu fúlgur, sem ófrið- ursdóttir frá Vopnafirði, og hef- urinn mikli kostaði Breta, þá fær Ur hún verið hans sterka stoð til maður mynd af því hve mikið hans síðustu stundar. hann á eftir að kosta þá næstu j Séra Þorsteinn varð prófastur áratugina, ef farið er um Lund- í Borgarfjarðarprófastumdæmi únarborg. Eg ók þar um miðbæ- 10. október 1931. inn (city), austurbæinn og bæj-; Auk hinna kirkjulegu starfa arhluta fyrir sunnan Thames voru honum falin mörg trúnað-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.