Heimskringla - 07.09.1949, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.09.1949, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. SEPT. 1949 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA arstörf: Skipaður atvinnu- og samgöngumálaráðherra 3. júní 1932 og gengdi því embætti til j 1934. Landkjörinn alþingismað-, ur 1934 — 1937, þingmaður Dala manna 1937— 1942. Hér á Akranesi átti hann sæti í hreppsnefnd um skeið og gengdi mörgum öðrum opinber- um störfum. Sem prestur var séra Þor- steinn sérstaklega vel látinn, enda var hann afburðasnjall ræðumaður og framkvæmdi öll prestverk með ágætum. Eitt mest áberandi í fari hans var skylduræknin. Hann var fjölfróðari maður en flestir aðrir og hafði þekkingu á flestum hlutum, að manni virt- ist, enda fékkst hann töluvert við vísindi og mun ýmislegt eiga eftir að koma í ljós, sem hann hefur merkilegt gert. Þeir Akurnesingar sem kynnt- ust honum nánast, öðluðust mik- ið af hans vizku, og allir nokkuð. Af söfnuði sínum var hann sér- staklega virtur og elskaður. Ak- urnesingar eiga því nú á baki að sjá einum ágætasta manni, sem Akranes hefur byggt, og fráfall hans vekur söknuð og trega allra Akurnesinga. Eftirlifandi konu hans, dætr- um og öðrum vandamönnum votta Akurnesingar innilega samúð sína. Svbj. Oddsson HíNIGNUN VÍSINDANNA í RÚSSLANDI 25 ÁRA GIFTINGAR- AFMÆLI Silfurbrúðkaup var þeim hald- ið heiðurshjónunum Pálma Stef- ánssyni og frú Kristínu konu hans, við Allenby skóla 7. ágúst í tilefni af 25 ára giftingarafmæli þeirra. Veður var fagurt, og fjöl- menni saman komið til að fagna þeim og árna þeim heilla í nútíð og framtíð. Verðmætar gjafir voru þeim færðar af börnum þeirra, og vinum. Séra Rúnólfur Marteinsson hafði gift þau fyrir 25 árum, og hefðu víst flestir kosið að hann hafði verið við- staddur þenna fagnað. Einar Johnson frá Steep Rock hafði orð fyrir gestum og afhenti gjafir frá vinum og vandamönn- um þaðan, sem var silfur borð- búnaður. Mintist hann í orðum þeim sem hann flutti, hversu mikið og gott þau hafa gert í bygðinni. Hún sem kensulkona bæði fyr og nú, og leyst það starf sitt með mestu prýði og myndar- skap í hvívetna, og hann sem bú- höldur og í öllu hinn besti dreng- ur. Þau eiga 4 myndarleg börn, 2 stúlkur og 2 syni. Elzt er Flor- ence Valdína (nú Mrs. Baldur Jónsson), skólakennari hér á Steep Rock árið sem leið. Næst er Baldur, búfræðingur, sem er þar heima; Clara, nú í miðskóla á Steep Rock; og Jón, sem er yngstur, og er enn á barnaskóla. Öll eru þau vel gefin og efnileg. Næst talaði Mrs. Th. Gíslason frá Oak Point, sem er systir frú Stefánsson, bar hún fram kveðjur og gjafir til þeirra, frá fjarver- andi systkinum brúðarinnar. Fleiri tóku til njiáls, Florence kenslukona bar fram þakklæti og gjafir frá börnum þeirra í sam- einingu, og mæltist vel. Að síð- ustu þökkuðu silfurbrúðhjónin öllum komuna, og töldu þennan dag verða sér ógleymanlegan, með vel völdum orðum á ensku og íslenzku. Voru svo bornar fram veiting- ar af mikilli rausn og skorti þar ekki íslenzka risnu í neinu. Allir voru ánægðir og glaðir, yfir að hafa átt þessa stund, með þess- um vinum sínum í fagra skógar- lundinum þeirra við hið fagra Manitoba-vatn. Einn aí gestunum The Junior Ladies Aid of the First Lutheran church, Victorj St., will hold its first regularj meeting of the season on Tues- day, Sept. 13th, at 2.30 p.m. in: the church parlors. Betrand Russel, hinn heims- frægi brezki heimspekingur og rithöfundur, ræðir í grein þess- ari þá skerðingu á hugsana-, á- lyktana- og rannsóknarfrelsi, sem vísindamenn á Rússlandi eiga við að búa og færir rök að því, að slíkt hljóti að leiða til hnignunar vísindanna í ríki kommúnismans. Greinin er þýdd úr tímaritinu “Reader’s Digest”. ★ Það er engum vafa undirorp- ið, að rússneskir valdhafar munu áður en langt um líður, hefja á- róður í því skyni að þröngva eðlisfræðingum á valdasvæði sóvétstjórnarinnar til þess að viðurkenna, að færustu menn í þeirri grein í vesturálfu, eins og til dæmis þeir Einstein og Bohr 'boði óraunhæfa villulærdóma, sem vísindamenn sóvétlýðveldis- ins hljóti að afneita. Þetta er að mínu áliti það, sem einkum gefur okkur vonir um sigur í kalda stríðinu, þar eð það sannar okkur ótvírætt að ekki geti liðið á löngu áður en Rúss- ar taka fyrir alvöru að dragastj aftur úr hvað vísindalegan her-| búnað snertir. Það er nefnilega með öllu ó- hugsandi, að vísindi geti blómg- ast, þegar að þeim er búið eins og raun ber vitni að eigi sér stað í sóvétríkjunum. Frjáls hugsun á þar nú við ólíkt meiri örðug-, leika að etja heldur en þá, sem hömluðu henni á dögum strang-j trúnaðar og kirkjulegs ofstækis.j Falli Stalin ekki tónverk ein- hvers tónskáldsins vel í geð, verður listamaðurinn að biðjast auðmjúklega afsökunar og heita að semja alþýðlegri verk fram- vegis. Þá setur og Stalin hverj- um og einum ströng fyrirmæli um það, hverjar skoðanir hon- um beri að hafa á grískri heim- speki eða samtíðarbókmenntum. Stalin, “mesti vísindamaður og hugsuður vorra tíma”, þekkir einn allt og veit allt, og ef þú ætlar þér þá dul, að viðurkenna ekki fyrirmæli hans skilyrðis- laust eða draga þau í efa, átt þú á hættu að sæta hinni hræðileg- ustu refsingu. Það er aðeins rökrétt þróun mála, að allt einræði snúist vegna taumlausrar valdagræðgi fyrr eða síðar upp í brjálærði. Þeir, sem náttúrufræðilegar rannsóknir stunda, verða að hafa þolinmæði og auðmýkt í ríkum mæli til brunns að bera; þeir verða að athuga hlutlaust, og játa árangurinn af athugunum sínum, enda þótt svo fari, að á- rangurinn sé andstæður vonum þeirra og skoðunum eða beinlín- is hnekki þeim. Slíkt sjónarmið mega einræðisherrarnir ekki vita. Þeir bera vald til að láta millj- ónir manna klappa hverri sérv- isku þeirra lof í lófa, og hví skyldu vísindin ekki einnig lúta valdi þeirra? Vísindamönnunum ber að haga sér eins og leyniþjón ustunni, sem rannsakar hug fólksins, samkvæmt vilja og fyr- irmælum einræðisherrans. Slíkt andrúmsloft kyrkir vaxt- arbrodd allra vísinda, og við megum vera þess fullvissir, að vísindalegu starfi í sóvétríkjun- um fari stórum hnigandi á næstunni. Afstaða valdhafanna í sovét- ríkjunum til vísinda og vísinda- manna hlýtur því að vera hverj- um þeim manni fagnáðarefni, sem gildir það einu, þótt hern- aðarlegur máttur þeirra ríkja verði minni en vesturveldanna. Þegar sovétvaldhafarnir höfðu lagt á ráðin um það, hvernig beygja mætti bókmenntirnar, hljómlistina og heimspekina undir ok ríkislögreglunnar,- þótti þeim mál til þess komið að ‘línu- binda’ vísindin. Þeir byrjuðu á Hffræðinni og líffræðingunum. Deila hafði lengi um það staðið, hvort áunnir eiginleikar gætu orðið arfgengir. Lemarck, sem fylgdi stefnu Darwins, áleit að svo gæti verið. Darwin neitaði því að vísu ekki, að áunnir eiginleikar gætu orðið arfgengir, en lagði samt meiri trúnað á arfgengi með- fæddra afbrigðiseiginda. Nátt- úrufræðingar og líffræðingar hafa og fram að þessu hallast að þeirri skoðun. Þeim kemur ekki til hugar, að hálsbeygingar gír- affans gæti orðið til þess, að lengri verði hálsinn á afkvæm- um hans, fremur en það, að börn mikils knattspyrnumanns verði einnig miklir hnattspyrnumenn.1 Að síðustu varð sú skoðun ráð andi, að áunnir eiginleikar væru aldrei arfgengir, unz Lysenko hinn rússneski fullyrti hið gagn- stæða. Eftir það samþykktu fjölmargir fundir og þing rúss- neskra vísindamanna, að úr- skurður hans á þessu sviði væri óvéfengjanlegur, og gagnstæðar skoðanir vestrænna vísinda- manna ‘borgaraleg villukenning’| Þegar þing rússneskra læknis- vísindamanna samþykkti kenn- ingu Lysenkos 1948, notaði það^ tækifærið til þess að senda Stal- in ávarp þar sem það þakkaði fyrst og fremst honum allan á-j rangur vísindalegra rannsókna í| landinu. ‘Með frábærri snilli hef-1 ur þú beint þróun vísindanna inn! á farsæla braut, barátta þín við hlutdrægar ályktanir og óraun- hæfar kenningar er leiðarljós okkar í daglegu starfi og ákvörð-j unum.” Svo virðist, sem að minnsta- kosti sumir þessara manna hafij ekki hneigst að ofstækiskredd- j unum áður en þær voru í hefðj 1 teknar. En þeir þóttust sjá fyrirl hvað verða mundi, og lofuðu bótj og betrun. “Við heitum þér því.j ástsæli foringi, að snúa einsj * fljótt og okkur er unt frá allri villu”. Allsherjarþing landbúnaðar-j vísindamanna, sem háð var í júní 1948, gekk enn lengra í; blekkingunum, og hyllti J. V.j Stalin sem “mesta vísindamann vorra tíma.” Eg álít, að ekki sé hægt aðj fordæma rússneska vísindamennj fyrir villu sína. Játi þeir henni ekki, eru þeir fyrst og fremst sviptir öllum menntaheiðri og trúnaðarstöðum, sem þeir kunna að hafa áunnið sér. Og þó er að- eins hálfsögð sagan, því að, þrjózkist þeir þá enn við, bíða þeirra pyntingar og fangabúðir,: auk þess sem ástvinir þeirra og börn eiga hið sama yfir höfði j sér. Það virðist liggja í augum uppi að orsökin til þess, að arf- j gengiskenning Lysenkos er úr- skurðuð óvéfengjanleg í Rúss- landi, sé einkum sú, að hún gef-j ur vonir um hraðari framför áj sviði landbúnaðar en ella hefði mátt við búast. íbúar Rússlands og Kanada eiga úr sama vanda að ráða hvað akuryrkju snertir. Sem sé, að verða sér úti um þau afbrigði af korni, sem ræktanleg séu í köld- ustu hlutum þeirra landa. Erfða- fræðingar vestrænna þjóða álíta að korn geti náð þeim eiginleika fyrir vísindalega kynblöndun hæfustu afbrigða. Lysenko full- vissar hins vegar landa sína um það, að hann geti látið kornteg- undirnar hlíta boði sínu og banni eins og þeir sjálfir hlíta boði og banni valdhafanna. í tilkynningu sinni til þings- ins, sem þegar er að vikið segir Lysenko á þessa leið frá árangri rannsókna sinna og tilrauna: — “Með afskiftum mínum geta mennirnir þvingað hverja teg- und plantna og dýra til þess að taka stökkbreytingum, og það sem meira er um vert, — menn- irnir geta ráðið þeim stökkbreyt- ingum og hagað þeim eftir geð- þótta sínum”. Blaðið ‘Pravda” ræddi um þá viðletini sovétþjóð- anna að breyta náttúrunni “sam- kvæmt áætlun”., Munurinn á fullyrðingu Lys- énkos og skoðunum vestrænna vísindamanna á þessu sviði er aðeins stigbundinn. Allir vita að fyrir mannlega viðleitni má breyta bæði plöntum og dýrum, en Lysenko fullyrðir, að fram- kvæma megi slíkar breytingar á miklu skemmri tíma en vestræn- ir líffræðingar telja mögulegt. Reynist hann hafa rétt fyrir sér, hlýtur rússnesk akuryrkja og landbúnaður að taka hraðri framför, og þá getur ekki liðið á löngu, unz Rússar framleiða korn í stórum stíl til útflutnings og sölu á heimsmarkaðinum. Reynist fullyrðing hans hins vegar röng, eins og allir vestræn- ir líffræðingar telja, hlýtur þetta að fara á aðra lund. Svo virðist, sem sovétvaldhöfunum hafi veitzt svo auðvelt að þvinga þegnana og undiroka, að þeir hafi nú ákveðið að fara eins að hvað náttúruna snertir. En það mun reynast örðugt að hneppá náttúruna í fangabúðir og þrælk un, og við megum búast við því, að hún láti hið rússneska vald- boð sem vind um eyru þjóta. Sovétvaldhafarnir hyggjast nú stíga enn stærra skref. Þeir hyggjast nú breyta eðlisfræði- legum kenningum eftir geðþótta sínum. Síðan kjarnorkan fannst hefur eðlisfræðin verið mjög of- arlega á baugi, og sovétvaldhöf- unum er það sár þyrnir í augum, að borgaralegir vísindamenn skyldu vinna þennan mikla sig- ur. Kommúnismi og þjóðernisof- stæki eru samtvinnaðir og snar- ir þættir í skapgerð sovétvald- hafanna. Á stundum verður ekki úr því skorið, hvort þeir leggja fæð á vísindamanninn og kenn- ingu hans vegna þess, að hann er þegn auðvaldsríkis, eða aðeins fyrir þá sök að hann er ekki rússneskur. Rússneskir vísinda- menn berjast eins og berserkir við það að sanna, að allir þeir sigrar, sem mestir hafa verið unnir á sviði vísindanna, eigi rætur sínar að rekja til rúss- neskra vísindamanna, sem auð- valdsríkin hafi neitað að viður- kenna. Samt sem áður verður þeirri staðreynd ekki haggað að svo stöddu, að Bandaríkjamenn, en ekki Rússar, gerðu fyrstu kjarnorkusprengjuna. En það, sem ofstækissinnana rússnesku tekur sárast í því sam- bandi er það, að kjarnorkufræð- íngarnir hafa raskað undirstöð- um efnishyggjunnar gömlu. Kjarninn er margbrotin sam- stæða af elektrónum, neutrónum og positrónum, sem vara aðeins andartak, en um leið og þær líða undir lok, myndast aðrar eins einhversstaðar í kerfinu. Engri af þessum frumeindum verður fundinn afmarkaður staður í því kerfi. V. L. Lvov hefur nú hafið á- róðurinn gegn andefnishyggju- kenningum á sviði eðlisfræðinn- ar, og ef marka má það, sem áður hefur verið leikið, má telja full- víst, að ekki verði sá áróður stundaður af minni ákefð held- ur en sá líffræðilegi. Fyrir löngu síðan lét Lenin sálugi sér um munn fara orð, sem gefa Lvov tilefni til að lofsyngja hann sem snilling og sjáanda, hvað mál þetta snertir. En leitt er það fyr- ir efnisdýrkendurna, að prófess- or Niels Bohr skuli hafa hrist ó- þyrmilega stoðirnar undir trú þeirra, er hann uppgötvaði eðlis- lögmál kjarnans, enda sendir Lvov honum og þeim, er fylgja honum að málum, óspart tóninn; kallar þá upphafsmenn og fylgj- endur hinnar borgaralegu Kaup- mannahafnarkenningar í eðlis- fræði, þar eð Niels Bohr bjó í Kaupannahöfn, unz þýzku naz- istarnir flæmdu hann brott það- an. Þá, sem nefndri kenningu fylgja> kallar Lvov “fjandmenn efnishyggjunnar að stefnu til, og því eru kenningar þeirra á röngum rökum reistar.” Þeim árangri, sem kjarnorku- fræðingar Vesturlanda hafa náð, segir Lvov að þeir hafi náð þrátt fyrir kenningar sínar, en ekki vegna þeirra. “Aðeins vísinda- menn sovétríkjanna, sem hafa “BÆNDADAGUR” Jón Þorbergsson, óðalsbóndi á Laxamýri, hefir ritað í blöðin um “Bændadag”. Mér þykir vænt um að hann hefir rofið þögnina um þetta mál þó að eg sé honum ekki sammála um daginn. Fyrir meir en 10 árum síðan hreyfði eg þessu máli á fundi framsóknarmanna í Reykjavík og stakk þá upp á Jónsmessunni sem “degi bændnanna”. Um þetta efni var ritað í “Tímann” og upp af því spruttu svo vor- hátíðir í ýmsum héruðum, sem þó hafa aldrei verið bundnar við sérstakan dag.. Aftan úr örofi alda hafa jólin og Jónsmessan verið miklar há- tíðir norrænna þjóða. Báðar eru þessar hátíðir bundnar við sólina og trú á hennar mátt. Jólin, þeg- ar sólin tekur daginn upp á við til lengri og hlýrri tíma — en Jónsmessan, þegar magn sólar- innar er sem mest og land og haf er þrungið lífi og gnægðum. Jólin — jólablót — miðsvetí- arblót, voru hátíð stórra fyrir- ætlana. Þá var ‘stigið á stokk” og strengd heit til dáðríkra at- hafna, — hernaðarafreka, land- vinninga, fjárs og framaöflunar o. m. fl. Eða heitið var á guðina um gróðurmagn jarðar og af- hinn mikla sannleika dialekt- ^akstur bústofns og veiða____________“til islrar pfnicVtTrrrcrin oA loíAorlíAeí áre fri^or”____a i__i_i_ iskar efnishyggju að leiðarljósi, geta bjargað kenningunni um eðlislögmál efnisins úr því svaði sem villuráfandi eðlisfræðingar annarra landa hafa hrundið henni í.” ars og friðar” með hækkandi sól og í höndfarandi bjargræðistíma. Svo var það Jónsmessan sjálf, þessi hápunktur lífsins hvert ár. Allt hafði verið gert til að láta áheit á guði og sjálfa sig rætast. Þessa yfirlýsingu mætti orða. Sólin stóð kyrr um stund (sól- á þennan hátt: “Rússneskir eðl-; stöður) og allt var hlaðið krafti isfræðingar, gætið að ykkur í hennar, svo jafnvel döggin hafði tíma! Vísindamenn njóta enn fylsta frelsis með vestrænum þjóðum, og að sama skapi og kenningar þeirra ná þar meiri raunhæfum áhrifum og starf þeirra ber mik- ilsverðari árangur, herðir stjórn- málaofstækið fjöturinn að starf- semi þeirra í sovétlýðveldunum. Eg geri ekki ráð fyrir að hugs- anafrelsi vísindamanna verði of hátt metið, — án þess er fram- för og þróun á sviði vísinda ó- hugsanleg. — Alþbl. 31. júlí lækninga mátt. Þá var stundin til að klífa há fjöll og finna óska steininn, þetta eftirlæti allra alda. Þá byrjuðu menn að taka laun verka sinna og fyrirhyggju — tími afla og uppskeru fór í hönd. —Freyr Forseti heiörar dr. Björn Þóröarson 1. ágúst sæmdi forseti íslands 1 fyrrverandi forsætisráðherra, dr. juris Björn Þórðarson stórkrossi Fálkaorðunnar. Eins og kunn- ugt er var dr. Björn forsætisráð- herra er lýðveldið var stofnað, auk þess gengdi hann samvisku- samlega einu umfangsmesta og Kveöjur til forseta Meðal orðsendinga, sem for- seta íslands bárust í tilefni af vandamesta dómaraembætti á ís- embættistöku hans voru hlýjar landi um langt árabil, svo og kveðjur fra Truman Bandaríkja-j ýmsum trúnaðarstörfum. Var forseta, ennfremur frá Berut meðal annars sáttasemjari ríkis- Pólandsforseta svo og árnaðar- íns í rúm 16 ár. Ennfremur hefir óskir frá áhöfn Súðarinnar og ís- lenzkum sjómönnum við Græn- landsstrendur, frá Bandalagi ísl. skáta og frá íslendingadags- nefndinni í Blaine, Washington- ríki. —Mbl. 4. ágúst hann innt af hendi merkileg rit- störf. —Mbl. 5. ágúst Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu EVENING SCHOOLS PROGRAMME 1949-50 CONDUCTEO BY THE SCHOOL DISTRICT OF WINNIPEC No. '1 REGISTRATION DATES (7:30 to 9:30 p.m.) DANIEL McINTYRE KELVIN ST. JOHN’S ISAAC NEWTON STRATHCONA Auto Merhanics, Commercial and Elementary English. Wood, Electricity, Welding and Element ary English. Elementary English. Sept. 12 & 14th Elementary School and C.ommercial Subjects. Sept. löth Home Economics. Sept. 29th Handicrafts, etc. Sept. 15th Sept. 15th Sept. 12th Drafting, Radio, Machine Shop and Commercial Subjects. Sept. 14th Technical and Commercial Subjects. Sept. 14th EARL GREY Shop Classes. Sept. 16th Clothing. Sept. 30th Academic Courses. . Sept. 22nd Parent Education Gor. Bell Sept. 9th Home Economics and Public Speaking. Sept. 27th Home Economics and Public Speaking. Sept. 26th Home Economics. Sept. 28th Red Cross Centre Nursing. Sept. 20th 9 a.m.—5 p.m. 7:50—9:30 p.in. LORD SELKIRK Shop Classes. Sept. 15th Clothing. Sept. 29th COMMENCING DATES (Consult the bulletin for the day) 7:30 p.m Elementary English. Sept. 15th Elementary English. Elementary English. Elementary and Handicrafts, etc. Sept. llth Sept. 14th Commercial Subjects. Sept. 19th Auto mechanics and Technical and Technical and Sept. 20th Home Economics. Commercial. Commercial. Commercial. Oct. 3rd EARL GREY ANI) Sept. 19lh Sept. 19th Sept. 19th Parent Education LORD SELKIRK Home Economics and Home Economcs and Home Economics. Oct. 3rd Scpt. 13th—Tuesday onlv Shop Classes. Sept. 19th Academlc. Public Speaking. 8:00-10:00 p.m. Oct. 3rd Oct. 3rd \ NURSING Sept. 27th—8:00 p.m. Clothing. Oct. 3rd

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.